Það fer stundum lítið fyrir smáperlum í kvikmyndaiðnaðinum. Eins og A most wanted Man, gerð eftir einni af seinustu sögum John Le Carré. Þessi mynd hefur aðallega verið rædd sem ein allra síðasta mynd stórleikarans Philip Seymour Hoffman áður en hann tók líf sit. Hann er með sanni ansi
góður sem þessi druslulegi, drekkandi og reykjandi njósnaforingi, sem alltaf reynist seinheppinn í málum sínum. Svo er auðvitað Wilhelm Dafoe þarna líka.
En myndin er bara með betri njósnamyndum seinni ára, hæg og sígandi, en allt gengur upp, andi njósnastarfsemi eftir 11. september. Þar sem allir eru með skrekk og tortryggnin allsráðandi, ég tala nú ekki um í Hamborg, þaðan sem ýmsir þátttakendur í Turnaárásninni komu. Öll hlutverk eru velskipuð, margir sem maður hefur séð í smærri myndum, sumir á uppleið, eins og ungi rússneski leikarinn sem leikur Rússa-Tsétenann sem kemur allri flettunni af stað. Þjóðverjinn Daniel Brühl, meira að segja Robin Wright í smáthlutverki amarísks njósnara. Le Carré aðdáendur munu elska þessa mynd, en þeir sem vilja botnlausan hasar verða fyrir vonbrigðum. En persónusköpunin er príma, myndataka og leikstjórn sömuleiðis. Anton Corbijn sem gerði hina prýðilegu mynd um Joy Division, Control og The American með Clooney, auk ótal tónlistarmynda.
Svo aðdáendur njósnamynda, kaldastríðsmynda, hryðuverkamynda hafa gaman og munu njóta anda Le Carré sem skilar sér vel. Hún er sýnd í Bíó Paradís, átti vist ekki erindi á aðra staði þótt það væri reynt. Þeir af eldri kynslóðinni sem eru hræddir orðið að fara í bíó, losna þarna við auglýsingar, geta fengið sér Happy Hour bjór og séð góðar myndir. Þær eru margar góðar mun þessar mundir. Whiplash ein af Óskarskandidötum sem hefur vakið æ meiri athygli.
Winter Sleep tyrkneska myndin sem fékk Gullpálmann í Cannes í fyrra
svo er fjölskyldumyndin Believe um börn og fótbolta sem vakti athygli hér á Barnakvikmyndahátíð.
laugardagur, 31. janúar 2015
miðvikudagur, 28. janúar 2015
Helförin: Kvikmyndin sem á ekki að gleymast
Það er ekki oft sem maður verður miður sín að horfa á sjónvarp. Ég varð þó það á mánudagskvöldið þegar ég sá heimildamyndina Night will fall í sænska sjónvarpinu. Þetta er myndin sem sagt var frá í fréttum útvarpsins í morgun, ekki nógu nákvæmlega. Því fréttamaður sagði frá heimildamynd um Helförina sem Bretar stóðu fyrir í lok 2. heimsstyrjaldar og fengu í lið Bandaríkjamenn og Rússa. Sjálfur Alfred Hitchcock var fenginn til að gera rammann um atburðina. Myndin var síðan aldrei sýnd opinberlega. Myndin Night will fall segir frá gerð þessarar myndar og viðbrögðum ýmissra sem koma við sögu í henni, fangar sem voru börn að aldri, hermenn og tæknimenn og stjórar sem unnu að myndinni. Svo eru sýnd atriði úr upprunalegu myndinni sem búið er að setja í sýningarhæft ástand og á að sýna víða um heim á þessu ári.
German Concentration Camps Factual Survey (1945/2014) is the British Ministry of Information documentary about German atrocities and the concentration camps.
Described by critics as 'an impressive and important piece of filmmaking, restored with intelligence and care by the museum', the film has been digitally restored and, with the assembly for the first time of the sixth and final reel, IWM has completed the film to the instructions laid down by the original production team in 1945.
