fimmtudagur, 10. desember 2015

Í skjóli nætur: Ég tárast á þessum morgni

Í skjóli nætur koma þeir, við mörg sem höfum lesið sagnfræði könnumst við þessa setningu. 
Það er ekki það sama hrópa margir, ekki það sama.  Auðvitað vita allir að við erum að tala um helstu einræðisherra 20. aldarinnar.  Sem sendu laganna verði til að sækja fólk.  Fólk sem flest kom ekki aftur.  Þessi fjöskylda kemur ekki aftur þótt hún verði ekki myrt.  Samt vitum við það ekki. 

En hvers vegna kemur útlendingastofnun með lögreglu í skjóli nætur.  Hvers vegna þarf að eyða stórfé til að koma fjölskyldu úr landi.  Fjölskyldu með langveikt barn, fjöskyldu sem búin er að koma sér fyrir í íbúð, koma börnum í skóla, fá vinnu.  Af því að reglurnar eru ekki hárrétta en undantekning er til í lögunum sem má beita?  Fordæmi er svo hættulegt.  Að vera mannlegur eru skepnuskapur.  Reglur eru til að fara eftir, jafnvel þótt maður þurfi það ekki. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er einskis verður. 

Það er erfitt fyrir mig gamlan mann að vakna við þetta á fímmtudagsmorgni allir netfjölmiðlar fullir af fréttum en RÚV telur þetta ekki vera frétt frá 7-10 um morguninn.   Ég tárast á þessum morgni, ég skammast mín, ég get aldrei treyst Innanríkisráðherra aftur, aldrei. 

Mynd: Stundin.is 

Þetta segir Útlendingastofnun um Albaníu : 

Stofnunin sagði í yfirlýsingu á vefsíðu sinni í október síðastliðnum að „á undanförnum árum hafa hælisleitendur frá Albaníu verið afar áberandi á Íslandi en fyrirliggjandi upplýsingar og mannréttindaskýrslur eru samhljóða um að Albanía sé friðsælt lýðræðisríki þar sem hvorki er stríðsástand né ógnarstjórn. Mannréttindi eru almennt virt og eftirfylgni við glæpi og afbrot er góð þrátt fyrir að enn sé umbóta þörf á sumum sviðum. Albönsk yfirvöld eru fær um að vernda borgara sína og veita þeim aðstoð.“

þetta segir Amnesty, þetta er ekki sama lýsing, þótt Albanía sé ekki á botninum um mannréttindi, lýsing Útlendingastofnunar er blátt áfram röng: 

Republic of Albania

Head of state Bujar Nishani (replaced Bamir Topi in July)
Head of government Sali Berisha
The government adopted reforms which restricted the immunity of MPs and other public officials from prosecution and revised the Electoral Code, following previous allegations of fraud. In December, the European Council postponed the granting of EU candidate status to Albania, conditional on further reform.

Enforced disappearances

In November, proceedings before the Serious Crimes Court concerning the enforced disappearance in 1995 of Remzi Hoxha, an ethnic Albanian from Macedonia, and the torture of two other Albanian men, ended with the conviction of three former state security agents. One of them, Ilir Kumbaro, who fled extradition proceedings in the UK in 2011, was sentenced to 15 years’ imprisonment in his absence. The charges against his two co-defendants were changed by the court to offences covered by a 1997 amnesty, resulting in them not being sentenced. In December, all three defendants appealed against their convictions.

Unlawful killings

In May, the trial opened of former Republican Guard commander, Ndrea Prendi, and former Guard officer, Agim Llupo, charged with killing four protesters, the injury of two others, and concealing evidence. The charges arose from violent clashes between police and protesters during anti-government demonstrations in January 2011 in Tirana.

Torture and other ill-treatment

In June, the UN Committee against Torture expressed concerns about the lack of effective and impartial investigations by the Ministry of Interior into alleged ill-treatment by law enforcement officers. The Committee also reported that basic safeguards against torture were not provided to people in detention, including timely access to lawyers and doctors, and noted the excessive length of pre-trial detention.
In July, four prison guards were each fined 3,100 leks (€22) by Tirana District Court for beating Sehat Doci in Prison 313 in August 2011.
  • In September, a group of former political prisoners went on hunger strike in protest against the government’s prolonged failure to provide reparations for their imprisonment by the communist government between 1944 and 1991. Thousands were imprisoned or sent to labour camps during this period and subjected to degrading treatment and, often, torture. During the 31-day protest, two men set themselves on fire; one, Lirak Bejko, died of his injuries in November. The Ombudsperson considered the actions of the Tirana police in denying hunger strikers medicines and liquids to be an act of torture.

