Það er gaman að ferðast um landið þótt það sé ekki alltaf sól og 20 stiga hiti.
Það er merkilegt að sjá hversu fólk þyrpist til landsins, fyllir gistihús og hótel. Sem heita orðið ýmsum fínum nöfnum; Country hotel, Restaurant, Café og Bar. Sem maður efast oft um að standi undir nafni. En það er gaman að fylgjast með brölti landans að taka þátt í upganginum. Og margir gera vel, þótt eflaust séu ekki allir gististaðir og matstaðir eins og lofað er.
Ég gisti á Hala, fín aðstaða í dýrasta lagi en það var þó morgunverður á Þórbergssetri. Spaugilegt að hafa heyskap fyrir utan gluggann hjá sér þangað til á ellefta tímanum á laugardagskvöldið!!! Og það er gaman að hitta ungt fólk sem ætlar að hjóla hringinn um landið komið alla leið frá Quebeck í Kanada. Ansi viðkunnanlegt fólk. Það var ánægt í morgun (sunnudag) að halda áfram í sóskininu. Hvoll, gististaður í Vallarbæjum, er austarlega í Vestur-Skaptafellssýslu, þægilegur áfangastaður.
Maturinn á Gistihúsinu á Egilsstöðum, snarl síðdegis, var frábær, lambahamborgari og humarsúpa, þjónustan og umhverfið óaðfinnanleg.
Við gistum þarna fyrir 38 árum á hótelinu vorum veðurteppt í október það var ekki flogið í 4 daga!!! Það var erfitt að vera með 2 börn innan um skrautmuni og kristalglös!!!! Ógleymanleg upplifun upp á lífstíð!!!
Það er líka gaman að sjá hversu veiðarnar sem LÍÚ bölsótast yfir skapa mikið líf í flestums sjávarplássum tugir smábáta og trilla sem streyma út á gjöful mið og skila vinnslu í fiskvinnsluhúsum.
Landinn hefur líkað tekið miklum framförum í akstri á þjóðvegunum fáir sem reyna að ryðjast fram úr þar sem ekki er leyfilegt. Einn var þó minnisstæður á Hellisheiðinni æddi yfir á óbrotinni línu og spýtti stein á okkur, honum lá svo mikið á að komast í bæinn á risadekkjunum. Vonandi hefur hann komist á réttum tíma. Og rúðan slapp hjá okkur í þetta sinn.
Það er fallegt um að lítast í sólarleysi, skýjabakkar sem æða um himin, skýjaskúrir sem þjóta yfir sjóndeildarhringinn, hella yfir okkur smádembu og eru svo horfnir. Þannig er Ísland. Hitinn ekki sérstaklega mikill, 12-18 stig, en léttara yfir mannfólkinu þegar sólin birtist.
Gleðilegt sumar og sumarleyfi landar mínir elskulegu!
Svo fékk ég dularfullt SMS austur á fjörðum: Þetta er nýja símanúmerið mitt. Kveðja Davíð!!! Svo er að leysa þessa erfiðu gátu. Hvaðan kom þetta frá Davíð O., Sigmundi Davíð eða Davíð Húsverði !!!!!
mánudagur, 24. júní 2013
sunnudagur, 16. júní 2013
laugardagur, 15. júní 2013
Ríkisstjórn: Orða vant
á sama degi:
Jónas Fr. Jónsson skipaður formaður áhrifamikillar ríkisnefndar (LÍNE) í umboði Illuga Gunnarssonar, einhvern veginn bjóst maður við öðru.
Vigdís Hauksdóttir opinberar fordóma sína og vanþekkingu: Maður bjóst ekki við öðru og þó.
Hvað kemur næst?
Jónas Fr. Jónsson skipaður formaður áhrifamikillar ríkisnefndar (LÍNE) í umboði Illuga Gunnarssonar, einhvern veginn bjóst maður við öðru.
Vigdís Hauksdóttir opinberar fordóma sína og vanþekkingu: Maður bjóst ekki við öðru og þó.
Hvað kemur næst?
föstudagur, 14. júní 2013
Listasprang: Sinfó, leikhús og tónlist
Sinfonían í gærkvöldi. Enn einir úrvals tónleikar, Beethoven og Prókofíeff, einn besti stjórnandi sem hefur komið hingað og verið hérna, Osmo Vänskä, við erum svo heppin. Svo er það Harpan að heyra verk aftur eftir að hafa heyrt það í Háskólabíó. Að byrja aftur á tónlistarsögunni með annan hljóm í eyrum.
