mánudagur, 11. ágúst 2014

Forseti Íslands: Ríki í ríkinu

Þessi frétt vakti athygli mína, forseti vor á fundi með nýja sendiherranum frá Moskvu, sem líklega er valdamesti maður sem orðið hefur sendiherra á Íslandi í
langa herrans tíð, aðalsérfræðingur Rússa í Norðurslóðamálum. Tilnefning sem hefur víða vakið athygli, nema helst á Íslandi.     : 


22.07.2014
Forseti á fund með Anton Vasiliev sendiherra Rússa á Íslandi um undirbúning að Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle sem haldið verður á Íslandi í haust. Einnig var fjallað um viðbrögð við hinu hræðilega flugslysi í Úkraínu, nauðsyn alþjóðlegrar rannsóknar og náins samstarfs með hagsmuni fjölskyldna og ættingja þeirra sem létu lífið að leiðarljósi.



Já alþjóðlegu málin eru rædd og vonandi hefur hann skýrt frá og túlkað stefnu ríkisstjórnar Íslands í Úkraínumálinu sorglega fyrir sendiherranum .  Þetta varð til þess að ég skoðaði dagskrá Forseta vors seinasta mánuðinn, hann er ekki latur né værukær hann Ólafur Ragnar Grímsson.  Hann gegnir starfi sínu með ágætum,  brunar um landið, nokkra daga á Austfjörðum, tekur á móti framámönnum víða, gefur út ýmsar merkilegar yfirlýsingar, já, ekkert mannlegt er honum óviðkomandi.  Þeir voru líka ófáir fundirnir sem hann ræddi hjartans mál sitt Hringborð Norðurslóða, Arctic Circle, það virðist vera aðalmálefni hans um þessar mundir, líklega með góðum stuðningi Rússa og Kínverja, ásamt stórfyrirtækjum víða um lönd. .  Það sem vakti athygli mína að það er ekki orð um þennan ástmögur forsetans á síðum Utanríkisráðherra né annarra ráðuneyta. Líklega fær forsetinn að dútla við þetta einn hérlendis,  enda er hann eins og allir vita Ríki í ríkinu.  

01.07.2014

Forseti á fundi með Eggert Benedikt Guðmundssyni, forstjóra N1, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, um þróun atvinnulífs á Norðurslóðum, einkum með tilliti til ferðaþjónustu, fiskveiða og vinnslu sjávarafurða. Einnig var fjallað um vaxandi alþjóðlega samvinnu á þessu sviði og áhuga forysturíkja í efnahagslífi Asíu og Evrópu á þróun Norðurslóða sem og þing Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið verður í Reykjavík í haust.




03.07.2014Forseti á fundi með Steinþóri Pálssyni bankastjóra Landsbankans og Kolbeini Kolbeinssyni forstjóra Ístaks um þróun atvinnulífs og framkvæmda á Norðurslóðum, þátttöku forysturíkja í efnahagslífi Evrópu og Asíu í þróun svæðisins, tækifæri íslensks atvinnulífs með þátttöku í samræðum og samstarfi á þessu sviði. Einnig var fjallað um Hringborð Norðurslóða, Arctic Circle, en þing þess verður haldið á Íslandi í haust.


04.07.2014Forseti á fundi með Birni Óla Haukssyni forstjóra ÍSVÍA og Ásgeiri Pálssyni yfirmanni flugleiðsögu á Norðurslóðasvæði Íslands og með Höskuldi H. Ólafssyni bankastjóra Arion banka um þróun og umsvif  atvinnulífs á Norðurslóðum, vaxandi áhuga á viðskiptalífi svæðisins sem og möguleika Íslendinga til þess að leiða saman ýmsa aðila og veita þjónustu á þessu svæði, einkum með tilliti til hinnar miklu þátttöku í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, en annað þing þess verður á Íslandi í haust.


07.07.2014Forseti á fund með varautanríkisráðherra Japans Takao Makino og sendinefnd hans sem heimsækja Ísland. Rætt var um aukna samvinnu á sviði jarðhitanýtingar, Norðurslóða og tækniþróunar í sjávarútvegi. Stjórnvöld í Japan munu kynna stefnu þeirra og framlag til Norðurslóða á þingi Arctic Circle í haust.  Japan mun skipa sérstakan sendiherra á Íslandi í sumar sem m.a. er ætlað að sinna þessum málaflokkum. Einnig var fjallað um langvarandi viðskipti milli landanna og framlag japanskra tæknifyrirtækja til jarðhitanýtingar á Íslandi. 


08.07.2014Forseti á fund með Peter Vigue forystumanni í atvinnulífi Maine ríkis sem heimsækir Ísland í framhaldi af heimsókn ríkisstjóra Maine í júní. Rætt var um áhuga á auknu samstarfi og tengslum Maine og Íslands, m.a. með tilliti til aukinnar umsvifa á Norðurslóðum. Fulltrúar frá Maine munu taka þátt í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle. Fundinn sátu einnig fulltrúar Eimskips.


