sunnudagur, 8. september 2013

SUS, xD: Bros til sölu ......


Hæstbjóðendur:  Kjósendur. 

Stefna :   Eitthvað til að svíkja

Verð:  Of hátt

Orðatiltæki:  Nothing is so admirable in politics as a 
short memory.

                          John Kenneth Galbraith






laugardagur, 7. september 2013

2007: Fasteignaauglýsing aldarinnar

Það var skrítið þetta 2007tímabil okkar.  Kona mínn hrópaði í morgun Erling komdu ég er búin að finna óskahúsið okkar.  Og ég haltraði til hennar og sjá: Miðengi, (Fimmtabraut) 801 Selfoss.  Nú er bara að draga fram budduna og byrja að telja. Og draga fram kampavínsflöskuna og skála að lokinni undirskrift!!!!   Skál!!!  

Þessi síða er forvitnileg um fasteignaverð og þróun. Verð á fermetra að komast í hæstu hæðir aftur.    


Verð                  139.000.000

Fasteignamat      38.490.000

Brunabótamat           0

Tegund              Orlofshús

Stærð                      494

Herbergi                    6


Stórglæsilegt heilsárshús í Miðengi í Grímsnesi. Eignin er 494,2 fm og er á byggingarstigi 4 og matsstigi 4. Húsið er að mestu leiti tilbúið til spörtlunar að innan en frágangur að utan og lóð er eftir.  Hitaveita, hiti í gólfum en frágangur á rafmagni er eftir.  Húsið er afar vandað og selst í því ástandi sem það er í dag. Lóðin er 24.418 fm og er eignarlóð. Svæðið er lokað með rafmagnshliði (símahlið). Glæsilegt útsýni er frá lóðinni yfir Sogið. Töluvert er búið að gróðursetja af plöntum og trjám á lóðinni.
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir. Selfoss er aðeins í ca. 16 km fjarlægð og því stutt í alla þjónustu. Frá Reykjavík eru aðeins um 70 km sé ekið um Hellisheiði. Styttra um Nesjavallaveg.    

http://www.mbl.is/fasteignir/img/527/e648916_12A.jpghttp://www.mbl.is/fasteignir/img/527/e648916_12A.jpg


Glaðir, kátir, reifir: töpuðum ekki .....

Flesta daga eru margir svo reiðir,  allir þurfa að taka þátt í kappræðum og helst vinna.  Dag eftir dag. En í kvöld voru flestir bara glaðir, út af jafntefli í landsleik í knattspyrnu.  

Satt að segja voru okkar menn svo maður noti þann frasa ansi góðir og frískir og ákveðnir og baráttuglaðir.  Þess vegna uppskáru þeir jafntefli þrátt fyrir daufan varnarleik öðru hverju.  Svo það er gott að vera glaðbeittur í kvöld.  Við hjónin fengum okkur meira að segja bjór í tilefni dagsins.  

Já, þetta var bara gaman.  Kettirnir mínir voru líka kátir.  Við skulum halda því áfram fram eftir næsta degi.  Gleyma JBH, SDG, AJ og öllum hinum skammstöfunum.  



Svo sendi ég frænku minni Guðrúnu Helgadóttur afmæliskveðju. Hún er 78 ára gömul.
                                         Hvar eru þessir að þvælast?
svar: Benedict Cumberbatch, left, as Julian Assange and Daniel Brühl in "The Fifth Estate," which played at the Toronto International Film Festival.

föstudagur, 6. september 2013

Listasprang í Hörpu og Heimaey

Já það byrjar en samt hefur það enga byrjun og engan endi.  Nú eru tónleikar allt árið.  Það er ekki bara Harpa. Það er Háskólabíó. Laugardalshöll, engin Egilshöll lengur.  Margir fínir litlir staðir, Kex, Rosenberg, djasshátíð á Jómfrúnni sem er ekki lengur nein Jómfrú.  

En nú er Sinfonían byrjuð.  Flottir tónleikar í gærkvöldi. Fullur salur, 1700 manns, mikill glasaglaumur, vinir og kunningjar hittast, sögur er sagðar, sumarið gert upp.  Scheherezade og Myndir á sýningu.  Flottir einleikarar, Sigrún Eðvalds, Bryndís Halla, Siggi Flosa, tréblásarar og fleira og fleira.  Fyrsta sinn sem maður heyrir þessi verk í Hörpu.  Þvílíkur munur.  Og enn er Kjartan M. að spyrja um hvað Harpan hafi kostað.  Ég hef aldrei séð hann á sinfoníunni.  Þeir sem tala mest um kostnað eru þeir sem kunn minnst að njóta lista. Peningar er þeirra lyst. 