Ég fékk skrána fyrir næsta vetur inn um póstlúguna í gær, margt spennandi. En sumt sem ekki er, furðulegt að sleppa. Engir Verdi tónleikar, 200 ára árstíð hans líka, ekki bara Wagner, sérstaklega þegar maður veit að með góðum söngvurum og fínum forleikjum væri hægt að selja 3-4 tónleika. Engir Britten tónleikar, eitt merkasta tónskáld seinustu aldar, 100 ára árstíð, dagskrárnefndin eitthvað úti að aka?
Margir hafa furðað sig á Grímunni í ár, margt skrítið, Makkbeð leikrit ársins, en hvorki Björn né Margrét, Ragnar Braga hefði auðvitað átt að fá sérstaka viðurkenningu sem nýr leikstjóri, en hann frekar en Þorleifur Örn eða Andrews sem leikstjóri ársins...... hálfgerður brandari. Nei ég skil ekki alltaf leikhúsheiminn enda algjör amatör á flestum sviðum.
Svo er hátíðin hans Víkings Heiðars framundan, sem var frábær í fyrra. Leitt að ég verð ekki í bænum þessa dagana. Langtum skemmtilegri og frumlegri hátíð en Listahátíð. Látið ykkur ekki vanta.
Ég er einn af þeim sem er forvitinn fyrir nýjungum, svo ég setti Spotify inn hjá mér. Einstaklega skemmtilegur tónlistarvefur. Ótrúlega mikið af góðri tónlist. Margt nýtt að uppgötva heilmikið af góðum djass, hef mikið hlustað á Ron Carter og ýmis afsprengi hans, sérstaklega með Eric Dolphy. Svo hef ég uppgötvað íslenska hljómsveit sem ég hef að mestu leitt hjá mér. Hjaltalín, diskurinn sem kom út fyrir jól; Enter 4. Hann er eini orði sagt magnaður. Sorglegur, frumlegur og spennandi. Útsetningarnar, stundum einfaldar stundum skrautlegar og margbrotnar.
Freyja og Harpa
Ég fékk skrána fyrir næsta vetur inn um póstlúguna í gær, margt spennandi. En sumt sem ekki er, furðulegt að sleppa. Engir Verdi tónleikar, 200 ára árstíð hans líka, ekki bara Wagner, sérstaklega þegar maður veit að með góðum söngvurum og fínum forleikjum væri hægt að selja 3-4 tónleika. Engir Britten tónleikar, eitt merkasta tónskáld seinustu aldar, 100 ára árstíð, dagskrárnefndin eitthvað úti að aka?
Margir hafa furðað sig á Grímunni í ár, margt skrítið, Makkbeð leikrit ársins, en hvorki Björn né Margrét, Ragnar Braga hefði auðvitað átt að fá sérstaka viðurkenningu sem nýr leikstjóri, en hann frekar en Þorleifur Örn eða Andrews sem leikstjóri ársins...... hálfgerður brandari. Nei ég skil ekki alltaf leikhúsheiminn enda algjör amatör á flestum sviðum.
Svo er hátíðin hans Víkings Heiðars framundan, sem var frábær í fyrra. Leitt að ég verð ekki í bænum þessa dagana. Langtum skemmtilegri og frumlegri hátíð en Listahátíð. Látið ykkur ekki vanta.
Ég er einn af þeim sem er forvitinn fyrir nýjungum, svo ég setti Spotify inn hjá mér. Einstaklega skemmtilegur tónlistarvefur. Ótrúlega mikið af góðri tónlist. Margt nýtt að uppgötva heilmikið af góðum djass, hef mikið hlustað á Ron Carter og ýmis afsprengi hans, sérstaklega með Eric Dolphy. Svo hef ég uppgötvað íslenska hljómsveit sem ég hef að mestu leitt hjá mér. Hjaltalín, diskurinn sem kom út fyrir jól; Enter 4. Hann er eini orði sagt magnaður. Sorglegur, frumlegur og spennandi. Útsetningarnar, stundum einfaldar stundum skrautlegar og margbrotnar.
Freyja og Harpa
fimmtudagur, 13. júní 2013
Íhaldsstjórnin: Allt á sömu bókina lært!!!!
