Margur fréttamaður hefði gefið litla fingur fyrir að vera fluga á vegg þegar fyrrum innanríkisráðherra bað fyrrum lögreglustjóra afsökunar með umboðsmann Alþingis viðstaddan! Það hefði verið krassandi frétt og ósvikinn hápunktur á ferli rannsóknar blaðamanns sem allir vita að það orð er háð í munni valdamanna á Íslandi. Enda lífa þeir líklega í heimi þar sem engin spilling er til.
Við erum vön látum í stjórnmálum en ekki þessari allsherjar Sápu sem svokallað Lekamál endar í. Þó enn læðist að mörgum grunur að ekki hafi öll kurl komið til grafar í því ömurlega máli. Og verða líklega aldrei í andrúmslofti íslenskra stjórnmála.
Nú hefur umboðsmaður skilað skýrslunni, Alþingi tekið á móti, ábendingar um vinnubrögð sendar forsætisráðherra, en hvað gerist svo? Ekki mikið. Einn valdamikill stjórnmálamaður hefur misst æruna og á varla afturkvæmt í æðstu stöður. Karl á uppleið í stjórnmálum fær fangelsisdóm. Störf Umboðsmanns Alþingis færa mörgum sönnur á að embættiskerfið getur skilað heiðarlegu og góðu fólki, jafnvel þótt að við höfum mörg dæmi um hið gagnstæða.
Í sömu viku lýkur hinum sviplitla og dapurlega ferli fyrrum viðskiptaráðherra Hrunsins sem kastaði öllu á glæ fyrir nokkrar færslur af Kreditkorti og flýr inn á Vog til að geta horfst í augu við veruleikann vímulausan. Ráðherrann sem fékk aldrei að fást við embætti sitt vegna þess að fáir treystu honum, ekki einu sinni í eigin flokki. Þær eru margar harmsögur Hrunsins og eftirkasta þess. Það er ekki allra að vera í stjórnmálum, jafnvel þótt að vilji og metnaður sé fyrir hendi. Það þarf sterk bein og eitt sem ekki hefur verið hampað mikið í íslenskum stjórnmálum: Það er heiðarleiki og réttsýni.
föstudagur, 23. janúar 2015
fimmtudagur, 22. janúar 2015
Sigurður Pálsson: Húmor og bullandi alvara
Það er gaman að rifja upp táningstíðina með Sigurði Pálssyni, kannski ekki dæmigerðasti táningur þeirrra tíma, svona í bakspeglinum. En eftirminnilegur. Ég var einus sinni sem unglingur að þvælast á Lækjargötunni, líklega að bíða eftir strætó upp í Bústaðahverfi, þá víkur sér að mér ungur snaggaralegur piltur og spyr hvort ég geti gefið honum í strætó. Ég man ekki hvað ég gerði en ég komst að því seinna að þetta var Siggi Páls. Sem var einhver furðuvera í MR.
Árin liðu og nú er hann stórskáld, alveg verðskuldað, auk þess best klæddi maður landsins. Ljóð vega salt fyrsta ljóðabókin hans þeyttist rafmögnuð inn í kollinn á manni og er enn uppáhald hjá mér, ljóð eiga greiðari aðgang að manni undir þrítugu. Svo hefur hann fylgt manni alla ævi, þessi viðkunnanlegi og alþjóðlegi maður. Varð góðskáld með endurminningabókum sínum, Minnisbók og Bernskubók. Sérstaklega hreifst ég af Bernskubókinni og nú er komin Táningabókin. Bókin um það að vera unglingur í Reykjavík á tímum breytinga á sjöunda áratugnum. Það er eitt ár á milli okkar. Og það er ótrúlegt hvað við upplifðum margt sameiginlegt. Þótt hann væri ótrúlegur sveitamaður í höfuðborginni meðan ég var innfæddur.En hann ræðir um kostinn að vera gestur, sem sér oft annað en við hin innfæddu: Þessi sem kemur og fer, stundum langt í burtu og kemur aftur, forðast að vera heimskur í upprunalegri merkingu, þetta á svo vel við í dag:
Sem betur fer er gestsaugað glöggt.
Þessi hreyfing fram og til baka, út í heim og aftur heim, er forsenda allra framfara, annars yrðum við öll heimsk í orðsins fyllstu merkingu því lýsingarorðið heimskur tengist auðvitað orðinu heima.
Sá sem heldur sig alla tíð heima er auðvitað heimskur.
