Enn kemur Brasilíuveislan manni á óvart. Þjóðverjar sýndu þvílíkan leik í dag að Portúgalar urðu agndofa og gerður lítið og smátt. 4-0. Það á margt eftir að gleðja mann. Að vinna með 4 mörkum á svona móti er töluvert eins og 5-1 hjá Hollendingum á móti heimsmeisturum.
Svo var sorglegt í kvöld að horfa á endalausa baráttu Ghanamanna gegn Heimsveldinu. Svo þegar þeir loksins jöfnuðu, þá héldu þeir áfram að spila sóknarleik. Og Bandaríkjamenn laumuðu einu í viðbót inn. Við fengum að sjá Íslending í bandaríska liðinu. Hann verður að leika betur til þess að einhver taki eftir honum. En Ghanamenn voru mínir menn í dag.
Knattspyrna er ekki leiðinleg á degi sem þessum. Svo heyrði ég að Íranar hefðu náð jafntefli við Nígeríumenn sem eiga marga jaxla.
Ætli verði rigning á Þjóðhátíð? Ætli það ekki......En ég hef álika vit á veðri og fótbolta.......
þriðjudagur, 17. júní 2014
mánudagur, 16. júní 2014
Íþróttaveisla á 37kílómetra hraða.
Íþróttaveisla: Þá fer af stað klöguliðið sem segist ekki hata íþróttir en vill samt hafa þær svona passlega langt frá sér. Það er skrítin þessi síbylja þegar maður hugsar um allt framboðið af sjónvarpsefni sem boðið er upp á. Höfuðleikir eru sýndir á aðalríkisstöðvum alls staðar á Norðurlöndum og í Þýskalandi á tækinu mínu. Ef maður vill ekki horfa á bolta þá fer maður bara annað. Það eru sápuóperur í RÚV á hverjum degi, ég kvarta ekki yfir því. Spennuþættir sem eru ekki fyrir mig. Þá fér ég bara annað.
Auðvitað horfi ég á Heimsmeistara og Evrópukeppnir í fótbolta og handbolta. Ég æfði þessar greinar sem barn og unglingur. Svo einstaka landsleiki. Eins og handboltaleikinn í gær. Hann var sorglegur. Einhvern veginn vissi ég um leið og Bosníumaður hirti boltann í fyrstu sókn Íslendinga að þetta yrði raunadagur. Slík varð raunin. Það var eins og við kæmum í leikinn og værum búin að vinna hann fyrirfram. Allt of mikið af feilsendingum, miður góðri vörn. Því fór sem fór.
Það hafa verið skemmtilegir leikir á fyrstu stigum keppninnar, Brasilía- Króatía, Holland- Spánn, Ítalía-England. Sem boðar vel og í dag er Þýskaland og Portúgal. Óvænt úrslit. Sigurmark Sviss gegn Ekvador, sigur Costaríka gegn Uruguay.
Það er blautt úti og regn, svo það er gott að halla sér afturábak í stól og horf á leik. Og 17. júní á morgun. Við fáum eitthvað spaklegt frá valdamönnum eða þannig.
Þessi frétt úr mbl.is, 37 kílómetra hraði hjá Robben !!!!!
Auðvitað horfi ég á Heimsmeistara og Evrópukeppnir í fótbolta og handbolta. Ég æfði þessar greinar sem barn og unglingur. Svo einstaka landsleiki. Eins og handboltaleikinn í gær. Hann var sorglegur. Einhvern veginn vissi ég um leið og Bosníumaður hirti boltann í fyrstu sókn Íslendinga að þetta yrði raunadagur. Slík varð raunin. Það var eins og við kæmum í leikinn og værum búin að vinna hann fyrirfram. Allt of mikið af feilsendingum, miður góðri vörn. Því fór sem fór.
Það hafa verið skemmtilegir leikir á fyrstu stigum keppninnar, Brasilía- Króatía, Holland- Spánn, Ítalía-England. Sem boðar vel og í dag er Þýskaland og Portúgal. Óvænt úrslit. Sigurmark Sviss gegn Ekvador, sigur Costaríka gegn Uruguay.
