Þjóðin fagnar þegar Davíð kemur til dyranna. Með kaffifantinn í hendinni. Eða er þetta hann? Það er skrítið að fyrrverandi Seðlabankastjóri skuli þurfa að svara ákalli þjóðarinnar nafnlaust. Og ráðast á samstarfsmann sinn til áratuga og neita að taka ábyrgð á sínum eigin gjörðum. Það var ríkisstjórnin hrópar hann út í ofsaveðrið. Hann veifar bláu hendinni og
flokksfélagarnir fagna. Veifa fána nýfrjálshyggjunnar þegar hún er búin að rústa þjóðarbúinu. Og öll umræðan fer á hærra plan!
Þegar Alþingi leitaði eftir samtalinu fræga þá kom svar sem er nú ansi holtaþokulegt frá Seðlabankanum 2013:
„að ræða aðgerð af hálfu Seðlabankans, sem hvorki nú né þegar atvik
gerðust, er háð samráði við ráðherra, þó svo að slíkt geti í
einhverjum tilvikum talist eðlilegt að sé gert.“
Það er nú hægt að túlka þetta á ýmsa vegu. En samt býr að baki að ábyrgðin og ábyrgðin ein er Seðlabankans. Og ef Seðlabankinn hefur farið eftir skipun ríkisstjórnarinnar, þá er spurningin hvort ekki eigi að höfða málsókn og skaðabótamál gegn bankastjórunum þremur.
Orðspor fyrrum forsætisráðherra verður alltaf dapurlegra með hverju árinu sem líður. Það breytist svo sem ekkert með yfirlýsingu Davíðs (ekki Davíð?). Og hver er nú þessi Davíð?
„Þetta samtal, það er búið að vera að magna það upp. Ómerkilegir
stjórnmálamenn sem hafa verið að reyna að gera það að einhverju
aðalatriði. Þetta samtal var tekið upp, reyndar ekki með minni vitund.
Ég vil ekki birta það því ég tel að það eigi ekki að hlera eða taka upp
samtöl við
forsætisráðherrann við svona aðstæður. Þá geta menn bara
komið seinna og reynt að koma á menn höggi vegna þess,“ sagði Geir H.
Haarde í þættinum aðspurður um hljóðupptökuna.
Já, lesendur góðir, ómerkilegir stjórnmálamenn. Það er gaman að virða fyrir sér framgöngu merkilegra stjórnmálamanna. Það lyftir andanum.
sunnudagur, 22. febrúar 2015
fimmtudagur, 19. febrúar 2015
Styrmir Gunnarsson: Óbragð í munninum
Ein furðulegasta bók seinni ára er bók Styrmis Gunnarssonar. Eiginlega ætlaði ég ekki að lesa þessa bók, en hún blasti við mér á bókasafninu og ég stóðst ekki freistinguna.
Bókin er sögð fjalla um Kaldastríðið og Vináttu sem nær út yfir stjórnmálaerjur. Í köldu stríði Vinátta og barátta á átakatímum. Vináttu áhrifafólks frá barnaskóla til gamals aldurs.Fólks sem varð ráðherrar, þingmenn, áhrifamenn á listasviði, útgáfu. Bekkurinn hans Skeggja, kennarans sem birtist allt í einu í öðru ljósi fyrir rúmu ári, barnaníðingurinn sem réðst á
minnimáttar í bekkjum að sögn, en ekki í bók Styrmis. Hann er að fjalla um annað. Sjálfan sig, maður með silfurtungu, sem kemst áfram þrátt fyrir fjölskyldu með vafasama fortíð (nazistar) og tengist inn í aðra með vafasama nútíð (róttæklingar).
Þessi lýsing á samskiptum þessara vina verður aldrei sérlega djúp. Sumt svolítið vandræðalegt eins og skot Styrmis í Bryndísi Schram sem kemur fyrir oft í bókinni. En einhvern veginn speglar þessi hópur eitthvað sjúklegt. Sérstaklega eftir að lesa réttlætingu Styrmis á hlutverki sínu sem njósnara og milligöngumanns uppljóstrara í Sósíalistafélagi Reykjavíkur, Æskulýðsfylkingunni og seinna Alþýðubandalaginu. Þetta er ansi ótrúlegt hugsa ég fyrir marga að sjá fyrir sér Styrmi keyrandi á leynilega staði með seðlabúnt í vasanum að hitta fyrir sér mann sem er orðinn afhuga sósíalistum á Íslandi en heldur áfram að starfa og mæta á fundi ár eftir ár. Eitthvað er þetta ótrúverðugt, ég hef grun um að höfundur hafi fært þetta í stílinn til að fela hin raunverulega heimildamann sinn. Ef þetta er eins og hann lýsir væri trúlega hægt að finna hann út frá frásögn um stjórnmálanámskeið á bls. 121. Þetta er ansi John Le Carré líkt. Og réttlætingin um þetta tímabil sem stríð þar sem Styrmir er fótgönguliði að eigin sögn, þar sem tilgangurinn helgar meðalið, að hálfnjósna um vini sína og kunningja. En um leið og bjóða þeim á hina helgu skrifstofu og aðstöðu Morgunblaðsins í mat, líklega á kostnað blaðsins, sitja með þeim að sumbli næturlangt, og hafa bara einu sinni samviskubit, skilur eftir óbragð í hálsinum á mér.
