þriðjudagur, 18. nóvember 2014

Ritstjóri fer á taugum og fleiri sögur

Mesti áhrifamaður landsins sem hætti að vera áhrifamaður og er bara vellaunaður ritstjóri sem sjittar á allt sem hreyfist í kringum hann. Þið vitið um hvern ég skrifa.  Hann sem gaf milljarðana okkar og finnst það vera hlutverk sitt að halda því áfram.


Nú eru það mótmæli vikulega þar sem fólk vogar sér að benda á allt það sem miður fer undir ríkisstjórn sótblás Íhalds.  Einn aðaltalsmaður fólksins í landinu, Illugi Jökuls, fær að heyra það. Hótanir um atvinnumissi.
Auðvitað má ekki benda á allt það sem nýfrjálshyggju ríkisstjórnin lætur drabbast, meðan ráðherrabílar  eru keyptir og spillingin dansar á herðum okkar.  Þeir sem hafa milljarða í tekjur þurfa að fá meira.  Það er ekki þeirra að taka þátt í uppbyggingu eftir Hrun.

Heilbrigðiskerfi
Skattamál
Mannréttindi
Rasismi
Velferð
Friðarmál
Meira að segja heyrnalausir og sjónlausir eru fórnarlömb íhaldsins.

Þriðji mánudagsfundurinn var léttur og skemmtilegur, fólk sökkvir sér ekki í botnlaust þunglyndi þótt margt sé erfitt.  Góðar og fyndnar málsgreinar þjóta um Austurvöll. Réttlætismál með húmor eru í fyrirrúmi.  En afstaða eru auðvitað tekin með þeim sem minna mega sín.  Það var skrítið að hlusta á menntamálaráðherra svara fyrir sig í Kastljósi.  Það fer lítið fyrir mannúð gagnvart hjálparlausu fólki.

Þar hefur krónan Meira gildi en manneskjan. Það er leiðinlegt að segja þetta. En svona hljómar þetta í okkar eyrum. Það er ekki hægt í okkar samfélagi að neita bjargar lausum um aðstoð túlka. Mikið sýndu stúlkurnar tvær fram á óréttlæti stjórnmála stefnu ríkisstjórnarinnar. Mikið mega margir skammast sín í kvöld.

mánudagur, 17. nóvember 2014

Veikindi: 800.000 á tæpu ári

Sjúklingur með banvænan sjúkdóm þarf að borga 800.000 í sjúkra og ferðakostnað á tæpu ári. 

Er þetta allt í lagi?  Á bara að lesa um þetta í fréttamiðli. Svo er allt eins og áður?

Fær enginn starfsmaður í Ráðuneytinu fyrirmæli frá ráðherranum að skoða þetta mál og önnur hliðstæð?   Viljum við hafa þetta svona? 

Væri ekki ástæða fyrir alþingismenn að skoða þetta mál í kjölinn og koma með ráðstafanir? Ég man að núverandi Heilbrigðisráðherra fékk fyrirspurn eftir frétt í DV.á Alþingi í fyrra og það var eins og hann kæmi af fjöllum. 

Hvað er hægt að gera?  Að stofna sjóð fyrir sjúklinga í þessari stöðu innan Sjúkratrygginga, með sérstakri fjárveitingu? Hafa tilgreindan hóp gjaldfrían?  

Hvað ætli séu margir sem þurfa á aðstoð vegna ofurkostnaðar? Sjúklingar sem geta ekki verið í vinnu, missa jafnvel vinnuna, fjölskyldur sem verða bjargarlausar, allt lífið umhverfist, ekki bara sjúkdómurinn heldur allt annað, húsnæðismál, neysla fjölskyldunnar og tómstundir.  Einhver rannsókn.

