Það verða margir sér til skammar þessa dagana. Sumir sem hafa oft orðið sér til skammar, aðrir sem koma manni á óvart. Enginn er sekur, enginn hefur gert neitt af sér, allir borgað skattinn ef það hefur þurft, allir töpuðu. Það er erfitt að vera fjáraflamaður.
Jón Sigurðsson, fyrrum óvænt formaður Framsóknarflokksins, og Seðlabankastjóri, vill hreinsa flórinn, en það er spurning hvað hann á við: Jón var Seðlabankastjóri á árunum 2003-6, en þá sat Helgi S. Guðmundsson í bankaráði. Um viðskipti hans og Finns Ingólfssonar með bréf í
Landsbankanum í gegnum aflandsfélag árið 2007 segir Jón að þar virðist bankinn hafa leitað til þeirra
með kaup á bréfunum til að halda verði þeirra uppi. „Við viss skilyrði er það markaðsmisnotkun, sem er hreint ekki þægilegt mál. Ég ætla ekki að fella neinn dóm um það núna.
Þarna sýnist mér eftir því sem lýst var í gær að góðir menn hafi tekið ranga ákvörðun. Þeir hafa gert það fyrir vini sína í Landsbankanum sem leita til þeirra í þessu skyni.“
Svo við tölum um Panama, var það ekki í Panama sem lánspeningar Pálma Haraldssonar hurfu? Var það ekki Hæstiréttur sem sýknaði þann góða dreng, myndi Sigurður G. Guðjónsson segja. Sem er kominn í Hitlersbransann, en Fréttablaðið kemst snyrtilega að orði í morgun:
Adolf Seljan
„Nú skiptir bara máli að ala á ólgu og tortryggni alveg eins Hitler og smámennin í kringum hann gerðu,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson lögmaður í pistli á Pressunni í gær og á þá við vinnubrögð Kastljóss í Panama-málinu. Mike Godwin bjó til hugtakið Reductio ad Hitlerum og er fólk almennt sammála um að það að beita samlíkingu einhvers við Hitler sé sjálfkrafa gengisfelling á rökfærslu viðkomandi. Sigurður er svo sem ekki ókunnugur gengisfellingu enda var hann stjórnarmaður í Glitni fram að hruni. Þar urðu nú einhver aflandsfélögin til.
Já, voru þeir ekki miklir vinir og félagar, Ólafur Ragnar og Sigurður 1996, það hafa fleiri Sigurðar tengst forsetanum, Einarsson ef ég man rétt. Þannig að við bíðum eftir afsökunarbeiðni Forsetans um hlut hans í Hruninu. Við bíðum og bíðum.
Framsóknar-Hrólfur hverfu af sviðinu, auðvitað alsaklaus:Hrólfur Ölvisson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Framsóknarflokksins.
Hrólfur segist taka þessa ákvörðun vegna þess hversu einsleit og óvægin umræða er í þjóðfélaginu um tengsl hans við aflandsfélög. Hrólfur er sagður hafa reynt að leyna viðskiptum í gegnum félög á Tortóla.
Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög
„Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheiðarlegum hætti,“ segir í yfirlýsingu nú fyrrum framkvæmdastjórans.
Tveir framkvæmdarstjórar Lífeyrissjóða segja upp, er ekki eðlilegt að sjóðirnir skipi nefnd til að athuga tengsl eiginfjár þeirra og fjár sjóðanna? Er það of viðkvæmt?
Já, það er margt á ferðinni þessa dagana, margir naga koddann. Lífið á Aflandi er erfitt. Þótt enginn sé sekur.
Jón Sigurðsson, fyrrum óvænt formaður Framsóknarflokksins, og Seðlabankastjóri, vill hreinsa flórinn, en það er spurning hvað hann á við: Jón var Seðlabankastjóri á árunum 2003-6, en þá sat Helgi S. Guðmundsson í bankaráði. Um viðskipti hans og Finns Ingólfssonar með bréf í
Landsbankanum í gegnum aflandsfélag árið 2007 segir Jón að þar virðist bankinn hafa leitað til þeirra
með kaup á bréfunum til að halda verði þeirra uppi. „Við viss skilyrði er það markaðsmisnotkun, sem er hreint ekki þægilegt mál. Ég ætla ekki að fella neinn dóm um það núna.
Þarna sýnist mér eftir því sem lýst var í gær að góðir menn hafi tekið ranga ákvörðun. Þeir hafa gert það fyrir vini sína í Landsbankanum sem leita til þeirra í þessu skyni.“
Hverjir voru þessir góðu menn? Voru það bankastjórar Landsbankans, eða voru það Finnur Ingólfsson og Helgi S Guðmundsson. Það er leiðinlegt að tala um látinn mann en þessir 2 menn voru frekastir allra til fjárins á velmektardögum spillingarinnar. Fremstir í flokki að hirða frá ríki svo maður tali ekki um Samvinnutryggingar. Allt það mál fær mig enn til að kúgast. Voru það ekki 30 milljarðar sem gufuðu upp? Ætli eitthvað af þeim peningum hafi farið um Panama?
Svo við tölum um Panama, var það ekki í Panama sem lánspeningar Pálma Haraldssonar hurfu? Var það ekki Hæstiréttur sem sýknaði þann góða dreng, myndi Sigurður G. Guðjónsson segja. Sem er kominn í Hitlersbransann, en Fréttablaðið kemst snyrtilega að orði í morgun:
Adolf Seljan
„Nú skiptir bara máli að ala á ólgu og tortryggni alveg eins Hitler og smámennin í kringum hann gerðu,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson lögmaður í pistli á Pressunni í gær og á þá við vinnubrögð Kastljóss í Panama-málinu. Mike Godwin bjó til hugtakið Reductio ad Hitlerum og er fólk almennt sammála um að það að beita samlíkingu einhvers við Hitler sé sjálfkrafa gengisfelling á rökfærslu viðkomandi. Sigurður er svo sem ekki ókunnugur gengisfellingu enda var hann stjórnarmaður í Glitni fram að hruni. Þar urðu nú einhver aflandsfélögin til.
Já, voru þeir ekki miklir vinir og félagar, Ólafur Ragnar og Sigurður 1996, það hafa fleiri Sigurðar tengst forsetanum, Einarsson ef ég man rétt. Þannig að við bíðum eftir afsökunarbeiðni Forsetans um hlut hans í Hruninu. Við bíðum og bíðum.
Framsóknar-Hrólfur hverfu af sviðinu, auðvitað alsaklaus:Hrólfur Ölvisson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Framsóknarflokksins.
Hrólfur segist taka þessa ákvörðun vegna þess hversu einsleit og óvægin umræða er í þjóðfélaginu um tengsl hans við aflandsfélög. Hrólfur er sagður hafa reynt að leyna viðskiptum í gegnum félög á Tortóla.
Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög
„Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheiðarlegum hætti,“ segir í yfirlýsingu nú fyrrum framkvæmdastjórans.
Tveir framkvæmdarstjórar Lífeyrissjóða segja upp, er ekki eðlilegt að sjóðirnir skipi nefnd til að athuga tengsl eiginfjár þeirra og fjár sjóðanna? Er það of viðkvæmt?
Já, það er margt á ferðinni þessa dagana, margir naga koddann. Lífið á Aflandi er erfitt. Þótt enginn sé sekur.