Ein aumasta innkoma í ráðherrastól ever hlýtur að vera frammistaða Sigurðar Inga Jóhannssonar.
Seinasta afrekið er að taka burt ákvörðun Steingríms Jóhanns um bann við hvalveiðum á svæðum í Faxaflóa þar sem Hvalaskoðunarskipin athafna sig sem mest.
„Við erum vægast sagt ósátt við þessa ákvörðun. Við höfum áhyggjur af því ef það fer í fyrra horf að þeir komi hérna með báða hrefnuveiðibátana og veiði svona 2-4 mílur frá hvalaskoðunarbátunum eða hvalaskoðunarsvæðinu. Svo það áhyggjuefni því við höfum fundið fyrir því síðustu árin að hrefnan verður alltaf styggari og styggari. Það er búið að vera minna af henni,“ segir Rannveig sem líka er framkvæmdastjóri Hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar í Reykjavík.
Það er einn ráðherra sem á að vera með pennann á lofti engu skiptir margra mánaða starf nefndar ráðuneytis hjá fyrrirrennara hans:
Það gleymist svolítið í þessari umræðu að Steingrímur hafi sett svæðin á síðustu stundu þegar hann var að hætta. Hann var búinn að vera með nefnd í gangi í allan vetur sem var búin að kalla til sín alls konar fólk sem hefur vit á málinu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að stækka þyrfti svæðin og þeir lögðu raunar til ennþá meiri stækkun en Steingrímur fór í. Svo við erum mjög ósátt við það að það sé í raun verið að gera raunverulega störf nefndarinnar að engu. Þarna sat fólk bæði frá hvalveiðimönnum og hvalaskoðun og aðrir sem höfðu vit á,“ segir Rannveig.
Fræg eru ummæli hans um umhverfisráðuneytið þótt hann hafi neyðst til að draga í land ýmislegt. En þetta sagði hann í vor:
Umhverfismálin eru stór hluti af atvinnulífinu og það væri án efa hægt að auka samlegðaráhrif á milli umhverfisráðuneytisins og annara ráðuneyta. Margir málaflokkar hafa færst yfir í umhverfisráðuneytið á síðastliðnum árum sem í einhverjum tilvikum hefur orðið til þess að regluverkið er orðið flóknara en það þarf að vera.
Já, það er atvinnulífið sem blívur, kollvarpa á áratugavinnu í mótun umhverfismála á landinu, allt til að selja orku á gjafvirði. Því annað er ekki á stöðunni á næstu árum. Það vita allir sem hafa fylgst með efnahagsmálumí heiminum.
Um auðlindaákvæðið í stjórnarskránni var hann ekkert í vafa á Alþingi:
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi tillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrá í umræðum á Alþingi. Hann sagði að ákvæðið væri liður í að koma á sósíalísku hagkerfi Vinstri grænna, nokkurra Samfylkingarmanna og Stjórnlagaráðs -
Hann hefur fylgt þessari hugmynd sinni vel í ráðherrastól , borið fram veiðigjaldslækkanir með heiðri og sóma þar sem auðvitað á að vernda auðlindirnar fyrirsósíalistum, það er einkaeignin sem blívur, það sem maður á, má maður. Reka fjölmiðil með tapi, stunda hlutabréfabrask sem endar með ósköpum, koma peningum í felur á góseneyjum.
Svo er annað mál hvar eigi að fá peninga fyrir heilbrigðis- mennta og velferðarmálum. Það er allt annað mál hefur ekkert að gera með veiðgjald!!! Den tid den sorg eins og Danskurinn segir. Þótt allt bendi á vasann okkar meðalskattgreiðenda.
Já lesandi góður við höfum aldeilis fengið happ í hendi að fá þennan baráttumánn í raðherrasætið. Voandi að hann endi ekki eins og seinast dýralæknirinn okkar þar.
sunnudagur, 7. júlí 2013
föstudagur, 5. júlí 2013
Geir Haarde: Geilsabaugurinn hverfur .....
Geir H. Haarde: Englaásjónan gufar upp, geislabaugurinn hverfur, aðalatriði er að mynda ríkisstjórn og halda völdum, aukaatriði er hrun og fall íslenska ríkisins, svona eru stjórnmál, engin ábyrgð, jafnvel Hagfræðingur hættir að reikna krónurnar.... :
Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar 2003 til 2007, sagði að sú ríkisstjórn hefði ekki verið mynduð ef ekki hefði verið samið um breytingar á útlánareglum Íbúðalánasjóðs. Hann viðurkenndi að þær breytingar hefðu verið hrein mistök.
Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð skilaði af sér skýrslu á þriðjudag. Sú skýrsla er ansi svört, Íbúðalánasjóður hefur tapað um 270 milljörðum á árunum 1999 til 2012. Þar vegur langþyngst tap vegna uppgreiðslna lána, eða allt að 130 milljörðum króna.
Rannsóknarnefnd Alþingis um efnahagshrunið skoðaði ekki starfsemi Íbúðalánasjóðs sérstaklega í sinni skýrslu. Þær breytingar sem gerðar voru á sjóðnum 2004 og áhrif þeirra á íslenskt efnahagslíf eru þó ræddar.
Þórarinn G. Pétursson, núverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um efnahagshrunið að þessar breytingar hafi verið ein alvarlegustu mistökin í hagstjórn hér á landi.
Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, viðurkenndi við skýrslutöku að hækkun á lánum Íbúðalánasjóðs og lækkun vaxta hjá sjóðnum hafi verið hrein mistök. „... því miður verður maður að viðurkenna hreinskilnislega að um þetta hafði maður [...] miklar efasemdir, en um þetta var samið við ríkisstjórnarmyndunina 2003 og ef það hefði ekki verið gert þá hefði sú ríkisstjórn ekki verið mynduð. Þetta er nú bara [...] hluti af veruleika stjórnmálamannsins að stundum þarf að taka tillit til þessa atriðis.“
Rannsóknarnefndin dregur þá ályktun að ákvörðunin um að rýmka kröfur sem gerðar voru fyrir lánveitingum Íbúðalánasjóðs á einhverjum mestu þenslutímum Íslandssögunnar hafi verið tekin við stjórnarmyndun 2003, þrátt fyrir skoðun fjármálaráðherra að slíkt væri verulega varasamt. „Hann hafi metið það svo að væntanlegur skaði fyrir samfélagið væri ásættanlegur kostnaður við það að sitjandi flokkar héldu völdum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um efnahagshrunið sem kom út 2010.
Bandaríkin: Þegar lygin verður sannleikur
Seinustu daga höfum við orðið vitni að óhugnanlegum atburðum á alþjóðasviðinu. Heimsveldið í vestrinu virðist hafa tögl og hagldir allir verða lúta vilja þess, Einstaklingur sem vogar sér að kom upp um stórfelldar njósnir Stórveldisins er hundeltur um allan heim sem glæpamaður. Hann er bófinn ekki BNA. Pinter gerði þetta að umræðuefni í Nobelsræðu sinni:
In his acceptance of the 2005 Nobel prize in literature, Harold Pinterreferred to "a vast tapestry of lies, upon which we feed". He asked why "the systematic brutality, the widespread atrocities" of the Soviet Union were well known in the west while America's crimes were "superficially recorded, let alone documented, let alone acknowledged". The most enduring silence of the modern era covered the extinction and dispossession of countless human beings by a rampant US and its agents. "But you wouldn't know it," said Pinter. "It never happened. Even while it was happening it never happened."
Tungumálið er allt í einu skrumskælt og pólitíska tungutakið lýtur lögmálum lyga og falsyrða. Og allir taka þátt. Þeir sem eru ekki með er ekk boðið að taka þátt í leiknum. Þeir eru stikkfrí, þeir umhverfast í Venzuela, Equador, Norður-Kóreu, Íran. Þeir verða terroristar, nýir Bradleyar Manningar, Snowdenar, Wikileaksanar.
Political language - and with variations this is true of all political parties, from Conservatives to Anarchists - is designed to make lies sound truthful and murder respectable, and to give an appearance of solidity to pure wind.
Lygin á að hljóma eins og sannleikur og morð eru viðurkennd sem virðuleg lausn, sagði Orwell. Við þekkjum þetta alls staðar í kringum okkar, Drónurnar æða um ríki, Launmorðingjar eru sendir af stað, ólögleg fangelsi eru starfrækt fyrir augum okkar. Og við ræðum um lýðræði og frelsi. Meðan boðberar sannleikans eru hundeltir. Og enn á Orwell við:
In times of universal deceit, telling the truth becomes a revolutionary act.
Já lesendur góðir það er ekki bjart yfir mér í dag. Engin heiðríkja enda er hann að fara að rigna ......