Hvað hefur velferðarnefnd gert í málinu, Sigríður Ingibjörg formaður ?????











sunnudagur, 16. nóvember 2014

Verkföll: Með betlistaf í hendi

og verkföllin vaka og sofa yfir okkur ekkert gerist,  ráðamenn hugsa strategíur og ætla að vinna, enginn er maður með mönnum ef hann vinnur ekki, nýtur ekki sigursins .....

af hverju bendir menntamálaráðherra ekki sveitarfélögum að rækja sína skyldu að starfrækja tónlistarskóla, þar sem virkt starf fer fram?

við viljum hafa okkar óperu sinfoníur tónlistarfólk skemmtikrafta, við viljum njóta ......

við viljum hafa ánægða nemendur, við viljum að foreldrar séu ánægðir með börnin sín og viti hvar þau eru meðan þeir eru í vinnu

við verðum að gera grein fyrir því að við hvert svona verkfall, missum við nokkra tugi nemenda sem leita frekar annað í vinnu eftir nám, koma aldrei heim,  við missum hundruðir sem hætta í tónlistarnámi. Við missum nokkra færa og vel menntaða kennara.

Ég fór í Hörpu í gærkvöld á Don Carlo í Óperunni okkar. Það þarf meira en smá að koma svona sýningu upp.  Ótrúlega stór hópur af menntuðu fólki, tónlistar, myndlistar, ljóslistar, handiðnar. Þetta fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er.

Ég sat bergnuminn, söngur og leikur Kristins, Helgu Rósar, Odds, Hönnu Dóru, Jóhanns Friðgeirs, og svo framvegis.  Aría Filippusar eftir hlé, syngur enn í Hausnum á mér. Þessi vinna þessa listafólks fæst með áratugavinnu og puði.  Við megum þakka fyrir hversu margt fólk leggur á sig vanþakklátt starf.  En þarf enn að ganga með betlistaf fyrir stjórnmálamenn.

Síðan koma þessir sömu þegar á þarf að halda skemmtikröftum, útihátíðum, flokksuppákomum og svo framvegis.  

Sama á við lækna, hversu margir fá nóg? Framhaldsskólakennarar, vanþakklætið drýpur af valdamönnum.  Við erum ekki ein, við erum fólk sem fáum vinnu og landvistarleyfi. Svo eftir sitja gamalmenni eins og ég meðan aðrir hugsa sér til hreyfings.   


 


laugardagur, 15. nóvember 2014

Hirðfífl Framsóknar: Guðni Ágústsson

Á erfiðum tímum er gott að geta glott út í annað eða hlegið. 
Fyrr á tímum höfðu konungar og heldri menn hirðfífl sem skemmti fólki, stundum meðheimsku, stundum með visku. 
Oft voru fíflin notuð til að breiða yfir illsku og mannvonsku húsbænda þeirra. Þeir voru notaði til að skipta um umræðuefni.  Svo er enn.  Við þekkjum slíkar verur, Hannes Hólmsteinn kemur upp í hugann, sýnandi kúnstir sínar í návist Meistara síns. 

Svo er það Guðni Ágústsson, hirðfífl framsóknar.  Hann skrifar heila bók um Hallgerði, honum hefði verið nær að kryfja Framsóknarmaddömuna, sálarlíf hennar er nú ansi mikið flóknara en Hallgerðar.
Guðni og Þorgerður Katrín voru á Bylgjunni í gærmorgun (föstudag). Og þar voru mörg gullkorn frá GÁ:

"Guðni tók fram að hann væri gamall herstöðvarandstæðingur og harmaði hvernig Bandaríkjamenn fóru með Íslendinga er þeir lokuðu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli."

Hann styður þá forseta Pútín og Ólaf Ragnar, Pútín er sjálfstæðismaður en ekki kommúnisti.   

Þetta eru öfugmæli, sem  eru samboðin eðalfífli, þessi alvarlegi og djúphuguli karl, sem lætur svo út úr sér þetta bull.  

Mörg eru klassísk, orðin sem hann hefur lætt út úr sér, og munu lifa.  

Staða konunnar bak við eldavélina.

 Það eru mannréttindi að hafa sauðfé.

og þetta er dásamlegt:

 "minn tími kemur daglega" - 

Ég vona að Hallgerður sleppi ósködduð frá Guðna. 

fimmtudagur, 13. nóvember 2014

Innanríkisráðherra: Tíminn er harður húsbóndi


Hræddir valdamenn, óttinn lamar skynsemina. Ráðherrann með óttablik í augum og roða á kinnum.

