Ég man vel ofviðrið 1991. Við bjuggum þá í Borgarnesi.
Það gat orðið ansi hvasst í Borgarnesi maður var ýmsu vanur þar.
En þetta veður sló öll met. Fyrir utan stofu gluggann var 8- 9 metra grenitré, stofninn ansi þykkur. Samt svignaði tréð í sunnan/suðvestanátt inni. Það var ótrúlegt að sjá þetta gerast.
Mig minnir að þakið hafi farið af Kaupfélagshúsinu eða var það Bakaríið?
Þó var veðrið enn skeinuhættara á Reykjanesi.
http://www.ruv.is/frett/kolnar-skarpt-i-vestanstorminum
sunnudagur, 30. nóvember 2014
laugardagur, 29. nóvember 2014
Sigmundur Davíð eða Sturla Sighvats?
Hef setið og numið stjórnmál Sturlungaaldar, glæsileg ráðstefna um Sturlu Þórðarson, 800 ára afmæli hans.Frábærir fyrirlestrar fræðimanna frá Íslandi, Norðurlöndum, Þýskalandi, Bretlandi og Vesturheimi. Ekki var verra að fá nokkra rithöfunda með, Gerði Kristnýju, Matthías Jóhannessen, Þorstein frá Hamri og sjarmatröllið Einar Kárason sem tók salinn með trompi með stór kenningu sinni um Sturlu.
Mikið er gaman þegar við höfum sérfræðinga til skipuleggja svona toppráðstefnu, þökk sstarfsfólki Árnastofnunar undir stjórn Guðrúnar Nordal.
Mikið voru stjórnmálamenn litríkari og Meira lifandi á Sturlungaöld ja þangað til þeir voru höggnir...
Eða hvað? Hver nennir að bera saman Sturlu Sighvatsson og Sigmund Davíð?
Mikið er gaman þegar við höfum sérfræðinga til skipuleggja svona toppráðstefnu, þökk sstarfsfólki Árnastofnunar undir stjórn Guðrúnar Nordal.
Mikið voru stjórnmálamenn litríkari og Meira lifandi á Sturlungaöld ja þangað til þeir voru höggnir...
Eða hvað? Hver nennir að bera saman Sturlu Sighvatsson og Sigmund Davíð?
miðvikudagur, 26. nóvember 2014
Rugl: Að vera 67 eða 70 ára
Ekki er öll vitleysan eins. Fáranlegasta bommerta sem Jón Gnarr og Dagur gerðu þegar þeir breyttu gjaldtöku þeirra sem eru orðnir löglegir ellilífeyrisþegar þ.e. 67 ára og allt í einu voru þeir 70 ára sem urðu að greiða í sund eða fengu frí bókasafnskort. Einhver getur sagt að þetta skipti ekki máli en samkvæmt opinberum gögnum þá fóru ellilífeyrisþegar verst út úr Hruninu og margt smátt getur orðið stórt.
Fyrir okkur Reykvíkinga á þessum viðkvæma aldri er þetta svolítið hlægilegt (milli 67-70):Við þurfum að borga 600 krónur í sund í sundlaugum Reykjavíkur en ef við förum út á Seltjarnarnes þá var frítt seinast þegar ég fór eða upp í Mosfellssveit og Kópavog þar kostar 150 krónur.Bókasafnskort sama þar, frítt eftir 67 hjá nágrannabyggðalögum, 70 í Reykjavík.
Eflaust á þetta við á fleiri sviðum.
Svo er það orðanotkun; ellilífeyrisþega, eldri bogarar, aldraðir eða ekki sjáið notkunina hér að neðan í reglugerð frá ríkinu nokkurra ára gamla:
b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 500 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 5.000. http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/236-1999
Væri ekki eðlilegt að nota 67 árin á öllum þessum sviðum, sá aldur hefur táknrænt gildi frá Tryggingastofnun ríkisins. Ef ekki óþarfi að vera með þennan hringlandahátt þetta er ansi vitlaust.
* Börn og unglingar undir 18 ára aldri, eldri borgarar 70+ og öryrkjar greiða ekki fyrir skírteini.
Fyrir okkur Reykvíkinga á þessum viðkvæma aldri er þetta svolítið hlægilegt (milli 67-70):Við þurfum að borga 600 krónur í sund í sundlaugum Reykjavíkur en ef við förum út á Seltjarnarnes þá var frítt seinast þegar ég fór eða upp í Mosfellssveit og Kópavog þar kostar 150 krónur.Bókasafnskort sama þar, frítt eftir 67 hjá nágrannabyggðalögum, 70 í Reykjavík.
Eflaust á þetta við á fleiri sviðum.
Svo er það orðanotkun; ellilífeyrisþega, eldri bogarar, aldraðir eða ekki sjáið notkunina hér að neðan í reglugerð frá ríkinu nokkurra ára gamla:
b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 500 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 5.000. http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/236-1999
Væri ekki eðlilegt að nota 67 árin á öllum þessum sviðum, sá aldur hefur táknrænt gildi frá Tryggingastofnun ríkisins. Ef ekki óþarfi að vera með þennan hringlandahátt þetta er ansi vitlaust.
* Börn og unglingar undir 18 ára aldri, eldri borgarar 70+ og öryrkjar greiða ekki fyrir skírteini.
Öryrkjar og aldraðir (20 miðar) Ellilífeyrisþegar miðast við 70 ára og eldri | 2.300 | 115 |
þriðjudagur, 25. nóvember 2014
Að hata eða ekki: Sæluríkið blívur
Að hata eða ekki. Það er spurningin.
Ég hata engan, aftur á móti er mér meinilla við dramb og hroka. Líka fals og flárskap.
Þess vegna er erfitt að hlusta á ræður forsætisráðherra, útskýringar fyrrverandi innanríkisráðherra, úrtölur ótal sjálfstæðismanna um brottfall Hönnu Birnu, hún var ekki sek. Svona er rætt í vinaboðum í bænum. Hún lét bara plata sig, hún var þá líklega ekkis skarpskyggn stjórnmálamaður, lét strákgerpi ættaðan af austan spila með sig. Datt aldrei í hug hvað var á seyði umhverfis hana. Hún fær ekki marga punkta hjá mér fyrir það. Nema að annað sé í kortunum þar sem hún sjálf sé höfuðpaurinn, hvers vegna var hún á fullu að reyna að stoppa atburðarásinsa, hví fékk lögrelustjórinn ekki að vera í friði, hvers vegna var tölvan svo mikilvæg, hvers vegna fékk lögreglustjórinn í Keflavík stöðuna í Reykjavík. Hvers vegna gekki hún svo hart fram á Alþingi? Svo stendur hún uppi flúin af persónulegum ástæðum, pólitík hefur ekkert með þetta að gera. Engin alþingisnefnd fær að tala við hana í bráð.
Forsætisráðherrann lofar okkur sæluríki, þar sem allt verður fullkomið, hann boðar það á Framsóknarfundi. Nóg af fjármagni, til að efla heilsugæslu, menntakerfi, bara að nefna það, við þurfum bara að bíða. Bíða. Svona boðuðu Kommúnistar framtíðina. Bara að bíða og treysta valdhöfum, sem á meðan tryggðu sér völd og áhrif. Með hvaða meðulum, það var aukaatriðið. Framsóknarflokkurinn er orðinn sæluríkisflokkur. Með Sjálfstæðisflokkinn sem gísl. Við eigum bara að treysta formanninum: Allt þetta mun ég gefa yður.
