miðvikudagur, 9. september 2015

Sigmundur krýpur fyrir Forseta .....

Sigmundur Davíð biður forseta afsökunar, auðvitað er þetta rétt sem hann segir.  Ólafur Ragnar hefur alltaf rétt fyrir sér, hann er guðfaðir ríkisstjórnarinnar: 

„Því hefur aldrei verið slegið föstu að atkvæðagreiðslan yrði haldin samhliða forsetakosningum, einungis ef vinnunni hefði miðað vel, og það hefur verið lögð áhersla á þann fyrirvara, að vinnan gengi vel og það væri samstaða um breytingarnar að þá væri þetta möguleiki,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

Það hefur auðvitað aldrei hvarflað að honum hvað Forsetinn sé að skipta sér af eða taka afstöðu til þessara mála.  Er ekki eðlilegt að ef Forsetinn ætlar að hætta þá láti hann okkur vita.  Svo þeir geti farið að velta fyrir sér málinu af alvöru sem eru spenntir fyrir embættinu.  Við viljum fá alvöruforseta sem við þurfum ekki að skammast okkar fyrir á alþjóðavettvangi eða innanlands.  

Stjórnarskráin segir okkur um vald forseta eða valdaleysi. Ekki í skýru máli en þó vitum við það að það er lýðveldi með þingbundinni stjórn á Íslandi. Ekki forsetaveldi. Forsetinn fylgist með í hæfilegri fjarlægð.  Hann á ekki að taka þátt í stjórn ríkisins og á ekki að koma inn í spilið nema í forsetakosningum, í framboði,  og við myndun stjórnar og eftirlit lagasetninga og stjórnarerinda. 

Aðalatriðið er traustið og eftirlitið, ekki flumbrugangur og stjórnun.   Menntaður og viðsýnn forseti.  





 

þriðjudagur, 8. september 2015

Þingbyrjun: Sirkusinn heldur áfram

Þetta byrjaði vel í dag, Forsetinn áfram eins og véfrétt, forsætisráðherrann á efstastigi eins og venjulega, Hanna Birna snýr aftur, formaður utanríkisnefndar, Birgi sparkað til hliðar.  RÚV áfram út í kuldanum þrátt fyrir gnægð fjármagns ríkisins. . Frjálsir fjölmiðlar eru alltaf
hættulegir. Ríkisstjórnin sameinast að sjálfsögðu um nýjan knattspyrnuvöll.  Kirkjan fær sitt, líklega til að hlúa að flóttamönnum og vara við Islamtrú.  

Við lifum í hinum besta heimi.  Ræktum garðinn okkar. „Vinnum án þess að brjóta heilann, það eitt gerir lífið bærilegt.“Dönsum, dönsum




http://www.visir.is/framlog-til-ruv-laekka-um-173-milljonir-krona/article/2015150908887



                                           Erling stoppar upp í holu íslenskra fræða

föstudagur, 4. september 2015

Meistari Kristinn Sigmundsson

Ég og forsetinn og 1700 aðrir nutu snilldar Kristins Sigmundssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í gærkvöldi,siðan voru aðrir tónleikar í kvöld þar sem öll þjóðin gat fylgst með. Það eru ekki margir sem hafa tærnar þar sem Kristinn hefur hælana, að vera söngvameistari og um leið listamaður sem nær til allra að vera þjóðargersemi. Hann hafði allan salinn í krumlum sér.

Mikið erum við lánsöm að eiga svona snilling. Aríurnar hljómuðu í kolli mínum langt fram á nótt. Vonandi megum við eiga hann sem lengst. Njóta hans og gleðjast. Lífið er dásamlegt.

fimmtudagur, 3. september 2015

Hannes Hólmsteinn og Ég

Furðulegt  umræða um myndir Hannesar Hólmsteins heima hjá honum, af sjálfum sér, ein af þeim gefin af Davíð , Kjartani og Gunnlaugi að hugsa sér. Hann á Fjórar myndir að sjálfum sér, hann er ekki eins og sumir Auðmenn sem eru svo ópersónulegir. Skrítin þessi þörf hans að bera sig saman við Auðmenn. Þetta var merkileg byrjun í Kastljósi vetrarins að fræða okkur um sjálfsdekur hans.

Hannes hefur þó ekki gengið skrefinu lengra, að taka myndir af sjálfum sér eða skapa sjálfur myndir. Ég hef nú gert það í (lítilæti mínu). Hèr er prýðismynd, þarna er ég með trefil sem ég því miður týndi, þetta er ullartrefill marglitur prjónaður af konu minni, ef einhver kannast við þennan trefil í eigu sinni þá er hann velþeginn til baka. Svo er ég hér með sonardóttur minni Ísold, því hunangsblómi, byggt á ljósmynd við Gróttuvita. Þær hafa verið margar ferðirnar í gegnum árin yfir í þetta næsta bæjarfélag í vestrinu.