Nú eru starfsmenn innanríkisráðuneytis með munnkefli.  Bannað að tala við fjölmiðlamenn. Þangað
til fjölmiðlafulltrúinn kemur úr fríi. Fríi á þessum tíma !!!!  Við sjáum þá ganga um götur og hengja höfuðin í múlpokana sína!!!

Teitur Atlason kemst vel að kjarnanum í bloggi. Það er gott að reyna að stöðva umræðuna með dómi. Það er svo mörgum spurningum ósvarað.  Hvað gerðist í höfðum ráðherra og aðstoðarmanna á þessum degi? Auðvitað átti að sýna flóttamanninn Omos berskjaldaðan og nakinn!!!   Allt skal gert til að þagga niðri í honum. Framleiddur er banvænn texti.  Sem afhjúpast ári seinna. En hver er það sem drekkur göróttan drykkinn?

-i
.
Þá gekk hirðfíflið fram, það fylgdi hinum háæruverðuga manna jafnvel á ferðum hans - biður leyfis, að fá að mæla nokkur orð.  - Tala þú ! sagði trúvilludómstjórinn.  - Látið munnkefli upp í hann! Svo hljóðaði ráð fíflsins.  Óp hans draga úr sársaukanum, en sársaukinn tvöfaldast ef komið er í veg fyrir ópin. 

Það er fíflslegt ráð! sagi trúvilludómstjórinn.  - Hvernig getur hann játað villu vegar síns og afneitað rangri trú, ef við troðum munn hans fullan?  -Þögn er sama og samþykki!  Þú spaka fífl! Þú djúpvitri rænuleysingi, hrópar trúvilludómstjórinn af fögnuði!!!

 En munum það, alþýðuskáldin segja oft satt, tíminn nartar í hælana á okkur, þótt við reynum að flýja;   

"Time Waits For No One"

Yes, star crossed in pleasure the stream flows on by
Yes, as we're sated in leisure, we watch it fly
And time waits for no one, and it won't wait for me
And time waits for no one, and it won't wait for me
Time can tear down a building or destroy a woman's face
Hours are like diamonds, don't let them waste
Time waits for no one, no favours has he
Time waits for no one, and he won't wait for me
Men, they build towers to their passing yes, to their fame everlasting
Here he comes chopping and reaping, hear him laugh at their cheating

And time waits for no man, and it won't wait for me
Yes, time waits for no one, and it won't wait for me
Drink in your summer, gather your corn
The dreams of the night time will vanish by dawn
And time waits for no one, and it won't wait for me
And time waits for no one, and it won't wait for me
No no no, not for me... 

Allir starfsmenn í upplýsingabanni

Skýr fyrirmæli í innanríkisráðuneytinu
Mynd: Skjáskot af vef RÚV
Allir starfsmenn innanríkisráðuneytisins eru í upplýsingabanni. Innanríkisráðuneytið hefur bannað starfsmönnum sínum að ræða við fjölmiðla meðan upplýsingafulltrúi ráðuneytisins er í fríi. Eftir því sem DV kemst næst er um nýbreytni að ræða.
Ráðuneytið hefur gefið út ný fyrirmæli um fréttamenn fái ekki beinan aðgang að starfsmönnum fyrr en upplýsingingafulltrúi ráðuneytisins kemur úr fríi á þriðjudag. RÚV greinir frá þessu.
Þar kemur fram að fréttamaður hafi hringt í ráðuneytið í morgun og beðið um samband við einn starfsmann ráðuneytisins. Þau svör fengust að senda þyrfti tölvupóst á netfangið postur@irr.is. Þetta væru ný fyrirmæli sem væri búið að gefa. Þrátt fyrir að fréttamaður hafi gert alvarlegar athugasemdir við þetta voru skilboðin skýr: Fréttamenn mættu ekki hafa beinan aðgang að starfsmönnum.


 

 

 

 

 

miðvikudagur, 12. nóvember 2014

Glaðir ráðherrar, kjósendur í vafa????

Forsætisráðherrann er glaður, aldrei upplifað annað eins. Hann er svo glaður. 

Við sem höfum haft einhvern varnagla eigum auðvitað að skammast okkar. Ég veit nú ekki alveg fyrir hvað.  Að vilja halda uppi umræðu um flókið mál er ekkert að skammast fyrir það.  Ég hef sveiflast í þessu máli. Það er ekkert til að skammast sín fyrir.