Nú hefur íhaldsstjórn tekið völd á Íslandi. Þá breytist margt fólk vill oft gleyma því þegar það kýs slíka stjórn yfir sig. Og eitt er kannski verra en áður, það er greinilegur flutningur Framsóknar yfir á hægri vænginn, þar sem hann skákar Sjálfstæðinu að mörgu leyti í hreinni afturhaldsstefnu. Það verða breytingar í velferðarmálum, utanríkis- og friðarmálum, í efnahags- og atvinnumálum. Við sjáum strax margt á fyrstu dögum þessarar stjórnar.
Nú er strax farið að tala um slæman viðskilnað fráfarandi stjórnar og það þurfi að skera niður. Enn vitum við ekki hvað en fjármálaráðherrann minntist á nýlega settan á tannlæknakostnað barna. Það verður margt annað sannið þið til!!! Og skattalækkanir hverjir fá þær????
Á sama tíma leggur sjávarútvegs- og atvinnumálaráðherra frumvarp um lækkun á veiðigjaldi þar sem milljarða afsláttur kemur til framkvæmda seinni hluta þessa árs og á næsta ári:
Gangi þessi áform frumvarpsins eftir má gera ráð fyrir að það muni fela í sér umtalsverða lækkun sérstaka veiðigjaldsins frá því sem reiknað var með á grundvelli nýlegra laga um veiðigjöld sem tóku gildi um mitt síðasta ár. Samkvæmt þeim lögum var gert ráð fyrir um 14 mia. kr. heildartekjum af veiðigjöldunum fiskveiðiárið 2013/2014 miðað við forsendur ríkisfjármálaáætlunar sem kynnt var sl. haust. Því er ljóst að verði frumvarp þetta að lögum mun það hafa töluverð áhrif til lækkunar á tekjuáætlun ríkissjóðs árin 2013 og 2014. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum fyrir aflaheimildir geti orðið á rekstrar- og greiðslugrunni fyrir þessi ár samkvæmt frumvarpinu borið saman við forsendur fjárlaga 2013 og ríkisfjármálaáætlunarinnar:
Verði frumvarpið óbreytt að lögum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum fyrir aflaheimildir verði 3,2 mia. kr. lægri á árinu 2013 frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum og að tekjurnar geti orðið 6,4 mia. kr. lægri á árinu 2014 en áætlað var. Hins vegar má gera ráð fyrir að tekjuskattsgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja í ríkissjóð muni aukast að einhverju marki þar sem veiðigjöld eru frádráttarbær rekstrarkostnaður. Á þessu stigi liggja ekki fyrir aðrar ráðstafanir til að vega upp á móti þessari lækkun á áformaðri tekjuöflun ríkissjóð. Því verður að gera ráð fyrir að staða ríkissjóðs muni versna sem nemur þessari umtalsverðu tekjulækkun frá því sem áformað var og að þar með verði til muna lengri leið að jöfnuði í heildarafkomunni en gert hafði verið ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun sem fylgdi með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013.
Athygli mín beinist að ábendingu athugsemda við frumvarpið um skuldastöðu sjávarútvegsfyrirtækja:
Á sama hátt er rétt að vekja athygli á því að sjávarútvegsfyrirtæki hafa greitt niður skuldir á síðustu árum. Á eftirfarandi yfirliti má sjá skuldir sjávarútvegsfyrirtækja 2008–2011 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands:
Ætli þessi minnkun á skuldum séu vegna greiðsla frá fyrirtækjunum eða niðurfellingu á skuldum frá bönkum? Ansi virðast þessi fyrirtæki vera mörg örlát að greið út arð til eigenda.
Nú er strax farið að tala um slæman viðskilnað fráfarandi stjórnar og það þurfi að skera niður. Enn vitum við ekki hvað en fjármálaráðherrann minntist á nýlega settan á tannlæknakostnað barna. Það verður margt annað sannið þið til!!! Og skattalækkanir hverjir fá þær????