Violence in the family

There were 2,526 reported incidents of domestic violence, 345 more than in the previous year, and petitions by victims for court protection orders also increased. Most victims were women. An amendment to the Criminal Code making violence in the family an offence punishable by up to five years’ imprisonment came into force in April. However, there was no minimum sentence for such offences, except when committed repeatedly and prosecutions could only be initiated on the basis of a victim’s complaint.
The Director of the National Centre for Victims of Domestic Violence was dismissed in May, after the Ombudsperson investigated complaints by women at the Centre that they had been subjected to arbitrary punishments and restrictions.

Discrimination

Roma
Many Roma continued to be denied their right to adequate housing.
  • Some Roma, forced to move from their homes near Tirana railway station after a 2011 arson attack, were evicted from temporary tented accommodation. In February, lacking adequate alternative housing, eight families moved briefly into the premises of the Ombudsperson’s Office. They were later transferred to disused military barracks. However, their very poor accommodation and inadequate police protection from threats and attacks by the neighbouring community obliged them to leave. By the end of the year, no permanent solution to their housing had been found.
  • In July, the livelihoods of an estimated 800 Romani families were affected when Tirana police implemented an administrative order prohibiting the collection of scrap and other recyclable materials by seizing their vehicles and other equipment. The Ombudsperson opened an inquiry into excessive use of force and ill-treatment by police during the operation.
Lesbian, gay, bisexual, transgender and intersex people
The first Tirana Pride took place in May. In July, Tirana Prosecutor’s Office dismissed a criminal complaint by LGBTI organizations against Deputy Minister of Defence Ekrem Spahiu about his homophobic remarks concerning the Pride.

Housing rights – orphans

Young people leaving social care remained at risk of homelessness, despite legislation guaranteeing homeless registered orphans up to the age of 30 priority access to social housing. Many continued to live in dilapidated disused school dormitories or struggled to pay for low-grade private rented accommodation.

Explore Our Work


miðvikudagur, 9. desember 2015

Sigurður Einarsson: Skák og mát

Sigurður Einarsson sviptur orðu og æru, og þó ekki . Ætli hann megi bera hana heima við. Eða verður hún bara lokuð oní skúffu.  Stórfrétt Agnesar Braga. Stórmeistarinn framkvæmir verknaðinn. Takið eftir orðalaginu :  Guðni sagði að for­seti Íslands, sem er stór­meist­ari ís­lensku fálka­orðunn­ar, hefði svipt Sig­urða rétt­in­um til þess að bera orðuna fyr­ir nokkr­um vik­um. Þetta er að mati forsetaembættis ekki frétt fyrir nokkrum vikum.  Stórmeistarinn er oft duglegri að segja frá verkum sínum á forseti.is. Nú vantar bara eitt:  Afsökunarbeiðni, þið vitið frá hverjum.  Við fáum hana kannski í ármamótaávarpi Stórmeistarans? Skák og mát. 


Var svipt­ur rétti til að bera fálka­orðuna

Ólafur Ragnar hefur svipt Sigurði Einarssyni rétti til þess að bera fálkaorðuna. stækka Ólaf­ur Ragn­ar hef­ur svipt Sig­urði Ein­ars­syni rétti til þess að bera fálka­orðuna. mbl.is
Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sem er stór­meist­ari ís­lensku fálka­orðunn­ar, hef­ur svipt Sig­urð Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formann Kaupþings, rétti til þess að bera fálka­orðuna, sem for­set­inn sæmdi Sig­urð hinn 1. janú­ar 2007.
Þetta gerði for­set­inn á grund­velli 13. grein­ar for­seta­bréfs um hina ís­lensku fálka­orðu frá 31. des­em­ber 2005. Grein­in er svohljóðandi: „Stór­meist­ari get­ur, að ráði orðunefnd­ar, svipt hvern þann, sem hlotið hef­ur orðuna en síðar gerst sek­ur um mis­ferli, rétti til að bera hana.“
Þetta kem­ur fram á heimasíðu for­seta Íslands.

Fyr­ir for­ystu í út­rás

Sig­urður var sæmd­ur ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar „fyr­ir for­ystu í út­rás ís­lenskr­ar fjár­mála­starf­semi“ eins og seg­ir í um­sögn á vef Stjórn­artíðinda.
Sigurður Einarsson var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í febrúar. Sig­urður Ein­ars­son var dæmd­ur í fjög­urra ára fang­elsi í fe­brú­ar. mbl.is/Þ​órður
Frá því að Sig­urður Ein­ars­son hlaut fjög­urra ára fang­els­is­dóm í fe­brú­ar sl., sem hann afplán­ar nú á Kvía­bryggju, hef­ur það verið um­deilt að Sig­urður hefði yfir ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar að ráða. Guðni Ágústs­son, formaður orðunefnd­ar, sagði í fjöl­miðlum í fe­brú­ar sl. að orðunefnd væri skylt að fara yfir mál Sig­urðar.
„Eft­ir að við höfðum kynnt okk­ur hvernig með mál sem þetta er farið á Norður­lönd­um, kom­umst við í orðunefnd að þeirri niður­stöðu að við vild­um svipta Sig­urð rétt­in­um til þess að bera orðuna og lögðum til við for­seta Íslands að hann svipti hann rétt­in­um til þess að bera hana,“ sagði Guðni í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.

