þriðjudagur, 29. október 2013

Obama: Vonin sem brást

Það er sorglegt að sjá hvernig von heimsins fór.  Hinn ungi, vel máli farni, glæsilegi karl.  Sem fékk Friðarverðlaun Nóbels svona fyrirfram áður en hann var búinn að sýna nokkuð.  Nú situr hann einn í húsinu hvíta.  Fáir vilja tala við hann af einlægni eða búast við að hann tali satt.  Þessi fulltrúi Heimsveldisins í vestri er rúinn traust eftir að hafa orðið vís að því að leggja blessun sína yfir njósnir á 35 þjóðhöfðingum og forsætisráðherrum. Notaði til þess meira að segja sendiráð stödd í smáfjarlægð frá Þinghúsum þar sem öflugust tæki heims hlustuðu á FARSÍMA þjóðhöfðinganna.  Ætli íslensk yfirvöld hafi orðið þeirrar náðar aðnjótandi að komast í þennan hóp????

Það er furðulegt að sjá fjölmiðla í Evrópu, jafnvel þýska íhaldssama pressu, sem á ekki orð yfir vininum í Vestri.   Arthúr Björgin fjallar um þetta í Speglinum í gær og ég gluggaði í Welt am Sonntag í fyrradag og Welt í morgun.  Í morgun er Höfuðgrein blaðsins eftir Thomas Straubhaar, virtan prófessor sem dvelur nú í Washington við rannsóknir, þar  sem Bandaríkjamönnum er líkt við einræðisríkin í austri, ummæli Leníns eru rifjup upp: "Vertrauen ist gut, Kontrolle ist besser"  Trúnaður er góður,Eftirlit er betra.  Minnt er á allsherjar stýringuna í Austur Þýskalandi þar sem ekki tókst að stjórna þjóðinni þrátt fyrir allt eftirlitið og njósnirnar eða koma í veg fyrir hrunið 1989.   Og hann endar greinina : 
Dass nun 25 Jahre nach dem Kalten Krieg ausgerechnet die USA der Illusion des "Big Brothers" verfallen und glauben, dass eine totale Kontrolle der Privatsphäre zu rechtfertigen ist, ist ein Aufreger. Denn damit werden die USA den Prinzipien einer liberalen, offenen Gesellschaft untreu.  "Að Bandaríkin 25 árum eftir lok Kalda stríðsins trúi og ímyndi sér að algjört Eftirlit Einkasviðsins sé hægt að réttlæta er hneyksli."  Með þessu eru Bandaríkin  fallin frá Grundvallarhugmyndunum um frjálst, opið samfélag.  

Á seinni hluta valdatímabils síns stendur Barack Obama aleinn, hann treystir engum, allt þarf að hlera,  hann sendir Dróna í allar áttir, enn er hann ekki búinn að loka Guantanama fangabúðunum, hann situr í Hvíta húsinu og les tölvupósta þýska kanslarans. Hann hefur ekki getað stýrt því að leysa hin raunverulegu vandamál sem komu Kreppunni af stað.  Það er auðhyggjan sem stýrir, hinir ríku verða ríkari, hinir fátæku fátækari.  Á tímum vonarinnar sem brást. Fari hann vel.





sunnudagur, 27. október 2013

Bjarni vék af fundi ......

Enn er fólk að ræða yfirgang Garðabæjar og Vegagerðar með samþykki Innanríkisráðuneytis gegn umhverfissinnum.  Mikið hefur verið rætt um hversu Bjarni okkar kæri Benediktsson vissi lítið.  Jafnvel frændi hans Ingimundur Sveinsson sem var stundum til ráðgjafar þar syðra
hefur ekki getað frætt hann um tengslin og ömmurnar sem bæjarstjóranum var tíðrætt um í útvarpinu.  

