laugardagur, 21. desember 2013

Pistlar, blogg og tónlist

Ég held að ég verði að segja eitthvað skemmtilegt í dag, Þótt mörgum sé ekki gaman í huga.  Að fá aftur íhaldsstjórn af gamla nýfrjálshyggjuskólanum, sem vill færa ótal hluti aftúr á bak í tímanum.  Þar sem hugmyndafræði Chicago skólans ræður ríkjum.  Sem stefnir að því að hinir ríku verði ríkari og aðrir fátækari. Það þýðir samt ekki að sökkva í kviksyndi depurðinnar þá verður fljótlega allt búið.  Það verður að takast á við þess djöfla!!! 

En, hlustendur góðir ég ætla að ræða um pistlahöfunda og bloggara sem ég hef gaman að.  Lokst svolítið um tónlist sem gleður mig. Í morgun las ég pistil Pavels í Fréttablaðinu um Útkastarann en þeir halda sig á fleiri stöðum en á börunum. Sérstaklega fá útkastararnir í Útlendingastofnuninni sinn skammt, ef  það er satt sem hann segir um stjórnsýsluna þar þá er kominn tími til að gera eitthvað.  Varla verður það í ráðherratíð Hönnu Birnu.   Pavel er dæmi um pistlahöfund sem er skemmtilegur og fær mann til að pæla í vanahugsunum manns, samt er ég ekki sammála um dýpstu gildi samfélagsins. En það er allt í lagi, maður tekst á við hann í huganum um leið og maður les hann.  Þeir eru fáir orðnir góðir pistlahöfundar í Fréttablaðinu, þeir þurftu að losa sig við ein skemmtilegasta sem kom manni oft á óvart, Einar Má Jónsson, bróður Megasar. Gunnar Smári er oft góður í Fréttatímanum og sumir fréttamenn DV eru ígildi góðra pistlahöfunda.  Það er eini fjölmiðillinn sem er beittur í gagnrýni á spillingu og sora íslensks þjóðfélags.Ég vona að þeir fái tækifæri til að halda því áfram. Kastljósið beinir birtunni að mörgu óhugnanlegu en auðvitað er reynt að kippa tönnunum úr því og Fréttir og Spegillinn eru allt í einu 30 mínútur búið að skera niður 20 mínútur. Það verður að skera niður til að borga 15 milljónirnar hans Páls M.      

Bloggflóran er æði misjöfn og höfundarnir ætla sér ýmislegt með skrifum sínum.  Sumir vilja bara vekja athygli á sjálfum sér, aðrir á einhverjum málstað, þriðju vilja spúa sorpi yfir landsmenn.  Maður nær svona einhverri leikni að fletta þessu án þess að bíða tjón á sálu sinni.  Svo er alltaf eitt og eitt gullkorn inn á milli.  

Jónasi Kristjáns tekst alltaf að æsa einhverja landsmenn svo er hann sérfræðingu í ýmsum eins og Vigdísi Hauks.  En honum tekst aðdáanlega misseri eftir misseri að vera FÚLL Á MÓTI. Svo er það Egill sem ætlar alltaf að vera með sömu skoðun og margir aðrir og við vitum hvernig þá fer.  Svo er það hópur af skoðanamyndurum, Illugi J., Karl Th., Teitur A., og svo framvegis, æ ekkert sérstakir en með einn og einn góðan. Og Eva Hauks og Einar S. sem elska að vera með öðru vísi skoðanir en þau eru orðin ansi þreytandi.  Björn Valur fer oft í spor Jónasar enda víða illa liðinn en samt vinsæll með hnútukastið.  Loks vil ég nefna Ingimar K.H. sem er sannur og eflaust oft með svipaðar skoðanir og ég, það er ekki svo slæmt!!!   