14.07.2014Forseti á fund með Þór Sigfússyni, stjórnanda Íslenska sjávarklasans, um þróun sjávarútvegs og fiskveiða á Norðurslóðum og tækifæri íslenskra framleiðenda og tæknifyrirtækja, m.a. með tilliti til samstarfs á vettvangi Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle.
16.07.2014Forseti á fund með Agli Þór Níelssyni sem starfað hefur undanfarin ár á vegum Heimskautastofnunar Kína og hefur unnið sérstaka skýrslu fyrir Vestnorræna ráðið um þróun þess og vaxandi samstarf á Norðurslóðum. Fjallað var um þátttöku Heimskautastofnunar Kína í Hringborði Norðurslóða í fyrra og öðru þingi þess í haust sem og nýjan rannsóknaleiðangur stofnunarinnar á Norðurslóðirsem nú er að hefjast en rúmlega 60 vísindamenn taka þátt í honum.


19.07.2014

Forseti á fund með Stuart Gill sendiherra Bretlands á Íslandi um þátttöku Bretlands í samstarfi á Norðuslóðum, einkum með tilliti til væntanlegs þings Arctic Circle í haust. Þá var einnig rætt um vaxandi áhuga breskra stjórnvalda á þeim möguleika að kaupa raforku um sæstreng frá Íslandi.


21.07.2014
Forseti á fund með Ashok Das sendiherra Indlands á Íslandi þar sem rætt var um þátttöku Indlands í þróun samstarfs á Norðurslóðum en í fyrra varð Indland áheyrnarríki að Norðurskautsráðinu. Einnig var fjallað um undirbúning að Arctic Circle þinginu í haust, væntanlegan fund í Bútan þar sem fjallað verður um samstarf ríkja á Himalayasvæðinu, einkum með tilliti til rannsókna á jöklum og vatnsbúskap. Sá fundur verður í framhaldi af fyrri fundum sem m.a. voru haldnir á Íslandi.


    

22.07.2014

Forseti á fund með Heiðari Má Guðjónssyni og Dagfinni Sveinbjörnssyni um þróun atvinnulífs á Norðurslóðum, einkum á sviði orkumála, mannvirkjagerðar og samgangna. Fjallað var um tækifæri Íslands í ljósi aukinna umsvifa og áhuga á málefnum Norðurslóða og dagskrárefni Arctic Circle í haust. 

24.07.2014

Forseti á fund með sendiherra Finnlands á Íslandi, Irma Ertman, sem senn lætur af störfum. Rætt var um vaxandi samvinnu Íslands og Finnlands, m.a. á vettvangi Norðurslóða, en mikill áhugi er í Finnlandi á þátttöku í þingi Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið verður í Reykjavík í haust. Í opinberri heimsókn forseta Finnlands í fyrra var efnt til sérstaks málþings um Norðurslóðir í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Forsetinn gaf sér líka tíma til að opna listsýninga á Djúpavogi en ég hafði áhuga á þeirri sýningu eftir að hafa lesið um hana í fjölmiðlum en kom því miður 10 dögum of snemma.  Svo við hjónin ræddum við smiðina um undirbúning sýningarinnar. Sem eflaust er haldin í boði yfirvalda Kína.  Forsetinn gat að sjálfsögðu á sinn einstaka hátt fundið merkilegar ef ekki stórmerkilegar hliðar á þessari sýningu þar sem hún færi fram samtíma Fríverslunarsamningi Íslands og Kína.  AÐ sjálfsögðu færi þarna saman frjáls listsköpun og frjáls verslun.  Vonandi getur Ai-Weiwei kínverski listajöfurinn  tekið undir þessi orð okkar ágæta forseta að sjálfsögðu í handjárnum.  



 Í ávarpi nefndi forseti að merkilegt væri að í sama mánuði og fríverslunarsamningur Íslands og Kína, hinn fyrsti við Evrópuríki, tæki gildi væri einnig haldin á hinum gamla verslunarstað Djúpavogi fyrsta myndlistarsýningin þessarar tegundar í Evrópu. Þannig færu saman frjáls listsköpun og frjáls verslun.

sunnudagur, 10. ágúst 2014

Miðausturlönd: Enginn Gandhí eða Mandela á ferðinni !!!

Nú er tími hinna miklu slita, stór ríki liðast í sundur, Sýrland, Írak, Úkraina.  Þar sem þjóðflokkar og trúarhópar lifðu saman, ekki alltaf í friði, þó þannig að ríkin stóðu keik þrátt fyrir átök öðru
hverju. Kristin héruð hafa þrifist í Írak, Sýrlandi og Egyptalandi. Nú er spurning hvort sá tími sé liðinn. 