Sem minnir okkur rækilega á þá mikilvægu staðreynd að einangrunarsinnar eru í raun heimskingjar. Sérstaklega í fámennu, einsleitu samfélagi eins og hinu íslenska. Þegar svo þjóðremban mætir til leiks hættir þessu heimska að vera fyndin, þá verður hún stórhættuleg. (bls. 11)
Það er furðulegt hversu Sigurður lýsir þessum tímum vel, þar sem enn var þráttað um atómljóð, Bítlaöldin reið í garð, elítan safnaðist saman í MR, aðrir skólar voru ekki til eins og skólinn sem ég gekki í VÍ, sem var á næsta leiti við MR. Sigurður man ekki eftir honum, þó var blanda þarna á milli, helsti vinur minn var í MR á þessum árum. Svo ég átti greiða leið á menningarviðburði á þeim bæ, enda var ég sérvitringur þá eins og nú og listanörd, kynningar í Íþöku, myndlistarsýningar í Casa Nova, kvikmyndasýningar í skólastofu. Þessi tími sem snerist um skóla, vini, kennara, vandræði í samskiptum við hitt kynið. Vandamálið að finna sig í tilverunni. Það eru skemmtilegar frásagnir af kennurum, námsefni (sem oft var furðulegt og gangrýnivert), menningarstarfsemi, fólki út í bæ. Eins og heimsókn til Halldórs Laxness, Herranótt, listinni að læra að reykja og drekka. Aldrei er langt í húmorinn samt með bullandi alvöru.
Svo eru alltaf skemmtilegir útúrdúrar og hugleiðingar Sigurðar, um Reykjavík, skipulag borga, um stjórnmál og ræðumennsku. Um köllunina að vera skáld og taka fyrstu skrefin í þá átt. Þið sjáið lesendur góðir að ég naut þessarar bókar. Það er gott að lesa hana upphátt fyrir aðra í heimahúsum og spítölum. Höfundurinn takur það alvarlega að segja frá ungu fólki, það er engir kjánar, í geggjuninni og lífsgleðinni er lífsspeki. Það er erfitt að verða fullorðinn og horfa fram á veginn. Við annan lestur ber þessi alvara fastar að dyrum hjá manni. Skyldulesning fyrir hugsandi fólk á öllum aldri.
Villikettir koma við sögu í bókinni en geislavirkir
kettir gætu eins átt heima þar ........ Sandy Skoglund 1980
Árin liðu og nú er hann stórskáld, alveg verðskuldað, auk þess best klæddi maður landsins. Ljóð vega salt fyrsta ljóðabókin hans þeyttist rafmögnuð inn í kollinn á manni og er enn uppáhald hjá mér, ljóð eiga greiðari aðgang að manni undir þrítugu. Svo hefur hann fylgt manni alla ævi, þessi viðkunnanlegi og alþjóðlegi maður. Varð góðskáld með endurminningabókum sínum, Minnisbók og Bernskubók. Sérstaklega hreifst ég af Bernskubókinni og nú er komin Táningabókin. Bókin um það að vera unglingur í Reykjavík á tímum breytinga á sjöunda áratugnum. Það er eitt ár á milli okkar. Og það er ótrúlegt hvað við upplifðum margt sameiginlegt. Þótt hann væri ótrúlegur sveitamaður í höfuðborginni meðan ég var innfæddur.En hann ræðir um kostinn að vera gestur, sem sér oft annað en við hin innfæddu: Þessi sem kemur og fer, stundum langt í burtu og kemur aftur, forðast að vera heimskur í upprunalegri merkingu, þetta á svo vel við í dag:
Sem betur fer er gestsaugað glöggt.
Þessi hreyfing fram og til baka, út í heim og aftur heim, er forsenda allra framfara, annars yrðum við öll heimsk í orðsins fyllstu merkingu því lýsingarorðið heimskur tengist auðvitað orðinu heima.
Sá sem heldur sig alla tíð heima er auðvitað heimskur.
Sem minnir okkur rækilega á þá mikilvægu staðreynd að einangrunarsinnar eru í raun heimskingjar. Sérstaklega í fámennu, einsleitu samfélagi eins og hinu íslenska. Þegar svo þjóðremban mætir til leiks hættir þessu heimska að vera fyndin, þá verður hún stórhættuleg. (bls. 11)
Það er furðulegt hversu Sigurður lýsir þessum tímum vel, þar sem enn var þráttað um atómljóð, Bítlaöldin reið í garð, elítan safnaðist saman í MR, aðrir skólar voru ekki til eins og skólinn sem ég gekki í VÍ, sem var á næsta leiti við MR. Sigurður man ekki eftir honum, þó var blanda þarna á milli, helsti vinur minn var í MR á þessum árum. Svo ég átti greiða leið á menningarviðburði á þeim bæ, enda var ég sérvitringur þá eins og nú og listanörd, kynningar í Íþöku, myndlistarsýningar í Casa Nova, kvikmyndasýningar í skólastofu. Þessi tími sem snerist um skóla, vini, kennara, vandræði í samskiptum við hitt kynið. Vandamálið að finna sig í tilverunni. Það eru skemmtilegar frásagnir af kennurum, námsefni (sem oft var furðulegt og gangrýnivert), menningarstarfsemi, fólki út í bæ. Eins og heimsókn til Halldórs Laxness, Herranótt, listinni að læra að reykja og drekka. Aldrei er langt í húmorinn samt með bullandi alvöru.