Það er blautt úti og regn, svo það er gott að halla sér afturábak í stól og horf á leik. Og 17. júní á morgun. Við fáum eitthvað spaklegt frá valdamönnum eða þannig.
Þessi frétt úr mbl.is, 37 kílómetra hraði hjá Robben !!!!!
Hollenski snillingurinn Arjen Robben var heldur betur léttur á fæti í 5:1 sigri Hollendinga á Spánverjum á föstudag. Hann skoraði tvö mörk, þar af eitt eftir glæsilegan sprett sem innsiglaði sigurinn.
Spretturinn sá er raunar sá hraðasti sem FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur nokkru sinni mælt hjá leikmanni. Robben var mældur á 37 kílómetra hraða þegar hann stakk Sergio Ramos, varnarmann spænska liðsins, af en hann var mældur á 30,6 kílómetra hraða. Það þýðir að Robben hefur verið nokkuð yfir hámarkshraða í mörgum íbúagötum hér á landi!
Hollendingar eru efstir í B-riðli með þrjú stig líkt og Síle en hafa betri markatölu.
laugardagur, 14. júní 2014
Framsókn: Hatursorðræðusori
Nú er Framsóknarflokkurinn farinn að flytja eigin sora til útlanda. Vonandi fáum við gjaldeyristekjur ..... en mikið er þetta óviðeigandi. Við eigum að vorkenna stjórnmálamönnum á villigötum meira en stórum hópi íslamtrúarmanna sem verða stöðugt fyrir árásum fólks á villigötum, svo bætast við atkvæðaveiðarar tækifærissinna xB, svei attan. Ef það er ekki Framsókn í Reykjavík sem hefur kynt undir hatursorðræðu hver hefur þá gert það? .... :
Visir.is sagði frá þessum útflutningi: Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra vakti máls á hatursumræðu í íslensku þjóðfélagi, sem meðal annars tengist flokki hennar, á fundi um hatursumræðu gegn konum sem fram fór í Svíþjóð í dag. Fundurinn var hluti af ráðstefnunni Nordisk Forum, á henni er staða kvenna rædd og var fundurinn sem Eygló sat sérstaklega um hatursumræðu gegn konum á netinu og í samfélaginu.
Ummæli Eyglóar komu nokkrum íslenskum gestum á fundinum á óvart. Þeirra á meðal er Hildur Lilliendahl líkt og sjá má í Fésbókarfærslu hennar neðst í þessari frétt.
Eygló var gestur í sal á fundinum og tók til máls þegar framsögumenn tóku við spurningum. Siv Friðleifsdóttir, fyrrum umhverfisráðherra, stýrði fundinum. Framsögumenn fundarins voru sérfræðingar í hatursumræðu og viðbrögðum við henni, að sögn Eyglóar og vildi hún leita ráða hjá þeim vegna umræðunnar á Íslandi.
„Ég var að spyrjast fyrir um hvaða áætlanir eða tæki önnur lönd hafa notað með skipulögðum hætti til að taka á hatursorðræðu meðal annars gegn konum, fötluðum, hinsegin fólki og innflytjendum svo dæmi séu nefnd. Ástæðan fyrir því að ég spurði þá sérfræðinga sem þarna voru, var meðal annars vegna umræðu sem hefur verið á Íslandi, sem tengist meðal annars mínum flokki.“ segir Eygló í samtali við Vísi og bætir við:
„Ég tel það vera mjög mikilvægt að fara yfir hvað það sem hefur verið að virka og hvað ekki í þessum málum erlendis, í að vinna gegn hatursorðræðu. Sérfræðingarnir gátu því miður ekki bent á ákveðnar áætlanir eða stefnu sem önnur lönd hafa markað sér sem hefur skilað árangri. Þess vegna lögðu þeir áherslu á rannsóknir, auk þess sem þeir töluðu fyrir aukinni fræðslu í skólakerfinu og samtali við frjáls félagasamtök .“
En hvernig tengist Framsóknarflokkurinn hatursumræðu hér á landi? Hvernig upplifir þú umræðuna?