In his acceptance of the 2005 Nobel prize in literature, Harold Pinterreferred to "a vast tapestry of lies, upon which we feed". He asked why "the systematic brutality, the widespread atrocities" of the Soviet Union were well known in the west while America's crimes were "superficially recorded, let alone documented, let alone acknowledged". The most enduring silence of the modern era covered the extinction and dispossession of countless human beings by a rampant US and its agents. "But you wouldn't know it," said Pinter. "It never happened. Even while it was happening it never happened."
Tungumálið er allt í einu skrumskælt og pólitíska tungutakið lýtur lögmálum lyga og falsyrða. Og allir taka þátt. Þeir sem eru ekki með er ekk boðið að taka þátt í leiknum. Þeir eru stikkfrí, þeir umhverfast í Venzuela, Equador, Norður-Kóreu, Íran. Þeir verða terroristar, nýir Bradleyar Manningar, Snowdenar, Wikileaksanar.
Political language - and with variations this is true of all political parties, from Conservatives to Anarchists - is designed to make lies sound truthful and murder respectable, and to give an appearance of solidity to pure wind.
Lygin á að hljóma eins og sannleikur og morð eru viðurkennd sem virðuleg lausn, sagði Orwell. Við þekkjum þetta alls staðar í kringum okkar, Drónurnar æða um ríki, Launmorðingjar eru sendir af stað, ólögleg fangelsi eru starfrækt fyrir augum okkar. Og við ræðum um lýðræði og frelsi. Meðan boðberar sannleikans eru hundeltir. Og enn á Orwell við:
In times of universal deceit, telling the truth becomes a revolutionary act.
Já lesendur góðir það er ekki bjart yfir mér í dag. Engin heiðríkja enda er hann að fara að rigna ......
Ísland: Bráðum kemur betri tíð, vonandi.
Snowden hefur engin tengsl við Ísland, þess vegna hefur hann ekkert hér að gera, líklega er sannleikur og heiðarleiki ekkert sem hefur með Ísland að gera.
Ban Ki-moon kemur í boði utanríkisráðherra og þó ekki. Forseti læðist um landið það má ekki segja hvar hann er þegar hann var í skottinu á bíl aðalritarans.
Veiðigjald er auðvitað ekkert fyrir fátæka útgerðarmenn. Þórólfur Gíslason gengur sem draugur um salina í Hádegismóum með Gunnar Braga á bakinu.
Það er allt í lagi að skera niður tekjur ríkisins og færa þær í vasa sægreifanna. Sigmundur Davíð mætir glaðbeittur og kolmunnagleiður í atkvæðagreiðslu í boði þeirra og rífur kjaft.
Það er engin furða þótt þetta sé kalt rigningarsumar. Bráðum kemur betri tíð, vonandi.
Ban Ki-moon kemur í boði utanríkisráðherra og þó ekki. Forseti læðist um landið það má ekki segja hvar hann er þegar hann var í skottinu á bíl aðalritarans.
Veiðigjald er auðvitað ekkert fyrir fátæka útgerðarmenn. Þórólfur Gíslason gengur sem draugur um salina í Hádegismóum með Gunnar Braga á bakinu.
Það er allt í lagi að skera niður tekjur ríkisins og færa þær í vasa sægreifanna. Sigmundur Davíð mætir glaðbeittur og kolmunnagleiður í atkvæðagreiðslu í boði þeirra og rífur kjaft.
Það er engin furða þótt þetta sé kalt rigningarsumar. Bráðum kemur betri tíð, vonandi.
miðvikudagur, 3. júlí 2013
Ban Ki-moon dansar ekki við Snowden
Þeir sem lásu ekki pistil minn í gær um Snowden ættu að gera það núna. Það sannaðist hjá mér afstaða valdsmanna þegar Obama og Heimsveldi eiga í hlut. Bugta og beygja. Bugta og beygja.
Flétta dagsins er ótrúleg. Forseti sjálfstæðs ríkis, Bólivíu, verður að hlýta því að lenda á Vín og láta leita í flugvél sinni hátt og lágt. Evrópusambandið hneigir sig fyrir skilaboðum Obamas, ríkin neita að leyfa flugvélinni að fljúga í gegnum lofthelgi þeirra. . Morales forseti verður að horfa á í forundran. Snowden gæti verið í vélinni hans.
