miðvikudagur, 26. ágúst 2015

Bakki: Grátbrosleg Íslensk spilling

Íslensk spilling er alltaf grátbrosleg og fyrirsjáanleg, eins og dæmin sanna.  Nú er eitt gott sýnishorn fyrir augunum á okkur.  Sveitarstjóri vinnur í mörg ár að stóriðjuverkefni þar sem þó nokkur fyrirtæki koma til sögunnar.  Síðar er það kísilmálmfyrirtæki sem vinnur, sveitastjórinn er glaður, frekar óþrifalegur iðnaður, hann berst fyrir stað sem sérfræðingar vara eindregið við vegna jarðskjálftahættu, skuldbindur sveitarfélagði fyrir stórframkvæmdum í undirbúning verksmiðjunnar. Og ræður sig loks hjá viðkomandi þýsku fyrirtæki.  Hipp hipp húrra, þarna er auðvitað ekkert samband á milli eins eða neins.  Bergur Elías er prýðisdrengur, það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu, vinnuaflið í verksmiðjuna verður varla af þessu svæði.  (5. Rekstur og viðhald verksmiðjunnar Fólk með reynslu úr málmiðnaði verður ráðið til vinnu í kísilverinu og þjálfað sérstaklega fyrir þessa sérhæfðu framleiðslu. Þegar kísilverið er komið í fullan gang er áætlað að 127 manns starfi í verinu. Stjórnendur kísilversins verða valdir úr hópi alþjóðlegra sérfræðinga með mikla þekkingu á kísilmálmframleiðslu.)  Hvaða fyrirtæki byggja og koma upp verksmiðjunni?  Ætli þau verði af svæðinu, ætli þau komi með vinnuafl með sér? 



Ráðning fyrrverandi sveitarstjóra til PCC:


Um þetta var rætt í Draumalandinu, mynd Andra Snæs í viðtali við John Perkins: 

„Ein besta aðferðin er að finna opinberan starfsmann, bæjarstjóra eða eitthvað svoleiðis, sem hjálpar þér. Þú lætur hann vita að þegar hans tíð í embættinu ljúki munir þú ráða hann og greiða honum mjög há laun með miklum fríðindum,“ segir Perkins.



 In 2013, the Icelandic parliament passed several laws allowing the industrial development of the Bakki site where the plant is to be located. One of these laws was specifically drafted to support our silicon metal project, with provision of both financial assistance for the initial investment and long-term tax concessions. 

 The total investment outlay of approximately US$ 300 million (around EUR 265 million) is largely being covered by a loan from KfW IPEX Bank based in Frankfurt am Main. Approximately a further quarter is being provided by Icelandic pension funds and the Icelandic bank Islandsbanki. 

Minnisblað frá atvinnuvegaráðuneyti.
Skýrsla um umhverfisáhrif eru mikil að vöxtum. Viðaukar fylgja.

laugardagur, 22. ágúst 2015

Lestur: Það er leikur að læra

Það er leikur að læra, nú er það lesturinn, hvernig lærum við að lesa, er það einhverjum að kenna ef maður lærir ekki að lesa?   Ég var ekkert fljótur að læra að lesa.  Ég var hjá henni Ásu í Heiðagerðinu og lærði lítið 6 ára og ég var ekki fluglæs fyrr en 8 ára.

Ég veit ekki hvaða aðferð var notuð í þá daga,  og þó ég veit það.  Ég veit líka að það er hægt að læra að lesa með mörgum aðferðum, en það er eflaust gott að hafa kerfi til að kenna þeim sem eiga að hafa það að lífsstarfi að kenna öðrum lestur.  Sem er ekki lítið og ómerkilegt hlutverk.  Hægt væri að fá sterkari hóp í kennaranám með því að borga hærri laun virða það starf meira. Eftir að hafa starfað við kennslu í 30 ár þá er það merkilega að upplifa hversu fjölbreytni kennslunnar var mikil, það er ekki hægt að gefa neina eina rétta aðferð.  