Vestmanneyingarnir gætu litið við á tónleikum í Hörpu um leið og þeir fara að versla í Smáralind og Ikea.  Svo er Kammermúsíkklúbburinn að byrja. Jazzhátíð um daginn.  Sparíféð mitt fer í þetta. Það gefur mínu lífi gildi. Svo Þjóðleikhúsið, bíð spenntur eftir Eggerti Þorleifs í nýja verki Braga.  Og Ólafur Darri sem Hamlet i Borgarleikhúsinu og Vanja frændi í Tjarnarbíó.  Mig langar aftur á Engla Alheimsins.  Svo er að fjármagna allt þetta, ég hef ekki efni á því.  

Egill Ólafs í Hörpu, ný Emiliana Torrini,  Eruð þið búin að hlusta á Hjaltalín diskinn frá því um seinustu jól, Retro Stefson frá því í hitteðfyrra???? Svo er nýr Dylan diskur í búðunum, Another Self Portrait.  

Það er allt að gerast með haustinu.  Flugvöllurinn og fótafúi.  Það er skrítið hvað fólk nennir að karpa um stað sem verður kominn í kaf eftir Hundrað ár.   









fimmtudagur, 5. september 2013

Sigmundur Davíð: Sýkingar og þögn

Mér finnst nú algjör óþarfi að vera að snörflast út í Forsætisráðherra okkar þótt hann sé með smá sýkingu.  Það er nú bara eðlilegt sagði vinur minn:  „  Þetta fylgir starfinu það er mjög eðlilegt að maður í hans stöðu fái verðbólgu í hagfótinn.  Sjáðu Ríkharð þriðja hann fékk bandorma í sig."  Ég skildi nú ekki alvega samanburðinn.  En hann sagði að það væri ekki von ég væri með staurfót.  Sjáðu, sagði hann:  „Staurfótur Hagfótur."   Já hann vinur minn er ekki alltaf auðskiljanlegur, enda verið á framfæri ESB  of lengi.  Því eins og leikarinn sagði um árið:  Behind every great man is a woman rolling her eyes. Ég hugsa þetta eigi bæði við um Obama og forsætisráðherrann okkar.  

Og allir bíða eftir svarinu um náðun Sigurðar Kárasonar. Dularfyllsti atburður vikunnar. Stundum kann forseti vor að þegja. Og Vigdís Hauksdóttir. Eða hvað?

      



miðvikudagur, 4. september 2013

Smásvikarar og Stórskúrkar

Það er mikið rætt um svikara í fjölmiðlum.  Það orð er ekki endilega notað um þá alla.  Einn er þó kallaður stórsvikari.  Sem hefur haft einstakt lag á að koma sér inn á einstaklinga og vinda fjármuni þeirra út úr þeim þar til enginn dropi var eftir.  Sjúklingar, gamalmenni, fólk úr ýmsum stéttum.  

Svo eru þeir sem tókst jafnvel að vinda fjármuni úr heilli þjóð og bankakerfi.  Þeir eru ekki kallaðir svindlarar þótt þeir séu auðvitað stjórsvindlarar, stórglæpamenn.  Þeir mæta glaðbeittir fyrir rétti, sumir með hrokasvip aðrir ekki.  Þeir hafa tekið sér bólfestu erlendis og síðan ýta þeir seðlum sínum hægt og sígandi inn í samfélagið okkar.  Það er margt á góðu verði um þessar mundir.  Þeir virðast vera á því að þeir hafi ekkert gert.  Voru eingöngu að bjarga þjóðinni, að koma okkur á spjöld sögunnar og tókst það. Sumir valdsmenn sem einu sinnu voru harðir andstæðingar þessara manna núna mega ekkert misjafnt heyra um þá.  Þetta eru nær allt karlar.  Ætli konur séu ekki jafn duglegar að svindla?   Ætli það sé þess vegan sem þær eiga ekki að hafa jafnan rétt til setu í æðstu stjórnum lífeyrissjóða???? 

