fimmtudagur, 12. september 2013

Ósigur menntamálaráðherra

Stúdentar HÍ höfðu sigur gegn ráðherranum sem með óbilgirni streittist við.  En sá svo að hann var á röngum nótum.  Og bakkaði.  

Ég veit heldur ekki hvort þessi endalausa endurtekning hans um stöðuna á Norðurlöndum stenst, sérstaklega þar sem töluverður hluti fjárveitingar þar er hreinn og beinn styrkur. En meira um það seinna.  

Stjórn Stúdentaráðs situr upp með pálmann í höndunum gagnvart umbjóðendum sínum.   Gott að Vaka er farin að feta í fótspor Röskvu og Verðandi sem létu ekki tæta yfir sig.  Sem gamall stúdentaráðsfulltrúi gleðst maður.  

Til hamingju, kötturinn minn gleðst líka. 


Gylfi Æ, JBH, Ríkisstjórn, Sýrland og áhyggjur

Á ég að hafa áhyggjur og áhuga á kynlegum klögumálum Gylfa Ægis.  Nei, hann burt. 

Á ég að hafa áhuga á kjánaskap JBH þegar hann vill minna okkur á mannvitsbresti sína nótt og nýtan dag.  Þegar bæði hann og hluti fjölskyldu hans virðist ekki geta sætt sig við að fjölskyldufaðirinn er ekki allur sem hann er séður?   Nei, hann burt úr hugskoti mínu. Mér finnst merkilegur þessi stóri hópur valdamanna sem taka afstöðu með honum.  Út frá lögfræðilegum forsendum þegar siðferðilegar og mannúðlegar forsendur ættu að ráða afstöðu manns. 

Á ég að hafa áhuga  á yfirlýsingum forráðamanna  stjórnmálaflokkanna í ríkisstjórn hversu ofsafengnar þær eru:  þar sem heimsyfirráð og hófsamar launakröfur fara saman.  Minna einna helst á drauma íslenskra fótboltaáhugamanna.  Líklega verð ég að fylgjast með því.  Kyrrt í huga mínum. 

Á ég að hafa áhyggjur yfir seinustu þáttum í atburðarás Sýrlandssorgarleiksins?   Þar sem heimsveldið og samkeppnisaðilar þess setja Sameinuðu Þjóðirnar til hliðar með ósvífnum brelluleikjum sínum?   Já ég hef áhyggjur.  Manni rennur til rifja meðferðin á aumingja fólkinu sem býr þar.  Maður á erfitt að setja sig i þeirra spor. Það er sárt að sjá heilu samfélagi vera sundrað af valdagráðugum valdsmönnum. 

Svona eru hugleiðingar mínar á þessum fimmtudagsmorgni.  Það sækir óró að mér.  Lífið er of erfitt hjá mörgum. Ég minnist atburða dagsins í gær fyrir 12 árum, ég minnist atburðanna í Chile fyrir 40 árum.  Við mannfólkið virðumst oft hreyfast lítið úr stað.  

Ég hlusta á Davy Graham spila túlkun sína á þjóðlögum á kassagítar á meistaralegan hátt og pæli. Þetta er prédikanir okkar í dag.  


  

þriðjudagur, 10. september 2013

Sumar á Sýrlandi (not)

Það er engin furða þótt gamli snillingurinn John le Carré eigi fábreytt orð um stjórnmál nútímans

 “I do think we live in most extraordinary period of history,” he says now. “The fact that we feel becalmed is the element that is most terrifying, the second-rate quality of leadership, the third-rate quality of parliamentary behaviour.”

Ég held að við lifum stórfurðulega tíma.  Staðreyndin að við lifum þá í rólegheitum er sá þáttur sem er mest ógnvekjandi, annars flokks stjórnun leiðtoganna, þriða flokks frammistaða þingliðs.
   
Hann bætti því að vísu við að hann hefði orðið smástoltur yfir þingi heimalands síns að segja nei við enn einni aðildinni að stríði sem taglhnýtingur Bandaríkjamanna. 
 En allt framferði stórvelda nútímans sannar þessi ummæli rithöfundarins, þessa meistara kaldhæðnu  kaldastríðssögunnar.  Það er ótrúlegt að Öryggisráðið sé notað til þess að við getum orðið vitni að útþurrkun heils ríkis og dauða hundraða þúsunda, sköpun eins stærsta flóttamannavandamáls seinni tíma. Og svo endar þetta í eiturefnahanastélsboði.  Þar sem enginn vill kannast við að hafa efnt til veislunnar.   
Á meðan karpa stórveldin og senda hvert öðru glósur alla daga.  Og það skiptir höfuðmáli hvort Forsetinn hafai sjálfur fyrirskipað notkun eiturefnanna.  Eins og hann beri ekki ábyrgð á gjörðum herja sinna???  Nema hann sitji valdalaus í einhverju neðanjarðarbyrgi og bíða örlaga sinna.  


