Ég get nú ekki sagt að samband mitt við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sé náið. En mér brá þegar ég heyrði hádegisfréttirnar í dag. Það blasti við að nú hafði AGS komist í blogg mín seinustu árin. Ekki nóg með það heldur voru nýju tillögur þeirra aldeilis stolnar, en það sama hvaðan gott kemur:
„Þar er skuldugum ríkjum ráðlagt að auka skattheimtu af hátekjufólki og alþjóðlegum stórfyrirtækjum enda hafi skattbyrði þessara aðila lést umtalsvert undanfarna þrjá áratugi. Í skýrslunni segir að hærri skattar á tekjuhæstu þjóðfélagshópana myndu auka jöfnuð í samfélögum og gera þorra almennings auðveldara að sætta sig við aðhald í ríkisfjármálum. AGS telur að ef skattheimta á hátekjufólki yrði færð í það horf sem hún var á níunda áratugnum myndu skatttekjurnar aukast um sem nemur 0,25 prósentum af landsframleiðslu iðnríkjanna."
Já, lesendur góðir, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur aldeilis leitað ráða hjá mér og er það nú bara gott, ég er ekki alveg viss um að forsendurnar í huga okkar séu alltaf þær sömu, en það er annað mál. En það er öruggt að samband okkar virðist eiga eftir að verða nánara í framtíðinni. Svo er spurningin hvort dökkbláa ríkisstjórnin okkar vilji koma inn í það nána samband. Við sjáum til með það. Hvort hún taki meira mark á Indefence eða AGS.
sunnudagur, 13. október 2013
föstudagur, 11. október 2013
Bréf Sigurjóns: Borgum hærri skatta !!!
Þetta er merkilegt bréf, ég held að það sé kominn tími fyrir okkur öll að skammast okkar, og segja þetta er nóg, Allir hafa verð blindir, ef við þurfum að fá lánað til að reka sjúkrahús, þá gerum við það. Þessi hugmyndafræði niðurskurðar er röng. Við segjum nú er komið nóg, við viljum frábært heilbrigðiskerfi og engar refjar. Við viljum líka frábært skólakerfi. Við viljum frábært velferðarkerfi.
Við viljum flest borga meiri skatt. Eigum við ekki að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um skattheimtu??? Það er eina ráðið í augnablikinu, engir vilja fjárfesta hjá fólki sem hegðar sér eins og við. Horfumst i augu við það. Við sjálf verðum að borga.
Hr heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson
Í vor féll ég af baki hests og hlaut af því brot og brák á rifjum nokkrum. Læknakandidat sem leit á mig asnaðist til að hlusta mig í kjölfar fallsins. Það sem hann heyrði var eigi fagurt og vísaði hann mér hið snarasta til hjartalæknis á Akureyri (Jón Þór Sverrisson(.
Ekki höfðu hjartaóhljóð gullhjartans minnkað. Var ég því sendur í þræðingu á Landsspítalann (LSH) og grunur hans staðfestur um sjúkdóm í hjarta.
Hvort sem það er vegna pizzu-, pítu- eða pulsuofáts þá var mér tjáð að ég yrði að koma í hjáveituaðgerð eins fljótt og mögulegt væri.
Tók ég þessum tíðindum karlmannlega eins og mín var von. Félagar mínir í Tromsö voru gáttaðir á að svona gott gullhjarta væri að slá feil. En svona var það.
Fyrir rétt rúmri viku síðan fékk ég svo boð um að mæta mánudaginn 23. september 2013 til undirbúnings og skráningar vegna aðgerðar miðvikudaginn 25.september. Biðin var því löng, rúmir tveir mánuðir. Þar sem hér væri um stóra opna hjartaaðgerð að ræða, væri ég frá vinnu í allt að 3 mánuði. Tilkynnti ég vinnuveitenda mínum og samstarfsfólki við háskólann hvernig mál stæðu og olli það nokkrum kvíða og vandræðum.
Ekki var um það að fást og mætti ég á tilsettum tíma mánudaginn 23. september. Margt afbragðsstarfsfólk tók á móti mér á hinum ýmsu sviðum og var hið ljúfasta. Dugnaðarforkar sem komu sínu vel til skila. Undirbúningur þessi tók hátt í 6 tíma með öllu.