Loks lofaði ég einhverju um tónlist á árinu.  Bestu tónleikar sem ég var á var flutningur á Goldberg tilbrigðunum í strengja útsetningu í Reykholti, þar sem svitinn lak af spilurunum á heitasta degi ársins, það var ógleymanleg stund.  Svo kom snillingurinn rússneski Rozhdestvensky 
og stjórnaði Sinfó einu sinni enn líklega í 3 skiptið eða 4.   Og kona hans spilaði píanókonsert Rimsky- Korsakoff.  Hann stjórnaði 10. Shostakovitsch ef ég man rétt. Það var líka magnað.   Svo man ég eftir flutningi á 2. strengjakvartett Bela Bartoks í flutningi Camerarctica sveitarinnar, það snart mig ansi mikið, svo og J. Brahms:          Strengjakvartett nr. 1 í c-moll op. 51,1, í kvartett Sigrúnar Eðvaldsdóttur, þar var frábær spilamennska með líklega okkar besta fólki.  Kammermúsíkklúbburinn skilar góðu starfi í Hörpunni í vetur, og í Janúar ætlar Bryndís Halla Gylfadóttir að spila Cellósónötur Bachs, það verður spennandi. Úr því að ég minnist á Bryndísi tengdadóttur mína verð ég að minnast á disk stjúpsonar míns Þórðar Magnússonar La Poesie sem inniheldur fjögur verk, Kvartett fyrir klarinett, fiðlu, selló og píanó.Það mótlæti þankinn ber, sem er umritun á sinfoníu fyrir 2 píanó,  
 Rapsódía fyrir kontrabassa og píanó svo og Saxófónkvartett. Þetta er yndislegur diskur sem verður betri við hverja hlustun. Það var geðvonskulegur dómur um þennan disk í Fréttablaðinu sem lítið er að marka.  Tryggið ykkur eintak og hlustið og sannfærist um gæðin!!! 
Í rokk tónlist hefur ýmislegt gott verið á ferðinni, ég hef lært að meta Hjaltalín sem er magnað band, svo hreif Emiliana Torrini mig með nýja diskinum.  Tónvefurinn Spotify gerir mann mögulegt að hlusta endalaust á góða tónlist, fyrir lítinn pening, og rifja upp gamlar perlur.  Ég hef kynnst á árinu Kurt Vile, Magnolia Electrical Co., Vampire Weekend og Grizzly Bear. Af eldri meisturum var nýi diskur David Bowies góður og endurútgáfa Bob Dylans á Self portrait, Another Selfportrait var besti diskur ársins hjá mér.  

Svo óska ég ykkur gleðilegra jóla, lesendur góðir, etið og drekkið í hófi og komið endurnærð til lífsins á ný...... það ætla ég að gera!!! 


  

fimmtudagur, 19. desember 2013

Meirihluti: Sjálfshól og drýldni

Nú færist friður jólanna yfir alla.  Jafnvel ráðherra og þingmenn.  Alltaf næst á seinustu stundu samkomulag um 
nokkur atriði ekki öll. Og allir hrósa sér.  
Forsætisráðherra stígur fram á seinustu stundu og bjargar desemberuppbót, þingmenn meirihlutans sem þorðu ekki að segja múkk eru allt í einu glaðir og fegnir yfir að geta hjálpað þeim atvinnuleitandi, þeir vildu þetta alltaf. 

Heilbrigðisráðherrann lúffar smá með komugjöldin. Lofað er að ræða um nýjar gjaldtökur af nýjum fiskitegundum.   Rannsóknarsjóður fær smá í sinn hlut. 

Hönnunar og myndlistarsjóður fær smá,  og allir gleyma grátlega skemmtilegri uppákomu þegar ráðherra menntamála mætti til að fagna Hönnunarsjóðinum nýja þegar auglýstar voru fyrstu umsóknir úr honum, en daginn eftir var búið að leggja hann af í fjárlögum.  

