Það er snjóföl austur í Breiðdal þar sem ég er nú. Maður er fjarri heimsins glaumi hér inni í Norðurdalnum. Og hugsanir sækja að manni. Út af atburðum seinustu daga. Hvernig ráðherra vijum við hafa og hverjum eiga þeir að þjóna?
Barna læknir og lungnasérfræðingur tjáir sig um að senda langveikt barn til Albaníu. Eins og hann lýsir þessu, þá er þetta mál ein mesta handvömm embættismanna sem þekkist. Spurningin hlýtur að vera, hvers er ábyrgðin?
Barna læknir og lungnasérfræðingur tjáir sig um að senda langveikt barn til Albaníu. Eins og hann lýsir þessu, þá er þetta mál ein mesta handvömm embættismanna sem þekkist. Spurningin hlýtur að vera, hvers er ábyrgðin?
Að gefnu tilefni.
Ég tel að þeir starfsmenn Útlendingastofnunar sem stýrt hafi málum albönsku fjölskyldanna tveggja hafi annað hvort ekki vitað neitt um albanskt heilbrigðiskerfi eða kosið að líta framhjá því að það þarf að borga læknisaðstoð eða múta starfsmönnum til að fá hjálp. Halda menn að fjölskylda 3 ára drengsins hafi efni á að borga lyf (ca 6-8 mismunandi tegundir), sjúkraþjálfun og læknisheimsóknir á tveggja til þriggja mánaða fresti? Borga innlagnir í viku eða meira þegar hann fær alvarlegar lugnabólgur? Borga súrefniskúta og slöngur þegar lungun hans eru orðin svo full af slími, bólgu, sýklum og örvef að hann þarf súrefni til að lifa af? Er sennilegt að- þessi fjölskylda hafi efni á því? Hefur útlendingastofnun einu sinni tekið afstöðu til þess? Hann fékk með sér mánaðar (nokkurra mánaða?) skammt af lyfjum.
So what. Hvað svo?
Ég tel að þeir starfsmenn Útlendingastofnunar sem stýrt hafi málum albönsku fjölskyldanna tveggja hafi annað hvort ekki vitað neitt um albanskt heilbrigðiskerfi eða kosið að líta framhjá því að það þarf að borga læknisaðstoð eða múta starfsmönnum til að fá hjálp. Halda menn að fjölskylda 3 ára drengsins hafi efni á að borga lyf (ca 6-8 mismunandi tegundir), sjúkraþjálfun og læknisheimsóknir á tveggja til þriggja mánaða fresti? Borga innlagnir í viku eða meira þegar hann fær alvarlegar lugnabólgur? Borga súrefniskúta og slöngur þegar lungun hans eru orðin svo full af slími, bólgu, sýklum og örvef að hann þarf súrefni til að lifa af? Er sennilegt að- þessi fjölskylda hafi efni á því? Hefur útlendingastofnun einu sinni tekið afstöðu til þess? Hann fékk með sér mánaðar (nokkurra mánaða?) skammt af lyfjum.
So what. Hvað svo?
Þótt við sjáum ekki lengur þennan dreng þá breytir það ekki því að hann mun á næstu árum fá fjölda slæmra sýkinga í lungu og víðar og vegna galla í virkni brissins getur hann ekki nærst eðlilega. Hann mun tærast upp, verða móðari og orkuminni með hverjum mánuðinum sem líður. Hann mun sennilega ekki lifa 10 ára afmælisdaginn sinn.
Þó við sjáum hann ekki lengur þá er hann samt þarna úti.
Þó við sjáum hann ekki lengur þá er hann samt þarna úti.
Við getum ekki tekið á móti öllum veikum börnum heimsins, en við ættum ekki að vera þjóð sem úthýsir dauðveikum börnum. Ekki þegar það er ljóst að þau fá ekki lífsnauðsynlega meðferð þangað sem þau eru send.
Afsakið tilfinningasemina en ég er reiður og vonsvikinn og það vill svo til að ég veit ég um hvað ég er að tala. Ég meðhöndla börn með þennan sjúkdóm í vinnu minni daglega.
Að mínu áliti er eingöngu hægt að skýra þessa ákvörðun með annaðhvort heimsku eða skeytingarleysi. Hvort er verra?
Eigum við ekki að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur?
Hér má lesa um ástand heilbrigðiskerfis Albaníu.