Ég fékk aftur á móti með tímanum mér það hlutverk að kenna unglingum móðurmálið. Reyndi að fá þá til að lesa meira, skrifa meira, virða okkar mál meira.  Oft gekk það vel.  Mér þótti það oft skemmtilegt.  Þeim þótti oft skemmtilegt í tímum hjá mér.  Ekki alltaf. Málfræðin var strembin, Íslendingasögurnar þurftu ákveðna kúnst manns að koma þeim á áfangastað hjá nemandanum.   Það var ansi skemmtilegt að sjá viðbrögð nemandans við því sem honum leiddist. Einu sinni sá ég einn vin minn í sveitaskólanum sem ég kenndi við vera að krota eitthvað í stílabókina, hann átti að vera að leysa málfræðiverkefni.  Ég læddist að honum og hvíslaði hvað hann væri að gera.  Jú, þá var hann að skrifa niður öll fyrirtæki landbúnaðarvéla sem hann mundi, það var skemmtilegra en málfræðin!   

Ef lesturinn á að ganga vel, ef áhugi á lestri á að vera mikill, þá þarf fjölbreytni, gaman og gleði.  Það þarf líka starfsanda kennaranna í skólanum sem byggist á þátttöku allra í
kennslustarfinu.  Nú er ætlast til allt of mikillar undirgefni kennara gagnvart yfirvaldi.  Kennsla verður aldrei vélrænt tilberasmjör þar sem yfirmenn telja taktinn og undirmenn dansa með.   Við þurfum skapandi starf með fjölbreytni og lífi.  Þá læra margir vel að lesa, við þurfum líka að finna leiðir að nota hina nýju tækni sem er alls staðar í kringum okkur.  Skólinn má aldrei staðna. 

föstudagur, 14. ágúst 2015

Það er enginn hlutlaus nema hóran ....

Nú eru allir reiðir, Gunnar Bragi átti að vita allt, og gera meira.  
Við áttum að vera stikkfrí, við erum svo litlir, litlir eiga að fá frí, enginn tekur mark á þeim. 
Og allir eru öskuillir, sumir vilja senda Forsetann strax af stað.  Aðrir hóta af flýja land.
 Líklega fengi maður ekki að sækja um það að vera pólitískur flóttamaður frá Íslandi. Við höfum það of gott, þótt við gætum búið við erfiðleika um sinn. 

Kunnur maður sagði eitt sinn þetta:  „Það að láta sig dreyma um að við íslendingar getum alltaf verið stikk-frí í heiminum, það er alger ímyndun. Þetta þýðir það aðeins að maður afsalar sér réttinum til að taka afstöðu. Það er enginn hlutlaus nema hóran. Og eins og ástand heimsmálanna er í dag væri algert glapræði að fara að segja sig úr NATO."

Margir eru sammála honum um þetta, en ekki ég, Eflaust er erfitt að vera hlutlaus, ég hef aldrei verið hlutlaus.  Og ég veit ekki hvað það hefur að gera með hóruna.  Þetta er skrítin líking.  Ég held að hóran sé sjaldan hlutlaus.  Hún/HANN  sér þessi afstyrmi fyrir framan sig sem vilja kaupa blíðu.  Þeir geta barið hana/hann  ef þeim sýnist, þeir geta dælt í hana/hann  peningum ef þeir vilja.  Margar eru myrtar, þær eru í þessu sambandi oftast í lokuðu herbergi.  Þiggja pening sem oftast hórumangari hirðir mest af.  Það hefur lítið að gera með hlutleysi. 

Það skiptir svo sem ekki máli hvernig við tókum þessa afstöðu með ESB/NATO, hvað á að gera þegar hinn stóri ætlar að níðast á þeim minni?  Eigum við að horfa á, er ekki eðlilegt að safnast saman og segja nei?  Það var gert í þetta skiptið, það verður margt erfiðara, nú bitnar það á okkur.  Það sýnir okkur ef til vill að viðskipti snúast um meira en vörur og fjármagn, þau snúast meira um að drottna.  Lærdómurinn er að við þessir litlu eigum að halda saman, reyna að styrkja hvert annað, eðli hinna stóru er að gleypa.  