Merkilegt er að lesa um upplausn Íraks ríkis eftir að Vesturlönd „frelsuðu" þjóðirnar undan Saddam Hussein hvernig allt hefur snúist í höndum Bandamanna.  Það nægir ekki að hafa vopn til að sigra.  Það sannast þarna að það er dýr leikur að deila trúarhópum eins og gert var. Það er vafasamt að æða inn á landsvæði og hafa enga þekkingu á innviðum.  Eins og hefur sýnt sig í Afganistan líka.  Það er dýrt að styðja við bakið á spillingaröflum eins og í Bagdad og láta einkaherfyrirtæki mjólka sig hvort sem þau eru Írösk eða bandarísk. 

Mér sýnist líka að allt verði erfiðara þegar valdamenn í stórveldum heimsins( Obama og Pútín) sýna máttleysi og finnst það vera hlutverk sitt að koma í veg fyrir að SÞ geti gert nokkurn skapaðan hlut. Allt í einu erum við komin aftur á miðaldir. Ofbeldi og skepnuskapur eru lykilorð dagsins.  

Ennþá erum við ekki kominn lengra heldur en árið 1000 (var það 999?) á Þingvöllum þegar Þorgeir ljósvetningagoði lá undir feldi og kvað síðan upp úrskurð.  Mér sýnist að hann yrði einfaldlega sprengdur í loft upp ef hann kæmi með sinn dóm á því herrans ári 2014.  Friðurinn er slitinn hjá okkur og ekki útséð hver reynir að tjasla friðnum saman.  Og enginn Gandhi eða Mandela í augsýn.  Það eru fáir sem nefna orðið FRIÐUR í dag. Þó voru fjölmenn mótmæli í Bretlandi í gær og 50000 manns söfnuðust saman í Suður-Afríku.  Ekki sá ég fjölmiðlana fjalla um það hjá okkur í gærkvöldi. 

 "En nú þykir mér það ráð, að vér látim og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn."

Mynd: HÖfundur








föstudagur, 8. ágúst 2014

Lekamálið: Sorapollur íhaldsins

Nú æða þeir fram á vígvöllinn riddararnir siðprúðu Jón Steinar og Elliði.  Það er voðalegt að einhver vogi sér eða þori í þessu þjóðfélagi að spyrja spurninga þegar stjórnmálamaður og ráðherra hefur ekkert gert mánuðum saman nema snúa út úr og reyna að eyða máli.  Sem felst í
ansi einfaldri spurningu.  

Hver skrifaði bréf?  Hver kom bréfinu til fjölmiðla?  Hvers vegna er gengið svo hart fram í því að koma í veg fyrir að eðlileg og sönn svör komi fram?   Hvers vegna svarar ráðherra ekki spurningunum um samtöl við lögreglustjóra?  

Auðvitað ætla eigendur kerfisins xD að hafa hlutina eins og þeir hafa alltaf haft þá í stjórnkerfinu.  Þeir eiga kerfið og allir eiga að lúta vilja þeirra.   Tryggvi skilur inntak umboðsmannakerfis það er að sjá um að kerfið starfi og funkeri.  Hann á að spyrja óþægilegra spurninga og heimta svör.  Hann á ekki að vera tuska íhaldsins.   Jón Steinar dregur jafnvel fram látinn heiðursmann máli sínu til stuðnings. Svei. 

Elliði er við sama heygarðshornið, engan grunar Hönnu Birnu, jæja, en ef hún er saklaus á hún þá ekki að aðstoða við að sannleikurinn komi fram?   Á æðsti valdamaður dómsmála að vera
yfirhylmingarmaður?????   Svo kórónar hann málflutninginn með árásum á ríkissaksóknar. Þetta mál er að verða sorapollur sem sýnir valdaspillingu Sjálfstæðisflokksins.  Svei

Úr grein Jóns:  Umboðsmaður Alþingis hefur með þessu nýjasta útspili sínu gerst liðsmaður í flokki þessara ófagnaðarmanna. Það er eins og embættismaðurinn vilji koma höggi á ráðherrann. Svör og skýringar ráðherrans skipta hann engu máli
 Afskiptum umboðsmannsins hefði því átt að vera lokið. En ekki aldeilis. Nú birtir hann almenningi upplýsingar um nýtt erindi til sama ráðherra. Þar eru bornar fram frekari spurningar sem augljóslega hafa ekki minnstu þýðingu fyrir upphaflegt erindi umboðsmannsins
 Með ómálefnalegri þátttöku sinni í tilefnislausri aðför að ráðherranum grefur umboðsmaður Alþingis undan embættinu sem honum hefur verið trúað fyrir. Sá lögfræðingur sem fyrstur gegndi þessu embætti, eftir stofnun þess á árinu 1987, aflaði því almennrar virðingar, enda var þar á ferð einhver vandaðasti og virtasti lögfræðingur þjóðarinnar, Gaukur Jörundsson, sem nú er látinn. Það hefði orðið honum þungbært að sjá hvernig sá sem nú gegnir þessu embætti notar það í pólitískum hráskinnaleik sem hann sjálfur hefur valið að taka þátt í.


Pistill: Bob Dylan tórir enn .....


