laugardagur, 19. desember 2015

Kvennahandboltinn er skemmtilegri .....

Mikið er gaman að kvennahandboltanum í dag. Það er unun og spenna að horfa á konurnar á Heimsmeistaramótinu.  Ekki er ánægjan minni að við eigum hlut að máli. Þórir Hergeirsson okkar maður í Noregi er magnaður sem þjálfari á sinn rólega hátt.

Ég er búinn að sjá Norðmenn, Dani, Rúmena, Serba, Rússa, Svartfellinga og  Svía á þessu móti. Það eru svo mörg góð lið.  Rúmenar hafa verið einstakir á þessu móti, nýtt stórlið. Leikur þeirra í gær við Norðmenn var magnaður.  Harkan er stundum of mikil, eins og í leik Norðmanna og Svartfellinga.

Kvennahandboltinn mun skemmtilegri en karla...... ég sver það.

fimmtudagur, 17. desember 2015

Holan: Táknið um veruleikafirringuna

Ég gekk fram hjá holunni um daginn, átti erindi í Þjóarbókhlöðuna. 
Holan ér á sínum stað umkringd girðingu, sem flestir fullfærir geta klifrað yfir, það er því furða að enginn skuli hafa látið lífið þarna í holu ríkisstjórnarinnar. 

Það er merkilegt þegar þeir sem vilja hampa íslenskri menningu á tyllidögum og vitna í Jón Sigurðsson Jónas Hallgrímsson og kó.  

Fulltrúar þessarar fámennu þjóðar hafa líka unnið ótrúleg afrek, t.d. á sviði lista, vísinda og fræða. Jafnvel í stærstu keppnisíþróttum heims hafa fulltrúar okkar unnið frækna sigra og glatt íslensk hjörtu.
Við eigum að vera stolt af þessum árangri okkar Íslendinga og gleðjast yfir honum, ekki til að setja
okkur á háan hest á kostnað annarra eða státa okkur af því sem við höfum áorkað og ímynda okkur að það sé sjálfsagður hlutur. Nei við eigum að vera stolt af því sem við og fyrri kynslóðir höfum áorkað vegna þess að það minnir okkur á að við getum gert enn betur. (SDG í Áramótaávarpi 2014)

 Það er merkilegt hversu þessir valdamenn okkar sem stjórna um þessar mundir eru áhugalitlir um menningu og listir.  Það er gott og hollt að hafa áhuga á fótbolta.  En það þýðir ekki að vanrækja undirstöðu okkar sem Íslendinga.  Það er tungan, bókmenntirnar, listirnar.  Ég sé ekki fyrir mér að ráðherrar okkar myndu bruna á milli landhluta til að vera viðstaddur menningarverðlaun (undantekningin er Illugi sem ólst upp á heimili vinstrimanna)! Það er liðin sú tíð þegar Framsóknarflokkurinn byggði upp menningarstofnanir víða um land.  Nú hafa frjálhyggjugimpi tekið þar völd. Innan Sjálfstæðisflokksins eru til menntafólk, en því fækkar stöðugt, fulltrúar þess sitja í það minnsta ekki á Alþingi.  Þar ríkir Ísöld mennta og lista.

Það er furðulegt að eyða milljörðum að setja upp stofnun sem engin þörf er fyrir, á meðan beðið er eftir fjármagni til að byggja húsnæði undir fræðin sem einkennir okkur frá öðrum þjóðum.  

Það er enn furðulegra að heyra hugmyndir Viðskiptaráðs að fækka stofnunum landsins  um 2/3 sem Vigdís Hauksdóttir tekur undir.  Er þetta ekki sama og að fækka einkafyrirtækjum, 1 fyrir innflutning, eitt fyrir útflutning, og eitt fyrir framleiðslu útflutningsvara. Við erum svo fámenn, það þarf ekki fleiri fyrirtæki. 

Ég held að Frjálshyggjan sé að ganga af göflunum.  Þetta líkist röfli hóps manna sem hafa misst öll tengsl við veruleikann.  Mikið verður gaman þegar við höfum losað okkur við þessa dekurdrengi og stúlkur í næstu kosningum!  Þá verður víða skálað!


