miðvikudagur, 10. júlí 2013

Hvalur veldur Kvölum:

Skrítinn iðnaður sem gengur út á að framleiða vöru, drepa jafnvel dýr í útrýmingarhættu sem enginn vill kaupa enginn vill borða, öll alþjóð hefur sagt nei.  En þannig hagar Kristján Loftsson sínum veiðum og iðnaði jafnvel í andstöðu við ættingja sína og meðeigendur.   Þjóðverjar koma í veg fyrir sendingu til, var það ekki Singapore, og nú verður Kvalurinn sendur heim með skömm.   

Er ekki kominn tími til að hætta þessu brölti?  Öllum til skammar og útflutningi okkar á öðrum vörum til vandræða.  Það fer ekki vel að virða engin markaðslögmál.  Það gekk ekki vel í Sovét þegar verksmiðjur framleiddu skó á aðra löppina burtséð frá því hvort skór fengist annars staðar á hina.  Þetta er þjóðremba og heimskasem er engum til sóma.  Sjávarútvegsráðherra á að blása þetta af í eitt skipti fyrir öll. Þá yrði hann meiri maður af einhverju. Honum veitir ekki af því.  

Eins og málshátturinn segir:  
Sá sem dáir fortíðina missir tökin á nútímanum. 
Og: Sá sem klifrar upp stiga þarf líka að komast niður.

Sá sem Selur Hval fær Kvalir ..... 

Ríkisstjórn: Virkur sparnaður sátt og samstarf


Í fréttum er þetta helst allt í sátt og sparnaði og gamlir samstarfsmenn stinga upp kollinum, var nokkur að kvarta?


Seðlabankinn greiðir 
flug Ólafar frá Sviss

Flug fyrir Ólöfu Nordal gæti kostað 3 milljónir á ári

Sáttatillögu stúdenta hafnað af stjórn LÍN


Áralangar fjölskyldudeilur 
enda í dómsal

Eigendur Milestone og forstjórinn ákærðir fyrir kaup félagsins á hlutabréfum Ingunnar í fyrirtækinu

Hvað finnst þér um 
ákvörðun forsetans?



Sigmundur Davíð: Vandi Íbúðalánasjóðs ekki vegna 90 prósent lána






mánudagur, 8. júlí 2013

Ríkisstjórn og Hlaupari með kímnigáfu ......

Já, við þurfum ekki að kvarta yfir húmor stjórnarinnar um þessar mundir.  Ríkisstjórn sem sker endalaust niður tekjur sínar án þess að fá nokkuð í staðinn en ætlar að bæta hag okkar allra, það er grín og gaman. Það er kímni og kátína. 

Í seinustu viku komst kímnigáfan á hærra stig þegar skipuð var nefnd nefndanna.  Nefnd þingmannanna sem á  að kenna okkur að spara. Einhvern tímann var Steinn Ármann að tala um heilsugæsluna í Hafnarfirði sem var þá sér á parti, ég veit ekki hvernig hún er núna.  Hann kallaði hana Heilsugæslu out of Hell.  Og  nú hefur ríkisstjórnin skapað nefnd Hagræðingarnefnd out of Hell!!!  

Mannvalið í þessari nefnd er þannig að allir fagurkerar stjórnmála sleikja út um!  

Vigdís Hauksdóttir, sem hefur sérhæft sig í að tala sem mest um það sem hún veit minnst um.  Menningargeirinn er hennar (Fá)viska.    Þar ruglar hún saman öllu sem hægt er.  Það er krípí að þessi manneskja skuli vera orðin formaður Fjárlaganefndar.   

Ásmundur Einar Daðason, bændafyrirtækjarekandinn, er formaður og leiðandi, sem dansaði um leiksvið Alþingis á seinasta kjörtímabili þangað til hann lenti alsæll í fangi Sigmundar Davíðs.  Fræg voru ummæli hans um fylgispekt sína við Heilbrigðiskerfið og það verður fróðlegt að sjá hversu trúr hann verður á þessu tímabili. 

