miðvikudagur, 27. apríl 2016

Lífið á Aflandi: Þar sem enginn er sekur

Það verða margir sér til skammar þessa dagana.  Sumir sem hafa oft orðið sér til skammar, aðrir sem koma manni á óvart.  Enginn er sekur, enginn hefur gert neitt af sér, allir borgað skattinn ef það hefur þurft, allir töpuðu.  Það er erfitt að vera fjáraflamaður. 

Jón Sigurðsson, fyrrum óvænt formaður Framsóknarflokksins, og Seðlabankastjóri, vill hreinsa flórinn, en það er spurning hvað hann á við: Jón var Seðlabankastjóri á árunum 2003-6, en þá sat Helgi S. Guðmundsson í bankaráði. Um viðskipti hans og Finns Ingólfssonar með bréf í
Landsbankanum í gegnum aflandsfélag árið 2007 segir Jón að þar virðist bankinn hafa leitað til þeirra
með kaup á bréfunum til að halda verði þeirra uppi.  „Við viss skilyrði er það markaðsmisnotkun, sem er hreint ekki þægilegt mál. Ég ætla ekki að fella neinn dóm um það núna.
Þarna sýnist mér eftir því sem lýst var í gær að góðir menn hafi tekið ranga ákvörðun. Þeir hafa gert það fyrir vini sína í Landsbankanum sem leita til þeirra í þessu skyni.“

Hverjir voru þessir góðu menn?  Voru það bankastjórar Landsbankans, eða voru það Finnur Ingólfsson og Helgi S Guðmundsson.  Það er leiðinlegt að tala um látinn mann en þessir 2 menn voru frekastir allra til fjárins á velmektardögum spillingarinnar.  Fremstir í flokki að hirða frá ríki svo maður tali ekki um Samvinnutryggingar.   Allt það mál fær mig enn til að kúgast. Voru það ekki 30 milljarðar sem gufuðu upp?  Ætli eitthvað af þeim peningum hafi farið um Panama? 

Svo við tölum um Panama, var það ekki í Panama sem lánspeningar Pálma Haraldssonar hurfu?  Var það ekki Hæstiréttur sem sýknaði þann góða dreng, myndi Sigurður G. Guðjónsson segja. Sem er kominn í Hitlersbransann, en Fréttablaðið kemst snyrtilega að orði í morgun:
Adolf Seljan
„Nú skiptir bara máli að ala á ólgu og tortryggni alveg eins Hitler og smámennin í kringum hann gerðu,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson lögmaður í pistli á Pressunni í gær og á þá við vinnubrögð Kastljóss í Panama-málinu. Mike Godwin bjó til hugtakið Reductio ad Hitlerum og er fólk almennt sammála um að það að beita samlíkingu einhvers við Hitler sé sjálfkrafa gengisfelling á rökfærslu viðkomandi. Sigurður er svo sem ekki ókunnugur gengisfellingu enda var hann stjórnarmaður í Glitni fram að hruni. Þar urðu nú einhver aflandsfélögin til.

Já, voru þeir ekki miklir vinir og félagar, Ólafur Ragnar og Sigurður 1996, það hafa fleiri Sigurðar tengst forsetanum, Einarsson ef ég man rétt.  Þannig að við bíðum eftir afsökunarbeiðni Forsetans um hlut hans í Hruninu.  Við bíðum og bíðum.   


 Framsóknar-Hrólfur hverfu af sviðinu, auðvitað alsaklaus:Hrólfur Ölvisson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Framsóknarflokksins. 

Hrólfur segist taka þessa ákvörðun vegna þess hversu einsleit og óvægin umræða er í þjóðfélaginu um tengsl hans við aflandsfélög. Hrólfur er sagður hafa reynt að leyna viðskiptum í gegnum félög á Tortóla. 

Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög

„Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheiðarlegum hætti,“ segir í yfirlýsingu nú fyrrum framkvæmdastjórans. 


Tveir framkvæmdarstjórar Lífeyrissjóða segja upp, er ekki eðlilegt að sjóðirnir skipi nefnd til að athuga tengsl eiginfjár þeirra og fjár sjóðanna?  Er það of viðkvæmt?

Já, það er margt á ferðinni þessa dagana, margir naga koddann.  Lífið á Aflandi er erfitt.  Þótt enginn sé sekur.   