Nýtt lag og líklega nýr diskur, með haustinu, plata, skífa, gamalt Sinatra lag, sem var spilað í gamla daga i útvarpinu með einhverjum öðrum, hver var það?  Þessi karl er eitthvað úti að aka.  
Á áttræðisaldri.  Kemur manni meira að segja á óvart.  Elskar að vera á ferðinni nær allt árið.  Þrælapuð tala aðrir um, ekki hann. Elskar að vera í vinnunni.....  

Ég er að tala um Bob Dylan, hvað er hann búinn að gefa út margar plötur?  Semja mörg lög.  Skrifa marga texta. Svo málar hann þess á milli.  Og syngur gamla slagara eins og Full moon and empty arms, ég kannaðist eitthvað við lagið :

"Full Moon and Empty Arms" is a 1945 popular song by Buddy Kaye and Ted Mossman, based on Sergei Rachmaninoff's Piano Concerto No. 2.[1]
The best-known recording of the song was made by Frank Sinatra in 1945. Other recordings include:
It has also been recorded by Caterina Valente, Mina, The Platters, Carmen Cavallaro, Jim Nabors, June Valli and Billy Vaughn.

Já, meira að segja laglína frá Rachmaninoff af hverju áttaði ég mig ekki á því strax!!! Og alltaf dregur maður fram skífurnar og diskana.  Og hlustar á þennan ruglaða gaur.  Á meðan maður bíður eftir að banka á himnahliðið......    

Hér er hann ungur, glæsilegur: 



Hér er hann á hápunkti sköpunar segja sumir: 

Hér er Johnny Winter hann er farinn.  Hér söng hann einn Dylan smellinn.  



Hér er hann gamall en með ágætis smell ekki svo frumlegur en lifandi .....





Hér er málunin það er hægt að kaupa grafík á bobdylan.com, þið sem eigið nokkur hundruð þúsund á lausu. 





Ætli hann tóri ekki lengur en ég?????  Kæmi mér ekki á óvart....


miðvikudagur, 6. ágúst 2014

Bjarni Ben: Það hefur ekkert með traust að gera

Að njóta trausts og þó ekki.  Bjarni Ben gefur út yfirlýsingu svolítið loðin að vísu. Eins og hans er vaninn. Hanna Birna nýtur trausts. Vonarstjarnan sem eitt sinn lifði undir bláum himni:  En:


„Það er allt annað álita­mál hvort ráðherra eigi að sitja í ráðherra­stól á meðan rann­sókn fer fram og það er ekki spurn­ing um traust, held­ur spurn­ing um það hvernig best sé tryggt að rann­sókn máls­ins sé haf­in yfir all­an vafa og gangi eðli­lega fram.“


Af hverju ræddi hann ekki í upphafi þessa máls um þetta álitamál  þar sem ráðherra og aðstoðarmenn hennar eru sakaðir um ansi ógeðfelldan leik gagnvart einstaklingi í erfiðri stöðu? Að leka minnisblaði í fjölmiðla.

Er þetta bakstunga hjá formanninum?  A la xB.  Hann hefur kannski fengið ráðgjöf hjá SDG? Alla vegana er þetta ansi loðið: 


„Ég stóð með henni í því í upp­hafi en síðan hef­ur þetta mál gengið fram og það má vel vera
að menn hafi mis­jafn­ar skoðanir á því hvernig dóms­málaráðherra bregðist best við í þess­um
aðstæðum en það hef­ur ekk­ert með traust að gera.“


Það hefur ekkert með traust að gera. Eða hvað.... Margt býr í stjórnmálaþokunni.


(myndir: höfundur, tilvitnanir: mbl.is

þriðjudagur, 5. ágúst 2014

Jakob Valgeir: Heiðarleikinn borgar sig eða hvað ????

Svo sem þér sáið munuð þér og uppskera.   Þessi sæmdarhjón eru í hópi okkar ríkustu og bestu!!! Við erum fljót að gleyma eða hvað.  En það er furðulegt hvernig bankar jafnvel ríkisbankar finna sig tilneydda að lengja viðskiptaferil einstaklinga sem ættu að vera að gera eitthvað annað. Þetta las ég í morgun í bb.is, vonandi eru Bolvíkingar hreyknir af sínu fólki: 


Hjónin Jakob Valgeir Flosason og Björg Hildur Daðadóttir frá Bolungarvík eru í 22. sæti á lista DVyfir ríkustu Íslendinganna. DV finnur út ríkidæmi fólks með því að rýna í greiddan auðlegðarskatt. Tekið er fram að tölurnar yfir auð hvers og eins eru áætlaðar hrein eign en viðbótarauðlegðarskattur er ekki tekinn inn í myndina. Samkvæmt úttekt DV eiga Jakob Valgeir og Björg Hildur 460 milljónir króna í hreinni eign. Jakob Valgeir hefur verið umsvifamikill í útgerð í Bolungarvík ásamt öðrum fjárfestingum. Ríkustu Íslendingarnir er Kristján Vilhjálmsson í Samherja og kona hans Kolbrún Ingólfsdóttir en eign þeirra er metinn á rúma 4,7 milljarða. 

smari@bb.is



Hérna eru svo gamlar og góðar fréttir úr Morgunblaðinu, hvar annars staðar um afrek þessa sómafólks.  Ekki vil ég þeim neitt slæmt!!!!!  Það er lítið sem hefur breyst. Viljum við nokkrar breytingar ?  Eru ekki margir sem horfa um öxl?

