sunnudagur, 15. maí 2016

Bjarni Ben: Silkihanskar,vanhæfi og vantraust

Það er furðulegt hve það ríkir mikil þögn um aðkomu Bjarna Benediktssonar að aflandsfélögum og viðskiptalífinu fyrir Hrun.  Orðið sem kemur upp í huga manns er vanhæfi og vantraust. 
Stundin fjallar um þetta í seinast tölublaði. Þar er sérstaklega áhugaverð aðkoma Bjarna að aflandsfélögum föður hans og einkahlutafélögum, þar sem hann sat í fjölda stjórna fyrir föður sinn.  


Sérfræðingum í stjórnsýslurétti, sem Stundin ræddi við þegar fjallað var um málið í apríl, ber saman um að aðkoma fjármálaráðherra að málinu kunni að hafa verið á gráu svæði með tilliti til óskráðra meginreglna stjórnsýsluréttar um hæfi. Þá hefur Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands, fullyrt að aðkoma Bjarna hafi verið afar óheppileg og eðlilegra hefði verið að hann segði sig frá málinu í ljósi viðskiptafortíðar sinnar. (Stundin bls. 23.)

Hvers vegna er tiplað á tánum umhverfis Bjarna?  Af hverju er þetta á gráu svæði.  Er hann ekki algjörlega vanhæfur? Í umfjöllun Stundarinnar bls. 20 - 23 kemur skýrt fram náið samband þeirra feðga,  Bjarni hlýtur sem formaður og
stjórnarmaður og fulltrúi föður síns að hafa mikla ábyrgð.  
Ekki nóg með það heldur voru afskrifaðar 120 milljarðar eftir Hrunið af eignum Benedikts.  

Það er skrítið hve mjúkum silkihönskum Kolkrabbinn, en Engeyjarættin var lengst af fremsti fulltrúi hnas,  hefur verið tekinn.  Það er merkilegt að maður sem hefur setið sem formaður og stjórnarmaður í félögum  sem hafa verið afskrifaðar um 100 milljarða geti orðið fjármálaráðherra og hafi traust samfélagsins til þess.
Ég held að það myndir hvergi gerast á Vesturlöndum  nema á Íslandi. 

laugardagur, 14. maí 2016

Forsetaframboð og önnur amboð


Jæja eru ekki allir í stuði. Ég hef engan sérstakan áhuga á því að vera Forseti, enda verð ég svo glaður að leggja upp laupana, getur maður ekki sagt það?Ég hlakka svo til að eignast eðlilegt líf, í fyrsta sinn. Hvað ætli það sé?  Ég veit að Davíð og Guðni smellpassa á Bessastaði. Þó ég megi ekki
segja svona, sorrí Andri, Elísabet og Halla, og þið hin ... Maður getur ekki glatt hvern sem er þó maður geti glatt sjálfan sig.  


Maður getur sagt svo margt þegar maður er ekki í framboði. Það er jafnvel hægt að segja sannleikann, eða hvað? En sannleikurinn er ekki svo merkilegur eftir allt saman. Sá sem segir hann kemst ekki langt. Hann verður ekki þingmaður, ráðherra, forseti. Fjármunir á Aflandseyjum skipta ekki öllu máli, lögfræðingarnir okkar vita það. Ég sem er á móti hásköttum,móti endalausum reglum og lagaboðum.Ég sem hlíti kenningum Hayeks og Friedmans, ég sem veit að við erum þrælar markaðar og fjár, en það er það eins sem blívur.Án þess væri kaos.  Við viljum ekki stjórnleysi.  Erum við ekki öll í stuði. Ég er alltaf í stuði, á Florida, í Demantaverslunum, í Seðlabankaárshátíðum,  í Hvítahússveislum.  Ræða mín hefði verið betri, ég hefði rætt um Erótika hljómkviðuna, Jöklabráðnun, vin minn Einar Má, sandöldurnar á Arabíuskaga, enginn kemst með tærnar þar sem ég hef ristarnar. Ekki einu sinni Vigdís. Nei, nei, nei, nei, nei!




Myndir: Greinarhöfundur









fimmtudagur, 12. maí 2016

Bjarni og Davíð: Ranglæti heimsins og önnur stórtíðindi

Stuðningsmenn xD eru um margt skrítnir.  Þeim virðist vera alveg sama um spillingu.  Það er hugtak sem er aðeins fyrir aðra flokka. Formaður þeirra sem hefur verið staðinn að vafasömum gjörningum hvað eftir annað á huga þeirra allan enda fjallmyndarlegur karl og af réttum ættum.  

Það er alveg sama þótt slóð hans sé ekki glæsileg:
Vafningsmálið, samstarf við karla sem hafa verið dæmdir fyrir svik í fangelsi, Wernershyskið. Viðskipti  Sjóvá og Milestone.  Allt svo
heiðarlegt. 
Sala á eigin hlutabréfum rétt fyrir hrun. 
Aflandseyjamál og skrítnir viðskiptahættir í Dubai og fleiri stöðum í útlöndum. 