For­seti Íslands er stór­meist­ari

Guðni sagði að for­seti Íslands, sem er stór­meist­ari ís­lensku fálka­orðunn­ar, hefði svipt Sig­urða rétt­in­um til þess að bera orðuna fyr­ir nokkr­um vik­um.
Guðni var spurður hvort þetta væri end­an­leg ákvörðun, eða hvort Sig­urður gæti síðar meir borið orðuna á nýj­an leik: „Ég tel að þetta þýði það að Sig­urður hafi end­an­lega verið svipt­ur orðunni og geti ekki borið hana á ný,“ sagði Guðni Ágústs­son, formaður orðunefnd­ar.

þriðjudagur, 8. desember 2015

Forsetinn: Hver þorir?

Nú eru margir hugsi, alvarlega pælandi. 
Hver á möguleika í Ólaf Ragnar, karlinn sem skipti um hest í miðri ánni og komst heilu höldu yfir ána.  Og hefur aldrei liðið betur en á þeim bakka.  Þar sem ótrúlega margt fólk sem fékk froðukast ef minnst var á Ólaf Ragnar áður fyrr fær gleðiglampa í augun ef það sér honum bregða fyrir í fjölmiðli eða einhvers  staðar á Íslandi.  Sem er kannski ekki svo oft.  Meira að segja að Óvinur númer eitt er hættur skítkast fyrir mörgum árum, þótt ég efist um að hann krossi við ÓRG í kjörklefanum. Það væri gaman að vera fluga á klefaveggnum í næstu kosningum. 

En hver kemur til greina? 
Sumir hafa bent á að sterkur leikur væri að fá konu inn á sjónarsviðið.  Sú sem helst hefur verið nefnd virðist ekki hafa áhuga.  Bísnesskona sem nýverið kom inn á leikvöllinn hefur tæplega burði gegn bragðarefnum útsmogna. Það er ekki auðvelt að glíma við hann. Eins og sannaðist með Þóru Arnórsdóttur.  Lokkurinn haggaðist ekki í þeirri baráttu! 

Ekki hafði ég ímyndað mér að Forsetinn yrði fjarri góðu gamni á Umhverfisráðstefnunni í París. Enda fer hann hamförum þar.  Enda fáir Íslendingar sem hafa fylgst betur með þeim málaflokki seinustu áratugi.  

Svo lesendur góðir, enn vitum við ekki hvort Forseti vor ætlar að fara aftur í framboð en framrás hans í fjölmiðlum seinustu vikurnar bendir til þess.  Þeir sem hafa lesið pistla mína vita að mér finnst komið nóg, hann hafi gengið of langt í persónulegri túlkun sinni á starfi embættisins og stjórnarskrárinnar.  

Við þurfum að fá einstakling sem Forseta sem fer mildari höndum um starfið, svo þurfum við nýja stjórnarskrá sem skýrir allt betur, en það er sjaldan minnst á það hversu stjórnlagaráð gekk illa frá þeim hluta. 

Þeir sem vilja koma ábendingum eða athugasemdum við bloggið gera það á Fesbókarsíðu mína. 

 