Ekki er þetta verra þótt smáýkjur fylgi með .... en þegar við ætlum að vera best og mest minnsta kosti í Evrópu ef ekki heiminum þá má ýmsu til kosta. Við fylgjum formanninum alla leið!
Eða hvað?
„Öll þekkjum við umræðuna um breytingar á virðisaukaskattskerfinu og allir höfum við, framsóknarmenn, viljað fá vissu fyrir því að þær breytingar sem ráðist verður í muni örugglega bæta stöðu almennings, sérstaklega fólks með tekjur undir meðaltali, sagði Sigmundur Davíð og hélt áfram, „skattkerfisbreytingum var ætlað að draga úr skattaundanskotum ekki hvað síst í virðisaukaskattskerfinu með því að, fækka undanþágum, leysa úr flækjum og minnka bilið milli skattþrepa“.
„Við framsóknarmenn settum það sem skilyrði að tryggt yrði að afleiðingin af aðgerðunum yrði sú að verðlag í landinu myndi lækka“, sagði Sigmundur Davíð.
„Takist okkur svo að varðveita verðlagsstöðugleikann með kaupmáttarsamningum á vinnumarkaði getur kaupmáttur haldið áfram að vaxa hraðar á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og við tryggt að jöfnuður verði áfram einhver sá mesti í Evrópu en nú er Ísland það land þar sem fæstir eru undir lágtekjumörkum eða 12,7% en meðaltalið í Evrópusambandinu er 25%“, sagði Sigmundur Davíð.
„Búast má við mikilli uppbyggingu iðnaðar víða um land, íslenskur sjávarútvegur skilar nú meiri verðmætum til samfélagsins en nokkurn tímann áður og nýjum lögum um stjórn fiskveiða er ætlað að veita greininni stöðugleika og virkja nýsköpunarmöguleika í sjávarútvegi en um leið tryggja hámarks samfélagslegan ávinning.
Landbúnaður, atvinnugrein framtíðarinnar eins og menn eru nú farnir að kalla það, getur vaxið mikið á komandi árum og aukin áhersla á rannsóknir og vísindi auk nýrra hvata mun gera það að verkum að enn fleiri nýsköpunarfyrirtæki munu spretta upp á Íslandi en á undanförnum árum.“
Ég hata engan, aftur á móti er mér meinilla við dramb og hroka. Líka fals og flárskap.
Þess vegna er erfitt að hlusta á ræður forsætisráðherra, útskýringar fyrrverandi innanríkisráðherra, úrtölur ótal sjálfstæðismanna um brottfall Hönnu Birnu, hún var ekki sek. Svona er rætt í vinaboðum í bænum. Hún lét bara plata sig, hún var þá líklega ekkis skarpskyggn stjórnmálamaður, lét strákgerpi ættaðan af austan spila með sig. Datt aldrei í hug hvað var á seyði umhverfis hana. Hún fær ekki marga punkta hjá mér fyrir það. Nema að annað sé í kortunum þar sem hún sjálf sé höfuðpaurinn, hvers vegna var hún á fullu að reyna að stoppa atburðarásinsa, hví fékk lögrelustjórinn ekki að vera í friði, hvers vegna var tölvan svo mikilvæg, hvers vegna fékk lögreglustjórinn í Keflavík stöðuna í Reykjavík. Hvers vegna gekki hún svo hart fram á Alþingi? Svo stendur hún uppi flúin af persónulegum ástæðum, pólitík hefur ekkert með þetta að gera. Engin alþingisnefnd fær að tala við hana í bráð.
Forsætisráðherrann lofar okkur sæluríki, þar sem allt verður fullkomið, hann boðar það á Framsóknarfundi. Nóg af fjármagni, til að efla heilsugæslu, menntakerfi, bara að nefna það, við þurfum bara að bíða. Bíða. Svona boðuðu Kommúnistar framtíðina. Bara að bíða og treysta valdhöfum, sem á meðan tryggðu sér völd og áhrif. Með hvaða meðulum, það var aukaatriðið. Framsóknarflokkurinn er orðinn sæluríkisflokkur. Með Sjálfstæðisflokkinn sem gísl. Við eigum bara að treysta formanninum: Allt þetta mun ég gefa yður.
Ekki er þetta verra þótt smáýkjur fylgi með .... en þegar við ætlum að vera best og mest minnsta kosti í Evrópu ef ekki heiminum þá má ýmsu til kosta. Við fylgjum formanninum alla leið!
Eða hvað?
„Öll þekkjum við umræðuna um breytingar á virðisaukaskattskerfinu og allir höfum við, framsóknarmenn, viljað fá vissu fyrir því að þær breytingar sem ráðist verður í muni örugglega bæta stöðu almennings, sérstaklega fólks með tekjur undir meðaltali, sagði Sigmundur Davíð og hélt áfram, „skattkerfisbreytingum var ætlað að draga úr skattaundanskotum ekki hvað síst í virðisaukaskattskerfinu með því að, fækka undanþágum, leysa úr flækjum og minnka bilið milli skattþrepa“.
„Við framsóknarmenn settum það sem skilyrði að tryggt yrði að afleiðingin af aðgerðunum yrði sú að verðlag í landinu myndi lækka“, sagði Sigmundur Davíð.
„Takist okkur svo að varðveita verðlagsstöðugleikann með kaupmáttarsamningum á vinnumarkaði getur kaupmáttur haldið áfram að vaxa hraðar á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og við tryggt að jöfnuður verði áfram einhver sá mesti í Evrópu en nú er Ísland það land þar sem fæstir eru undir lágtekjumörkum eða 12,7% en meðaltalið í Evrópusambandinu er 25%“, sagði Sigmundur Davíð.
„Búast má við mikilli uppbyggingu iðnaðar víða um land, íslenskur sjávarútvegur skilar nú meiri verðmætum til samfélagsins en nokkurn tímann áður og nýjum lögum um stjórn fiskveiða er ætlað að veita greininni stöðugleika og virkja nýsköpunarmöguleika í sjávarútvegi en um leið tryggja hámarks samfélagslegan ávinning.
Landbúnaður, atvinnugrein framtíðarinnar eins og menn eru nú farnir að kalla það, getur vaxið mikið á komandi árum og aukin áhersla á rannsóknir og vísindi auk nýrra hvata mun gera það að verkum að enn fleiri nýsköpunarfyrirtæki munu spretta upp á Íslandi en á undanförnum árum.“
föstudagur, 21. nóvember 2014
Pétur, Vigdís, stílsnilld og vanþakklæti
Það er erfitt að þóknast þessari þjóð hugsa stjórnarþingmenn um þessar mundir, og ráðherrar líka. Þeir sem héldu að nú kæmi að gleðidögum, þegar öll þjóðin myndi hoppa upp í fang meirihlutans á Alþingi. En því miður var margt enn sem þjóðinni fannst að ætti eftir að gera. Sumir vilja fá alla hluti strax; geta ekki beðið í nokkur ár eftir að fá nýjan Landsspítala, finnst
ekki koma nóg upp úr buddunni eins og öryrkjar og ellilífeyrisþegar. Sem halda að ríkisstjórnin eigi nóg fyrir launum alls kyns hátekjuhópa eins og lækna og tónlistarkennara. Svona hópar sem eiga auðvitað að vera á frjálsum markaði þar sem réttlætið eitt ríkir. Þar sem hinir óhæfu myndu hrökklast fljótt úr starfi, jafnvel til útlanda.
