Þetta eru skrítnir tímar, ég horfi út um gluggann á glitrandi sól. Það er árla sumars, gróðurinn fetar sig út úr vetrarmyrkrinu.
En hugurinn er samt lítið bundinn við dásemdir náttúrunnar. Það er frekar breiskleiki mannsins sem er oftar í brjósti og sinni. Mannveran er svo merkileg en um leið óhugnanleg. Við sjáum fjölda fólks sem hefur brotið af sér, í furðuheimi fjármála. Um tíma var enginn maður
með mönnum sem ekki tók þátt, lærði kúnstirnar, leikreglurnar, hver sem nú hafði búið þær til. Þeir sem vildu ekki vera með voru ræflar og aumingjar.
Nú höfum við, það er stofnanir okkar, dæmt nokkra, sýknað líka aðra. Sumir fagna þessu, aðrir segja aumingja mennirnir. Það verða fáir betri á því að fara í fangelsi. En þetta er samt kerfið sem við höfum. Við tökum ekki af lífi, við tökum ekki á vígvelli þátt í styrjöldum, við greiðum fyrir það að einstaklingar af öðrum þjóðum drepi fólk til að verja okkar, er okkur sagt.
Hugtök eins og Sekt og sakleysi, Glæpur og refsing koma oft upp í hugann. Iðrun og fyrirgefning. Höfum við fengið nokkurn sakborning sem hefur staðið upp í réttarsal í eftirmál Hrunsins og sagt: Ég biðst afsökunar, fyrirgefið mér, ég gerði rangt. Græðgin tók af mér völdin! Ég held ekki, Það virðst vera of stórt skref yfir í mennskuna.
Hver vill vera sá fyrstur að gera það, það myndi strax breyta miklu. Aðalatriði virðast vera ennþá að halda í peningana, sjóðinn, embætti, valdið. Fyrirgefning og afsökun virðast vera of stórt orð fyrir flesta. Eitthvað sem heitir trú virðist engan tilgang hafa í nútímalífi, þrátt fyrir þjóðkirkju og sunnudagsmessur.
Já, lesendur góðir, þetta eru skrítnir tímar. Sá seki vill frekar kúra sig í fósturstellingu í fangaklefa, horfa út í veröld mannanna og hvísla: Fökk jú! Stíga síðan út að loknum dómi út i heiminn glaðbeittur á svip með hreina samvisku. Og halda áfram sama leik og áður. Halda áfram að klifra upp gróðastigann. Horfa í augun á okkur, með Aflandsgull í vasa: Ég á og ég má.
Tíminn líður. Við mætum þeim á Laugarveginum í jakkafötunum og lakkskónum. Munum ekki lengur hvaða karl þetta er. Svo kemur annað Hrun með nýja og gamla leikara. Eða hvað?
En hugurinn er samt lítið bundinn við dásemdir náttúrunnar. Það er frekar breiskleiki mannsins sem er oftar í brjósti og sinni. Mannveran er svo merkileg en um leið óhugnanleg. Við sjáum fjölda fólks sem hefur brotið af sér, í furðuheimi fjármála. Um tíma var enginn maður
með mönnum sem ekki tók þátt, lærði kúnstirnar, leikreglurnar, hver sem nú hafði búið þær til. Þeir sem vildu ekki vera með voru ræflar og aumingjar.
Nú höfum við, það er stofnanir okkar, dæmt nokkra, sýknað líka aðra. Sumir fagna þessu, aðrir segja aumingja mennirnir. Það verða fáir betri á því að fara í fangelsi. En þetta er samt kerfið sem við höfum. Við tökum ekki af lífi, við tökum ekki á vígvelli þátt í styrjöldum, við greiðum fyrir það að einstaklingar af öðrum þjóðum drepi fólk til að verja okkar, er okkur sagt.
Hugtök eins og Sekt og sakleysi, Glæpur og refsing koma oft upp í hugann. Iðrun og fyrirgefning. Höfum við fengið nokkurn sakborning sem hefur staðið upp í réttarsal í eftirmál Hrunsins og sagt: Ég biðst afsökunar, fyrirgefið mér, ég gerði rangt. Græðgin tók af mér völdin! Ég held ekki, Það virðst vera of stórt skref yfir í mennskuna.
Hver vill vera sá fyrstur að gera það, það myndi strax breyta miklu. Aðalatriði virðast vera ennþá að halda í peningana, sjóðinn, embætti, valdið. Fyrirgefning og afsökun virðast vera of stórt orð fyrir flesta. Eitthvað sem heitir trú virðist engan tilgang hafa í nútímalífi, þrátt fyrir þjóðkirkju og sunnudagsmessur.
Já, lesendur góðir, þetta eru skrítnir tímar. Sá seki vill frekar kúra sig í fósturstellingu í fangaklefa, horfa út í veröld mannanna og hvísla: Fökk jú! Stíga síðan út að loknum dómi út i heiminn glaðbeittur á svip með hreina samvisku. Og halda áfram sama leik og áður. Halda áfram að klifra upp gróðastigann. Horfa í augun á okkur, með Aflandsgull í vasa: Ég á og ég má.
Tíminn líður. Við mætum þeim á Laugarveginum í jakkafötunum og lakkskónum. Munum ekki lengur hvaða karl þetta er. Svo kemur annað Hrun með nýja og gamla leikara. Eða hvað?