Eigendur Stíms: Gamli Landsbanki afskrifaði og nýi lánaði milljarð

Landsbankinn gerði ekki athugasemdir við að félag í eigu Jakobs Valgeirs Flosasonar, útgerðarmanns í Bolungarvík, yfirtæki lán vegna kaupa miklu magni aflaheimilda úr þrotabúi annarrar útgerðar. Milljarðaskuldir og afskriftir þeirra væru ekki í höndum Landsbankans, heldur gamla-Landsbankans.
Þetta var meðal þess sem kom fram í ítarlegri úttekt á milljarðafléttum Jakobs Valgeirs í Kastljósþætti kvöldsins. Jakob er þekktastur fyrir aðkomu sína að Stím-málinu sem sætir nú rannsókn embættis sérstaks saksóknara.
Fram kom í Kastljósinu að Jakob Valgeir hafi verið umsvifamikill í hlutabréfaviðskiptum fyrir hrun þó að lítið hafi farið fyrir honum. Fyrir hrun átti ásamt föður sínum í ýmsum félögum á markaði í gegnum nokkur félög. Meðal annars útgerðarfélag sitt, Jakob Valgeir, sem hafði tekið milljarða stöðu í hlutabréfum í ýmsum fyrirtækjum fyrir hrun. Þetta fé tapaðist.
13 milljarða skuldir
Skuldir útgerðarfélagsins Jakobs Valgeirs námu 13 milljörðum króna eftir hrun. Landsbankinn var stærsti kröfuhafi félagsins en Íslandsbankinn átti lægri kröfur. Fram kom í Kastljósinu að Gamli-Landsbankinn hafi ákveðið að leyfa þeim feðgum að bjarga eignum út úr félaginu yfir í annað félag, að því gefnu að þeir yfirtækju skuldir sem veð voru fyrir. Það mun þó einungis átt við lítinn hluta skulda við bankann. Íslandsbanki átti tryggari veð og því enduðu 3 milljarðar af skuldum inni í félaginu Guðbjarti, ásamt eignum Jakobs Valgeirs ehf, verðmætum kvóta og skipi.
Nafnabreytingar
Guðbjartur er annað útgerðarfélag í eigu þeirra feðga en síðan hófst mikil nafnabreyting á félögum þeirra. Guðbjartur fékk nafnið Jakob Valgeir en félagið sem hafði borið það nafn fékk nafnið JV ehf. Í því félagi sátu eftir 7 milljarðar í skuldum sem verða afskrifaðar að því er kom fram í Kastljósinu. Rétt eins og milljarðarnir 20 sem afskrifaðir voru vegna Stíms. Allt mun þetta hafa verið gert með vitund og vilja Gamla-Landsbankans sem taldi sig vera að verjast frekara tapi.
Fléttan með Festar
Fram kom í Kastljósinu að eigendur útgerðarfélagsins Festar ehf. í Grindavík hafi ekki verið eins heppnir og Jakob Valgeir og félagar. Eigendur Festar höfðu skuldsett fyrirtækið vegna kvótakaupa. Samningar náðust ekki við Landsbankann eftir að skuldir félagins ruku upp við hrun. Festar var sett í þrot og selt á útboði bankans í lok síðasta ár. Langhæsta tilboðið sem barst kom frá félaginu Völusteini í Bolungarvík. Viðskiptafélagi Jakobs Valgeirs í Stím, Gunnar Torfason, á Völustein. Völusteinn fékk lán fyrir 80 af kaupvirði Festar hjá Landsbankanum og greiddu út 700 milljónir króna. Fram kom að Festar ehf sé eitt stærsta útgerðarfélagið sem sett hafi verið í þrot og selt eftir hrun.
