Hann hefur talað, sá hógværasti. Mikið eigum við gott að hafa svona gáfaðan forsætisráðherra, af hverju ætli hann komi ekki þessum góðu hugmyndum sínum á framfæri innan Schengen samstarfsins? Af hverju er hann ekki fenginn til að leysa stríðsátökin í Sýrlandi og Írak?
Hann veit þetta allt betur en allir aðrir. Maðurinn sem minnist ekki á stríðsátökin, ekki á þjáningar fjölskyldna, gamals fólks og barna. Myndir af hörmungum á ekki að birta þær eiga ekki að hafa áhrif á okkur eða valdamenn okkar. . Sigmundur virðist ekki skilja hvaða áhrif það hefur á fólk að hafa búið við stríðsástand í nokkur ár, misst allt sitt, geta engum treyst. Hann heldur að íbúar í Sýrlandi hoppi upp í flugvél á Damaskus eða Aleppo eða Homs. Hefur samt enn svo mikið sjálfsálit að það reynir að velja sinn stað í Evrópu. Lætur ekki skrá sig í Ungverjalandi eða Danmörku þar sem það getur verið sent til baka samkvæmt Dublinreglunni. Það er sorglegt að hin nýja stjórn Danmerkur sé búin að skrá sig í þann flokk með Búdapest öfgastjórninni . Sigmundur virðist langa í þann sama flokk. Eða hvað?
Nokkrir valdir bitar úr samtali á Bylgjunni:
„Já, mér sýnist það í raun og veru vera að gerast sjálfkrafa, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það eru alltaf að koma nýjar og nýjar fréttir af einhverjum stöðum þar sem menn eru að setja upp eftirlit á landamærum, og núna síðast verið að stoppa umferð milli Danmerkur og Þýskalands að miklu leyti. Þetta vekur mjög stórar spurningar um Schengen, þegar menn eru hættir svo mikið sem að skrá fólk inn á svæðið, þá er það í rauninni hugmyndin sem það gekk út á, þessi ytri mörk. Þá er hún fallin,“ segir Sigmundur.
Það er spurning hvort það er eðlilegt fyrirkomulag, hvort það sé búið til eitthvað endamark, eins og Þýskaland, þar sem er tekið á móti fólki eins og það sé að vinna í einhverri keppni, en á sama tíma leyfa þessi lönd, Þýskaland og fleiri lönd, fólki ekki að koma með eðlilegum hætti. Ekki að fljúga til Þýskalands með flugvél. Ekki að stoppa á flugvellinum. Ekki að koma að landamærunum á ytra svæðinu, ytri mörkum Schengen, nema í raun með ólöglegum hætti. Þannig að skilaboðin eru þessi: Þið verðið að leita á náðir glæpasamtaka og reyna að láta smygla ykkur inn með lífshættulegum hætti. Ef ykkur tekst það, þá er tekið á móti ykkur og klappað þegar þið komið í land. En ef menn fara ekki í slíka hættuför, þá eru menn bara stoppaðir og sendir aftur. Þetta eru mjög hættuleg skilaboð,“ segir Sigmundur Davíð.
Einhvern veginn kom Georg Orwell upp í kollinn á mér, af hverju ætli það sé?
Hann veit þetta allt betur en allir aðrir. Maðurinn sem minnist ekki á stríðsátökin, ekki á þjáningar fjölskyldna, gamals fólks og barna. Myndir af hörmungum á ekki að birta þær eiga ekki að hafa áhrif á okkur eða valdamenn okkar. . Sigmundur virðist ekki skilja hvaða áhrif það hefur á fólk að hafa búið við stríðsástand í nokkur ár, misst allt sitt, geta engum treyst. Hann heldur að íbúar í Sýrlandi hoppi upp í flugvél á Damaskus eða Aleppo eða Homs. Hefur samt enn svo mikið sjálfsálit að það reynir að velja sinn stað í Evrópu. Lætur ekki skrá sig í Ungverjalandi eða Danmörku þar sem það getur verið sent til baka samkvæmt Dublinreglunni. Það er sorglegt að hin nýja stjórn Danmerkur sé búin að skrá sig í þann flokk með Búdapest öfgastjórninni . Sigmundur virðist langa í þann sama flokk. Eða hvað?
Nokkrir valdir bitar úr samtali á Bylgjunni:
„Já, mér sýnist það í raun og veru vera að gerast sjálfkrafa, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það eru alltaf að koma nýjar og nýjar fréttir af einhverjum stöðum þar sem menn eru að setja upp eftirlit á landamærum, og núna síðast verið að stoppa umferð milli Danmerkur og Þýskalands að miklu leyti. Þetta vekur mjög stórar spurningar um Schengen, þegar menn eru hættir svo mikið sem að skrá fólk inn á svæðið, þá er það í rauninni hugmyndin sem það gekk út á, þessi ytri mörk. Þá er hún fallin,“ segir Sigmundur.
Það er spurning hvort það er eðlilegt fyrirkomulag, hvort það sé búið til eitthvað endamark, eins og Þýskaland, þar sem er tekið á móti fólki eins og það sé að vinna í einhverri keppni, en á sama tíma leyfa þessi lönd, Þýskaland og fleiri lönd, fólki ekki að koma með eðlilegum hætti. Ekki að fljúga til Þýskalands með flugvél. Ekki að stoppa á flugvellinum. Ekki að koma að landamærunum á ytra svæðinu, ytri mörkum Schengen, nema í raun með ólöglegum hætti. Þannig að skilaboðin eru þessi: Þið verðið að leita á náðir glæpasamtaka og reyna að láta smygla ykkur inn með lífshættulegum hætti. Ef ykkur tekst það, þá er tekið á móti ykkur og klappað þegar þið komið í land. En ef menn fara ekki í slíka hættuför, þá eru menn bara stoppaðir og sendir aftur. Þetta eru mjög hættuleg skilaboð,“ segir Sigmundur Davíð.
Einhvern veginn kom Georg Orwell upp í kollinn á mér, af hverju ætli það sé?