Alltaf eru einhverjir sem vilja eyðileggja ánægju og gleði hinna gjafmildu, sem dreifa lækkunum yfir lýðinn eins og Egill dreifði silfrinu forðum daga.
Og nú kveinka Vigdís Hauks og Pétur Blöndal unddan beittum skotum Öryrkjabandalagsins.
Kveinka sér undan beinni upptöku og vilja afsökunarbeiðni. En hvað hafa þau í gegnum árin sagt og látið hafa eftir sér. Það væri þá ansi löng buna afsakana sem koma ætti frá þeim. Þótt Vigdís ætti þar vinninginn þó á margfalt styttri tíma sé en Pétur.
Vigdís Hauks og Pétur fá ekki afsökunarbeiðni
„Þau eru bæði stjórnmálamenn, Pétur búinn að vera lengur í þessum bransa en Vigdís og vita hver ábyrgð þeirra er. Þau eru kjörin til áhrifa. Þau sögðu þetta og þetta var tekið upp. Þau vissu um upptökuna og það er ekkert óeðlilegt að við höfum eftir þeim og spilum það sem þau hafa sagt,“ sagði Ellen og bætti við að auglýsingin hafi verið lítið sem ekkert unnin.
Vigdís er eflaust búin að gleyma rosagusunum sem stóðu út úr henni þegar seinasta stjórn var við völd. Hún skildi þá ekki hvað 200 milljarðar voru miklir peningar hvað þá 300. Hún hefur kannski lært eitthvað í fjárlaganefnd upp á síðkastið. Pétur hefur örugglega meiri vit á fjármálum, enda hefur hann komið ár sinni vel fyrir borð. En grunnhugsun hans er alltaf vald fjármagnsins yfir öllum sviðum þjóðlífsins. Allt verður að lúta valdi þess.
Það eru fáir snillingar tungunnar í flokki Péturs um þessar mundir, ekki er Bjarni formaður þar framarlega, Björn Bjarnason opnar vart munninn án þess að hreita ónotum í magnaða starfsmenn RÚV. Styrmir búinn að koma sjálfum sér í landráðaskútuna Stasi.
Eini verulega góði penninn er búinn að stofna annan flokk. Mikið er grein hans í Herðubreið skemmtileg. Henni lýkur svona og betra er ekki hægt að gera, húmor og manngæska fara þar vel saman, Benedikt er betri maður í mínum huga eftir þennan lestur:
Þarna var auðvitað hópur af skemmtilegu fólki sem ég þekkti mismikið eins og gengur. Sumir spurðu hvort ég ætlaði að stofna flokk. Þegar ég sagðist búast við því spurðu aðrir hvenær ogég sagði fyrir næstu kosningar. Friðrik Sophusson spurði þá hvort við ætluðum að bjóða fram. Mér datt í hug að segja nei, þetta væri ekki svoleiðis flokkur, heldur bara flokkur til þess að stofna, en af því að ég er vel upp alinn sagðist ég líka vænta þess.
Allt í einu kom systir Magga á sjónarsviðið og spurði hvort ég væri ekki Benedikt Zoega og eftir að ég jánkaði því sagði hún að ég hefði ekkert breyst. Ég var auðvitað glaður yfir því að hún þekkti mig.
Þegar ég þakkaði henni fyrir sagði hún að ég ætti að segja að hún hefði ekki breyst heldur, en það gat ég ekki, því að hún var þrettán ára þegar ég sá hana síðast. Svo spurði hún hvað ég gerði.
Mér vafðist tunga um tönn.
Friðrik stóð enn við hliðina á mér og einhver spurði hvort hann væri líka í Viðreisn.
„Nei, ekki enn“, svaraði ég, „en afkomendur hans eru allir stuðningsmenn.“
„Það er nefnilega það“, sagði Friðrik. „Þá verður þetta fjölmennur flokkur.“
þriðjudagur, 18. nóvember 2014
Ritstjóri fer á taugum og fleiri sögur
Mesti áhrifamaður landsins sem hætti að vera áhrifamaður og er bara vellaunaður ritstjóri sem sjittar á allt sem hreyfist í kringum hann. Þið vitið um hvern ég skrifa. Hann sem gaf milljarðana okkar og finnst það vera hlutverk sitt að halda því áfram.
Nú eru það mótmæli vikulega þar sem fólk vogar sér að benda á allt það sem miður fer undir ríkisstjórn sótblás Íhalds. Einn aðaltalsmaður fólksins í landinu, Illugi Jökuls, fær að heyra það. Hótanir um atvinnumissi.
Auðvitað má ekki benda á allt það sem nýfrjálshyggju ríkisstjórnin lætur drabbast, meðan ráðherrabílar eru keyptir og spillingin dansar á herðum okkar. Þeir sem hafa milljarða í tekjur þurfa að fá meira. Það er ekki þeirra að taka þátt í uppbyggingu eftir Hrun.Heilbrigðiskerfi
Skattamál
Mannréttindi
Rasismi
Velferð
Friðarmál
Meira að segja heyrnalausir og sjónlausir eru fórnarlömb íhaldsins.
Þriðji mánudagsfundurinn var léttur og skemmtilegur, fólk sökkvir sér ekki í botnlaust þunglyndi þótt margt sé erfitt. Góðar og fyndnar málsgreinar þjóta um Austurvöll. Réttlætismál með húmor eru í fyrirrúmi. En afstaða eru auðvitað tekin með þeim sem minna mega sín. Það var skrítið að hlusta á menntamálaráðherra svara fyrir sig í Kastljósi. Það fer lítið fyrir mannúð gagnvart hjálparlausu fólki.
Þar hefur krónan Meira gildi en manneskjan. Það er leiðinlegt að segja þetta. En svona hljómar þetta í okkar eyrum. Það er ekki hægt í okkar samfélagi að neita bjargar lausum um aðstoð túlka. Mikið sýndu stúlkurnar tvær fram á óréttlæti stjórnmála stefnu ríkisstjórnarinnar. Mikið mega margir skammast sín í kvöld.
mánudagur, 17. nóvember 2014
Veikindi: 800.000 á tæpu ári
Sjúklingur með banvænan sjúkdóm þarf að borga 800.000 í sjúkra og ferðakostnað á tæpu ári.
Er þetta allt í lagi? Á bara að lesa um þetta í fréttamiðli. Svo er allt eins og áður?
Fær enginn starfsmaður í Ráðuneytinu fyrirmæli frá ráðherranum að skoða þetta mál og önnur hliðstæð? Viljum við hafa þetta svona?