Morguninn 25. þvoði ég mér með opinberri sápu frá spítalanum og var mættur kl 07:00. Afklæddist ég og naut þess að klæða mig í opinberar nærbuxur og öfugan slopp auk opinberra sokka. Eftir rakstur ofan og neðan og allt um kring var mér rennt í rúmi til lokaundirbúnings. Setja átti upp nál og gefa mér eitthvað kæruleysandi. Rétt í þann mund er sprautunálin hitti hörund mitt var kallað “stop, stopp sendið unga manninn (mig!) tilbaka”. Mér var tjáð að aðgerð frestaðist. Klukkan 9:40 var aðgerðin blásin af. Gjörgæsla full. Ég fór úr hinum opinberu nærklæðum og yfirgaf spítalann, nestaður meiri sápu frá hinu opinbera. Skyldi koma daginn eftir, fimmtudag.
Allt var eins fimmtudaginn, nema að það var ekki fyrr en klukkan tíu að aðgerð var blásin af. Gjörgæslan ennþá meira full. Ég rétt náði að afþakka kæruleysissprautuna og verkjastillandi. Læknir minn kom og ræddi við mig. Var raunar miður sín og tilkynnti mér að hann hefði ekki hugmynd um hvenær yrði af aðgerð. Gjörgæslurýmin væru full og hann gæti ekkert við því gert.
Enn minna gat ég nú gert. Á nærbuxum hins opinbera með lokaðar kransæðar verður maður ósköp smár og rífur ekki kjaft svo glatt. En ég sagði honum og hjúkrunarfólkinu að ég liti svo á að kerfið á spítalanum væri hrunið. Ég hefði lesið um vandræði spítalans en aldrei hefði mér dottið í hug að heilbrigðisþjónustan væri í raun hrunin. Þegar eina lausnin á vandræðum spítalans, til að stytta bið og auka rými, væri ótímabært fráfall sjúklinga - þá væri heilbrigðiskerfið hrunið.
Nú er ég kominn að kjarna málsins.
Hvernig stendur á því að flöskuháls í meðferð sjúklinga LSH er gjörgæsla. Atriði sem í raun er einfalt að bæta úr.
Á sama tíma og ég mætti engu öðru en fagmennsku og ljúfmennsku hjá starfsfólki spítalans rann upp fyrir mér að einhverjir hafa tekið ákvarðanir sem hafa leitt af sér hrun eins besta heilbrigðiskerfis í Evrópu. Þessir einhverjir eru stjórnmálamenn og skriffinnar ráðuneytanna.
Vesalings starfsfólkið skammast sín fyrir ástandið. Vilja allt gera til að bæta úr og gera allt sem er þeim mögulegt til að hlutirnir gangi. En það bara dugar ekki. Kerfið ER hrunið.
Það er óásættanlegt að ein besta deild þessa sjúkrahúss, hjartaskurðdeildin, sé svo máttlaus að hún standi auð, STANDI AUÐ, vegna þess að deildin kemur ekki sjúklingum frá sér. Það er hneyksli og heimska. Hvaða „sparnaður“ er í því fólginn að hafa fjölda fólks á launaskrá, sem getur ekki, vegna aðstöðuleysis, unnið sína vinnu. Hvað kostar það sjúklingana, atvinnulífið, þjóðfélagið?
Hver vill vinna á svona vinnustað þar sem heimskan öskrar á mann? Þrátt fyrir alla kunnáttuna, færnina, reynsluna og kostnaðinn, þá er deildin óstarfhæf vegna heimsku. Stjórnunarheimsku. Ímyndaður sparnaður. Færustu læknar standa á göngum og eru að reyna afsaka aumingjahátt og heimsku í skipulaginu, afsaka rangan niðurskurð og misskilinn sparnað, í stað þess að sinna sínu starfi eins og þeir vilja auðvitað helst.
Við erum að ræða um deild á LSH sem er í fremsta flokki í heiminum hvað varðar árangur eftir aðgerðir. Í fremsta flokki í heiminum.
