Þeir sem lásu ekki pistil minn í gær um Snowden ættu að gera það núna. Það sannaðist hjá mér afstaða valdsmanna þegar Obama og Heimsveldi eiga í hlut. Bugta og beygja. Bugta og beygja.
Flétta dagsins er ótrúleg. Forseti sjálfstæðs ríkis, Bólivíu, verður að hlýta því að lenda á Vín og láta leita í flugvél sinni hátt og lágt. Evrópusambandið hneigir sig fyrir skilaboðum Obamas, ríkin neita að leyfa flugvélinni að fljúga í gegnum lofthelgi þeirra. . Morales forseti verður að horfa á í forundran. Snowden gæti verið í vélinni hans.
Á sama degi mætir Ban Ki-moon á fundi með utanríkisnefnd Alþingis þar sem hann er nú aldeilis að taka upp hanskann fyrir Snowden sem hefur vogað sér að fletta ofanaf stjorfelldum njósnum Bandaríkjanna um þegna sína og aðrar þjóðir. Nei, aðaritari Sameinuðu þjóðanna tekur að sjálfsögðu afstöðu með Heimsveldinu og leppum þess.
Í fréttinni kemur einnig fram að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafi beðið Ban Ki-moon skýringar á orðum hans um uppljóstrarann. „Aukinn aðgangur getur verið til heilla fyrir almenning, en stundum skapast stærri vandamál vegna misnotkunar einstaklinga,“ var svar Ban Ki-moon.
Birgitta telur gagnrýni aðalritarans ekki réttmæta: „Ég tel rangt af aðalritara Sameinuðu þjóðanna að áfellast Snowden sérstaklega frammi fyrir utanríkismálanefnd Alþingis. Hann virtist ekki hafa neinar áhyggjur af innrás ríkisstjórn í einkalíf fólks um allan heim, hann hafði bara áhyggjur af því hvernig uppljóstrarar misnota kerfið,“ sagði Birgitta í samtali við The Guardian. (dv.is)
Mbl.is segir svo frá:
Ummælin ollu undrun fundarmanna, en þau féllu einungis nokkrum klukkustundum eftir að Snowden sótti um hæli á Íslandi. Birgitta Jónsdóttir óskaði eftir skýringum aðalritarans á ummælunum, sem sagði að „aðgangur að upplýsingum gæti verið af hinu góða í stóra samhenginu, en stundum valdi það meiri vandræðum þegar einstaklingar misnoti þær“.
Birgitta lýsti yfir undrun sinni og áhyggjum af afstöðu aðalritarans. „Mér þykir rangt að aðalritari SÞ fordæmi Snowden persónulega frammi fyrir utanríkisnefnd Alþingis. Hann virtist engar áhyggjur hafa af innrásum stjórnvalda inn í einkalíf einstaklinga, heldur einungis af því hvernig uppljóstrarar misnoti kerfið,“ sagði Birgitta.
Að vísu er það svo að fundir með utanríkismálanefnd eru bundnir trúnaði en ég veit ekki hvort það eig við um gestafund sem þennan. Og fréttin kemur frá Guardian sem allir vita að hefur góð sambönd við Wikileaks á Íslandi og Birgittu Jónsdóttur. Sem auðvitað láta svona upplýsingar sem eru heimsfrétt af hendi .
Já lesandi góður. Það er ýmislegt sem skeður í heiminum í dag, Forseti Egyptalands rekinn frá völdum, Forseti Bólivíu fær ekki að fara leiðar sinnar um Evrópu og Aðalritari Sameinuð þjóðanna er enn einu sinni handbendi Bandaríkjanna. Þetta hefur talsmaður aðalritarans að segja:
The spokesman's office of the UN secretary general in New York declined to confirm or deny Ban's comments to the Icelandic committee on grounds that it had been a private meeting.
Að bugta og beygja. Hvar voru íslenskir fjölmiðlar í dag, það er spurningin???? Þeir eru allir með fréttina úr Guardian.....