Það sem gerir þó þessa bók ansi áhugaverða fyrir mig eru skýrslurnar um fundi sósíalista á þessum tíma. Ég var unglingur á þessum tíma, með áhuga á pólitík, og heyrði oft af þessum fundum hjá kunningjum mínum og vinum á þeim árum. Þarna var hafin þessi barátta harðlínusósíalista og þeirra sem vildu stóran vinstriflokk þar sem fólk sameinaðist um ákveðin málefni til að ná meiri áhrifum í íslensku samfélagi. Fjallað er um SÍA skýrslurnar, samskipti við Hannibal og hans lið. Um það hvernig Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason missa hugmyndalegt forystuhlutverk sitt smám saman. Þjóðernissinnar og praktískir athafnamenn taka völdin. Harðlína einkennir smám saman aðeins Æskulýðsfylkinguna og sérvitringa í SR. Margt kannast ég við frá 9. áratugnum þegar ég var virkur í Alþýðubandalaginu og Herstöðvaandstæðingum. Heift og skítkast. Sem flæmdi með tímanum marga frá vinstri stjórnmálum.
Í köldu stríði skilur eftir sig skrítna tilfinningu, það eru engin stórtíðindi í henni, upplýsingar hafa áður komið fram um eftirlit og njósnir um vinstri menn af hálfu yfirvalda, hér á landi og annarstaðar. Þarna er sagt frá einu eða nokkrum dæmum um net Eyjólfs Konráðs, sem virðist hafa verið nokkurs konar könguló Bandaríkjamanna sem spann vef til að ná frekari
upplýsingum en lögregla og nokkurs konar leyniþjónusta gerði. Þar sem komið var í veg fyrir frekari þekkingu með því að brenna gögn fyrir nokkrum áratugum á ólöglegan hátt. En stóra spurningin er um manninn sem skrifaði bókina. Hann virkar á mig ansi óhugnanlegur. Eflaust sjarmerandi maður sem á gott með að umgangast fólk, ég hef aldrei hitt hann, hefur kunnað að nýta sér veikleika annarra, í mínum augum ansi siðblindur. Aðrir hafa eflaust aðra skoðun á því.
Myndir: Höfundur Kalt stríð I,II
Bókin er sögð fjalla um Kaldastríðið og Vináttu sem nær út yfir stjórnmálaerjur. Í köldu stríði Vinátta og barátta á átakatímum. Vináttu áhrifafólks frá barnaskóla til gamals aldurs.Fólks sem varð ráðherrar, þingmenn, áhrifamenn á listasviði, útgáfu. Bekkurinn hans Skeggja, kennarans sem birtist allt í einu í öðru ljósi fyrir rúmu ári, barnaníðingurinn sem réðst á
minnimáttar í bekkjum að sögn, en ekki í bók Styrmis. Hann er að fjalla um annað. Sjálfan sig, maður með silfurtungu, sem kemst áfram þrátt fyrir fjölskyldu með vafasama fortíð (nazistar) og tengist inn í aðra með vafasama nútíð (róttæklingar).