 

þriðjudagur, 26. apríl 2016

Forseti og ráðamenn: Er erfitt að segja satt?:

 Það er dapurlegt að sjá forsetaembættið og orðstír okkar dregin í svaðið.  Forsetinn kemur í veg fyrir að hæft fólki bjóði sig fram með því að ætla sitja í 24 ár á valdastólunum á röngum forsendum. Og svör hans fyrir þessari ákvörðun hans vekja ugg í brjósti margra. Er það furða þótt erlendir
blaðamenn spyrji óþægilegra spurninga sem fá forsetann til að missa sig: Nei nei nei nei .  

President of Iceland Ólafur Ragnar Grímsson has told CNN that his long term in office is not comparable to a dictator, bec ause the President of Iceland is regularly democratically elected.
In fact, the president says, Iceland is among the oldest democracies in the world to have given farmers, fishermen and everyone else the chance to elect a president as equals.
The global news network asked the president about his recent decision to withdraw his promise of retirement and stand for an unprecedented sixth term this June. He has been president for 20 years. (CNN)

Það er skrítið að stjórnmálafræðiprófessorinn viti ekki að einræðisríkin sem hann ræðir um   hafa fínt andlit út á við, þessar fínu kosningar, eins og í Hvíta Rússlandi, þótt það hafi farið ansi langt út fyrir þjófabálk þegar Assad efndi til kosninga í seinustu viku í stríðshrjáðu Sýrlandi. Og ríkið sem utanríkisráðherra okkar vill að við höfum svo góð tengsl við, Rússland og forsetinn þeirra Pútín, þar eru kosningar sem erfitt er að sjá hvort þær séu sviknar eða ósviknar.  Þegar valdhafarnir geta notað fjölmiðla eins og þeim sýnist.  Var það ekki okkar fyrrverandi forsætisráðherra sem sótti hart að fjölmiðlum að hafa rétt fréttamat?!!

Svo kemur þetta í kvöld í Kjarna og  Kastljósi, hverju eigum við að trúa, einn stjórnarmanna Kjarnans í Tortólahreiðri, Framsóknarflokkurinn ataður sauri, lifandi og dauðir, Forsetafjölskyldan , er það furða þótt þjóðin sé slegin.  Einn fésvinur minn, stakk upp á því að þarna væri komið gott rannsóknarverkefni fyrir DeCode/Kára Stefáns, samband milli Aflandseyjafólks og minnisleysis!!!! Algengasta setningin er:  Ég man það ekki!


 

Decode CEO Wants Financial Information from President

 

Icelandic President Rejects CNN Dictator Comparison

Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt

 Fjölskylda Dorritar átti aflandsfélag

 

Félag Vilhjálms í Panamaskjölunum - Fer úr stjórn Kjarnans

 

Áhrifamenn innan Framsóknar með umsvifamikil viðskipti í Panamafélögum

Félög í eigu Finns Ingólfssonar, Helga S. Guðmundssonar og Hrólfs Ölvissonar á meðal þeirra sem fram koma í Panamaskjölunum. Félag Finns og Helga í Panama keyptu hlutabréf í Landsbankanum með láni frá bankanum.

 

 

 

sunnudagur, 24. apríl 2016

Bernie Sanders og Helgi Hrafn.

Stóru tíðindin í forkosningum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa verið tvö:  Eitt er framgangur Bernie Sanders sem hefur komið fram róttækari stefnuskrá en áður hefur þekkst í þvísa landi.  Annað er hrun hinna hefðbundnu flokka, demókrata og repúblikana, sem
hafa ekki lengur það ofurvald sem þeir hafa haft.  Þannig að jaðarframbjóðendur Sanders og Trump, hafa hrist upp í valdaelítunni.  Lífið er allt í einu á öðrum nótum en áður hefur tíðkast.

Eins og Bernie segir: „Í Bandaríkjunum er ein lægsta kjörsókn allra ríkja í heiminum,“ sagði Sanders. „Okkur hefur tekist vel að ná til ungs fólks en í síðustu kosningum, árið 2014, tóku 80 prósent af þeim teljast undir fátæktarmörkum ekki þátt í kosningunum.“

Sanders segir að ef það takist að fá fátæka til þess að taka þátt í kosningum myndi það gjörbreyta hinu pólitíska landslagi.

„Ef okkur tekst að auka kjörsókn fátækra og ungs fólks, ef við náum 75 prósent kjörsókn í þessum hópum, munum við gjörbreyta Bandaríkjunum,“ sagði Sanders.

