þriðjudagur, 13. júní 2017

Byssumenning tekur völdin

Byssumenningin tekur völdin.  Nú skipta krónurnar ekki máli.  Frú Andersen verður að auka vinsældir sínar eftir vafasamar embættisfærslur upp á síðkastið.  Svo hún hefur verið lesið í erlendum fjölmiðlum að vopn eru tilvalin að auka vinsældir stjórnmálamanna í erfiðleikum. 

Svo hún hefur samband við vin sinn Herra Matthiessen  sem er að sjálfsögðu reiðubúinn að senda Víkingasveit sína ef fjárausturinn eykst og eflaust er það sjálfsagt á ólgutímum.  Það er auðvelt að sannfæra landann um það að tímum terrorista og Isis.  Og  ekki er verra að vera kominn með Þjóðaröryggisráð sem heldur fund í Öryggisbyrgi í Herstöðinni sem Bandaríkjamenn yfirgáfu við lítinn fögnuð þáverandi valdamanna.  Eftir að þeir höfðu komið okkur í stríð með stóru bræðrunum Bush og Blair. Án þess að spyrja þing eða þjóð. 

Spurningin er hvort þetta auki eða minnki hættu á hermdarverkum sjúkra einstaklinga hvort sem þeir eru  skipulagðir í hersveitum eða einir á ferð í sálarkvöl.  Eitt er víst að þetta er ódýr leið fyrir ráðherrann að reyna að rísa upp aftur og forsætisráðherrann fylgir henni í því að sjálfsögðu. Þau geta setið saman í Flórídavillunni ljúfu sem var keypt fyrir aflandsfé og stjórnað hernaðaraðgerðum á milli þess sem þau skreppa í golf með Trump á golfvellinum góða. Það er auðveldari aðferð en að svara í ræðustóli á Alþingi.   Lífið verður vart betra.

Það var kaldhæðni örlaganna að á Sjómannadagskvöldið, þar sem vopnaðir lögreglumenn spígsporuðu um borgina, skyldi verða sýnd í sjónvarpinu Skytturnar hans Friðriks Þórs, sú kvikmynd færist æ nær veruleikanum, þar sem hvalveiðifangarar eru hakkaðir niður af Víkingasveit í miðborg Reykjavíkur.  Örugglega er einhver ráðherra sem hefur gefið skipanir á bak við tjöldin. Og lætur sig hverfa ef illa fer.


Skytturnar (soundtrack front cover).jpg 

miðvikudagur, 7. júní 2017

Framhaldsskólar: 25 ára og eldri og skólastyrkir

Ein af furðulegustu hugmyndum fyrrverandi Menntamálaráðherra var að skerða réttindi fólks 25 ára og eldri til náms í framhaldsskólum. Þetta hefur haft víðtækar afleiðingar eins og kemur fram í þingsályktunar tillögu Svandísar Svavarsdóttur og fleiri þingmanna í stjórnarandstöðu: 

Afleiðingar þessarar pólitísku ákvörðunar sáust berlega í svörum mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurnum Oddnýjar G. Harðardóttur á 144. löggjafarþingi (þskj. 533) og 145. löggjafarþingi (þskj. 492) en þar kom fram að á milli áranna 2014 og 2015 fækkaði nemendum 25 ára og eldri um 742 í framhaldsskólum landsins. Þar af fækkaði bóknámsnemendum um 447 og verknámsnemendum um 295. Þessi þróun er afleiðing þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hætta að greiða með þessum nemendum.

Greinarhöfundur var Grunn- og framhaldsskólakennari um áratugaskeið.  Þar var einn mesti gleðigjafimi fá aftur inn í skólana fólk oft komið á miðjan aldur sem hafði ekki haft tækifæri til að halda áfram námi og ljúka stúdentsprófi eða verknámi.  Þetta fólk var oft toppfólk í námi og kom sjálfum sér oft á óvart með frábærri frammistöðu.  Ég sé fyrir mér svipinn á andlitum þeirra þegar þau virtu fyrir sér árangur sinn sem var svo miklu betri með auknum þroska og ábyrgð.  En fyrrum menntamálaráðherra datt það í hug, eða ráðgjöfum hans, að loka þessari leið og fækka nemendum í framhaldsskólum um  7 til  800, nemendur eldri en 25 ára. Það er því ótrúlegt að framfarasinnuðum þingmönnum geti dottið nokkuð annað í hug en að breyta þessu þegar þing kemur aftur saman í haust.  