En...... árið 2007 var Bjarni farinn að vita eitthvað. Það sést í fundargerðum.  Það er skemmtilegt hversu eigendur Selskarðs fylgja ár eftir ár sínum hagsmunum með athugsemdum á hverju ári og í fundargerð 24.10.2007 þá víkur Bjarni af fundi, takið eftir vék af fundi.  Þegar eigendur Selskarðs voru að minna á rétt til Mótekju vestan Hraunsholtslækjar. Til hvers átti svo að nota mó eð mold?   Mómold frá þessu svæði hyggjast eigendur Selskarðs m.a. nýta sem gróðurmold í lóðir á heimalandi Selskarðs. Já, Bjarni er kominn inn í hugmyndir ættarinnar um framkvæmdir.  Ef hann vissi það ekki strax.  Sem mér finnst líklegra.  


5. Ásgarður, deiliskipulagsbreyting – 2007 07 0027Tillaga að breytingu deiliskipulags Ásgarðs lögð fram að lokinni kynningu.
Tillagan gerir ráð fyrir að lóð íþróttamiðstöðvarinnar stækkar til vesturs en
lóðir sameiginlegra bílastæða minnka sem þeirri stækkun nemur. Fimleikahúsið
verður sambyggt við íþróttamiðstöðina og verður hámarkshæð 9,0 m. Tillagan var í
kynningu frá 31.ágúst til 12.október. Ein athugasemd hefur borist við tillöguna
frá Jóni Lárussyni fyrir hönd eigenda Selsskarðs þar sem vakin er athygli á því
að jörðin Selskarð eigi rétt til mótaks í mómýri vestan Hraunsholtslækjar. Þar
sem að hugsanlegur réttur til mótaks er í mómýri vestan Hraunsholtslækjar á
athugasemdin ekki við deiliskipulag Ásgarðs þar sem skipulagssvæðið er allt
austan lækjarins og er athugasemdinni því vísað frá.

Bjarni Benediktsson vék af fundi undir þessum lið. 


Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna skv. 25.gr. Skipulags- og
byggingarlaga.

Ríkisstjórn með meirihluta. Bjarni Ben vék af fundi

Það er ansi furðulegt að hitta fólk um þessar mundir.  Nú eftir að þingmenn hafa þeyst um landið til að ræða við kjósendur sína, þá heyrir maður að margir stjórnarþingmanna hafi ekki átt nein svör við öfgakenndu fjárlagafrumvarpi önnur en þau að það komi ekki til greina að þetta fari svona í gegn, niðurskurður til fjölmargra þátta atvinnulífs, byggðastefnu,heilbriðgismála, menninga og mennta.  Svo spurningin er láta þeira valdaklíkuna temja sig þegar koma til baka í Alþingishúsið??????   Gilda þá ekki lengur orðin : Þetta kemur ekki til greina? Eru alltaf tvær persónur í sama manni; einn í héraði, annar á Alþingi? 

Einn viðmælandi minn sagði þetta minna sig á þegar Jón Bjarnason fór í prófkjör fyrir xS  og mærði þennan flokk víða um héruð. Í næstu viku á eftir hringdi hann í þá sama fólk og básúnaði ágæti VG og hvatti fólk til að kjósa sig eftir hann tapaði prófkjörinu í xS!!
________________________________

Enn er fólk að ræða yfirgang Garðabæjar og Vegagerðar með samþykki Innanríkisráðuneytis gegn umhverfissinnum.  Mikið hefur verið rætt um hversu Bjarni okkar kæri Benediktsson vissi lítið.  Jafnvel frændi hans Ingimundur Sveinsson sem var stundum til ráðgjafar hefur ekki getað frætt hann um tengslin og ömmurnar sem bæjarstjóranum var tíðrætt um í útvarpinu.  

En...... árið 2007 var Bjarni farinn að vita eitthvað. Það sést í fundargerðum.  Það er skemmtilegt hversu eigendur Selskarðs fylgja ár eftir ár sínum hagsmunum með athugsemdum á hverju ári og í fundargerð 24.10.2007 þá víkur Bjarni af fundi, takið eftir vék af fundi.  Þegar eigendur Selskarðs voru að minna á rétt til Mótekju vestan Hraunsholtslækjar. Til hvers átti svo að nota mó eð mold?   Mómold frá þessu svæði hyggjast eigendur Selskarðs m.a. nýta sem gróðurmold í lóðir á heimalandi Selskarðs. Já, Bjarni er kominn inn í hugmyndir ættarinnar um framkvæmdir.  Ef hann vissi það ekki strax.  