„Ástæðan fyrir þessum fundi er til að fjalla um ofbeldi, áreitni og hatursorðræðu. Það sem ég var að tala um, var mikilvægi þess að við fengjum fram einhverjar hugmyndir og einhverjar tillögur sem ég gæti unnið með sem ráðherra. Það hefur verið umræða á Íslandi, undanfarið en líka þar áður, sem tengist meðal annars þessum hópum sem ég er búin að nefna. Þess vegna legg ég áherslu að við lærum hvað hefur virkað í öðrum löndum og getum bætt þessa orðræðu.“
Eygló bendir til dæmis á að undir hennar stjórn vinnur ráðuneytið að ýmsum áætlunum til að styðja við þá hópa sem hún nefnir, meðal annars framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks og í málefnum innflytjenda auk þess sem unnið er að nýrri jafnréttisáætlun. Þar telur Eygló mikilvægt að huga að baráttu gegn hatursorðræðu og áreitni.
Eygló vildi ekki fara nánar út í það hvernig Framsóknarflokkurinn tengist hatursumræðu.
Hafnar hverskonar mismunun
Eygló var spurð um ummæli Sveinbjörgar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, í moskumálinu svokallaða. Eygló telur að Félag múslima eigi að njóta sömu réttinda og önnur trúfélög og fá lóð úthlutað undir mosku, og er því ekki sammála tillögum Sveinbjargar að draga lóð sem var úthlutað til Félags múslima til baka.
„Það er algjörlega skýrt í mínum huga að ef það á að úthluta einu trúfélagi ókeypis lóð, þá tel ég rétt að við séum ekki að mismuna trúfélögum í því. Svo geta menn haft skoðanir á því hvort það eigi yfirhöfuð að útlhuta trúfélögum lóðir ókeypis almennt,“ segir hún og bætir við:
„Mín persónulega afstaða, er sú sama og afstaða Framsóknarflokksins og hún er skýr. Við höfnum hverskonar mismunun. Allir eiga að vera jafnir.“
Þú segir að stefna þín og flokksins sé mjög skýr í þessu máli. Mun þá flokksforystan ekki styðja við Framsóknarflokkin í Reykjavík Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna reyna að efna kosningaloforð sín?
„Ég reikna fastlega með því að þeir sem starfa í Framsóknarflokknum fari eftir grundvallarstefnu hans, það er alveg skýrt.“
Visir.is sagði frá þessum útflutningi: Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra vakti máls á hatursumræðu í íslensku þjóðfélagi, sem meðal annars tengist flokki hennar, á fundi um hatursumræðu gegn konum sem fram fór í Svíþjóð í dag. Fundurinn var hluti af ráðstefnunni Nordisk Forum, á henni er staða kvenna rædd og var fundurinn sem Eygló sat sérstaklega um hatursumræðu gegn konum á netinu og í samfélaginu.
Ummæli Eyglóar komu nokkrum íslenskum gestum á fundinum á óvart. Þeirra á meðal er Hildur Lilliendahl líkt og sjá má í Fésbókarfærslu hennar neðst í þessari frétt.
Eygló var gestur í sal á fundinum og tók til máls þegar framsögumenn tóku við spurningum. Siv Friðleifsdóttir, fyrrum umhverfisráðherra, stýrði fundinum. Framsögumenn fundarins voru sérfræðingar í hatursumræðu og viðbrögðum við henni, að sögn Eyglóar og vildi hún leita ráða hjá þeim vegna umræðunnar á Íslandi.