Guðlaugur Þór Þórðarson,  sá þingmaður sem duglegastur hefur verið fyrr og síðar að smala milljónum í kosningasjóði sína, um leið hefur hann vitað betur en flestir aðrir hvernig eigi að spara og vinna  í ríkisgeiranum.  Hann hefur orðspor hjá stuðningfólki sínu sem ofurmenni:

 Það er til fræg saga af Gulla að þegar hann tók við heilbrigðisráðuneytinu hafi hann haft það að yfirlýstu markmiði að komast í hóp mestu sérfræðinga um heilbrigðismál á Íslandi. Ekki einungis tókst Gulla það heldur hafa heilbrigðismálin sjaldan staðið jafnvel og í hans tíð. Reyndar mætti segja að þau hafi staðnað síðan Gulli lét af störfum. Hann lét þó ekki deigan síga heldur sneri sér að öðru og glöggir menn hafa tekið eftir því að Gulli hefur verið eiginleg samviska ríkisstjórnarinnar í þeim málum sem mestu skipta, skuldavanda heimilanna. Það er því greinilegt að lífsgæði Íslendinga eru Gulla mikið hjartans mál.

Unnur Brá Konráðsdóttir er sá fjórði í þessari frábæru nefnd, ekki er hægt að segja að það hafi skarað af henni á Alþingi engar nýjungar, allt í sama gírnum, falgeg rammaáætlun, burt með ESB, rekstur ríkissjóða án skattahækkana: 

Öflug atvinnustefna og afgreiðsla faglegrar rammaáætlunar eru málefni sem nauðsynlegt er að leggja brýna áherslu á. Auk þess þarf að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu tafarlaust til baka og leggja fram raunhæfa áætlun í efnahagsmálum með það að markmiði að ná tökum á rekstri ríkissjóðs án frekari skattahækkana og með þá stefnu að geta lækkað skatta til framtíðar, segir í yfirlýsingu frá þingmanninum.

Einn er það samt sem stendur framan ríkisstjórninni í húmor, það er ofurhlauparinn okkar, Guðlaugur Júlíusson, sem hljóp 10 Maraþon án þess að blása úr nös, og borðaði Hamborgara, Kótilettur og franskar og svolgraði í sig Guiness bjór með.  Þetta er svo sannarlega karl sem á að vera á Fjárlögum hvað sem Vigdís Hauksdóttir segir !!!!  Það væri líka hægt fyrir ríkisstjórnina að leita ráða hjá honum en var hann ekki ef ég man rétt aðstoðarmaður Steingríms Jóhanns í denn.
  





sunnudagur, 7. júlí 2013

Sigurður Ingi: aum innkoma í ráðherrastól

Ein aumasta innkoma í ráðherrastól ever hlýtur að vera frammistaða Sigurðar Inga Jóhannssonar. 

Seinasta afrekið er að taka burt ákvörðun Steingríms Jóhanns um bann við hvalveiðum á svæðum í Faxaflóa þar sem Hvalaskoðunarskipin athafna sig sem mest.  

„Við erum vægast sagt ósátt við þessa ákvörðun. Við höfum áhyggjur af því ef það fer í fyrra horf að þeir komi hérna með báða hrefnuveiðibátana og veiði svona 2-4 mílur frá hvalaskoðunarbátunum eða hvalaskoðunarsvæðinu. Svo það áhyggjuefni því við höfum fundið fyrir því síðustu árin að hrefnan verður alltaf styggari og styggari. Það er búið að vera minna af henni,“ segir Rannveig sem líka er framkvæmdastjóri Hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar í Reykjavík. 

Það er einn ráðherra sem á að vera með pennann á lofti engu skiptir margra mánaða starf nefndar ráðuneytis hjá fyrrirrennara hans: 

Það gleymist svolítið í þessari umræðu að Steingrímur hafi sett svæðin á síðustu stundu þegar hann var að hætta. Hann var búinn að vera með nefnd í gangi í allan vetur sem var búin að kalla til sín alls konar fólk sem hefur vit á málinu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að stækka þyrfti svæðin og þeir lögðu raunar til ennþá meiri stækkun en Steingrímur fór í. Svo við erum mjög ósátt við það að það sé í raun verið að gera raunverulega störf nefndarinnar að engu. Þarna sat fólk bæði frá hvalveiðimönnum og hvalaskoðun og aðrir sem höfðu vit á,“ segir Rannveig.