Nú álpaði utanríkisráðherra Stórveldisins í vestri út úr sér þrugli um að Sýrlandsher eyði eiturefnabirgðum sínum svona óvart.Og Rússar tóku hann á orðinu, líklega af illgirni.  En líklega verður þetta til þess að Bandaríkjaforsetinn friðsami sleppi úr heitingum sínum um loftárásir til að knýja fram samingaviðræður.  Sýrlandsher skilar eiturefnum sínum.  Svo eigum við bara að halda áfram að horfa á þetta ríki lagt í rúst.  Þar sem flugher landsins heldur uppi endalaustum árásum á landa sína. Stórskotalið lætur sprengjum rigna yfir borgir.  Vopnasalar allra landa lifa í vellystingum sem aldrei fyrr.  Og tugir þúsunda munu halda áfram að flýja til landanna í kring.  Eins og þau eigi ekki nóg með sig sjálf.  Líbanon sem varð að lifa 15 ára borgarastyrjöld.  Írak sem er í tætlum eftir innrás okkar Vesturlanda þar sem þetta fyrrum velstæða ríka er rústir einar. Tyrkland sem hefur verið á barmi borgarastyrjaldar.
   
Það er grátlegt að horfa upp á niðurlægingu Sameinuðu þjóðanna það er engin furða þótt maður hugsi um örlög Þjóðabandalagsins á seinustu öld.  Og stórveldin halda áfram að lítiilækka þetta fjöregg okkar að grafa undan því endalaust.  Svo þau geti haldið áfram að deila og drottna sjálfum sér til hagsbóta.  Fólkinu í heiminum til ógagns meðan við bíðum eftir áhrifum umhverfis- ógnvalda sem enginn vill minnast á.  Hvorki úti í hinum stóra heimi eða í henni litlu  Reykjavík þar sem allt fer í bál og brand út af landsvæði sem líklega verður komið undir sjó eftir 100 ár.

  


mánudagur, 9. september 2013

Ríkisfjármál: Amatörar eiga leik


Skorið niður til kvikmynda

segir stórum stöfum í mbl.is í dag.  Það kvisast úr smátt og smátt amatöralegir tilburðir nefndarinnar frægu um sparnað ríkisins.  Nú á Guðlaugur Þór leikinn eftir að þaggað var niður í Vigdísi Hauks. 


Hann verður óðamála um eftirlitsiðnaðinn sem hefur blásið út í tíð seinustu ríkisstjórnar. 
 „Að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðarins er röng forgangsröðun. Forgangsröðunin hjá ríkinu var galin í tíð fyrri ríkisstjórnar.“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og varaformaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar.

Nú á er kvikmyndaiðnaðurinn aftur undir hnífnum:


Til skoðunar er að skera útgjöld ríkisins til Kvikmyndasjóðs á næsta ári niður um 40% þannig að þau fari úr um milljarði í 600 milljónir króna.

segir mbl.is,  auðvitað á að herða hálstökin aftur á kvikmyndafólkinu.  Eftir að stutt er síðan féð var aftur aukið til þeirra.  og hann bætir um betur:  

„Ég efast ekki um að ríkisstjórnin fari yfir þessi útgjöld eins og önnur með gagnrýnum hætti. Fjárfestingaáætlunin bar þess merki að það var skammt til kosninga og því miður eigum við ekki fyrir þessum útgjöldum, heldur eru þau tekin að láni með ærnum tilkostnaði. Það þarf ekki aðeins að líta til fjárfestinga heldur líka rekstrarkostnaðar,“ segir Guðlaugur Þór sem gagnrýnir m.a. áform um að ríkið leggi til samtals um 3,6 milljarða króna vegna náttúruminjasafns í Perlunni á næstu 15 árum.

Líklega hefur hann gleymt að ferðamannaiðnaður skilar milljörðum á hverju ári.  Og ferðamenn þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni og borga inn á.  Náttúruminjasafn á eftir að gera Perluna að fastastað túristanna, umhverfisperlu Reykjavíkur og landsins.

Og Vigdís Hauks verður líka að eiga smá innlegg: „Ég get staðfest að við erum að skoða fjárfestingaáætlunina. Við erum að skoða alla póstana. Þetta er jafnframt til skoðunar í fjármálaráðuneytinu. Það liggur allt undir.“

Kvikmyndamenn eru furðu lostnir, Friðrik Þór á orðið: 

"Að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna“ 

„Síðasta ríkistjórn skar kvikmyndasjóð heiftarlega niður - en eftir að fjármagnið var aftur aukið  hefur orðið 238 prósent veltuaukning í kvikmyndaframleiðslu – þá eru myndbönd og sjónvarpsefni tekin með. Fjölgun ársverka voru tæplega sex hundruð,“ segir Friðrik, jafnframt.
segir Friðrik Þór Friðriksson; 

„Þetta getur hver maður séð - þetta eru heimildir frá Hagstofu,“ bætir hann við.