 


fimmtudagur, 13. ágúst 2015

Amnesty: Frelsið er yndislegt

Amnesty er í fréttunum núna, samtökin ætla að hasla sér inn á nýtt svið.  Sem er erfitt og umdeilt.  Hér fyrir neðan eru nokkrir hlekkir þar sem fjallað er um ýmsar hliðar þessa máls.  Ég er einn af þeim mörgu sem hefur reynt að leggja mitt litla fram með að skora á hina mörgu slæmu valdamenn þessa heims sem vilja leysa vandamál með því að hneppa í fangelsi, pynta
eða drepa andstæðinga.  Mér finnst að slíkt eigi að vera aðalstarf Amnesty.  Að berjast fyrir mannréttindum. 

Nú segjast forystumenn Amnestys vera búnir að liggja yfir aðstöðu/aðstöðuleysi vændisfólks og vilja leggja sitt af mörkum til að bæta starfsgrunn þess.  Ég held að það verði aldrei gert til hlítar.  Vændi verður aldri aðgreint frá glæpum.  Hvaða leið sem verður farin afglæpavæðing, sænsk og svo eða einhver önnur.  

Það sem gerir þetta svið erfiðara fyrir okkur er að núverandi formaður Amnesty á Íslandi er ansi nátengdur nýfrjálshyggjunni með þátttöku sinni á vefsíðunni Vefþjóðviljinn og samtökunum Andríki.  Það sem er svo merkilegt með þessa vefsíðu er að þar gefa þeir sem skrifa aldrei upp nafn sitt.   Og miðað við allt sem skrifað er þar er Vændi hið besta mál ef það er gert í nafni frelsis og eigin vilja.  Hvernig sem menn geta skilgreint það.  Margt sem skrifað er þar gæti verið skrifað af Hannesi Hólmsteini en skrif hans hafa komið upp í sambandi við þetta mál, kannski eru þetta lærisveinar hans?  Ég man eina grein um reykingar sem þarna var birt fyrir langa löngu, þar átti sá sem vildi reka veitingahús eða barstað að ráða því sjálfur hvernig hann hefði þann stað, hann átti hann, til dæmis með því að leyfa reykingar, ef einhver hefði eitthvað við það að athuga gæti hann farið eitthvað annað!  Svona er frelsið einfalt.  

Líklega kennir þessi umræða okkur núna að við félagarnir í Amnesty eigum að mæta á fundi í þessu félagi vera virkir þátttakendur og vanda valið á stjórnarmeðlimum.  Leiðin er ekki að fara í fýlu og skrá sig út.  Hörður Helgason er eflaust duglegur og traustur stjórnarmaður en ég efast um skoðanir hans á mannréttindum. Þær eru of mikið litaðar auðhyggju.  Þannig er nú bara það. 

http://www.amnesty.is/um-okkur/timalina-amnesty-international/

Amnesty International nær nýjum áfanga þegar tala félagar og stuðningsmanna samtakanna nær þremur milljónum, í rúmlega 150 löndum og landssvæðum um allan heim.

 http://www.amnesty.is/starfid-okkar/frettir/nr/3213


https://www.amnesty.org/policy-on-state-obligations-to-respect-protect-and-fulfil-the-human-rights-of-sex-workers/

 https://www.amnesty.org/en/latest/news/2015/08/global-movement-votes-to-adopt-policy-to-protect-human-rights-of-sex-workers/

http://www.ruv.is/frett/betra-ad-na-vaendi-ur-klom-glaepamanna

http://www.ruv.is/frett/samthykkja-tillogu-um-afglaepavaedingu-vaendis

Policy on state obligations to respect, protect, and fulfil the human rights of sex workers (International Board)