Í þessu fyrirmyndarlýðræðisríkis er kosningaþátttaka orðin langt undir öllu sem eðlilegt er.  Langt undir helmingur kjósenda sem kemur sér á kjörstað.  Mörg fylkin gera það eins erfitt og mögulegt er fyrir kjósendur að greiða
atkvæði.  Fólk þarf að skrá sig til að taka þátt í kosningum.  Fátækir sjá engan tilgang að taka þátt, það eru hinir ríku sem ráða ríkjum og ekkert fær breytt því. Loddarar eins og Trump og Heimsendaprédikarar hrista upp í fólki og rugla það svo það sér engan mun á því sem er heiðarlegt, sanngjarnt og eðlilegt.  Hinir auðugu þurfa að borga æ  lægri skatta,  að koma sér þaki yfir höfuðið er lúxus, og menntun verður sífellt dýrari, það er ekki fyrir hina efnaminni að komast í góða Háskóla sem skiptir máli í nútímaþjóðfélagi. 

Mér var hugsað til þessara orða Sanders þegar ég las ummæli Helga Hrafns í sambandi við skatta, hann sagði að Píratar hefuðu enga stefnu varðandi háa eða lága skatta: 

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir það ekki vera stefnu Pírata að hækka skatta á þá launahærri í samfélaginu en það sé heldur ekki stefna flokksins að gera það ekki.

Stefna Pírata fjallar frekar um mál sem skipta alla máli: 

„…heldur til þess að setja fókus á undirliggjandi grundvallaratriðin í samfélaginu sem krefjast athygli bæði vinstra- og hægrifólks, og það er nauðsyn lýðræðisumbóta, vernd og útvíkkun borgararéttinda og þar fram eftir götunum,“
sagði Helgi Hrafn. Hann bætti við að stærri spurningar lægju fyrir í stjórnmálum heldur en hvaða flokkar ætli að gefa hinum eða þessum hópum mikla peninga;
Miklu áhugaverðari umræða heldur en hvort hitt eða þetta þrepið eigi að vera prómílum hærra eða lægra, er hversu auðvelt það er fyrir fólk að reikna það út; hversu vel það veit hvert skattarnir fari og hversu mikið það hafi að segja um hvert skattfé fari,
sagði Helgi Hrafn og bætti við:
„Þess vegna finnst mér ekki einu sinni meika sens að vera með sérstaka stefnu um það hvort það eigi að hækka eða lækka hitt eða þetta skattþrepið. Það hljóta að vera hin pólitísku markmið sem skipta máli og þá ber að færa upplýsingar og ákvarðanavald nær fólkinu, frekar en að fara í einhverja loforðasamkeppni um hver ætli að bjóða þessum eða hinum hópnum meiri peninga.“
Frekar eru þessar skoðanir Helga Hrafnis umhugsunarverðar, hvað er það sem hrjáir þau samfélög sem við getum borið okkur saman við?  Til hvers eiga stjórnmálaflokkar að færa sig nær fólkinu?  Er það ekki til að breyta því að örlítill hópur ríkismanna ráði orðið öllu í skjóli auðs og nota aðferðir eins og að fela fé sitt á fjarlægum eylöndum svo þeir þurfi ekki að taka þátt í samneyslu okkar. Eigum við að bíða og horfa á það sama gerast eins og í Bandaríkjunum, þar sem kosningar eru fyrir yfir og millistétt,  þar sem hinir snauðu fyllast örvæntingu og hatri og sjá ekkert framundan nema lokaðan heim í gettóum hinna fátæku. Eru ekki stóru spurningarnar skipting fjármagnsins og tiltrú fólks á stjórnmálamönnum og valdastofnunum?

Verða ekki stjórnmálamenn að tala skýrt um breytingu á samfélögum okkar þar sem allir leggja fram sitt af mörkum til að skapa líf sem býður upp á meiri jöfnuð en tíðkast í dag, með heilbrigðis, félags og skólakerfi fyrir alla? Ekki að eyða umræðunni  í óljósa hagfræði og hugmyndafræði.  Það þarf að ræða um peninga, það þarf að ræða frið, velferð og heiðarleika . Það þarf að ræða um samfélag fyrir alla. Þar sem allir eru þátttakendur og skapandi.  


fimmtudagur, 21. apríl 2016

Bláa höndin, Græni hnefinn og fleira fallegt.

