þriðjudagur, 28. janúar 2014

Pete Seeger: Baráttumaður kveður

Einn af mestu áhrifavöldum alþýðutónlistar 20. aldarer látinn. Pete Seeger dó í gær 94 ára gamall.  Ég myndi nefna hann, Woody Guthrie og Alan Lomax sem þeir sem höfðu mest áhrif
og komu þjóðlagabyltingunni af stað á 6. áratugnum.  Seeger sem andi sem hafði áhrif á aðra og var síungur í anda allt fram á seinusta áratug. Guthrie sem lagasmiður og Alan Lomax sem safnari, Pete vann fyrir hann á unga aldri í söfnun, þar sem faðir hans og Lomax voru vinir.  Hann var sístarfandi í mannréttindamálum, friðarmálum og umhverfismálum.  Margir þekkja lög sem hann er höfundur eða meðhöfundur að: 
Dylan kynslóðin og Greenwich Village hópurinn sungu þessi lög og önnur. sem dregin voru fram í söfnun Lomax. Peter, Paul and Mary og Kingston tríóið komu þeim til almennings.  Leadbelly kom þar við sögu, lagið hans Goodnight Irene, var sungið af Weavers þjóðlagagrúppunni frægu sem Seeger starfaði í.  Þetta lag komst meira segja til Íslands í byrjun 6. áratugs.  Pabbi minn söng það oft þegar hann dró gítarinn fram yfir glasi.   Svo var annað frægt (alræmt) lag sem kom við sögu Petes: Wimoweh , The lions sleeps tonight. Sem var kynnt fyrst sem þjóðlag frá Suður-Afríku þótt það væri frumsamið af fátækum söngvara þaðan. Það er bara seinustu árin sem fjölskylda hans hefur fengið eitthvað úr milljóna stefgjöldum lagsins.  

Pete Seeger var sístarfandi að baráttumálum sínum, hann lenti að sjálfsögðu í Maccarthyismanum, Weavers var bannað að koma fram í nokkur ár.  En hann lét aldrei bugast, brátt var hann kominn aftur í upprisu blökkumanna á 7.. áratugnum og umhverfismálin urðu honum æ meira brennandi og seinast var mynd af honum á  Ocuppy Wall street mótmælunum. 



Þetta er mín mynd af Seeger, með banjóið sitt, og baráttuandann í hvunndagsfötunum!! 


Þarna tekur hann lagið með Bruce Springsteen við innsetningu Obamas, þá höfu menn einhverja von um merkan leiðtoga í Hvíta húsið  ..... 


Þessi mynd er af konsert á 90 ára afmælis hans.  þarna er Springsteen og spúsa, Joan Baes og lengst til vinstri er Arlo Guthrie sem við á sjöunda áratugnum þekkjum svo vel, Woodstock, Alices Restaurant. .  
 Mótmæli gegn Wall Strreet og fjármálaspillingu 

sunnudagur, 26. janúar 2014

Gísli Marteinn, Elín, Bogi, Þórður Snær, Egill,Katrín og Magnús

Ég leyfði mér undanþágu í morgun og horfði á sjónvarp fyrir hádegi, Kíkti á Gísla Marteins Show.  Vil vera í ró og næði á sunnudagsmorgnum, þoli ekki geðshræringu og sálarstríð svo snemma dags. En ég horfði á þessa rólyndu stjórnmálaumræðu.  Þarna sátu Þórður Snær, Elín Hirst og Bogi Ágústs og ræddu dægurþrasið.  Svo voru Egill og Katrín Odds leidd fram að ræða Hrunið með stórum staf.  Þá var komið nóg hjá mér.  Ætli ég þurfi nokkuð að horfa á fleiri þætti.  Þetta er ekki óhefðbundinn þáttur ef ég nota uppáhaldsorð landans nú um stundir.  

Fordómar mínir, hugmyndir og skoðanir sönnuðust vel þennan morgun.  Mér er frekar vel við Gísla Martein, ég sat einu sinni nálægt honum á kaffihúsi og heyrði umræðu hans við kunningja, allt var til þess að mér finnst hann viðkunnanlegur karl.  En hann er enginn leiftrandi þáttastjórnandi.  Vantar einhvern innri mátt til að kveikja í umhverfinu.  Svo það er fólkið sem hann velur sem á að segja til hvernig þátturinn verður.   