Svo eru alltaf skemmtilegir útúrdúrar og hugleiðingar Sigurðar, um Reykjavík, skipulag borga, um stjórnmál og ræðumennsku. Um köllunina að vera skáld og taka fyrstu skrefin í þá átt. Þið sjáið lesendur góðir að ég naut þessarar bókar. Það er gott að lesa hana upphátt fyrir aðra í heimahúsum og spítölum. Höfundurinn takur það alvarlega að segja frá ungu fólki, það er engir kjánar, í geggjuninni og lífsgleðinni er lífsspeki. Það er erfitt að verða fullorðinn og horfa fram á veginn. Við annan lestur ber þessi alvara fastar að dyrum hjá manni. Skyldulesning fyrir hugsandi fólk á öllum aldri.
Villikettir koma við sögu í bókinni en geislavirkir
kettir gætu eins átt heima þar ........ Sandy Skoglund 1980
sunnudagur, 18. janúar 2015
Hannes Hólmsteinn litinn hornauga
Það er merkilegt að hugsa til Hrunsins, þið vitið hins svokallaða Hruns, eins og sumir segja. Fundurinn í Háskólanum í vikunni sýnir það. Þar flutti Guðni Th. sagnfræðingur erindi á sinn vandaða hátt og á eftir honum kom "verndari" Davíðs Oddssonar, Hannes nokkur Hólmsteinn sem kemst alltaf að öðrum niðurstöðum ef His Masters Voice á í hlut. Ég er nú hissa á því að Davíð skuli ekki vera búinn að banna honum að minnast á sig.
Guðni tók fram að hann sæi ekki neitt sem styddi við svonefnda „umsáturskenningu“, en samkvæmt henni hefðu erlend ríki tekið höndum saman um að knésetja Íslendinga.
Hannes H. kom svo á eftir og á sinn einstaka fræðimannlega hátt var ýmsilegt sem var á annan hátt:
Hannes velti meðal annars fyrir sér ástæðum þess að sumar erlendar þjóðir virtust sýna Íslendingum hreinan fjandskap á þessum dögum. Nefndi hann meðal annars óánægju með þá samkeppni sem Íslendingar hefðu veitt erlendis. Þá nefndi Hannes einnig sem möguleika að sjálfstæðismál Skota hefði getað verið þáttur, þar sem Verkamannaflokkurinn hefði viljað sýna þeim hvað sjálfstæði gæti kostað þá.
Ja, þetta er ný og góð kenning! Að blanda sjálfstæði Skota inn í þetta mál. Og Royal Bank of Scotland, honum var bjargað af því að á bak við hann stóð Bank of England, Seðlabanki Bretlands sem var þess umkominn að koma til hjálpar. Svo bætti hann um betur í RÚV að ráðast á samstarfsmenn sína í Háskóla Íslands, þeir hefðu tekið málstað Breta þessa höfuðóvinar okkar. Já, ráðherraskipaði prófessorinn sem var dæmdur hefur allt á hreinu í sínum óhreinu höndum.
Já, fólk er fljótt að gleyma, ég birti hér að neðan svona til upprifjunar frásögn Rannsóknarnefndarinnar um fall Landsbankans, það er kjarnyrt og spennandi frásögn sem sýnir írafárið sem ríkti þessa dagana. Þar sem maðurinn sem er búinn að skrifa bók og hreinsa sig í útlöndum er aðalskúrkurinn sjálfur, Höfuðpaurinn Björgólfur Thor, sem virðist hafa verið tekinn í guðatölu. Lesið og njótið.
20.4 Fall Landsbanka Íslands hf.
20.4.1 Almennt
Hinn 1. október 2008 var sagt frá því í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. hefði keypt fyrirtæki Landsbanka Íslands hf. á sviði fjárfestingarþjónustu og verðbréfamiðlunar í Evrópu. Um var að ræða fjögur fyrirtæki, þ.e. Landsbankinn Kepler, Kepler Services í Sviss, Landsbankinn Securities og Merrion Landsbanki. Í bókun, sem gerð var á fundi bankaráðs Landsbankans seint að kvöldi 30. september 2008 þar sem salan var samþykkt, er lýst því ástandi sem komið var upp hjá bankanum og viðskiptavinum hans í framhaldi af aðgerðum ríkisins gagnvart Glitni. Í framhaldi af henni er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra, um söluna: "Vegna þessa er ljóst að nokkuð mun ganga á eigið fé Landsbankans. Hægt væri að hækka hlutafé en slíkt er tímafrekt og vandasamt í núverandi umhverfi á fjármálamarkaði.Að mati Landsbankans er nauðsynlegt að selja dótturfélög til að losa um eigið fé sem og viðskiptavild af bókum bankans. Bókfært virði þriggja félaga er 380 m. en 250 milljarða viðskiptavild losnar við sölu félaganna og styrkir eigið fé. Þessi sala mun því gagnast Landsbankanum ákaflega vel og hafa svipuð áhrif og hlutafjárhækkun. Kaupverðið verður greitt að hluta með láni til Straums en að hluta með lánasafni sem Straumur mun framselja Landsbankanum. Jafnframt er gert ráð fyrir að hluti af viðskiptunum verði að Landsbankinn láni Straumi skuldabréf sem þeir geta notað til endurhverfra viðskipta við Seðlabankann."Í kafla 18 er fjallað um Icesave innlánsreikninga Landsbankans. Þar er einnig fjallað um atburði tengda Landsbankanum sem áttu sér stað í lok september og byrjun október 2008. Þar er sérstaklega rakið að Seðlabanki Evrópu setti fram veðkall sem nam 400 milljónum evra gagnvart Landsbankanum föstudaginn 3. október.
