Að hata eða ekki. Það er spurningin.
Ég hata engan, aftur á móti er mér meinilla við dramb og hroka. Líka fals og flárskap.
Þess vegna er erfitt að hlusta á ræður forsætisráðherra, útskýringar fyrrverandi innanríkisráðherra, úrtölur ótal sjálfstæðismanna um brottfall Hönnu Birnu, hún var ekki sek. Svona er rætt í vinaboðum í bænum. Hún lét bara plata sig, hún var þá líklega ekkis skarpskyggn stjórnmálamaður, lét strákgerpi ættaðan af austan spila með sig. Datt aldrei í hug hvað var á seyði umhverfis hana. Hún fær ekki marga punkta hjá mér fyrir það. Nema að annað sé í kortunum þar sem hún sjálf sé höfuðpaurinn, hvers vegna var hún á fullu að reyna að stoppa atburðarásinsa, hví fékk lögrelustjórinn ekki að vera í friði, hvers vegna var tölvan svo mikilvæg, hvers vegna fékk lögreglustjórinn í Keflavík stöðuna í Reykjavík. Hvers vegna gekki hún svo hart fram á Alþingi? Svo stendur hún uppi flúin af persónulegum ástæðum, pólitík hefur ekkert með þetta að gera. Engin alþingisnefnd fær að tala við hana í bráð.
Forsætisráðherrann lofar okkur sæluríki, þar sem allt verður fullkomið, hann boðar það á Framsóknarfundi. Nóg af fjármagni, til að efla heilsugæslu, menntakerfi, bara að nefna það, við þurfum bara að bíða. Bíða. Svona boðuðu Kommúnistar framtíðina. Bara að bíða og treysta valdhöfum, sem á meðan tryggðu sér völd og áhrif. Með hvaða meðulum, það var aukaatriðið. Framsóknarflokkurinn er orðinn sæluríkisflokkur. Með Sjálfstæðisflokkinn sem gísl. Við eigum bara að treysta formanninum: Allt þetta mun ég gefa yður.
Ekki er þetta verra þótt smáýkjur fylgi með .... en þegar við ætlum að vera best og mest minnsta kosti í Evrópu ef ekki heiminum þá má ýmsu til kosta. Við fylgjum formanninum alla leið!
Eða hvað?
„Öll þekkjum við umræðuna um breytingar á virðisaukaskattskerfinu og
allir höfum við, framsóknarmenn, viljað fá vissu fyrir því að þær
breytingar sem ráðist verður í muni örugglega bæta stöðu almennings,
sérstaklega fólks með tekjur undir meðaltali, sagði Sigmundur Davíð og
hélt áfram, „skattkerfisbreytingum var ætlað að draga úr
skattaundanskotum ekki hvað síst í virðisaukaskattskerfinu með því að,
fækka undanþágum, leysa úr flækjum og minnka bilið milli skattþrepa“.
„Við
framsóknarmenn settum það sem skilyrði að tryggt yrði að afleiðingin af
aðgerðunum yrði sú að verðlag í landinu myndi lækka“, sagði Sigmundur
Davíð.
„Takist okkur svo að varðveita verðlagsstöðugleikann með
kaupmáttarsamningum á vinnumarkaði getur kaupmáttur haldið áfram að vaxa
hraðar á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og við tryggt að jöfnuður
verði áfram einhver sá mesti í Evrópu en nú er Ísland það land þar sem
fæstir eru undir lágtekjumörkum eða 12,7% en meðaltalið í
Evrópusambandinu er 25%“, sagði Sigmundur Davíð.
„Búast má við mikilli uppbyggingu iðnaðar víða um land, íslenskur
sjávarútvegur skilar nú meiri verðmætum til samfélagsins en nokkurn
tímann áður og nýjum lögum um stjórn fiskveiða er ætlað að veita
greininni stöðugleika og virkja nýsköpunarmöguleika í sjávarútvegi en um
leið tryggja hámarks samfélagslegan ávinning.
Landbúnaður, atvinnugrein framtíðarinnar eins og menn eru nú farnir
að kalla það, getur vaxið mikið á komandi árum og aukin áhersla á
rannsóknir og vísindi auk nýrra hvata mun gera það að verkum að enn
fleiri nýsköpunarfyrirtæki munu spretta upp á Íslandi en á undanförnum
árum.“