Á sama tíma leggur sjávarútvegs- og atvinnumálaráðherra frumvarp um lækkun á veiðigjaldi þar sem milljarða afsláttur kemur til framkvæmda seinni hluta þessa árs og á næsta ári:
2013 | 2014 | ||||
mia. kr. | rg. | grgr. | rg. | grgr. | |
Ríkisfjármálaáætlun | 13,5 | 12,6 | 16,2 | 14,5 | |
Eftir breytingar | 10,3 | 11,7 | 9,8 | 9,8 | |
Munur | -3,2 | -0,9 | -6,4 | -4,7 |
Verði frumvarpið óbreytt að lögum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum fyrir aflaheimildir verði 3,2 mia. kr. lægri á árinu 2013 frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum og að tekjurnar geti orðið 6,4 mia. kr. lægri á árinu 2014 en áætlað var. Hins vegar má gera ráð fyrir að tekjuskattsgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja í ríkissjóð muni aukast að einhverju marki þar sem veiðigjöld eru frádráttarbær rekstrarkostnaður. Á þessu stigi liggja ekki fyrir aðrar ráðstafanir til að vega upp á móti þessari lækkun á áformaðri tekjuöflun ríkissjóð. Því verður að gera ráð fyrir að staða ríkissjóðs muni versna sem nemur þessari umtalsverðu tekjulækkun frá því sem áformað var og að þar með verði til muna lengri leið að jöfnuði í heildarafkomunni en gert hafði verið ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun sem fylgdi með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013.
Athygli mín beinist að ábendingu athugsemda við frumvarpið um skuldastöðu sjávarútvegsfyrirtækja:
Á sama hátt er rétt að vekja athygli á því að sjávarútvegsfyrirtæki hafa greitt niður skuldir á síðustu árum. Á eftirfarandi yfirliti má sjá skuldir sjávarútvegsfyrirtækja 2008–2011 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands:
Ár | Milljarðar kr. |
2008 | 523 |
2009 | 541 |
2010 | 473 |
2011 | 443 |
Ætli þessi minnkun á skuldum séu vegna greiðsla frá fyrirtækjunum eða niðurfellingu á skuldum frá bönkum? Ansi virðast þessi fyrirtæki vera mörg örlát að greið út arð til eigenda.
Utanríkisráðherra hættir sér út fyrir landsteinana og gefur út yfirlýsingu í Brüsssel auðvitað í hreiðri NATO :
Aukin áhersla verður lögð á verkefni Íslands innan Atlantshafsbandalagsins á komandi árum segir Gunnar Bragi Sveinsson, nýr utanríkisráðherra. Hann segir að ný ríkisstjórn verði viljugri þáttakandi í starfi bandalagsins en sú stjórn sem fyrir var.
Líklega þarf ekki að hugsa um fjármagn til þess!!!! Það greiða vígaherrarnir með glöðu geði!! Og það eru fleiri glannalegar yfirlýsingar:
„Það verður enginn vandræðagangur núna að geta sagt við NATO og við bandalagsþjóðirnar að við berum þarna skyldu sem við ætlum okkur að axla. Það hefur stundum verið vandræðagangur á því sem verður ekki núna,“ segir hann.
„Sú breyting þýðir ekki að við ætlum að fara að taka þátt í einhverju hernaðarbrölti heldur bara að við leggjum áherslu á það við okkar bandalagsþjóðir að við erum fullgildir meðlimir að NATO og munum sinna því eins vel og við getum á okkar forsendum,“ segir Gunnar Bragi.
1. Settur verði á fót sérfræðingahópur sem útfæri mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og geri tillögur þar að lútandi. Tillögur liggi fyrir í nóvember 2013.
Ábyrgð: Forsætisráðherra og ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna. 2. Gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána. Tillögur að mögulegum útfærslum liggi fyrir í nóvember 2013.
Ábyrgð: Forsætisráðherra.
3. Kannað verði hvernig gera megi eigendum yfirskuldsettra íbúða kleift að losna án gjaldþrots undan eftirstöðvum sem veðið sjálft stendur ekki undir. Um verði að ræða tímabundna aðgerð sem miði að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. Niðurstaða liggi fyrir í september 2013.
Ábyrgð: Innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra.
4. Skipuð verði verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Tillögur liggi fyrir í upphafi árs 2014.
Ábyrgð: Félags- og húsnæðismálaráðherra.
5. Lögfest verði flýtimeðferð dómsmála sem tengjast skuldavanda heimilanna og varða ágreining um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla eða vísitölu. Frumvarp lagt fram á sumarþingi 2013.
Ábyrgð: Innanríkisráðherra.
6. Settur verði á fót sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Tillögur og tímasett áætlun liggi fyrir í lok árs 2013.
Ábyrgð: Forsætisráðherra.
7. Kannað verði hvernig eignalausum einstaklingum verði gert kleift að greiða kostnað vegna gjaldþrotaskipta á búi sínu. Tillögur liggi fyrir í september 2013.