Þrátt fyrir háværan orðróm um að Jakob Valgeir væri á bak við tilboð Völusteins neituðu allir málsaðilar því. Samt sem áður er nú helmingur aflaheimilda Festar sem seldar hafa verið komnar á báta í eigu útgerðarfélagsins Jakobs Valgeirs auk þess sem einn af bátum Festar er nú skráður í eigu Jakobs Valgeirs ehf. Þessar eignir fékk Jakbob Valgeir Flosason af Völusteini í gegnum nýstofnað félag, B-15, sem keypti í haust félagið Salting af Gunnari Torfasyni. Björg Hildur Daðadóttir, eiginkona Jakobs Valgeirs, er skráð fyrir B-15 en hann sjálfur skráður sem meðstjórnandi.
Milljarðaskuldir og afskriftir eru mál gamla bankans
Kaupverðið var samkvæmt heimildum Kastljóss um einn milljarður króna og var að stærstu eða öllu leyti greitt með yfirtöku lána sem Landsbankinn hafði veitt til kaupa á þrotabúi Festar.
„Áður en þau viðskipti fóru fram hafði félagið Salting skipt um nafn. Það hét áður Völusteinn og var það félag sem keypti Festi. Annað félag sem hét Salting tók svo nafn Völusteins og þar inn fór bátur og aflaheimildir sem Gunnar hafði átt fyrir kaupin á Festi. Í samtali við Kastljós vildi Gunnar ekki gefa upp hversu mikið Jakob hefði greitt fyrir félagið, kvótann í því og bátinn sem áður tilheyrðu Festi. Um hefði verið að ræða yfirtöku skulda. Slíkur gjörningur fer ekki fram án leyfis kröfuhafans, í þessu tilfelli Landsbankans. Gunnar sagði bankann hafa samþykkt viðskiptin,“ kom fram í Kastljósinu.
Haft var eftir Jakobi í Kastljósinu að kaup hans og konu hans hafi ekki verið eingöngu yfirtaka á lánum sem Landsbankinn veitti Gunnari fyrir kaupum á Festum. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu hátt hlutfall kaupverðsins hefði verið greitt út. Hann vildi heldur ekki svara því hvers vegna sú leið hefði verið farin að stofna sér félag til kaupana á kvótanum meðan hann væri vistaður í skipum annars félags í hans eigu.
Skuldir Jakobs Valgeirs og félaga honum tengdum við íslenska banka, sem afskrifaðar hafa verið, eru nærri þrjátíu milljarðar sé Stím tekið með. Jakob Valgeir upplýsti í fjölmiðlum í árslok 2008 að skuldir hans og félaga sem honum tengdust við Landsbankann væru 19 milljarðar eftir bankahrun.
Fram kom í Kastljósinu að 7 af þeim milljörðum verða afskrifaðir vegna skulda félagsins sem nú heitir JV ehf. Þá mun einnig þurfa að afskrifa 2 milljarða vegna annars félags, Áls, sem var í eigu Jakobs, en þar hefur þegar farið fram árangurslaust fjárnám. Hvað hina 10 milljarðana varðar mun vera óvíst um heimtur á þeim. Líklega þarf að afskrifa hluta þeirra.
Þrátt fyrir allt sem á undan var gengið setti Landsbankinn sig ekki upp á móti því þegar Jakob Valgeir kom í bankann í þeim tilgangi að yfirtaka lán vegna kaupa á miklu magni aflaheimilda úr þrotabúi annarrar útgerðar. Bankinn ber því við að engar athugasemdir hafi verið gerðar við það. Skuldir og afskriftir félaga hans væru í höndum Gamla-Landsbankans.