Producer Sidney Bernstein assembled a team at the Ministry of Information that included Editors Stewart McAllister and Peter Tanner; Writers Colin Wills and Richard Crossman; and Alfred Hitchcock, who worked as Treatment Adviser.
Making a long film about such an important and complex subject was difficult. Progress was slow and the film missed its moment. By September 1945, British priorities for Germany had evolved from de-Nazification to reconstruction and so the film was shelved, unfinished
http://www.iwm.org.uk/collections-research/german-concentration-camps-factual-survey
Upprunalega myndin hét þessu nafni :
German Concentration Camps Factual Survey
Hún lýsir því sem bar fyrir augu þegar Bandamenn komu inn í Útrýmingarbúðir út um allt í Þýskalandi og Póllandi. Byrjar á hræðilegum senum frá Bergen-Belsen sem voru fyrstu útrýmingarbúðir sem Bretar komu í. Líkstaflar, algjör fyrirlitning í dauðu fólki, hálfdautt fólk reikandi innan um þessa stafla. Þetta átti að vera myndin sem átti að sannfæra heiminn hvað hefði gerst í raun og veru, og líka að sýna Þjóðverjum heiminn sem þeir höfðu skapað með því að koma Nazistum til valda. Um leið er hún mjög hlutlæg og skýr í framsetningu, ekki nein æsifréttamennska ef maður getur sagt það. Hér er góð grein um myndina eftir ástralskan kvikmyndagagnrýnanda.
Nú segir einhver, er þetta ekki allt sem við höfum séð áður eða lesið? Og er framferði Ísraelsmanna ekki búið að eyða gildi svona mynda? Ég held ekki, þessi hrái sannleikur sem fram kemur í þessari mynd um þessa skipulögðu eyðingu heils hóps af fólki er enn svo ótrúlegt, enn svo átakanlegt að það er nokkuð sem við verðum að muna.
Ég tala ekki á þessum tímum þegar æ bryddar meir á mannfyrirlitningarhugmyndum svo víða. Hugmyndum sem sverja sig í ætt við fræði Nazismans.
German Concentration Camps Factual Survey
German Concentration Camps Factual Survey (1945/2014) is the British Ministry of Information documentary about German atrocities and the concentration camps.
Described by critics as 'an impressive and important piece of filmmaking, restored with intelligence and care by the museum', the film has been digitally restored and, with the assembly for the first time of the sixth and final reel, IWM has completed the film to the instructions laid down by the original production team in 1945.
About the Film
Ordered in April 1945 by the Supreme Headquarters Allied Expeditionary Force, the film is an official documentary about German atrocities and the concentration camps compiled with footage shot by combat and newsreel cameramen accompanying troops as they liberated occupied Europe. It was to be the film screened in Germany after the fall of the Third Reich - shown to German prisoners of war wherever they were held.Producer Sidney Bernstein assembled a team at the Ministry of Information that included Editors Stewart McAllister and Peter Tanner; Writers Colin Wills and Richard Crossman; and Alfred Hitchcock, who worked as Treatment Adviser.
Making a long film about such an important and complex subject was difficult. Progress was slow and the film missed its moment. By September 1945, British priorities for Germany had evolved from de-Nazification to reconstruction and so the film was shelved, unfinished
http://www.iwm.org.uk/collections-research/german-concentration-camps-factual-survey
þriðjudagur, 27. janúar 2015
Bach: Bryndís Halla og svíturnar
Knéfiðla er merkilegt orð, en á vel heima í flokki strengjahljóðfæranna, Fiðla, Lágfiðla, en hvað orð er notað fyrir bassa, Kontrabassa? Ég man ekki eftir neinu orð, það gæti ef til vill verið Stórfiðla. Oftast notum við samt ekki orðið Knéfiðlu, við segjum bara Selló, alþjóðlega orðið.