 



Fimmtudagur 17.12.2015 - 12:00 - Ummæli (2)

Viðskiptaráð vill fækka ríkisstofnunum um 118 – Vigdís Hauksdóttir styður tillögurnar

miðvikudagur, 16. desember 2015

Björk á Bessastaði og ýmislegt skemmtilegt

Björk Guðmundsdóttur á Bessastaði

Ólaf Ragnar sendiherra í Rússlandi

Sigmund Davíð Sáttasemjara Ríkisins

Ræðum eitthvað skemmtilegra. Mikið eru vetrarveður oft falleg og jólastemmning í borginni:


þriðjudagur, 15. desember 2015

Umboðsmaður Alþingis: Fær hann skýr svör?

Það er kominn tími að versta ríkisstofnun landsins sé skoðuð.  Hún virðist sameina allt það versta sem stofnun getur haft upp á að bjóða: hroki, hleypidómar, dómgreindarleysi, leti í vinnubrögðum, bókstafstrú. Engin alúð, engin sæmd.  

Umboðsmaður Alþingis vill að Útlendingastofnun svari því hvernig stofnunin rannsakar umsóknir um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. Sérstaklega þegar umsækjandi er barn.

 Forstöðumaður umræddrar Stofnunar tekst alltaf að koma manni á óvart með einstaklega óvönduðum svörum við spurningum fréttamanna.  Það er eins og hún setjist ekki niður með starfsfólki sínu til að fara yfir málin þegar hún þarf að stíga fram í Sviðsljósið og útskýra úrskurði. Ef orðið vanhæf á við þá er það í hennar tilfelli. 

Í Útlendingalögum segir í grein 12.f, að veita megi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, til dæmis af heilbrigðisástæðum, eða vegna erfiðra félagslegra aðstæðna viðkomandi eða erfiðra almennra aðstæðna í heimaríki eða í landi sem honum yrði vísað til. Sérstaklega skal taka tillit til þess ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðun.

Það var gaman að sjá hvernig bloggheimur og fjölmiðlar muldu niður rök embættismanna og stjórnmálamanna.  Sem enn einu sinni ætluðu að keyra yfir okkur með einstaklega óvönduðum vinnubrögðum. Hápunkturinn var þegar tveir læknar stigu fram og sýndu okkur fram á alvarleg veikindi barnanna tveggja frá Albaníu og sleifarlag starfsmannanna hjá Útlendingastofnunum. Það liggur við að maður noti orðið:  Útlendingahatur. Varla var stofnunin sett upp til þess að stuðla að slíku. 

 Kannski verður þetta til þess að mannréttindi verða sett á hærri skör hjá okkur hér á landi. Það hefur mikið vantað upp á það.  Umboðsmaður Alþingis hefur stuðning mikils meirihluta landsmanna fyrir góð og trúverðug störf.  Við munum fylgjast með. 

 (Grannletraði textinn er úr frétt RÚV í dag)


laugardagur, 12. desember 2015

Ráðherra: Hvers er ábyrgðin

Það er snjóföl austur í Breiðdal þar sem ég er nú. Maður er fjarri heimsins glaumi hér inni í Norðurdalnum. Og hugsanir sækja að manni. Út af atburðum seinustu daga. Hvernig ráðherra vijum við hafa og hverjum eiga þeir að þjóna?

Barna læknir og lungnasérfræðingur tjáir sig um að senda langveikt barn til Albaníu. Eins og hann lýsir þessu, þá er þetta mál ein mesta handvömm embættismanna  sem þekkist. Spurningin hlýtur að vera, hvers er ábyrgðin?