En að öllu gamni slepptu þá er ekki eðlilegt hve miklu púðri við eyðum í fólk sem á það ekki skilið. Sem hefur sýnt sig að vera vondar manneskjur, dæmin eru mörg, Hannes og vinur hans Davíð, annar með valdabrölti og stjórnsýki sem fær alla til að skjálfa nálægt honum,hinn með sjálfsdekri og fleðuskap þar sem undir býr mannvonska.  Við getum gert svo margt annað til að gera heiminn betri.  Enda verða þeir miður sín þegar landinn sýnir sínar bestu hliðar eins og í afstöðunni núna til hjálpar flóttamönnum frá Sýrlandi. Sem betur fer er tik mikið af góðu fólki.











Hér er týpískt greinarkorn í DV:

Hannes Hólmsteinn Gissurarson á fjögur málverk af sjálfum sér og þar af hanga tvö á veggjum heimilis hans. Lára Hanna Einarsdóttir birti á Youtube innslag úr Kastljósi þar sem rætt er við Hannes um málverkin hans, og deildi myndskeiðinu á Facebook-síðu sinni með nokkrum hæðnistóni: „Hannes Hólmsteinn sjálfum sér líkur – Hannes og stöðutáknin.“
Í myndskeiðinu sem sjá má hér að neðan er Hannes spurður hvers vegna hann sé með málverk af sjálfum á heimili sínu og segir Hannes það gert til að gefa heimilinu persónulegan blæ. Hann hafi komið inn á heimili mörg auðmanna sem séu mjög ópersónuleg.
Hannes er jafnframt spurður að því hvort málverkin séu stöðutákn og segir hann að svo megi vera en þeir sem agnúist úti í stöðutákn séu öfundsjúkir. Um málverkin segir Hannes Hólmsteinn í stuttum pistli á Pressunni:
Málverkið í stofunni er eftir Pétur Gaut Svavarsson og er frá 1991, og keypti ég það af honum til að styrkja ungan og efnilegan listamann, sem síðan hefur reynst traustsins verður. Málverkið í bókastofunni er frá 2013. Það er eftir Stephen Lárus Stephen, og færðu þrír vinir mínir mér í sextugsafmælisgjöf, þeir Davíð Oddsson, Kjartan Gunnarsson og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson. Ég var svo forviða og um leið ánægður með það, þegar ég fékk það afhent í afmælisveislunni, að ég kom ekki upp orði.

miðvikudagur, 2. september 2015

Skoðanakönnun: Sumir eru á bömmer aðrir ekki

Það er gaman að velta fyrir sér skoðanakönnunum þessa dagana, sumir vilja halda því fram að þetta sé bara leikur sem ekkert sé að marka, en sannleikurinn er sá að flokkur sem verður bráðum með ofurfylgi í ár það verður að gerast ansi mikið að hann hrapi niður (flokkur Lilju Mósesdóttur undantekningin).  Það er mikið af góðu fólki sem stendur að baki þessa flokks,
sem mun birtast á framboðslistum þegar þar að kemur.  Unga fólkið í meirihluta hallar sér
að þeim, það eru bara gamlingjar eins og ég sem eru með efann.  Ég vil meiri alvörupólitík, kvóta, velferðar- og skattaumræðu.  Stjórnarskrárhugmyndirnar eiga að vera beittari en um árið. 


Þó ekki sé að marka tölur úr þessum hópi, þá segir heildin sitt, og Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í sjokki, Samfylkingin sömuleiðis, Óttar Proppe getur gert eitthvað fyrir Bjarna (Dimma) Framtíð, Athygli vekur sterk staða Framsóknar í Norðvesturlandi, sýnir sterka stöðu Gunnars Braga og unga fólksins í þingi þar.  Eftir allan sorann sem hann hefur fengið yfir sig þá hefur hann vaxið. Formaðurinn langt á eftir.

Þó þetta sé ekki gáfulegt sem haft er Utanríkisráðherranum:


Gunnar Bragi: Galið að fara í pissukeppni um flóttamenn

Píratar stærstir í fimm af sex kjördæmum – Framsókn stærst í Norðvestur-kjördæmi

 Það er ýmislegt framundan, Sjálfstæðismenn með tvo forystumenn í vanda.  Varla sitja þeir báðir áfram, annar með buxurnar niðrum sig, bæði flækt í lygavef?  Hvað gerir Samfylkingin?  VG er með landsfund, er þar allt í friði og spekt? 

 Og stærsta málið framtíð okkar, umhverfismálin það er eitthvað sem  farið er léttilega með hjá okkur. Þar er VG fremst.  

þriðjudagur, 1. september 2015

Friðhelgi: Rótleysi og Siðferði

Hvað er rótleysi?  Að fara á milli flokka eða hreyfinga getur þýtt ýmislegt, staðfestu, ekki láta bjóða sér hvað sem er. Tímar rótleysis þýða breytingar, er það best að sitja á sama stólnum og kalla það staðfestu? 