„Ég var að spyrjast fyrir um hvaða áætlanir eða tæki önnur lönd hafa notað með skipulögðum hætti til að taka á hatursorðræðu meðal annars gegn konum, fötluðum, hinsegin fólki og innflytjendum svo dæmi séu nefnd. Ástæðan fyrir því að ég spurði þá sérfræðinga sem þarna voru, var meðal annars vegna umræðu sem hefur verið á Íslandi, sem tengist meðal annars mínum flokki.“ segir Eygló í samtali við Vísi og bætir við:
„Ég tel það vera mjög mikilvægt að fara yfir hvað það sem hefur verið að virka og hvað ekki í þessum málum erlendis, í að vinna gegn hatursorðræðu. Sérfræðingarnir gátu því miður ekki bent á ákveðnar áætlanir eða stefnu sem önnur lönd hafa markað sér sem hefur skilað árangri. Þess vegna lögðu þeir áherslu á rannsóknir, auk þess sem þeir töluðu fyrir aukinni fræðslu í skólakerfinu og samtali við frjáls félagasamtök .“
En hvernig tengist Framsóknarflokkurinn hatursumræðu hér á landi? Hvernig upplifir þú umræðuna?
„Ástæðan fyrir þessum fundi er til að fjalla um ofbeldi, áreitni og hatursorðræðu. Það sem ég var að tala um, var mikilvægi þess að við fengjum fram einhverjar hugmyndir og einhverjar tillögur sem ég gæti unnið með sem ráðherra. Það hefur verið umræða á Íslandi, undanfarið en líka þar áður, sem tengist meðal annars þessum hópum sem ég er búin að nefna. Þess vegna legg ég áherslu að við lærum hvað hefur virkað í öðrum löndum og getum bætt þessa orðræðu.“
Eygló bendir til dæmis á að undir hennar stjórn vinnur ráðuneytið að ýmsum áætlunum til að styðja við þá hópa sem hún nefnir, meðal annars framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks og í málefnum innflytjenda auk þess sem unnið er að nýrri jafnréttisáætlun. Þar telur Eygló mikilvægt að huga að baráttu gegn hatursorðræðu og áreitni.
Eygló vildi ekki fara nánar út í það hvernig Framsóknarflokkurinn tengist hatursumræðu.
Hafnar hverskonar mismunun
Eygló var spurð um ummæli Sveinbjörgar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, í moskumálinu svokallaða. Eygló telur að Félag múslima eigi að njóta sömu réttinda og önnur trúfélög og fá lóð úthlutað undir mosku, og er því ekki sammála tillögum Sveinbjargar að draga lóð sem var úthlutað til Félags múslima til baka.
„Það er algjörlega skýrt í mínum huga að ef það á að úthluta einu trúfélagi ókeypis lóð, þá tel ég rétt að við séum ekki að mismuna trúfélögum í því. Svo geta menn haft skoðanir á því hvort það eigi yfirhöfuð að útlhuta trúfélögum lóðir ókeypis almennt,“ segir hún og bætir við:
„Mín persónulega afstaða, er sú sama og afstaða Framsóknarflokksins og hún er skýr. Við höfnum hverskonar mismunun. Allir eiga að vera jafnir.“
Þú segir að stefna þín og flokksins sé mjög skýr í þessu máli. Mun þá flokksforystan ekki styðja við Framsóknarflokkin í Reykjavík Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna reyna að efna kosningaloforð sín?
„Ég reikna fastlega með því að þeir sem starfa í Framsóknarflokknum fari eftir grundvallarstefnu hans, það er alveg skýrt.“
föstudagur, 13. júní 2014
Valdhafar: að lesa og hugsa göfug er list
Þeir eru skrítnir valdhafar okkar.
Skrifa áhyggjubréf til EFTA dómstóls um áhrif ef verðrtrygging er ólögleg. Mikið er það undarlegt í orðum fólksins í landinu ef verðtryggingin sem stjórnmálamenn, avinnu og verkalýðsforkólfar hafa dásamað í áratugi er glæpsamlegt atferli. Það væri nú meira að hafa áhyggjur af heldur en hitt að þetta komi okkur sjálfum illa. Það eru margir sem hafa bent á varnagla í sambandi við verðtrygginguna í langan tíma.
Svo eru hvalveiðasinnar þar með talin ríkisstjórn og þingmenn, alveg hissa að aðgerðum fylgi ábyrgð. Að Bandaríkin vilji sýna það að veiðar okkar eru ekki neitt til að húrra fyrir. Við erum að gera þetta í trássi við flestar þjóðir. Það getur haft eitthvað í för með sér. Eða hvað ........