Stjórnendur spítalans eða ráðuneytisfólk veit greinilega ekkert hvað fer fram INNAN VEGGJA hans. Því síður býður þeim í grun að einangrun INN Í VEGGJUM gamla spítalans sé korkur frá 1926, korkur, haugblautur af leka, vegna vonlauss og vitlauss viðhalds. Aldnir veggir spítalans gráta sveppasýktum tárum yfir heimsku mannanna, inn í vistarverum starfsfólks og sjúklinga.
Færustu sérfræðingum spítalans er boðið upp á myglað og heilsuspillandi húsnæði. Aðeins boðið upp á rangindi stjórnenda og svik stjórnmálamanna. Hver getur ætlast til að færir fagmenn vinni við slíkar aðstæður? Eyðileggi heilsu sína og orðspor? Endi með því að vera sjálfir hjálparþurfi, en gætu við eðlilegar aðstæður og vitrænar ákvarðanir aukið lífsgæði, bjargað lífi, eflt okkar dáð.
Vel getur verið að ofangreint sé öllum ljóst. En það dugar bara ekki. Skiptir ekki máli. Eins getur vel verið að mér verði nuddað uppúr því að þetta brenni á mínu eigin skinni. Sé þess vegna svo mikilvægt. Það skiptir heldur ekki máli. Um peninga getum við líka rætt. Þeir skipta raunar ekki máli. Aðalatriðið er að starfsemi Landsspítalans Háskólasjúkrahúss er hrunin.
Og hvað ætlar þú að gera í því?
Það skiptir máli.
Þinn vinur og félagi
Sigurjón Benediktsson tannlæknir MS
Tromsö,Noregi (já og norðmenn hefðu borgað fyrir aðgerðina!)
Við viljum flest borga meiri skatt. Eigum við ekki að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um skattheimtu??? Það er eina ráðið í augnablikinu, engir vilja fjárfesta hjá fólki sem hegðar sér eins og við. Horfumst i augu við það. Við sjálf verðum að borga.
Hr heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson
Í vor féll ég af baki hests og hlaut af því brot og brák á rifjum nokkrum. Læknakandidat sem leit á mig asnaðist til að hlusta mig í kjölfar fallsins. Það sem hann heyrði var eigi fagurt og vísaði hann mér hið snarasta til hjartalæknis á Akureyri (Jón Þór Sverrisson(.
Ekki höfðu hjartaóhljóð gullhjartans minnkað. Var ég því sendur í þræðingu á Landsspítalann (LSH) og grunur hans staðfestur um sjúkdóm í hjarta.
Hvort sem það er vegna pizzu-, pítu- eða pulsuofáts þá var mér tjáð að ég yrði að koma í hjáveituaðgerð eins fljótt og mögulegt væri.
Tók ég þessum tíðindum karlmannlega eins og mín var von. Félagar mínir í Tromsö voru gáttaðir á að svona gott gullhjarta væri að slá feil. En svona var það.
Fyrir rétt rúmri viku síðan fékk ég svo boð um að mæta mánudaginn 23. september 2013 til undirbúnings og skráningar vegna aðgerðar miðvikudaginn 25.september. Biðin var því löng, rúmir tveir mánuðir. Þar sem hér væri um stóra opna hjartaaðgerð að ræða, væri ég frá vinnu í allt að 3 mánuði. Tilkynnti ég vinnuveitenda mínum og samstarfsfólki við háskólann hvernig mál stæðu og olli það nokkrum kvíða og vandræðum.
Ekki var um það að fást og mætti ég á tilsettum tíma mánudaginn 23. september. Margt afbragðsstarfsfólk tók á móti mér á hinum ýmsu sviðum og var hið ljúfasta. Dugnaðarforkar sem komu sínu vel til skila. Undirbúningur þessi tók hátt í 6 tíma með öllu.
Morguninn 25. þvoði ég mér með opinberri sápu frá spítalanum og var mættur kl 07:00. Afklæddist ég og naut þess að klæða mig í opinberar nærbuxur og öfugan slopp auk opinberra sokka. Eftir rakstur ofan og neðan og allt um kring var mér rennt í rúmi til lokaundirbúnings. Setja átti upp nál og gefa mér eitthvað kæruleysandi. Rétt í þann mund er sprautunálin hitti hörund mitt var kallað “stop, stopp sendið unga manninn (mig!) tilbaka”. Mér var tjáð að aðgerð frestaðist. Klukkan 9:40 var aðgerðin blásin af. Gjörgæsla full. Ég fór úr hinum opinberu nærklæðum og yfirgaf spítalann, nestaður meiri sápu frá hinu opinbera. Skyldi koma daginn eftir, fimmtudag.
