sunnudagur, 15. október 2017

Ásmundur: Kölski á fjósbitanum

Enn er Ásmundur í sviðsljósinu. Kölskinn á fjósbitanum. Ekkert stoppar hann, ekki stefna flokksins, ekki samþingmenn hans, ekki tekur formaðurinn hans til máls. Í húsi mínu eru margar vistarverur. Það er gott að hafa bersynduga með. Það er gott að velja Ásmund á listann frekar en besta og heiðarlegasta  þingmann flokksins Unni Brá. Hann er Karl með stórum staf  sem flýði frá Vestmannaeyjum hérna forðum þegar illa gekk, böðlaðist um í sveitarstjórnarmálum í Garði, fékk stuðning fólksins í flokknum, enda margir með svipaðar skoðanir og hann á Reykjanesinu og víða.  Svo sakar ekkert að vera framámaður í Oddfellow. Eins og aðrir sem hafa komist langt sem Frímúrarar. Það virðist ekki hafa neitt í för með sér  þó maður fari með ósannindi á opinberum vettvangi. Réttir fjölmiðlar taka það upp sem sannleika, þeir þekkingarsnauðu hrópa á torgum.

Bjarni Benediktsson þegir þunnu hljóði, flokkurinn er skakkur. Allt er hey í harðindum. Ásmundur og samferðafólk eiga  skjól í Valhöll.Eða hvað?

PS. Bjarni svarar síðdegis,gerir Mikið úr starfi hans fólks ekki allt rétt:  Sumir vilja að lögin verði ávallt túlkuð rúmt. Í því felist mesta mildin. Ég hef verið þeirrar skoðunar að við eigum að beita sambærilegri túlkun og samstarfsþjóðir okkar. 
Þetta er ansi erfitt Þar sem samstarfsþjóðir okkar túlka hlutina ansi ólíkt. Og seint verður Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sökuð um mannúð og mildi.


Við Íslendingar höfum þegar lagt mikið af mörkum. Framlög okkar til hjálparstarfa hafa stórvaxið. Hluti aðstoðar okkar felst í því að senda fólk á vettvang og sinna borgaralegum verkefnum. Þá höfum við í auknum mæli tekið á móti flóttafólki beint úr flóttamannabúðum. Hér heima fyrir höfum við verið að auka stuðning við íslenskukennslu, húsnæðisleit og aðlögun að samfélaginu. 
Alls kyns áskoranir hafa fylgt þessum breyttu aðstæðum fyrir stjórnkerfi okkar en heilt yfir hefur tekist ágætlega til. Við höfum brugðist hratt við. Málsmeðferðartími hefur styst verulega. Við höfum styrkt stjórnsýsluna fjárhagslega og faglega og sett okkur það markmið að aðstoð við þá sem fá hér hæli verði sambærileg við þá sem flóttamenn hafa fengið.
Mannúð og mildi eru leiðarljós okkar í þessum málaflokki og fjármunum til hans er vel varið.








Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi

Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur

Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur

föstudagur, 13. október 2017

Guðmundur Andri gerist pólitíkus ......

Nú er Guðmundur Andri orðinn pólitíkus, ekki pistlahöfundur sem maður les sér til ánægju á hverjum mánudegi.  Pistlahöfundur sem er siðvitur, hlýr og beinskeyttur.  En .... það er eins og önnur lögmál gildi þegar í stjórnmálin er komið.  Við erum sammála um það að það er mundur

á hægri og vinstri eins og kemur fram í pistli Guðmundar Andra í Fréttablaðinu í gær, við erum líka sammála um að það sé nauðsyn að hvíla eigendur Íslands, Sjálfstæðisflokkinn, helst í nokkur kjörtímabil til að koma í gegn þjóðþrifamálum  sem hafa hrannast upp á nokkurra ára stjórnarsetu xD og xB (sáluga).

Undirritaður gerir nú samt meiri kröfur en þær sem birtast í þessu pistli þegar Guðmundur Andri ræðir um VG (sjá feitletrað  að neðan).  Ég var á landsfundi VG um seinustu helgi var þar vitni að dæmalausri samstöðu í öllum málum.  Þeir voru ekki til þessir menn (konur eða karlar) sem sjá sinn samherja í xD, það væri gaman að heyra frá Guðmundi Andra hver væru þessi sterku öfl.  Þau tóku ekki til máls á Landsfundinum.  Þau voru ekki með tillögur eða ræddu þetta í starfshópum.  Var það ekki Samfylkingin sem seinast tók þátt í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðiflokknum með hörmulegum afleiðingum en ekki VG. 