Þessi lýsing á samskiptum þessara vina verður aldrei sérlega djúp. Sumt svolítið vandræðalegt eins og skot Styrmis í Bryndísi Schram sem kemur fyrir oft í bókinni. En einhvern veginn speglar þessi hópur eitthvað sjúklegt. Sérstaklega eftir að lesa réttlætingu Styrmis á hlutverki sínu sem njósnara og milligöngumanns uppljóstrara í Sósíalistafélagi Reykjavíkur, Æskulýðsfylkingunni og seinna Alþýðubandalaginu. Þetta er ansi ótrúlegt hugsa ég fyrir marga að sjá fyrir sér Styrmi keyrandi á leynilega staði með seðlabúnt í vasanum að hitta fyrir sér mann sem er orðinn afhuga sósíalistum á Íslandi en heldur áfram að starfa og mæta á fundi ár eftir ár. Eitthvað er þetta ótrúverðugt, ég hef grun um að höfundur hafi fært þetta í stílinn til að fela hin raunverulega heimildamann sinn. Ef þetta er eins og hann lýsir væri trúlega hægt að finna hann út frá frásögn um stjórnmálanámskeið á bls. 121. Þetta er ansi John Le Carré líkt. Og réttlætingin um þetta tímabil sem stríð þar sem Styrmir er fótgönguliði að eigin sögn, þar sem tilgangurinn helgar meðalið, að hálfnjósna um vini sína og kunningja. En um leið og bjóða þeim á hina helgu skrifstofu og aðstöðu Morgunblaðsins í mat, líklega á kostnað blaðsins, sitja með þeim að sumbli næturlangt, og hafa bara einu sinni samviskubit, skilur eftir óbragð í hálsinum á mér.
Það sem gerir þó þessa bók ansi áhugaverða fyrir mig eru skýrslurnar um fundi sósíalista á þessum tíma. Ég var unglingur á þessum tíma, með áhuga á pólitík, og heyrði oft af þessum fundum hjá kunningjum mínum og vinum á þeim árum. Þarna var hafin þessi barátta harðlínusósíalista og þeirra sem vildu stóran vinstriflokk þar sem fólk sameinaðist um ákveðin málefni til að ná meiri áhrifum í íslensku samfélagi. Fjallað er um SÍA skýrslurnar, samskipti við Hannibal og hans lið. Um það hvernig Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason missa hugmyndalegt forystuhlutverk sitt smám saman. Þjóðernissinnar og praktískir athafnamenn taka völdin. Harðlína einkennir smám saman aðeins Æskulýðsfylkinguna og sérvitringa í SR. Margt kannast ég við frá 9. áratugnum þegar ég var virkur í Alþýðubandalaginu og Herstöðvaandstæðingum. Heift og skítkast. Sem flæmdi með tímanum marga frá vinstri stjórnmálum.
Í köldu stríði skilur eftir sig skrítna tilfinningu, það eru engin stórtíðindi í henni, upplýsingar hafa áður komið fram um eftirlit og njósnir um vinstri menn af hálfu yfirvalda, hér á landi og annarstaðar. Þarna er sagt frá einu eða nokkrum dæmum um net Eyjólfs Konráðs, sem virðist hafa verið nokkurs konar könguló Bandaríkjamanna sem spann vef til að ná frekari
upplýsingum en lögregla og nokkurs konar leyniþjónusta gerði. Þar sem komið var í veg fyrir frekari þekkingu með því að brenna gögn fyrir nokkrum áratugum á ólöglegan hátt. En stóra spurningin er um manninn sem skrifaði bókina. Hann virkar á mig ansi óhugnanlegur. Eflaust sjarmerandi maður sem á gott með að umgangast fólk, ég hef aldrei hitt hann, hefur kunnað að nýta sér veikleika annarra, í mínum augum ansi siðblindur. Aðrir hafa eflaust aðra skoðun á því.
Myndir: Höfundur Kalt stríð I,II
mánudagur, 16. febrúar 2015
Minning: Sigurður Vilhelm Kristinsson (Sissi)
Það var ofsaveður þegar við kvöddum Sissa, Sigurð Vilhelm Kristinsson, í Heydalakirkju laugardaginn 14. febrúar. Í rigningunni í kirkjugarðinum var skrítið að hugsa til þess að þær yrðu ekki fleiri móttökurnar á Skarði sem maður fékk upplýsingar og fréttir um fjölskyldu, tækni og
ferðamennsku hjá honum. Ég sem hafði hitt Sissa fyrst árið 1976, um haustið, á Hlíðarenda, síðan nær á hverju ári eftir það fyrir utan 4 ár þegar við Bergþóra dvöldumst í útlöndum.
Ég tengdist Sigurði og Ásdísi konu han í gegnum konu mína, Ásdís er systir hennar. Þau voru með búskap á Hlíðarenda í norðurdalnum í Breiðdal. Þar dvöldust börn okkar mörg sumur, fyrst hjá Gísla föður Bergþóru og Sigurbjörgu móður hennar, en þarna voru tveir bæir, Hlíðarendi og Þrastahlíð, síðan hjá Ásdísi og Sissa. Það var oft mikið um að vera hjá þeim, þau tóku á móti börnum í sumardvöl frá Reykjavík sem urðu fjölskylduvinir alla tíð og sum vinir okkar.