Væri ekki ástæða fyrir alþingismenn að skoða þetta mál í kjölinn og koma með ráðstafanir? Ég man að núverandi Heilbrigðisráðherra fékk fyrirspurn eftir frétt í DV.á Alþingi í fyrra og það var eins og hann kæmi af fjöllum.
Hvað er hægt að gera? Að stofna sjóð fyrir sjúklinga í þessari stöðu innan Sjúkratrygginga, með sérstakri fjárveitingu? Hafa tilgreindan hóp gjaldfrían?
Hvað ætli séu margir sem þurfa á aðstoð vegna ofurkostnaðar? Sjúklingar sem geta ekki verið í vinnu, missa jafnvel vinnuna, fjölskyldur sem verða bjargarlausar, allt lífið umhverfist, ekki bara sjúkdómurinn heldur allt annað, húsnæðismál, neysla fjölskyldunnar og tómstundir. Einhver rannsókn.
Hvað hefur velferðarnefnd gert í málinu, Sigríður Ingibjörg formaður ?????
Er þetta allt í lagi? Á bara að lesa um þetta í fréttamiðli. Svo er allt eins og áður?
Fær enginn starfsmaður í Ráðuneytinu fyrirmæli frá ráðherranum að skoða þetta mál og önnur hliðstæð? Viljum við hafa þetta svona?
Væri ekki ástæða fyrir alþingismenn að skoða þetta mál í kjölinn og koma með ráðstafanir? Ég man að núverandi Heilbrigðisráðherra fékk fyrirspurn eftir frétt í DV.á Alþingi í fyrra og það var eins og hann kæmi af fjöllum.
Hvað er hægt að gera? Að stofna sjóð fyrir sjúklinga í þessari stöðu innan Sjúkratrygginga, með sérstakri fjárveitingu? Hafa tilgreindan hóp gjaldfrían?
Hvað ætli séu margir sem þurfa á aðstoð vegna ofurkostnaðar? Sjúklingar sem geta ekki verið í vinnu, missa jafnvel vinnuna, fjölskyldur sem verða bjargarlausar, allt lífið umhverfist, ekki bara sjúkdómurinn heldur allt annað, húsnæðismál, neysla fjölskyldunnar og tómstundir. Einhver rannsókn.
Hvað hefur velferðarnefnd gert í málinu, Sigríður Ingibjörg formaður ?????
sunnudagur, 16. nóvember 2014
Verkföll: Með betlistaf í hendi
og verkföllin vaka og sofa yfir okkur ekkert gerist, ráðamenn hugsa strategíur og ætla að vinna, enginn er maður með mönnum ef hann vinnur ekki, nýtur ekki sigursins .....
af hverju bendir menntamálaráðherra ekki sveitarfélögum að rækja sína skyldu að starfrækja tónlistarskóla, þar sem virkt starf fer fram?
við viljum hafa okkar óperu sinfoníur tónlistarfólk skemmtikrafta, við viljum njóta ......
við viljum hafa ánægða nemendur, við viljum að foreldrar séu ánægðir með börnin sín og viti hvar þau eru meðan þeir eru í vinnu
við verðum að gera grein fyrir því að við hvert svona verkfall, missum við nokkra tugi nemenda sem leita frekar annað í vinnu eftir nám, koma aldrei heim, við missum hundruðir sem hætta í tónlistarnámi. Við missum nokkra færa og vel menntaða kennara.
Ég fór í Hörpu í gærkvöld á Don Carlo í Óperunni okkar. Það þarf meira en smá að koma svona sýningu upp. Ótrúlega stór hópur af menntuðu fólki, tónlistar, myndlistar, ljóslistar, handiðnar. Þetta fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er.
Ég sat bergnuminn, söngur og leikur Kristins, Helgu Rósar, Odds, Hönnu Dóru, Jóhanns Friðgeirs, og svo framvegis. Aría Filippusar eftir hlé, syngur enn í Hausnum á mér. Þessi vinna þessa listafólks fæst með áratugavinnu og puði. Við megum þakka fyrir hversu margt fólk leggur á sig vanþakklátt starf. En þarf enn að ganga með betlistaf fyrir stjórnmálamenn.
Síðan koma þessir sömu þegar á þarf að halda skemmtikröftum, útihátíðum, flokksuppákomum og svo framvegis.
Sama á við lækna, hversu margir fá nóg? Framhaldsskólakennarar, vanþakklætið drýpur af valdamönnum. Við erum ekki ein, við erum fólk sem fáum vinnu og landvistarleyfi. Svo eftir sitja gamalmenni eins og ég meðan aðrir hugsa sér til hreyfings.
af hverju bendir menntamálaráðherra ekki sveitarfélögum að rækja sína skyldu að starfrækja tónlistarskóla, þar sem virkt starf fer fram?
við viljum hafa okkar óperu sinfoníur tónlistarfólk skemmtikrafta, við viljum njóta ......
við viljum hafa ánægða nemendur, við viljum að foreldrar séu ánægðir með börnin sín og viti hvar þau eru meðan þeir eru í vinnu
við verðum að gera grein fyrir því að við hvert svona verkfall, missum við nokkra tugi nemenda sem leita frekar annað í vinnu eftir nám, koma aldrei heim, við missum hundruðir sem hætta í tónlistarnámi. Við missum nokkra færa og vel menntaða kennara.
Ég fór í Hörpu í gærkvöld á Don Carlo í Óperunni okkar. Það þarf meira en smá að koma svona sýningu upp. Ótrúlega stór hópur af menntuðu fólki, tónlistar, myndlistar, ljóslistar, handiðnar. Þetta fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er.
Ég sat bergnuminn, söngur og leikur Kristins, Helgu Rósar, Odds, Hönnu Dóru, Jóhanns Friðgeirs, og svo framvegis. Aría Filippusar eftir hlé, syngur enn í Hausnum á mér. Þessi vinna þessa listafólks fæst með áratugavinnu og puði. Við megum þakka fyrir hversu margt fólk leggur á sig vanþakklátt starf. En þarf enn að ganga með betlistaf fyrir stjórnmálamenn.
Síðan koma þessir sömu þegar á þarf að halda skemmtikröftum, útihátíðum, flokksuppákomum og svo framvegis.
Sama á við lækna, hversu margir fá nóg? Framhaldsskólakennarar, vanþakklætið drýpur af valdamönnum. Við erum ekki ein, við erum fólk sem fáum vinnu og landvistarleyfi. Svo eftir sitja gamalmenni eins og ég meðan aðrir hugsa sér til hreyfings.
laugardagur, 15. nóvember 2014
Hirðfífl Framsóknar: Guðni Ágústsson
Á erfiðum tímum er gott að geta glott út í annað eða hlegið.
Fyrr á tímum höfðu konungar og heldri menn hirðfífl sem skemmti fólki, stundum meðheimsku, stundum með visku.
Oft voru fíflin notuð til að breiða yfir illsku og mannvonsku húsbænda þeirra. Þeir voru notaði til að skipta um umræðuefni. Svo er enn. Við þekkjum slíkar verur, Hannes Hólmsteinn kemur upp í hugann, sýnandi kúnstir sínar í návist Meistara síns.
Svo er það Guðni Ágústsson, hirðfífl framsóknar. Hann skrifar heila bók um Hallgerði, honum hefði verið nær að kryfja Framsóknarmaddömuna, sálarlíf hennar er nú ansi mikið flóknara en Hallgerðar.