Við munum flest ofríki Davíðs Oddssonar í forsætisráðherrastólnum, þegar hann reyndi að troða fjölmiðlafrumvarpinu í gegnum Bessastaði en hitti fyrir sér Forsetann með stórum staf, kallaði gagnrýnendur á einkafund eins og samtalið fræga við Hallgrím Helgason.  Þá varð til orðtakið Bláa höndin.  

Nú kemur í ljós  að Sigmundur Davíð var arftaki Davíðs á stólnum, kallaði fjölmiðlastjóra fyrir sig til að gráta undan gagnrýni á ríkisstjórnina og Framsóknarflokkinn  (og sjálfan sig í
leiðinni). Fjölmiðlarnir gerðu stjórninni : erfitt fyrir og væri til trafala.  Svo þar hefur verið á ferðinni Græni hnefinn.  Sem síðan hvarf ofan í mýrarfláka í Norðausturkjördæmi. Og setur engan lit á orðspor okkar Íslendinga.  Danska sjónvarpið er með dagskrárauglýsingu á milli þátta á hverju kvöldi, þar sem fyrrverandi Forsætisráðherrann birtist á skjánum þar sem hann er malaður í lygakvörn, áður en Trump birtist á eftir sem næsti trúður En Utanríkisráðuneytið segir okkur að þetta hafi engin áhrif á orðspor okkar, þá hefur það líklega ekki verið neitt fyrir.

Svo halda þeir áfram  að bíta höfuðið af skömminni stjórnarherrarnir. Lofa kosningum í haust en segja svo allt annað.  Ómerkilegastur eins og oft áður,
er Ásmundur Einar, þingmaðurinn sem sem var með Ríkisstjórn í hádeginu og greiddi atkvæði gegn henni um kvöldmatarleytið, nú básúnar hann í sínu kjördæmi að allt annað standi til, stjórnin hafi umboð til næsta vors (sem er lagalega rétt en loforð um annað (sem hefur verið gefið opinberlega)er á siðferðilegu plani en það plan er ekki til hjá honum). 




  



þriðjudagur, 19. apríl 2016

Forsetinn: Hvað er til ráða?

Það virðist hafa komið mörgum á óvart að Forsetinn vill sitja áfram á Bessastöðum á kostnað okkar. 
Þeir aftur á móti sem hafa þekkt hann um áratugaskeið eru ekki hissa.  Hann veit betur en flestir allt, hann er hrokafullur og sjálfhverfur,  hann vill ekki hreyfa við stjórnarskránni, hann vill ekki hætta á þeim tímapunkti þegar við minnumst hans sem Forseta sem stuðlaði að því að
ríkisstjórn xB og xD tók völd undir stjórn óskabarnsins SDG, barnið sem brást vonum flestra.  Enn einu sinni kom í ljós hve lítill mannþekkjari Forsetinn er. Því fór sem fór. Enn einu sinni enn, hljómaði frá Bessastöðum, hvort Hún var spurð veit ég ekki. Mótmælendur voru ekki spurðir, Þjóðin var ekki spurð, hvort 6. tímabílið ætti að eiga sér stað, Forsetinn kallaði þá ekki á sinn fund út á Álftanes.  Hann tók bara á móti Framsóknarmönnum. Hann sat úti á túni með 99% þeirra og fékk svarið sem hann vildi. Þetta var ánægjulegur og stórbrotinn Þjóðfundur sagði Forsetinn á blaðamannafundi.     

Hvað er þá til ráða?  Það er að kjósa annan mann (karl eða konu) til valda.  Svo einfalt. Forsetinn hefur hrakið burtu nokkra frambjóðendur, sem telja sig illa svikna.  Ef þjóðin kýs hann áfram þá er ekkert við því að gera, þannig er lýðræðið, stór hluti íslensku þjóðarinnar veit einu sinni enn ekki sinn vitjunartíma.  Hann er búinn að vera í 20 ár og skapa sér traust.  Ef hann verður ekki kosinn, þá ætlar hann að óska sigurvegaranum til hamingju og fara í ævinlangt frí, glaður og reifur (segir hann). Og við sem höfum ekki kosið hann sjáum tækifæri til þess að fá meiri breytingar á beinbrotnum íslenskum þjóðarlíkama, stjórnarskrá, fjármálakerfi, ganga milli bols og höfuðs á siðleysi athafnamanna og embættismanna.  Við viljum fá glaða og einbeitta stjórn þjóðkjörinna fulltrúa í næstu kosningum.  Sem þurfa ekki að feta hvert spor með annað augað á Bessastöðum hitt á Aflandseyju.