Á sunnudagskvöldið voru merkilegir tónleikar í Norðurljósasal Hörpu, þar lék Bryndís Halla Gylfadóttir þrjár Sellósvítur nr. 3,4 og 5 eftir meistara Jóhann Sebastian Bach. Sellósvíturnar eru 6 og hinar 3 hafði hún leikið fyrir ári síðan í sama sal. Þetta var á vegum Kammermúsíkklúbbs Reykjavíkur sem er félagsskapur áhugamanna um kammermúsík eða Stofutónlist eins og það er oft kallað á íslensku. Klúbburinn efnir til tónleika 4-5 sinnum á ári.
Það er ekki sú sama tilfinning að hlusta á hin ýmsu hljóðfæri. Sellóið svona eitt og sér eins og í svítum Bachs er hljóðfæri sem skilar svo skrítinni tilfinningu, eitthvað sem nálgast guðdóm eða eilíbbð jafnvel fyrir trúlausa manneskju eins og mig. Hljómurinn er oft eins og heil hljómsveit, að horfa á eina manneskju glíma við þessi undraverk er líka eitthvað sem maður upplifir ekki svo oft. Meistari Halldór Laxness reyndi að svara þessari spurningu forðum þegar hann fjallaði um leik Erlings Blöndal Bengtsonar á svítunum þegar þær voru fluttar í Ríkisútvarpinu: "Hverju fá orð aukið við þetta verk? Hver tjáir þessi einfalda og stórbrotna tilraun í laglínu sem er um leið svo óhemjulega smágerð og nær
Þó grant sé hlustað æ ofaní æ, og þó undrun og aðdáun þess sem hlustar verði æ því meiri sem hann hlustar lengur, þá heldur þó aðalatriðið að vera jafn óuppgötvað og það er óumræðilegt. Menn geta sosum reynt að svara í orðum, og það hefur sjálfsagt oft verið gert, en ætli flest svörin verði öllu meira en endurtekning, að breyttu breytanda, á svörum við gömlu spurningunni: til hvers er sólin túnglið og stjörnurnar" Að hlusta á þessi verk er barátta við óendanleikann, tilvist mannsins í himingeiminum.
Á sunnudagskvöldið 25. janúar 2015 var troðfullur salur sem sá sér fært að koma og hlusta á dulmagnaða glímu Bryndísar Höllu við þennan hápunkt tónsköpunar. Það sem gerði þetta enn áhrifaríkara að listamaðurinn var auðsjáanlega veik þetta kvöldið, oft þurfti hún að snýta sér á milli þátta. Hún þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Og flutningur hennar var einstakur. Tónninn kraftmikill og sannur, valdið á hljóðfærinu algjört. Listamaðurinn var ákaft hyllt í lokin og allir fóru mettir heim. Það verður spennandi að hlusta á þetta heima þegar þetta verður gefið út á diskum og plötum. Ég hlakka til.
Á sunnudagskvöldið voru merkilegir tónleikar í Norðurljósasal Hörpu, þar lék Bryndís Halla Gylfadóttir þrjár Sellósvítur nr. 3,4 og 5 eftir meistara Jóhann Sebastian Bach. Sellósvíturnar eru 6 og hinar 3 hafði hún leikið fyrir ári síðan í sama sal. Þetta var á vegum Kammermúsíkklúbbs Reykjavíkur sem er félagsskapur áhugamanna um kammermúsík eða Stofutónlist eins og það er oft kallað á íslensku. Klúbburinn efnir til tónleika 4-5 sinnum á ári.
