föstudagur, 4. mars 2016

3. mars og framtíðin okkar allra

Nú er afmælisdagurinn orðinn einstaklingshátíðardagur á Fésbókinni.  Í gær var minn dagur, 3. mars. Það var gaman að öllum afmæliskveðjunum í gær. Maður verður bljúgur og þakklátur. Þetta virðist vera siður sem á eftir að vera. Margt verra sem við gerum. Nú eru það
 motturnar, í USA fara þeir eflaust bráðum að sýna mottur á öðrum stöðum líkamans, stjórnmálaforingjarnir.

En það er annað sem er okkur efst í huga, grimmd og sjálfhverfni tegundarinnar Homo Sapiens ........Það er svo stutt í það að stórir hlutar jarðarinnar verði óbyggilegir.  Og við horfum á og hugsum eins og Lúðvík konungur, Apres moi, le Deluge (var það ekki svona). Eftirlifendur okkur, börn, barnabörn skipta þar engu máli.  Allt sem skiptir máli er stundargróði, allt sem skiptir máli er ég, meðan aðrir flýja heimkynni sín í stríðum sem stærstu og ríkustu þjóðir heims komu af stað og geta ekki hætt. Það er of mikið í húfi fyrir svo marga frameiðendur, vopna, flugvéla, eiturs, skipa og svo framvegis.  Svo oft fallast manni hendur, vonleysið tætir mann, þá varð þetta til:   

Á JÖRÐU
okkar stund á jörðu okkar æviskeið
minning : Turner blindsól
Van Gogh himinn Hockney sveit
hlaðinn veggur kýr sem jórtra
einsamall bíll á ferð tré sem
dreymir regn og storm hlaupagarpar
á leið upp í móti hjartað hamast
vöðvarnir stynja æðarnar herpast
unaðsstundir minningar krot krotakrot

okkar stund ævistund það kvöldar
myrkur kvöl kvöldar
kveinraddir blóðgoggar brýndir
en
mig dreymir samt
frið

miðvikudagur, 2. mars 2016

Ásmundur þingmaður og Hrægammarnir

 Enn skemmtir Ásmundur hinn knái þingmaður skrattanum og öðrum þingmönnum og allri þjóðinni með heimsku sinni og mannvonsku.  Hann heldur að það skilji ekkert eftir að hafa verið á flótta árum saman og hafa þurft að upplifa styrjaldir, dauða og þjáningu. Hann getur varla að hann fái múmíu sem sýnir engin geðbrigði við ákvörðunum sem skiptir öllu máli fyrir
framtíðina. Auðvitað þurfum við ekki að  hafa svona fólk nálægt okkur hérna norður í Ballarhafi eða að hafa áhyggjur af því, ó nei.  Meira að segja flokkssystkini hans hafa fengið nóg af fúlmennsku hans, og er þá mikið sagt.  

Hann ætti frekar að snúa sér að umræðunni um Hrægammana, hluthafana sem læðast inn í fyrirtæki með milljónirnar sínar til að að hreinsa út milljarða eins og við sjáum nú í Tryggingabransanum. Mér skilst að hann geti lagt eitthvað til málanna í umhirðu fjár.  Þar er margt ótrúlegt á ferðinni.  Og tragikómískt, samanber þessi yfirlýsing stjórnarinnar:


Skömmu fyrir jól tilkynnti stjórn
VÍS að hún hygðist þiggja 75 pró-
senta hækkun reglulegra launa
sem samþykkt hafi verið á síðasta
aðalfundi. Vegna mikillar umræðu
í samfélaginu síðasta vor ákvað
þáverandi stjórn VÍS að þiggja ekki
launahækkunina. Stjórnarmönnum eru því nú greiddar 350 þúsund
krónur á mánuði og laun stjórnarformanns eru 600 þúsund krónur
á mánuði.  Stjórnin sendi í kjölfarið
frá sér tilkynningu þar sem fram
kom að viðbótargreiðslum fyrir
fundi hafi verið hætt og að launakjör stjórnarmanna VÍS væru nú
svipuð því sem gerðist í sambærilegum félögum á markaði.