Ábyrgð: Félags- og húsnæðismálaráðherra og innanríkisráðherra.
8. Sérfræðingahópur meti möguleika á því að leggja gjald á fjármálafyrirtæki vegna umtalsverðra tafa á endurútreikningi lána. Tillögur liggi fyrir í ágúst 2013.
Ábyrgð: Fjármála- og efnahagsráðherra.
9. Stimpilgjöld af lánsskjölum verði endurskoðuð og stefnt að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa einstaklinga á húsnæði til eigin nota. Frumvarp verði lagt fram á haustþingi 2013.
Ábyrgð: Fjármála- og efnahagsráðherra.
10. Hagstofa Íslands fái skýrar heimildir til að afla upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja. Frumvarp verði lagt fram á sumarþingi 2013.
Ábyrgð: Forsætisráðherra.
Samræming og eftirfylgni vegna aðgerðanna verði í höndum sérstakrar ráðherranefndar um úrlausnir í skuldamálum heimilanna sem hafi yfirsýn yfir aðgerðirnar og tryggi samræmi á milli þeirra. Nefndin skoði einnig aðrar leiðir sem mögulegar eru til þess að ná sömu markmiðum og tryggja samráð við þá aðila sem málið varðar þannig að sem víðtækust sátt verði um útfærslu aðgerðanna.
Forsætisráðherra gefi Alþingi skýrslu um stöðu mála í upphafi haustþings 2013 og síðan aftur í upphafi vorþings 2014.
Ef menn vilja kynna sér frumvörpin þá er fínt að skoða Alþingi.is!!!
Líklega þarf ekki að hugsa um fjármagn til þess!!!! Það greiða vígaherrarnir með glöðu geði!! Og það eru fleiri glannalegar yfirlýsingar:
„Það verður enginn vandræðagangur núna að geta sagt við NATO og við bandalagsþjóðirnar að við berum þarna skyldu sem við ætlum okkur að axla. Það hefur stundum verið vandræðagangur á því sem verður ekki núna,“ segir hann.
„Sú breyting þýðir ekki að við ætlum að fara að taka þátt í einhverju hernaðarbrölti heldur bara að við leggjum áherslu á það við okkar bandalagsþjóðir að við erum fullgildir meðlimir að NATO og munum sinna því eins vel og við getum á okkar forsendum,“ segir Gunnar Bragi.
Er það furða að manni verði flökurt.
Menntamálaráðherrann setur fram fyrsta frumvarp sitt og auðvitað er það að færa heiminn nokkur skref til baka að taka aftur upp pólítíska stjórnun á RÚV:
Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á fyrirkomulagi tilnefninga í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. Samkvæmt núgildandi lögum skipar ráðherra fimm manns og jafnmarga til vara í sérstaka valnefnd til tveggja ára í senn, allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis tilnefnir þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara, Bandalag íslenskra listamanna tilnefnir einn fulltrúa og annan til vara og samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefnir einn fulltrúa og annan til vara. Hlutverk valnefndar er síðan að tilnefna fimm fulltrúa í stjórn félagsins og fimm til vara. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að í stað þess að stjórnarmenn séu tilnefndir af valnefndinni tilnefni Alþingi stjórnarmenn í hlutbundinni kosningu. Ekki eru hins vegar lagðar til breytingar á fjölda stjórnarmanna Ríkisútvarpsins ohf. og verða þeir áfram sjö talsins.
Verði frumvarpið óbreytt að lögum má gera ráð fyrir að lítils háttar rekstrarkostnaður geti sparast hjá félaginu með niðurlagningu valnefndarinnar. Hins vegar mun lögfesting frumvarpsins ekki hafa áhrif á framlög til fyrirtækisins úr A-hluta ríkissjóðs.
Verði frumvarpið óbreytt að lögum má gera ráð fyrir að lítils háttar rekstrarkostnaður geti sparast hjá félaginu með niðurlagningu valnefndarinnar. Hins vegar mun lögfesting frumvarpsins ekki hafa áhrif á framlög til fyrirtækisins úr A-hluta ríkissjóðs.