Er ekki svona rakalaus málflutningur Guðmundar Andra dæmi um það sem gerir samstarf erfitt á vinstri kanti?  Guðmundur Andri fellur hér á einu af fyrstu prófum sínum sem pólitíkus.  Það er leitt. Það er sárt.  Sérstaklega þegar mér þykir vænt um skáldverk Andra og heiðarleg skrif hans sem pistlahöfundar um stöðu Íslands og Íslendinga.  Sem þarf svo  mikið að breyta og bæta. Við þurfum opið og gegnsætt samstarf  til að geta starfað saman í ríkisstjórn.  Það þróast ekki með því að læða að vafsömum fullyrðingum og getgátum. Vonandi verður þetta ekki hinn nýi bragur Rithöfundarins.   


Það er munur á vinstri og hægri. Sjálfstæðisflokkurinn er stór og öflugur flokkur hægri manna, vel skipulagður og vanur því að ráða, með sitt fólk á völdum stöðum í kerfinu. Það getur vel verið að sumum okkar finnist það ágætt að hann stjórni þessu bara – það hafi reynst vel og honum hafi tekist vel upp í undanförnum tilraunum sínum til stjórnarmyndunar. Þá kjósum við hann. En ef við erum ekkert ánægð með völd Sjálfstæðisflokksins og viljum vinstri stjórn sem starfar í almannaþágu þá vandast málið. Dæmin sanna að atkvæði greidd miðflokkabandalaginu leiða til stjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Og dæmin sanna líka að þeim mun veikari sem Samfylkingin er þeim mun ólíklegri er vinstri stjórn. Innan VG eru sterk öfl sem sjá sinn samherja í Sjálfstæðisflokknum en slíku er ekki að heilsa innan Samfylkingarinnar.



miðvikudagur, 11. október 2017

Kosningar: Alþingi fyrir hverja?

Það er ennþá sæmilegur tími fram að kosningum svo ýmislegt getur gert. Skoðanakannanir eru ekki samhljóða, þótt blómatími Sjálfstæðisflokksins sé liðiðnn undir lok.   Áróður verður sífellt meira fáránlegur.  Þeir sem töldu enga peninga vera til fyrir nokkrum mánuðum sjá alls staðar í kringum sig matarkistu, nema hjá þeim sem hafa safnað auði og fé seinustu árin, útgerðir og fyrirtæki. Fullt af peningum í bönkum.   Og nú er byrjuð gamla tuggan um skattaáþján VG þótt formaðurinn hafi sagt aftur og aftur á Landsfundinum um helgina að fé eigi að koma frá þeim sem notið hafa góðærisins ekki almenningi og miðstétt.  Spillingar gemsarnir Sigmundur og Bjarni sjá alls staðar í kringum sig samsæri og illmennsku. Þráðurinn farinn að styttast hjá sumum. 

Fyrir okkur sem erum Vinstri menn, þá er mikilvægt að fara ekki á taugum, sýna fram á hræsni Sjálfstæðisflokksins og hinna ótal svokölluðu Miðflokka sem virðast vera til að selja sig fyrir ráðherrastóla.  Það er sorglegt hversu margir eru tilbúnir að hlaupa eftir fagurgala og útúrsnúningum Sigmundar Davíðs, mannsins sem ætlaði að svindla og svindlaði á þjóðinni og heldur að það sé allt í lagi að bakka í faðm Skattayfirvalda, borga einhverjar krónur og þá sé allt gleymt og grafið. 

Gleymum ekki að Alþingi er þjónn fólksins í landinu og á að starfa í þágu þess. 
_________________________________________

Sigmundur telur að um samsæri sé að ræða

Hann bæt­ir við að kosn­ing­arn­ar feli í sér tæki­færi til þess að setja af stað stór­sókn í byggðamál­um sem Miðflokk­ur­inn hafi boðað und­ir heit­inu „Ísland allt“. Með þeirri stefnu mætti tengja landið þannig að það yrði sem ein heild. Þá yrði einnig hægt að standa við þau fyr­ir­heit sem eldri borg­ur­um á Íslandi hafi verið gef­in.
„En við get­um líka ráðist í stór­sókn í innviðum lands­ins, upp­bygg­ingu innviða í heil­brigðis­kerf­inu, sam­göng­um og svo fram­veg­is, því að aðstæður hafa aldrei verið eins góðar og nú til þess að hefja sókn til að bæta lífs­kjör á Íslandi og gera það betra en nokkru sinni áður að búa á þessu góða landi.“