Að gefnu tilefni.
Ég tel að þeir starfsmenn Útlendingastofnunar sem stýrt hafi málum albönsku fjölskyldanna tveggja hafi annað hvort ekki vitað neitt um albanskt heilbrigðiskerfi eða kosið að líta framhjá því að það þarf að borga læknisaðstoð eða múta starfsmönnum til að fá hjálp. Halda menn að fjölskylda 3 ára drengsins hafi efni á að borga lyf (ca 6-8 mismunandi tegundir), sjúkraþjálfun og læknisheimsóknir á tveggja til þriggja mánaða fresti? Borga innlagnir í viku eða meira þegar hann fær alvarlegar lugnabólgur? Borga súrefniskúta og slöngur þegar lungun hans eru orðin svo full af slími, bólgu, sýklum og örvef að hann þarf súrefni til að lifa af? Er sennilegt að- þessi fjölskylda hafi efni á því? Hefur útlendingastofnun einu sinni tekið afstöðu til þess? Hann fékk með sér mánaðar (nokkurra mánaða?) skammt af lyfjum.
So what. Hvað svo?
Þótt við sjáum ekki lengur þennan dreng þá breytir það ekki því að hann mun á næstu árum fá fjölda slæmra sýkinga í lungu og víðar og vegna galla í virkni brissins getur hann ekki nærst eðlilega. Hann mun tærast upp, verða móðari og orkuminni með hverjum mánuðinum sem líður. Hann mun sennilega ekki lifa 10 ára afmælisdaginn sinn.
Þó við sjáum hann ekki lengur þá er hann samt þarna úti.
Við getum ekki tekið á móti öllum veikum börnum heimsins, en við ættum ekki að vera þjóð sem úthýsir dauðveikum börnum. Ekki þegar það er ljóst að þau fá ekki lífsnauðsynlega meðferð þangað sem þau eru send.
Afsakið tilfinningasemina en ég er reiður og vonsvikinn og það vill svo til að ég veit ég um hvað ég er að tala. Ég meðhöndla börn með þennan sjúkdóm í vinnu minni daglega.
Að mínu áliti er eingöngu hægt að skýra þessa ákvörðun með annaðhvort heimsku eða skeytingarleysi. Hvort er verra?
Eigum við ekki að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur?
Hér má lesa um ástand heilbrigðiskerfis Albaníu.




UNICEF Albania - Children in Albania - Health access

Access to health services means the timely use of personal health services to achieve the best health outcomes. Disparities in access to health services affect individuals and the society. Limited access to health care impacts children's ability to reach their full potential, negatively affecting th…


unicef.org

fimmtudagur, 10. desember 2015

Í skjóli nætur: Ég tárast á þessum morgni

Í skjóli nætur koma þeir, við mörg sem höfum lesið sagnfræði könnumst við þessa setningu. 
Það er ekki það sama hrópa margir, ekki það sama.  Auðvitað vita allir að við erum að tala um helstu einræðisherra 20. aldarinnar.  Sem sendu laganna verði til að sækja fólk.  Fólk sem flest kom ekki aftur.  Þessi fjöskylda kemur ekki aftur þótt hún verði ekki myrt.  Samt vitum við það ekki. 

En hvers vegna kemur útlendingastofnun með lögreglu í skjóli nætur.  Hvers vegna þarf að eyða stórfé til að koma fjölskyldu úr landi.  Fjölskyldu með langveikt barn, fjöskyldu sem búin er að koma sér fyrir í íbúð, koma börnum í skóla, fá vinnu.  Af því að reglurnar eru ekki hárrétta en undantekning er til í lögunum sem má beita?  Fordæmi er svo hættulegt.  Að vera mannlegur eru skepnuskapur.  Reglur eru til að fara eftir, jafnvel þótt maður þurfi það ekki. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er einskis verður. 

Það er erfitt fyrir mig gamlan mann að vakna við þetta á fímmtudagsmorgni allir netfjölmiðlar fullir af fréttum en RÚV telur þetta ekki vera frétt frá 7-10 um morguninn.   Ég tárast á þessum morgni, ég skammast mín, ég get aldrei treyst Innanríkisráðherra aftur, aldrei. 

Mynd: Stundin.is 

Þetta segir Útlendingastofnun um Albaníu : 

Stofnunin sagði í yfirlýsingu á vefsíðu sinni í október síðastliðnum að „á undanförnum árum hafa hælisleitendur frá Albaníu verið afar áberandi á Íslandi en fyrirliggjandi upplýsingar og mannréttindaskýrslur eru samhljóða um að Albanía sé friðsælt lýðræðisríki þar sem hvorki er stríðsástand né ógnarstjórn. Mannréttindi eru almennt virt og eftirfylgni við glæpi og afbrot er góð þrátt fyrir að enn sé umbóta þörf á sumum sviðum. Albönsk yfirvöld eru fær um að vernda borgara sína og veita þeim aðstoð.“

þetta segir Amnesty, þetta er ekki sama lýsing, þótt Albanía sé ekki á botninum um mannréttindi, lýsing Útlendingastofnunar er blátt áfram röng: 

Republic of Albania

Head of state Bujar Nishani (replaced Bamir Topi in July)
Head of government Sali Berisha
The government adopted reforms which restricted the immunity of MPs and other public officials from prosecution and revised the Electoral Code, following previous allegations of fraud. In December, the European Council postponed the granting of EU candidate status to Albania, conditional on further reform.