5. Ásgarður, deiliskipulagsbreyting – 2007 07 0027
Tillaga að breytingu deiliskipulags Ásgarðs lögð fram að lokinni kynningu.
Tillagan gerir ráð fyrir að lóð íþróttamiðstöðvarinnar stækkar til vesturs en
lóðir sameiginlegra bílastæða minnka sem þeirri stækkun nemur. Fimleikahúsið
verður sambyggt við íþróttamiðstöðina og verður hámarkshæð 9,0 m. Tillagan var í
kynningu frá 31.ágúst til 12.október. Ein athugasemd hefur borist við tillöguna
frá Jóni Lárussyni fyrir hönd eigenda Selsskarðs þar sem vakin er athygli á því
að jörðin Selskarð eigi rétt til mótaks í mómýri vestan Hraunsholtslækjar. Þar
sem að hugsanlegur réttur til mótaks er í mómýri vestan Hraunsholtslækjar á
athugasemdin ekki við deiliskipulag Ásgarðs þar sem skipulagssvæðið er allt
austan lækjarins og er athugasemdinni því vísað frá.

Bjarni Benediktsson vék af fundi undir þessum lið. 


Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna skv. 25.gr. Skipulags- og
byggingarlaga.






  



miðvikudagur, 23. október 2013

Gálgahraun, táknrænt nafn, merkilegir atburðir

Gálgahraun, bara nafnið vekur óhug og ótta.  Enn verða það ekki bara handtökurnar sem vekja undrun. 

Hitt sem er skrítnara og fáránlegra það er hlutur fjármálaráðherra og stórfjölskyldu hans í þessu afkáralega sjónarspili.  Sem kemur manni svo sem ekki á óvart þegar upp er staðið.  Svo margt undirfurðulegt hefur komið í ljós seinustu árin í sambandi við fjármálaklíkur þjóðarinnar. Svo er reynt að dreifa málinu í umræðunum skaðabætur fyrir landið þegar fólk er að ræða um seinni tíma gróða Eigenda.  

Spurningu hlýtur maður að varpa fram, var BB viðstaddur þegar ákvarðanataka var tekin í skipulagsráði  Garðabæjar????  Greiddi hann atkvæði?  Er það í samræmi við lög? Hvað segja fundargerðir um það?

Morgunblaðið lýsti hugmyndum jarðareigenda  þar sem framtíðaráform þeirra eru sýndar. Það verður gaman að fylgjast með skipulagsmálum Garðabæjar næstu árin og sjá hvað gerast.

Og um Gálgahraun er enginn vegur eða hvað?

Hverjir eiga Selskarð?

Selskarð
(db. ERLENDUR BJÖRNSSON)
E
(SVEINN BENEDIKTSS)
E
Anna Arnbjarnardóttir
E
Anna Lárusdóttir Ellerup
E
Benedikt Sveinsson
E
Bolli Þór Bollason
E
Einar Sveinsson
E
Guðrún Sveinsdóttir
E
Ingimundur Sveinsson
E
Jón Lárusson
E
Oskar Arnbjarnarson Oskarson
E
Óskar Lárusson
E
Sigríður Arnbjarnardóttir


Og Hannes Smárason er kominn úr sóttkvínni segir Kári Stefánsson



mánudagur, 21. október 2013

Biskup,Forseti, Ráðherrar: Hrópandi þögn


Góð tilbreyting að heyra í kirkjunnar manni sem ekki bugtar sig og beygir fyrir gulli og kálfum eins og við erum vön hérna heima. Biskupinn af Kantaraborg er frjálshuga maður með hjartað og hugsun á réttum stað.  

http://www.ruv.is/sarpurinn/tiufrettir/21102013-0

Forsetinn okkar virðist vera með aðrar áherslur heima en erlendis. Þetta sagði hann fyrir austan. 