Það skiptir kannski engu máli þó nokkrir ráðherrar sýnsi sig minni menn en maður hélt.  Auðvitað gat maður búist við því.  Hugmyndafræði xD og xB er nú um stundir ansi lík. Þó batt Framsókn sig í það að fá niðurstöður í skuldalækkunarmálinu og beygði þar Sjálfstæðisflokkinn og koma með hana hvað sem menn segja um hana og hvaðan féð á að koma. Það er vandamál fjárlaga næstu ára.  En ...... þeir stóðu við áætlun sína, sem á kannski eftir að skipta máli hjá kjósendum. Ef framkvæmdin fer ekki í tætlur. 

Svo verður  gaman að sjá hvernig útkoman verður næsta árið, enn eru engar stórar framkvæmdir í augsýn, þrátt stór orð seinustu árin.  Vístölulöggjöf og Gjaldeyrishöft ráða enn ríkjum.  Verðbólgan getur enn farið á kreik.  En nú um stundir eru þingmenn stjórnarflokkanna ánægðir með sig.  Sjálfsánægja og drýldni ráða ríkjum með smáskynsemi inn á milli.  Ennþá minnnsta kosti.
Eins og dæmin hér að neðan sýna.  

Gleymum samt ekki aðförinni að útvarpinu, gjafmildinni við kvótaeigendur, niðurlagningu Náttúrulaganna og ótal mörgu öðru.  Sem of langt yrði að telja hér. 
  



 Vigdís Hauksdóttir veit það sem allir vissu að forsætisráðherra myndi koma á seinustu stundu og bjarga málinu :
Virðulegi forseti. Því ber að fagna að hér hefur náðst samkomulag um þinglok og því er 2. umr. fjárlaga að ljúka. Það er fagnaðarefni. Ég bað um það sjálf í framsöguræðu minni í þessu máli að frumvarpið kæmi til fjárlaganefndar milli 2. og 3. umr. og óska ég eftir því hér á ný. Ég þakka nefndarmönnum fyrir gott starf og þeim þingmönnum sem hafa talað í þessu máli.
Umræðan hefur farið út um víðan völl en það virðist hafa farið fram hjá þeim þingmönnum sem hér hafa talað síðast að hæstv. forsætisráðherra kynnti það í tíufréttum sjónvarpsins að fundist hafi svigrúm til að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót, þannig að það skal sagt hér.
Ég þakka umræðuna og hlakka til að starfa með nefndinni á milli umræðna.

Sigrún Magnúsdóttirm hefur farið greitt að lýsa yfir gríðarlegum framförum í nýju fjárlögunum: 

Virðulegi forseti. Mikill áfangi er að verða að veruleika, atkvæðagreiðsla um fjölmargar breytingartillögur við fjárlög brátt að ganga í garð. Ég hef talað hér um að ytri rammi fjárlaganna sé traustur og gríðarlegar framfarir þar á mörgum sviðum. Það sannast enn og aftur að við getum haldið okkur við hallalaus fjárlög þrátt fyrir þessar umbætur og við höldum meginstefinu hvað varðar heimili og velferð.
Undanfarna daga hafa átt sér stað ágætar umræður á köflum og málefni hafa verið reifuð en ég hef furðað mig á einu. Öryggisnet hverrar velferðarþjóðar sem er almannnatryggingar hefur lítið sem ekkert verið til umræðu. Almannnatryggingakerfi er meðal annars til þess að koma til stuðnings fólki sem veikist, slasast eða eldist. Frá árinu 2006 hafa framlög til almannatrygginga tvöfaldast úr 40 milljörðum í 80 milljarða fyrir árið 2014. Aukningin er rúmir 8 milljarðar núna bara á milli ára, 11–12%.
Virðulegi forseti. Þetta er velferð. Fyrrverandi ríkisstjórn óf vissulega líka í þetta öryggisnet, en núverandi ríkisstjórn með félagsmálaráðherra í broddi fylkingar ásamt öflugum stuðningi hæstv. fjármálaráðherra hefur verið að þétta möskvana svo færri detti á milli. Aldraðir urðu til dæmis einmitt fyrir því árið 2009 að falla. Þessa aðgerð, þessa aukningu kalla ég miklu frekar umbyltingu en hækkun á fjárlögum. Þá er ég afar ánægð með tilboðin sem formenn stjórnarflokkanna spiluðu út í gær og sýna vilja ríkisstjórnar í verki til góðra hluta fyrir land og þjóð.