The International Council
REQUESTS the International Board to adopt a policy that seeks attainment of the highest possible protection of the human rights of sex workers, through measures that include the decriminalisation of sex work, taking into account:
  1. The starting point of preventing and redressing human rights violations against sex workers, and in particular the need for states to not only review and repeal laws that make sex workers vulnerable to human rights violations, but also refrain from enacting such laws.
  2. Amnesty International’s overarching commitment to advancing gender equality and women’s rights.
  3. The obligation of states to protect every individual in their jurisdiction from discriminatory policies, laws and practices, given that the status and experience of being discriminated against are often key factors in what leads people to engage in sex work, as well as in increasing vulnerability to human rights violations while engaged in sex work and in limiting options for voluntarily ceasing involvement in sex work.
  4. The harm reduction principle.
  5. States have the obligation to prevent and combat trafficking for the purposes of sexual exploitation and to protect the human rights of victims of trafficking.
  6. States have an obligation to ensure that sex workers are protected from exploitation and can use criminal law to address acts of exploitation.
  7. Any act related to the sexual exploitation of a child must be criminalized. Recognizing that a child involved in a commercial sex act is a victim of sexual exploitation, entitled to support, reparations, and remedies, in line with international human rights law, and that states must take all appropriate measures to prevent sexual exploitation and abuse of children.
  8. Evidence that sex workers often engage in sex work due to marginalisation and limited choices, and that therefore Amnesty International will urge states to take appropriate measures to realize the economic, social and cultural rights of all people so that no person enters sex work against their will or is compelled to rely on it as their only means of survival, and to ensure that people are able to stop sex work if and when they choose.
  9. Ensuring that the policy seeks to maximize protection of the full range of human rights – in addition to gender equality, women’s rights, and non-discrimination - related to sex work, in particular security of the person, the rights of children, access to justice, the right to health, the rights of Indigenous peoples and the right to a livelihood.
  10. Recognizing and respecting the agency of sex workers to articulate their own experiences and define the most appropriate solutions to ensure their own welfare and safety, while also complying with broader, relevant international human rights principles regarding participation in decision-making, such as the principle of Free, Prior, and Informed Consent with respect to Indigenous peoples.
  11. The evidence from Amnesty International’s and external research on the lived experiences of sex workers, and on the human rights impact of various criminal law and regulatory approaches to sex work.
  12. The policy will be fully consistent with Amnesty International’s positions with respect to consent to sexual activity, including in contexts that involve abuse of power or positions of authority.
  13. Amnesty international does not take a position on whether sex work should be formally recognized as work for the purposes of regulation. States can impose legitimate restrictions on the sale of sexual services, provided that such restrictions comply with international human rights law, in particular in that they must be for a legitimate purpose, provided by law, necessary for and proportionate to the legitimate aim sought to be achieved, and not discriminatory.
The policy will be capable of flexible and responsive application across and within different jurisdictions, recognizing that Amnesty entities may undertake work on different aspects of this policy and can take an incremental approach to this work (in accordance with and within the limits of this policy) based on assessments of specific legal and policy contexts.
The International Board will ensure that, following the release of the final research report, Sections and structures have an opportunity to review and give feedback on the final draft policy before it is adopted.

Hörður Helgason var eitt ár forstjóri Persónuverndar í Ársskýrslu skrifaði hann þennan pistil. 




föstudagur, 7. ágúst 2015

Grikkland og hin óleysanlegu vandamál

Neyðarástand ríkir á Miðjarðarhafi.  124000 flóttamenn hafa komið til Grikklands á þessu ári sjóðleiðis. 
Hundrað tuttugu og fjögur þúsund.  Tsipras biður um hjálp frá Evrópusambandinu“Now is the time to see if the EU is the EU of solidarity or an EU that has everyone trying to protect their borders,” the prime minister said after a meeting with ministers on Friday. Er ESB er samband samstöðu eða samband þar sem allir reyna að vernda landamæri sín.

Evrópusambandið hefur fallist á að taka við 16.000 flóttamenn á næstu tveim árum.  Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir skipulag og móttöku  flóttamanna: “The level of suffering we have seen on the islands is unbearable. People arrive thinking they are in the European Union. What we have seen was not anything acceptable in terms of standards of treatment,” Cochetel said after visiting the Greek islands of Lesbos, Kos and Chios. Þettta segir forstjóri Evrópudeildar Flóttamannahjálpar SÞ. Þjáning þessa fólks er ólýsanleg, meðferðin óásættanleg.