Þegar aðrir fóru að hugsa um starfslok, fóru þau í ævintýri ferðamennskunnar, keyptu þrjá bústaði sem stéttarfélög höfðu átt í Breiðdalnum og komu upp ferðaþjónustu sem stækkaði og blómgaðist, lítið fjölskyldufyrirtæki sem með tímanum stóð ágætlega undir sér. Þau lifðu og hrærðust í þessum heimi, maður fékk oft skemmtilegar sögur og fréttir af kúnnum og atburðum. Síðar kom sonursonur þeirra Siggi Boggi inn í starfið með þeim og hefur meira að segja menntað sig í þessari grein. Svo hófu þau líka sauðfjárbúskap að nýju, og við hjónin voru meira að segja dregin í leitir á gamals aldri!
Sissi var hlýr og einlægur maður, sem alltaf kom manni á óvart. Hann var völundur í ýmis konar tækni, maður fékk fréttir hjá honum árlega um samskipti hans við umheiminn, hann sýndi manni hreykinn samband við tyrkneska sjónvarpsstöð eða pólska handboltasýningu, þegar flestir Íslendingar létu sér næga íslenskar sjónvarpsstöðvar. Hann var hjálplegur nágrönnum sínum við að koma upp slíkri tækni, gervihnattadiskur hans var engin smásmíði. Sissi hafði mikla tónlistargáfu, hafði spilað á orgel og stjórnað kirkjukórnum á Djúpavogi og spilað í danshljómsveit. Brúnin lyftist á honum þegar hann spilaði eitthvað gott frá rokktímabilinu, Elvis, Jerry Lee eða Johnny Cash! Hann var laginn við börn og samband hans við þroskaheftan son sinn var einstakt, sonarsynir hans voru í stöðugu sambandi við hann og ansi er mikill missir þeirra, föður þeirra Arnaldar, Gróu konu hans svo og Ásdísar.
Lífið í Norðurdalnum verður ekki eins og áður þegur Sigurður Vilhelm tekur ekki á móti manni. En svona er lífið, því lýkur og minningarnar eru eftir. Sissi veiktist í haust af krabbameini, hann lá fyrst á Landspítalanum í Reykjavík sem við heimsóttum hann, það var auðséð að hverju stefndi. Hann lá svo seinustu vikurnar á Sjúkraheimilinu á Egilsstöðum til að geta verið nær ættingjum. Nú er hann horfinn og skemmtileg atvik koma upp í hugann. Og lífið heldur áfram fyrir okkur hin.
Við eigum vonandi eftir að koma í þennan fallega dal, það er einstök náttúrufegurð, gönguleiðir og fjallasýn. Við höfum prílað upp um fjöll og firnindi, með og án barna, að sumarlagi. En það getur verið kuldalegt og hryssingslegt veðrið eins og það var á laugardaginn var þegar við kvöddum Sigurð Vilhelm Kristinsson í hinsta sinn, um kvöldin hvessti og rigndi allt að því eldi og brennisteini. Það hrikti í húsunum í dalnum og upp í minnið komu sögur um þök sem lyftust af húsum og hurfu út í buskann um niðdimma nótt en sem betur fer búum við í dag oftast við önnur skilyrði. Þegar við kvöddum Breiðdalinn á sunnudeginum hafði snjórinn og klakinn minnkað, fjöllin voru allt öðru vísi en þegar við komum. Þegar við keyrðum út dalinn, hljóp heil hreindýrahjörð yfir veginn. Börnin sem voru í bílnum með okkur urðu uppnumin. Þau höfðu séð hreindýr í fyrsta skipti!
ferðamennsku hjá honum. Ég sem hafði hitt Sissa fyrst árið 1976, um haustið, á Hlíðarenda, síðan nær á hverju ári eftir það fyrir utan 4 ár þegar við Bergþóra dvöldumst í útlöndum.
Ég tengdist Sigurði og Ásdísi konu han í gegnum konu mína, Ásdís er systir hennar. Þau voru með búskap á Hlíðarenda í norðurdalnum í Breiðdal. Þar dvöldust börn okkar mörg sumur, fyrst hjá Gísla föður Bergþóru og Sigurbjörgu móður hennar, en þarna voru tveir bæir, Hlíðarendi og Þrastahlíð, síðan hjá Ásdísi og Sissa. Það var oft mikið um að vera hjá þeim, þau tóku á móti börnum í sumardvöl frá Reykjavík sem urðu fjölskylduvinir alla tíð og sum vinir okkar.
