sunnudagur, 5. janúar 2014
Valdamenn og skáld: Skuggamyndir og orðsnilld.
Já, lesandi góður, það er margt að lifa fyrir, jafnvel þótt manni verði stundum þungt fyrir brjósti þegar maður upplifir hroða valdamanna í hvunndeginu. Ég hef hvorki stílgáfu né tíma til að lýsa þessum bókum og tíma. En vonandi fæ ég þig til að leggja sjálfur í að glugga í þeim og meðtaka. Góðar stundir.
laugardagur, 4. janúar 2014
Svokallaður umhverfisráðherra kastar hanskanum
Já, þá er það byrjað, umhverfisstríðið, sem ég hafði búist við að kæmi. Eftir yfirlýsingar svokallaðs umhverfisráðherra að rífa upp Rammaáætlunina sem samþykkt var í fyrra. Umhverfissóði í umhverfisráðuneyti.
Einhver álitsgjafi sem ég sá um daginn sagði að það væri enginn munur á fyrri ríkisstjórn og þeirri nýju, svo bætti Styrmir um betur
í morgun í RÚV 1, núverandi stjórnarandstaðan hafði ekkert gert . Og enginn mótmælti honum. Það eru stórir málaflokkar sem eru komnir í eldlínuna, umhverfislöggjöfin nú. Áður stórbreytingar á Fjárlögum þar sem minnihlutinn bjargaði ríkisstjórninni að verða sér til skammar. Sama var með hugmyndir sjávarútvegsráðherra (já, sá hinni sami!!!) um gjafakvóta til makrílútgerðarmanna.
En nú harðnar baráttan, Náttúruverndarsamtök Íslands láta heyra í sér:
„Umhverfisráðherra hefur með ákvörðun sinni um breytingu á friðlýsingarskilmálum þeim sem Umhverfisstofnun vann fyrir stækkun friðlandsins í Þjórsárverum - í samræmi við gildandi náttúruverndaráætlun og í samræmi við rammaáætlun - enn á ný opnað fyrir að víðerni svæðisins vestan Þjórsár verði spillt, að hinir stórkostlegu fossar, Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss neðar í Þjórsá, verði eyðilagðir.“
Þetta segir í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Samtökin segja ráðherra gera rammaáætlun að engu.
„Jafnframt er það svæði sem ráðherra undanskilur frá friðlýsingu líkt og fleygur rekinn inn í hjarta Þjórsárverasvæðisins sem Landsvirkjun og stjórnvöld munu í framtíðinni nýta sér til að stækka fyrirhuguð stíflumannvirki til samræmi við fyrri áform fyrirtækisins. Ráðherra hefur rammaáætlun að engu og gefur auga leið að ef sitjandi umhverfis- og auðlindaráðherra kemst upp með geðþóttaákvarðanir þvert á gildandi lög og samþykktir Alþingis mun Landsvirkjun - hér eftir sem hingað til - engar sættir virða.“
Hann er skrýtinn þessi fyrrum græni flokkur sem er búinn að færa sig lengst á hægri vænginn. Ætli Jónas og Steingrímur snúi sér ekki í gröfinni????
Hanskanum hefur verið kastað.
þriðjudagur, 31. desember 2013
Sinead O´Connor og Nýárskveðja ......
Sinead O´Connor á RÚV á gamlársdagsmorgni, það hefð nú verið flottara að sjá hana taka Prinsinn en það er Grant sem er tengdasonur Íslands svo hann fær að ráða.
En mikið var gaman að sjá hana með dóttur sinni og tattúunum. Sinead hefur tekið marga skrítna lífsspretti, trúar ástar og hugmynda, hún er engum lík.
Á mínu heimili sameinuðust allir í aðdáun okkar á henni og Prince líka. Ætli þetta hafi ekki verið um 1990. Hér fyrir neðan eru þrjú lög: Nothing Compares to You, lag Johns Grant Queen of Denmark og Silent night.
Svo óska ég öllum gleðilegs nýárs. Megið þið lifa í sátt við ykkur sjálf og aðra. Ég hugsa að Sinead geti tekið undir þetta. Góðar stundir.
En mikið var gaman að sjá hana með dóttur sinni og tattúunum. Sinead hefur tekið marga skrítna lífsspretti, trúar ástar og hugmynda, hún er engum lík.
Á mínu heimili sameinuðust allir í aðdáun okkar á henni og Prince líka. Ætli þetta hafi ekki verið um 1990. Hér fyrir neðan eru þrjú lög: Nothing Compares to You, lag Johns Grant Queen of Denmark og Silent night.
Svo óska ég öllum gleðilegs nýárs. Megið þið lifa í sátt við ykkur sjálf og aðra. Ég hugsa að Sinead geti tekið undir þetta. Góðar stundir.