Ásmundur Friðriksson vill að við höldum áfram að gefa rafmagnið okkar, það er víst ekki nýtt hjá honum.  Rekstur hefur ekki verið hans sterka hlið. 
Virðulegi forseti. Ég fagna því að náðst hefur samkomulag um þinglok. Ég held að mikilvægasta verkefni okkar þingmanna sé að fækka þeim sem þurfa á jólabónus að halda, eru atvinnulausir og í atvinnuleit. Ég held að okkar mikilvægasta verkefni að ári verði færri atvinnulausir sem þurfa á því að halda að fá uppbætur í desember. En til þess þarf að virkja þau tækifæri sem bíða í atvinnulífinu, þau stóru tækifæri, og þar þurfum við fyrst og fremst að virkja Landsvirkjun til að leggja sitt af mörkum til að skapa á Íslandi fleiri betur launuð störf. Það er verkefni næstu mánaða.
Á síðustu árum, frá 2007 til 2012, lækkuðu skuldir Landsvirkjunar um 50 milljarða, u.þ.b. 10 milljarða á ári. Það eru þær tekjur sem Landsvirkjun hefur haft af stóriðjunni og auðvitað allri orkusölu í landinu. Það hefur verið talað um að verð á orkunni hafi verið mjög lágt en samt sem áður greiðir Landsvirkjun skuldir sínar niður um 50 milljarða. Það er mjög gott.
Álframleiðsla skapar 23% af útflutningsverðmæti þjóðarinnar, u.þ.b. 226 milljarða. Hún skapar 5 þús. störf þar sem meðallaunin eru yfir 450 þús. kr. á mánuði. Þetta er það sem þetta þjóðfélag þarf á að halda núna í staðinn fyrir að rífast um desemberuppbætur handa þeim sem eru að leita sér að atvinnu. Við þurfum að skapa þeim atvinnu og það er verkefni framtíðarinnar.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir er alltaf skynsömust íhaldsmanna: 
Virðulegur forseti. Hér náðist í gær samkomulag um þinglok og þau mál sem þingheimur ætlar að afgreiða fyrir jólaleyfi. Ég ætla ekki að segja hér að það samkomulag hafi glatt mig neitt sérstaklega vegna þess að mér finnst ekki, þegar við erum á síðustu metrum í vinnu eins og fjárlagavinnu, að við eigum að vera að semja um krónur og aura til að geta lokið þingstörfum á réttum tíma. Mér finnst þetta eiga að kenna okkur í fyrsta lagi að aðkoma að fjárlagafrumvarpi þarf kannski að vera með öðrum hætti en hún hefur verið, við ættum kannski í upphafi að vera meira sammála um ákveðnar línur og við ættum kannski í vinnunni að byrja fyrr að velta fyrir okkur þeim áherslum sem við viljum hafa hér, hvort heldur er meiri hluti eða minni hluti.
Það að komast að samkomulagi um þinglok fyrir jól í krónutölum, fyrirgefið, virðulegur forseti, hugnast mér einhverra hluta vegna ekki. Ég kýs að við lærum af þessari vinnu og gerum þetta öðruvísi þegar kemur að vordögum og þegar kemur að fjárlögum næsta árs.

þriðjudagur, 17. desember 2013

Bjarni og Vigdís: Að láta peninga rata á réttan stað

Horfði á frekar andstyggilega sjón í kvöldfréttum. Ráðherra fjármálanna, sá sem oftast ræður mestu, sýndi inn í kviku hugar og stéttarfordóma sinna. 