Þetta finnst stuðningsmönnum hans bara fínt.  Flokkurinn er á hraðri siglingu upp á við. 30 plúss prósent.  Er búinn að ná Pírötum.  Líklega eru þeir sem kjósa flokkinn með draum um auð og ríkidæmi.   Svo þeir fylgja þeim sem er að reyna, lætur flækja sig í ýmislegt, Eins og Bjarni.  Er tungulipur og í fallegum jakkafötum. 

Þeir virðast þó geta hugsað sér að yfirgefa fyrrverandi formann sinn á ögurstundu í forsetakosningu. Kannski er það þeim um megn að yfirgefa þá báða um leið, Bjarna og Davíð,  og forsetaembættið skiptir minna máli, Alþingiskosningar framundan í haust, það er um að gera að fylkja liði. Svo er ekki öll nótt úti enn.   

Davíð á oft ýmsa leiki á borðinu, eða ekki.  Lífið er stundum svo ranglátt.  Af hverju þurfa allir að muna allt um hann. Af hverju er hann ekki aldraður maður sem öllum þykir vænt um.  Hann sem samdi textann um húsið við Berþórugötu.  Fyndnasti maður á Íslandi. Vinur listamanna og rithöfunda. Hann sem var stjórnmálamaður aldarinnar. Hann sem reyndi að bjarga bönkunum.  Hann sem sagði sannleikann um Geir.  Og hataði Sollu?   

Og Sagan heldur áfram, Sigmundur með eitt heimsmetið í viðbót, birtir mestu upplýsingar um skattamál ever!  En engin skattaskýrsla fylgir.  Vigdís er miður sín og Gunnar Bragi er horfinn af sviðinu.  

Svona er stjórnmálalífið í Aflandi.   Algjört Veraldarmet. Það segir Sigmundur Davíð og pabbinn er alveg sammála.  Og hringir í Örn Karlsson.  




miðvikudagur, 11. maí 2016

Guðni Th.: Stendst þjóðin prófið í þetta sinn?

Sigmundur sýnir skattaskýrsluna sína og konunnar. En það gekk ekki átakalaust fyrir sig. Það þurfti margar lygar áður en það gerðist.
Bjarni Ben hefur ekki gert það.  Hann hefur líka logið að okkur.  Hve lengi ætlar hann að hanga? 
Orðsendingar eins og EInhvers staðar verða peningar að vera eru heimska. 

Þurfa allir að birta gögn?  Ekkert endilega en af hverju ekki ef þörf er á?  Það er eins og það sé principp að gera það ekki.  Ég sé á danska þinginu eru 20 þingmenn sem hafa ekki birt upplýsingar um fjármál sín.  Af hverju ég veit það ekki.  Þeir hafa verið margir hér.  Ég veit ekki af hverju.  Við sem höfum verið í fastri vinnu höfum fastar tekjur og stundum yfirvinnu.
Ég ég að kjósa þennan?

 Það þarf ekki að vera með flóknar rannsóknir. En þeir sem eru með fjármálarekstur eiga að geta átt von á rannsóknum.  Við vitum líka að það var tíska hjá þeim að reyna koma fé undan sköttum.  Ég veit ekki af hverju það eyðir hundruðum milljóna í lögfræðinga og sérfræðinga til að komast hjá því.  Ég veit það ekki.  Mér finnst það skrýtið.    

En skattayfirvöld mega kíkja inn hjá valdafólki, það á að vera fyrirmynd.  Það á ekki að vera áþján að vera fyrirmynd.  

Nú berast skoðanakannanir inn um forsetakjörið.  Niðurstöðurnar eru ansi einlitar.  Af hverju? Þjóðin hefur fengið nóg af kynslóð svikahlunka.  Hún virðist vilja mann sem er hreinn og beinn.  Stundum fyndinn, getur bitið frá sér ef hann þarf.  Getur leitað til sjérfræðinga ef hann þarf.  Davíð er búinn að vera, Ólafur er búinn að vera, Halla er hissa á því að fólk kýs hana ekki hún hefur ekkert gert, ef marka má viðtal í Stundinni.  En mér sýnist hún hafa of víða 
komið við, þessa vegna treystum við henni ekki.   Ég skil ekki af hverju Andri Snær fær ekki meira, það er eins og áróðursherferðin gegn honum í sambandi við listamannalaun hafi tekist.  Hann hefur skrifað áhrifamiklar bækur um stöðu mannsins í heiminum og náttúrunni. Hann á betra skilið.  Sem boðberi stöðu okkar í dag.  En kannski er eins og þjóðin vilji frekar mann sem ætlar ekki að segja okkur of mikið hvað við eigum að gera, prédikar ekki of mikið?  Það er sjónarmið. 