Stjórnmálaflokkur Forsætisráðherra tekur upp kynþáttahyggur svona af gamni sínu rétt fyrir kosningar. Til að hala inn atkvæðum. Og sjálfur Forsætisráðherra segist tala svo skýrt að hann getur ekki einu sinni sagt hvort hann sé sammála Fyrsta borgarfulltrúa sínum í Reykjavík eða ekki.
Það er margt sem vekur óhug manns þessa dagana.
Ég horfði á hina prýðisgóðu mynd Bókaþjófurinn sem gerð er eftir samnefndri mynd í fyrrakvöld. Þar er sýnt lífið í Þýskalandi rétt fyrir seinni heimsstyrjöld og á fyrstu styrjáldarárunum. Mikið er ógnvænlegt ef til er fólk víða um lönd sem heldur að þetta sé framtíðin okkar, að stilla upp kynþáttum og trúarbrögðum gegn hvorum öðrum . Þar sem öllum rökum og vísindum og snúið á hvolf. Þar sem flestir verða ólæsir og hlýðnir þrælar. Það að lesa ber með sér ábyrgð. Það er svo vel sýnt í Bókaþjófinum.
Valdhafar elskulegir vaknið upp áður en það er of seint.
Skrifa áhyggjubréf til EFTA dómstóls um áhrif ef verðrtrygging er ólögleg. Mikið er það undarlegt í orðum fólksins í landinu ef verðtryggingin sem stjórnmálamenn, avinnu og verkalýðsforkólfar hafa dásamað í áratugi er glæpsamlegt atferli. Það væri nú meira að hafa áhyggjur af heldur en hitt að þetta komi okkur sjálfum illa. Það eru margir sem hafa bent á varnagla í sambandi við verðtrygginguna í langan tíma.
Svo eru hvalveiðasinnar þar með talin ríkisstjórn og þingmenn, alveg hissa að aðgerðum fylgi ábyrgð. Að Bandaríkin vilji sýna það að veiðar okkar eru ekki neitt til að húrra fyrir. Við erum að gera þetta í trássi við flestar þjóðir. Það getur haft eitthvað í för með sér. Eða hvað ........
Stjórnmálaflokkur Forsætisráðherra tekur upp kynþáttahyggur svona af gamni sínu rétt fyrir kosningar. Til að hala inn atkvæðum. Og sjálfur Forsætisráðherra segist tala svo skýrt að hann getur ekki einu sinni sagt hvort hann sé sammála Fyrsta borgarfulltrúa sínum í Reykjavík eða ekki.
Það er margt sem vekur óhug manns þessa dagana.
Ég horfði á hina prýðisgóðu mynd Bókaþjófurinn sem gerð er eftir samnefndri mynd í fyrrakvöld. Þar er sýnt lífið í Þýskalandi rétt fyrir seinni heimsstyrjöld og á fyrstu styrjáldarárunum. Mikið er ógnvænlegt ef til er fólk víða um lönd sem heldur að þetta sé framtíðin okkar, að stilla upp kynþáttum og trúarbrögðum gegn hvorum öðrum . Þar sem öllum rökum og vísindum og snúið á hvolf. Þar sem flestir verða ólæsir og hlýðnir þrælar. Það að lesa ber með sér ábyrgð. Það er svo vel sýnt í Bókaþjófinum.
Valdhafar elskulegir vaknið upp áður en það er of seint.
sunnudagur, 8. júní 2014
Hvítasunna: Gamalt ljóð
Hvítasunnuljóð. Frá trúlausum manni. Fann þetta í dóti hjá mér, líklega samið þegar við hjónin vorum í kennaraorlofi í Lundi í Svíþjóð 1994-1995, þá um vorið eða byrjun sumars 1995. Þetta var einstaklega gott sumar, við hlupum og stunduðum íþróttir nærri því daglega.