Fræg eru ummæli hans um umhverfisráðuneytið þótt hann hafi neyðst til að draga í land ýmislegt. En þetta sagði hann í vor: 

Umhverfismálin eru stór hluti af atvinnulífinu og það væri án efa hægt að auka samlegðaráhrif á milli umhverfisráðuneytisins og annara ráðuneyta. Margir málaflokkar hafa færst yfir í umhverfisráðuneytið á síðastliðnum árum sem í einhverjum tilvikum hefur orðið til þess að regluverkið er orðið flóknara en það þarf að vera.

Já, það er atvinnulífið sem blívur, kollvarpa á áratugavinnu í mótun umhverfismála á landinu, allt til að selja orku á gjafvirði.  Því annað er ekki á stöðunni á næstu árum.  Það vita allir sem hafa fylgst með efnahagsmálumí heiminum. 

Um auðlindaákvæðið í stjórnarskránni var hann ekkert í vafa á Alþingi:

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi tillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrá í umræðum á Alþingi. Hann sagði að ákvæðið væri liður í að koma á sósíalísku hagkerfi Vinstri grænna, nokkurra Samfylkingarmanna og Stjórnlagaráðs -

Hann hefur fylgt þessari hugmynd sinni vel í ráðherrastól , borið fram veiðigjaldslækkanir með heiðri og sóma þar sem auðvitað á að vernda auðlindirnar fyrirsósíalistum, það er einkaeignin sem blívur, það sem maður á, má maður. Reka fjölmiðil með tapi, stunda hlutabréfabrask sem endar með ósköpum, koma peningum í felur á góseneyjum.  

Svo er annað mál hvar eigi að fá peninga fyrir heilbrigðis- mennta og velferðarmálum. Það er allt annað mál hefur ekkert að gera með veiðgjald!!!  Den tid den sorg eins og Danskurinn segir.  Þótt allt bendi á vasann okkar meðalskattgreiðenda. 

Já lesandi góður við höfum aldeilis fengið happ í hendi að fá þennan baráttumánn í raðherrasætið. Voandi að hann endi ekki eins og seinast dýralæknirinn okkar þar. 






föstudagur, 5. júlí 2013

Geir Haarde: Geilsabaugurinn hverfur .....

Geir H. Haarde: Englaásjónan gufar upp, geislabaugurinn hverfur, aðalatriði er að mynda ríkisstjórn og halda völdum, aukaatriði er hrun og fall íslenska ríkisins, svona eru stjórnmál, engin ábyrgð, jafnvel Hagfræðingur hættir að reikna krónurnar.... : 


Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar 2003 til 2007, sagði að sú ríkisstjórn hefði ekki verið mynduð ef ekki hefði verið samið um breytingar á útlánareglum Íbúðalánasjóðs. Hann viðurkenndi að þær breytingar hefðu verið hrein mistök.
Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð skilaði af sér skýrslu á þriðjudag. Sú skýrsla er ansi svört, Íbúðalánasjóður hefur tapað um 270 milljörðum á árunum 1999 til 2012. Þar vegur langþyngst tap vegna uppgreiðslna lána, eða allt að 130 milljörðum króna.
Rannsóknarnefnd Alþingis um efnahagshrunið skoðaði ekki starfsemi Íbúðalánasjóðs sérstaklega í sinni skýrslu. Þær breytingar sem gerðar voru á sjóðnum 2004 og áhrif þeirra á íslenskt efnahagslíf eru þó ræddar.
Þórarinn G. Pétursson, núverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um efnahagshrunið að þessar breytingar hafi verið ein alvarlegustu mistökin í hagstjórn hér á landi.  
Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, viðurkenndi við skýrslutöku að hækkun á lánum Íbúðalánasjóðs og lækkun vaxta hjá sjóðnum hafi verið hrein mistök. „...  því miður verður maður að viðurkenna hreinskilnislega að um þetta hafði maður [...] miklar efasemdir, en um þetta var samið við ríkisstjórnarmyndunina 2003 og ef það hefði ekki verið gert þá hefði sú ríkisstjórn ekki verið mynduð. Þetta er nú bara [...] hluti af veruleika stjórnmálamannsins að stundum þarf að taka tillit til þessa atriðis.“
Rannsóknarnefndin dregur þá ályktun að ákvörðunin um að rýmka kröfur sem gerðar voru fyrir lánveitingum Íbúðalánasjóðs á einhverjum mestu þenslutímum Íslandssögunnar hafi verið tekin við stjórnarmyndun 2003, þrátt fyrir skoðun fjármálaráðherra að slíkt væri verulega varasamt. „Hann hafi metið það svo að væntanlegur skaði fyrir samfélagið væri ásættanlegur kostnaður við það að sitjandi flokkar héldu völdum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um efnahagshrunið sem kom út 2010.