Það er ekki sú sama tilfinning að hlusta á hin ýmsu hljóðfæri. Sellóið svona eitt og sér eins og í svítum Bachs er hljóðfæri sem skilar svo skrítinni tilfinningu, eitthvað sem nálgast guðdóm eða eilíbbð jafnvel fyrir trúlausa manneskju eins og mig. Hljómurinn er oft eins og heil hljómsveit, að horfa á eina manneskju glíma við þessi undraverk er líka eitthvað sem maður upplifir ekki svo oft. Meistari Halldór Laxness reyndi að svara þessari spurningu forðum þegar hann fjallaði um leik Erlings Blöndal Bengtsonar á svítunum þegar þær voru fluttar í Ríkisútvarpinu: "Hverju fá orð aukið við þetta verk? Hver tjáir þessi einfalda og stórbrotna tilraun í laglínu sem er um leið svo óhemjulega smágerð og nær
Þó grant sé hlustað æ ofaní æ, og þó undrun og aðdáun þess sem hlustar verði æ því meiri sem hann hlustar lengur, þá heldur þó aðalatriðið að vera jafn óuppgötvað og það er óumræðilegt. Menn geta sosum reynt að svara í orðum, og það hefur sjálfsagt oft verið gert, en ætli flest svörin verði öllu meira en endurtekning, að breyttu breytanda, á svörum við gömlu spurningunni: til hvers er sólin túnglið og stjörnurnar" Að hlusta á þessi verk er barátta við óendanleikann, tilvist mannsins í himingeiminum.
Á sunnudagskvöldið 25. janúar 2015 var troðfullur salur sem sá sér fært að koma og hlusta á dulmagnaða glímu Bryndísar Höllu við þennan hápunkt tónsköpunar. Það sem gerði þetta enn áhrifaríkara að listamaðurinn var auðsjáanlega veik þetta kvöldið, oft þurfti hún að snýta sér á milli þátta. Hún þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Og flutningur hennar var einstakur. Tónninn kraftmikill og sannur, valdið á hljóðfærinu algjört. Listamaðurinn var ákaft hyllt í lokin og allir fóru mettir heim. Það verður spennandi að hlusta á þetta heima þegar þetta verður gefið út á diskum og plötum. Ég hlakka til.
mánudagur, 26. janúar 2015
Syrozy skekur Evrópu
Merkustu stjórnmálatíðindi í Evrópu í langan tíma eru stórsigur Syriza flokksins í Grikkalandi. Það þykja nú stórtíðindi þegar kommúnistar, græningjar, Maóistar, Trotskýisar og anarkistar ná næstum meirihluta í þingkosningum! Og segjast ætla að kynda undir allri Evrópu.
Sigur Alexei Tsipras sýnir auðvitað að gríska þjóðin vill gefa umheiminum langt nef eftir meðferðina á sér seinustu árin. Hann kemur vel fyrir virðist vita hvað hann vill. Fékk bandaríska auglýsingastofu til að hjálpa sér í kosningabaráttunni. Gríska þjóðin hefur þurft að búa við atvinnuleysi, niðurskurð á öllum sviðum og allsherjarhrun velferðar og heilbrigðiskerfis. Ég held ég hafi lesið að um 30.000 grískir læknar starfi nú í Þýskalandi og Bretlandi.
Svo er spurningin hvernig gengur að semja að nýju, þjóð án gjaldeyris gerir ekki mikið, eins og við fengum að kynnast. Spurningin snýst um það hvort Tsipras tekst að endurvekja traust umheimsins og stóru, öflugu þjóðanna. Það gengur ekki lengi að segja Við borgum ekki, við borgum ekki.
Aftur á móti verður enginn friður þar til stjórnmálamenn gera sér grein fyrir að hinn ótrúlegi ójöfnuður sem hefur stöðugt verið að aukast seinustu áratugi sem þeir hafa stutt með stöðugum lagasetningum, er ekkert sem við getum lifað með eins og Piketty benti svo vel á í bók sínni á seinasta ári.