Þeir sem fá atvinnuleysisbætur hafa seinustu tvö ár fengið desember uppbót eins og allir aðrir í okkar samfélagi.  Þetta eru ekki miklir peningar svo eru atvinnuleysisbætur ekkert til að hrópa húrra fyrir svo vinstri stjórnin setti desemberuppbótina inn.  En ......... nú er hún ekki sjálfsögð lengur, skýring Bjarna og áður Eyglóar velferðarráðherra er sú að það eru ekki til peningar.  Að sögn Eyglóar misreiknaði seinasta ríkisstjórn hversu atvinnuleysið yrði mikið á árinu.  Hvernig sem hægt er að reikna það upp á mann.  Núverandi ríkisstjórn tók við fyrir sex mánuðum svo leikur einn var að fylgjast með sjóðútstreymi úr atvinnuleysistryggingarsjóði.  En það virðist ekki hafa verið gert. 
Auðséð er að annað hvort hefur Eygló eða starfsmenn hennar  gleymt að biðja um þetta hjá Fjármálaráðuneyti Bjarna eða hann hefur sagt blákalt nei.  Sem ekki kom beint fram hjá honum í viðtalinu.  

En hvað kom fram í viðtalinu?  

Aldrei kom fram að sjálfsagt er að atvinnulausir fái þessa uppbót.


Ríkisstjórnin og meirihluti hennar dregur það eins lengi og hægt er að láta þessa peninga af hendi. 


Eru ekki til peningar?  Þeir eru til í ríkissjóði.  Það þarf formlega leið til þess að ákveða úthlutun þeirra. Ríkisstjórnin seinasta gerði það með formlegum hætti í nóvember bæði árin. Ef peningarnir hafa klárast í atvinnuleysistryggingasjóði, er hægt að afgreiða þetta í fjáraukalögum, á sínum tíma.

  Ég held að það sé ekki rétt hjá Vigdísi Hauksdóttur að þetta sé bara mál ríkisstjórnarinnar heldur Alþingis alls. Málið hafi ekki ratað inn á borð fjárlaganefndar!!!  


Eygló virðist nú vilja að uppbótin sé veitt, ekki er auðséð hvort hún hafi viljað það allan tímann.  Í fyrstu viðtölum um þetta notaði hún rök Bjarna peningar eru ekki til !!!!!  En líklega er meiri pólitískur þrýstingur á Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn er harðari gegn styrkjum því auðvitað er þetta styrkur. 


Bjarni  Ben hefur ekki mikla samúð með fáætku fólki, nú eru þeir búnir að bíða í 17 daga eftir því hvort þeir fái þessar þúsundir. Fátæka fólkið þarf ekki að skipuleggja jólahald sitt.  Fjármálaráðherra virðist vera sama, engin viljayfirlýsing hefur enn komið skýrt frá honum.

   Fyrir margar fjölskyldur er þetta spurning um verðug jólahátíðarhöld.  Bjarni hefur ekki áhyggjur af því.  Ég veit ekki um forsætisráðherrann, ég hef ekkert heyrt frá honum um þetta mál. Og þó klukkan 22.04 birtist yfirlýsing frá honum á RUV : „En til þess að það sé hægt verða að vera til peningar í sjóðunum. Það var ekki núna. Raunar er sjóðurinn þegar kominn í töluverðan mínus. Ráðherra hafði ekki fjármagn til að greiða út. En mér sýnist að okkur muni takast að leysa úr þessu og fá þá nýtt fjármagn þarna inn og hægt verði að greiða út desemberuppbót sem er mjög mikið gleðiefni.“

Hvað les maður úr þessum viðbrögðum meirihlutans?   
Fátækt fólk er ekki mikils virði í augum ríkisstjórnar eða meirihluta. Það má traðka á því í nafni ríkissjóðs, allt er metið í peningum.  Peningarnir rata á rétta staði þegar ráðherrum sýnist, ofan í vasa útgerðarmanna þegar þeir vilja svo með hafa.  Þess vegna tala ég um andstyggilega sjón í Ríkissjónvarpinu.  Það var engin meðaumkun engin mannúð.  Bara köld andúð á þessu fólki sem vogar sér að vera til. Bæði hjá Vigdísi og Bjarna.  Svo kemur forsætisráðherra á seinustu mínútu og bjargar þessu til þess að þingið fari heim á réttum tíma.  