Ég verð alltaf miður mín þegar Elín Hirst tjáir sig, hún var svo ánægð með xD jafnvel þegar búið var að ræða um að flokkurinn væri með allra minnsta fylgi sem hann hefði haft.  Þá talaði hún um hversu vel gengi um þessar mundir.  Svo ég held áfram að verða miður mín. Það er merkilegt hvað hún á gott aðgengi að fjölmiðlum.  Og þó það er ekkert skrítið.  

Þórður Snær og Bogi eru báðir viðkunnanlegir karlar.  Það er gaman að heyra í frjálslyndum Sjálfstæðismanni sem þorir að vera frjálslyndur eins og Bogi, þegar allt á hægri vængnum gengur út á að kúga og halda niðri skoðunum fólks, blá hönd Davíðs gerir allt óhugnanlega dapurlegt.   

Þórður Snær hefur komið feiknavel inn í fjölmiðlaheiminn með Kjarnann.  Þó vantar meira menningarefni í fjölmiðilinn. Og pólitísk umræða er of Samfylkingarlituð. Svo væri skemmtilegt að hafa eitt almennilegt viðtal þar sem almennileg skoðanaskipi eiga sér stað, beittar spurningar og engin linkind.  

 Umræðan um Hrunið, var svona eins og maður bjóst við.  Egill var of litaður í framsóknarlitum, alhæfingar hans um vinstri stjórnina sálugu eru oft þreytandi.  Katrín Odds er viðkunnanleg kona sem hefur þroskast frá því fyrir 5 árum.   Þegar ég hlustaði á hana flytja ræðu á Austurvelli í hálfgerðum Einars Olgeirs stíl.   Ég held að hún yrði góður stjórnmálamaður, hún hefur góða yfirsýn og er eldhugi með hjartað á réttum stað. 

Magnús Scheving kom svo í heimsókn, það var gaman á Húnavöllum fyrir 14 árum þegar hann kom í heimsókn í skólann og tók prógramm með  krökkunum í skólanum.  Þá var fjör, hann á gott með að ná sambandi við ungt fólk.  Mér er líka vel við hann því ég vann með afa hans fyrir 51 ári, það var merkilegur karl.  Blessuð sé minning hans.  

Svo  ég er búinn að hlusta á Gísla Martein, ég held að ég kveiki ekki oft á sjónvarpinu á sunnudagsmorgnum.  Útiloka ekki þó að gera það ef einhverjir virkilega spes eru í heimsókn hjá honum.   Ég á enn erfitt að fyrirgefa GM það að fá Sinead í heimsókn og fá hana ekki til að syngja eitt lag. John Grant er allt í lagi en hann er engin O´Connor.

                                             Sumar ó sumar hvar ert þú? 



laugardagur, 25. janúar 2014

Sri Lanka: Enn veldur Forsetinn hjartasviða

Enn veldur Forsetinn okkar hjartasviða, enn eru það mannréttindabrjótar og ofbeldisherrar sem eru viðhlæjendur  hans. Ríkísstjórnin afsalar sér málaflokki utanríkismála.   Nú er það forseti Sri Lanka:

Á heimasíðu hans var farið fáum orðum um fund þeirra Rajapaksa og Ólafs, 


Forseti Sri Lanka


Forseti á fund með Mahinda Rajapaksa, forseta Sri Lanka, sem einnig sækir alþjóðaþing um hreina orku og vatnsbúskap í Abu Dhabi. Á fundinum var rætt um alþjóðlegt samstarfsverkefni sem byggt verður á reynslu og kunnáttu Íslendinga við þurrkun sjávarfangs. Forseti Sri Lanka var áður sjávarútvegsráðherra og heimsótti þá Ísland til að kynna sér veiðar og vinnslu sem og starfsemi Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum gerði forseti Sri Lanka einnig grein fyrir þeim vandamálum sem við er að glíma í kjölfar vopnaðra átaka sem um áraraðir geisuðu í norðurhluta landsins.