Guðni og Þorgerður Katrín voru á Bylgjunni í gærmorgun (föstudag). Og þar voru mörg gullkorn frá GÁ:
"Guðni tók fram að hann væri gamall herstöðvarandstæðingur og harmaði hvernig Bandaríkjamenn fóru með Íslendinga er þeir lokuðu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli."
Hann styður þá forseta Pútín og Ólaf Ragnar, Pútín er sjálfstæðismaður en ekki kommúnisti.
Þetta eru öfugmæli, sem eru samboðin eðalfífli, þessi alvarlegi og djúphuguli karl, sem lætur svo út úr sér þetta bull.
Mörg eru klassísk, orðin sem hann hefur lætt út úr sér, og munu lifa.
Staða konunnar bak við eldavélina.
Það eru mannréttindi að hafa sauðfé.
og þetta er dásamlegt:
"minn tími kemur daglega" -
Ég vona að Hallgerður sleppi ósködduð frá Guðna.
Fyrr á tímum höfðu konungar og heldri menn hirðfífl sem skemmti fólki, stundum meðheimsku, stundum með visku.
Oft voru fíflin notuð til að breiða yfir illsku og mannvonsku húsbænda þeirra. Þeir voru notaði til að skipta um umræðuefni. Svo er enn. Við þekkjum slíkar verur, Hannes Hólmsteinn kemur upp í hugann, sýnandi kúnstir sínar í návist Meistara síns.
Svo er það Guðni Ágústsson, hirðfífl framsóknar. Hann skrifar heila bók um Hallgerði, honum hefði verið nær að kryfja Framsóknarmaddömuna, sálarlíf hennar er nú ansi mikið flóknara en Hallgerðar.
Guðni og Þorgerður Katrín voru á Bylgjunni í gærmorgun (föstudag). Og þar voru mörg gullkorn frá GÁ:
"Guðni tók fram að hann væri gamall herstöðvarandstæðingur og harmaði hvernig Bandaríkjamenn fóru með Íslendinga er þeir lokuðu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli."
Hann styður þá forseta Pútín og Ólaf Ragnar, Pútín er sjálfstæðismaður en ekki kommúnisti.
Þetta eru öfugmæli, sem eru samboðin eðalfífli, þessi alvarlegi og djúphuguli karl, sem lætur svo út úr sér þetta bull.
Mörg eru klassísk, orðin sem hann hefur lætt út úr sér, og munu lifa.
Staða konunnar bak við eldavélina.
Það eru mannréttindi að hafa sauðfé.
og þetta er dásamlegt:
"minn tími kemur daglega" -
Ég vona að Hallgerður sleppi ósködduð frá Guðna.
fimmtudagur, 13. nóvember 2014
Innanríkisráðherra: Tíminn er harður húsbóndi
Hræddir valdamenn, óttinn lamar skynsemina. Ráðherrann með óttablik í augum og roða á kinnum.
Nú eru starfsmenn innanríkisráðuneytis með munnkefli. Bannað að tala við fjölmiðlamenn. Þangað
til fjölmiðlafulltrúinn kemur úr fríi. Fríi á þessum tíma !!!! Við sjáum þá ganga um götur og hengja höfuðin í múlpokana sína!!!
Teitur Atlason kemst vel að kjarnanum í bloggi. Það er gott að reyna að stöðva umræðuna með dómi. Það er svo mörgum spurningum ósvarað. Hvað gerðist í höfðum ráðherra og aðstoðarmanna á þessum degi? Auðvitað átti að sýna flóttamanninn Omos berskjaldaðan og nakinn!!! Allt skal gert til að þagga niðri í honum. Framleiddur er banvænn texti. Sem afhjúpast ári seinna. En hver er það sem drekkur göróttan drykkinn?
-i
.
Þá gekk hirðfíflið fram, það fylgdi hinum háæruverðuga manna jafnvel á ferðum hans - biður leyfis, að fá að mæla nokkur orð. - Tala þú ! sagði trúvilludómstjórinn. - Látið munnkefli upp í hann! Svo hljóðaði ráð fíflsins. Óp hans draga úr sársaukanum, en sársaukinn tvöfaldast ef komið er í veg fyrir ópin. Það er fíflslegt ráð! sagi trúvilludómstjórinn. - Hvernig getur hann játað villu vegar síns og afneitað rangri trú, ef við troðum munn hans fullan? -Þögn er sama og samþykki! Þú spaka fífl! Þú djúpvitri rænuleysingi, hrópar trúvilludómstjórinn af fögnuði!!!
En munum það, alþýðuskáldin segja oft satt, tíminn nartar í hælana á okkur, þótt við reynum að flýja;
"Time Waits For No One"
Yes, star crossed in pleasure the stream flows on by
Yes, as we're sated in leisure, we watch it fly
And time waits for no one, and it won't wait for me
And time waits for no one, and it won't wait for me
Time can tear down a building or destroy a woman's face
Hours are like diamonds, don't let them waste
Time waits for no one, no favours has he
Time waits for no one, and he won't wait for me
Men, they build towers to their passing yes, to their fame everlasting
Here he comes chopping and reaping, hear him laugh at their cheating
And time waits for no man, and it won't wait for me
Yes, time waits for no one, and it won't wait for me
Drink in your summer, gather your corn
The dreams of the night time will vanish by dawn
And time waits for no one, and it won't wait for me
And time waits for no one, and it won't wait for me
No no no, not for me...
Yes, as we're sated in leisure, we watch it fly
And time waits for no one, and it won't wait for me
And time waits for no one, and it won't wait for me
Time can tear down a building or destroy a woman's face
Hours are like diamonds, don't let them waste
Time waits for no one, no favours has he
Time waits for no one, and he won't wait for me
Men, they build towers to their passing yes, to their fame everlasting
Here he comes chopping and reaping, hear him laugh at their cheating
And time waits for no man, and it won't wait for me
Yes, time waits for no one, and it won't wait for me
Drink in your summer, gather your corn
The dreams of the night time will vanish by dawn
And time waits for no one, and it won't wait for me
And time waits for no one, and it won't wait for me
No no no, not for me...
Allir starfsmenn í upplýsingabanni
Skýr fyrirmæli í innanríkisráðuneytinu
12:28 › 13. nóvember 2014
Ráðuneytið hefur gefið út ný fyrirmæli um fréttamenn fái ekki beinan aðgang að starfsmönnum fyrr en upplýsingingafulltrúi ráðuneytisins kemur úr fríi á þriðjudag. RÚV greinir frá þessu.
Þar kemur fram að fréttamaður hafi hringt í ráðuneytið í morgun og beðið um samband við einn starfsmann ráðuneytisins. Þau svör fengust að senda þyrfti tölvupóst á netfangið postur@irr.is. Þetta væru ný fyrirmæli sem væri búið að gefa. Þrátt fyrir að fréttamaður hafi gert alvarlegar athugasemdir við þetta voru skilboðin skýr: Fréttamenn mættu ekki hafa beinan aðgang að starfsmönnum.
miðvikudagur, 12. nóvember 2014
Glaðir ráðherrar, kjósendur í vafa????
