fimmtudagur, 18. desember 2014

Jólasnjór : Kaos í Reykjavík og Friður á jörð

Nú fá allir jólasnjóinn kærkomna, allt í kafi. Veðurfræðingar kætast, gott fyrir nýjar rannsóknir.    

Á leið minni um bæinn sá ég fólk reyna að moka bílunum sínum út úr sköflum. 

Hreinsunartæki borgarinnar taka eina bunu eftir götunum, svo ekkert meira.  Ekki hugsað um aðferð til þess að hreinsa hryggina fyrir framan strætisvagnaskýli, ég nota strætó um þessar mundir svo ég sé ástandið.  Ég gerði margar tilraunir á Langholtsveginum að komast yfir einn af þessum dásamlegu hryggjum ( ekki betra vegna veikra hnjáa).  Mér tókst að klifra.Ég held að margt gamalmennið eigi í erfiðleikum.  En líklega er það allt í lagi í Reykjavík.  Þar verða menn gamlir 3 árum seinna en annars staðar. 

Það virðist ekki þurfa mikið meiri snjó til þess að allt verði komið í kaos í henni Reykjavík.  Ég hugsa að Akureyringar séu nú vanari erfiðum aðstæðum.  Á þessum árstíma verða menn líka að komast á bíl sínum í jólaneysluna. Kaupa, kaupa meira. Ég sá það á götunni hjá mér að það voru ansi margir á ferð í fyrrdag í kófinu og hvassviðrinu.  

Við erum eftir allt Víkingar (líka nýbúarnir) og látum ekki veður hamla okkur.  Svo mætum við öll í Friðargönguna á Þórláksmessu.  Ekki veitir af þegar maður lítur á ástandið í heiminum. 

 




þriðjudagur, 16. desember 2014

Kirkjuferðir og kjánaprik

Það er erfitt að ræða um starfsemi kirkjunnar innan annarra stofnana eins og skóla.

Þeir sem telja sig vera trúaða, hvernig sem þeir sýna það, verða svo sárir.  Það er erfitt að særa fólk sem er sárt með rökum.  Þeir sem átta sig ekki á orðinu mannréttindi þeir eru á hálum ís.

Kirkjuferðir skólabarna er tiltölulega nýtt fyrirbrigði í sögulegu samhengi.  Það voru engar
kirkjuferðir þegar fólk á mínum aldri var í barna eða gagnfræðaskóla.

Í stórum samfélögum liggur þetta ansi ljóst fyrir að það er stór hluti barna sem kemur af heimilum þar sem er önnur trú en kristni eða trúleysi. Þar höfum við fjölmenningu, sem líka er í trúarheiminum.

Í fámennum samfélögum úti á landi verður þetta oft erfiðara vegna einsleits hóps. Þó held ég að það sé enginn skóli á landinu þar sem allir tilheyra sama trúfélagið það er Lúterismanum.Þótt það sé bara ein fjölskylda þá á hún rétt.

Ég heyrði oft rödd seinustu árin þegar ég var að kenna hvort minni hluti ætti að kúga meirihlutann? "Við" þeas hefðbundnu kristnir væru fleiri svo við ættum að ráða!  Þessar hugmyndir eru ríkjandi á fleiri sviðum.  Meirihluti á Alþingi á að fá að gera hvað sem er án þess að tala við minnihlutann af því að stjórn er mynduð með meirihluta langoftast á Íslandi.  

En það er ábyrgð að vera meirihluti, Bandaríkjamenn hafa manna mest hugleitt þetta í 250 ár.  Þeirra niðurstaða var að í skólum ætti að fara fram kennsla. Ekki trúboð.  Kirkjusöfnuðir eiga að gera það utan skólatíma.  Ef söfnuðir vilja fagna jólum með börnum þá eru það foreldrar sem fara með börn sín í kirkjur eða safnaðarhús.  Ekkert mál. Þá vita líka fullorðnir að það er þeirra ábyrgð að viðhalda kristni eða hvaða trú sem er til niðja sinna. Ekki skólans eða kennara. Eins og viðhorfið hefur verið hérna hjá okkur.  Það eru of fáir hjá okkur sem gera sér grein fyrir merkingu mannréttinda.  Sem skiptu svo miklu máli í stjórnarskrám Frakka og Bandaríkjamanna strax á 18. öld.  Við eigum oftar að lesa rit Upplýsingarmanna.  