Allt var eins fimmtudaginn, nema að það var ekki fyrr en klukkan tíu að aðgerð var blásin af. Gjörgæslan ennþá meira full. Ég rétt náði að afþakka kæruleysissprautuna og verkjastillandi. Læknir minn kom og ræddi við mig. Var raunar miður sín og tilkynnti mér að hann hefði ekki hugmynd um hvenær yrði af aðgerð. Gjörgæslurýmin væru full og hann gæti ekkert við því gert.
Enn minna gat ég nú gert. Á nærbuxum hins opinbera með lokaðar kransæðar verður maður ósköp smár og rífur ekki kjaft svo glatt. En ég sagði honum og hjúkrunarfólkinu að ég liti svo á að kerfið á spítalanum væri hrunið. Ég hefði lesið um vandræði spítalans en aldrei hefði mér dottið í hug að heilbrigðisþjónustan væri í raun hrunin. Þegar eina lausnin á vandræðum spítalans, til að stytta bið og auka rými, væri ótímabært fráfall sjúklinga - þá væri heilbrigðiskerfið hrunið.
Nú er ég kominn að kjarna málsins.
Hvernig stendur á því að flöskuháls í meðferð sjúklinga LSH er gjörgæsla. Atriði sem í raun er einfalt að bæta úr.
Á sama tíma og ég mætti engu öðru en fagmennsku og ljúfmennsku hjá starfsfólki spítalans rann upp fyrir mér að einhverjir hafa tekið ákvarðanir sem hafa leitt af sér hrun eins besta heilbrigðiskerfis í Evrópu. Þessir einhverjir eru stjórnmálamenn og skriffinnar ráðuneytanna.
Vesalings starfsfólkið skammast sín fyrir ástandið. Vilja allt gera til að bæta úr og gera allt sem er þeim mögulegt til að hlutirnir gangi. En það bara dugar ekki. Kerfið ER hrunið.
Það er óásættanlegt að ein besta deild þessa sjúkrahúss, hjartaskurðdeildin, sé svo máttlaus að hún standi auð, STANDI AUÐ, vegna þess að deildin kemur ekki sjúklingum frá sér. Það er hneyksli og heimska. Hvaða „sparnaður“ er í því fólginn að hafa fjölda fólks á launaskrá, sem getur ekki, vegna aðstöðuleysis, unnið sína vinnu. Hvað kostar það sjúklingana, atvinnulífið, þjóðfélagið?
Hver vill vinna á svona vinnustað þar sem heimskan öskrar á mann? Þrátt fyrir alla kunnáttuna, færnina, reynsluna og kostnaðinn, þá er deildin óstarfhæf vegna heimsku. Stjórnunarheimsku. Ímyndaður sparnaður. Færustu læknar standa á göngum og eru að reyna afsaka aumingjahátt og heimsku í skipulaginu, afsaka rangan niðurskurð og misskilinn sparnað, í stað þess að sinna sínu starfi eins og þeir vilja auðvitað helst.
Við erum að ræða um deild á LSH sem er í fremsta flokki í heiminum hvað varðar árangur eftir aðgerðir. Í fremsta flokki í heiminum.
Stjórnendur spítalans eða ráðuneytisfólk veit greinilega ekkert hvað fer fram INNAN VEGGJA hans. Því síður býður þeim í grun að einangrun INN Í VEGGJUM gamla spítalans sé korkur frá 1926, korkur, haugblautur af leka, vegna vonlauss og vitlauss viðhalds. Aldnir veggir spítalans gráta sveppasýktum tárum yfir heimsku mannanna, inn í vistarverum starfsfólks og sjúklinga.
Færustu sérfræðingum spítalans er boðið upp á myglað og heilsuspillandi húsnæði. Aðeins boðið upp á rangindi stjórnenda og svik stjórnmálamanna. Hver getur ætlast til að færir fagmenn vinni við slíkar aðstæður? Eyðileggi heilsu sína og orðspor? Endi með því að vera sjálfir hjálparþurfi, en gætu við eðlilegar aðstæður og vitrænar ákvarðanir aukið lífsgæði, bjargað lífi, eflt okkar dáð.