Annað mál sem tillaga þyrfti að koma fram um er verulegur námsstyrkur fyrir þá sem þurfa að sækja framhaldsskóla fjarri heimahögum og eiga ekki kost á að dvelja í heimahúsum hjá foreldrum eða ættingum.  Ég sá þegr ég bjó úti á landi í 15 ár að aðstöðumunur hjá nemendum var gífurlegur og fjöldi nemenda hrökklaðist úr námi vegna efnahags.  Og ekki er sá kostur betri í dag þegar námið hefur verið stytt um ár sem leiðir til meiri álags í námi og minni tækifæra að stunda vinnu með námi. Þegar ég kenndi lífsleikni á Unglingstigi datt mér í hug að fá nemendurna til að reikna út hve einn vetur í skóla kostaði fjarri heimili.  Ég man hve þau urðu hissa þegar allur kostnaður hafði verið reiknaður og það voru þau sjálf sem leituðu eftir þessum upplýsingum um skólakostnað, fæði og neyslu.     

Tillagan er svona í heild:


146. löggjafarþing 2016–2017.

Prentað upp.

Þingskjal 525  —  395. mál.

Flutningsmenn.




Tillaga til þingsályktunar

um að öllum nemendum verði tryggð skólavist í framhaldsskólum.

Flm.: Svandís Svavarsdóttir, Einar Brynjólfsson, Þórunn Egilsdóttir, Oddný G. Harðardóttir.

    Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að tryggja öllum sem þess óska og uppfylla almenn skilyrði skólavist í framhaldsskólum óháð aldri.

Greinargerð.
    Í október 2014 ákvað þáverandi ríkisstjórn að hætta að borga fyrir bóknám 25 ára og eldri nemenda í framhaldsskólum landsins. Þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra tilkynnti að þetta væri gert til að hækka framlög á hvern nemanda og eldri nemendur gætu nýtt sér önnur menntaúrræði. Þessi ákvörðun var tekin með breytingum í fjárlögum en ekki með sérstakri lagabreytingu og hlaut þessi grundvallarstefnubreyting því ekki næga pólitíska umræðu.
    Um var að ræða verulega stefnubreytingu í menntamálum. Í gildi er reglugerð þar sem gert er ráð fyrir því að ákveðin forgangsröðun gildi við innritun nemenda. Þar hafa t.d. nemendur sem innritast á starfsbrautir fatlaðra ákveðinn forgang, þeir sem eru að hefja framhaldsskólanám að loknum grunnskóla hafa forgang á þá sem eru orðnir eldri og svo framvegis. Þegar þessi reglugerð var sett fylgdi þó sögunni að öllum nemendum væri tryggð skólavist í framhaldsskóla. Ekki væri hins vegar hægt að tryggja að allir kæmust í þann skóla sem þeir settu efst á blað og því væri eðlilegt að hafa einhverjar forgangsreglur.
    Það að kippa hreinlega burt einum hópi nemenda með ákvörðun í fjárlögum um að fækka nemendum í framhaldsskólum og hætta að greiða fyrir bóknám þeirra sem náð hafa 25 ára aldri er sérstök pólitísk ákvörðun sem hefur ekkert með forgang nemenda við innritun að gera þó að ráðherra og stjórnarþingmenn hafi haldið öðru fram.
    Afleiðingar þessarar pólitísku ákvörðunar sáust berlega í svörum mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurnum Oddnýjar G. Harðardóttur á 144. löggjafarþingi (þskj. 533) og 145. löggjafarþingi (þskj. 492) en þar kom fram að á milli áranna 2014 og 2015 fækkaði nemendum 25 ára og eldri um 742 í framhaldsskólum landsins. Þar af fækkaði bóknámsnemendum um 447 og verknámsnemendum um 295. Þessi þróun er afleiðing þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hætta að greiða með þessum nemendum.
    Eftir efnahagshrunið varð veruleg ásókn eldri nemenda í framhaldsskóla sem höfðu þá jafnvel misst atvinnu og vildu nýta tækifærið til að ljúka námi á framhaldsskólastigi. Um þetta var búið í sérstöku verkefni stjórnvalda, skólanna og aðila vinnumarkaðarins sem kallaðist Nám er vinnandi vegur. Þar kom berlega í ljós að skólarnir þjónuðu fólki á öllum aldri og skipti þetta verkefni sköpum fyrir marga. Það skaut því skökku við að loka skólunum fyrir eldri nemendum. Haldbær rök fyrir þeirri ákvörðun hafa hvergi komið fram eða mat á áhrifum, svo sem á menntunarstig þjóðarinnar eða á möguleika einstaklinga á að bæta stöðu sína með aðgengi að námi á framhaldsskólastigi.
    Þessi ákvörðun var því grundvallarstefnubreyting í þá átt að loka íslensku menntakerfi, draga úr hlutverki framhaldsskólanna og torvelda eldri nemendum að sækja sér menntun og þau tækifæri sem henni fylgja. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd allt frá árinu 2014 og nú liggur fyrir að a.m.k. einn ríkisstjórnarflokkur hefði viljað breyta um stefnu og tryggja á nýjan leik að allir fengju skólavist í íslenskum framhaldsskólum. Meiri hluti Alþingis getur sýnt þennan vilja með því að samþykkja þessa tillögu og tryggja um leið að öllum nemendum verði tryggð skólavist í framhaldsskólum óháð aldri og að þeim fylgi fjármagn.