Forsætisráðherrann er glaður, aldrei upplifað annað eins. Hann er svo glaður.
Við sem höfum haft einhvern varnagla eigum auðvitað að skammast okkar. Ég veit nú ekki alveg fyrir hvað. Að vilja halda uppi umræðu um flókið mál er ekkert að skammast fyrir það. Ég hef sveiflast í þessu máli. Það er ekkert til að skammast sín fyrir.
Að dreifa hundrað milljörðum eða þrjú hundruð er ekki einhver leikur. Það getur verið spurning um hrun ríkis eða lífskjör þjóðarinnar í áratug. Við getum ekki haft sæmileg velferðar og heilbrigðiskerfi. Kosningaloforð eins flokks er ofar þjóðarhag.
Innanríkisráðherra er glaður, hefur fullt traust þingflokks síns. Formaður flokksins hikar ekki, ráðherrann á að sitja áfram. En um leið er hún miður sín, vonandi meinar hún það, en því miður eru ansi margir efins. Hún gekk ansi langt í málflutningi sínum og þrýstingur hennar á yfirvöld og blaðamenn var út í hött. Mitt mat er að hún eigi að hætta. Strax í dag.
_______________________________________
Svo er annað mál, hvernig á almenningur að geta tekið afstöðu í svona stórum málum. Það er ekki auðvelt að álykta og ákveða sig. Ein vinkona mín fékk milljón og þakkaði ríkisstjórninni. Hún hefði frekar átt að þakka þjóðinni. Það verðum við, ég og þú sem borgum þetta, hún líka. Enn eru engar blikur um það að aðrir borgi þetta en við. Svo við frestum uppbyggingu heilbrigðiskerfisins sem er að koðna niður, við frestum framkvæmdum á vegakerfi, við hækkum ekki laun hópa sem sem eru í verkföllum eða eru að fara í verkfall.
Það eru nýir fjölmiðlar sem gegna lykilhlutverki á netinu, Kjarninn, Kvennablaðið, Blogggáttin, Skoðun, til að nefna nokkur. Einn gamall, DV. Og bloggarar hafa áður óþekkt áhrif, Stjórnmálamenn kveinka sér undan spurningum fréttamanna.
En það eru margir fullir efa, fjárlög framundan, nýtt ár, mörg vandamál. Stóri heimurinn er í kreppu, styrjaldir, fjármálaheimurinn titrar og framundan gróðurhúsaáhrif og bráðnun jökla, flóð og þurrkar. Og ráðherrar er glaðir og miður sín?
Við sem höfum haft einhvern varnagla eigum auðvitað að skammast okkar. Ég veit nú ekki alveg fyrir hvað. Að vilja halda uppi umræðu um flókið mál er ekkert að skammast fyrir það. Ég hef sveiflast í þessu máli. Það er ekkert til að skammast sín fyrir.
Að dreifa hundrað milljörðum eða þrjú hundruð er ekki einhver leikur. Það getur verið spurning um hrun ríkis eða lífskjör þjóðarinnar í áratug. Við getum ekki haft sæmileg velferðar og heilbrigðiskerfi. Kosningaloforð eins flokks er ofar þjóðarhag.
Innanríkisráðherra er glaður, hefur fullt traust þingflokks síns. Formaður flokksins hikar ekki, ráðherrann á að sitja áfram. En um leið er hún miður sín, vonandi meinar hún það, en því miður eru ansi margir efins. Hún gekk ansi langt í málflutningi sínum og þrýstingur hennar á yfirvöld og blaðamenn var út í hött. Mitt mat er að hún eigi að hætta. Strax í dag.
_______________________________________
Svo er annað mál, hvernig á almenningur að geta tekið afstöðu í svona stórum málum. Það er ekki auðvelt að álykta og ákveða sig. Ein vinkona mín fékk milljón og þakkaði ríkisstjórninni. Hún hefði frekar átt að þakka þjóðinni. Það verðum við, ég og þú sem borgum þetta, hún líka. Enn eru engar blikur um það að aðrir borgi þetta en við. Svo við frestum uppbyggingu heilbrigðiskerfisins sem er að koðna niður, við frestum framkvæmdum á vegakerfi, við hækkum ekki laun hópa sem sem eru í verkföllum eða eru að fara í verkfall.
Það eru nýir fjölmiðlar sem gegna lykilhlutverki á netinu, Kjarninn, Kvennablaðið, Blogggáttin, Skoðun, til að nefna nokkur. Einn gamall, DV. Og bloggarar hafa áður óþekkt áhrif, Stjórnmálamenn kveinka sér undan spurningum fréttamanna.
En það eru margir fullir efa, fjárlög framundan, nýtt ár, mörg vandamál. Stóri heimurinn er í kreppu, styrjaldir, fjármálaheimurinn titrar og framundan gróðurhúsaáhrif og bráðnun jökla, flóð og þurrkar. Og ráðherrar er glaðir og miður sín?
þriðjudagur, 11. nóvember 2014
Skuldaleiðréttingin. Hið raunverulega og það óásættanlega
Nú er byrjuð umræðan um það sem raunverulega var lofað eða ekki. Það sem var óásættanlegt eða ekki.
Fátt kemur á óvart í yfirlýsingum frá því í dag. Upphæðin greidd af skattfé almennings. 20
milljarðar sem allt í einu dúkkuðu upp. Sem lenda þarna í staðinn fyrir uppbyggingu heilbrigðis og skólakerfis. Ekkert sótt í vasa "óvinanna".
Almennar aðgerðir til að leiðrétta óréttlætið. Stórir hópar sem verða útundan búa líklega ekki við óréttlæti.
Framsóknarflokkurinn hoppar upp í loft með formanninn í farabroddi, 300, 250 milljarðar sem breyttust í 100 -120 milljarða. En gerðu þeir ekki það sem þeir gátu? En það gleymist að hærri upphæð var notuð af seinustu ríkisstjórninni í ýmsar aðgerðir(sjá Kjarninn í gær, mánudag).
Gagnrýni og eðlilegar spurningar fréttamanns verða alltaf árásir og útúrsnúningur. Forsætisráðherrann sem er svo ískyggilega líkur Mondradt, stjórnmálamanninum í 1864. Vonandi verða hlutskipti þeirra ekki eins......
Hlustið á viðtalið við Friðrik Má hagfræðing í Speglinum í gær.
En það eru of margar spurningar eftir. Hvað fær Sjálfstæðisflokkurinn í staðinn? Eða er hann búinn að bugta sig fyrir Framsókn. Eitthvað fá þeir í staðinn grunar mig. Eitthvað óhugnanlegt. Ekki uppbyggingu velferðarkerfis.
Eða hvað heldur þú lesandi góður.
Fátt kemur á óvart í yfirlýsingum frá því í dag. Upphæðin greidd af skattfé almennings. 20
milljarðar sem allt í einu dúkkuðu upp. Sem lenda þarna í staðinn fyrir uppbyggingu heilbrigðis og skólakerfis. Ekkert sótt í vasa "óvinanna".
Almennar aðgerðir til að leiðrétta óréttlætið. Stórir hópar sem verða útundan búa líklega ekki við óréttlæti.