Þegar aðrir fóru að hugsa um starfslok, fóru þau í ævintýri ferðamennskunnar, keyptu þrjá bústaði sem stéttarfélög höfðu átt í Breiðdalnum og komu upp ferðaþjónustu sem stækkaði og blómgaðist, lítið fjölskyldufyrirtæki sem með tímanum stóð ágætlega undir sér. Þau lifðu og hrærðust í þessum heimi, maður fékk oft skemmtilegar sögur og fréttir af kúnnum og atburðum. Síðar kom sonursonur þeirra Siggi Boggi inn í starfið með þeim og hefur meira að segja menntað sig í þessari grein. Svo hófu þau líka sauðfjárbúskap að nýju, og við hjónin voru meira að segja dregin í leitir á gamals aldri!
Sissi var hlýr og einlægur maður, sem alltaf kom manni á óvart. Hann var völundur í ýmis konar tækni, maður fékk fréttir hjá honum árlega um samskipti hans við umheiminn, hann sýndi manni hreykinn samband við tyrkneska sjónvarpsstöð eða pólska handboltasýningu, þegar flestir Íslendingar létu sér næga íslenskar sjónvarpsstöðvar. Hann var hjálplegur nágrönnum sínum við að koma upp slíkri tækni, gervihnattadiskur hans var engin smásmíði. Sissi hafði mikla tónlistargáfu, hafði spilað á orgel og stjórnað kirkjukórnum á Djúpavogi og spilað í danshljómsveit. Brúnin lyftist á honum þegar hann spilaði eitthvað gott frá rokktímabilinu, Elvis, Jerry Lee eða Johnny Cash! Hann var laginn við börn og samband hans við þroskaheftan son sinn var einstakt, sonarsynir hans voru í stöðugu sambandi við hann og ansi er mikill missir þeirra, föður þeirra Arnaldar, Gróu konu hans svo og Ásdísar.
Lífið í Norðurdalnum verður ekki eins og áður þegur Sigurður Vilhelm tekur ekki á móti manni. En svona er lífið, því lýkur og minningarnar eru eftir. Sissi veiktist í haust af krabbameini, hann lá fyrst á Landspítalanum í Reykjavík sem við heimsóttum hann, það var auðséð að hverju stefndi. Hann lá svo seinustu vikurnar á Sjúkraheimilinu á Egilsstöðum til að geta verið nær ættingjum. Nú er hann horfinn og skemmtileg atvik koma upp í hugann. Og lífið heldur áfram fyrir okkur hin.
Við eigum vonandi eftir að koma í þennan fallega dal, það er einstök náttúrufegurð, gönguleiðir og fjallasýn. Við höfum prílað upp um fjöll og firnindi, með og án barna, að sumarlagi. En það getur verið kuldalegt og hryssingslegt veðrið eins og það var á laugardaginn var þegar við kvöddum Sigurð Vilhelm Kristinsson í hinsta sinn, um kvöldin hvessti og rigndi allt að því eldi og brennisteini. Það hrikti í húsunum í dalnum og upp í minnið komu sögur um þök sem lyftust af húsum og hurfu út í buskann um niðdimma nótt en sem betur fer búum við í dag oftast við önnur skilyrði. Þegar við kvöddum Breiðdalinn á sunnudeginum hafði snjórinn og klakinn minnkað, fjöllin voru allt öðru vísi en þegar við komum. Þegar við keyrðum út dalinn, hljóp heil hreindýrahjörð yfir veginn. Börnin sem voru í bílnum með okkur urðu uppnumin. Þau höfðu séð hreindýr í fyrsta skipti!
fimmtudagur, 12. febrúar 2015
Glæpur og refsing
Það er sorglegt að menn lenda í fangelsi, það bætir fáa, en glæpir
þeirra eru miklir, þeir sem voru leiðandi að setja heilt samfélag á hliðina.
Þess vegna er ég ansi feginn að þeir fengu sína refsingu.Hæstiréttur orðar þetta vel í þetta skipti.
„Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot. Kjarninn í háttsemi ákærðu fólst í þeim brotum, sem III. kafli ákærunnar snýr að, en þau voru þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi. Öll voru brotin framin í samverknaði og beindust að mikilvægum hagsmunum,“ segir orðrétt dómnum.
Mér er ekki illa við þessa menn, þeir æddu áfram í sporum tíðarandans, alltaf var ástæða til að ganga spori lengra, sum svör þeirra fyrir dómi sýndu lítin siðferðilegan þroska, algjöran vanþroska. Því eru þeir dæmdir núna. Fjölskylda og ættingjar eru harmi slegin. En dómurinn er réttlátur í þetta skipti.