Ýmsir atburðir úr dagskrá forseta i desember í París

08.12.2015 Forseti flytur ræðu á málþingi um gagnaver og sjálfbærni sem Bellona umhverfisstofnunin efnir til á loftslagsráðstefnunni COP21 í París en aðalstöðvar stofnunarinnar eru í Noregi. Í ræðunni lýsti forseti uppbyggingu gagnavera á Íslandi, hinni sterku stöðu sem nýting hreinnar orku skapar þessari grein sem og þeim kostum sem fylgja varðveislu upplýsinga í frjálsu lýðræðissamfélagi. Hinn gríðarlegi árlegi vöxtur gagna í veröldinni knýr á um að gagnaver verði í vaxandi mæli knúin með hreinni orku.
08.12.2015 Forseti flytur ræðu á málþingi sem þingmannasamtökin Climate Parliament efna til í tengslum við loftslagsráðstefnuna COP21 í París. Málþingið sækja þingmenn frá Evrópu, Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum. Í ræðunni lýsti forseti árangri Íslendinga við nýtingu hreinnar orku og fjölþættum atvinnugreinum sem byggðar væru á þeirri nýtingu. Einnig lýsti forseti framlagi Íslendinga til jarðhitaþróunar víða um heim, þjálfun sérfræðinga í Jarðhitaskólanum á Íslandi og orkuverkefnum í Asíu og Afríku. Að ræðunni lokinni svaraði forseti fjölmörgum fyrirspurnum. Mynd.
07.12.2015 Forseti ræðir við ýmsar sjónvarpsstöðvar og netmiðla í tengslum við loftslagsráðstefnuna COP21 sem haldin er í París.
07.12.2015 Forseti flytur ræðu við upphaf málstofu um endurnýjanlega orku sem haldin er á Sustainable Innovation Forum sem m.a. er skipulagt af Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og haldin er í tengslum við loftslagsráðstefnuna COP21 í París. Í ræðu sinni lýsti forseti orkuþróun Íslands frá olíu og kolum til hreinnar orku og hvernig Íslendingar hafa miðlað þekkingu sinni og tækni með því að þjálfa sérfræðinga frá þróunarlöndum og taka þátt í verkefnum m.a. í Asíu, Afríku og Evrópu. Að lokinni ræðu forseta fóru fram pallborðsumræður. Meðal þátttakenda voru Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Myndir.
07.12.2015 Forseti flytur ávarp á sérstökum orkudegi sem haldinn er í tengslum við COP21 loftslagsráðstefnuna í París þar sem fagnað var stofnun alþjóðlegs bandalags um nýtingu jarðhita, Global Geothermal Alliance. Ísland hefur ásamt Frakklandi og IRENA haft forystu um stofnun Alþjóða jarðhitabandalagsins en nú þegar eru rúmlega 40 aðilar að bandalaginu, ríki, alþjóðasamtök, alþjóðlegar fjármálastofnanir og bankar. Aðrir ræðumenn voru m.a. Segoléne Royal umhverfis- og orkuráðherra Frakklands, Adnan Z. Amin framkvæmdastjóri IRENA, Börge Brende utanríkisráðherra Noregs og Rachel Kyte framkvæmdastjóri SE4All átaksins sem Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar standa saman að. Í ræðu sinni rakti forseti hvernig reynsla Íslendinga af því að nýta jarðhita gæti gagnast öðrum þjóðum til að þróa orkubúskap sinn til sjálfbærni og þannig orðið veigamikið framlag í baráttunni gegn óafturkræfum loftslagsbreytingum. Um leið fagnaði forseti sérstaklega stofnun Jarðhitabandalagsins og þakkaði umhverfis- og orkumálaráðherra Frakklands fyrir framgöngu hennar og stuðning við stofnun bandalagsins.

06.12.2015 Forseti er viðstaddur verðlaunaathöfn Sustainia umhverfissamtakanna sem haldin er í tengslum við World Climate Summit í París. Frumkvöðlar á ýmsum sviðum sem og borgir og samtök voru tilnefnd til verðlaunanna og Ted Turner, stofnandi CNN sjónvarpsstöðvarinnar, var heiðraður fyrir fjölþætt framlag hans til umhverfismála og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum á undanförnum áratugum. Mynd.
06.12.2015 Forseti ræðir við bandarísku sjónvarpsstöðina CNBC um loftslagsráðstefnuna í París og hvers vegna megi vænta meiri árangurs af henni en fyrri ráðstefnum vegna vilja ríkja heims sem og forystumanna í viðskiptum, vísindum og umhverfismálum að leggja nú grundvöll að umtalsverðum árangri. Þá var einnig fjallað um baráttu Íslendinga við afleiðingar fjármálakreppunnar og hve mikilvæg uppbygging hreinnar orku á fyrri áratugum hefði verið í viðspyrnu þjóðarinnar. Mynd.
06.12.2015 Forseti tekur við fyrsta eintaki viðamikillar skýrslu um áætlun stjórnvalda í Dubai um sköpun græns hagkerfis á næstu áratugum. Saeed Al Tayer, yfirmaður orkustofnunar Dubai, afhenti forseta eintakið ásamt Sultan Ahmed Al Jaber, ráðherra í ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Afhendingin fór fram að loknu ávarpi forseta á World Climate Summit í París. Ákveðið hefur verið að halda næsta haust í Dubai Heimsþing um hagkerfi grænnar orku. Mynd.
06.12.2015 Forseti flytur ávarp á ráðstefnu World Climate Summit sem haldin er í tengslum við COP21 loftslagsráðstefnuna í París. Á ráðstefnunni er áhersla lögð á að kynna margvíslegar lausnir, tækninýjungar og raunhæf viðbrögð við loftslagsbreytingum. Þátttakendur eru m.a. ráðherrar, borgarstjórar, vísindamenn og fjölmargir fulltrúar fyrirtækja. Í ræðu sinni fjallaði forseti um þá lærdóma sem draga mætti á heimsvísu af þróun íslensks orkubúskapar á undanförnum áratugum, frá olíu og kolum til þess að nú er húshitun og framleiðsla rafmagns að öllu leyti byggð á endurnýjanlegum orkugjöfum. Mynd.
06.12.2015 Forseti situr hádegisverð í boði Miguel Arias Cañete, framkvæmdastjóra orku og  loftslagsmálefna hjá Evrópusambandinu, Adnan Amin framkvæmdastjóra IRENA og annarra forystumanna í orku- og umhverfismálum. Hádegisverðurinn er í tengslum við ráðstefnuna Re-Energising the Future, sem er haldin er í tengslum við COP21 loftslagsráðstefnuna í Paris. Á þessari ráðstefnu er lögð áhersla á afgerandi framlag endurnýjanlegra orkugjafa til baráttunnar gegn óafturkræfum loftslagsbreytingum. Myndir.
05.12.2015 Forseti á fund í París með Nick Dunlop framkvæmdastjóra alþjóðlegra samtaka þingmanna sem helguð eru eflingu hreinnar orku og baráttu gegn loftslagsbreytingum, Climate Parliament, um þróun orkukerfis milli landa og heimsálfa sem miðlaði hreinni orku um alla veröldina. Tillögurnar byggjast á því að nýta á hverjum tíma þá hluta veraldar þar sem sól skín hverju sinni og vindar blása og tengja þá við önnur lönd, jafnhliða því sem kerfið nýtti vatnsafl og jarðhita. Fundurinn var haldinn í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París, COP21.