Á sama degi mætir Ban Ki-moon á fundi með utanríkisnefnd Alþingis þar sem hann er nú aldeilis að taka upp hanskann fyrir Snowden sem hefur vogað sér að fletta ofanaf stjorfelldum njósnum Bandaríkjanna um þegna sína og aðrar þjóðir. Nei, aðaritari Sameinuðu þjóðanna tekur að sjálfsögðu afstöðu með Heimsveldinu og leppum þess.
Mbl.is segir svo frá:
Flétta dagsins er ótrúleg. Forseti sjálfstæðs ríkis, Bólivíu, verður að hlýta því að lenda á Vín og láta leita í flugvél sinni hátt og lágt. Evrópusambandið hneigir sig fyrir skilaboðum Obamas, ríkin neita að leyfa flugvélinni að fljúga í gegnum lofthelgi þeirra. . Morales forseti verður að horfa á í forundran. Snowden gæti verið í vélinni hans.
Á sama degi mætir Ban Ki-moon á fundi með utanríkisnefnd Alþingis þar sem hann er nú aldeilis að taka upp hanskann fyrir Snowden sem hefur vogað sér að fletta ofanaf stjorfelldum njósnum Bandaríkjanna um þegna sína og aðrar þjóðir. Nei, aðaritari Sameinuðu þjóðanna tekur að sjálfsögðu afstöðu með Heimsveldinu og leppum þess.
Í fréttinni kemur einnig fram að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafi beðið Ban Ki-moon skýringar á orðum hans um uppljóstrarann. „Aukinn aðgangur getur verið til heilla fyrir almenning, en stundum skapast stærri vandamál vegna misnotkunar einstaklinga,“ var svar Ban Ki-moon.
Birgitta telur gagnrýni aðalritarans ekki réttmæta: „Ég tel rangt af aðalritara Sameinuðu þjóðanna að áfellast Snowden sérstaklega frammi fyrir utanríkismálanefnd Alþingis. Hann virtist ekki hafa neinar áhyggjur af innrás ríkisstjórn í einkalíf fólks um allan heim, hann hafði bara áhyggjur af því hvernig uppljóstrarar misnota kerfið,“ sagði Birgitta í samtali við The Guardian. (dv.is) Mbl.is segir svo frá:
Ummælin ollu undrun fundarmanna, en þau féllu einungis nokkrum klukkustundum eftir að Snowden sótti um hæli á Íslandi. Birgitta Jónsdóttir óskaði eftir skýringum aðalritarans á ummælunum, sem sagði að „aðgangur að upplýsingum gæti verið af hinu góða í stóra samhenginu, en stundum valdi það meiri vandræðum þegar einstaklingar misnoti þær“.
Birgitta lýsti yfir undrun sinni og áhyggjum af afstöðu aðalritarans. „Mér þykir rangt að aðalritari SÞ fordæmi Snowden persónulega frammi fyrir utanríkisnefnd Alþingis. Hann virtist engar áhyggjur hafa af innrásum stjórnvalda inn í einkalíf einstaklinga, heldur einungis af því hvernig uppljóstrarar misnoti kerfið,“ sagði Birgitta.
Að vísu er það svo að fundir með utanríkismálanefnd eru bundnir trúnaði en ég veit ekki hvort það eig við um gestafund sem þennan. Og fréttin kemur frá Guardian sem allir vita að hefur góð sambönd við Wikileaks á Íslandi og Birgittu Jónsdóttur. Sem auðvitað láta svona upplýsingar sem eru heimsfrétt af hendi .
Já lesandi góður. Það er ýmislegt sem skeður í heiminum í dag, Forseti Egyptalands rekinn frá völdum, Forseti Bólivíu fær ekki að fara leiðar sinnar um Evrópu og Aðalritari Sameinuð þjóðanna er enn einu sinni handbendi Bandaríkjanna. Þetta hefur talsmaður aðalritarans að segja:
The spokesman's office of the UN secretary general in New York declined to confirm or deny Ban's comments to the Icelandic committee on grounds that it had been a private meeting.
Að bugta og beygja. Hvar voru íslenskir fjölmiðlar í dag, það er spurningin???? Þeir eru allir með fréttina úr Guardian.....