Þá myndum við sjá í gegnum kjánaprik eins og Pál Vilhjálmsson, sem notar frasa eins og Öfgavinstrimenn, kristna þjóðmenningu, hófsamir vinstrimenn, pólitískur vígvöllur, öfgamenn sem taka ekki sönsum og kúltúrstríð. Allt til að reyna að koma illu af stað.  Stríð og vígvöllur, allt sem segja þarf um málefnagrundvöll Páls Vilhjálmssonar, ég held að Guðrúnu Helgadóttur líði ekki vel: 

Öfgavinstrimenn í kúltúrstríði

Þingmaður Samfylkingar, Sigríður I. Ingadóttir,tekur undir með atlögu Lífar Magneudóttur á kristna þjóðmenningu Íslendinga.
Hófsamir vinstrimenn, til dæmis Guðmundur Andri Thorsson, vara við því að gera trúmál að pólitískum vígvelli.
Öfgavinstrimenn munu ekki láta segjast enda liggur það í eðli öfganna að taka ekki sönsum.


 

mánudagur, 15. desember 2014

Ríkisstjórn: Öfugur sjónauki

Um hvað fjallar læknadeilan?  Ansi erfitt að svara.  

Ofsi fjármálaráðherra er óskiljanlegur. 

Afhverju kemur ekkert tilboð frá ríkinu? 

Þetta fjallar um að hækka fastalaunin, breyta öðrum kjörum. 

Ætlar Framsóknarflokkurinn að missa seinustu tiltrú kjósenda sinna? 

Ýmislegt bendir til þess að baki liggi hugmyndir um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins slíkar hugmyndir virðast vera ríkjandi hjá þessari fyrstu kynslóð frjálshyggjunnar sem kemst til valda. Svo bætist við að Framsóknarflokkurinn er undir forystu gullskeiðardrengsins hvers faðir kemur úr ansi nánu fjármálasamstarfi við innstu koppana í  Engeyjarættinni.  

Þessar hugmyndir eru í :  Heilbrigðismálum, Menntamálum, Fjölmiðlamálum. 

Það á að sverfa til stáls: Margir ráðherrar hafa komið fram sem úlfar í sauðagæru. Margar hugmyndir sem koma fram virðast verða til yfir of mörgum glösum af bestu brennivínum!Fólk sem kíkir í gegnum öfugan sjónauka. 

Er engin leið að stöðva áður en við förum fram af bjargbrúninni?


sunnudagur, 14. desember 2014

Veður á mörkum hins byggilega heims ...

Við gleymum því oft að við lifum á mörkum hins byggilega heims. 

Gríðarleg veður ganga nú yfir svæðið sem við búum á. Fyrst fyrir vestan og norðan, svo austan.  Veðurmælar og tæki láta undan: 

„Meðalvindur í Hamarsfirði um eittleytið í dag var 39 metrar á sekúndu. Svo brotnaði mælirinn sem Vegagerðin er með þarna, hann hefur líklegast ekki þolað þetta álag. Það er nú eiginlega frekar fúlt því svo virðist sem vindurinn sé bara enn að vaxa og það væri gaman að hafa þessar tölur,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Við hringdum austur og forvitnuðumst um ættingjana í morgun, veðrið var ekki komið þangað en skömmu síða hefur það aldeilis hvesst. Maður hefur áhyggjur af ættingjum og vinum.   Við virðumst fá fleiri hvassviðri á okkur. Við höfum sloppið vel í Reykjavík í vetur. 

Vonandi að við fáum frið yfir jólin. En við ráðum því ekki.  Vonandi verða engin stóslys....






Kortin úr ýmsum áttum!

föstudagur, 12. desember 2014

Norðurheimskaut: Forsetinn fer sínu fram

Það er merkilegt stjórnarfar þegar spilling hefur náð undirtökunum. Við sjáum það í svo mörgu núna.  Sterkir valdsmenn ná sínu fram, hygla sínum, fara með völdin eins og þeim sýnist.

