Það eru skrítnar heilaselluferðir utanríkisráðherra. Hann hefur aldrei hugsað sér að leggja ekki fyrir Alþingi tillögu um frestun á umsókn en þá er spurningin af hverju þurfti hann lögfræðiálit til að tjá sig um.
Þetta segir hann í dag:
Ég hef aldrei mótmælt því að þingið þurfi að taka endanlega ákvörðun. Það sem ég hef hins vegar sagt er að það megi lesa það út úr álitinu að þess þurfi ekki. Ég hef líka sagt að ég muni ekki eiga frumkvæði að því að leggja það til að svo verði gert. Við Bjarni erum algjörlega að tala í takt varðandi þetta mál.
Það að leysa upp samningahópa eða nefndir, þýðir ekki slit á aðildarviðræðum. Það hefur einnig komið fram í máli ESB. Tal um annað er í raun útúrsnúningur.
Gunnar Bragi hefur einnig látið hafa það eftir sér að til stæði að leysa upp samninganefnd Íslands.
Þetta sagði hann í seinustu viku:
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að taka til skoðunar að leysa upp samninganefnd Íslands í aðildarviðræðunum að Evrópusambandinu.
Hann kynnti á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun lögfræðiálit vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að gera hlé á viðræðunum. Í álitinu komi fram að þingsályktanir sem ekki byggjast á sérstakri lagaheilmild eða stjórnarskrá, bindi ekki stjórnvöld umfram það sem af þingræðisvenjunni leiðir. Ríkisstjórnin sé því ekki talin bundin af fyrri ályktun þingsins um að sækja um aðild að ESB. (RUV)
Hér er bréf ráðherra til utanríkismálanefndar:
http://www.mbl.is/media/77/6677.pdf
Það er sjaldgæft að ráðherra fái tiltal bæði frá formanni sínum, forsætisráðherra, og formanni meðflokks í stjórn. Ég held að það sé mjög einstakt, helst að eini samanburður sé Jón Bjarnason. Ráðherratíð Skagfirðingsins hugumstóra byrjar ekki vel. Eins og skáldið sagði sem skrifaði um bardaga við vindmyllur: Þeir sem leika við ketti geta fengið skrámu .....