Snowden: Leiksýning heimsveldanna
Það er dýrkeypt að koma við kaunin á Valdamönnum þessa heims, sérstaklega þeim sem stjórna Heimsveldum. Það hefur Edward Snowden fengið að reyna seinustu vikurnar. Þeir sem sýna fram á hræsni og yfirdrepsskap stórmenna eins og Obama eða Pútín eiga ekki sjö dagana sæla. Það þekkjum við úr fréttum heimsins. Líklega eiga Obama og Pútín sömu hagsmuna að gæta, að við eigum ekki að vita um vinnubrögð undirsáta þeirra hvort sem um er að ræða upplýsingasöfnun sem er í hróplegu ósamræmi við allt sem þeir boða eða fangelsisdóma yfir fólki sem reynir að koma skoðunum sínum á framfæri í lokuðum alræðisríkjum.
Leiksýning Pútíns á flugvellinum er senn á enda. Snowden ber bónleiður að ýmsum dyrum. Einu dyrnar sem virðast ætlast að opnast fyrir honum eru fangelsisdyr Frelsisríkisins í vestri þar sem við sjáum hvernig Bradley Manning er meðhöndlaður. Jafnvel Evrópusambandið sem hefur fengið fréttir um gegndarlausar njósnir Bandaríkjamanna á valdastofnunum þess lyftir ekki lillaputta. Enginn má styggja Heimsveldið í vestri hvernig sem það hegðar sér. Það er um að gera að bugta sig og beygja.
Það er varla við því að búast að íslenska ríkisstjórnin sýni þá djörfung að leika sama leik og Davíð Oddsson gerði um árið. Að taka á móti manni úr dýragildru sem getur ekki hreyft sig. Varla skorar Forseti vor á forsætisráðherrann að sýna einstakt hugrekki og koma því til leiðar að karlinn sem hefur opnað Pandórubox siðlausra njósna Heimsveldisins fái ríkisfang hér á landi. Við höfum heyrt og séð aðgerðir Kínverja, nú eru það vinir okkar í vestrinu. Boðberar frelsis og lýðræðis.
Ó nei, við erum of litlir of aumir, enginn í ríkisstjórninni man orð Jóns Sigurðssonar Vér mótmælum allir þegar yfirgangsherrar vilja valta yfir lög og reglur.
Ó nei, þjóð mín góð. Þannig er lífið á Ísalandi árið 2013. Að bugta og beygja.
Leiksýning Pútíns á flugvellinum er senn á enda. Snowden ber bónleiður að ýmsum dyrum. Einu dyrnar sem virðast ætlast að opnast fyrir honum eru fangelsisdyr Frelsisríkisins í vestri þar sem við sjáum hvernig Bradley Manning er meðhöndlaður. Jafnvel Evrópusambandið sem hefur fengið fréttir um gegndarlausar njósnir Bandaríkjamanna á valdastofnunum þess lyftir ekki lillaputta. Enginn má styggja Heimsveldið í vestri hvernig sem það hegðar sér. Það er um að gera að bugta sig og beygja.
Það er varla við því að búast að íslenska ríkisstjórnin sýni þá djörfung að leika sama leik og Davíð Oddsson gerði um árið. Að taka á móti manni úr dýragildru sem getur ekki hreyft sig. Varla skorar Forseti vor á forsætisráðherrann að sýna einstakt hugrekki og koma því til leiðar að karlinn sem hefur opnað Pandórubox siðlausra njósna Heimsveldisins fái ríkisfang hér á landi. Við höfum heyrt og séð aðgerðir Kínverja, nú eru það vinir okkar í vestrinu. Boðberar frelsis og lýðræðis.
Ó nei, við erum of litlir of aumir, enginn í ríkisstjórninni man orð Jóns Sigurðssonar Vér mótmælum allir þegar yfirgangsherrar vilja valta yfir lög og reglur.
Ó nei, þjóð mín góð. Þannig er lífið á Ísalandi árið 2013. Að bugta og beygja.
mánudagur, 1. júlí 2013
Árni Snævarr og fjórða valdið: Guð blessi Ísland
Ég dreg stundum að lesa það sem maður á að lesa sem skyldulesningu. Þannig var með grein Árna Snævars í nýjasta tölublaði Tímarits Máls og Menningar um fjölmiðlalíf og starf hans á þeim vettvangi sem endaði með sparki í afturendann á honum út úr húsakynnum Stöðvar 2. Þetta er sorgleg lesning, að fólk skuli leggja þetta á sig sem fólk verður að gera til að stunda vinnu i fjölmiðlum. Starfi sem þeir myndu vilja stunda alla ævi, atvinnu sem þeir elska. Þar sem eigendur og handhafar valdsins telja sig geta hvenær sem er sýnt vald sitt, deilt og drottnað, það er sama hvort þeir heita Jón Ólafsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Páll Magnússon, Sigurður G. Guðjónsson eða Karl Garðarsson. Það er sorglegt að sjá það sem á að vera Fjórða valdið í okkar samfélagi misþyrmt og misnotað. Fjölmiðlarnir. Þar sem jafnvel talsmenn þessa valds lúffa og láta misnota sig og bera jafnvel úr býtum sæti á Alþingi.
