Skorið niður til kvikmynda
segir stórum stöfum í mbl.is í dag. Það kvisast úr smátt og smátt amatöralegir tilburðir nefndarinnar frægu um sparnað ríkisins. Nú á Guðlaugur Þór leikinn eftir að þaggað var niður í Vigdísi Hauks.
Hann verður óðamála um eftirlitsiðnaðinn sem hefur blásið út í tíð seinustu ríkisstjórnar.
„Að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðarins er röng forgangsröðun. Forgangsröðunin hjá ríkinu var galin í tíð fyrri ríkisstjórnar.“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og varaformaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar.Nú á er kvikmyndaiðnaðurinn aftur undir hnífnum:
segir mbl.is, auðvitað á að herða hálstökin aftur á kvikmyndafólkinu. Eftir að stutt er síðan féð var aftur aukið til þeirra. og hann bætir um betur:
„Ég efast ekki um að ríkisstjórnin fari yfir þessi útgjöld eins og önnur með gagnrýnum hætti. Fjárfestingaáætlunin bar þess merki að það var skammt til kosninga og því miður eigum við ekki fyrir þessum útgjöldum, heldur eru þau tekin að láni með ærnum tilkostnaði. Það þarf ekki aðeins að líta til fjárfestinga heldur líka rekstrarkostnaðar,“ segir Guðlaugur Þór sem gagnrýnir m.a. áform um að ríkið leggi til samtals um 3,6 milljarða króna vegna náttúruminjasafns í Perlunni á næstu 15 árum.
Líklega hefur hann gleymt að ferðamannaiðnaður skilar milljörðum á hverju ári. Og ferðamenn þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni og borga inn á. Náttúruminjasafn á eftir að gera Perluna að fastastað túristanna, umhverfisperlu Reykjavíkur og landsins.
Og Vigdís Hauks verður líka að eiga smá innlegg: „Ég get staðfest að við erum að skoða fjárfestingaáætlunina. Við erum að skoða alla póstana. Þetta er jafnframt til skoðunar í fjármálaráðuneytinu. Það liggur allt undir.“
Kvikmyndamenn eru furðu lostnir, Friðrik Þór á orðið:
"Að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna“
„Síðasta ríkistjórn skar kvikmyndasjóð heiftarlega niður - en eftir að fjármagnið var aftur aukið hefur orðið 238 prósent veltuaukning í kvikmyndaframleiðslu – þá eru myndbönd og sjónvarpsefni tekin með. Fjölgun ársverka voru tæplega sex hundruð,“ segir Friðrik, jafnframt.
segir Friðrik Þór Friðriksson;
„Þetta getur hver maður séð - þetta eru heimildir frá Hagstofu,“ bætir hann við.
„Síðan er erlend fjárfesting í kvikmyndaverkum langt yfir milljarði þannig að tekjur ríkisins – af hækkuninni – verður reiknaður upp á 1,2 milljarða rúmlega,“ segir Friðrik.
Og auðvitað hefur Guðlaugur Þór ekkert frétt af þessu: „Ég kem algjörlega af fjöllum“ segir Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem á sæti í hagræðingarhóp ríkisstjórnarinnar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum um frétt Morgunblaðsins um að 40 prósent niðurskurður til Kvikmyndasjóðs Íslands sé til skoðunar.
Já, lesendur góður, amatörarnir ráða ríkjum, þeir koma bara af fjöllum þar sem þeir vilja auðvitað að eftirlitsiðnaður og listageirinn sé skorinn við trog. Hinn frjálsi fjármálaiðnaður á auðvitað að hafa frítt spil. Við höfum svo góða reynslu af því.