Enda er enginn að standa vakt með þjóðinni.




  

mánudagur, 18. apríl 2016

Tortólar og Tortólínur: Á meðan við bíðum

Mikið held ég verði gaman þegar alvörulistar birtast yfir Tortóla og Tortólínur.
Þegar stoltið ljómar af auðfólki Íslands þegar það sér nafn sitt á prenti eða fallega mynd eða myndskeið í myndmiðlum. 

Þetta mun örugglega minna á þegar upplýsingar komu í denn um hæstu skattgreiðendur
landsins.  Allir voru þeir stoltir, að geta lagt mest til í þjóðarbúið.  Þorvaldur í Síld og fisk og útgerðarmennirnir og skipstjórarnir á vetrarvertíðarbátunum og Síldarskipunum.   Já, lesendur góðir, öll eigum við einhvers staðar, vini, kunningja ættingja.  Þetta er svo lítið land.  

Tillagan hans Bjarna um sakleysi Ólanna og Ólínanna ef þeir borga, ja, borga hvað?  Hvað liggur uppi á borðinu?   Ætli hún haldi áfram í nefndum Alþingis?  Ætlar Fjármálaráðherra að draga hana aftur til sín oní annan buxnavasann og þriðjungur þegnanna man ekkert eftir nokkra daga?  Eða á að hefja herferð um rétt hvers og eins að koma sem mestu undan skatti?   Og að allt slíkt sé löglegt?  Er Davíð ekki farinn að hamra á því. Skattar eru af hinu illa, heilbrigðis og félagsþjónusta á að vera í eigu einstaklinga í réttum flokkum. 

Svo getum við búist við að ýmislegt komi fram í ólíklegustu flokkum.  Mikið var ömurlegt að hlusta á framkvæmdastjóra xS í útvarpinu á laugardagsmorgun ræða um húsnæðismál.  Hann safnaði ekki mörgum atkvæðum þann daginn. 

Svo trommu tunnuslátturinn mun halda áfram við Alþingishúsið, ræður munu hljóma úr hátölurum, söngvar glymja, næsta haust eða fyrr munu þeir hverfa, hinir vanhæfu. Nema við stimplum okkur endanlega í bananagengið, opnum aflandsþorp á Sauðárkróki og gefum Evrópu langt nef, það er allt hvort sem er búið að vera þar.    




laugardagur, 16. apríl 2016

Tortólamenning í boði xD

Við erum oft furðu lostin yfir ýmsu sem hefur gerst hjá okkur.
Það er margt merkilegt í frásögnum Fréttatímans í dag. Hversu xD spilar allt niðrum sig í forHruninu.
Þar spila stór hlutverk Geir nokkur Haarde og dýralæknirinn alræmdi Árni Matthiesen. 

Karlarnir sem hleyptu af stað skattleysi og Tortólamenningu íslensku auðstéttarinnar.
Það er svo margt sem er grátbroslegt, að koma á fót nefnd til að bæta íslenska skattkerfið með Sigurði Einarssyni, Pálma Haraldssyni og Baldri Guðlaugssyni.  Þvílík eðalnefnd, manni svelgist á, hvað varð um 4 milljarðana sem hurfu í Panamaferðinni í boði Pálma?   Hverjum datt í hug að fá þá saman í nefnd??? Þetta er eins og fá Djöfulinn til að stjórna Himnaríki!

Að trufla útgerðina í því að skilja eftir milljarða í útlöndum það er mesti glæpur á Íslandi.  Hvað er búið að níða niður nöfn, Jóhönnu og Steingríms út af því.   Bjarni B. er allt í einu orðin stjórstjarna, hann sem elskaði Paradísaraflandið í Indlandshafi.  Allir trúa honum hann kemur svo vel fyrir í vel straujuðum jakkaföttum.  Einn þriðji þjóðarinn er sammála honum um að það sé allt í lagi að stela  undan milljörðum  í Aflandslöndum.  Það sýnir bara kraft og djörfung íslenskra athafnamanna. 


Við erum svo einstök, þessi þjóð.