Vel getur verið að ofangreint sé öllum ljóst. En það dugar bara ekki. Skiptir ekki máli. Eins getur vel verið að mér verði nuddað uppúr því að þetta brenni á mínu eigin skinni. Sé þess vegna svo mikilvægt. Það skiptir heldur ekki máli. Um peninga getum við líka rætt. Þeir skipta raunar ekki máli. Aðalatriðið er að starfsemi Landsspítalans Háskólasjúkrahúss er hrunin.
Og hvað ætlar þú að gera í því?
Það skiptir máli.
Þinn vinur og félagi
Sigurjón Benediktsson tannlæknir MS
Tromsö,Noregi (já og norðmenn hefðu borgað fyrir aðgerðina!)
fimmtudagur, 10. október 2013
Lífið er ópera, eða ekki!!!!
Það er mikið að gerast í menningarlífinu. Alice Munro, Kanadakonan, meistari smásögunnar fær bókmenntaverðlaun Nóbels. Ég hef aldrei verið duglegur í smásögum þarf að taka mér tak þar. Svo það er best að draga fram Munro. Svo væri ekki úr vegi að minnast á tvo gleymda landa sem voru ansi góðir á þessu sviði, Þóri Bergsson og Halldór Stefánsson, þá las ég forðum.
Óperan blómstrar sem aldrei fyrr í vetur, það eru afmæli tveggja
stórmeistara, Verdis og Wagners. Mikið um útgáfur stórsöngvarar gefa út lagadiska, ansi fína, Þrír hafa komist til mín, Placido Domingo, Verdi, þar sem hann syngur með baryton rödd sinni nýju. Jonas Kaufmann, The Verdi album, Íslandsvinurinn góði, með mörg hittin, La Donna e mobile og Celeste Aida og svo framvegis. Ekki má gleyma Wagner diskinum hans frá því í fyrra, frábær!!! Og rússneska valkyrjan, Anna Netrebko, Verdi, heitir þessi líka. Kraftur eins og í túrbínu. Mæli með öllum þessum. Gott að láta drynja í húsinu. Ég veit ekki hvað nágrannarnir hugsa.....
Svo er Carmen að koma í Óperuna, það er spennandi, og Metropolitan byrjað í bíó. Það ku vera algjör draumur.
Já, lífið er Ópera. Ég veit ekki hjá Bjarna Ben, þar er teorían sem ræður ríkjum, skattar eru ekki af hinu góða, betra að skera, skera af menningu, skera af fræðslumálum, skera af félagskerfinu, skattalækkanir eru nauðsyn, sérstaklega fyrir þá sem hafa hæstu tekjur. Nýfrjálshyggjan ræður ríkjum.
Nei, lífið er ekki Ópera hjá sumum.
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/10/10/bjarni-ekki-horfid-fra-skattalaekkunum-til-ad-auka-fjarveitingar-til-landspitalans/
Óperan blómstrar sem aldrei fyrr í vetur, það eru afmæli tveggja
stórmeistara, Verdis og Wagners. Mikið um útgáfur stórsöngvarar gefa út lagadiska, ansi fína, Þrír hafa komist til mín, Placido Domingo, Verdi, þar sem hann syngur með baryton rödd sinni nýju. Jonas Kaufmann, The Verdi album, Íslandsvinurinn góði, með mörg hittin, La Donna e mobile og Celeste Aida og svo framvegis. Ekki má gleyma Wagner diskinum hans frá því í fyrra, frábær!!! Og rússneska valkyrjan, Anna Netrebko, Verdi, heitir þessi líka. Kraftur eins og í túrbínu. Mæli með öllum þessum. Gott að láta drynja í húsinu. Ég veit ekki hvað nágrannarnir hugsa.....
Svo er Carmen að koma í Óperuna, það er spennandi, og Metropolitan byrjað í bíó. Það ku vera algjör draumur.