Sigur Alexei Tsipras sýnir auðvitað að gríska þjóðin vill gefa umheiminum langt nef eftir meðferðina á sér seinustu árin. Hann kemur vel fyrir virðist vita hvað hann vill. Fékk bandaríska auglýsingastofu til að hjálpa sér í kosningabaráttunni. Gríska þjóðin hefur þurft að búa við atvinnuleysi, niðurskurð á öllum sviðum og allsherjarhrun velferðar og heilbrigðiskerfis. Ég held ég hafi lesið að um 30.000 grískir læknar starfi nú í Þýskalandi og Bretlandi.
Svo er spurningin hvernig gengur að semja að nýju, þjóð án gjaldeyris gerir ekki mikið, eins og við fengum að kynnast. Spurningin snýst um það hvort Tsipras tekst að endurvekja traust umheimsins og stóru, öflugu þjóðanna. Það gengur ekki lengi að segja Við borgum ekki, við borgum ekki.
föstudagur, 23. janúar 2015
Lekasápa og Hrunsápa: heiðarleiki og réttsýni
Margur fréttamaður hefði gefið litla fingur fyrir að vera fluga á vegg þegar fyrrum innanríkisráðherra bað fyrrum lögreglustjóra afsökunar með umboðsmann Alþingis viðstaddan! Það hefði verið krassandi frétt og ósvikinn hápunktur á ferli rannsóknar blaðamanns sem allir vita að það orð er háð í munni valdamanna á Íslandi. Enda lífa þeir líklega í heimi þar sem engin spilling er til.
Við erum vön látum í stjórnmálum en ekki þessari allsherjar Sápu sem svokallað Lekamál endar í. Þó enn læðist að mörgum grunur að ekki hafi öll kurl komið til grafar í því ömurlega máli. Og verða líklega aldrei í andrúmslofti íslenskra stjórnmála.
Nú hefur umboðsmaður skilað skýrslunni, Alþingi tekið á móti, ábendingar um vinnubrögð sendar forsætisráðherra, en hvað gerist svo? Ekki mikið. Einn valdamikill stjórnmálamaður hefur misst æruna og á varla afturkvæmt í æðstu stöður. Karl á uppleið í stjórnmálum fær fangelsisdóm. Störf Umboðsmanns Alþingis færa mörgum sönnur á að embættiskerfið getur skilað heiðarlegu og góðu fólki, jafnvel þótt að við höfum mörg dæmi um hið gagnstæða.
Í sömu viku lýkur hinum sviplitla og dapurlega ferli fyrrum viðskiptaráðherra Hrunsins sem kastaði öllu á glæ fyrir nokkrar færslur af Kreditkorti og flýr inn á Vog til að geta horfst í augu við veruleikann vímulausan. Ráðherrann sem fékk aldrei að fást við embætti sitt vegna þess að fáir treystu honum, ekki einu sinni í eigin flokki. Þær eru margar harmsögur Hrunsins og eftirkasta þess. Það er ekki allra að vera í stjórnmálum, jafnvel þótt að vilji og metnaður sé fyrir hendi. Það þarf sterk bein og eitt sem ekki hefur verið hampað mikið í íslenskum stjórnmálum: Það er heiðarleiki og réttsýni.
Við erum vön látum í stjórnmálum en ekki þessari allsherjar Sápu sem svokallað Lekamál endar í. Þó enn læðist að mörgum grunur að ekki hafi öll kurl komið til grafar í því ömurlega máli. Og verða líklega aldrei í andrúmslofti íslenskra stjórnmála.
Nú hefur umboðsmaður skilað skýrslunni, Alþingi tekið á móti, ábendingar um vinnubrögð sendar forsætisráðherra, en hvað gerist svo? Ekki mikið. Einn valdamikill stjórnmálamaður hefur misst æruna og á varla afturkvæmt í æðstu stöður. Karl á uppleið í stjórnmálum fær fangelsisdóm. Störf Umboðsmanns Alþingis færa mörgum sönnur á að embættiskerfið getur skilað heiðarlegu og góðu fólki, jafnvel þótt að við höfum mörg dæmi um hið gagnstæða.