Enforced disappearances

In November, proceedings before the Serious Crimes Court concerning the enforced disappearance in 1995 of Remzi Hoxha, an ethnic Albanian from Macedonia, and the torture of two other Albanian men, ended with the conviction of three former state security agents. One of them, Ilir Kumbaro, who fled extradition proceedings in the UK in 2011, was sentenced to 15 years’ imprisonment in his absence. The charges against his two co-defendants were changed by the court to offences covered by a 1997 amnesty, resulting in them not being sentenced. In December, all three defendants appealed against their convictions.

Unlawful killings

In May, the trial opened of former Republican Guard commander, Ndrea Prendi, and former Guard officer, Agim Llupo, charged with killing four protesters, the injury of two others, and concealing evidence. The charges arose from violent clashes between police and protesters during anti-government demonstrations in January 2011 in Tirana.

Torture and other ill-treatment

In June, the UN Committee against Torture expressed concerns about the lack of effective and impartial investigations by the Ministry of Interior into alleged ill-treatment by law enforcement officers. The Committee also reported that basic safeguards against torture were not provided to people in detention, including timely access to lawyers and doctors, and noted the excessive length of pre-trial detention.
In July, four prison guards were each fined 3,100 leks (€22) by Tirana District Court for beating Sehat Doci in Prison 313 in August 2011.
  • In September, a group of former political prisoners went on hunger strike in protest against the government’s prolonged failure to provide reparations for their imprisonment by the communist government between 1944 and 1991. Thousands were imprisoned or sent to labour camps during this period and subjected to degrading treatment and, often, torture. During the 31-day protest, two men set themselves on fire; one, Lirak Bejko, died of his injuries in November. The Ombudsperson considered the actions of the Tirana police in denying hunger strikers medicines and liquids to be an act of torture.

Violence in the family

There were 2,526 reported incidents of domestic violence, 345 more than in the previous year, and petitions by victims for court protection orders also increased. Most victims were women. An amendment to the Criminal Code making violence in the family an offence punishable by up to five years’ imprisonment came into force in April. However, there was no minimum sentence for such offences, except when committed repeatedly and prosecutions could only be initiated on the basis of a victim’s complaint.
The Director of the National Centre for Victims of Domestic Violence was dismissed in May, after the Ombudsperson investigated complaints by women at the Centre that they had been subjected to arbitrary punishments and restrictions.

Discrimination

Roma
Many Roma continued to be denied their right to adequate housing.
  • Some Roma, forced to move from their homes near Tirana railway station after a 2011 arson attack, were evicted from temporary tented accommodation. In February, lacking adequate alternative housing, eight families moved briefly into the premises of the Ombudsperson’s Office. They were later transferred to disused military barracks. However, their very poor accommodation and inadequate police protection from threats and attacks by the neighbouring community obliged them to leave. By the end of the year, no permanent solution to their housing had been found.
  • In July, the livelihoods of an estimated 800 Romani families were affected when Tirana police implemented an administrative order prohibiting the collection of scrap and other recyclable materials by seizing their vehicles and other equipment. The Ombudsperson opened an inquiry into excessive use of force and ill-treatment by police during the operation.
Lesbian, gay, bisexual, transgender and intersex people
The first Tirana Pride took place in May. In July, Tirana Prosecutor’s Office dismissed a criminal complaint by LGBTI organizations against Deputy Minister of Defence Ekrem Spahiu about his homophobic remarks concerning the Pride.

Housing rights – orphans

Young people leaving social care remained at risk of homelessness, despite legislation guaranteeing homeless registered orphans up to the age of 30 priority access to social housing. Many continued to live in dilapidated disused school dormitories or struggled to pay for low-grade private rented accommodation.