HVÍTASUNNA
hlauparinn hleypur
af sér hornin haminn
og heiminn
lestin hverfur að baki
fortíðin sagan minnið
allt verður ekkert
hann talar tungum með
fótum höndum vöðvum
lungum allt iðar titrar
malbikið hitnar og bráðnar ´
fuglarnir syngja mozart
picasso teiknar trén í dag
daliíkornar bregða á leik
hann talar tungum sem
vefjast utanum höfuð skrokk
bleikar grófar blaðrandi vitstola
fyrir ofan
hvít sól
sem blindar tryllir æsir
talar tungum
talar við okkur
talar við guð
HVÍTASUNNA
hlauparinn hleypur
af sér hornin haminn
og heiminn
lestin hverfur að baki
fortíðin sagan minnið
allt verður ekkert
hann talar tungum með
fótum höndum vöðvum
lungum allt iðar titrar
malbikið hitnar og bráðnar ´
fuglarnir syngja mozart
picasso teiknar trén í dag
daliíkornar bregða á leik
hann talar tungum sem
vefjast utanum höfuð skrokk
bleikar grófar blaðrandi vitstola
fyrir ofan
hvít sól
sem blindar tryllir æsir
talar tungum
talar við okkur
talar við guð
Ferðaþjónusta: Á réttri braut??
Við fórum saman nokkur í ferð um Snæfellsnes í seinustu viku. Ég þarf ekki að básúna fegurð nessins það var fallegt þrátt fyrir að skýjafar væri með mesta móti nema seinasta daginn þá var
Það var gaman að sjá það að ferðamennirnir streymdu til gistingar í Stykkishólmi í byrjun júní. Og veitingahúsin gerðu það gott sýndist mér. En það er annað sem vakti athygli mína á nesinu á flestum stöðum ekki öllum. Það er yfirgengilegt hátt verðlag á veitingahúsum og kaffistöðum. Að borða ekkert sérstaka fiskisúpu á 2300 krónur og bökur á 2500 krónur er ansi hátt, 1300 kall fyrir bjór og vínglas. Ég hugsa að erlendir túristar hugsi nú ýmislegt þegar þeir borgi þetta. Og vikuferðalag um landið plúss bensín kostar meira en góð sólarlandsferð. Svo fær maður ekki lengur pylsu með öllu og malt á Vegamótum, nú er þar hótel með öllu við vitum hvað það þýðir.
Yfirgengileg uppbygging hótela og gistiheimila virkar ógnvekjandi á mig. Sérstaklega þar sem verið er að byggja upp fyrir lánsfé, eða úr styrktarsjóðum rikisins okkar. Það er gott að vera fljótur til að bjóða þjónustu en ansi er þetta yfirgengilegt. Í mínum augum.
sól og skúrir. Já, það var margt að sjá og söfnin í Stykkishólmi eru ansi góð á sinn hátt. Vatnasafnið svo hrífandi í einfaldleika sínum og útsýnið yfir Breiðafjörðinn ógleymanlegt. Það er ekki á hverju íslensku safni sem maður sér mynd eftir Andy Warhol eins og er á Eldfjallasafninum, það er ótrúlegt hverju hann hefur getað safnað hann Haraldur okkar.
Það var gaman að sjá það að ferðamennirnir streymdu til gistingar í Stykkishólmi í byrjun júní. Og veitingahúsin gerðu það gott sýndist mér. En það er annað sem vakti athygli mína á nesinu á flestum stöðum ekki öllum. Það er yfirgengilegt hátt verðlag á veitingahúsum og kaffistöðum. Að borða ekkert sérstaka fiskisúpu á 2300 krónur og bökur á 2500 krónur er ansi hátt, 1300 kall fyrir bjór og vínglas. Ég hugsa að erlendir túristar hugsi nú ýmislegt þegar þeir borgi þetta. Og vikuferðalag um landið plúss bensín kostar meira en góð sólarlandsferð. Svo fær maður ekki lengur pylsu með öllu og malt á Vegamótum, nú er þar hótel með öllu við vitum hvað það þýðir.
Yfirgengileg uppbygging hótela og gistiheimila virkar ógnvekjandi á mig. Sérstaklega þar sem verið er að byggja upp fyrir lánsfé, eða úr styrktarsjóðum rikisins okkar. Það er gott að vera fljótur til að bjóða þjónustu en ansi er þetta yfirgengilegt. Í mínum augum.
föstudagur, 6. júní 2014
Björt framtíð? Allt er betra en Íhaldið.