Í sömu viku lýkur hinum sviplitla og dapurlega ferli fyrrum viðskiptaráðherra Hrunsins sem kastaði öllu á glæ fyrir nokkrar færslur af Kreditkorti og flýr inn á Vog til að geta horfst í augu við veruleikann vímulausan. Ráðherrann sem fékk aldrei að fást við embætti sitt vegna þess að fáir treystu honum, ekki einu sinni í eigin flokki. Þær eru margar harmsögur Hrunsins og eftirkasta þess. Það er ekki allra að vera í stjórnmálum, jafnvel þótt að vilji og metnaður sé fyrir hendi. Það þarf sterk bein og eitt sem ekki hefur verið hampað mikið í íslenskum stjórnmálum: Það er heiðarleiki og réttsýni.
fimmtudagur, 22. janúar 2015
Sigurður Pálsson: Húmor og bullandi alvara
Það er gaman að rifja upp táningstíðina með Sigurði Pálssyni, kannski ekki dæmigerðasti táningur þeirrra tíma, svona í bakspeglinum. En eftirminnilegur. Ég var einus sinni sem unglingur að þvælast á Lækjargötunni, líklega að bíða eftir strætó upp í Bústaðahverfi, þá víkur sér að mér ungur snaggaralegur piltur og spyr hvort ég geti gefið honum í strætó. Ég man ekki hvað ég gerði en ég komst að því seinna að þetta var Siggi Páls. Sem var einhver furðuvera í MR.
Árin liðu og nú er hann stórskáld, alveg verðskuldað, auk þess best klæddi maður landsins. Ljóð vega salt fyrsta ljóðabókin hans þeyttist rafmögnuð inn í kollinn á manni og er enn uppáhald hjá mér, ljóð eiga greiðari aðgang að manni undir þrítugu. Svo hefur hann fylgt manni alla ævi, þessi viðkunnanlegi og alþjóðlegi maður. Varð góðskáld með endurminningabókum sínum, Minnisbók og Bernskubók. Sérstaklega hreifst ég af Bernskubókinni og nú er komin Táningabókin. Bókin um það að vera unglingur í Reykjavík á tímum breytinga á sjöunda áratugnum. Það er eitt ár á milli okkar. Og það er ótrúlegt hvað við upplifðum margt sameiginlegt. Þótt hann væri ótrúlegur sveitamaður í höfuðborginni meðan ég var innfæddur.En hann ræðir um kostinn að vera gestur, sem sér oft annað en við hin innfæddu: Þessi sem kemur og fer, stundum langt í burtu og kemur aftur, forðast að vera heimskur í upprunalegri merkingu, þetta á svo vel við í dag:
Sem betur fer er gestsaugað glöggt.
Þessi hreyfing fram og til baka, út í heim og aftur heim, er forsenda allra framfara, annars yrðum við öll heimsk í orðsins fyllstu merkingu því lýsingarorðið heimskur tengist auðvitað orðinu heima.
Sá sem heldur sig alla tíð heima er auðvitað heimskur.
Sem minnir okkur rækilega á þá mikilvægu staðreynd að einangrunarsinnar eru í raun heimskingjar. Sérstaklega í fámennu, einsleitu samfélagi eins og hinu íslenska. Þegar svo þjóðremban mætir til leiks hættir þessu heimska að vera fyndin, þá verður hún stórhættuleg. (bls. 11)
Það er furðulegt hversu Sigurður lýsir þessum tímum vel, þar sem enn var þráttað um atómljóð, Bítlaöldin reið í garð, elítan safnaðist saman í MR, aðrir skólar voru ekki til eins og skólinn sem ég gekki í VÍ, sem var á næsta leiti við MR. Sigurður man ekki eftir honum, þó var blanda þarna á milli, helsti vinur minn var í MR á þessum árum. Svo ég átti greiða leið á menningarviðburði á þeim bæ, enda var ég sérvitringur þá eins og nú og listanörd, kynningar í Íþöku, myndlistarsýningar í Casa Nova, kvikmyndasýningar í skólastofu. Þessi tími sem snerist um skóla, vini, kennara, vandræði í samskiptum við hitt kynið. Vandamálið að finna sig í tilverunni. Það eru skemmtilegar frásagnir af kennurum, námsefni (sem oft var furðulegt og gangrýnivert), menningarstarfsemi, fólki út í bæ. Eins og heimsókn til Halldórs Laxness, Herranótt, listinni að læra að reykja og drekka. Aldrei er langt í húmorinn samt með bullandi alvöru.