Vill taka fé úr bankakerfi og setja í innviði

Taki Sjálfstæðisflokkurinn þátt í stjórnarmyndunarviðræðum nú að loknum kosningum, segir Bjarni að hann myndi leggja áherslu á að kaupmáttaraukning verði varin, efnahagslegum stöðugleika verði viðhaldið og verðbólgu áfram haldið lítilli. Bjarni segist ekki munu samþykkja auknar álögur á fólk í landinu. Komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda að nýju, sjái hann fyrir sér að innviðir verði styrktir með fé úr bankakerfinu og að tekjuskattur verði lækkaður niður í 35 prósent. Það gæti verið gott innlegg í kjaraviðræður framundan.






föstudagur, 6. október 2017

Bjarni Allt að gerast...

Nú er kátt í höllinni, ég meina Valhöll. Nú þarf ríkisstjórnin aldeilis að leiðrétta í útlöndum, ætli þeir fái ekki ný uppreistan lögfræðing til að sjá um málið?  
 
Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og núverandi forsætisráðherrafundaði með bankastjóra Glitnis tveimur dögum áður en hann byrjaði að selja bréfin.
Helga Vala: Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka viðskipti forsætisráðherra

https://kjarninn.is/frettir/2017-10-06-bjarni-seldi-eignir-i-sjodi-9-og-midladi-upplysingum-til-bankamanna/

Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsamlegi fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“
http://www.visir.is/g/2017171009300/bjarni-vid-the-guardian-hvada-skynsamlegi-fjarfestir-sem-er-hefdi-verid-ad-ihuga-ad-selja-a-thessum-tima-


Líka húmor .........
„Sæl,geturðu bókað mig og tvo félaga til London:
Út 20. feb, seinni vélHeim 24. feb, fyrri vél
Ferðafélagar:Bjarni Benediktson - 260170-5549Hermann Sævar Guðmundsson - 200162-4049(muna að gefa þeim ferðapunkta eins og okkur hinum)
Og Bjarni Jóh kemur líka með, veit ekki hvenær hann vill fljúga út.
Við erum að fara á völlinn eins og svo margir, en höfum reyndar annað erindi líka. Hvar gistir allt liðið? Sennilega ágætt að vera bara á sama stað og þeir, eða hvað BJ? Viltu frekar vera á Sanderson?
Kveðja,Einar Örn“





sunnudagur, 1. október 2017

Frú Andersen í fyrsta sæti

Það er merkilegt að setja Sigríði Andersen í efsta sæti í Reykjavík.  Það er eins og að gefa íbúum kjaftshögg eftir framgöngu hennar gagnvart börnum og flóttafólki.  Enn merkilegra er að hún þiggi það sem hún hefur afneitað, að nokkurs staðar eigi að jafna niður körlum og konum til skiptis, eða að láta konur hafa forgang á meðan að barátta fyrir jafnrétti á sér stað.  Jafnréttismálin eiga erfitt uppdráttar  eins og margt annað.   Og ennþá fáránlegra að það skuli vera Brynjar Níelsson stígi fram og fórni sér, hann af öllum, besti vinur eigenda nektarbúllanna.  Og fái hrós kvenþingmanna fyrir bragðið!     

Allt þetta lýsir ástandinu í þessum blessaða flokki. Spillingin lekur niður veggi Valhallar. Við sem  tilheyrum öðrum flokkum þar sem sjálfsagt þykir að kjósa í prófkjörum jafnt karla og konur, eða raða á lista konum og körlum til skiptis eigum erfitt með að skilja þetta.  Svo er alltaf hægt að víkja út af þessu eins og dæmið með Sigríði sýnir og henni finnst allt í lagi að gera það.  Sem er algjörlega á móti jafnræði kynja á listum!  Bara til að geta sýnt að karlar eru ekki alls staðar í efsta sæti hringinn í kringum landið. Þótt öllum í þessum blessaða flokki  finnist að það  sé Náttúrulögmál.  Karlar eru sterkari. En allt er leyfilegt í atkvæðasmölun.  





fimmtudagur, 28. september 2017

Tímamót: Einkavæðing eða félagshyggja

Sjálfstæðisflokkurinn kemur okkur á óvart og þó ekki. 
Flokkurinn sem löngum tókst að koma því inn hjá stórum hópi fólks að hann væri flokkur fólksins. Nú er meira að segja búið að stela nafninu að fyrri flokksmanni.