Össur fær Framsóknarveiruna
og þá er ekki langt í genið. Ég hef heyrt að fólk af Fremri-Hálsaætt sé ekki mjög veikt fyrir því. Veit ekki hvað hefur komið fyrir þennan indæla dreng. Það er eins og Framsóknarveiran herji
á hann með öllum sínum afleiðingum og krankleikum. Hann er kominn í virkjanaliðið, hann elskar Sigmund Davíð, sver af sér að hann hafi verið í seinustu ríkisstjórn, ef hann var þar þá hlustaði bara hann á aðra með opinn munn. Það er auðséð að það er engin Jóhanna til að halda í ólina á honum lengur Það væri fyndið að sjá Árna Pál draga hann á eftir sér! Meira að segja næturbloggin gleðja mann ekki lengur enda ansi fá!!!.
Það var nú munur á eitursmakkandi bloggum frá því í sumar eins og Prinsessan á bauninni þar sem ummælin um bakhluta Framsóknarflokksins fengu kílóin á manni til að dilla sér sjúklega.
Hvað er að gerast á Vesturgötunni, Össur ????? Við heyrum
væmnar og ræfilslegar ellismellayfirlýsingar með yfirbragði Guðna Ágústssonar, Davíðs bankamilljarðalánanauts og Ólafs Ragnars Norðurpólsforseta. Satt að segja er ég bara miður mín, líf mitt er táradalur. Ég vil minn Össur til baka. Og enga Framsóknarfjósslykt.
á hann með öllum sínum afleiðingum og krankleikum. Hann er kominn í virkjanaliðið, hann elskar Sigmund Davíð, sver af sér að hann hafi verið í seinustu ríkisstjórn, ef hann var þar þá hlustaði bara hann á aðra með opinn munn. Það er auðséð að það er engin Jóhanna til að halda í ólina á honum lengur Það væri fyndið að sjá Árna Pál draga hann á eftir sér! Meira að segja næturbloggin gleðja mann ekki lengur enda ansi fá!!!.
Það var nú munur á eitursmakkandi bloggum frá því í sumar eins og Prinsessan á bauninni þar sem ummælin um bakhluta Framsóknarflokksins fengu kílóin á manni til að dilla sér sjúklega.
Skammur ferill nýrrar ríkisstjórnar hefur leitt í ljós þá gagnmerku staðreynd að í pólitísku tilliti virðist bakhluti nýs forsætisráðherra vera viðkvæmasta líffæri hans – og þar sem miðstöð tilfinningalífsins er staðsett. Einsog prinsessan á bauninni má hann ekki tylla sér niður þar sem arða er undir án þess að rjúka upp með kveinum yfir illri meðferð – og er þá gulur, blár og marinn.Sigmundur Davíð er líklega fyrsti forsætisráðherrann í 69 ára sögu lýðveldisins sem ekki má anda á án þess að hann hlaupi sífrandi í fjölmiðla með grátstafinn í kverkunum.
eða þetta
Mér hló hugur í brjósti þegar Sigmundur var búinn að flytja kveinstafi
sína af heimasíðu og feisbók yfir í Morgunblaðið, málgagn
stórútgerðarinnar. Þar hæfði skel kjafti. Gagnkvæmar ástir enda vel
staðfestar með tíu milljarða gjafabréfi ríkisstjórnar hans til
stórútgerðarinnar sem henni þótti brýnna að ganga fyrr frá en uppfylla
loforðin um skuldaniðurfærslur og líkn við þrautir leigjenda.
Hvað er að gerast á Vesturgötunni, Össur ????? Við heyrum
væmnar og ræfilslegar ellismellayfirlýsingar með yfirbragði Guðna Ágústssonar, Davíðs bankamilljarðalánanauts og Ólafs Ragnars Norðurpólsforseta. Satt að segja er ég bara miður mín, líf mitt er táradalur. Ég vil minn Össur til baka. Og enga Framsóknarfjósslykt.
sunnudagur, 29. desember 2013
Maður ársins: Hverjum ber heiðurinn??
Maður ársins. Þetta hljómar alltaf eitthvað svo vafasamt. Hvernig er hægt að kjósa slíkt eða velja slíkt. Samanborið þegar Obama fékk friðarverðlaun Nóbels eða Churchill fék bókmenntaverðlaun nóbels.
Nú segir merkir menn að maður ársins hjá okkur sé formaður eins stjórnmálaflokks landsins. Um leið eigum við að gleyma öllu sem þessi maður hefur gert seinustu árin. Hvernig á að meta???
Hann stóð við loforð, ætli það þyki merkilegt af stjórnmálamanni, þótt það hafi ekki verið í samræmi við það sem hann hann hafði lofað. Hann fékk samstjórnarflokk sinn til að lúffa með smámál sem stjórnarandstaða hafði haldið fram. Hann var með fallegasta skópar ársins. Þetta eru plússarnir.
