Eru stjórnendur Icelandair að gera rétt????
Eru þessir viðsemjendur á réttri braut? Að eyðileggja ýmislegt sem áunnist hefur í ferðaiðnaði landsmanna. Að stefna að milljónatapi víða um land. Ferðamenn láta ekki bjóða sér þetta, nóg er samkeppnin í þessum geira.
Stunda skæruhernað með yfirvinnulausu starfi sínu. Þeir eru fúlir yfir árangurslausum samningum, fúlir yfir lagasetningu ráðherra. En ........... lög eru lög. Alþingi setti þau. Og hugmyndir að stunda skemmdarstarfsemi sem bitnar ekki bara á viðsemjendum þeirra, sem eflaust hafa komið fram með offorsi, heldur á heilum viðkvæmum atvinnuvegi. Ef áfram verður haldið á þeirri braut, hvað gerist næst, stjórnendur Icelandair fara að breyta samningum og vilja ráða erlenda flugmenn. Svona stigmagnast þetta. Með æ verri niðurstöðu fyrir alla. Flugmenn, stjórnendur, ríkisstjórn, þjóð.
Svo er ekki kominn tími til að ljúka þessu. Flugmenn vinna sín störf, taka sína yfirvinnu, stjórnendur semja, ríkisstjórn fær sér betri ráðgjafa í kjaramálum. Allir eiga sök. Ég er ekki fylgismaður lagasetningar í kjaramálum en nú er komið nóg.
PS. Mikil eru áhrif mín, ég skrifa þessa punkta og sjá nokkrum klukkustundum síðar er búið að semja.