Auðvitað horfi ég á Heimsmeistara og Evrópukeppnir í fótbolta og handbolta. Ég æfði þessar greinar sem barn og unglingur. Svo einstaka landsleiki. Eins og handboltaleikinn í gær. Hann var sorglegur. Einhvern veginn vissi ég um leið og Bosníumaður hirti boltann í fyrstu sókn Íslendinga að þetta yrði raunadagur. Slík varð raunin. Það var eins og við kæmum í leikinn og værum búin að vinna hann fyrirfram. Allt of mikið af feilsendingum, miður góðri vörn. Því fór sem fór.
Það hafa verið skemmtilegir leikir á fyrstu stigum keppninnar, Brasilía- Króatía, Holland- Spánn, Ítalía-England. Sem boðar vel og í dag er Þýskaland og Portúgal. Óvænt úrslit. Sigurmark Sviss gegn Ekvador, sigur Costaríka gegn Uruguay.
Það er blautt úti og regn, svo það er gott að halla sér afturábak í stól og horf á leik. Og 17. júní á morgun. Við fáum eitthvað spaklegt frá valdamönnum eða þannig.
Þessi frétt úr mbl.is, 37 kílómetra hraði hjá Robben !!!!!
Hollenski snillingurinn Arjen Robben var heldur betur léttur á fæti í 5:1 sigri Hollendinga á Spánverjum á föstudag. Hann skoraði tvö mörk, þar af eitt eftir glæsilegan sprett sem innsiglaði sigurinn.
Spretturinn sá er raunar sá hraðasti sem FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur nokkru sinni mælt hjá leikmanni. Robben var mældur á 37 kílómetra hraða þegar hann stakk Sergio Ramos, varnarmann spænska liðsins, af en hann var mældur á 30,6 kílómetra hraða. Það þýðir að Robben hefur verið nokkuð yfir hámarkshraða í mörgum íbúagötum hér á landi!
Hollendingar eru efstir í B-riðli með þrjú stig líkt og Síle en hafa betri markatölu.