Loks nefni ég frumvarpið sem allir landsmenn hafa beðið eftir: Um skuldastöðu heimilanna og ennþá þrátt fyrir að þetta var aðalkosninga og sigurmál Framsóknarflokksins virðast þeir ekki tilbúnir með tillögur og það á að leggja í mikla vinnu að kanna þennan málaflokk sem þeir hefðu mátt segja sér fyrir kosningar í staðinn fyrir að vera með ódýr kosningaloforð um flýtigang og forgang þessara mála sem eru satta að segja ákaflega flókin.
Aðgerðaáætlun.
1. Settur verði á fót sérfræðingahópur sem útfæri mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og geri tillögur þar að lútandi. Tillögur liggi fyrir í nóvember 2013.
Ábyrgð: Forsætisráðherra og ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna. 2. Gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána. Tillögur að mögulegum útfærslum liggi fyrir í nóvember 2013.
Ábyrgð: Forsætisráðherra.
3. Kannað verði hvernig gera megi eigendum yfirskuldsettra íbúða kleift að losna án gjaldþrots undan eftirstöðvum sem veðið sjálft stendur ekki undir. Um verði að ræða tímabundna aðgerð sem miði að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. Niðurstaða liggi fyrir í september 2013.
Ábyrgð: Innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra.
4. Skipuð verði verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Tillögur liggi fyrir í upphafi árs 2014.
Ábyrgð: Félags- og húsnæðismálaráðherra.
5. Lögfest verði flýtimeðferð dómsmála sem tengjast skuldavanda heimilanna og varða ágreining um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla eða vísitölu. Frumvarp lagt fram á sumarþingi 2013.
Ábyrgð: Innanríkisráðherra.
6. Settur verði á fót sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Tillögur og tímasett áætlun liggi fyrir í lok árs 2013.
Ábyrgð: Forsætisráðherra.
7. Kannað verði hvernig eignalausum einstaklingum verði gert kleift að greiða kostnað vegna gjaldþrotaskipta á búi sínu. Tillögur liggi fyrir í september 2013.
Ábyrgð: Félags- og húsnæðismálaráðherra og innanríkisráðherra.
8. Sérfræðingahópur meti möguleika á því að leggja gjald á fjármálafyrirtæki vegna umtalsverðra tafa á endurútreikningi lána. Tillögur liggi fyrir í ágúst 2013.
Ábyrgð: Fjármála- og efnahagsráðherra.
9. Stimpilgjöld af lánsskjölum verði endurskoðuð og stefnt að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa einstaklinga á húsnæði til eigin nota. Frumvarp verði lagt fram á haustþingi 2013.
Ábyrgð: Fjármála- og efnahagsráðherra.
10. Hagstofa Íslands fái skýrar heimildir til að afla upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja. Frumvarp verði lagt fram á sumarþingi 2013.
Ábyrgð: Forsætisráðherra.
Samræming og eftirfylgni vegna aðgerðanna verði í höndum sérstakrar ráðherranefndar um úrlausnir í skuldamálum heimilanna sem hafi yfirsýn yfir aðgerðirnar og tryggi samræmi á milli þeirra. Nefndin skoði einnig aðrar leiðir sem mögulegar eru til þess að ná sömu markmiðum og tryggja samráð við þá aðila sem málið varðar þannig að sem víðtækust sátt verði um útfærslu aðgerðanna.
Forsætisráðherra gefi Alþingi skýrslu um stöðu mála í upphafi haustþings 2013 og síðan aftur í upphafi vorþings 2014.
Svo, lesendur góðir, við sjáum þessi fyrstu skref þessarar íhaldsstjórnar, ég hef ekki rætt um þjóðmenningar og þjóðernishugmyndir stjórnarinnar, geri það örugglega seinna!!!!
Ef menn vilja kynna sér frumvörpin þá er fínt að skoða Alþingi.is!!!
miðvikudagur, 12. júní 2013
Guðmundur Þóroddsson snýr aftur: Kommbakk ársins
Það er gaman að fá gamla kunningja fjölmiðlanna til baka, hver man ekki eftir manninum sem var alltaf að þvælast í bakgrunninum í OR húsinu á viðtölum við misvitra stjórnmálamenn á þeim dögum þegar OR var að fara norður og niður. Aðallega út frá hugmyndum umrædds Guðmundar með hjálp pólitíkusa sem létu draga sig á asnaeyrunum. Og nú er hann kominn til baka.