__________________________________________________

Já þeim er ekki alls varnað!!!  Stjórnarlaun eins og meðallaun lífeyrisþega í landinu.   

___________________________________ 

Eigendur fá allt að þrettán milljörðum

Hæstan arð stefnir VÍS á að greiða
eða fimm milljarða, en félagið hagnað-
ist um tvo milljarða á síðasta ári. Alls
munu tryggingafélögin hafa greitt eigendum sínum tæpa þrjátíu milljarða
frá árinu 2013 gangi endurkaupaáætlanir og áform um arðgreiðslur eftir.


 
Breytingar hafa verið gerðar á
rekstri VÍS eftir að hluthafafundur
kaus nýja stjórn í nóvember. Kallað
var til hluthafafundarins í kjölfar
þess að tveir hópar keyptu yfir 5
prósenta hlut í VÍS. Annars vegar
var um að ræða félagið Óskabein
ehf. og hins vegar hjónin Guð-
mund Þórðarson og Svanhildi
Nönnu Vigfúsdóttur, fyrrverandi
eigendur Skeljungs. Guðmundur
og Norðmaðurinn Jostein Sørvoll,
fulltrúi Óskabeins, náðu báðir kjöri
í stjórn VÍS.
Andri Gunnarsson, hluthafi í
Óskabeini og varamaður í stjórn
VÍS, segir að þær áætlanir sem
Óskabein hafi lagt upp með hafi
í meginatriðum gengið eftir. „Við
sáum að það væri umtalsvert svigrúm til arðgreiðslu, bæði með
útgáfu á víkjandi bréfi sem TM var
búið að gera, og svo hitt að það
kom fram í stjórnendakynningum
á síðasta ári að áhrifin af hinum
nýja reikningsstaðli yrðu afturvirk
til ársbyrjunar 2014.“


________________________________

 Ég vona að flokkssystkini hans sýni honum samstöðu og greiði honum götu á þingi, NOT.  Þetta er verðugur málsvari öfgahægrimanna, auðvitað verða þeir að hafa slíkan.  Eða hvað?


Virðulegi forseti. Hún vakti með mér óhug, fréttin í morgun af hælisleitanda eða flóttamanni sem hótaði að kveikja í sér í gærkvöldi. Íslenskt samfélag er ekki vant slíkum hótunum og við viljum auðvitað ekki búa við það að flóttamenn eða hælisleitendur sem hér eru þurfi að bíða lausnar mála sinna í tvö til fimm ár. Það er ekki boðlegt.
Flóttamannastraumurinn er stórkostlegt vandamál eins og við höfum heyrt á undanförnum mánuðum. Svíar og Danir hafa lokað landamærum sínum til að takmarka komu flóttamanna og til þess að geta fylgst með því hverjir koma til landsins. Austurríkismenn og Balkanlöndin hafa fundað sérstaklega vegna vanda Schengen-svæðisins en Grikkland er galopið og þar streymir flóttafólk inn sem aldrei fyrr og á þá greiða leið inn í Schengen-löndin.
Virðulegi forseti. Verðum við að fara að ráðum Svía og Dana og takmarka aðgengi fólks til landsins eins og var áður en Schengen-samstarfið varð að veruleika? Það er mikilvægt að við skoðum hvort það sé nauðsynlegt á þessari stundu að flóttamönnum eða hælisleitendum sé snúið við í Keflavík og þeir sendir aftur til síns heima. Ég þekki það í raun hve erfitt er að taka þátt í þessari umræðu, góða fólkið og fjölmiðlarnir rífa mann í sig ef maður þorir að opna munninn og hafa skoðun. Fólkið í landinu þorir ekki að hafa opinbera skoðun á þessum málum og ég held að það sé mikilvægt að við ræðum það hér í þessum sal hvort ekki þurfi að verða breytingar á opnun landamæra landsins eins og hér hefur auðvitað verið rætt áður. En ég held að það sé mál að linni.