Alltaf sekkur þessi meirihluti dýpra í áliti hjá mér.  Í kviksyndi eigin fordóma og hugmyndafræði. Svei. 


Hvít jól, heitir pottar og heimilisdýr


Hvít jól, einhvern veginn finnst manni vera svo langt síðan Reykvíkingar upplifðu slíkt.  Kannski fáum við að rifja upp kynnin núna, með ófærð og alls kyns leiðinlegheitum. Eins og veturnir 83 og 84 ef ég man rétt.  Þá var kalt að bera út Tímann og Þjóðviljann í Skerjafirðinum.  Erfitt að komast í og úr vinnu.  

Og þó, það er gaman að rifja upp snjóhvít jól á árum áður. Ég bjó í Borgarnesi í 10 ár.  Þá voru stundum alhvít jól.  Ég man þegar við paufuðumst gallaklædd upp á Þórólfsgötu að gefa ketti mat og kíkja á hann, foreldrar hans voru í útlöndum.  Þá var alvöru snjór.  Gönguferðir í nágrenni bæjarins voru margar og dýrlegar.  Með risastórt gult tunglið yfir Borg og Egill á sveimi í kringum mann. 

Síðan vorum við í Austur-Húnavatnssýslu í 5 ár, þá voru hressilegir frostavetur, allt niður í -25 stiga frost. Við fengum okkur göngutúr, framhjá hestastóði, greyin hímdu í ískaldri ísþokunni, ætli þeim hafi ekki verið kalt?   Það var dýrlegt að ganga niður að Svínadalsvatni í frosti og stjörnubjörtum himni með vott af norðurljósum.  Með hund á undan og kött á eftir.  Og fara síðan í heitan pott við laugina, vaða yfir snjóskafla og hlamma sér í sjóðheitt vatnið.  Þá hugsaði maður stundum, er lífið ekki dásamlegt?

 Paradís

er þetta paradís spurði hann og spurningin ómaði
yfir hrafnagarginu og vindgnauðinu  sem dansaði
á snæsléttunni hrímhvítri eyðilegri                                                                                                        er þetta endir veraldar þar sem bláminn á sér                                                                              engin takmörk eða viðmið yfir flóanum og svartstrikuðum                                                                  fjöllunum spurði húner þetta paradís                                                                                                   og tónarnir hófu sig út um gluggann í áttina að fjallinu                                                                         og himninum þar sem tunglið og stjörnurnar                                                                             tindruðu í takamarkalausri firð og forundran                                                                                       er þetta paradís og hann breiddi myrkrið                                                                                          yfir sig eins og hlýtt teppi og kötturinn svarti                                                                                  lagðist ofan á og dæsti af vellíðan

þetta var paradís



  





sunnudagur, 15. desember 2013

Egill og Stefán: Húsbóndahollir

Sumir eru húsbóndahollari en aðrir, svo er um Egil Helga og Stefán Ólafs.  Báðir sæmilega greindir karlar en þeir vilja alltaf vera með lappirnar bæði á bryggjunni og í skipinu.  Og passa með því störf sín og stöðu.  