                                           
Forseti tekur við fyrsta eintaki viðamikillar skýrslu um áætlun stjórnvalda í Dubai um sköpun græns hagkerfis á næstu áratugum. Saeed Al Tayer, yfirmaður orkustofnunar Dubai, afhenti forseta eintakið ásamt Sultan Ahmed Al Jaber, ráðherra í ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Afhendingin fór fram að loknu ávarpi forseta á World Climate Summit í París. Ákveðið hefur verið að halda næsta haust í Dubai Heimsþing um hagkerfi grænnar orku.

mánudagur, 7. desember 2015

Sannleikur internetsins .....

 Mikið er ofbeldi í tísku í dag, ekki bara ofbeldi styrjalda, heldur ofbeldi einstaklinga sem heyja baráttu í fjölmiðlum þar sem innstu hjartansmál eru opinberuð, einelti, barsmíðar, andlegar píningar. Í hverri viku fáum við nýjar fréttir af þessu ofbeldi.  Í fjölmiðlum, interneti, dagblöðum, vikublöðum. Ótrúlega margir eiga sínar stundir þar með myndum af viðkomandi svo heiðarlegum innilegum.  Þarna er sagður sannleikur, sannleikur internetsins fjölmiðlanna. 
 Oft eru þetta nöturlegar frásagnir.  Limlestingar og jafnvel morð....

Ungur karlmaður vill verða frægur listamaður og fer í tilefni af því í kassa, nakinn, kúkar þar og pissar, etur og les, fróar sér öllum landslýð til ánægju.  Ekki sá fyrsti í heiminum sem gerir það en kannski sá eini í kassa. Vonandi fær hann góða einkunn í listaskólanum, Goddur verður

glaður, glaðastur frá því að Moskan reis í Feneyjum.  Nú er Almar frægur á netinu og bloggarar, fésritarar og tístarar komast á flug:
er andleg upphitun hjá Almari fyrir næsta gjörning. Þá verður hann fastur í lyftu með Vigdísi Hauks í tvö korter

Í framhaldi af því fór ég að velta fyrir mér hvað væri það sem flestir flettu upp á heimsnetinu. Hér fyrir neðan  er ýmislegt sem er ónytsamur fróðleikur um vinsældir á Netinu þar sem gúgglið ræður ríkjum.   Út frá þessu væri gaman að spyrja, hver á að verða næsti forseti Íslands?  Eða forseti Bandaríkjanna.  Lykilorðið hjá mér er eflaust ónytsamur.  Allt þetta ræður engu um það.  Það var fréttaþáttur frá Rússlandi um vinsældir Pútíns, þá var fólkið á götunni spurt um álit sitt. Einn karl var ansi góður:
Það skiptir ekki máli hverjir kjósa heldur hvernig er talið úr kössunum!  
Svo sannleikur fjölmiðlanna er allt annað en úrslit kosninganna. Og þó ....... eitt vitum við, eitt sinn skal hver deyja ....... en áfram eru bloggin, tístin og greinarnar lifandi. Meðan mannkynið tórir á jörðunni. 