Í minnisblaði bankastjórnar Landsbankans til ríkisstjórnar Íslands, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, dags. laugardaginn 4. október 2008, kemur m.a. fram að lausafjárstaða Landsbankans hafi breyst til hins verra að undanförnu og að "ef fram [haldi] sem horfi [sé] ljóst að lausafjárþurrð [geti] myndast hjá Landsbankanum á næstu vikum". Fram kemur að lausafjárstaða bankans í íslenskum krónum sé mjög sterk en vegna "gjaldeyrisskorts á gjaldeyrisskiptasamningamarkaði og nú nýlega gjaldeyrismarkaðnum sjálfum [sé] ekki möguleiki að nýta lausafé Landsbankans í ISK til að framkvæma greiðslur í erlendum myntum". Einnig segir að bankinn eigi um 500 milljónir evra í framvirkum samningum hjá íslenskum lífeyrissjóðum sem komnir séu á gjalddaga. Um þetta segir síðan: "Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir starfsmanna Landsbankans hafa lífeyrissjóðir ekki fengist til að gera upp þá samninga." Landsbankinn nefnir loks þrjú atriði sem hugsanlega gætu "aðstoðað bankann í núverandi þrengingum". Í fyrsta lagi er rætt um möguleika á sameiningu Landsbankans og Glitnis banka hf. með aðkomu ríkisins. Um þetta segir í minnisblaðinu að hlutafjáraukning þyrfti að taka tillit til þarfa sameinaðs banka. Í öðru lagi er rætt um að ríkið geti hætt við hlutafjáraukningu í Glitni "en set[t] félagið þess í stað í skiptameðferð". Síðan verði stærstu eignir Glitnis færðar niður og seldar Landsbankanum og Kaupþingi banka hf. Um þessa leið segir í minnisblaðinu að verði hún farin telji Landsbankinn "vel mögulegt að stærstu hluthafar bankans gætu lagt fram nýtt eigið fé" að verðmæti 600 milljónir evra. Loks er í minnisblaðinu rætt um að "sameiningar fjármálafyrirtækja yrðu kannaðar að því gefnu að slíkar aðgerðir yrðu taldar lífvænlegar og til þess fallnar að styrkja fjármálakerfið". Síðan segir: "Að mati Landsbankans er ljóst að ef ekkert verður að gert til að auka lausafé og mæta rýrnun eigin fjár blasir aðeins við opinber skiptameðferð á Landsbankanum."
Samkvæmt handskrifuðu minnisblaði Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, funduðu fulltrúar Landsbankans með ráðherrum í Ráðherrabústaðnum kl. 10:30 að morgni sunnudagsins 5. október 2008. Samkvæmt minnisblaðinu var rætt um lausafjárvanda Landsbankans, Icesave innlán og horfur á næstu dögum. Haft er eftir Yngva Erni Kristinssyni, framkvæmdastjóra verðbréfasviðs Landsbankans, að bankinn geti að óbreyttu ekki opnað næsta dag.
Um hádegi sama dag fundaði bankastjórn Seðlabankans með fulltrúum Landsbankans.Af drögum Seðlabankans að fundargerð má ráða að farið hafi verið yfir stöðu bankans og fjármögnunarþörf næstu daga. Fram kemur að föstudaginn 3. október hafi breska fjármálaeftirlitið (FSA) lagt fram auknar kröfur um "cash" og að tilkynnt hafi verið um lækkun fyrirgreiðslu frá Seðlabanka Evrópu. Hvort tveggja þurfi að reiða fram fyrir mánudaginn 6. sama mánaðar. Fram kemur að Sigurjón Þ. Árnason hafi lagt til að sett verði lög sem setji innlán framar skuldabréfum í forgangsröð og geri ríkinu kleift að taka eignir út á móti til þess að standa undir skuldbindingum.
Samkvæmt handskrifuðu minnisblaði Árna M. Mathiesen funduðu fulltrúar Kaupþings banka hf. og Landsbankans með ráðherrum kl. 17:00 sama dag, þ.e. 5. október 2008. Á fundinum lögðu fulltrúar bankanna tveggja fram sérstakt minnisblað. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, lýsti því við skýrslutöku að hann, Sigurður Einarsson, formaður stjórnar Kaupþings, og Lýður Guðmundsson, forstjóri Exista, hefðu fundað með Björgólfi Thor Björgólfssyni nokkrum dögum áður. Hreiðar segir að Björgólfur Thor hafi þá verið búinn að taka yfir stjórn Landsbankans. Hreiðar segir að fulltrúar Kaupþings hafi ekki fengið réttar upplýsingar um stöðu bankans frá Björgólfi Thor. Um þetta segir Hreiðar: "[...] það var logið að okkur. Og við hringjum í hann [Björgólf Thor Björgólfsson] fyrir fundinn á sunnudeginum, hvort það sé búið að leysa þessi mál, augljóslega því vorum að keyra þessa hugmynd að bjarga bæði Landsbankanum og okkur, og hann staðfesti það við Sigurð og ég hlusta á það símtal: Það er í lagi, við erum búnir að redda þessu. Svo við förum aftur með þessa tillögu til ríkisstjórnarinnar og þá er stærri fundur, þá er kominn Jón Sigurðsson, stjórnarformaður FME, Jón Þór Sturluson er líka mættur, aðstoðarmaður Björgvins, og svo þessir ráðherrar, eins og áður, og Baldur og Bolli."