Svo enn hefur þjóðin staðist prófið í þessum kosningum, eins og hún gerði með Kristján og Vigdísi. Ég er enn hreykinn af henni.   Við sjáum hvað setur.  


Hvað getur þessi fallið?

Við sjáum hvað setur....


mánudagur, 9. maí 2016

Sigurvegari vikunnar: Guðni Th. Jóhannesson

Hraði atburða setur allt blogg á annan endann.  Flestar færslur á vinsælum bloggsíðum eru  úreltar eftir klukkutíma (þó þessi verði klassísk)!
Leikfléttur frambjóðenda (meðvitaðar eður eigi) gerast svo hratt að það er enginn leið að fylgjast með ég fékk mér bara banana eftir seinustu tíðindi morgunsins.   


Fléttumeistarinn Ólafur lét sig hverfa af sjónarsviðinu, líklega vegna þess að: 
1.  Hann var búinn að fá úrslit seinustu skoðanakönnunar og sá sitt óvænna.
2.  Hann átti von á fleiri upplýsingum um fjármál konu sinnar.
3.  Það býr í honum kjúklingur enn þegar Davíð birtist. Hann hræddist skítlegt eðli Davíðs.
4.  Hann vissi að hann fengi það óþvegið í kosningabaráttunni um þýlyndi sitt við útrásarljónin og
Bessastaðablús
 aflandshákarlana.
5.  Hann leit í spegil og sá andlit manns sem er að eldast eins og við hin og dró rétta niðurstöðu af því.

Valdaharðstjórinn Davíð geystist  fram á sviðið vegna þess að: 

1.  Enn  þjáir hann valdafíkn, hann getur ekki hamið sig.
2.  Hann sá tækifæri að klekkja á fjandvini sínum á Bessastöðum.
3.   Hættir hann við framboðið núna þegar Neimeistarinn er horfinn af sviðinu?
4.  Hann sá áramótaskaupið 2001 og Bessastaðaórar blossuðu upp.
5.   Hann gat ekki sætt sig við að vera orðinn gamall, þótt hann hefði fjarlægt alla spegla af heimilinu.
6.  Grein Hannesar vakti upp í honum metnaðinn, Thatcher, Reagan, Bush, myndirnar voru dásamlegar... Tilfinningin um stöðu hans í valdatafli heimsins ......

Sigurvegari vikunnar er Guðni Th., hann svarar  vel og ákveðið fyrir sig.  Klappar Forsetanum núverandi blíðlega á kollinn í dag: 
„Hann hélt þess­ari leið op­inni að snú­ast hug­ur á ný. Ég vænti þess að næsti for­seti, hver sem það verður, muni gefa Ólafi það sjálf­sagða svig­rúm að sinna því sem hann hef­ur sinnt svo vel, til dæm­is
Upp upp mín sál .....
mál­efn­um norður­slóða og fram­lagi Íslands til notk­un­ar á end­ur­nýt­an­legri orku. Í þess­um efn­um er Ólaf­ur á heima­velli og við get­um von­andi áfram notið góðs af þess­um kraft­mikla arfi hans á þess­um vett­vangi,“ seg­ir Guðni.

Hefur hrifið landann í umróti stjórnmálanna.  Er af góðum alþýðuættum, vinnur hluti vel sem hann kemur nálægt.  Bók hans um Gunnar Thoroddsen er frábær.  Enn virðist enginn geta skákað honum.  En eins og ég sagði í byrjun, hlutirnir gerast hratt.  Það er rúmur mánuður í kosningar. 

Spyrjum að leikslokum. 

Svo sígild ......

sunnudagur, 8. maí 2016

Davíð og Ólafur Ragnar: Heimur Hrútanna

Fátt kemur manni á óvart. Eftir (ekki)fréttir morgunsins, þótti mér nauðsyn að fara í sturtu og skrubba af mér skít íslenskra (ekki)stjórnmála.  Það sem safnast saman i holur líkamans er djúpt og drungalegt.  Trumparnir eins og vinkona mín sagði eru víða, sumir fyndnir að eigin áliti, sumir svo alvarlegir að sólin hættir að skína þegar hún sér þá. 

Þeir félagarnir, þið vitið væntanlega um hverja ég tala,  vilja gína yfir öllu í íslensku samfélagi
með útúrsnúningum og lygum.  Allt verður eins og var. Hrútarnir á sínum stað. Þeir stanga og stanga að eilífu.