Já, lífið er Ópera. Ég veit ekki hjá Bjarna Ben, þar er teorían sem ræður ríkjum, skattar eru ekki af hinu góða, betra að skera, skera af menningu, skera af fræðslumálum, skera af félagskerfinu, skattalækkanir eru nauðsyn, sérstaklega fyrir þá sem hafa hæstu tekjur. Nýfrjálshyggjan ræður ríkjum.
Nei, lífið er ekki Ópera hjá sumum.
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/10/10/bjarni-ekki-horfid-fra-skattalaekkunum-til-ad-auka-fjarveitingar-til-landspitalans/
miðvikudagur, 9. október 2013
Haustblús :Að gleyma Hruninu
Það er alltaf skrítin tilfinning við fyrsta snjó haustsins eða vetrarins. Oft er það þannig að maður lítur út um gluggann og þá blasir við bylur oft í tiltölulega góðu veðri, þó ekki alltaf. Veröldin breytist í hvitan töfraheim. Sem oft stendur ansi stutt. Svo er þetta líka ein þáttaskilin enn í lífi manns. Enn einn vetur sem stundum er erfiður stundum ekki. Það fer eftir því hvernig manni líður hið innra. Þá bætis líka við ástandið í kringum mann.
Nú rifjar maður upp árið þegar allt gerðist. Hrunhaustið, þegar við sátum límd klukkan fjögur fyrir framan sjónvarpið í vinnunni, á fullu kaupi. Og hlustuðum og horfðum á manninn sem heldur að gamla fólkið hafi ekki orðið hrunsins vart. Ég þekki gamalt fólk sem missti nær allt það hafði lagt fyrir til ellinnar. Ég þekki marga sem hafa síðan barist við að halda húsi og fasteign. Ég veit ekki um sjóndeildarhring Geirs Haarde, hann verður aldrei í augum mínum stórmenni. Hann laug of mikið að okkur þetta árið, 2008. Þegar hann brunaði um lönd og fullvissaði yfirvöld og fjármálamenn að það væri bara allt fínt með bankana á Íslandi!!! Á meðan samstarfsmaður hans Bjarni Benediktsson var búinn að selja hlutabréfin sín í byrjun ársins. Eflaust hafa það verið margir aðrir. Ég veit ekki um Geir. En ég er viss um að hann vissi betur en hann sagði okkur. Og stjórnmálamenn eiga aldrei, ég sagði aldrei að ljúga að okkur. Hvaða flokki eða fylkingu sem þeir tilheyra.
Þessi vetur 2008-2009 var furðulegur, hann leið eins og draumur, kannski ekki martröð, en furðulegur draumur. Fjöldafundir, átök, eldar á Austurvelli, steinkast í Aþingishúsrúðurnar, almenningur að hrista til bíl forsætisráðherra, meðan hann hélt að kannski væri runnið upp sitt síðasta. Piparúði í loftinu, byltingarræður hjá Herði,
þetta var tími sem gleymist seint þeim sem upplifðu. Sumir halda að við getum snúið aftur til lífsins eins og það var. Þetta hafi bara verið slys. Ansi dýrt slys. Margir vilja gleyma því að útlendingar töpuðu hundruðum ef ekki þúsundum milljarða á starfsemi íslensku bankanna. Það er ekki nóg að segja að þeim hafi verið nær. Okkar fólk hafði ekki þann siðræna grunn að stunda þessa tegund af fjármálum. Það eru margir sem vilja ekki viðurkenna það. Á meðan er spurning hvort einhverjar breytingar verði. Sérstaklega þegar sumir þeirra eru í æðstu stöðum samfélags okkar.
Mér er ekki rótt. Þess vegna er Haustblús í huga mér. En eflaust mun þessi vetur ganga yfir hjá flestum. Flestir koma undan snjó heilir. Ekki allir.
þriðjudagur, 8. október 2013
Landspítali: Er þetta hægt?