Lítið dæmi var í Fréttablaðinu í gær.  30 milljónir sem Háskólinn á Akureyri fékk.  20 milljónir eiga :  Tveir þriðju hlutar upphæðarinnar
eru eyrnamerktir kennslu í heimskautarétti við
skólann og gætir óánægju með það meðal starfs-
manna. (bls. 2)



En það er ekkert óeðlilegt við þetta.  Heimskautamálin hafa verið sett í umsjá forsetans á Bessastöðum. Hann ræður þeim málaflokki að vild.  Svo ..... maður gæti hugsað sér að  hann hefði beitt samböndum sínum til að fá  20 milljónir fyrir stuðningsmenn sína fyrir norðan.  Þar hafa verið bestu stuðningsmenn hans í Norðurheimskautaumræðunni á meðan lítill áhugi hefur verið hér fyrir sunnan.

Ólafur Ragnar hefur af sinni alkunnu ýtni komið upp sterkum samböndum með Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða, sem hefur haldið 2 ráðstefnur hérna í Hörpu.  Og virðist ætla að gera þær að árvissum atburði, það er búið að auglýsa ráðstefnur næstu 3 árin. Ólafur virðist hugsa Hringborð Norðurslóða  nokkurs konar samræðuvettvang fyrir alla þá sem  vilja ræða mál sem snerta þetta svæði, pólitískt, efnahagslega, umhverfislega:



According to Grímsson, Arctic Circle was founded on an idea of inclusiveness, bringing together international stakeholders with economic, scientific, political and environmental interest in the region. Many Arctic-centric meetings take place every year, though they often focus on a single subject, like energy or resource development. The Arctic Circle, Grímsson said, aims to get all of those minds thinking on the same topics.
“If we are going to make this a success,” Grímsson said, "we have to find a new way to bring all these different constituencies together.”

Þessi stofnun sem var komiðá fót  af Ólafi og Alice Ragoff, bandarískri fræmkvæmdakonu sem hefur tekið ástfóstri við Alaska og umhverfismál Norðursins.  Ekki er verra að hún á stærstu fjölmiðla Alaska.  Það er ýmislegt sem kemur skringilega fyrir sjónir í Arctic Circle, eins og Heiðursráð:

 Þar situr valinkunnur hópur fólks:  Prins Albert frá Mónakó, Chilingarov sendiboði Pútíns í Norðurheimskautamálum, þekktur vísindamaður og pólitíkus.  Kleist fyrrverandi forsætisráðherra Grænlands, Murkowsky þingmaður repúblikana á Alaska sem ætlar núna að auka olíuframkvæmdir í Alaska þegar repúblikanar hafa fengið meirihluta í báðu deildum Bandaríkjaþings, og loks Al Jaber
kunnur athafnamaður frá Abu Dhabu sérfræðingur í sjálfbærri þróun og framkvæmdum.

Svo er ráðgjafaráð þar sem sitja  35 manns þar af 3 Íslendingar, tveir sem hafa tengst Háskólanumá Akureyri og síðan fjárfestirinn Heiðar Már Guðjónsson.

 Það verður því gaman að sjá hvernig Arctic Circle mun þróast, það getur verið háð þróun heimsmála næstur árin.  Engir opinberir fulltrúar Bandarísku alríkisstjórnarinnar komu á þessa ráðstefnu, en Sigmundur Davíð flutti ræðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og ræddi um Norðurslóðamálin: 

 Einnig ræddi ráðherra um mikilvægi samvinnu hins opinbera og einkageirans um ábyrga og sjálfbæra nýtingu auðlinda á svæðinu, og að réttindi íbúa á norðurslóðum verði ávallt í heiðri höfð. Sagði forsætisráðherra Ísland ábyrgan samstarfsaðila í málefnum norðurslóða, meðal annars á sviði öryggismála, auðlinda- og orkunýtingar og vísinda.  