 

mánudagur, 29. febrúar 2016

Landbúnaður: Opið kerfi, minni spilling

Landbúnaðarráðherrann stendur sig vel.  Lætur lítið á sér bera.  Skipar nefnd til að fjalla um framtíð landbúnaðar og lætur hana aldrei koma saman.  Fjárútlát til greinarinnar eru afgreidd í rólegheitum í ríkisstjórn (ef hún þá samþykkti þetta)  og eiga að læðast inn í fjárlög næstu árin.  Allt þetta gerir Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra i góðu samstarfii við  efnahags- og fjármálaráðherra, flokkarnir í ríkisstjórn eru samannjörvaðir.

Aðrir flokkar virðast hafa lítið um þetta að segja.  Ekki orð fyrr en búið er að afgreiða málin. 


Líklega þorir enginn að taka á þessu.  Samfylkingarmenn ræða þetta núna.  Aldrei spurði Árni Páll hvort nefndin ætti að koma saman ekki heldur Ögmundur fyrir Vinstri græna en þeir voru skipaðir af sínum flokkum. Umræða í Kastljósi skilaði ekki miklu, þingmaður frá Bjartri framtíð vissi ekki nógu mikið.  Hún hafði ekkert að gera í atvinnuumræðubónda og þingmann. 



Samningar ríkisins og bænda eru um margt merkilegir. Þeir skiptast í 4 hluta:
  • Rammasamningur
  • Búvörusamningur um sauðfé
  • Búvörusamningur um nautgriparækt
  • Búvörusamningur um garðyrkju
  •  
  • Rammasamningurinn setur ramma utan um allar greinarnar:   
  •  
  • Inngangur og markmið 1.1 Meginmarkmið samnings þessa er að efla íslenskan landbúnað og skapa greininni sem fjölbreyttust sóknarfæri. Samningnum er ætlað að skapa landbúnaðinum ramma til að auka verðmætasköpun og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls. Sú uppbygging þarf að fara fram á grundvelli sérstöðu, sjálfbærni og fjölbreytni. Í því skyni eru í samningnum ný verkefni sem ætlað er að treysta stoðir landbúnaðarins og ýta undir framþróun og nýsköpun. 
  •  
  • 1.2 Markmið:
    Að almenn starfsskilyrði í framleiðslu og vinnslu búvara ásamt stuðningi ríkisins stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og fjölbreyttu framboði gæðaafurða á sanngjörnu verði.
    Að tryggja að bændum standi til boða leiðbeiningaþjónusta og skýrsluhaldshugbúnaður til að styðja við framgang markmiða samningsins.
    Að við búvöruframleiðsluna sé gætt sjónarmiða um velferð dýra, heilnæmi afurða, umhverfisvernd og sjálfbæra landnýtingu.
    Að auka vægi lífrænnar framleiðslu.
    Að stuðningur ríkisins stuðli að áframhaldandi þróun í greininni og bættri afkomu bænda.
    Að auðvelda nýliðun, þannig að nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi framleiðenda og tryggja að stuðningur ríkisins nýtist sem best starfandi bændum. (Úr Rammasamningi)

Útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar níu hundruð milljónir árið 2017 en fara stiglækkandi út samningstímann og verða heldur lægri á síðasta ári samningsins en þau verða í ár.

Ástæður aukningarinnar eru þær helstar að tímabundið framlag vegna innleiðingar á nýjum reglugerðum um velferð dýra hafa mikinn kostnað í för með sér, stuðningur við átak í tengslum við innflutning á nýju erfðaefni af holdanautastofni til að efla framleiðslu og bæta gæði á nautakjöti, aukinn stuðningur við lífræna ræktun og framlög til að skjóta stoðum undir aukna fjölbreytni í landbúnaði. (fréttatilkynning ráðuneytis)
 