En við eigum að gleyma öllu öðru, frammistöðu hans fjögur seinustu árin stanslaus illyrða og glamuryrðaflaumur, kvart og kvein við gagnrýni, skipulagsleysi í ráðuneyti hans, vafasamt samstarf við forsetann sem er utan við ramma stjórnarskrár, draumaheimur ráðherrans utan veruleikans, eins og Walter Mitty. Hefur fært framsóknarflokkinn langt yfir á hægri vænginn. Leyfir útlendingahatri og menningarfjandskap að vaða upp í flokk sínum. Nokkrir mínusar.
Ég held að við eigum að hvíla stjórnmálamenn á þessu sviði. Þótt Jón Gnarr sé sá eini sem kæmi til greina. Maður sem þorði að fara nýjar leiðir. Hugsar óhefðbundið. Hefur ekkert tengst Hruninu sem ekki er hægt að segja um þann fyrrnefnda.
En það er fjöldi fólks utan þessa geira sem á skilið að verða menn ársins. Anita Hinriksdóttir , sem sveiflaði sér inn í þjóðarsálina, eins og forsetinn myndi segja. Benedikt Erlingsson sem dansar um menningarsviðið eins og enginn annar, hneggjar og fær sér sopa úr pytlunni. Starfsfólkið á RÚV sem var sparkað, varð fyrir barðinu á menningarleysi Ríkisstjórnarinnar og þrælslund Páls Magnússonar.Sjúklingarnir á Ríkisspítalanum sem hafa ekki komist í aðgerð á árinu. Atvinnuleysingjarnir sem þurftu að bíða eftir desemberuppbótinni. Fréttamennirnir í Kastljósinu sem hleyptu af stað umræðunni um Kynlífsmisnotkunina sem var þagnarmál hjá okkur.
Já, lesendur góðir, það væri gaman ef landinn gæti sýnt það sem hann hefur oft gert að velja sannkallaður alþýðuhetjur sem menn ársins. Það væri gott í skammdeginu.
Nú segir merkir menn að maður ársins hjá okkur sé formaður eins stjórnmálaflokks landsins. Um leið eigum við að gleyma öllu sem þessi maður hefur gert seinustu árin. Hvernig á að meta???
Hann stóð við loforð, ætli það þyki merkilegt af stjórnmálamanni, þótt það hafi ekki verið í samræmi við það sem hann hann hafði lofað. Hann fékk samstjórnarflokk sinn til að lúffa með smámál sem stjórnarandstaða hafði haldið fram. Hann var með fallegasta skópar ársins. Þetta eru plússarnir.
En við eigum að gleyma öllu öðru, frammistöðu hans fjögur seinustu árin stanslaus illyrða og glamuryrðaflaumur, kvart og kvein við gagnrýni, skipulagsleysi í ráðuneyti hans, vafasamt samstarf við forsetann sem er utan við ramma stjórnarskrár, draumaheimur ráðherrans utan veruleikans, eins og Walter Mitty. Hefur fært framsóknarflokkinn langt yfir á hægri vænginn. Leyfir útlendingahatri og menningarfjandskap að vaða upp í flokk sínum. Nokkrir mínusar.
Ég held að við eigum að hvíla stjórnmálamenn á þessu sviði. Þótt Jón Gnarr sé sá eini sem kæmi til greina. Maður sem þorði að fara nýjar leiðir. Hugsar óhefðbundið. Hefur ekkert tengst Hruninu sem ekki er hægt að segja um þann fyrrnefnda.
En það er fjöldi fólks utan þessa geira sem á skilið að verða menn ársins. Anita Hinriksdóttir , sem sveiflaði sér inn í þjóðarsálina, eins og forsetinn myndi segja. Benedikt Erlingsson sem dansar um menningarsviðið eins og enginn annar, hneggjar og fær sér sopa úr pytlunni. Starfsfólkið á RÚV sem var sparkað, varð fyrir barðinu á menningarleysi Ríkisstjórnarinnar og þrælslund Páls Magnússonar.Sjúklingarnir á Ríkisspítalanum sem hafa ekki komist í aðgerð á árinu. Atvinnuleysingjarnir sem þurftu að bíða eftir desemberuppbótinni. Fréttamennirnir í Kastljósinu sem hleyptu af stað umræðunni um Kynlífsmisnotkunina sem var þagnarmál hjá okkur.