miðvikudagur, 31. maí 2017

Frú Andersen: Hvað gerir Alþingi?

Hroki ráðherra yfirgengilegur:Hún þarf ekki að semja eða tala við neinn. Bent er á ýmsa vankanta í vinnubrögðum hennar en eina svarið Ég ræð. Eina í stöðunni fyrir Alþingi er vantraust. Ef hún kemst upp með þetta þá er allt leyfilegt. Kjarninn er búinn að birta öll gögn málsins svo leyndin er ekki til staðar. Hún getur ekki skýlt sér á bak við hana. Enn er spurningin hvað Björt Framtíð og Viðreisn láta Sjálfstæðisflokkinn troða á sér, valið er þeirra.



"Það er ráðherra sem hef­ur veit­ing­ar­valdið og ber á því ábyrgð, bæði póli­tíska og stjórn­sýslu­lega ábyrgð. Ráðherra legg­ur til­lögu fyr­ir þingið. Þingið hef­ur tvo mögu­leika í stöðunni, að fall­ast á til­lögu ráðherra eða fall­ast ekki á til­lögu ráðherra.“


Ráðherra vill skipa umsækjandann í 30. sæti



Smári: „Vá. Þetta skjal átti alls ekki að koma fyrir sjónir almennings“

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir að það geti orðið erfitt fyri dómara við Landsrétt að njóta trausts ef ekki næst sátt um skipan dómara.


Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður efst á lista

Samkvæmt mati hæfisnefndar um mat á umsækjendum um starf dómara við Landsrétt var einn þeirra sem ráðherra gerir tillögu um í starfið númer 30 hjá nefndinni.




mánudagur, 29. maí 2017

Ríkisstjórnin: Fyrstu önninni lokið

Nú lýkur fyrstu önn þessarar furðulegu ríkistjórnar.  Ekki er hægt að segja að allt hafi gengið hljóðalaust fyrir sig.  En ..... enn lafir hún og gerir það um sinn.  Ekki er neitt sem bendir til þess að hún hnígi út af.  Þrátt fyrir innri óróleika þá á hún eftir að hanga á því að kosningar eru ekki æskilegar í þeirra huga.  