Hugtök

Um það bil 356.000 niðurstöður  einelti
(0,41 sekúndur) 

Um það bil 343.000 niðurstöður   nauðgun
(0,44 sekúndur) 

Um það bil 384.000 niðurstöður    ofbeldi
(0,34 sekúndur) 

Um það bil 331.000 niðurstöður    jafnrétti
(0,46 sekúndur) 

Um það bil 317.000 niðurstöður  réttlæti

Um það bil 324.000 niðurstöður   fátækt
(0,33 sekúndur)


Um það bil 355.000 niðurstöður  stjórnaskrá
(0,42 sekúndur)

Um það bil 662.000 niðurstöður (0,38 sekúndur)  Feminismi
Um það bil 349.000 niðurstöður                    flótamenn
(0,38 sekúndur) 

Um það bil 987.000 niðurstöður
(0,42 sekúndur)                                        Sýrland 

Um það bil 381.000 niðurstöður                 Hryðjuverk
(0,54 sekúndur) 

Um það bil 2.680.000.000 niðurstöður
(0,34 sekúndur)                                                  Frakkland

Um það bil 1.530.000.000 niðurstöður (0,41 sekúndur)   Þýskaland


Um það bil 676.000.000 niðurstöður (0,39 sekúndur)   Svíþjóð

Um það bil 2.390.000.000 niðurstöður                Kína
(0,34 sekúndur)


Einstaklingar í sviðsljósinu

Um það bil 289.000 niðurstöður
(0,45 sekúndur)                                           forseti Ólafur Ragnar

Um það bil 323.000 niðurstöður                Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
(0,53 sekúndur) 

Um það bil 260.000 niðurstöður         Katrín Jakobsdóttir                
(0,33 sekúndur)
                                       
Um það bil 276.000 niðurstöður (0,44 sekúndur)   Vigdís Hauksdóttir
Um það bil 273.000 niðurstöður (0,45 sekúndur)    Össur Skarphéðinsson

Um það bil 287.000 niðurstöður (0,58 sekúndur)   Birgitta Jónsdóttir 

Um það bil 228.000 niðurstöður (0,53 sekúndur)  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra 

Um það bil 136.000 niðurstöður
(0,53 sekúndur)                                              Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra 

Um það bil 78.400 niðurstöður (0,57 sekúndur)   kristján þór júlíusson heilbrigðisráðherra

Um það bil 44.500 niðurstöður (0,53 sekúndur)  Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

Um það bil 327.000 niðurstöður    Árni Páll Árason
(0,59 sekúndur) 

Um það bil 298.000 niðurstöður (0,59 sekúndur)  Guðmundur Steingrímsson 

Um það bil 274.000 niðurstöður (0,67 sekúndur)    dagur b eggertsson

Um það bil 342.000 niðurstöður (0,45 sekúndur)   jón gnarr

Um það bil 328.000 niðurstöður
(0,51 sekúndur)                                        egill ólafsson

Um það bil 290.000 niðurstöður (0,35 sekúndur)    Egill Helgason

Um það bil 131.000 niðurstöður (0,47 sekúndur)  Björn Valur Gíslason

Um það bil 336.000 niðurstöður (0,34 sekúndur)         Björn Bjarnason

Um það bil 341.000 niðurstöður (0,37 sekúndur)    Jóhanna Sigurðardóttir

Um það bil 324.000 niðurstöður (0,44 sekúndur)    Steingrímur J Sigfússon

Um það bil 217.000 niðurstöður (0,36 sekúndur)      Ögmundur Jónasson 

Um það bil 120.000 niðurstöður (0,32 sekúndur)    Ragnheiður Elín Árnadóttir


Um það bil 178.000.000 niðurstöður (0,45 sekúndur)  Donald Trump 

Um það bil 9.140.000 niðurstöður
(0,43 sekúndur)                                              Hilary Clinton 

Um það bil 33.200.000 niðurstöður           Angela Merkell
(0,29 sekúndur)


 Skemmtikraftar
Um það bil 16.100.000 niðurstöður
(0,61 sekúndur)
                                                                             Björk úbbs ....... 
en fáir slá þessari við::::
Um það bil 262.000.000 niðurstöður                      Adele
(0,30 sekúndur) 

Um það bil 118.000.000 niðurstöður (0,29 sekúndur)   The Beatles

Um það bil 33.800.000 niðurstöður                       Elvis Presley
(0,46 sekúndur) 

Um það bil 56.500.000 niðurstöður (0,34 sekúndur)   Bob Dylan 
 
Um það bil 171.000.000 niðurstöður (0,49 sekúndur)   Justin Bieber
 





 


















föstudagur, 4. desember 2015

Ísland og Danmörk: Þjóðaratkvæðagreiðslur og sérstaða

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku, sýnir okkur margt um það sem hefur verið að gerast hér í Evrópumálum.  Það er stór gjá milli stjórnmálaelítunnar og meðaljónsins.  Fólk er hrætt við heimsvæðinguna og afleiðingar hennar, það er spurning um samkeppni um vinnu og þróun velferðarkerfisins til hins verrra.  Þetta er ekkert nýtt í Danmörku, þjóðaratkvæðagreiðslur um þróun ESB hafa unnist með litlum mun. Ef þær hafa unnist. 


