Það var skrítið þetta 2007tímabil okkar. Kona mínn hrópaði í morgun Erling komdu ég er búin að finna óskahúsið okkar. Og ég haltraði til hennar og sjá: Miðengi, (Fimmtabraut) 801 Selfoss. Nú er bara að draga fram budduna og byrja að telja. Og draga fram kampavínsflöskuna og skála að lokinni undirskrift!!!! Skál!!!
Þessi síða er forvitnileg um fasteignaverð og þróun. Verð á fermetra að komast í hæstu hæðir aftur.
Verð 139.000.000
Fasteignamat 38.490.000
Brunabótamat 0
Tegund Orlofshús
Stærð 494
Herbergi 6
Stórglæsilegt heilsárshús í Miðengi í Grímsnesi. Eignin er 494,2 fm og er á byggingarstigi 4 og matsstigi 4. Húsið er að mestu leiti tilbúið til spörtlunar að innan en frágangur að utan og lóð er eftir. Hitaveita, hiti í gólfum en frágangur á rafmagni er eftir. Húsið er afar vandað og selst í því ástandi sem það er í dag. Lóðin er 24.418 fm og er eignarlóð. Svæðið er lokað með rafmagnshliði (símahlið). Glæsilegt útsýni er frá lóðinni yfir Sogið. Töluvert er búið að gróðursetja af plöntum og trjám á lóðinni.
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir. Selfoss er aðeins í ca. 16 km fjarlægð og því stutt í alla þjónustu. Frá Reykjavík eru aðeins um 70 km sé ekið um Hellisheiði. Styttra um Nesjavallaveg.
http://www.mbl.is/fasteignir/img/527/e648916_12A.jpghttp://www.mbl.is/fasteignir/img/527/e648916_12A.jpg