Spurningin er : Er Björt Framtíð björt framtíð? Ber hún nafnið með rentu? Og vaxtavöxtum? Ég veit það ekki, mér þótti svolítið bjart yfir flokknum til að byrja með öðru vísi nálgun á átökum stjórnmálanna. En líklega eru hveitibrauðsdagarnir liðnir. Svona lýsti ég BF fyrr í vor:
BF er í stíl og hugsunum ekkert svo frábrugðinn frjálslyndum vinstri mönnum í öðrum flokkum, í mínum augum er hann hentugur auglýsingastofuflokkur, myndarlegt fólk, miðaldra, 30-50 ára, svolítið töff, vilja vera jákvæð, ekki í þrasinu eins og gamla liðið, sem margir af þeim hafa að vísu
starfað með og eru vinir og kunningjar. Þó sýnist mér vera mikið af fólki sem hefur ekki komið nálægt pólitík áður. En í Reykjavík er BF auðvitað arftaki Besta Flokksins svo þar er kominn þekkingarbanki. Að ákveðnu leyti eru það Guðmundur Steingrímsson og Jón Gnarr sem hafa mótað stíl og áherslur BF (með góðri hjálp Dags E.!!)
og fulltrúar flokkanna sem fengu ekki að vera með í Hafnarfirði eru
sárir:
BF er í stíl og hugsunum ekkert svo frábrugðinn frjálslyndum vinstri mönnum í öðrum flokkum, í mínum augum er hann hentugur auglýsingastofuflokkur, myndarlegt fólk, miðaldra, 30-50 ára, svolítið töff, vilja vera jákvæð, ekki í þrasinu eins og gamla liðið, sem margir af þeim hafa að vísu
starfað með og eru vinir og kunningjar. Þó sýnist mér vera mikið af fólki sem hefur ekki komið nálægt pólitík áður. En í Reykjavík er BF auðvitað arftaki Besta Flokksins svo þar er kominn þekkingarbanki. Að ákveðnu leyti eru það Guðmundur Steingrímsson og Jón Gnarr sem hafa mótað stíl og áherslur BF (með góðri hjálp Dags E.!!)
og fulltrúar flokkanna sem fengu ekki að vera með í Hafnarfirði eru
sárir:
Var þjóðstjórn bara „show“?
Þetta er málið, þetta er hættan á fleiri og fleiri flokkum. Hverjir fá að vera með og hverjir ekki. Og samkvæmt skilgreiningu BF eru þeir svo sjálfsagt fórnarlamb til aðláta xD spila með sig. Lítil reynsla nema í Reykjavík. Orð oddvita þeirra í Hafnarfirði um allir með, voru týpískur nýpólitískur frasi. OG xD beið á meðan fyrir utan hurðina.Með glott á vör, sigurglampa í augum. Því þeir vilja ekki vera með í svona. Hlutverk þeirra er að ríkja stjórna, útdeila gæðum til hinna útvöldu. Völda þeirra heita Peningar Aurar Hlutabréf Ágóði.
Svo BF er leiksoppur xD, þeir geta ekki farið með hinum, hinir eru kaós. Reykjavík var bara undantekning og heppni af því að Jón
Gnarr var á staðnum með marga vini sína sem höfðu starfað saman í listum. Það verður svolítið skrýtið í næstu alþingiskosningum ef sama munstrið birtist. xB og BF eru ljúfir fyrir xD að renna niður. Deila og drottna. Þetta fólk hefur aldrei heyrt orðtakið: Allt er betra en íhaldið. Ó nei.
Gnarr var á staðnum með marga vini sína sem höfðu starfað saman í listum. Það verður svolítið skrýtið í næstu alþingiskosningum ef sama munstrið birtist. xB og BF eru ljúfir fyrir xD að renna niður. Deila og drottna. Þetta fólk hefur aldrei heyrt orðtakið: Allt er betra en íhaldið. Ó nei.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)