Það hefði verið voðalegt ef dómurinn hefði fallið á annan veg. Við þurfum ekki að velta þessu meira fyrir okkur. Dómur hefur verið kveðinn upp.
„Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot. Kjarninn í háttsemi ákærðu fólst í þeim brotum, sem III. kafli ákærunnar snýr að, en þau voru þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi. Öll voru brotin framin í samverknaði og beindust að mikilvægum hagsmunum,“ segir orðrétt dómnum.
Mér er ekki illa við þessa menn, þeir æddu áfram í sporum tíðarandans, alltaf var ástæða til að ganga spori lengra, sum svör þeirra fyrir dómi sýndu lítin siðferðilegan þroska, algjöran vanþroska. Því eru þeir dæmdir núna. Fjölskylda og ættingjar eru harmi slegin. En dómurinn er réttlátur í þetta skipti.
Það hefði verið voðalegt ef dómurinn hefði fallið á annan veg. Við þurfum ekki að velta þessu meira fyrir okkur. Dómur hefur verið kveðinn upp.
Skattarannsóknastjóri: Maður dagsins
Það er skrýtið að stórsvindlarar skatts eigi að geta keypt sig út úr glæpum sínum.
Þetta eru sæmilegar upphæðir en þetta er glæpur, sekt fyrir smáupphæðafólk, fangelsi fyrir stjórþjófa.
Þetta er svona einfalt. Engar breytingar á lögum um það.
Og Bjarni hefður beðið alvarlegan hnekki sem leiðtogi. Sigmundur lætur ekkert heyra í sér.
Skattarannsóknastjóri skákaði þeim með einföldu svari við árásum ráðherra á hana:
Hún segir að sér hafi verið brugðið við yfirlýsingar fjármálaráðherra um seinagang embættisins.
Hún er meiri maður og drengur góður eins og sagt var forðum.
„Sú ríkisstjórn sem nú situr ætlar ekki að gefa nein grið þeim sem ekki taka þátt í samfélagslegum skyldum sínum með því að borga skatta.“ segir Bjarninn í dag, það er holur hljómur í þessu eins og húrrahrópum fyrir Davíð í Valhöll.
En ætli vandinn verði ekki nótulaus viðskipti? Debet og Kredit verða að vera í lagi! Hver á að skipta um kennitölu?
Hver ætli afhendi féð? Ráðherrann í eigin persónu? Kannski Gísli Freyr?
Þetta eru sæmilegar upphæðir en þetta er glæpur, sekt fyrir smáupphæðafólk, fangelsi fyrir stjórþjófa.
Þetta er svona einfalt. Engar breytingar á lögum um það.
Og Bjarni hefður beðið alvarlegan hnekki sem leiðtogi. Sigmundur lætur ekkert heyra í sér.
Skattarannsóknastjóri skákaði þeim með einföldu svari við árásum ráðherra á hana:
Hún segir að sér hafi verið brugðið við yfirlýsingar fjármálaráðherra um seinagang embættisins.
Hún er meiri maður og drengur góður eins og sagt var forðum.
„Sú ríkisstjórn sem nú situr ætlar ekki að gefa nein grið þeim sem ekki taka þátt í samfélagslegum skyldum sínum með því að borga skatta.“ segir Bjarninn í dag, það er holur hljómur í þessu eins og húrrahrópum fyrir Davíð í Valhöll.
En ætli vandinn verði ekki nótulaus viðskipti? Debet og Kredit verða að vera í lagi! Hver á að skipta um kennitölu?
Hver ætli afhendi féð? Ráðherrann í eigin persónu? Kannski Gísli Freyr?
þriðjudagur, 10. febrúar 2015
Fjármálaráðherra: Að draga fætur og "Amnesty"
Það er merkilegt hversu upplýsingarnar um skattsvindl í gegnum útibú HSBC risabankans í Genf í Sviss passa vel inn í umræðuna hér um þessar mundir.
Einn stærsti banki í heimi vill láta það líta út að hann hafi það allt á hreinu en vill samt vera með í aðstoð við kúnna sína sem vilja sleppa við að borga skatta. Auðvitað stofnar hann útibú
þar sem bankaleyndin er einna mest í hinum "siðvædda" heimi. Það er Sviss. Rætt hefur verið um að Lúxembúrg hafi verið notað á svipaðan hátt á þessum tíma af íslenskumútibúum. Þetta er "blómatími" bankaspillingar.