Það var svo merkilegt að lesa morguninn eftir hugsanir Guðmundar Andra Thorssonar um áróðursherferðina gegn eina fjölmiðli landsins þar sem atvinnumenn geta stundað vinnu sína í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðlafólks á heiðarlegum fjölmiðlum. Þar á ég við rægingarherferðina sem Davíð Oddsson, Morgunblaðið og íhaldsfólk á Íslandi stunda gegn RÚV. Fjölmiðlastofnun allra landsmanna. Tilgangurinn er sá að gera atvinnufólk hrætt að stunda vinnu sína sem skyldi. Þeir eiga að liggja hundflatir fyrir valdamönnum, hvort sem þeir heita Sigmundur Davíð, sem mér skyldist að hefði skrifað mikinn langhund í Morgunblaðinu í seinustu viku um ofsóknir fréttamanna á hendur sér fyrstu vikur hans á valdastóli, eða Ólafur Ragnar Grímsson, sem alltaf hefur verið klókur að nota aðra til að þjóna hagsmunum sínum og duttlungum.
Það er auðséð að það á að þagga raddir þeirra sem reyna að segja sannleikann og fréttir sem þjóna ekki ríkjandi valdamönnum. Þessi rógsherferð er upprunnin í Hádegismóum eins og margt seinustu árin eins og Guðmundur Árni bendir réttilega á. Við eigum ekki að fá fréttir af eigendum Íslands, útgerðarmönnum, bankastýrendum og Lífeyrissjóðsgreifum. Við eigum að vera þrælar sem beygja sig og bukta fyrir nýlendurherrunum sem geta ríkt yfir okkur og sagt okkur hvað á að gera og hvenær.
Svo spurningin er ætlum við að lúta í gras eins og Bjarni Fel sagði eða að reyna að rísa upp og segja: Nú er komið nóg!!! Guð blessi Ísland.
Það var svo merkilegt að lesa morguninn eftir hugsanir Guðmundar Andra Thorssonar um áróðursherferðina gegn eina fjölmiðli landsins þar sem atvinnumenn geta stundað vinnu sína í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðlafólks á heiðarlegum fjölmiðlum. Þar á ég við rægingarherferðina sem Davíð Oddsson, Morgunblaðið og íhaldsfólk á Íslandi stunda gegn RÚV. Fjölmiðlastofnun allra landsmanna. Tilgangurinn er sá að gera atvinnufólk hrætt að stunda vinnu sína sem skyldi. Þeir eiga að liggja hundflatir fyrir valdamönnum, hvort sem þeir heita Sigmundur Davíð, sem mér skyldist að hefði skrifað mikinn langhund í Morgunblaðinu í seinustu viku um ofsóknir fréttamanna á hendur sér fyrstu vikur hans á valdastóli, eða Ólafur Ragnar Grímsson, sem alltaf hefur verið klókur að nota aðra til að þjóna hagsmunum sínum og duttlungum.
Það er auðséð að það á að þagga raddir þeirra sem reyna að segja sannleikann og fréttir sem þjóna ekki ríkjandi valdamönnum. Þessi rógsherferð er upprunnin í Hádegismóum eins og margt seinustu árin eins og Guðmundur Árni bendir réttilega á. Við eigum ekki að fá fréttir af eigendum Íslands, útgerðarmönnum, bankastýrendum og Lífeyrissjóðsgreifum. Við eigum að vera þrælar sem beygja sig og bukta fyrir nýlendurherrunum sem geta ríkt yfir okkur og sagt okkur hvað á að gera og hvenær.
Svo spurningin er ætlum við að lúta í gras eins og Bjarni Fel sagði eða að reyna að rísa upp og segja: Nú er komið nóg!!! Guð blessi Ísland.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)