„Síðan er erlend fjárfesting í kvikmyndaverkum langt yfir milljarði þannig að tekjur ríkisins – af hækkuninni – verður reiknaður upp á 1,2 milljarða rúmlega,“ segir Friðrik.

Og auðvitað hefur Guðlaugur Þór ekkert frétt af þessu:  „Ég kem algjörlega af fjöllum“ segir Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem á sæti í hagræðingarhóp ríkisstjórnarinnar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum um frétt Morgunblaðsins um að 40 prósent niðurskurður til Kvikmyndasjóðs Íslands sé til skoðunar.

Já, lesendur góður, amatörarnir ráða ríkjum,  þeir koma bara af fjöllum þar sem þeir vilja auðvitað að eftirlitsiðnaður og listageirinn sé skorinn við trog.  Hinn frjálsi fjármálaiðnaður á auðvitað að hafa frítt spil.  Við höfum svo góða reynslu af því.




Myndir:  Úr Öndunarfirði EÓ
 


sunnudagur, 8. september 2013

SUS, xD: Bros til sölu ......


Hæstbjóðendur:  Kjósendur. 

Stefna :   Eitthvað til að svíkja

Verð:  Of hátt

Orðatiltæki:  Nothing is so admirable in politics as a 
short memory.

                          John Kenneth Galbraith






laugardagur, 7. september 2013

2007: Fasteignaauglýsing aldarinnar

Það var skrítið þetta 2007tímabil okkar.  Kona mínn hrópaði í morgun Erling komdu ég er búin að finna óskahúsið okkar.  Og ég haltraði til hennar og sjá: Miðengi, (Fimmtabraut) 801 Selfoss.  Nú er bara að draga fram budduna og byrja að telja. Og draga fram kampavínsflöskuna og skála að lokinni undirskrift!!!!   Skál!!!  

Þessi síða er forvitnileg um fasteignaverð og þróun. Verð á fermetra að komast í hæstu hæðir aftur.    


Verð                  139.000.000

Fasteignamat      38.490.000

Brunabótamat           0

Tegund              Orlofshús

Stærð                      494

Herbergi                    6


Stórglæsilegt heilsárshús í Miðengi í Grímsnesi. Eignin er 494,2 fm og er á byggingarstigi 4 og matsstigi 4. Húsið er að mestu leiti tilbúið til spörtlunar að innan en frágangur að utan og lóð er eftir.  Hitaveita, hiti í gólfum en frágangur á rafmagni er eftir.  Húsið er afar vandað og selst í því ástandi sem það er í dag. Lóðin er 24.418 fm og er eignarlóð. Svæðið er lokað með rafmagnshliði (símahlið). Glæsilegt útsýni er frá lóðinni yfir Sogið. Töluvert er búið að gróðursetja af plöntum og trjám á lóðinni.
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir. Selfoss er aðeins í ca. 16 km fjarlægð og því stutt í alla þjónustu. Frá Reykjavík eru aðeins um 70 km sé ekið um Hellisheiði. Styttra um Nesjavallaveg.    

http://www.mbl.is/fasteignir/img/527/e648916_12A.jpghttp://www.mbl.is/fasteignir/img/527/e648916_12A.jpg


Glaðir, kátir, reifir: töpuðum ekki .....

Flesta daga eru margir svo reiðir,  allir þurfa að taka þátt í kappræðum og helst vinna.  Dag eftir dag. En í kvöld voru flestir bara glaðir, út af jafntefli í landsleik í knattspyrnu.  

Satt að segja voru okkar menn svo maður noti þann frasa ansi góðir og frískir og ákveðnir og baráttuglaðir.  Þess vegna uppskáru þeir jafntefli þrátt fyrir daufan varnarleik öðru hverju.  Svo það er gott að vera glaðbeittur í kvöld.  Við hjónin fengum okkur meira að segja bjór í tilefni dagsins.  

Já, þetta var bara gaman.  Kettirnir mínir voru líka kátir.  Við skulum halda því áfram fram eftir næsta degi.  Gleyma JBH, SDG, AJ og öllum hinum skammstöfunum.  



Svo sendi ég frænku minni Guðrúnu Helgadóttur afmæliskveðju. Hún er 78 ára gömul.
                                         Hvar eru þessir að þvælast?
svar: Benedict Cumberbatch, left, as Julian Assange and Daniel Brühl in "The Fifth Estate," which played at the Toronto International Film Festival.