Við skýrslutöku lýsti Sigurður Einarsson því að að kvöldi 3. eða 4. október 2008 hefði Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs Landsbankans, haft samband og farið fram á fund með Kaupþingsmönnum. Sigurður sagði: "Og við hittum hann kl. eitt um nóttina. Og ég man bara að manni var mjög brugðið, Kjartan greinilega alveg í "sjokki" og spurði hvort við gætum ekki yfirtekið Landsbankann, þetta væri búið. Við vissum tæplega náttúrulega hvað karlinn átti við og formaður Landsbankans var hvergi nærstaddur og hluthafi Landsbankans var hvergi nærstaddur og þetta var bara eitthvert upplausnarástand. Svo náði ég nú í Björgólf Thor, sem greinilega – þótt hann þykist ekki með markaskrána að gera var nú greinilega allt í öllu – og hann sannfærir mig um það að Landsbankinn sé búinn að leysa úr sínum verstu málum. Og ég verð náttúrulega mjög glaður við og við förum um morguninn og hittum ráðherrana og allan þennan flokk þarna í Ráðherrabústaðnum." Fundinum með ráðherrum að morgni sunnudagsins 5. október 2008 lýsti Sigurður Einarsson með eftirfarandi orðum: "Og við förum að útlista þessar hugmyndir um að það væri best að Landsbankinn og Kaupþing geri þetta í sameiningu, þ.e. taka yfir Glitni og bjarga þessu kerfi. Og við sjáum að það kemur furðusvipur á ráðherrana. Og þá er okkur ljóst að Landsbankinn hefur sagt þeim eitthvað annað, þeir höfðu þá sagt okkur ósatt kvöldið áður. Svo koma þeir inn bankastjórarnir og Björgólfur Thor. Og ég fer eitthvað að spjalla við þá í anddyrinu, á ganginum. Og Halldór Jón fer að vera með einhverjar ægilegar vangaveltur um að þetta sé allt búið o.s.frv. Þá kemur Björgólfur Thor og rífur í hann inn í herbergi og vill greinilega ekki að við náum að tala saman.Mér fannst þetta allt mjög undarlegt.Við förum yfir í Tjarnargötu og vorum búnir að leggja undir okkur húsið sem Exista á í næsta húsi við Ráðherrabústaðinn.Vorum fljótir til ef einhverjir skyldu vilja tala við okkur. Þá síðar þann dag, ég held að ég fari rétt með atburðarásina, þá fréttum við af þessum "margin call-um" í til dæmis í evrópska seðlabankanum, sem Landsbankinn hafði aldrei sagt okkur af. Og þá gerum [við] okkur grein fyrir því að Björgólfur Thor hafði verið að segja mér ósatt. Og veit ekkert hvort það hafði áhrif á það sem gerðist á eftir, að við vorum ekkert kallaðir aftur inn í Ráðherrabústaðinn.
En í rauninni leið bara restin af helginni að við héngum þarna og biðum og biðum og biðum, og það næsta sem við vitum er að það er einhver bein sjónvarpssending frá tröppunum á Ráðherrabústaðnum þar sem forsætisráðherra segir að allt sé í stakasta lagi og ekki ástæða til að gera neitt."
Við skýrslutöku fyrir rannsóknarnefnd Alþingis ræddi Árni M. Mathiesen um minnisblöð sín af fundum með bankamönnum þessa helgi: "Þessir hérna punktar hérna hjá mér, þetta eru lýsingar á fundum þar sem að bankamenn voru að ljúga að okkur." Árni segir: "Og verstur var Björgólfur [Thor Björgólfsson] [...] og hann var að ljúga að hinum líka og þeir komu svo bara um kvöldið og sögðu: Það er ekkert að marka það sem þessi maður segir. Þeir voru að reyna að finna leið til að sameina Kaupþing og Landsbankann til þess að þeir gætu staðið þetta og Björgólfur sagði bara:Við reddum þessu og við reddum þessu."