Auðvitað tekur Egill málstað Páls Magnússonar,  það á að ráðast á ráðherrann en ekki útvarpsstjórann. En karl sem lætur etja sér út í hvað sem er eins og Páll gerir er auðvitað búinn að missa traust flestra. En það er einn og einn eins og Magnús Einars og Egill.  Þeir hlýða á orð  útvarpsstjórans.   
Samanborið Egill hér: 
Sá misskilningur hefur verið uppi að standi til að loka Rás 1 eða eyðileggja hana. Samt hefur ekkert verið sagt í þá veru – ekki nema hvað menn hafa lagt út af orðum útvarpsstjóra um að Ríkisútvarpið þyrfti að hafa víða skírskotun og túlkað þau mjög frjálslega.
Þrátt fyrir niðurskurð heldur Ríkisútvarpið áfram að bjóða upp á menningarefni, fræðslu, fréttir og afþreyingu – því má ekki gleyma að RÚV á líka að skemmta. Landsmenn eru skyldugir til að greiða afnotagjöld – það eru ekki allir sem vilja hámenningu.
Það sjá allir nema þessar raddir meistarans  hvað er að gerast á RÚV. Það er verið að rústa dagskrárgerð, dágskrárgerð er ekki bara að lesa upp hvað eigi að spila eða flytja næst.  Það er að byggja upp þætti með sýn og hugsun, slíkum útvarpsmönnum er mörgum sparkað.   
Stefán Ólafsson hefur verið með sjálfstæðar skoðanir í ýmsu varðandi skuldaniðurfellingu.  Ég hef oft verið honum sammála.  En að geta ekki séð hvert ríkisstjórnin er að leiða okkur það er sorglegt.  Ótrúleg brellubrögð varðandi skuldaniðurfellingu.  Og að hafa sem fæstar skoðanir á fjárlögum.  Það er verið að skera ýmsa málaflokka á háls minnka fjármagn og leyfa auðugustu mönnum landsins að leika með fjármagn sitt, gjöld þeirra og álögur eiga að vera í lágmarki.  Þeir eiga auðmagn sitt. Þeir eiga Ísland. 

Þessi málgrein Félagsfræðingsins er dásamleg: 
Framsókn þarf að vara sig á þessari taktík Sjálfstæðismanna og sækja fram af festu á velferðarvaktinni.
Stefán heldur að Framsóknarflokkurinn sæki fram á þessu sviði, með formann Fjárlaganefndar í broddi fylkingar, hvað 
sagði hún í seinustu viku???? 

„Ég meina það voru kosningar í vor og það er mjög óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn framfylgi stefnu fyrri ríkisstjórnar. Þetta eru ólíkar stefnur sem þessir flokkar standa fyrir. Við vitum það að vinstri menn vilja gjarnan hafa bótakerfið mjög öflugt og svo framvegis.“ 

Þetta er að vera á velferðarvaktinni. 

Hann heldur að hann geti sveigt þennan íslenska öfgaflokk inn á nýjar brautir þótt hann sé formaður Tryggingaráðs. Gagnrýnilaus fær hann að vera það áfram. En betra væri að sjá hann í fararbroddi í harðri og málefnalegri gagnrýni gegn vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar.      
Það er sorglegt að sjá þá félaga, Egil og Stefán, í þessu hlutverki sínu.  Að vernda húsbændur sína. 

 

John le Carré í sjónvarpinu: Merkur höfundur og aldafarsrýnir

Góð, dularfull, flókin, það er mynd Tomas Alfredsons um spæjarana í kalda stríðinu, Tinker, taylor, soldier spy.   Þeir
gætu nú fundið skáldlegra nafn á RUV en Kaldastríðsklækir. Þessir rúnum merktu andlit breskra stórleikara með vindlinginn í munnvikinu og viskýglasið í hendinni gera þetta svo trúverðugt og flækjurnar reyna ansi mikið á heilann.  

Það er merkilegt að hafa fylgst með þessum rithöfundi og kvikmyndagerðum hans í hálfa öld.  Allt frá Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum til Tinker Taylor.  Ég hef lesið flestar bækurnar ef ekki allar.  Karla serían er mögnuð og ein og ein eftir það, ekki allar.  Og serían með Alec Guiness er með betri sjónvarpsseríum. 