Þetta er ótrúlegt að upplifa þetta mánuð eftir mánuð. Átakalausir og ráðþrota ráðherrar:
Neyðarástand á Landspítalanum: "Tímaspursmál hvenær einhver deyr“
Öll myndgreiningartæki biluð á spítalanum
Hvernig væri að ríkisstjórnin meinti eitthvað með því sem hún skrifar á blað eða segir, sýnir að stjórnarsáttmáli er ekki bara þerriblað til að nota þið vitið hvar. Og tekur aftur vonlausa hugmynd um skattalækkun miðstéttarinnar sem er svo lítil að hún skiptir engu máli fyrir einn eða neinn. Ákveður að láta 5 milljarðana í sjúkrahús landsins. Til að kaupa græjur og sýna einhvern metnað í rekstri. Það verður enginn minni maður af því að endurskoða ranga ákvörðun, skattalækkanir eiga stundum við en ekki nú. Ef ekkert er gert þá fer öll tiltrú af liðinu í stjórnarráðinu. Og heilbrigðisráðherrann heldur áfram að að vera eins og fáráður mánuð eftir mánuð.
Sýnið djörfung. Ísland ögrum skorið!!!
mánudagur, 7. október 2013
Hrunhátíðarhöld: 30.000 króna kvöldverður og Davíð
Hvað er að ske, sagði skáldið. Og það er ýmislegt að ske í dag. Nýfrjálshyggjusamtök halda upp á Hrunið mikla: Þegar rykið er sest. Bankahrunið að fimm árum liðnum. Dýpri skilningur, ný sjónarhorn. Auðvitað verður að halda upp á merka atburði, og heldst túlka atburðina á nýtt. Já þetta verður spennandi að fara ofan í djúpið og virða fyrir sér orsakir hrunsins. Útvaldir túlkendur nýfrjálshyggjunnar munu leiða okkur í allan sannleik um það sem gerðist. Það var bóla og ofurfjárfestingar Banka. Þar komu við sögu engir stjórnmálamenn, engir starfsmenn ríkisstofnana eins og Seðlabankans og FME. Ó nei, Við fáum einn fulltrúa bankakerfisins sem greindi fyrir okkur í nokkur ár hvað væri að gerast. Ásgeir Jónsson. Hann greindi svo vel að sannleikurinn var sjaldan þar á ferð. Við fáum uppáhaldið okkar Stefaníu Óskarsdóttur sem fræðir okkur stöðugt um gang stjórnmálanna hérlendis. Og Ásta Möller fyrrum alþingiskona, núverandi starfsmaður Háskólans kynnir herlegheitin. Og svo eru auðvitað erlendir sérfræðingar frá valinkunnum stofnunum. Svo er þessi dýrðarsamkoma haldin í Háskóla Íslands. En, lesendur góðir, ekki á vegum háskólans eins og margir kynnu að halda.
Það er stofnun, RNH, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt, sem boðar til veislunnar:
„Tilgangur RNH er að rannsaka, hvað örvi og hindri nýsköpun og hagvöxt. Í rannsóknum stofnunarinnar er sérstaklega beint sjónum að því, hvernig menn geti með sjálfsprottinni samvinnu, viðskiptum í stað valdboðs, fullnægt þörfum sínum og bætt kjörin." Þeir sem skipa trúnaðarstöður hjá þessu merka setri eru:
Rannsóknarráð: Dr. Ragnar Árnason hagfræðiprófessor, formaður, dr. Hannes H. Gissurarsonstjórnmálafræðiprófessor, dr. Birgir Þór Runólfsson hagfræðidósent. Hannes Hólmsteinn er forstöðumaður rannsókna og ritstjóri rita frá RNH. Hér er ræða, sem hann hélt í febrúar 2012 um verkefnin framundan. Þeir Birgir Þór og Hannes Hólmsteinn blogga báðir reglulega.
Stjórn: Gísli Hauksson, formaður, Jónas Sigurgeirsson, Jónmundur Guðmarsson. Framkvæmdastjóri: Jónas Sigurgeirsson
Hann er þáttur í samstarfsverkefni viðAECR, Evrópusamtök íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu, Ísland og framtíð kapítalismans“.