Um kl. 16:00 sunnudaginn 5. október 2008 segist Jón Steinsson, hagfræðingur, hafa mætt í Ráðherrabústaðinn, en hann hafði einnig fundað þar fyrr sama dag. Jón segir að hann hafi ásamt Friðriki Má Baldurssyni, hagfræðingi, beðið eftir því að fundur hæfist með ráðherrum. Sá fundur hafi hafist um kl. 18:00. Í millitíðinni hafi bankamenn komið og farið. Jón segir að á meðan biðinni stóð hafi hann heyrt ýmsar sögur og rakti hann eina sem dæmi: "[...] ein sagan er sú einmitt að Landsbankamennirnir hafi farið inn og lagt eitthvert plan fyrir ríkisstjórnina og að það hafi verið augljóst á látbragði Sigurjóns Árnasonar að hann hafi ekki haft trú á þessu plani og Árni Matt hafi tekið eftir þessu og eftir að fundurinn var að leysast upp hafi Árni Matt komið að máli við Sigurjón og spurt hann eitthvað svona: "Hefurðu trú á þessu?" Og þá hafi Björgólfur Thor tekið utan um Sigurjón og í rauninni hrint honum út úr heherberginu og lokað á nefið á Árna Matt. Þetta var sagan sem ég heyrði."
þriðjudagur, 13. janúar 2015
Hvað er Sigmundur Davíð að segja?
Það er ekki í fyrst sinn sem maður spyr sig: Hvað er blessaður maðurinn að segja........ Hann tekur ranga ákvörðun, hann og 7 ráðgjafarnir. Á maður að segja dvergarnir???? Ákveður að sitja heima og þumbast. Hann þorir ekki að koma í viðtal í Kastljósi, umræðuþætti landsins
sem fólkið horfir á. Og úttalar sig í frjálsum fjölmiðlum. Var það kannski af ásettu ráði að sitja heima?
Svo mætir hann í viðtal þar sem hann fær að tjá sig:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að tjáningarfrelsið eigi undir högg að sækja á Vesturlöndum og að takmörk séu fyrir því hvað megi yfir höfuð ræða. Þetta eigi líka við hér á Íslandi.
Á hann erfitt með að komast í viðtal, er honum bannað að halda fram skoðunum sínum. Er hann með skoðanir sem hann vill koma á framfæri við okkur? Er það eitthvað sem varðar hina hryllilegu atburði í París í seinustu viku?????
Sigmundur Davíð ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann viðurkenndi að betra hefði verið að þiggja boðið, en mestu skipti að afstaða íslenskra stjórnvalda væri ljós. Viðbrögðin hafi komið honum nokkuð á óvart enda væri alla jafna skammast yfir því að ráðherrar séu of mikið á ferðinni.
Er það ekki hans að meta hvað það er sem hann á að gera sem æðsti valdamaður þjóðarinnar, í bili. Hvað er það sem ekki má ræða á Vesturlöndum? Á Vesturlöndum. Var ekki gangan á sunndaginn farin til að berjast fyrir frjálslyndi og tjáningarfrelsi sem við Evrópubúar tengjum oftast saman????
Menn þora ekki að ræða hvað sem er, það sé orðin alltof mikil takmörk á því hvað megi yfir höfuð tala um á Vesturlöndum.
Hefur forsætisráðherra einhverjar aðrar skoðanir á skilgreiningu á frjálslyndi. Er það stefna Framsóknarflokksins ljóst og leynt í málefnum nýbúa og flóttamanna???
Það er margt í okkar samfélagi sem minnir á þessa gagnrýni og þessa mikla umræðu sem nú er uppi um stöðu frjálslyndis á Vesturlöndum. Það er að segja, það er eins og það sé alltaf að þrengjast ramminn um hvað megi ræða og rökræða sé meira að segja bönnuð um ákveðna hluti. Ég er svolítið hræddur um að þessir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem voru að spyrja út í þessa hluti í gær, ég er svolítið hræddur að þeir sjái fyrir sér að ramminn þrengist frekar heldur en opnist. Nema kannski Píratarnir sem hafa verið svolítið duglegir sumir hverjir að minna á mikilvægi tjáningarfrelsisins.
Er það ekki tjáningarfrelsi að segja eða skrifa hug sinn, að vera ekki hræddur að setja fram skoðanir sínar hverjar sem þær eru. Og standa við þær. Það virðist ver það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er hræddur við. Við viljum heyra skoðanir hans, ekki píslarvættisóra, hver hefur betra tækifæri að setja fram skoðanir sínar frammi fyrir alþjóð en forsætisráðherra? Svo við bíðum eftir útspili hans. Og spyrjum auðmjúklega, hvers vegna var Ísland ekki með í göngunni, samkvæmt lista franskra stjórnvalda var þar enginn fulltrúi Íslenskra yfirvalda. Og boðið var bara ansi skýrt. :
sem fólkið horfir á. Og úttalar sig í frjálsum fjölmiðlum. Var það kannski af ásettu ráði að sitja heima?
Svo mætir hann í viðtal þar sem hann fær að tjá sig:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að tjáningarfrelsið eigi undir högg að sækja á Vesturlöndum og að takmörk séu fyrir því hvað megi yfir höfuð ræða. Þetta eigi líka við hér á Íslandi.
Á hann erfitt með að komast í viðtal, er honum bannað að halda fram skoðunum sínum. Er hann með skoðanir sem hann vill koma á framfæri við okkur? Er það eitthvað sem varðar hina hryllilegu atburði í París í seinustu viku?????