"Fyrir mér hljómar þetta allt sem pólitísk leikflétta í baráttu gegn fleiri álverum á Íslandi. Þetta lyktar allt af því að menn séu að reyna að drepa, eða seinka, Hverahlíðarvirkjun. Það er þáttur í baráttu gegn alþjóðafyrirtækjum á heimsvísu, sem mér þykir öll umhverfisumræða hér lituð af. Reynt er að stilla málum þannig upp að álver séu af hinu illa,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Geothermal og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR).
Og spurningin er hvort við eigum að trúa honum betur en hinum mjög svo virta vísindamanni Sveinbirni Björnssyni, fv. rektor HÍ. en hann segir á lítt áberandi stað í sama blaði:
"Fyrir mér hljómar þetta allt sem pólitísk leikflétta í baráttu gegn fleiri álverum á Íslandi. Þetta lyktar allt af því að menn séu að reyna að drepa, eða seinka, Hverahlíðarvirkjun. Það er þáttur í baráttu gegn alþjóðafyrirtækjum á heimsvísu, sem mér þykir öll umhverfisumræða hér lituð af. Reynt er að stilla málum þannig upp að álver séu af hinu illa,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Geothermal og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR).
Og spurningin er hvort við eigum að trúa honum betur en hinum mjög svo virta vísindamanni Sveinbirni Björnssyni, fv. rektor HÍ. en hann segir á lítt áberandi stað í sama blaði:
Jarðhiti nýtist varla í Helguvík
Orkumál
Endurhugsa þarf orkugjafa til álvers í Helguvík þar sem vandséð er að jarðvarmavirkjanir geti nýst því í náinni framtíð. Þetta segir Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, sem vann lengi hjá Orkustofnun.
Sveinbjörn segir að jarðvarmavirkjanir þurfi að byggja upp í áföngum. Óheppilegt hafi verið að byggja jafn stóra einingu og Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma.
"Það er alveg ljóst og hefur alltaf verið að jarðhitavirkjanir henta ekki til stórra áfanga í álverum. Það er eðlilegast að byggja þær
virkjanir upp á nokkuð mörgum árum. Stíga kannski skref á borð við 50 megavött í hvert sinn og þannig láta reynsluna skera úr um hversu stór stöðin getur orðið. Vatnsaflsvirkjanir eru annars eðlis, það er hægt að meta strax hve mikið afl þær gefa," sagði Sveinbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Sveinbjörn segir að kröfur áliðnaðarins séu nú hins vegar svo miklar að mjög erfitt gæti verið að afla nægrar orku sem gæti nýst Helguvík.
"Við eigum enga vatnsaflsvirkjun sem nær því afli, þess vegna verðum við að smala saman úr mörgum virkjunum. Það er hugsanlegt að það megi smala saman einhverjum vatnsaflsvirkjunum en á jarðhitavirkjanirnar er ekki að treysta nema að þeim sé gefinn tími
Endurhugsa þarf orkugjafa til álvers í Helguvík þar sem vandséð er að jarðvarmavirkjanir geti nýst því í náinni framtíð. Þetta segir Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, sem vann lengi hjá Orkustofnun.
Sveinbjörn segir að jarðvarmavirkjanir þurfi að byggja upp í áföngum. Óheppilegt hafi verið að byggja jafn stóra einingu og Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma.
"Það er alveg ljóst og hefur alltaf verið að jarðhitavirkjanir henta ekki til stórra áfanga í álverum. Það er eðlilegast að byggja þær
virkjanir upp á nokkuð mörgum árum. Stíga kannski skref á borð við 50 megavött í hvert sinn og þannig láta reynsluna skera úr um hversu stór stöðin getur orðið. Vatnsaflsvirkjanir eru annars eðlis, það er hægt að meta strax hve mikið afl þær gefa," sagði Sveinbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Sveinbjörn segir að kröfur áliðnaðarins séu nú hins vegar svo miklar að mjög erfitt gæti verið að afla nægrar orku sem gæti nýst Helguvík.