Forsetaembættið í Sri Lanka segir frá fundinum: 

Sri Lanka has made a remarkable transformation – Iceland President
“Sri Lanka has made a remarkable transformation since the end of the conflict,” President of Iceland Ólafur Ragnar Grímsson told President Mahinda Rajapaksa during a conversation yesterday. “More time is needed to address remaining issues. Setting time frames does not yield results.”

The President of Iceland made these comments during a bilateral discussion that took place this afternoon at the Emirates Palace Hotel with President Rajapaksa who was in Abu Dhabi for a one-day visit to the United Arab Emirates (UAE). President Grímsson, recalling his two previous meetings with President Rajapaksa, said he is pleased to meet the Sri Lanka President again.

“My thinking is that we should enhance relations between the two countries,” the Icelandic President said while proposing to initiate projects on a commercial basis in the fields of fishing, meat processing and fruit production. These products have good markets in 50 to 60 countries, he pointed out. Iceland is now equipped with the latest technologies in these sectors, enabling the country to preserve fish, meat and fruit, he further said.

President Rajapaksa, while acknowledging President Grímsson’s proposal to enhance bilateral relations between the two countries, apprised the Iceland President of the progress made by Sri Lanka since the end of the war four years ago.

“Demining has been completed,” President Rajapaksa said. “We have resettled around 300,000 internally displaced persons. Around 11,000 former combatants have been reintegrated back into the society following rehabilitation. We also have handed over around 2,000 child soldiers to their parents.”

Major infrastructure development is taking place in the areas of road development, the healthcare sector, water supply systems, electricity generation and the education sector, President Rajapaksa further said. People in the North were given the opportunity to elect their own representatives through Provincial Council elections. However, certain elements who fail to see the reality is exerting unfair pressure on Sri Lanka, the President said. “We can overcome challenges. But external pressure is a hurdle,” President Rajapaksa added.

Monitoring MP of the Ministry of External Affairs Mr. Sajin de Vass Gunawardena also participated in the discussion.

Skrítið þetta með ávextina...... 

Betur var sagt frá samskiptum þeirra á Eyjunni : 

Á vef varnarmálaráðuneytisins í Sri Lanka er að finna ítarlegri frásögn af fundi forsetanna. Hefst hún á tilvitnun í forseta Íslands sem segir að „undraverðar umbætur“ hafi orðið á Sri Lanka frá lokum átakanna. Þá hafi forsetinn hvatt til þess að auka ætti samskiptinn á milli ríkjanna og lagt til verkefni á sviði sjávarútvegs, kjötvinnslu og ávaxtaframleiðslu, þar sem Ísland hafi mikið til málanna að leggja.

Á alþjóðavettvangi er ríkisstjórn Rajapaksa (hvernig ætli Gunnar Bragi beri þetta nafn fram) þekktari fyrir annað en undraverðar umbætur, Ásakanir um fjöldamorð í lok átaka við minnihluta Tamíla, spillingu og ofbeldi, nepótismi allsráðandi .  Tvær heimildarmyndir hafa sýnt fram á morðin í lok átakanna   Sri Lanka's Killing Fields,  og  No Fire Zone. Ástandið er óhugnanlegt : 

Það hefur verið fjöldi, sumir segja hundruð, mannrána. Blaðamönnum er kerfisbundið ógnað. Verkalýðsleiðtogar og mannréttindafrömuðir fá reglulega „aðvaranir“ eða eru beittir ofbeldi. Stjórnarskránni hefur verið breytt svo að Rajapaksa fái þriðja kjörtímabilið. Tugir ættingja hans gegna opinberum embættum og ráða yfir, samkvæmt einni áætlun, nærri helmingi ríkisútgjalda. Verið er að undirbúa son hans fyrir að taka við af honum í embætti. Það eru margháttaðar ásakanir um spillingu og aukningu ofbeldis gagnvart minnihlutahópum,

Auðvitað koma svo Kínverjar til bjargar þessari óbjörgulegu stjórn með gríðarlegar framkvæmdir: 

Vestræn ríki hafa á liðnum árum dregið umtalsvert úr þróunaraðstoð vegna ástands mannrétttindamála. Rajapaksa snéri sér þá að Kínverjum sem hafa fjármagnað risavaxnar framkvæmdir í landinu, meðal annars nýjan alþjóðaflugvöll, ráðstefnuhöll, 35 þúsund manna krikketleikvang og 1,5 milljarða dollara höfn í Hambantota.