Forsetinn sagði mikilvægt að hlusta á þarfir stórra skipafélaga og annarra sem vilja nýta tækifæri á norðurslóðum „sem geta frætt okkur um það hvað fest í þeirri aðstöðu sem menn eru að óska eftir ef að þessar siglingar verða að veruleika.“

Já, það er gott að hafa stór skipafélög sem geta frætt okkur. Fyrir nokkrum árum voru það stórir bankar sem vissu allt um það hvað okkur var fyrir bestu og forsetinn tók undir það. Við vitum hvert það leiddi okkur.  Í útlöndum man hann stundum að það eru stærri vandamál hvað varðar bráðnun ísa og jökla en skipaferðir það er spurning um stöðu okkar og líf á jörðinni.  

Það var hrópandi þögn í dag, engir ráðherrar tjáðu sig um eitt eða neitt.  Enginn Innanríkisráðuneytisráðherra, enginn Heilbrigðisráðherra.  Nei það var enginn ráðherra sem hafði með ólöglega handtöku á fjölda manns að gera.  Enginn ráðherra sem hefur með sjúkrahús að gera, hvað þá að koma með ákveðnar tillögur um fjárveitingar til Landspítalans. 

Hrópandi þögn valdsmanna um það sem skiptir máli.







Kannanir og Landspítali: Þjóðin er fífl

Það lítur illa út, ætli þeir hafi talast við í gær?    SDG og BB, rætt skoðanakannanir?  Kannski þurfa þeir það ekki.  Þeir eru að gera rétt, þjóðin er fífl.  Allt er á réttri leið, norður og niður. Þangað ætlum við.  Með viðkomu í Flórída. Eða hvað? 

Víkjum yfir til Landspítalans. Læknar láta í sér heyra í Fréttablaðinu.  Margir stórir og valdamiklir. Þrjátíu og eitthvað, hvað er merkilegt við þennan lista hér að neðan?  Ótrúlegt árið 2013.  Verðlaun fyrir rétt svar.  Nóg um það.  En hvað á að gera, á bara að bíða?  Eftir hverju?  Er ekki kominn tími til að setja nokkra milljarða í fjáraukalög? Panta græjur og tölvur.  Sýna kraft og dug.  Sem lítið hefur farið fyrir, nema þegar útgerðarmenn eiga í hlut. Sem betur fer getur ríkið tekið lán núna erlendis.  Þökk sé seinustu ríkisstjórn sem þjóðin mat lítils.  Er ekki kominn tími til að tengja??????  

Svo er það listinn hér að neðan. Er virkilega engin kona yfirlæknir prófessor á Landsspítalanum.  Finnst karlyfirlæknum engin ástæða að hafa samstarf við annað starfsfólk.  Er óþarfi að hafa valdamikla hjúkrunarfræðinga með?   Eða aðra starfsmenn, eðlisfræðinga, matvælafræðinga, sálfræðinga, hagfræðinga og svo framvegis. Þarna sýnist mér sé líka kominn tími til að tengja.  Eða hvað?   


■ Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir
og prófessor í skurðlækningum,
formaður prófessoraráðs Landspítala
■ Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir
og prófessor í geðlækningum,
varaformaður prófessoraráðs
■ Arthur Löve, yfirlæknir og prófessor
í veirufræði
■ Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir
og prófessor í barnalækningum
■ Bjarni A. Agnarsson, yfirlæknir
og prófessor í meinafræði
■ Björn Guðbjörnsson, yfirlæknir
og prófessor í gigtarrannsóknum
■ Björn R. Lúðvíksson, yfirlæknir
og prófessor í ónæmisfræði
■ Einar Stefánsson, yfirlæknir og
prófessor í augnlækningum
■ Einar Stefán Björnsson, yfirlæknir
og prófessor í meltingarlækningum
■ Elías Ólafsson, yfirlæknir og
prófessor í taugalækningum
■ Eyþór H. Björnsson, lungnalæknir
og klínískur prófessor
■ Friðbert Jónasson, yfirlæknir
og prófessor í augnlækningum
■ Gísli H. Sigurðsson, yfirlæknir
og prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum
■ Guðmundur Þorgeirsson, yfirlæknir
og prófessor í lyflækningum
■ Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir
og prófessor í lyfjafræði
■ Helgi Jónsson, gigtarlæknir og
prófessor í gigtarlækningum
■ Helgi Sigurðsson, yfirlæknir og
prófessor í krabbameinslækningum
■ Karl G. Kristinsson, yfirlæknir
og prófessor í sýklafræði
■ Jóhann Heiðar Jóhannsson,
meinafræðingur, klínískur prófessor
■ Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir
og prófessor í meinafræði
■ Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir
og prófessor í lífefnafræði
■ Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir
og prófessor í smitsjúkdómum
■ Magnús Karl Magnússon, prófessor
í lyfjafræði og forseti
læknadeildar HÍ
■ Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir og
prófessor í öldrunarlækningum
■ Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir
og prófessor í blóðsjúkdómum
■ Rafn Benediktsson, yfirlæknir
og prófessor í innkirtlalækningum
■ Ragnar G. Bjarnason, yfirlæknir
og prófessor í barnalækningum
■ Reynir T. Geirsson, yfirlæknir
og prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum
■ Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir
og prófessor í lyflækningum
■ Sigurður Yngvi Kristinsson,
blóðmeinafræðingur og prófessor
í blóðsjúkdómum
■ Þórarinn Gíslason, yfirlæknir og
prófessor í lungnalækningum


sunnudagur, 20. október 2013

Skálholt: Tilgátukirkja í tilgátuheimi

Nú fá kirkjunnar menn eitthvað til að slást um.  Þeir geta ekki unað sér á friðarstóli. Svo tilgátukirkjan kemur í góðar þarfir.  Nauðsynlegt er að koma upp þessari nýgömlu kirkju til að sýna hve voldugir Íslendingar voru og eru. Við vorum mestir og bestir.  Og erum það
enn eins og Forsætisráðherrann okkar segir þar sem hann veltir sér um  í heitum friðarsandinum á Flórída.

Skólaráð staðarins er ekki hrifið, (ég man nú ekki hvort það mótmælti kofa Árna Johnsens fyrir skömmu síðan).
 „Í okkar huga er þetta fyrst og fremst helgistaður sem vissulega býður túrista velkomna en frumhlutverk þessa staðar er að vera helgi- og sögu- og menningarstaður en ekki bara einhvers konar túristastaður. Það hlutverk er víkjandi en ekki ríkjandi.“  

Og Hjalti Hugason og Sigrún Óskarsdóttir taka sterkara til orða:  
Gullkálfur á helgum stað
Torvelt er að sjá að „miðaldadómkirkja“ í Skálholti reist á öndverðri 21. öld geti þjónað öðrum tilgangi en að vera sölubúð. Það er ekki annað að sjá en að það sé einmitt hugmyndin. Því virðist fyrst og fremst um gullkálf að ræða, svo vísað sé til forns dæmis sem kirkjan ætti að varast.
Bregðist þjóðkirkjan því trausti sem henni var sýnt með afhendingu Skálholts er mikill skaði skeður. Gjöfin verður vissulega ekki aftur tekin. Verði Skálholt „afhelgað“ er kirkjunni og kolkrabbanum á hinn bóginn vorkunnarlaust að reka staðinn af þeim tekjum sem gullkálfurinn og dansinn í kringum hann kunna að skapa. Árleg meðgjöf þjóðarinnar með Skálholti ætti þá að falla niður. Það er óþarft að þjóðin leggi fé í þá hít.


Já, lesendur góðir, væri ekki gott að þessir sterku fjárhirðar létu fé sitt drjúpa í Ríkisspítalann í staðinn fyrir að prjála austur í Skálholti en eflaust verða það handhafar tilgátuguðs sem sigra þeir sömu sem krupu fyrir ameríska fjármagnsguðinum í Laugardalshöll fyrir nokkrum vikum. Þannig er tilgátulíf okkar í dag.