Explore Our Work


miðvikudagur, 9. desember 2015

Sigurður Einarsson: Skák og mát

Sigurður Einarsson sviptur orðu og æru, og þó ekki . Ætli hann megi bera hana heima við. Eða verður hún bara lokuð oní skúffu.  Stórfrétt Agnesar Braga. Stórmeistarinn framkvæmir verknaðinn. Takið eftir orðalaginu :  Guðni sagði að for­seti Íslands, sem er stór­meist­ari ís­lensku fálka­orðunn­ar, hefði svipt Sig­urða rétt­in­um til þess að bera orðuna fyr­ir nokkr­um vik­um. Þetta er að mati forsetaembættis ekki frétt fyrir nokkrum vikum.  Stórmeistarinn er oft duglegri að segja frá verkum sínum á forseti.is. Nú vantar bara eitt:  Afsökunarbeiðni, þið vitið frá hverjum.  Við fáum hana kannski í ármamótaávarpi Stórmeistarans? Skák og mát. 


Var svipt­ur rétti til að bera fálka­orðuna

Ólafur Ragnar hefur svipt Sigurði Einarssyni rétti til þess að bera fálkaorðuna. stækka Ólaf­ur Ragn­ar hef­ur svipt Sig­urði Ein­ars­syni rétti til þess að bera fálka­orðuna. mbl.is
Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sem er stór­meist­ari ís­lensku fálka­orðunn­ar, hef­ur svipt Sig­urð Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formann Kaupþings, rétti til þess að bera fálka­orðuna, sem for­set­inn sæmdi Sig­urð hinn 1. janú­ar 2007.
Þetta gerði for­set­inn á grund­velli 13. grein­ar for­seta­bréfs um hina ís­lensku fálka­orðu frá 31. des­em­ber 2005. Grein­in er svohljóðandi: „Stór­meist­ari get­ur, að ráði orðunefnd­ar, svipt hvern þann, sem hlotið hef­ur orðuna en síðar gerst sek­ur um mis­ferli, rétti til að bera hana.“
Þetta kem­ur fram á heimasíðu for­seta Íslands.

Fyr­ir for­ystu í út­rás

Sig­urður var sæmd­ur ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar „fyr­ir for­ystu í út­rás ís­lenskr­ar fjár­mála­starf­semi“ eins og seg­ir í um­sögn á vef Stjórn­artíðinda.
Sigurður Einarsson var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í febrúar. Sig­urður Ein­ars­son var dæmd­ur í fjög­urra ára fang­elsi í fe­brú­ar. mbl.is/Þ​órður
Frá því að Sig­urður Ein­ars­son hlaut fjög­urra ára fang­els­is­dóm í fe­brú­ar sl., sem hann afplán­ar nú á Kvía­bryggju, hef­ur það verið um­deilt að Sig­urður hefði yfir ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar að ráða. Guðni Ágústs­son, formaður orðunefnd­ar, sagði í fjöl­miðlum í fe­brú­ar sl. að orðunefnd væri skylt að fara yfir mál Sig­urðar.
„Eft­ir að við höfðum kynnt okk­ur hvernig með mál sem þetta er farið á Norður­lönd­um, kom­umst við í orðunefnd að þeirri niður­stöðu að við vild­um svipta Sig­urð rétt­in­um til þess að bera orðuna og lögðum til við for­seta Íslands að hann svipti hann rétt­in­um til þess að bera hana,“ sagði Guðni í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.

For­seti Íslands er stór­meist­ari

Guðni sagði að for­seti Íslands, sem er stór­meist­ari ís­lensku fálka­orðunn­ar, hefði svipt Sig­urða rétt­in­um til þess að bera orðuna fyr­ir nokkr­um vik­um.
Guðni var spurður hvort þetta væri end­an­leg ákvörðun, eða hvort Sig­urður gæti síðar meir borið orðuna á nýj­an leik: „Ég tel að þetta þýði það að Sig­urður hafi end­an­lega verið svipt­ur orðunni og geti ekki borið hana á ný,“ sagði Guðni Ágústs­son, formaður orðunefnd­ar.