Við sem fylgjumst með mannréttindamálum verðum að spyrja Utanríkisráðherra, hver er stefna ríkisstjórnar í þessum málum.  Er það Forsetinn sem ríkir eða meirihlutaríkisstjórn? Hver er afstaða hennar til mannréttindabrota og fjöldamorða á Sri Lanka?



föstudagur, 24. janúar 2014

Víkingur Heiðar sló í gegn, enn og aftur.

Það eru ekki margir listamenn sem komast í þann hóp að verða ástsælir, listamenn sem flestir þekkja og meta. Þar eru
nokkrir, ekki margir þó í klassíkinni.  Sigrún Eðvalds, Bryndís Halla, Garðar Cortes, Jón Nordal, Atli Heimir. Megas, Maggi Eiríks, Gunnar Þórðar, Siggi Flosa og Bubbi í hryntónlistinni.  Við höfum séð einn flytjast upp og bætast við þann hóp.  Víkingur Heiðar Ólafsson. Þrátt fyrir ungan aldur.   Hann sannaði það enn og aftur í gærkvöldi.  Það eru ekki margir klassískir listamenn íslenskir sem fylla Hörpuna tvisvar.  

Hann hefur náð frábærri leikni á píanó, hann er einlægur, allt að því vandræðalegur á sviðinu, gengur inn með hendurnar í vösum.  En þegar hann er sestur við píanóið er einbeitingin algjör, hann fylgist með hljómsveitinni og stjóranum, sveiflar höfðinu eftir taktinum.  Hann er engum líkur.  

Þannig var það í gærkvöldi í Píanókonsert númer 1 eftir Brahms. Þetta er firnaerfitt verk að spila.  En það er svo fallegt og kraftmikið fyrir okkur áhorfendur.  Streymir fram eins og stjórfljót með litlum þverám.  Annar þátturinn var svo fallegur, maður var hrærður. 

Hljómsveitin var líka fín, öll verk vel flutt.  Schubert sjötta sinfonían, létt og leiftrandi, Enesco, algjört þjóðlagapopp.  Það var mikil gleði og kátína hjá hljómsveitagestum eftir tónleikana. Þarna voru ráðherrar, þingmenn, embættismenn, kennarar, tónlistarmenn, rithöfundar, eftirlaunaþegar, svo eitthvað sé talið.  
 Það er ekki létt verka að klífa á toppinn. 


Víkingur sló í gegn, enn og aftur. 

fimmtudagur, 23. janúar 2014

Gjaldþrot Verkalýðsforystu

Þeir eru sárir verkalýðstopparnir í fílabeinsturnunum allir sáu hvernig úrslitin yrðu í kosningum um kjarasamninga nema 
þeir.  Þeir hafa of lengi eingöngu umgengist SA og kó.  Þeir eru svo vanir að fá sér einn með þeim á börum bæjarins eftir sáttahrinur.  Mesti andstæðingur Gylfa var Vinstri stjórnin.  Aðalatriðið var að slást við Jóhönnum og Steingrím og láta þau líta sem verst út. Enda tókst það. 

Svo situr Verkalýðsforystan uppi með hina drengilegu og óspilltu stjórn Sigmundar Davíðs, Bjarna og Ólafs.  Ætlast til að ríkisstjórnin útvegi kjarasamninga svona einn tveir og þrír.  Það virðist ekki vera hlutverk ASÍ að sækja kjarasamninga hand sínu fólki.  Og margir launamenn eru búnir að fá nóg. Svo Gylfi stendur frammi á bjargbrúninni og horfir ofan í hyldýpið. Vinir hans í SA horfnir auðvitað búnir að samþykkja samningana 98% að sjálfsögðu og hlæja að vandræðagangi hálaunayfirstéttarinnar. Greyin, Vilhjálmur Birgisson nartar í hælana á þeim . 