Allt hljómar þetta vel,  velferð dýra, bæta gæði á nautakjöti, lífræn ræktun og fjölbreytni.  En ......  ekkert gert í samvinnu við minnihluta á Alþingi, neytendasamtök, neytendur í landinu, samkeppni í verki fær lítinn hljómgrunn.  Öll vinnubrögð af þessu tæi bjóða upp á áframhaldandi nagg og tuð, fáir vilja drepa niður allan landbúnað í landinu.  Við eigum góðar vörur á mörgum sviðum ekki öllum, því er kominn tími á meiri samkeppni bæði innanlands og með innflutningi frá öðrum löndum, einangrun býður upp á spillingu, ákveðnir flokkar eiga vissar atvinnugreinar.  Við þolum samkeppni við aðra.   Þess vegna eru þetta fáránleg vinnubrögð, það þarf að styrkja landbúnað, aðrar þjóðir gera það.  En við þurfum ekki að læðupokast með það.  Það er okkur öllum í hag að vinna saman.  Hafa allt á borðinu. Landbúnaður vel skipulagður og stundaður er fín atvinnugrein,  Þetta er grein sem þarf að hlúa vel að, við þurfum að dreifa henni um allt land,  Hafa góða lagaumgjörð,  hætta að stunda stríð og sífelldar deilur.  

Maður verður að rækta garð sinn, vel. 


Myndir:  Greinarhöfundur, að vestan.


fimmtudagur, 25. febrúar 2016

Stjórnarskrá: Falleinkunnarnefndin

Lítið kemur frá stjórnarskrárnefnd Alþingis. Þarn svífur sami andi yfir vötnum og helriðið hefur Alþingi í þessum málaflokki seinustu áratugina.  Ekkert á að gera engu að breyta besta er að lifa undir Stjórnarskrá frá því á dögum konunga á 19. öld.  

Hress andblær varðandi þetta mál kemur frá yngri lögfræðingum sem ræddu þetta mál á fundi í Háskólanum nú í vikunni.  Það virðist hafa orðið breyting á þeim blæ sem áratuga útungun úr Lagadeild HÍ hafði för með sér.  

Þingmenn virðast hafa ýmislegt annað að gera en að mæta á fundum um mál sem þeir ættu að hafa efst á lista hjá sér.  Einn mætir á þennan fund.  Einn.  Flokkarnir sem hafa mótað okkar þjóðfélag mest seinustu hálfa öldina hafa komið sér upp skráp að handan við hafið búi fólk sem


við eigum helst ekkert samband að hafa.  Framsóknarflokkurinn með því að skríða aftur inn í híði landbúnaðar og bændarómantíkur, Sjálfstæðismenn með því að stýra öllu því sem hægt er í gegnum peningavald og takmarkalausa hlýðni við Útgerðarauðvaldið.  Því er eitthvað sem heitir framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu eitur í þeirra beinum. 


Því hlýtur það að vera fyrsta hlutverk nýrrar ríkisstjórnar að gera gagngera breytingu á stjórnarskránni hvað sem gert verður með þetta kukl sem kemur frá nefndinni ákvarðanhræddu. 
Það er gaman að sjá hverja nefndin kallaði fyrir sig það segir meira en allt annað. Mikill meirihluti lögfræðingasérfræðingahópurinn sem á þennan geira.  Aldrei dettur neinum í hug að erlendur sérfræðingur/ar hafi neitt að segja okkur.  Hvað þá aðrir sérfræðingahópar. Eða nokkur sem kom nálægt Stjórnlagaráði.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar
lögðust gegn tillögu um framsal
valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu

Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, segir stjórnarskrárnefndinni hafa mistek­ist að „standa und­ir þeirri ábyrgð að viðhalda ís­lenskri stjórn­skip­un og leysa úr þeim göll­um sem á henni eru“. Aðeins einn þingmaður mætti á fund háskólans um stjórnarskrármál.



Stjórnarskrárnefndin sem skipuð var eftir síðustu þingkosningar hætti við að leggja fram tillögu um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu. Um er að ræða eitt af þeim fjórum málefnum sem ákveðið var að setja í forgang í upphafi nefndarstarfsins árið 2013. Að lokum lögðust hins vegar fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í nefndinni gegn því að tillaga að slíku ákvæði yrði lögð fram. 
Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, fór hörðum orðum um vinnubrögð stjórnarskrárnefndar á fundi sem Lagastofnun hélt í hátíðarsal skólans í gær. Fullyrti hann að skortur á stjórnarskrárákvæði um framsal valdheimilda gerði Íslandi erfitt fyrir í alþjóðasamstarfi, sérstaklega í tengslum við EES-samninginn. Með því að falla frá tillögu um slíkt framsal hefði stjórnarskrárnefndinni mistek­ist að „standa und­ir þeirri ábyrgð að viðhalda ís­lenskri stjórn­skip­un og leysa úr þeim göll­um sem á henni eru“ og að þessu leyti fengi „vinna nefnd­ar­inn­ar fall­ein­kunn“.