Sigurvegarar eru þá flokkarnir lengst til hægri og vinstri. Danski Þjóðarflokkurinn og Einingarlistinn. 

Ástandið hjá okkur er flóknara, ákveðin tækifærismennska er algengari  og meira ríkjandi hjá okkur.  Sjálfstæðisflokkurinn notaði tækifærið undir þumalfingri Davíðs að breyta stefnu flokksins, sama gerðist innan Framsóknarflokksins.  Sem hefur það í för með sér að Stjórnmálaelítan er langtum klofnari hér.  Það hefur haft í för með sér að þjóðernisstefnan sem var alltaf mun sterkari á vinstri kantinum hefur færst yfir til hægri.  Framsóknarflokkurinn tekur hlutverk öfgaflokkannna úti á Norðurlöndum.  Svo höfum við fengið nýtt stórt stjórnmálaafla Píratana sem er ansi ólíkur nýjum flokkum á Norðurlöndum. 

Síðan er Forsetinn hjá okkur sérkapítuli, sem hefur síðan komið inn í spilið.  Leikur einleik upp allan völlinn og tekst oft að skora.  Snúningur kjósenda hans sýnir það vel.  Það hefði þótt skrýtið í mínu ungdæmi  að hægri öflin í landinu hefðu náð bandalagi með honum, karlinum sem þeir hötuðu.  Hann hefur farið langt útfyrir verksvið sitt og túlkar stjórnarskrána á allt
annan hátt en hann gerði sem stjórnmálafræðiprófessor.  Virðist ætla að sitja á Bessastöðum til æviloka!!

Svo það er auðséð að af þessum samanburði að það þarf mikið að gerast til að við verðum komin í faðm Evrópusambandsin á næstu árum. 

Þeir sem hafa áhuga á stjórnmálum og hafa ekki lesið greinar Svans Kristjánssonar í Skírni ættu að gera það sem fyrst, sérstaklega greinina frá því núna í haust.  Hérna að neðan vísa ég í Information hið ágæta danska dagblað, frá því í dag 4. desember.



»Menigmand, der er udsat for konkurrence på grund af fri bevægelighed, har en mere skeptisk holdning til EU. Han kan simpelthen ikke se formålet med skridtet og er måske endda helt modstander, fordi han er bange for indvandring,« siger han.


»Grundmodellen i den her skepsis er en bekymring for globalisering og tabet af den klassiske socialdemokratiske skandinaviske velfærdsstat. Den mindre privilegerede del af befolkningen har med bekymring set velfærdsstaten ændre ansigt og karakter siden de gode gamle ærkesocialdemokratiske landsfædre.«

Danskerne er ellers som udgangspunkt tilhængere af det europæiske samarbejde. Et flertal går stadig ind for medlemskabet, men vi bryder os ikke om dybere integration, når det eksempelvis handler om velfærd.

miðvikudagur, 2. desember 2015

Rio Tinto: Sorgleg eftirmál

Enn er allt á huldu með samningana í Straumsvík. 
En ýmislegt er á seyði, starfsmannastjóri RioTinto Alcan í Evrópu mættur á staðinn.  Auðhringur sem er alræmdur fyrir stífni í samningum. SA blandar sér í málin. Álframleiðsluheimurinn er í kreppu.  Það er eitthvað meira en smáatriði um verktaka sem er að ræða. 
Straumsvík hefur verið að skila gróða i áratugi, rafmagnsverðið lengst af hlægilega lágt.  Enn skilar hún sínu. Þótt Kinverjar séu að drepa markaðinn með lágu álverði.  Ætlar RioTinto
Alcan að fórna verksmiðjunni fyrir principp, varla.  Og þó ansi hefur gengið erfiðlega að semja.  

Vonandi láta Gylfi Ingvarsson og félagar ekki kremja sig.  Ætli það verði jólagjöf Rio Tinto í ár að loka einu stykki álveri?

Hver veit? 

Eftirmál: Miðvikudagsmorgunn

Verkfalli aflýst - kjaradeila enn óleyst

Það fór sem mig grunaði. Þrýstingurinn á starfsmenn var of mikill. Auðhringur með Thatcher Íslands í fararbroddi lætur ekki kúga sig. SA tók virkan þátt á bak við tjöldin verkalýðshreyfingin ekki. Eða hvað? 