Að dreifa hundrað milljörðum eða þrjú hundruð er ekki einhver leikur. Það getur verið spurning um hrun ríkis eða lífskjör þjóðarinnar í áratug. Við getum ekki haft sæmileg velferðar og heilbrigðiskerfi. Kosningaloforð eins flokks er ofar þjóðarhag.  

Innanríkisráðherra er glaður, hefur fullt traust þingflokks síns.  Formaður flokksins hikar ekki, ráðherrann á að sitja áfram. En um leið er hún miður sín, vonandi meinar hún það, en því miður eru ansi margir efins. Hún gekk ansi langt í málflutningi sínum og þrýstingur hennar á yfirvöld og blaðamenn var út í hött.  Mitt mat er að hún eigi að hætta.  Strax í dag.

_______________________________________

Svo er annað mál, hvernig á almenningur að geta tekið afstöðu í svona stórum málum.  Það er ekki auðvelt að álykta og ákveða sig.  Ein vinkona mín fékk milljón og þakkaði ríkisstjórninni.  Hún hefði frekar átt  að þakka þjóðinni.  Það verðum við, ég og þú sem borgum þetta, hún líka.   Enn eru engar blikur um það að aðrir borgi þetta en við.  Svo við frestum uppbyggingu heilbrigðiskerfisins sem er að koðna niður, við frestum framkvæmdum á vegakerfi, við hækkum ekki laun hópa sem sem eru í verkföllum eða eru að fara í verkfall.

Það eru nýir fjölmiðlar sem gegna lykilhlutverki á netinu, Kjarninn, Kvennablaðið, Blogggáttin, Skoðun, til að nefna nokkur.  Einn gamall, DV.  Og bloggarar hafa áður óþekkt áhrif, Stjórnmálamenn kveinka sér undan spurningum fréttamanna.

En það eru margir fullir efa, fjárlög framundan, nýtt ár, mörg vandamál.  Stóri heimurinn er í kreppu, styrjaldir, fjármálaheimurinn titrar og framundan gróðurhúsaáhrif og bráðnun jökla, flóð og þurrkar. Og ráðherrar er glaðir og miður sín? 

 

 

 

þriðjudagur, 11. nóvember 2014

Skuldaleiðréttingin. Hið raunverulega og það óásættanlega

Nú er byrjuð umræðan um það sem raunverulega var lofað eða ekki. Það sem var óásættanlegt eða ekki. 

Fátt kemur á óvart í yfirlýsingum frá því í dag.  Upphæðin greidd af skattfé almennings. 20
milljarðar sem allt í einu dúkkuðu upp. Sem lenda þarna í staðinn fyrir uppbyggingu heilbrigðis og skólakerfis. Ekkert sótt í vasa "óvinanna". 

Almennar aðgerðir til að leiðrétta óréttlætið. Stórir hópar sem verða útundan búa líklega ekki við óréttlæti. 

Framsóknarflokkurinn hoppar upp í loft með formanninn í farabroddi,  300, 250 milljarðar sem breyttust í 100 -120 milljarða. En gerðu þeir ekki það sem þeir gátu?  En það gleymist að hærri upphæð var notuð af seinustu ríkisstjórninni í ýmsar aðgerðir(sjá Kjarninn í gær, mánudag). 

Gagnrýni og eðlilegar spurningar fréttamanns verða alltaf árásir og útúrsnúningur.  Forsætisráðherrann sem er svo ískyggilega líkur Mondradt, stjórnmálamanninum í 1864. Vonandi verða hlutskipti þeirra ekki eins......

Hlustið á viðtalið við Friðrik Má hagfræðing í Speglinum í gær.  

En það eru of margar spurningar eftir.  Hvað fær Sjálfstæðisflokkurinn í staðinn?  Eða er hann búinn að bugta sig fyrir Framsókn.  Eitthvað fá þeir í staðinn grunar mig.  Eitthvað óhugnanlegt.  Ekki uppbyggingu velferðarkerfis.  

Eða hvað heldur þú lesandi góður.