Framsóknarflokkurinn hoppar upp í loft með formanninn í farabroddi, 300, 250 milljarðar sem breyttust í 100 -120 milljarða. En gerðu þeir ekki það sem þeir gátu? En það gleymist að hærri upphæð var notuð af seinustu ríkisstjórninni í ýmsar aðgerðir(sjá Kjarninn í gær, mánudag).
Gagnrýni og eðlilegar spurningar fréttamanns verða alltaf árásir og útúrsnúningur. Forsætisráðherrann sem er svo ískyggilega líkur Mondradt, stjórnmálamanninum í 1864. Vonandi verða hlutskipti þeirra ekki eins......
Hlustið á viðtalið við Friðrik Má hagfræðing í Speglinum í gær.
En það eru of margar spurningar eftir. Hvað fær Sjálfstæðisflokkurinn í staðinn? Eða er hann búinn að bugta sig fyrir Framsókn. Eitthvað fá þeir í staðinn grunar mig. Eitthvað óhugnanlegt. Ekki uppbyggingu velferðarkerfis.
Eða hvað heldur þú lesandi góður.
sunnudagur, 9. nóvember 2014
Fyrri Heimsstyrjöldin: Lítið lært
Nú fagna Þjóðverjar og flestir aðrir 25 ára afmæli sameiningar Þýskalands. Og er það vel. Að stórvirki sem þessi atburður skyldi geta gerst án meiri háttar blóðsúthellinga. Sem er í hrópandi mótsögn við styrjaldir fyrri hluta aldarinnar.
Ég fór á sýningu um Fyrri heimsstyrjöldina 1914 -1918 úti í Berlín í vikunni, á Deutsches Historisches Museum, þar sem rifjaðir eru upp dapurlegir atburðir þessara tíma. Þegar ungum körlum var slátrað á vígvöllum meðan þúsundir og tugþúsundir sultu í hel heimafyrir. Það er merkilegt að koma á nútíma sýningu þar sem öll tækni nútímans er notuð, myndir,tölvur, kvikmyndir, heyrnartól svo og rannsóknir og vit fræðimanna. Við fáum svo víðari og fjölbreyttari sýn á þessa tíma heldur en áður var hægt. Síðan er bætt við fyrirlestrum, panelumræðum og sögulegum kvikmyndum.Stríð
Því miður er það enn svo að við höfum lítið lært á þessum 100 árum, of margt segir okkur það. Sameining Þýskalands er undantekning. Það er stutt í að allt fari í bál og brand. Friður er ekki í augsýn.
Ég fór á sýningu um Fyrri heimsstyrjöldina 1914 -1918 úti í Berlín í vikunni, á Deutsches Historisches Museum, þar sem rifjaðir eru upp dapurlegir atburðir þessara tíma. Þegar ungum körlum var slátrað á vígvöllum meðan þúsundir og tugþúsundir sultu í hel heimafyrir. Það er merkilegt að koma á nútíma sýningu þar sem öll tækni nútímans er notuð, myndir,tölvur, kvikmyndir, heyrnartól svo og rannsóknir og vit fræðimanna. Við fáum svo víðari og fjölbreyttari sýn á þessa tíma heldur en áður var hægt. Síðan er bætt við fyrirlestrum, panelumræðum og sögulegum kvikmyndum.Stríð
Því miður er það enn svo að við höfum lítið lært á þessum 100 árum, of margt segir okkur það. Sameining Þýskalands er undantekning. Það er stutt í að allt fari í bál og brand. Friður er ekki í augsýn.
föstudagur, 7. nóvember 2014
4000 dauðir :Gjald fyrir boltafíkla Anno 2022
Er Þetta hægt?
1.400 látnir við byggingu HM-valla í Katar.
Til þess að við getum skemmt okkur yfir boltaleik sem að vísu getur verið listafagur á stundum. En þvílíkt og annað eins -
Talið er að 4000 muni farast þegar upp verður staðið, ekki fjarri þeim sem hafa látist úr Ebólu.
Verkamenn sem fá ekki greidd launin sín mánuðum saman, eru þrælar/fangar. Síðan eigum við að skemmta okkur.
Við horfum á gerum ekkert við viljum njóta, hvað eru 4000 manns milli vina?
Hvað deyja margir á hverjum degi, í Sýrlandi,Írak, Palestínu og svo framvegis ..
Ætli 4000 sé svo mikið?
4000
--------------------------------------
Að minnsta kosti 1.400 manns hafa látist við byggingu á nýjum knattspyrnuleikvöngum í Katar. Fyrirhugað er að leikvangarnir verði notaðir á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í landinu árið 2022.
Sænska ríkissjónvarpið ræðir í frétt sinni við fulltrúa sænsks stéttarfélags sem heimsótti landið og segir hann starfsaðstæður verkamanna ekkert hafa batnað frá síðustu heimsókn hans fyrir um ári. „Það hefur nákvæmlega ekkert gerst, þegar gengur mjög, mjög hægt,“ segir Johan Lindholm, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Byggnads.
Lindholm segist hafa rætt við rúmlega hundrað verkamenn frá Bangladess, Nepal og Filippseyjum – verkamenn sem hann hitti líka í heimsókn sinni til landsins fyrir um ári. „Staða þeirra er skelfileg og þeir hafa ekki fengið borguð laun síðustu sex eða sjö mánuði.“
Lindholm segir aðstæður þeirra einna helst líkjast vinnuaðstæðum þræla og séu meðal annars reglur um að þeir megi ekki yfirgefa landið án heimildar vinnuveitanda í gildi.
Í fréttinni kemur fram að alþjóðafélag stéttarfélaga hafi varað við að rúmlega fjögur þúsund manns eigi á hættu að láta lífið við framkvæmdirnar áður en knattspyrnuveislan hefst 2022. Enn er óljóst hvenær ársins mótið mun fara fram, en vegna gríðarlegs hita að sumri er talið ólíklegt að mótið fari fram í júní og júli líkt og vanalega tíðkast. (Visir)
Talið er að 4000 muni farast þegar upp verður staðið, ekki fjarri þeim sem hafa látist úr Ebólu.
Verkamenn sem fá ekki greidd launin sín mánuðum saman, eru þrælar/fangar. Síðan eigum við að skemmta okkur.
Við horfum á gerum ekkert við viljum njóta, hvað eru 4000 manns milli vina?
Hvað deyja margir á hverjum degi, í Sýrlandi,Írak, Palestínu og svo framvegis ..
Ætli 4000 sé svo mikið?
4000
--------------------------------------
ATLI ÍSLEIFSSON SKRIFAR:
Sænska ríkissjónvarpið ræðir í frétt sinni við fulltrúa sænsks stéttarfélags sem heimsótti landið og segir hann starfsaðstæður verkamanna ekkert hafa batnað frá síðustu heimsókn hans fyrir um ári. „Það hefur nákvæmlega ekkert gerst, þegar gengur mjög, mjög hægt,“ segir Johan Lindholm, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Byggnads.