Þegar upp kemst vegna uppljóstrarans Hervé Falciani þá láta æðstu stjórar þessa banka sem starfar um allan heim að þeir hafi ekkert vitað. Einn verður ráðherra viðskiptamála hjá ráðuneyti Davids Cameron. Þegar Bretar fá að vita um undanskotið eða svindlið þá sjá yfirvöld til þess að undanvillingarnir borgi 10% af upphæðunum í skatt og málið er þaggað niður að öðru leyti. Í Frakklandi, Spáni og Belgíu eru svindlin dómsmál, þetta er glæður. Í Bandaríkjunum var HSBC bankinn dæmdur í himinháar sektir fyrir að þvo Mexíkóskt glæpagull.
Fjármálaráðherra okkar vill eitthvað svipað, "Amnesty", er orðið sem hann notaði, ég vona að enginn rugli því saman við hin alkunnu mannréttindasamtök. Auðvitað vill hann ekki að þessi mál séu opinber, sjálfur er hann alltof tengdur viðskiptum og Hruni. "Allir í klíkunni vildu bara vera með, siðferðið gleymdist. Hann vill að þarna verði Sakaruppgjöf. Íslenskir Íhaldsmenn virðast alltaf feta í fótspor Breskra um þessar mundir.
Því er eðlilegt að hann spyrni við eins og hann getur, það er ekki ríkiskattstjóri sem dregur fæturna það er ráðherrann. Enda kann hann það úr fótboltanum.
Einn stærsti banki í heimi vill láta það líta út að hann hafi það allt á hreinu en vill samt vera með í aðstoð við kúnna sína sem vilja sleppa við að borga skatta. Auðvitað stofnar hann útibú
þar sem bankaleyndin er einna mest í hinum "siðvædda" heimi. Það er Sviss. Rætt hefur verið um að Lúxembúrg hafi verið notað á svipaðan hátt á þessum tíma af íslenskumútibúum. Þetta er "blómatími" bankaspillingar.
Þegar upp kemst vegna uppljóstrarans Hervé Falciani þá láta æðstu stjórar þessa banka sem starfar um allan heim að þeir hafi ekkert vitað. Einn verður ráðherra viðskiptamála hjá ráðuneyti Davids Cameron. Þegar Bretar fá að vita um undanskotið eða svindlið þá sjá yfirvöld til þess að undanvillingarnir borgi 10% af upphæðunum í skatt og málið er þaggað niður að öðru leyti. Í Frakklandi, Spáni og Belgíu eru svindlin dómsmál, þetta er glæður. Í Bandaríkjunum var HSBC bankinn dæmdur í himinháar sektir fyrir að þvo Mexíkóskt glæpagull.
Fjármálaráðherra okkar vill eitthvað svipað, "Amnesty", er orðið sem hann notaði, ég vona að enginn rugli því saman við hin alkunnu mannréttindasamtök. Auðvitað vill hann ekki að þessi mál séu opinber, sjálfur er hann alltof tengdur viðskiptum og Hruni. "Allir í klíkunni vildu bara vera með, siðferðið gleymdist. Hann vill að þarna verði Sakaruppgjöf. Íslenskir Íhaldsmenn virðast alltaf feta í fótspor Breskra um þessar mundir.
Því er eðlilegt að hann spyrni við eins og hann getur, það er ekki ríkiskattstjóri sem dregur fæturna það er ráðherrann. Enda kann hann það úr fótboltanum.
mánudagur, 9. febrúar 2015
Skattasvindl: Trúverðugleiki stjórnarinnar í veði!
Engin lát verða á skattaundankomuumræðunni á næstu. Viðtalið við Bjarna Ben í RUV um helgina og svo stórfrétt: Skattasvindla peningamanna víða um heim. Þar sem bankamenn hjálpa eignafólki að koma peningum undan skatti.
1,3 milljarða skattaundanskot tengdust Íslandi
segir Kjarninn í dag og byggir frásögn sína af leka sem nokkrir sterkir fjölmiðlar og stofnanir stóðu að:
The files – obtained through an international collaboration of news outlets, including the Guardian, the French daily Le Monde, BBC Panorama and the Washington-based International Consortium of Investigative Journalists – reveal that HSBC’s Swiss private bank:
• Routinely allowed clients to withdraw bricks of cash, often in foreign currencies of little use in Switzerland.
• Aggressively marketed schemes likely to enable wealthy clients to avoid European taxes.
• Colluded with some clients to conceal undeclared “black” accounts from their domestic tax authorities.
• Provided accounts to international criminals, corrupt businessmen and other high-risk individuals.