Eftirtaldir sérfræðingar á sviði lögfræði, hagfræði og stjórnmálafræði hafa aðstoðað stjórnarskrárnefnd á ýmsum stigum vinnunnar: Aagot Vigdís Óskarsdóttir, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Arnaldur Hjartarson, Björg Thorarensen, Daði Már Kristófersson, Dóra Guðmundsdóttir, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Gunnar Páll Baldvinsson, Hafsteinn Þór Hauksson, Karl Axelsson, Kristín Haraldsdóttir, Kristján Andri Stefánsson, Ólafur Þ. Harðarson, RagnhildurHelgadóttir, Skúli Magnússon.
 



miðvikudagur, 24. febrúar 2016

Sigmundur Davíð í Undralandi

Við lifum ískyggilega tíma, hvað eftir annað sýnir æðisti valdamaður þjóðarinnar einræðistilburði sem við höfum ekki upplifað hér á landi frá því á dögum Jónasar frá Hriflu og telji nú einhver fjölda áranna. 
Slík vinnubrögð hafa litið dagsins ljós í vissum löndum Mið og Austur Evrópu.  Eiginlega óraði
mann ekki fyrir að það myndi ske hjá okkur.  Forsætisráðherrann reynir að klína á okkur skipulagi stofnana án samráðs við nokkurn mann, skipar embættismönnum að koma þessu í gegn, sá sem talar gegn honum má vara sig. 

_______________

Öllum þótti hugmynd Sigmundar slæm

Frumvarp um sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar veitir forsætisráðherra aukin völd til friðlýsinga húsa og mannvirkja. Allir sem sátu fund Félags fornleifafræðinga voru andvígir hugmyndinni. Starfsmenn Minjastofnunar fengu ekki að gera athugasemdir við frumvarpið og segja fullyrðingar ráðuneytisins rangar. 

________________

Hann ræðst með hamslausu stjórnleysi að stjórn Háskóla Íslands þar sem hann lætur hótanir og dónaskap ríða á fólki eins og svipuhöggum, þrátt fyrir að háskólinn hafi allan lagalegan rétt í Laugarvatnsmálinu.  Samflokkur hans í ríkisstjórn virðist vera heillum horfnir, horfa á þetta lamaðir og vilja helst fá einhver nýfrjálshyggjulög í staðinn til að brjóta niður heilbrigðis, mennta  og velferðarkerfið. 

 Svo Sigmundur Davíð fær að böðlast áfram með frekju og ruddaskap, hann skellir hurðum, þýtur út úr Alþingi niður í bæjarins bestu. Notar hina 8 aðstoðarmenn sína til að loka sig inn í drauma- og ímyndarheimi sjálfs sín. Engin skoðanaskipti eiga að vera til staðar, hann hefur gleymt því sem stendur á vef Forsætisráðuneytis: 

Samráð

Forsætisráðuneytið óskar jafnan eftir þátttöku hagsmunaaðila og almennings við undirbúning að lagafrumvörpum, reglugerðum, stefnum og tillögum til þingsályktana. Á vef ráðuneytisins eru því birtar upplýsingar um fyrirhugaða vinnu af þessu tagi, drög að slíkum skjölum og helstu gögn sem til grundvallar liggja. Þetta á þó ekki við ef opið samráð myndi ekki koma að gagni eða væri óheppilegt með hliðsjón af efni máls.
Frestur til umsagna, ábendinga og athugasemda er þrjár vikur, nema annað sé tekið fram, og framlag þátttakenda er birt undir nafni. Jafnframt gerir ráðuneytið grein fyrir tilhögun samráðs, úrvinnslu og niðurstöðu í viðkomandi máli.