Já, lesendur góðir, það væri gaman ef landinn gæti sýnt það sem hann hefur oft gert að velja sannkallaður alþýðuhetjur sem menn ársins. Það væri gott í skammdeginu.
föstudagur, 27. desember 2013
Biskup: Þakklæti og mannkostir
Á þessum jólum skulum við því minnast þakklætisins. Þakklætis fyrir að fá að lifa í landi sem lýtur stjórn þeirra sem gert hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins, landi lýðræðisins. Því þó margt megi betur fara erum við þó hamingjubörn miðað við margar aðrar þjóðir. Við getum líka þakkað fyrir líf okkar og þeirra sem á undan eru gengin og beðið Guð að líkna þeim sem þjást og stríða og stefna í faðm hans að leiðarlokum.
Þetta sagði biskupinn okkar á aðfangadagskvöld, góð ræða að mörgu leyti,og víða komið vð, en þessi orð hennar sem ég vitna hér í eru ansi óljós að mínu mati. Vist erum við hamingjubörn að mörgu leyti, en hamingja felst ekki aðeins í því að hafa það gott. Það felst líka í því að taka ábyrgð á sjálfum sér og öðrum, hugsa um aðra og láta af hendi rakna það sem við getum, sýna rausn og átta sig á því að við getum gert mun meira en við gerum í dag. Margir þeir sem hafa gerti Jesúm Krist að leiðtoga lífsins eru því miður oft fullir af hræsni og fordómum í garð þeirra sem minna mega sín eða tilheyra öðrum hópum en þeir. . Það eru ekki trúarbrögð sem skera úr um mannkosti og siðprýði.
Það er fjöldi þátta í fari hvers manns sem skapar heilsteypta og góða manneskju. Oft eru það ólíklegustu menn sem sýna þá eðliskosti þegar á reynir. Í Njálu var Bergþóra kölluð drengur góður. Ætli höfundur Njálu hafi ekki verið að hugleiða slíkt, og eflaust var ýmislegt í fari Bergþóru sem við mundum ekki samþykkja í dag. Hver tími býður upp á ný sjónarmið.
Þetta sagði biskupinn okkar á aðfangadagskvöld, góð ræða að mörgu leyti,og víða komið vð, en þessi orð hennar sem ég vitna hér í eru ansi óljós að mínu mati. Vist erum við hamingjubörn að mörgu leyti, en hamingja felst ekki aðeins í því að hafa það gott. Það felst líka í því að taka ábyrgð á sjálfum sér og öðrum, hugsa um aðra og láta af hendi rakna það sem við getum, sýna rausn og átta sig á því að við getum gert mun meira en við gerum í dag. Margir þeir sem hafa gerti Jesúm Krist að leiðtoga lífsins eru því miður oft fullir af hræsni og fordómum í garð þeirra sem minna mega sín eða tilheyra öðrum hópum en þeir. . Það eru ekki trúarbrögð sem skera úr um mannkosti og siðprýði.
Það er fjöldi þátta í fari hvers manns sem skapar heilsteypta og góða manneskju. Oft eru það ólíklegustu menn sem sýna þá eðliskosti þegar á reynir. Í Njálu var Bergþóra kölluð drengur góður. Ætli höfundur Njálu hafi ekki verið að hugleiða slíkt, og eflaust var ýmislegt í fari Bergþóru sem við mundum ekki samþykkja í dag. Hver tími býður upp á ný sjónarmið.
miðvikudagur, 25. desember 2013
John Grant: Okkur til sóma
Íslandsvinurinn góði, John Grant, er okkur aldeilis til sóma. Diskur hans Pale Green Ghost er víða í tölu bestu diska ársins hjá ekki ómerkilegri tímaritum en Mojo, Guardian og Uncut. Með honum eru líka íslenskir tónlistarmenn, snillingurinn Guðmundur Pétursson. Jakob Smári bassaleikari, Arnar Ómarsson og Sigurður Bjarki sellóleikari og hljóðblandarinn góði, Biggi Veira!!
Já, lesendur góðir, þessir nýbúar koma mörgu góðu til leiðar, sumir halda að þetta séu bara óalandi sílepjandi sníkjudýr Það er öðru nær. Atvinnuhlutfall þeirra er yfirleitt hærra en landanna í löndum umhverfis okkur. Þar sem fólk hittist af ótal þjóðum þar er bjart og hlýtt !!!! Fjölmenningin blívur.
Það er gaman að lesa jákvæðar og lífgandi fréttir, listageiri okkar er lifandi sem aldrei fyrr. Hvað sem yfirvöld gerar!!!
Já, lesendur góðir, þessir nýbúar koma mörgu góðu til leiðar, sumir halda að þetta séu bara óalandi sílepjandi sníkjudýr Það er öðru nær. Atvinnuhlutfall þeirra er yfirleitt hærra en landanna í löndum umhverfis okkur. Þar sem fólk hittist af ótal þjóðum þar er bjart og hlýtt !!!! Fjölmenningin blívur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)