"Við eigum enga vatnsaflsvirkjun sem nær því afli, þess vegna verðum við að smala saman úr mörgum virkjunum. Það er hugsanlegt að það megi smala saman einhverjum vatnsaflsvirkjunum en á jarðhitavirkjanirnar er ekki að treysta nema að þeim sé gefinn tími
mánudagur, 10. júní 2013
Stefnuræðan sem ég horfði ekkert á
Margir horfðu á umræðuna um Stefnuræðuna á Fésbókinni hjá mér, sé ég , ég horfði frekar á glæpamynd með Cage og Cusac, sem eflaust hefðu verið ágætir sem Alþingismenn, Cage sem maður hugsjóna, alvarlegur og hugsi eins og Framsóknarmaður (maður trúir því aldrei að þeir hugsi), Cusac sem bragðarefur og kvikindi í stjórnrandstöðu, örugglega í Bjartri Framtíð, þeir eru alltof prúðir. Alþingismenn eiga ekki að vera prúðir, þeir eiga að vera ruddalegir og reiðir . Samt sá ég nokkra þingmenn í lokin. Óttarr P. var góður með íkornann og björninn svo og Petur Ustinov, enda seldi hann mér bækur árum saman, hann bæði les bækur og hlustar á tónlist.Fatastíll hans var elegant og chik, auðsjáanleg beint úr Rauða Krossinum, þar kaupi ég mín föt. Píratinn Helgi kom vel fyrir, ekki Jón Þór Ólafsson. Smekkfólk á sína eigin fulltrúa var ánægt með Katrínar og Árna P. og enginn skandalíseraði í stórum stíl. Persónutöfrar Vigdísar komu vel fram á fremsta bekk. Það vantaði eitthvert algjört hneyksli. Einhver að skilja í beinni eða koma úr skápnum.
Mér líst svo á að rétt hafi verið að setja niður kartöflur og grænmeti í ár. Vonandi verðu berjauppskeran góð í ár. Ég á von á heimaslátruðu með haustinu. Ef lækka á tekjur ríkis á ótal sviðum og ekkert koma í staðinn (undantekning Eygló Harðardóttir) þá getur ýmislegt farið að gerast hjá ellilífeyrisþegum og öryrkjum. Ég held að það nægi ekki að þjóðin fái góð loforð um skuldir og lækkun verðtryggingar . Það bætir ekki fjárhag ríkissjóðs fyrstu árin. Mér sýnist líka þessir áldvergar vinir xB og xD ekki eiga neitt í fjárfestingar um þessar mundir, þeir bera fátæktina á silfurbökkum og þá getur maður ekki fjárfest.
Svo er best að konan mín dragi fram Saumavélina til að þrengja fötin okkar. Svo er spurning um aukavinnu og strandveiði. Það er aldrei að vita hvað manni getur boðist. Mér sýndist að köttur minn Sergei Flóki yrði órólegur þegar ráðherrar töluðu, hann var sérstaklega óvær þegar landbúnaðarráðherra talaði um að flytja alla erlenda ketti úr landi.
Svo lesendur góðir þetta er ein besta Stefnuræða sem ég hef ekki heyrt. Þetta hvetur mann til frekari dáða að fylgjast með þessari merku stofnun sem við metum svo mikils.
Mér líst svo á að rétt hafi verið að setja niður kartöflur og grænmeti í ár. Vonandi verðu berjauppskeran góð í ár. Ég á von á heimaslátruðu með haustinu. Ef lækka á tekjur ríkis á ótal sviðum og ekkert koma í staðinn (undantekning Eygló Harðardóttir) þá getur ýmislegt farið að gerast hjá ellilífeyrisþegum og öryrkjum. Ég held að það nægi ekki að þjóðin fái góð loforð um skuldir og lækkun verðtryggingar . Það bætir ekki fjárhag ríkissjóðs fyrstu árin. Mér sýnist líka þessir áldvergar vinir xB og xD ekki eiga neitt í fjárfestingar um þessar mundir, þeir bera fátæktina á silfurbökkum og þá getur maður ekki fjárfest.
Það væri bóti í mál i ef Bjarni Ben réði Steingrím Jóhann eins og SJS réð Indriða hérna um árið. Þá væri mér rórra. Ég er svo viðkvæm sála.
Á bara að safna skuldum.
Eru þær ekki nógar fyrir.
Svo er best að konan mín dragi fram Saumavélina til að þrengja fötin okkar. Svo er spurning um aukavinnu og strandveiði. Það er aldrei að vita hvað manni getur boðist. Mér sýndist að köttur minn Sergei Flóki yrði órólegur þegar ráðherrar töluðu, hann var sérstaklega óvær þegar landbúnaðarráðherra talaði um að flytja alla erlenda ketti úr landi.
Svo lesendur góðir þetta er ein besta Stefnuræða sem ég hef ekki heyrt. Þetta hvetur mann til frekari dáða að fylgjast með þessari merku stofnun sem við metum svo mikils.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)