Við lifum sorglega tíma, það hefði þótt saga til næsta bæjar að við sem höfum yfirleitt talið okkur til eins af velferðarríkjum Norðurlanda með lýðræðisstjórn í samræmi við það, séum komin í hóp ríkja þar sem allt færir okkur á leið til Pútíns,  Orban, Beata Szydlo og Erdogan. 

Tilvitnun í miðju úr: Stundinni

þriðjudagur, 23. febrúar 2016

Skrápurinn á Pírötum og skemmtileg nálgun

Eitthvað hitnar undir skrápnum hjá Pírötum,  þar eru til egó eins og annars staðar.  Það er erfitt að vera með kröfur þjóðarinnar um samtök sem eiga að bjarga þjóðinni úr klóm spillingar og fjórflokka
 (sem er auðvitað ekkert fjórflokkakerfi ).  Margt getur gerst fram að næstu kosningum.  Birgitta er svolítið á tauginni, konan sem ætlaði að hætta eftir 2 tímabil.  Píratarnir hafa verið
heppnir með þingmenn sína.  Það er ekki víst að allir sem komast inn á þing fyrir á verði jafngóðir. 

Það er skemmtilegt að skoða stefnumál Pírata á vefsíðum þeirra, það er öðru vísi blær yfir hugmyndum þeirra og nálgun. Þeir hafa byrjað í upphafi eins og þeir sem ekkert vita og nálgast hlutina þá á annan hátt en hefðbundin félög:  
 Það á ýmislegt eftir að koma upp þegar nær kosningum kemur.  Sumt er skrítið í lögunum eins og þetta:  Félagar mega vera skráðir með dulnefni í félagatali. Sé þetta ekki virka, get ég lætt mér þarna inn og stundað skæruliðastarfsemi? Ekki hef ég ákveðið hvern ég kýs þó ég viti hverjir það verða ekki.  Enn er margt of óljóst hjá Sjóræningjunum, það má segja að þeir séu ennþá að sigla út úr hafnarmynninu, framundan er ólgusjór. Enn er verið að sauma Seglin.  Niðurrifsöflin eru ekki bara í öðrum flokkum.  Ó nei.  Það vita allir sem hafa tekið þátt í stjórnmálabaráttu.  

 
  Ummæli Birgittu


Í fyrsta lagi þá hef ég aldrei sagt við blaðamenn að ég sé kapteinn eða formaður. Ég hef ekki tíma til að eltast við blaðamenn til að leiðrétta rangfærslur sem eru mjög miklar og ítrekað og hef fyrir löngu gefist upp á að reyna það. Sú óvild og niðurrif sem ég hef orðið ítrekað fyrir frá þinni hendi er ómaklegt og virkilega særandi.

Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að hafa þykkan skráp að þá er þetta eilífa niðurrif að byrja að hafa djúpstæð áhrif.

sunnudagur, 21. febrúar 2016

Ófærðin er ómótstæðileg!

Jæja, þá er Ófærðin á enda og einmana hetjan gengur niður þorpsgötuna, maður vonar að hann detti ekki og roti sig (ég gerði það í janúar). Mikið er gaman að upplifa það að íslenskir kvikmyndagerðarmenn, geta gert mynd af þessum gæðaflokki, þar sem allt verk, handverk, handrit, umhverfi, leikur og tónlist  eru af gæðaflokki sem gleðja skilningarvit okkar. 

Við hljótum að óska höfundum, leikstjórum, leikurum og öllu starfsfólki til hamingju. Leikarar, sérstaklega Ólafur Darri, Ilmur, Kristján Franklín, hann var unaðslegur sem alvöru skúrkur í kvöld, týpískur fjármálaskúrkur sem mun una sér vel á Kvíabryggju með banka sakleysingjunum. 

Við óskum Balthasi Kormáki til hamingju með þetta einstaka afrek, vonandi fáum við betri og gæfuríkari Útrás núna í lista heiminum, en fyrir 10 árum, ég þarf ekki að segja hvar. Og Ólafur Darri hefur sýnt það að hann er sönn hetjuímynd með allar áhyggjur heimsins á herðum sér. Megi hann vel farnast í ófærðinni og vetrardrunganum hjá okkur. 
 ,