Stóru málin eru þau sem lítið er unnið með.  
Heilbrigðismálin: Einkarekstur og fjársvelti
Menntamálin:  Ráðleysi í kjölfar mistaka Illuga, fjársvelti Háskólastigs, furðulegar hugmyndir Kristjáns ráðherra um breytingu á kerfinu, árás á vinsælan skóla, ætli þetta sé eitthvað framhald af vinnu Illuga?  
Ferðaiðnaðurinn, enn allt í lausu lofti.  Reynslulaus ráðherra, sterkir hagsmunaaðilar innan stóra flokksins.
Sjávarútvegur, allt í nefnd.  Ráðleysi Viðreisnar. 
Utanríkismál:  Heimurinn stjarfur vegna Trumps og Brexit. Guðlaugur Þór fylgist með úr fjarlægð en hefur enn ekki gert neitt slæmt.  

Sjálfstæðisflokkurinn lætur hina flokkana um erfiðleikana.  Forsætisráðherrann passar hagsmuni fjölskyldunnar og sjávarútvegsins og reigir sig í þröngum jakkafötum. Jón Gunnarsson æðir fram og aftur um Reykjanesbraut, frá Helguvík til Ártúnsbrekku.  Sigríður reynir að vera nýfrjálshyggjuvera í tækifærissinnaheimi Sjálfstæðisflokksins. Hún getur ekki verið talsmaður kynsystra sinna, þvi jöfnuður er ekki til í hennar heimi. 

Svo.... nú anda ráðherrar rólega fram að hausti. Stjórnarandstaðan á í erfiðleikum.  Píratar í sárum eftir seinustu kosningar.  Allt upp í loft í Framsókn, spillingarbangsinn á fullu, utan Alþingis.  Samfylkingin að rétta úr kútnum, heppin með formann sem átti aldrei að verða formaður.  Og það er skrítið að sjá Vinstri Græn verða stabílasta flokkinn, þar er ró og friður.  Þótt reynt sé að þyrla upp ryki um meint svik Steingríms og Björns Vals.  Formaðurinn situr í góðu búi, vinsæl og alþýðleg. 

Svo þetta verður gott sumar,  Bjarni fer til Flórída, Túristarnir streyma til landsins, Landinn streymir úr landi, við höfum ekki efni á að ferðast um okkar eigið land.  Svo kemur annar vetur, önnur vandamál, kannski langum meiri en við höfum áður þekkt. Við getum ekki neitt um það sagt.  Við fljótum að feigðarósi. 

Mér finnst að flestir ættu að lesa Eyland. 

   

föstudagur, 26. maí 2017

Ísland Bandaríkin: Fátækt ríkidæmi

Það er margt furðulegt í henni Ameríku. Nýr ráðherra húsnæðismála. Og einn af mótframbjóðendum Trumps, Ben Carson, fyrrum taugaskurðlæknir,trúaður maður, hefur hlutina á hreinu. Fátækt er bara að mestu leyti hugarástand. Segir hann. Ef þú hefur hugann rétt stilltan þá fer allt vel. Ef þú kastar einhverjum út á götuna allslausum þá rís hann upp aftur, með réttu hugarástandi, segir Carson, ef ekki fer hann í ræsið, þar á hann heima. Svo einfaldur er heimurinn. Það er Guðs vilji. Það á ekki að byggja of góð hús fyrir þurfandi, það eykur hjálparleysið. Allir eiga að vera Sigurvegarar.

Það er margt furðulegt á Íslandi. Oft finnst mér að valdamenn okkar séu með svipaðar hugmyndir. Þeir loka augum fyrir fátækt, kostnaði vegna veikinda, kjörum öryrkja og aldraðra, skapa kerfi sem láta fólk finna fyrir aðstæðum sínum. 
Þeir upplifa sig á öðru plani, við erum ekki svona, en margt sem þeir eru að gera færir okkur nær ameríska módelinu, hinir ríku eiga heiminn, verða alltaf ríkari og valdameiri, misskiptingin verður æ meiri og áberandi.
Hver er sinnar gæfu smiður eða hvað?

----------------------------------------



In an interview with SiriusXM Radio, the retired neurosurgeon and armchair Egyptologist elaborated on his major key to success. “I think poverty to a large extent is also a state of mind,” he mused. 
He went on to say: “You take somebody that has the right mindset, you can take everything from them and put them on the street, and I guarantee in a little while they’ll be right back up there. And you take somebody with the wrong mindset, you could give them everything in the world, they’ll work their way right back down to the bottom.”
As he has said many times in the past, allowing the poor too much dignity breeds laziness and dependency. Want children to start thinking like winners? Make them sleep on the floor in burlap sacks in crumbling, stigmatized buildings!