Það verður því fróðlegt að fylgjast með þessum málaflokki, Ólafur Ragnar hefur verið í nánara sambandi við rússnesk stjórnvöld heldur en stefna ríkisstjórnarinnar er.  En reynslan hefur kennt okkur að Forsetinn á Bessastöðum gerir það sem honum sýnist í skjóli óljósrar skilgreiningar á valdi hans í stjórnarskrá. 




situsitja valinkunnir  sitja valkinkunnirsitja valinkunnir ei

 

 

Honorary board:

  • President Ólafur Ragnar Grímsson
  • HSH Prince Albert II
  • Artur Chilingarov
  • Kuupik Kleist 
  • Senator Lisa Murkowski
  • Dr. Sultan Ahmed Al Jaber







fimmtudagur, 11. desember 2014

Höfðatorgsgildran: Ekki benda á mig

Höfðatorgsgildran teygir út hramma sína núna.  Margar myndir og sögur af óförum landans.  Og auðvitað er það fólkinu að kenna, ekki hönnuðum sem hlustuðu ekki í mótmælaraddir á sínum tíma. 
Kunningi minn lenti í ógöngum þarna í gær.  Greip í ljósastaur og hélt sér, tókst að smokra sér upp fyrir Turninn.  og komast inn í Túnin.  



Ég vann fyrir norðan Turninn á sínum tíma, fylgdist með uppbyggingunni og lenti oft hremmingum á reiðhjólafáki mínum í Borgartúninu.  Allir sem vildu vita, sem komu að þessari framkvæmd, vissu að þetta yrði slysagildra.  Þegar sá fyrsti lætur lífið þarna þá verður fróðlegt að sjá hver ber ábyrgð?

Ekki benda á mig, sagði Forstjórinn ....

miðvikudagur, 10. desember 2014

Landnám: Hver erum við, hvaðan komum við?

Við erum merkilegir einstaklingar, við þessi þrjú hundruð og eitthvað þúsund. 
Sem búum hér á eyjunni í norðri. Furðufygli.

Áhugamál okkar eru oft einstök.  Eins og spurningin um upprunann.  Hver erum við, hvaðan komum við?  Í haust og vetur hefur Miðaldastofnun staðið fyrir fyrirlestrum vestur í Háskóla um Landnámið. Þar sem fræðimenn velta fyrir sér ótal hliðum þess hverjir hafi komið hingað fyrir meira en þúsund árum.  Og áhugi hefur verið gífurlegur.  Troðfullur fyrirlestrarsalur í hvert einasta skipti.  Þar mæta bæði fræðimenn, nemendur og áhugamenn utan úr bæ.
Formið er skemmtilegt tveir fyrirlestrar í hvert sinni, með ólíkar áherslur,

Nú í seinustu viku fengum við frásögn af rannsóknarleiðangri Ólínu Þorvarðardóttur þar sem hún fetaði í fótspor Hrafna-Flóka og Gísla sögu.  Hún gekk upp á Vestfjarðarhálendið úr Vatnsfirði eins og Flóki gerði forðum daga, að þvi er sagt er, og gaf landinu nafn; Ísland.  Svo reyndi hún að fina melinn góða Sem Vésteinn og húskarlar fórust á mis sem gerði það að verkum að Vésteinn hélt áfram til Dýrafjarðar:  Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar og svo framvegis.  Þetta var líflegur flutningur hjá Ólínu, með myndum og myndböndum okkur til sönnunar.  
Svo var Gísli Sigurðsson með fyrirlestur um sannanir Landnámu um landnámsmenn þar sem fram komu nýjustu hugmyndir í fræðunum um allt þetta fólk sem sagt er frá í Landnámu (Sturlubók og Hauksbók), var þetta fólk til, hvers vegna var sagt frá þessu fólki.  Getum við ályktað og sannað út frá þessum frásögnum.  Gísli var ansi skemmtilegur og sannfærandi.  Líklega fáum við aldrei Stóra Sannleikann um það hvaðan við komum, en ansi er þetta viðfangsefni spennandi í okkar augum. 

Svo við höldum áfram að mæta eftir áramót.  Við fáum einhverja búta í Teppið.  Kannski er þetta eitthvað fyrir þig lesandi minn góður.  Við sjáumst þá í Odda í áramót.