Enginn Indiana Jones til bjargar.Enginn viti til að lýsa leiðina heim aftur.  


miðvikudagur, 22. janúar 2014

Harpa: Sellósvítur Bachs, Brahms og Glass á Íslandi!!!

Fór á frábæra tónleika Kammermúsíkklúbbsins á sunnudagskvöldið í Hörpu.  Bryndís Halla Gylfadóttir lék 3
cellósvítur J.S.Bachs, nr. 1,2 og 6.  Flutningurinn var satt að segja frábær gaf ekkert eftir heimsstjörnum sem spila þetta verk, allt frá því að Pablo Casals kom þessum verkum á kortið á fyrri hluta seinustu aldar. Bryndís Halla ætlar að spila hinar 3 næsta vetur hjá Kammermúsíkklúbbnum nr. 3,4 og 5.  

Ekki get ég gert upp á milli þessara þriggja sem ég hlustaði á ásamt 330 öðrum gestum í Norðurljósum. Þó fannst mér sú sjötta alveg mögnuð, þar er Bach orðinn kröfuharðari við uppbyggingu og kröfurnar á spilarann eru ótrúlegar . Þeir sem vilja fræðast nánar um svíturnar geta gert það hér.  Og hér heyrum við Pablo Casals leika þær allar og hér sjáum við Mstislav Rostropovitch  leika þær allar. Svo er hægt að panta mjög skemmtilega bók um svíturnar, tilurð þeirra og örlög: 

The Cello Suites: In Search of a Baroque Masterpiece 

eftir Eric Siblin. Ég las hana fyrir nokkrum árum.  

Mikið er gaman fyrir okkur sem kunnum að njóta tónlistar að hafa fengið Hörpu.  Í þessari viku eru margir viðburðir á heimsmælikvarða.  Bryndís Halla að spila cellósvíturnar,
Víkingur Heiðar Ólafsson spilar 1. píanókonsert Brahms á fimmtudag og föstudag.  Og á þriðjudaginn kemur kemur sjálfur Philip Glass, eitt frægasta tónskáld seinustu áratuga, í heimsókn og spilar sjálfur ásamt Víkingi Heiðari og Japana Maki Namekawa að nafni, allar etýður hans fyrir píanó en þær eru 20. Hér er viðtal við Glass sem Einar Falur Ingólfsson tók og birtist í Morgunblaðinu.  Og næsta sumar er Wynton Marsalir, trompetistinn góði, væntanlegur.  Svo mætti lengi telja.  

Já lesendur góðir það eru hátíðir margar í lífi okkar bara ef við viljum njóta. Livet er ikke det værste man har om lidt er kaffen klar.  Þannig er það.    

þriðjudagur, 21. janúar 2014

Ríkisstjórnin skellur á hausinn í hálkunni

Hvað er að gerast myndi einhver spyrja sem les brot úr frétt í Fréttablaðinu í dag á bls. 8. hér að neðan  Við fengum nýja ríkisstjórn á seinasta ári sem lofaði okkur framkvæmdum og fjármagni frá útlöndum. Það væri fjöldi fyrirtækja sem vildu
fjárfesta hjá okkur en það væri þessi vinstri stjórn sem kæmi í veg fyrir það, hún stöðvaði allt !!!!!   En hver er raunin þegar upp er staðið???? 

Íslenska ríkið þarf að greiða 6,4% vexti af skuldabréfum á meðan þjóðir sem lentu í hruni greiða langtum minna sbr. Írland og Portúgal (1,8 og 3,8%). Vegna þvergirðingsháttar stjórnarinnar í samskiptum við alla utan landssteina.