Lindholm segist hafa rætt við rúmlega hundrað verkamenn frá Bangladess, Nepal og Filippseyjum – verkamenn sem hann hitti líka í heimsókn sinni til landsins fyrir um ári. „Staða þeirra er skelfileg og þeir hafa ekki fengið borguð laun síðustu sex eða sjö mánuði.“
Lindholm segir aðstæður þeirra einna helst líkjast vinnuaðstæðum þræla og séu meðal annars reglur um að þeir megi ekki yfirgefa landið án heimildar vinnuveitanda í gildi.
Í fréttinni kemur fram að alþjóðafélag stéttarfélaga hafi varað við að rúmlega fjögur þúsund manns eigi á hættu að láta lífið við framkvæmdirnar áður en knattspyrnuveislan hefst 2022. Enn er óljóst hvenær ársins mótið mun fara fram, en vegna gríðarlegs hita að sumri er talið ólíklegt að mótið fari fram í júní og júli líkt og vanalega tíðkast. (Visir)
þriðjudagur, 4. nóvember 2014
18 aldraðar konur og ríkisstjórn
Að segja upp 18 konum sem vinna við skúringar í ráðuneytum þarf hugrekki til og útsjónarsemi.
Ríkisstjórnin sýndi slíka gæfu.Eins og í mörgu öðru. Mér skilst að mótmælendur séu ekki að mótmæla. Mikið erum við heppin þjóð. Við elskun ríkisstjórnina okkur. Sýnum það með því að skilja að besta leiðin að afla fjár fyrir nýju Sjûkrahûsi sè að skattleggja ekki þá sem vaða í seðlum. Við viljum ekki að fólk lesi bækur, læri ekki á hljóðfæri, fái ekki skjótan og góðan bata af krankleikum sínum.
Þess vegna er góð leið að byrja á því að segja upp 18 konum í stjórnarráðum, að koma í veg fyrir að 180 tónlistarkennarar nenni að snúa aftur til vinnu í tónlistarskólana, að koma í veg fyrir að 18000 framhaldsskólanemendur geti stundað nám í framhalsskólum.
Meðan ég skrifa þessar fátæklegu línur horfi ég á myndir um þá ótrúlegu atburði fyrir 25 árum þegar fólk í landi í Evrópu fékk nóg og gekk yfir múra. Í þessum myndum kom orðið Bylting ansi oft fyrir, orð sem bara er notað við óvenjulegar aðstæður. Ég sé að margir nota orðið það orð á Íslandi. Lýðræðislegar samræður milli ríkisstjórnar og fólksins í landinu eru gagnslausar.Spurningin er þá hvað ber að gera. Er fólkið bara skríll sem ber að nota byssur gegn? Nýfengnar byssur frá vinaþjóð okkar?
Ríkisstjórnin sýndi slíka gæfu.Eins og í mörgu öðru. Mér skilst að mótmælendur séu ekki að mótmæla. Mikið erum við heppin þjóð. Við elskun ríkisstjórnina okkur. Sýnum það með því að skilja að besta leiðin að afla fjár fyrir nýju Sjûkrahûsi sè að skattleggja ekki þá sem vaða í seðlum. Við viljum ekki að fólk lesi bækur, læri ekki á hljóðfæri, fái ekki skjótan og góðan bata af krankleikum sínum.
Þess vegna er góð leið að byrja á því að segja upp 18 konum í stjórnarráðum, að koma í veg fyrir að 180 tónlistarkennarar nenni að snúa aftur til vinnu í tónlistarskólana, að koma í veg fyrir að 18000 framhaldsskólanemendur geti stundað nám í framhalsskólum.
Meðan ég skrifa þessar fátæklegu línur horfi ég á myndir um þá ótrúlegu atburði fyrir 25 árum þegar fólk í landi í Evrópu fékk nóg og gekk yfir múra. Í þessum myndum kom orðið Bylting ansi oft fyrir, orð sem bara er notað við óvenjulegar aðstæður. Ég sé að margir nota orðið það orð á Íslandi. Lýðræðislegar samræður milli ríkisstjórnar og fólksins í landinu eru gagnslausar.Spurningin er þá hvað ber að gera. Er fólkið bara skríll sem ber að nota byssur gegn? Nýfengnar byssur frá vinaþjóð okkar?
mánudagur, 3. nóvember 2014
Mótmæli: Veruleiki heima og erlendis
Ég er ekki á mótmælum, ég er í Berlín. Við götu sem heitir Rosenstrasse. Þar voru merk mótmæli árið 1943 þegar konur mótmæltu að menn þeirra ok ættingjar væru teknir og líklega átti að senda þá í útrýmingarbúðir, þeir sem voru hreinir gyðingar, mest af þessu fólki var blanda af gyðingum og Þjóðverjum. Á einhvern hátt var körlunum sleppt og sendir áfram í erfiðisvinnuna sem þeir höfðu verið í. Kvikmyndastjórinn Magaret von Trotta gerði mynd um þetta fyrir nokkrum árum.
Benedikt Erlingsson tók við verðlaunum fyrir hina frábæru kvikmynd Hrossí oss sem bestu kvikmynd Norðurlanda seinasta árið. Í þakkarræðu sinni leyfði hann sér að ræða um veruleika íslensks kvikmyndagerðarfólks. Það fór fyrir brjóstið á i. Veruleikann á maður ekki að ræða í útlöndum, við eigum bara að hafa draumsýnina, vatn,eldur, fjöll og hestar. ráðamenn í útlöndum eiga ekki að heyra minnst á kjör íslenskra listamanna. Erlendis eiga allir að vera glaðir og hreyknir.
Valdamenn á Íslandi vilja hafa frið í útlöndum, ekkert nöldur og röfl. Það er nóg að taka við mótmæalagusum þegar heim kemur. Virðisaukaskatturinn, auðlindaskattur, tekjuskattur, þeir eiga ekki að borga skatta, jafn vel þótt þeir vilji það!!!
Listamenn eru vanþakklátastir allra, eilíft tuð. Leggjum Tónlistarskólana af, burt með Sinfoníuna, engin hugmyndaverk og gagnrýnar skáldsögur. Hvenær kemur ritsafn Davíðs Oddssonar út?
Benedikt Erlingsson tók við verðlaunum fyrir hina frábæru kvikmynd Hrossí oss sem bestu kvikmynd Norðurlanda seinasta árið. Í þakkarræðu sinni leyfði hann sér að ræða um veruleika íslensks kvikmyndagerðarfólks. Það fór fyrir brjóstið á i. Veruleikann á maður ekki að ræða í útlöndum, við eigum bara að hafa draumsýnina, vatn,eldur, fjöll og hestar. ráðamenn í útlöndum eiga ekki að heyra minnst á kjör íslenskra listamanna. Erlendis eiga allir að vera glaðir og hreyknir.
Valdamenn á Íslandi vilja hafa frið í útlöndum, ekkert nöldur og röfl. Það er nóg að taka við mótmæalagusum þegar heim kemur. Virðisaukaskatturinn, auðlindaskattur, tekjuskattur, þeir eiga ekki að borga skatta, jafn vel þótt þeir vilji það!!!
Listamenn eru vanþakklátastir allra, eilíft tuð. Leggjum Tónlistarskólana af, burt með Sinfoníuna, engin hugmyndaverk og gagnrýnar skáldsögur. Hvenær kemur ritsafn Davíðs Oddssonar út?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)