Ég nefni sem dæmi að Birgitta sást fyrst á þingi þegar hún var, að ég hygg, starfsmaður fyrir Vinstri græna. Svo fór hún í Borgarahreyfinguna og komast þannig á þing en sá flokkur lifði ekki lengi og þá fór hún að starfa með Hreyfingunni. Svo bauð hún fram fyrir Pírata. Til þess að stýra landinu af einhverri
 stefnufestu þarf auðvitað einhverja kjölfestu. Stóra spurningin sem menn standa frammi fyrir með nýja flokka eins og Pírata er, fyrir hvað standa þeir? Er einhver kjölfesta í þeim? Mér finnst Píratar að stærstum hluta óskrifað blað.


Rótleysi í einkalífi, það er mikið rætt um þessar mundir.  Hjón að leika sér á netinu. Einn Pírati hefur skrifað góðan greinarstúf, hann kann að skrifa á blað.  En ekki get ég verið sammála honum um stöðu Fjármálaráðherra sem um er að ræða.  Hann kemur sér í þá stöðu sem er ansi skrítin af manni sem hefur kosið að vera í sviðsljósinu.  Hann veit hvað það þýðir, það er fylgst með honum.  Þarna lék netið með hann, hann festist í netinu, og notar svo lygar og aftur lygar til að rífa sig út úr því.  Formaður flokks sem vill á yfirborðinu alltaf láta kenna sig við trú og góða siði.  En í reynd misnotar hann sér stöðu sína, hvað gerði hann 2008, man einhver það, var það ekki í febrúaramánuði?   Hvað hefur hann gert í sambandi við stöðu sína sem ráðherra Landsbankans?   Svo að bera stöðu Bjarna við stöðu Tony Omos er í besta falli kjánaskapur. Maður verður að skoða hlutina í samhengi.   Svo flokkur með Bjarna sem formann og Hönnu Birnu sem varaformann er ansi aumkunarverður. Það væri sorglegt ef Píratar mynduðu bandalag með Sjálfstæðisflokknum:  Bandalag hins rótlausa siðferðis. 

Bjarni er til dæmis klárlega ekki valdameiri aðilinn við hliðina á hökkurunum sem sviptu hann og ótalmarga aðra friðhelgi einkalífs. Í þeim heimi hafa þeir völdin og Bjarni er sem valdalaust peð í þeirra höndum. Þeir ákváðu hvað gera átti vð gögnin. Þeir hefðu til dæmis getað kosið að nota þau til að fjárkúga fólk. Í upplýsingum felast jú völd. Það var ekkert sjálfgefið að hakkararnir kysu að færa þessi völd í hendur alls almennings Jarðarinnar. Þeim tilvikum þar sem hakkarar gera það ekki heyrum við sjaldan af, eðli málsins samkvæmt.

Nei lesendur góðir, varla kemur til þess.  Eða hvað?  


mánudagur, 31. ágúst 2015

Ríkisisstjórn: Í ríkisstjórnarfréttum var þetta helst.

Sigmundur æðir af stað ef eitthvað gerist í kjördæmi hans, og kemur við í bústað sínum austur á Fjörðum.  Hann lætur ekki sjá sig vestur á Ströndum, það er ekki í kjördæminu hans. 

Hann tekur völdin úr höndum frú Eyglóar í flóttamannamálum, kannski getur hann fengið
dúsu þar. Og þó sjáum hvað setur.  Þjóðin er stundum ansi fljót á sér, allt getur verið breytt eftir sex mánuði. Það er eðli Framsóknar að eltast við fólkið í landinu. 

Fjármálaráðherra er upptekinn að leika sér í ástaleikjum á netinu, Hann hefur ekki efni á að bæta kjör öryrkja og lífeyrisþega því sím-tölvureikningurinn er svo hár. 

Fréttir af umhverfis- eða heilbrigðisráðherra eru litlar. Menntamálaráðherra kennir börnum læsi.  Ragnheiður Elín skipuleggur stjóriðju í kjördæmi sínu.  Sigurður Ingi þaulhugsar tolla á erlendum matvörum.  

Ólöf heldur tylliræður og leysir vanda okkar: „Nú sjáum við fram á bjartari tíma í efnahagsmálum þjóðarinnar og þá reynir á þolgæði okkar. Að hafa úthald til að bíða efir því að kornið safnist í hlöðurnar. Það skiptir öllu máli fyrir okkur Íslendinga á þessum tímapunkti að rasa ekki um ráð fram, heldur ljúka við að reisa efnahagslífið við eftir þær ágjafir sem við urðum fyrir í bankakreppunni. Að hafa þolinmæði og staðfestu til að taka á málum, standa gegn þenslu og auknum ríkisgjöldum en verja þess í stað þeim fjármunum sem til skiptanna eru til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og búa í haginn fyrir uppbyggingu komandi ára.“

Gunnar Bragi glímir við Pútín, mörgum verður hált á því.  Samt fær hann 1. einkunn í þetta skiptið, hjá mér.  Sá eini ráðherranna. 

Já lesendur góðir í ríkisstjórnarfréttum var þetta helst.