Nú þegar kynslóð nýfrjálshyggjunnar hefur tekið yfir í Sjálfstæðisflokknum, verða áherslurnar æ skýrari til ofstækishægri.  Formaðurinn mætir galvaskur á fundi repúblikana í vestrinu og virðist vera á svipuðu róli í skattamálum og þeim.  Barist er hatrammt gegn því að hátekjufólk borgi eðlilega í sameiginlegan sjóð ríkisins til þess að við getum haft velferðarkerfi, með góðu heilbrigðiskerfi, trygginga og samhjálpar. Hinir nýju ungu þingmenn sjá engar lausnir nema einkavæðingu þar sem hver getur keypt þjónjustu eftir efnum og ríkisdæmi.

  Öll loforð um betra kerfi aldraðra og öryrkja hafa verið svikin, Mannúð og manngæska er ekki í hávegum höfð undir stjórn Sigríðar Andersen en Bjarni virðist fylgja henni í einu og öllu þar sem Flokkurinn sker sig úr á Alþingi í einstrenginslegri stefnu í flóttamann og útlendingamálum.  Utanríkisráðherra dansar einhvern Brexit dans sem ég efast um að hann hafi eitthvað umboð til. Allt er gert til að stöðva framgang nýrrar stjórnarskrár. 

Nú er komið að tímamótum.  Er þetta framtíðin sem við viljum?  Eða viljum við félagshyggjustjórn og þjóðfélag þar sem vinstri menn starfa saman að breyta áherslum?   Valið er okkar.


mánudagur, 25. september 2017

SDG: Hann er upprisinn

Hann er upprisinn, sögðu þau hann er upprisinn.  Karlinn sem enginn hafði ná sambandi við. 
Svo birtist hann loks á skjánum.  Ábúðarfullur,  fullur af sannleika.  Sex sinnum, ég sagði sex sinnum var reynt að leggja hann í hina pólitísku gröf en þar heyrir enginn í manni, moldin hylur vitin, lokið er vandlega skrúfað ofan á kisuna.Enginn heyrir gullkornin sem streyma frá honum.   Það er allt gert til að stöðva hann, snillinginn, hugsuðinn, karl hreinleikans, fjölskyldumanninn, þann sem gerði ekkert af sér, átti enga fjármuni á suðlægum ströndum og eyjum, Hann sem var hrakinn frá völdum á svo óréttlátan hátt.  Hann gerði ekkert rangt!

Fíllinn í glerbúrinu, hann er búinn að fá einn fyrrverandi þingmann með sér, ein þann versta sem komist hefur á þing.   Kannski koma þeir fleiri, ég bíð spenntur eftir Vigdísi Hauks, ungir drengir og stúlkur vilja vera með hinum þungstíga meistara.  Fólk sem heldur að allt sé leyfilegt, hafa týnt siðferðisrammanum eða eru ekki búin að þróa hann upp með sér.  Það vill fara með honum á sæluslóðir, það vill bjarga okkur hinum úr klóm Íhaldsins eða Öfganna.   Undir leiðsögn hins misskilda stórmennis.   

Ekki er við bætandi að fá einn spillingarflokkinn í viðbót, sem vill að við sjáum hversu flóttamenn eru hættulegir fyrir þjóð okkar og menninguSem vill hreinsa ósómann úr vitum okkar.  Lyktina af fólki sem er að flýja styrjaldir og óstjórn þar sem ekki er líft lengur.  Stríð sem við eigum oftan en ekki þátt í með bandamönnum okkar í hernaðarbandalagi.   

Aldrei þessu vant hefur Morgunblaðið verið með upp á síðkastið viðtöl og kynningar á flóttafólki sem sýnir margbreytileika þess og  lífsvilja við ótrúlega erfiðar aðstæður. Sem vill fórna miklu að koma fjölskyldum sínum í skjól fyrir hörumungum heims.   Getum þess sem vel er gert.  Það er þörf á því í skilningleysi og mannsvonsku margra samlanda okkar.      

Svo vonandi verður endurkoma Sigmundar Davíðs ekki til að auka óró og dapurleika þjóðlífs okkar..  Nóg eru vandamálin fyrir.