Sigmundur Davíð ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann viðurkenndi að betra hefði verið að þiggja boðið, en mestu skipti að afstaða íslenskra stjórnvalda væri ljós. Viðbrögðin hafi komið honum nokkuð á óvart enda væri alla jafna skammast yfir því að ráðherrar séu of mikið á ferðinni.
Er það ekki hans að meta hvað það er sem hann á að gera sem æðsti valdamaður þjóðarinnar, í bili. Hvað er það sem ekki má ræða á Vesturlöndum? Á Vesturlöndum. Var ekki gangan á sunndaginn farin til að berjast fyrir frjálslyndi og tjáningarfrelsi sem við Evrópubúar tengjum oftast saman????
Menn þora ekki að ræða hvað sem er, það sé orðin alltof mikil takmörk á því hvað megi yfir höfuð tala um á Vesturlöndum.
Hefur forsætisráðherra einhverjar aðrar skoðanir á skilgreiningu á frjálslyndi. Er það stefna Framsóknarflokksins ljóst og leynt í málefnum nýbúa og flóttamanna???
Það er margt í okkar samfélagi sem minnir á þessa gagnrýni og þessa mikla umræðu sem nú er uppi um stöðu frjálslyndis á Vesturlöndum. Það er að segja, það er eins og það sé alltaf að þrengjast ramminn um hvað megi ræða og rökræða sé meira að segja bönnuð um ákveðna hluti. Ég er svolítið hræddur um að þessir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem voru að spyrja út í þessa hluti í gær, ég er svolítið hræddur að þeir sjái fyrir sér að ramminn þrengist frekar heldur en opnist. Nema kannski Píratarnir sem hafa verið svolítið duglegir sumir hverjir að minna á mikilvægi tjáningarfrelsisins.
Er það ekki tjáningarfrelsi að segja eða skrifa hug sinn, að vera ekki hræddur að setja fram skoðanir sínar hverjar sem þær eru. Og standa við þær. Það virðist ver það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er hræddur við. Við viljum heyra skoðanir hans, ekki píslarvættisóra, hver hefur betra tækifæri að setja fram skoðanir sínar frammi fyrir alþjóð en forsætisráðherra? Svo við bíðum eftir útspili hans. Og spyrjum auðmjúklega, hvers vegna var Ísland ekki með í göngunni, samkvæmt lista franskra stjórnvalda var þar enginn fulltrúi Íslenskra yfirvalda. Og boðið var bara ansi skýrt. :
mánudagur, 12. janúar 2015
Fjölmiðlafrelsi: Heima eins og barðir rakkar
Írafárið mikla yfir fjarveru ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs í París er táknrænt.
Það segir sína sögu um bullandi óheiðarleika,kannski samviskubit innst inni, fólks sem vinnur að því hörðum höndum að útrýma fjölmiðlafrelsi hér á landi. Þeim fækkar stöðugt virkjum rannsóknarblaðamennsku og opinnar og heiðarlegrar umræðu á eyjunni í norðri. Yfirtaka DV segir sína sögu, það er eðlilegt að þeir mæti ekki til varnar mannréttindum og fjölmiðlum sem þora, þess vegna sitja þeir heima eins og barðir rakkar.:
Þeir starfsmenn sem hafa ýmist sagt upp eða verið reknir eru:
Framkvæmdastjóri
Jón Trausti Reynisson
Ritstjórar
Reynir Traustason og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Blaðamenn
María Lilja Þrastardóttir, Atli Thor Fanndal, Þórir Traustason, Viktoría Hermannsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson, Kristjana Gudbrandsdottir, Birgir Olgeirsson, Ingi Freyr Vilhjalmsson, Jóhann Páll Jóhannsson, Jón Bjarki Magnússon , Hjálmar Friðriksson , Símon Örn Reynisson, Ásgeir Jónsson og Rögnvaldur Már Helgason
Úr öðrum deildum
Heiða B. Heiðars, Jón Ingi Stefánsson, Brynja Dögg Heiðudóttir , Helgi Þorsteinsson og Þórir Traustason
Það segir sína sögu um bullandi óheiðarleika,kannski samviskubit innst inni, fólks sem vinnur að því hörðum höndum að útrýma fjölmiðlafrelsi hér á landi. Þeim fækkar stöðugt virkjum rannsóknarblaðamennsku og opinnar og heiðarlegrar umræðu á eyjunni í norðri. Yfirtaka DV segir sína sögu, það er eðlilegt að þeir mæti ekki til varnar mannréttindum og fjölmiðlum sem þora, þess vegna sitja þeir heima eins og barðir rakkar.:
Related Posts
Share This
DV – Líkbrennsla – Ingi Freyr kveður
Posted by Sandkassinn on Jan 11, 2015
Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður hefur sagt upp starfi sínu á DV.