Við hvetjum samninganefnd ÍSAL til að klára samninga við hluteigandi verkalýðsfélög eins fljótt og auðið er, án þess þó að störf almennra starfsmanna verði sett í almenna verktöku. Við viljum hvetja stjórnendur og samninganefnd ÍSAL  að virða og meta þann mannauð sem býr í þekkingu og reynslu þeirra starfsmanna sem hafa lagt starfsævi sína undir til að tryggja sem bestu  afkomu fyrirtækisins í gegnum árin. Þessir sömu starfsmenn hafa verið tilbúnir að leggja á sig ómælda vinnu þegar erfiðir tímar hafa verið hjá fyrirtækinu," sagði Gylfi á fundinum. (hringbraut í byrjun október)

Samninganefnd starfsmanna álversins í Straumsvík ræður nú ráðum sínum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þeir héldu fund í morgun í húsakynnum Hlífar í Hafnarfirði, og síðan gengu helstu forsvarsmenn nefndarinnar á fund fulltrúa Rio Tinto Alcan á Íslandi og Samtaka atvinnulífsins.

 Enginn formlegur fundur

Á þeim fundi var meðal annars starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu. Ekkert fékkst upp um hvað fór fram á þeim fundi, að öðru leyti en því að þetta hafi verið óformlegur fundur, án niðurstöðu. Að því loknu hittist samninganefnd starfsmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara og situr þar enn. Ekki hefur verið boðað til formlegs samningafundar í deilunni, þannig að eins og staðan er núna hefst verkfall starfsmanna í álverinu á miðnætti. (rúv í dag)

þriðjudagur, 1. desember 2015

Rio Tinto: Loka þeir búllunni??? Sorglegur eftirmáli

Enn er allt á huldu með samningana í Straumsvík. 
En ýmislegt er á seyði, starfsmannastjóri RioTinto Alcan í Evrópu mættur á staðinn.  Auðhringur sem er alræmdur fyrir stífni í samningum. SA blandar sér í málin. Álframleiðsluheimurinn er í kreppu.  Það er eitthvað meira en smáatriði um verktaka sem er að ræða. 
Straumsvík hefur verið að skila gróða i áratugi, rafmagnsverðið lengst af hlægilega lágt.  Enn skilar hún sínu. Þótt Kinverjar séu að drepa markaðinn með lágu álverði.  Ætlar RioTinto
Alcan að fórna verksmiðjunni fyrir principp, varla.  Og þó ansi hefur gengið erfiðlega að semja.  

Vonandi láta Gylfi Ingvarsson og félagar ekki kremja sig.  Ætli það verði jólagjöf Rio Tinto í ár að loka einu stykki álveri?

Hver veit? 

Eftirmál:

Verkfalli aflýst - kjaradeila enn óleyst

Það fór sem mig grunaði. Þrýstingurinn á starfsmenn var of mikill. Auðhringur með Thatcher Íslands í fararbroddi lætur ekki kúga sig. SA tók virkan þátt á bak við tjöldin verkalýðshreyfingin ekki. Eða hvað? 

Við hvetjum samninganefnd ÍSAL til að klára samninga við hluteigandi verkalýðsfélög eins fljótt og auðið er, án þess þó að störf almennra starfsmanna verði sett í almenna verktöku. Við viljum hvetja stjórnendur og samninganefnd ÍSAL  að virða og meta þann mannauð sem býr í þekkingu og reynslu þeirra starfsmanna sem hafa lagt starfsævi sína undir til að tryggja sem bestu  afkomu fyrirtækisins í gegnum árin. Þessir sömu starfsmenn hafa verið tilbúnir að leggja á sig ómælda vinnu þegar erfiðir tímar hafa verið hjá fyrirtækinu," sagði Gylfi á fundinum. (hringbraut í byrjun október)

Samninganefnd starfsmanna álversins í Straumsvík ræður nú ráðum sínum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þeir héldu fund í morgun í húsakynnum Hlífar í Hafnarfirði, og síðan gengu helstu forsvarsmenn nefndarinnar á fund fulltrúa Rio Tinto Alcan á Íslandi og Samtaka atvinnulífsins.

 Enginn formlegur fundur

Á þeim fundi var meðal annars starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu. Ekkert fékkst upp um hvað fór fram á þeim fundi, að öðru leyti en því að þetta hafi verið óformlegur fundur, án niðurstöðu. Að því loknu hittist samninganefnd starfsmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara og situr þar enn. Ekki hefur verið boðað til formlegs samningafundar í deilunni, þannig að eins og staðan er núna hefst verkfall starfsmanna í álverinu á miðnætti. (rúv í dag)