Yf­ir­lýs­ing stjórn­ar­for­manns Stíms

Stím ehf keypti hluti í FL Group og Glitni við stofnun félagsins fyrir samtals 24,8 ...stækka
Stím ehf keypti hluti í FL Group og Glitni við stofn­un fé­lags­ins fyr­ir sam­tals 24,8 millj­arða króna. Friðrik Tryggva­son
Morg­un­blaðinu hef­ur borist eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ing frá Jakobi Val­geiri Flosa­syni, stjórn­ar­for­manni Stíms ehf. og er hún birt í heild sinni: 
„Vegna mik­ill­ar og oft rangr­ar um­fjöll­un­ar fjöl­miðla um mál­efni einka­hluta­fé­lags­ins Stím ehf. sé ég mig knú­inn til að upp­lýsa um mína eign­araðild og aðkomu að fé­lag­inu. Jafn­framt hef ég fengið leyfi annarra hlut­hafa fé­lags­ins til að op­in­bera hlut­hafal­ista Stím ehf.
Stím ehf. var stofnað 16. nóv­em­ber 2007. Í samþykkt­um fé­lags­ins kem­ur fram að til­gang­ur fé­lags­ins sé eign­ar­hald, um­sýsla, kaup og sala verðbréfa ásamt lána­starf­semi og öðrum tengd­um rekstri. Ég hef gegnt stjórn­ar­for­mennsku í fé­lag­inu frá upp­hafi og er í dag einn í stjórn þess. Sam­tals á ég 7,5%  hlut í Stím ehf. sem ég greiddi fyr­ir með reiðufé á sín­um tíma. Ég vil taka það fram og ít­reka að ég fékk ekki lána­fyr­ir­greiðslu fyr­ir hluta­fénu. Ég greiddi hluta­féð með eig­in fjár­mun­um. Þetta viðskipta­tæki­færi var kynnt fyr­ir mér af starfs­mönn­um Glitn­is og mér boðin þátt­taka ásamt fleiri fjár­fest­um.
Hluf­hafalisti Stím ehf:
32,5% Fé­lag stofnað af gamla Glitni sem ætlað var til end­ur­sölu
15% Gunn­ar Torfa­son
10% SPV fjár­fest­ing hf.
10% BLÓ ehf.  - fé­lag að fullu í eigu Óskars Eyj­ólfs­son­ar
10%  Ofjarl ehf. – fé­lag að fullu í eigu Jak­obs Val­geirs Flosa­son­ar og Ástmars Ingvars­son­ar
8,75% Viðskipta­vin­ir  Saga Capital fjár­fest­inga­banka
6,25% Saga Capital fjár­fest­inga­banki
2,5% Jakob Val­geir Flosa­son
2,5% Ástmar Ingvars­son
2,5% Flosi Jakob Val­geirs­son.
Stím ehf. keypti hluti í FL Group og Glitni við stofn­un fyr­ir sam­tals 24,8 millj­arða króna. Fé­lagið keypti 3,8% hlut í FL Group fyr­ir 8,4 millj­arða króna og 4,3% hlut í Glitni fyr­ir 16,4 millj­arða króna. Glitn­ir lánaði fé­lag­inu sam­tals 19,6 millj­arða króna vegna kaup­anna, eða tæp 80%, sem er sam­bæri­legt hlut­fall og boðið var í fram­virk­um samn­ing­um hjá bönk­um á þess­um tíma. Glitn­ir var með trygg­ingu í öll­um bréf­un­um. Lánið var kúlu­lán til tólf mánaða með 20,15% óverðtryggðum vöxt­um og 1% lán­töku­gjaldi.
Ég samþykkti að taka þátt í þess­ari fjár­fest­ingu líkt og aðrir hlut­haf­ar og batt von­ir við að bréf í bæði FL Group og Glitni sem höfðu lækkað mikið, myndu hækka um­tals­vert á næstu tólf mánuðum. Þetta var í sam­ræmi við vænt­ing­ar á markaði á þess­um tíma. Þess­ar vænt­ing­ar gengu ekki eft­ir og hef ég tapað öllu því hluta­fé sem ég lagði inn í Stím ehf.
Marg­ar rang­ar full­yrðing­ar sem sett­ar hafa verið fram í þessu máli snúa bæði að mér per­sónu­lega og fé­lag­inu.
Stím ehf. er ekki leyni­fé­lag. Fé­lagið var myndað af hópi fjár­festa og í einu og öllu var stofnað til þess sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um. Því hef­ur verið haldið fram að ég hafi fengið greitt fyr­ir að ljá fé­lag­inu nafn mitt. Þetta er al­farið rangt og ég setti eig­in fjár­muni í Stím ehf.
Ég undr­ast að banka­leynd í þessu máli hafi verið brot­in og það svo gróf­lega sem raun ber vitni. Það eru mik­il von­brigði. Þetta hlýt­ur að vera öll­um þeim sem stunda fjár­fest­ing­ar og viðskipti hjá banka­stofn­un­um mikið áhyggju­efni.
Í ljósi þessa hef ég ákveðið að upp­lýsa um lána­stöður fyr­ir­tækja í minni eigu að öllu leiti eða hluta sem eru í viðskipt­um við Lands­bank­ann. Sam­tals er um að ræða sjö fyr­ir­tæki og þar á meðal er fisk­vinnslu­fyr­ir­tækið Jakob Val­geir ehf. sem er einn stærsti at­vinnu­rek­andi á Bol­ung­ar­vík. Um er að ræða er­lend lán og miðað við gengi ís­lensku krón­unn­ar nema lán þess­ara fé­laga nú rúm­lega 19 millj­örðum króna. Fyr­ir einu ári námu þess­ar skuld­ir rúm­um 8,5 millj­örðum króna. Skuld­ir þess­ara fé­laga hafa því hækkað um rúma 10 millj­arða króna á einu ári vegna geng­isþró­un­ar.
Að lok­um vil ég segja að mér finnst fjöl­miðlar hafa farið afar frjáls­lega með staðreynd­ir þegar kem­ur að Stím ehf. og minni per­sónu í tengsl­um við fé­lagið. Ég hefði viljað kom­ast hjá því að tjá mig op­in­ber­lega um mín per­sónu­legu fjár­mál en tel mig til­neydd­an til þess eft­ir þær rang­færsl­ur sem ít­rekað hafa verið sett­ar fram. Ég óska jafn­framt eft­ir því að einka­líf mitt og minn­ar fjöl­skyldu njóti þeirr­ar friðhelgi sem al­mennt er talið eðli­legt.
Reykja­vík 29. nóv­em­ber 
Jakob Val­geir Flosa­son, stjórn­ar­formaður Stím ehf.“