The HSBC files, which cover the period 2005-2007, amount to the biggest banking leak in history, shedding light on some 30,000 accounts holding almost $120bn (£78bn) of assets.
The revelations will amplify calls for crackdowns on offshore tax havens and stoke political arguments in the US, Britain and elsewhere in Europe where exchequers are seen to be fighting a losing battle against fleet-footed and wealthy individuals in the globalised world.
Approached by the Guardian, HSBC, the world’s second largest bank, has now admitted wrongdoing by its Swiss subsidiary. “We acknowledge and are accountable for past compliance and control failures,” the bank said in a statement. The Swiss arm, the statement said, had not been fully integrated into HSBC after its purchase in 1999, allowing “significantly lower” standards of compliance and due diligence to persist.
That response raises serious questions about oversight of the Swiss operation by the then senior executives of its parent company, HSBC Group, headquartered in London. It has now acknowledged that it was not until 2011 that action was taken to bring the Swiss bank into line. “HSBC was run in a more federated way than it is today and decisions were frequently taken at a country level,” the bank said.
HSBC was headed during the period covered in the files by Stephen Green – now Lord Green – who served as the global bank’s chief executive, then group chairman until 2010 when he left to become a trade minister in the House of Lords for David Cameron’s new government. He declined to comment when approached by the Guardian. (Guardian 9.2.2015)
HSBC er næst stærsti banki í heimi, með aðalbækistöðvar í London og 6600 starfsstöðvar í 88 ríkjum. Skattaundanskotin hafa verið stunduð í gegnum Svissneska hluta bankans og notuð bankaleynd Sviss til þess sem byggja á lögum frá 1934.
Hér er vefur ICIJ um allt þetta mál. Velkomin að kíkja inn! Það verður gaman að sjá sýndarviðbrögð Fjármálaráðherra, sem virðist vera með allt niðrum sig. Trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar í veði: Eða hvað?
1,3 milljarða skattaundanskot tengdust Íslandi
segir Kjarninn í dag og byggir frásögn sína af leka sem nokkrir sterkir fjölmiðlar og stofnanir stóðu að:
The files – obtained through an international collaboration of news outlets, including the Guardian, the French daily Le Monde, BBC Panorama and the Washington-based International Consortium of Investigative Journalists – reveal that HSBC’s Swiss private bank:
• Routinely allowed clients to withdraw bricks of cash, often in foreign currencies of little use in Switzerland.
• Aggressively marketed schemes likely to enable wealthy clients to avoid European taxes.
• Colluded with some clients to conceal undeclared “black” accounts from their domestic tax authorities.
• Provided accounts to international criminals, corrupt businessmen and other high-risk individuals.
The HSBC files, which cover the period 2005-2007, amount to the biggest banking leak in history, shedding light on some 30,000 accounts holding almost $120bn (£78bn) of assets.
The revelations will amplify calls for crackdowns on offshore tax havens and stoke political arguments in the US, Britain and elsewhere in Europe where exchequers are seen to be fighting a losing battle against fleet-footed and wealthy individuals in the globalised world.
Approached by the Guardian, HSBC, the world’s second largest bank, has now admitted wrongdoing by its Swiss subsidiary. “We acknowledge and are accountable for past compliance and control failures,” the bank said in a statement. The Swiss arm, the statement said, had not been fully integrated into HSBC after its purchase in 1999, allowing “significantly lower” standards of compliance and due diligence to persist.
That response raises serious questions about oversight of the Swiss operation by the then senior executives of its parent company, HSBC Group, headquartered in London. It has now acknowledged that it was not until 2011 that action was taken to bring the Swiss bank into line. “HSBC was run in a more federated way than it is today and decisions were frequently taken at a country level,” the bank said.
HSBC was headed during the period covered in the files by Stephen Green – now Lord Green – who served as the global bank’s chief executive, then group chairman until 2010 when he left to become a trade minister in the House of Lords for David Cameron’s new government. He declined to comment when approached by the Guardian. (Guardian 9.2.2015)
HSBC er næst stærsti banki í heimi, með aðalbækistöðvar í London og 6600 starfsstöðvar í 88 ríkjum. Skattaundanskotin hafa verið stunduð í gegnum Svissneska hluta bankans og notuð bankaleynd Sviss til þess sem byggja á lögum frá 1934.
Hér er vefur ICIJ um allt þetta mál. Velkomin að kíkja inn! Það verður gaman að sjá sýndarviðbrögð Fjármálaráðherra, sem virðist vera með allt niðrum sig. Trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar í veði: Eða hvað?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)