En hvað er hægt að gera?  Þeir sem vilja helst ekkert gera, samanborið ákveðinn hópur Íslendinga.  Eigum við að láta þá hverfa í hafið, eigum við að svelta þá, eigum við að skjóta þessi hundruð þúsund sem hafa gefist upp á lífinu í heimalöndum sínum?  Við lifum tíma óleysanlegra vandamála.  Svo er aðalmálið hjá sumum að við getum selt Rússum sem mest. Við eigum að vera stikkfrí.  Bresk yfirvöld vilja ekki vera með, Ungverjar byggja girðingar og veggi. Danir eru búnir að gera nóg.  Vandamálin sem upp risu með innrásum í Írak, Afghanistan, Arabíska vorinu, Ukraínudeilunni, ISIS, allt einhvern veginn óleysanlegt.

Hvað er hægt að gera? Hver hefur svarið og lausnirnar? Hvar eru Sameinuðu Þjóðirnar, hvar eru friðaröflin? 

fimmtudagur, 6. ágúst 2015

Hiroshima: Fyrir 70 árum

Fyrir 30  árum skrifaði ég þetta greinarkorn í Nútímann (dagblað sem gefið var út þá).  Ýmislegt hefur breyst frá þessum tíma 1985, þá stóð yfir barátta gegn kjarnorkueldflaugum. Friðarhreyfingar voru öflugar víða um heim.  En eitt var eins þá og núna, Kjarnorkuárásirnar á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki, 6. og 9. ágúst 1945 voru enn atburðir til að minnast og koma í veg fyrir að þeir endurtækju sig.  

Í kvöld er kertafleyting við Tjörnina til að minnast þessara atburða.  Atburðarins er minnst á látlausan og einfaldan hátt eins og verið hefur.  Kertum ýtti út á tjörnina og ein ræða.  Mætum öll. 
Hiroshima eftir árásina


Fórnarlömb minnast 

                                      Myndir frá minningarathöfn í dag í Hiroshima



þriðjudagur, 4. ágúst 2015

Jón Bjarnason og Sótsvarta íhaldið

Jón Bjarnason hefur sýnt sig vera einb mesta húmorista íslenskra stjórnmála. Það sýnir hann vel í nýrri bloggfærslu þar sem hann tekur undir sjónarmið hægrisjónarmið eins mesta kjána sem tekið hefur sæti á Alþingi, Ásmundar Friðrikssonar. 

Líklega verður maður að sætta sig við að Jón Bjarnason er af sama meiði pólitískt og andlega og Ásmundur það er ansi sorglegt.  


Eru þessi ummæli hans rétt? 

Í bankahruninu 2008 áttum við hauk í horni i Rússum þegar öflugustu ríki Evrópusambandsins beittu okkur hryðjuverkalögum og einangrunartilburðum í samskiptum.

Viðskiptaþvinganir á aðrar þjóðir er alvarleg pólitísk aðgerð og er í trássi við alþjóðalög og samninga sem Ísland er aðili að.

Við verðum að muna hver er bakgrunnurinn fyrir þessa yfirlýsingu: 


Declaration by the High Representative on behalf of the EU on the alignment of certain third countries concerning restrictive measures in view of Russia's actions destabilising the situation in Ukraine”: Ukraine

Council of the EU 07/2015 | 17:00
On 22 June 2015, the Council adopted Council Decision (CFSP) 2015/971[1]. The Council Decision extends existing measures until 31 January 2016. 
The Candidate Countries Montenegro* and Albania* and the EFTA countries Iceland, Liechtenstein and Norway, members of the European Economic Area, as well as Ukraine align themselves with this Decision. 
They will ensure that their national policies conform to this Council Decision. 
The European Union takes note of this commitment and welcomes it. 
 [1] Published on 23.6.2015 in the Official Journal of the European Union no. L 157, p. 50. 

Rússar notuðu sér kaos og óró í Úkraínu í kjölfar brotthlaups Yanukovych forseta
Þeir lögðu undir sig Krím. 
Studdu þá sem vildu kljúfa Úkraínu og tóku þátt í styrjöld í austurhlutanum. 
Þeir útveguðu Rússlandssínnuðum uppreisnarmönnum vopn og eldflaugar og skutu niður farþegavél sem alþekkt er. 

Það er sorglegt að Jón Bjarnason skuli láta  sótsvart íhald spila með sig.  Líklega hefur hann alltaf átt heima þar.