Fons átti FS37 sem varð Stím

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Har­alds­son. mbl.is/Þ​orkell
FS37 ehf., sem síðar var end­ur­nefnt Stím, var í eigu Fons. Þetta kem­ur fram í árs­reikn­ingi ann­ars fé­lags, FS38 ehf.. Eini hlut­haf­inn í FS38 ehf. er Fons, eign­ar­halds­fé­lag í eigu Pálma Har­alds­son­ar og Jó­hann­es­ar Krist­ins­son­ar, og fé­lagið er skráð til heim­il­is í höfuðstöðvum Fons að Suður­götu 22 í Reykja­vík. Fons átti því bæði fé­lög­in.
FS37 ehf. keypti bréf í Glitni og FL Group fyr­ir sam­tals 24,8 millj­arða króna þann 14. nóv­em­ber 2007. Fé­lagið breytti nafni sínu í Stím ehf. tveim­ur dög­um síðar. Glitn­ir var sjálf­ur selj­andi bréf­anna en lánaði Stím 19,6 millj­arða króna til kaup­anna. Stærsti eig­andi Glitn­is var FL Group sem í dag heit­ir Stoðir. Fons var á meðal stærstu eig­enda FL Group sem átti um þriðjungs­hlut í Glitni.

FS38 lánaði FS37 fyr­ir hluta af kaup­um

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi lánaði FS38 tengd­um aðila, FS37 sem síðar varð Stím, 2,5 millj­arða ís­lenskra króna árið 2007 með ein­um gjald­daga á ár­inu 2008. Í árs­reikn­ingn­um, sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, stend­ur orðrétt að „fé­lagið [FS38] hef­ur lánað FS37 ehf. sem er í eigu Fons hf. 2.500 millj­ón­ir króna með ein­um gjald­daga á ár­inu 2008. Lánið er víkj­andi fyr­ir öðrum lán­um FS37 ehf. Miðað við eigna­stöðu FS37 ehf. er veru­leg­ur vafi um inn­heimt­an­leika kröf­unn­ar.“
Stím ehf. hef­ur verið mikið í umræðunni á und­an­förn­um dög­um vegna ógagn­særra viðskipta­hátta. Eini stjórn­ar­meðlim­ur fé­lags­ins var skráður Jakob Val­geir Flosa­son, út­gerðarmaður frá Bol­ung­ar­vík, og fé­lagið var skráð til heim­il­is hjá Saga Capital á Ak­ur­eyri. Jakob vildi í fyrstu ekk­ert láta uppi um eign­ar­hald á fé­lag­inu en eft­ir mikla um­fjöll­un fjöl­miðla sendi hann frá sér yf­ir­lýs­ingu. Í henni sagði Jakob að hann og fleiri fjár­fest­ar hefðu keypt í Stími eft­ir að starfs­menn Glitn­is hefðu kynnt þetta viðskipta­tæki­færi fyr­ir þeim.
Í hnot­skurn
» 23. októ­ber 2007 er FS37 stofnað. Það fé­lag var í eigu Fons. 
» 14. nóv­em­ber keypti FS37 hluta­bréf í Glitni og FL Group af Glitni fyr­ir 24,8 millj­arða. FS38 og Glitn­ir lánaðu FS37 90 pró­sent af kaup­verðinu. 
» 16. nóv­em­ber er hald­inn hlut­hafa­fund­ur í FS38 þar sem stjórn fé­lags­ins er kos­in. Sama dag er nafni FS37 ehf. breytt í Stím ehf.








mánudagur, 4. ágúst 2014

Gaza: Mats Gilbert og David Attenborough

Það er margt að gerast í Palestínumálunum.  Það er auðséð að almenningsálitið er farið að hafa áhrif í Evrópu. Ég veit ekki með Bandaríkin, það er annar heimur.  Þar gildir lögmál hins sterka gegn hinum veikari. 
Franski og spænski utanríkisráðherrann senda yfirlýsingar að það sé komið nóg og Bretar tala um að endurskoða vopnasölusamninga. Það að sprengja spítala og stofnanir Sameinuðu þjóðanna  og skeyta ekkert um börn, fjölskyldur og gamalmennier eitthvað orðið svo yfirgengilegaglæpsamlegt að æ fleiri geta ekki tekið þátt í leiknum um gamla frasann að ríki hafi rétt til að verja sig og um leið brjóta ótal alþjóðalög. Þar sem engin mannúð né mannviska kemur fram.  Jafnvel gamli maðurinn David Attenborough sendir Ísraelsmönnum skeyti:  




Viðtal danska sjónvarpþáttarins Deadline á DR1 hefur vakið mikið umtal. Viðtal Mortins Krasnik  (sem er af gyðingaættum) við Mats Gilbert.  Þar sem fréttamaðurinn virðist af mörgum ekki gæta neins sem heitir hlutlægni í spurningum sínum.  Hann hefur varið sig með því að hann noti svona aðferð við alla sem hann talar við. En að fréttamaður taki upp alla helstu frasa Ísraelsstjórnar og alþjóðsamfélagsins um það hverjir séu terroristar er ansi spúkí. Hér eru tölur um árásina í danska útvarpinu.