Bandaríkin: Þegar lygin verður sannleikur

Seinustu daga höfum við orðið vitni að óhugnanlegum atburðum á alþjóðasviðinu.  Heimsveldið í vestrinu virðist hafa tögl og hagldir allir verða lúta vilja þess,  Einstaklingur sem vogar sér að kom upp um stórfelldar njósnir Stórveldisins er hundeltur um allan heim sem glæpamaður.  Hann er bófinn ekki BNA.  Pinter gerði þetta að umræðuefni í Nobelsræðu sinni: 


In his acceptance of the 2005 Nobel prize in literature, Harold Pinterreferred to "a vast tapestry of lies, upon which we feed". He asked why "the systematic brutality, the widespread atrocities" of the Soviet Union were well known in the west while America's crimes were "superficially recorded, let alone documented, let alone acknowledged". The most enduring silence of the modern era covered the extinction and dispossession of countless human beings by a rampant US and its agents. "But you wouldn't know it," said Pinter. "It never happened. Even while it was happening it never happened."

Tungumálið er allt í einu skrumskælt og pólitíska tungutakið lýtur lögmálum lyga og falsyrða.  Og allir taka þátt.  Þeir sem eru ekki með er ekk boðið að taka þátt í leiknum.  Þeir eru stikkfrí, þeir umhverfast í Venzuela, Equador, Norður-Kóreu, Íran.  Þeir verða terroristar, nýir Bradleyar Manningar, Snowdenar, Wikileaksanar.    


Political language - and with variations this is true of all political parties, from Conservatives to Anarchists - is designed to make lies sound truthful and murder respectable, and to give an appearance of solidity to pure wind.

 Lygin á að hljóma eins og sannleikur og morð eru viðurkennd sem virðuleg lausn, sagði Orwell.  Við þekkjum þetta alls staðar í kringum okkar, Drónurnar æða um ríki, Launmorðingjar eru sendir af stað, ólögleg fangelsi eru starfrækt fyrir augum okkar.  Og við ræðum um lýðræði og frelsi.  Meðan boðberar sannleikans eru hundeltir. Og enn á Orwell við: 

In times of universal deceit, telling the truth becomes a revolutionary act.

Já lesendur góðir það er ekki bjart yfir mér í dag.  Engin heiðríkja enda er hann að fara að rigna ...... 

  
  

Ísland: Bráðum kemur betri tíð, vonandi.

Snowden hefur engin tengsl við Ísland, þess vegna hefur hann ekkert hér að gera,  líklega er sannleikur og heiðarleiki ekkert sem hefur með Ísland að gera.  

Ban Ki-moon kemur í boði utanríkisráðherra og þó ekki.  Forseti læðist um landið það má ekki segja hvar hann er þegar hann var í skottinu á bíl aðalritarans. 

Veiðigjald er auðvitað ekkert fyrir fátæka útgerðarmenn.  Þórólfur Gíslason gengur sem draugur um salina í Hádegismóum með Gunnar Braga á bakinu.

Það er allt í lagi að skera niður tekjur ríkisins og færa þær í vasa sægreifanna.  Sigmundur Davíð mætir glaðbeittur og kolmunnagleiður í atkvæðagreiðslu í boði þeirra og rífur kjaft.

Það er engin furða þótt þetta sé kalt rigningarsumar. Bráðum kemur betri tíð, vonandi.