 Þeir sem upplifðu ekki Kalda stríðið ættu að lesa eitthvað af þessum bókum. 24 árum á eftir því að það og andrúmsloftið sem fylgdi því ansi fjarlægt.  En Le Carré hefur líka gert góðar bækur síðar.  Constant Gardener sem fékk frábæra kvikmynd líka.  Absolute Friends, Our kind of traitor svo einhverjar séu nefndar. Hann er enn að skrifa á níræðisaldri. 

Eflaust hafa einhverjir geispað yfir myndinni í kvöld, en þeir sem sökktu sér í andrúmsloftið og hin mannlegu örlög og furðulega klæki á þessum tíma hafa haft það gott.  Ég gerði það minnsta kosti.  Þetta var ansi góð mynd. 

Fyrir nokkuð mörgum árum gekki ég um svæðið umhverfis Lands End á Cornwall, ég vissi ekki að þar á David Cornwell landsvæði allstórt.  En það er réttnefni le Carrés.  Kannski hef ég labbað á landareign hans.  Svona er lífið skrýtið.   


laugardagur, 14. desember 2013

Fjárlög og séreignasjóður: í boði annarra

Sveitastjórnir kvarta yfir niðurskurði á útsvari í boði ríkisins.  Fyrst Halldór Halldórsson í dag Dagur Eggertsson.

Við mat á útsvarstekjum í fjárhagsáætlun ársins 2014 er gert ráð fyrir að tveggja prósenta framlag launþega í séreignasjóði yrði undanþegið skatti. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að launþegum verði heimilt að draga allt að fjögur prósent frá skatti til að greiða inn á húsnæðislán. Miðað við forsendur aðgerðaáætlunarinnar má gera ráð fyrir að útsvarstekjur lækki vegna þessa að lágmarki á bilinu 250 - 500 milljónir króna samanborið við samþykkta fjárhagsáætlun borgarinnar.
Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálastjóra Reykjavíkurborgar til borgarstjóra sem lagt var fyrir borgarráð í vikunni. Dagur B. Eggertsson segir að ekkert samráð hafi verið haft við sveitarfélögin. „Við erum að reyna að greina þetta eftir þeim upplýsingum sem hafa komið fram í fjölmiðlum því að sannast sagna var ekkert samráð haft við sveitarfélögin við undirbúning þessara hugmynda og hefur reyndar ekki verið rætt við þau ennþá,“ segir Dagur. 

Það er gott að geta gert hlutina í boði annarra, séreignasjóður í
boði sveitastjórna. .  Fengið inn peninga í fjárlög með því að ráðast á þá tekjuminnstu og barnflestu, ennfremur þá fátækustu í heiminum. Á meðan skorin eru gjöld niður af auðkýfingum þessa lands. Afskaplega siðlaust, en það er ekki nema vona þegar saman safnast öfgahægrimenn.  Ég skil ekki í fólki sem býst við einhverju öðru frá framsókn.  

Það hlýtur að vera búið að gleyma sjálftökuliði Framsóknar undir yfirumsjón Halldórs Ásgrímssonar, Finnur, Valgerðar, Alfreð, Björn Ingi, Ólafur Ó., og svo framvegis. Það setur að manni hroll.  Svo vísaði saksóknari öllum kærum frá. 30 milljarðar gufuðu upp í skjóli Framsóknarsís.   

Vigdís Hauksdóttir á einna helst skylt við Danska Þjóðarflokkinn og leiðtoga þess Pia Kjærsgaard og eflaust passar það upp á fleiri þingmenn Framsóknar. Fjandskapur við útlendinga.  Ömurleg voru sms skeyti Gunnars Braga til þingflokkssystkina sinna að hindra framgang Umhverfismálaframvarpa, undir stjórn Steingríms Hermannssonar  var Framsóknarflokkurinn umhverfisvænn og framsækinn flokkur að sumu leyti en það er liðin tíð. Nú stendur ríkisstjórnin saman í því að senda flóttamenn í flugvélaförmum til heimkynna sinna.  Og innanríkisráðherrann beitir andstyggilegum aðferðum til að sverta flóttamenn frá Afríku.