Poverty? Oh, that's just a 'state of mind' for the Trump administration

mánudagur, 22. maí 2017

Vandamál Framsóknar: Hver man hvað gerðist?

Það er merkilegt hversu fólk getur velt sér upp úr vandamálum Framsóknarflokksins. 
Flokkurinn lendir í alræmdasta hneykslismáli lýðveldissögunnar, þar sem formaður flokksins og Forsætisráðherra verður að athlægi út um allan  heim, sér sjálfum og þjóðinni til skammar.  Ekki nóg með það heldur er ekkert fararsnið á honum úr flokknum þótt eðlilegt hefði verið að hann hyrfi úr stjórnmálum og elíta flokksins virðist alveg hafa gleymt þessum atburðum þó meirihluti kjósenda hafi yfirgefið hann. Einhverjir heiðarlegir menn eru þó til í flokknum en þeim virðist vera um megn að stugga við stóra barninu og fylgihnöttum hans. 

Það að veifa Lilju Alfreðsdóttur Þorsteinssonar framan í okkur.  Sem er jafn tunguliprari en Sigmundur Davíð og jafngóð og hann að  snúa út úr og svarar sjaldan því sem spurt erum um í viðtalsþáttum. Breytir litlu fyrir marga,  Siðferðiskompásinn er enn fastur á sama stað.  Með áttina stillta beint á Panamaborg.  Meðan svo er þá fer varla kjósendafjöldinn hærra.  Frekar að hann skríði niður á við.  Að það sé til fólk sem finnist það allt í lagi að fylkja sér að baki SDG sem finnst sjálfsagt að mæta ekki í vinnu sína en þiggur hálaun fyrir ekkert, sem enn hefur ekki lagt fram eðlilegar upplýsingar um spillingaraðkomu sína, er ótrúlegt. 

Það er sorglegt að horfa á stöðu þessa flokks sem einu sinni var flokkur bænda og alþýðu.  Sem vann að uppbyggingu samvinnufélaga og kaupfélaga sem áttu að vera láglaunafólki til gleði og hagsbóta. En sem breyttust í spillingarhít og þjófabæli.  Við fengum kennsludæmi í seinustu viku þegar Ólafur Ólafsson birtist á Alþingi, einn af þeim fjölmörgu starfsmönnum Sambandsins sem notuðu eigur þessarar hreyfingar til að auðgast og allt endaði í mesta hruni íslenska ríkisins og þjóðarinnar.  


miðvikudagur, 17. maí 2017

Trump, Sigmundur og Ólafur

Enn kórónar Forseti Heimsveldisins stuttan feril sinn. Enn gapir maður yfir barnaskap hans og meðvirkni samstarfsfólks hans sem virðist óendanleg. Minnir einna helst á atburði á okkar landi í fyrra. Viðbrögð margra við glæpum forsætisráðherrahjónanna. En auðvitað eru gjörðir Forsetans svo alvarlegri þar sem um er að ræða mesti valdamaður heimsins og á að vera sverð okkar og skjöldur. Þetta var nú kaldhæðni!

"I hope you can let this go,” the president told Mr. Comey, according to the memo.
“I hope you can see your way clear to letting this go, to letting Flynn go,” Mr. Trump told Mr. Comey, according to the memo. “He is a good guy. I hope you can let this go.”
Ég vona að þú sleppir þessu sagði forsetinn. Hann er svo góður gæi. Það fer hrollur um mann. Eins og fór um íslensku þjóðina fyrir rúmu ári síðan. Okkar ráðherra hafði ekkert gert rangt. Svo margir aðrir gerðu það sama.  Enn eru fjölmargir sem vilja fá hann til baka í formannsstólinn. Spilling hefur ekki mikið vægi  hjá okkur. Núverandi Forsætisráðherra hlær að eigin subbulegu vafningum.

Svo er holdgervingi spillingarinnar, Ólafi Ólafssyni, boðið í heiðursheimsókn á Alþingi. Einn dýpsti drullupollur íslenska lýðveldisins.