Erlend fjármálarit dásama verk fyrri ríkisstjórnar: Í umfjöllun IFR er staðan sögð hafa verið afar vænleg fyrir Ísland fyrir tveimur árum. Þá hafi landið lokið efnahagsáætlun sinni með Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum á undan áætlun og snúið aftur á alþjóðlegan verðbréfamarkað með vexti á milljarð dollara skuldabréf til fimm ára sem ekki voru nema fimm prósent, auk þess sem Icesave-deilan hafi verið að baki.

Já, lesendur góðir, þau eru mörg öfugmælin sem ég ræddi um í seinasta bloggi.  Sú ríkisstjórn sem nú situr ástundar hægri öfgastefnu sem er mjög sérstök, sambandsleysi við umheiminn, kærleikur við harðstjórnir, grunur um spillingu og óbilgirni í stjórnarháttum (sbr. Stóra MP málið, og Stóra Hönnu Birnu málið) . Það er
merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í slíkri stjórn.  Þar sem grundvallargildi þeirra eru fótum troðin.  Frelsi á sem flestum sviðum ( þótt ég taki ekki undir þá stefnu í einu og öllu).

Veruleikinn er oft flókinn.  Sigmundur Davíð og Bjarni Ben eiga erfitt að fóta sig á þessum hálkuvetri.  Þeir skella oft á hausinn.  

--------------------------------------------------------- 

Ísland úti í kuldanum á fjármálamörkuðum
Óvissa vegna hnúts sem er á deilu íslenskra stjórnvalda og kröfuhafa föllnu bankanna um uppgjör kann að rýra kjör þau sem ríkinu bjóðast í erlendri skuldabréfaútgáfu. Meðan vextir á bréf Íra og Portúgala lækka hafa vaxtakjör Íslands versnað.
Efnahagsmál Ísland er úti í kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á meðan peningar streyma aftur til annarra landa sem urðu illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni.
Efnahagsmál
Ísland er úti í kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á meðan peningar streyma aftur til annarra landa sem urðu illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni.

Á þetta er bent í nýrri umfjöllun International Financing Review (IFS). Staða Íslands er borin saman við Írland, Portúgal og Grikkland. Hér er þróunin rakin til stjórnarskiptanna og ósveigjanleika stjórnvalda í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna.

"Fyrir um ári virtist sem þíða væri komin í deilu Íslands og kröfuhafa og samkomulag talið á næsta leiti," segir í umfjöllun IFS. "En kjör Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem forsætisráðherra með
popúlísku
loforði um að lækka húsnæðisskuldir fólks, að hluta með því að leggja afturvirkan skatt á eignir föllnu bankanna, hefur blásið hita í deiluna á ný."

Bent er á að frá því að ný ríkisstjórn tók hér við völdum hafi vextir á fimm ára skuldabréf ríkisins farið úr 4,1% í 6,4% fyrr í þessum mánuði. "Á sama tíma hafa sambærileg kjör á írska ríkispappíra náð nýju lágmarki á evrusvæðinu frá því að Írland sneri aftur á fjármálamarkaði með 1,8% vöxtum. Og fimm ára vextir Portúgals, sem einnig hefur sótt sér fé á markaði á ný, hafa farið niður í 3,8%."

Í umfjöllun IFR er staðan sögð hafa verið afar vænleg fyrir Ísland fyrir tveimur árum. Þá hafi landið lokið efnahagsáætlun sinni með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á undan áætlun og snúið aftur á alþjóðlegan verðbréfamarkað með vexti á milljarð dollara skuldabréf til fimm ára sem ekki voru nema fimm prósent, auk þess sem Icesave-deilan hafi verið að baki.

Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir erfitt að
fullyrða um hvaða þættir hafi áhrif á kjörin sem ríkinu bjóðast í skuldabréfaútgáfu erlendis. Líklega hafi öll óvissa mest áhrif í þeim efnum
.

"Vissulega er óvissa tengd þessari aðgerð að skattleggja þrotabú bankanna, sumir telja þá leið færa og aðrir ekki," bendir hún á. Eins kunni að spila inn í áhyggjur af því að fyrirhuguð skuldaniðurfelling lengi í gjaldeyrishöftunum. "Þannig að mögulega er verið að horfa til þess líka."
olikr@frettabladid.is