Svo mörg voru þau orð. Svo lýkur herleigheitunum auðvitað með góðum málsverði og hátíðargesti. Frelsiskvöldverður RNH, auðvitað hlaut Frelsið eitthvað að koma við sögu, þeir sem eiga frelsið mega nota það og misnota. Og hver haldið þið að sé aðalræðumaður? Getið. Getið aftur. Auðvitað maðurinn sem gaf bönkunum nokkra milljarða eða voru það ekki nokkur hundruð í aðdraganda Hrunsins. Maðurinn sem hefur stöðugt verið að stunda kattarþvott á síðum Morgunblaðsins. Með aðstoð síns ágæta samherja og boðbera Hannesar Hólmsteins. Svo liggur á að lýsa því sem háttvirtur Ritstjóri ætlar að segja frá að í fréttatilkynningu þarf að kynna sakleysi hans:
„Ísland er að verða óþægilega skuldsett erlendis,“ sagði Davíð á fundi Viðskiptaráðs 6. nóvember 2007, ári fyrir bankahrunið. „Allt getur þetta farið vel, en við erum örugglega við ytri mörk þess, sem fært er að búa við til lengri tíma.“ Í frægum sjónvarpsþætti 7. október 2008 varðaði Davíð leiðina út úr ógöngum Íslendinga, sem væri að þjóðnýta og reka áfram hinn innlenda hluta bankakerfisins, en gera upp hinn erlenda hluta, selja eignir og greiða skuldir. Þessum ráðum var fylgt, en hann þó hrakinn úr stöðu seðlabankastjóra. Í ræðu sinni mun Davíð rifja upp hina örlagaríku daga í október 2008, meðal annars boðskap sinn í sjónvarpsþættinum.
Og auðvitað mun fyrrverandi Seðlabankastjórinn segja hnyttnar sögur, hann mun ekkert minnast á ummæli sín frægu um Forsætisráðherrann á ögurstundu, vin sinn, við fáum auðvitað þessu einu sönnu túlkun á þessum atburðum, sem hægt er að lesa í Staksteinum og Reykjavíkurbréfi þar sem siðfræði blaðamennskunnar er löngu horfin út fyrir sjónarrönd.
Auðvitað er uppselt á þennan dýrlega kvöldverð. Og allir fara brosandi heim fullir af fullvissu um sannleikann, þennan eina sanna. En ætli þá dreymi ekki búsáhaldahljómsveitina miklu, ætli þá dreymi ekki elda á Austurvelli. Ætli þá dreymi ekki andlit fólksins í landinu sem færast æ nær þeim. Ætli þeir vakni nokkuð upp af martröðinni öskrandi???
sunnudagur, 6. október 2013
Reiður ritstjóri: Hvað er að ??????
Af hverju er hann svona reiður? Ritstjórinn í Hádegismóum? Og af hverju er hann svona reiður út í RUV. Sem hafði hann í vinnu hér um árið í Matthildi, vinsæll þáttur. Það vantar meira af svona Matthildargaur í honum í dag.
Ég sé enga ástæðu fyrir hann að vera reiðan: Hann á væna fjölskyldu, hefur komist vel áfram í lífinu: var Borgarstjóri og borgarfulltrúi, var Alþingismaður og Forsætisráðherra, var Aðalbankastjóri Seðlabankans. Skrifaði alþekkt smásagnasafn og kom við á Bergþórugötu í söngtexta. Margar frægar línur eru hafðar eftir honum. Nú er hann ritstjóri Morgunblaðsins og heldur í marga þræði svona hér og þar, en gullkornum hans hefur fækkað. Nú er þetta illskustagl.
Af hverju er hann svona reiður???? Ætti hann ekki að finna leiðir til að njóta lífsins? Hvað sagði Jón Vídalín forðum? Og Benjamin Franklin?
Ég sé enga ástæðu fyrir hann að vera reiðan: Hann á væna fjölskyldu, hefur komist vel áfram í lífinu: var Borgarstjóri og borgarfulltrúi, var Alþingismaður og Forsætisráðherra, var Aðalbankastjóri Seðlabankans. Skrifaði alþekkt smásagnasafn og kom við á Bergþórugötu í söngtexta. Margar frægar línur eru hafðar eftir honum. Nú er hann ritstjóri Morgunblaðsins og heldur í marga þræði svona hér og þar, en gullkornum hans hefur fækkað. Nú er þetta illskustagl.
Af hverju er hann svona reiður???? Ætti hann ekki að finna leiðir til að njóta lífsins? Hvað sagði Jón Vídalín forðum? Og Benjamin Franklin?
Allt það sem byrjar í reiði endar í skömm.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)