Þeir sem ætla að kjósa þann yngri eru væntanlega að þakka honum fyrir þátt hans í einkavæðingu samfélags okkar, fyrir magnaða stjórnun hans á Seðlabanka Íslands og dreifingu á milljörðum til Aflandsbófa, þakka honum fyrir Hrunið og afleiðingar þess, þakka honum fyrir að vera góður þjónn eigenda Morgunblaðsins, að þakka honum fyrir hirð Jámanna sem lofa hann og prísa við öll tækifæri, að þakka honum fyrir óhugnanlegt alræði sem hann kom alls staðar í kringum sig, í Borgarstjórn Reykjavík, í Ríkisstjórn, í Seðlabanka á Morgunblaðinu. Já það er margt sem hægt er að kjósa hann fyrir, verði þeim að góðu. 

Þeir sem ætla að kjósa þann eldri, sem eftir seinustu atburði virðist ekki lengur vera sá sanni Ólafur sem veit allt, skilur allt, og ræður öllu. Eins og ummæli hans upp á síðkastið sýna: 
„Enda kom mér það ekkert við. Samband okkar Dorritar var ekkert tengt viðskiptum og viðskipti foreldra hennar komu mér bara ekkert við. Og ég virti það. Alveg eins og þau ræddu ekkert við mig um skyldur forsetaembættisins á Íslandi og hvað ég væri að gera í forsetaembættinu á Íslandi. Það var bara mín ábyrgð. Ég hefði satt að segja talið það dónaskap, ef ég hefði í fjölskylduboðum og þar sem við sátum við málsverði farið að yfirheyra þau um þeirra viðskipti,“ sagði Ólafur Ragnar.
 Hann virðist ekki gera sér grein fyrir því að embætti forseta Íslands býður upp á ýmsar skerðingar á einkalífi, hann verður að hlíta reglum sem skylda hann að gera líf sitt opnara, kona hans verður líka að hlíta því.  Þótt hann hafi komið í veg fyrir að Siðareglur embættisins hafi verið settar. Hann hefur aldrei gert sér grein fyrir því að embættið krefst ýmiss, svo sem að hlíta leikreglum fyrri forseta, hann má ekki gera hvað sem er.  Hann er fyrir löngu orðinn forneskjueðla sem stendur fyrir betra og heilbrigðara þjóðfélagi.  Svo, þeir sem ætla að kjósa hann geta kosið hann fyrir margt, verði þeim að góðu. 

Þeir sem vilja hafa áfram heim Hrútanna, Eðlanna, þeir ganga glaðir og reifir inn í kjörklefana í lok júní og exa við þá.  Og heimurinn verður áfram sá sami, fullkomni spillingarheimur með bananabragði. Þar sem allt er leyfilegt í nafni auðs, fjölskyldna, flokka, vina og valda.  

 

föstudagur, 6. maí 2016

Einkamál Dorritar

Hvað sagði Dorrit mbl.is fjallar um þetta á netinu: Niðurstaðan hlýtur að vera:  Lítið.  Ansi þunnur þrettándi.  Og fullnægir ekki þeim kröfum sem við setjum í lýðræðissamfélagi. Ef þettta er það sem hú ætlar að upplýsa okkur þá ..... já hvað?   

Forsetinn sem talaði svo fjálglega um opið þjóðfélag og reglur.  Ekki þegar það snýr að honum eða konu hans.  Hverju svarar íslenska þjóðin:  Í skoðanakönnun er tæplega helmingur landans á hans máli.  Ekkert þarf að upplýsa.  Þeim er alveg sama. Í bili.
 Nú fljúga mínir fuglar, góða dís.
Nú fagna englar guðs í Paradís.
 

Landinn kýs xD með Bjarna Ben sem dvelur í húsi foreldra sinna á Florida og hefur aldrei heyrt minnst á fjármögnun.  

Landinn kýs Forseta sem við þurfum ekkert að vita um.  Forsetinn sem skiptir um skoðun í framboðsmálum og kemur þannig í veg fyrir að við kynnumst frambjóðendum og málefnalegri umræðu um forsetaembættið. Gengur á bak orða sinna, hrekur marga úr framboði. 

Landinn eða var það Forsetinn, fékk nóg af Sigmundi Davíð og hann hrökklaðist burt.  Hann fór á taugum og við viljum ekki hafa svoleiðis ráðherra. En han mun snúa aftur ! 

Enn virðist það vera svo að nær helmingu landa okkar sé á þeirri skoðun að þeir sem eiga peninga (hvernig eignuðust þeir þá) mega gera hvað sem er.  Þetta ríki sem er að teygja sig í vasa þeirra er bara til óþurftar. Skattar eru óþarfi.   Þeir sem eiga peningana fara bara til útlanda á lúxussjúkrahús. Þeir sem eiga ekki peninga fá lágmarksþjónustu, þeim var nær að hugsa ekki meira um seðla. Þeim var nær að vera ekki af góðu fjármálaættum. 

Og hvað sagði Dorrit? Einkamál.  Peningar eru Einkamál. Hún hefur kannski kynnst Forsetanum á Einkamálasíðu.