Ingi Freyr er 21. starfsmaður blaðsins sem hverfur frá störfum í kjölfar
yfirtöku á blaðinu í September síðastliðnum.Ingi Freyr má segja að hafi
verið síðasta hálmstrá nýrra eigenda að halda í en án þessa öfluga
rannsóknarblaðamanns má segja að blaðið sé endanlega búið að vera.Þeir starfsmenn sem hafa ýmist sagt upp eða verið reknir eru:
Framkvæmdastjóri
Jón Trausti Reynisson
Ritstjórar
Reynir Traustason og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Blaðamenn
María Lilja Þrastardóttir, Atli Thor Fanndal, Þórir Traustason, Viktoría Hermannsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson, Kristjana Gudbrandsdottir, Birgir Olgeirsson, Ingi Freyr Vilhjalmsson, Jóhann Páll Jóhannsson, Jón Bjarki Magnússon , Hjálmar Friðriksson , Símon Örn Reynisson, Ásgeir Jónsson og Rögnvaldur Már Helgason
Úr öðrum deildum
Heiða B. Heiðars, Jón Ingi Stefánsson, Brynja Dögg Heiðudóttir , Helgi Þorsteinsson og Þórir Traustason
sunnudagur, 11. janúar 2015
París: Enginn íslenskur ráðamaður mætir
Eigum við ekkert erindi? Kemur þetta okkur ekki við?Var enginn fulltrúi okkar viðstaddur?
Enginn þjóðarleiðtogi frá Íslandi
Er Eyjamennskan alveg að fara með okkur? Enginn valdamaður spurður af fjölmiðlum, hvað er mikilvægara að gera þessa helgi? Einhvern tíma hefði Forsetinn talið sig eiga erindi, til að sýna samstöðu með Evrópu. En kannski er það ekki heimurinn okkar? Flokkast þetta undir sparnað? Er þetta pólitísk yfirlýsing, forsætis og utanríkisráðherra ræddu að vísu við sendiherra Frakklands og sýndu samúð. En þurfum við ekki meiri tengsl við næstu nágrannaþjóðir okkar?
Búist er við að rúmlega ein milljón manna muni safnast saman á götum Parísar nú þegar samstöðufundur vegna voðaverka vikunnar er að hefjast. Mikill viðbúnaður er vegna fundarins og munu tvö þúsund lögreglumenn og á annað þúsund hermanna sjá um öryggisgæslu.Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa boðað komu sínaá fundinn en þeirra á meðal eru Angela Merkel, kanslari Þýskalands, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Alls verða 34 leiðtogar Evrópuríkja viðstaddir fundinn en athygli vekur að forsætisráðherrar allra Norðurlandanna utan Íslands hafa boðað komu sína. Þá verður utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, viðstaddur þrátt fyrir viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússlandi og deilur þeirra í millum. (mbl.is)
föstudagur, 9. janúar 2015
Stóra spurningin: Að lifa saman
Málið sem við tölum um í dag er ekki kjarasamningur lækna eða annarra sem ætla að sýna tennurnar í viðræðum við ríkisstjórn og ríkisvald. Þar sem ekki er lengur til neitt sem heitir
verðbólga né ofurkjör né fátækt.
Nei, það er ódæði fólks sem heldur að það geti breytt veraldarsögunni með morðum. Sem heldur að það sé gleði guðs eða þóknun spámannsins að drepa saklaust fólk og koma heimshluta á annan enda og sprengja sig eða skjóta inn í paradís.
Eflaust verða margir grunnhyglir sem trúa því að allir fái fullnægingu með því að hlusta á Saga Fm og dreyma um Arnþrúði Karlsdóttur, sem halda að það sé málið að banna Mosku og gera erfiðara fyrir Islamtrúaða að iðka trú sína.
Við lifum erfiða tíma, lífið er ekki einfalt. Við horfum á her og lögreglu stilla sér upp og umkringja ódæðismenn og gísla. Það eina sem við vitum að þetta mun allt enda illa. Valdsmenn munu ræða þetta endalaust í fjölmiðlum og því miður verður stutt í næsta ódæði.
Það verða margir bloggsnillingar sem munu verða sér til skammar í netheimi. Spurningin verður samt áfram hvernig við getum lifað í þessum heim án þess að allt fari í bál og brand.
Það er stóra spurningin, það er það sem skiptir máli.
verðbólga né ofurkjör né fátækt.
Nei, það er ódæði fólks sem heldur að það geti breytt veraldarsögunni með morðum. Sem heldur að það sé gleði guðs eða þóknun spámannsins að drepa saklaust fólk og koma heimshluta á annan enda og sprengja sig eða skjóta inn í paradís.
Eflaust verða margir grunnhyglir sem trúa því að allir fái fullnægingu með því að hlusta á Saga Fm og dreyma um Arnþrúði Karlsdóttur, sem halda að það sé málið að banna Mosku og gera erfiðara fyrir Islamtrúaða að iðka trú sína.
Við lifum erfiða tíma, lífið er ekki einfalt. Við horfum á her og lögreglu stilla sér upp og umkringja ódæðismenn og gísla. Það eina sem við vitum að þetta mun allt enda illa. Valdsmenn munu ræða þetta endalaust í fjölmiðlum og því miður verður stutt í næsta ódæði.
Það verða margir bloggsnillingar sem munu verða sér til skammar í netheimi. Spurningin verður samt áfram hvernig við getum lifað í þessum heim án þess að allt fari í bál og brand.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)