Já, þetta eru ófá mál sem liggja nú fyrir. Allir eru saklausir, Milestone, Kaupþing, Glitnir, Landsbanki, KPMG. Þetta eru allt góðborgarar og maður kallar þá ekki svikarar eða skúrka.  Þeir voru sumir í nánu sambandi við ráðherra í núverandi ríkisstjórn.  Því eigum við öll að gleyma. Þetta eru ekki brennuvargar þetta eru Góðborgarar.   Ef einhver segir eitthvað þá er lögfræðingakórinn til staðar eins og í grískum harmleik eða gamanleik. Og þegar upp er staðið eru dómarnir haldlitlir, oft minni en smákrimmi fær fyrir að ræna sjoppur þrisvar eða fjórum sinnum. Enda eigum við að gleyma þessu.      

Ætli við séum ekki búin að því?  Ég man alla vegana fátt.  Enda gamall eins og á hærum má sjá. 

Bob Dylan: Játningar tónlistarfíkils

Hjá mér er hátíð þegar nýr diskur meistara Dylans lítur dagsins ljós. Nýr diskur með gamalli og þó síungri tónlist.  Hvert er hann að fara núna, hann Erling?  Líklega myndi hann flokkast undir fíkil, tónlistafíkil. Framundan er gósentíð fyrir slíkt fólk, sinfonían að byrja á fimmtudaginn.  Rússnesk gæðatónlist á fyrstu tónleikunum, Rimsky -Korsakov og Mussorgsky. Scheherazade, Myndir á sýningu.  Svo margt annað í vetur, lífið er ekki svo bölvað, þrátt fyrir ónýtt hné.  Paul Lewis kemur og spilar í Hörpunni seinna í haust. 

Já, ég var að tala um Meistara Dylan, Another Self Portrait. Önnur Sjálfsmynd.  Einu sinni gaf Dylan út Selv Portrait, árið 1970.  Sú plata, þá voru allt plötur sem komu út, fékk misjafnar móttökur.  Hvaða skítur er þetta spurði frægur gagnrýnandi og tónlistarrýnir.  Skrítið lagaval, úr hinni og þessari átt, frumsamin lagabrot, furðulegar útsetningar.  Kvennakór.  Í dag er töluvert annað á hlusta, á tímum póstmódernista!!  Nú opnast þessi heimur Dylans á allt annan hátt en fyrir fjörutíu og eitthvað árum.  Við höfum þroskast, náð meistaranum.  Og nú á nýja disknum, fáum við ný lög frá þessum tíma.  Aðrar útsetningar af gömlu plötunni, útþurrkuð lög þar sem útsetningarnar eru teknar burt.  Og eftir eru bara Dylan, David Bromberg og Al Kooper (þið munið eftir honum á Lika a rolling stone og svo framvegis).   Svo kemur Georg Harrison í heimsókn.  Og fleiri.  Stundum syngur Dylan himneskt, eins og í Pretty Saro, þvílík raddbeiting!!!  Aftur á móti hef ég aldrei skilið fólk sem finnst Dylan, Waits og Megas ömurlegir söngvarar, það er þeirra vandamál ekki mitt.    

Þessi diskur er svo skemmtilegur, nútímalegur, fagur.  Við heyrum If not for you með fiðluleik og enginn veit hver er fiðluleikarinn !!  New Morning með blásurum,.  Þetta er árið þegar Dylan gaf líka út New Morning á sama ári.  1970. Sign on the Window.  Spanish is the loving tongue.  Það er ótrúleg fjölbreytnin, sköpunin hjá þessum unga manni.  Ég man þegar ég grúfði mig ofan í útvarpið til að hlusta á Franska útvarpsstöð þar sem Selv Portrait hljómaði í fyrsta sinn í Evrópu.  All the tired horses, stelpur að syngja er þetta Dylan??? En svo kom Days of 49.  

Já, það er oft hamingja að vera tónlistarfíkill.  Nú klukkan 8 að morgni, miðvikudaginn 4. september,  hlusta ég á Otis Redding.  Hann grætur og grætur yfir ástinni.  Hann er prédikari og graðnagli um leið.  Try a little tenderness, I´ve been loving you too long, Respect, Tramp. Og auðvitað Docks of the Bay.  

Svo eru 2 nýir klassískir diskar sem ég þarf að hlusta á næstu dagana.  Domingo Verdi og Christian Gerhaher Mahler.  Ertu búinn að fá þér Spotify í tölvuna, lesandi góður?   Þar er nóg af tónlist fyrir lífstíð.   Það er gott að njóta og hlusta.  Hverfa frá dapurlegum heimi stríðs og gróða.  

Og lífið heldur áfram, og áfram.