Svo eru alltaf skemmtilegir útúrdúrar og hugleiðingar Sigurðar, um Reykjavík, skipulag borga, um stjórnmál og ræðumennsku. Um köllunina að vera skáld og taka fyrstu skrefin í þá átt. Þið sjáið lesendur góðir að ég naut þessarar bókar. Það er gott að lesa hana upphátt fyrir aðra í heimahúsum og spítölum. Höfundurinn takur það alvarlega að segja frá ungu fólki, það er engir kjánar, í geggjuninni og lífsgleðinni er lífsspeki. Það er erfitt að verða fullorðinn og horfa fram á veginn. Við annan lestur ber þessi alvara fastar að dyrum hjá manni. Skyldulesning fyrir hugsandi fólk á öllum aldri.
Villikettir koma við sögu í bókinni en geislavirkir
kettir gætu eins átt heima þar ........ Sandy Skoglund 1980
Árin liðu og nú er hann stórskáld, alveg verðskuldað, auk þess best klæddi maður landsins. Ljóð vega salt fyrsta ljóðabókin hans þeyttist rafmögnuð inn í kollinn á manni og er enn uppáhald hjá mér, ljóð eiga greiðari aðgang að manni undir þrítugu. Svo hefur hann fylgt manni alla ævi, þessi viðkunnanlegi og alþjóðlegi maður. Varð góðskáld með endurminningabókum sínum, Minnisbók og Bernskubók. Sérstaklega hreifst ég af Bernskubókinni og nú er komin Táningabókin. Bókin um það að vera unglingur í Reykjavík á tímum breytinga á sjöunda áratugnum. Það er eitt ár á milli okkar. Og það er ótrúlegt hvað við upplifðum margt sameiginlegt. Þótt hann væri ótrúlegur sveitamaður í höfuðborginni meðan ég var innfæddur.En hann ræðir um kostinn að vera gestur, sem sér oft annað en við hin innfæddu: Þessi sem kemur og fer, stundum langt í burtu og kemur aftur, forðast að vera heimskur í upprunalegri merkingu, þetta á svo vel við í dag:
Sem betur fer er gestsaugað glöggt.
Þessi hreyfing fram og til baka, út í heim og aftur heim, er forsenda allra framfara, annars yrðum við öll heimsk í orðsins fyllstu merkingu því lýsingarorðið heimskur tengist auðvitað orðinu heima.
Sá sem heldur sig alla tíð heima er auðvitað heimskur.
Sem minnir okkur rækilega á þá mikilvægu staðreynd að einangrunarsinnar eru í raun heimskingjar. Sérstaklega í fámennu, einsleitu samfélagi eins og hinu íslenska. Þegar svo þjóðremban mætir til leiks hættir þessu heimska að vera fyndin, þá verður hún stórhættuleg. (bls. 11)
Það er furðulegt hversu Sigurður lýsir þessum tímum vel, þar sem enn var þráttað um atómljóð, Bítlaöldin reið í garð, elítan safnaðist saman í MR, aðrir skólar voru ekki til eins og skólinn sem ég gekki í VÍ, sem var á næsta leiti við MR. Sigurður man ekki eftir honum, þó var blanda þarna á milli, helsti vinur minn var í MR á þessum árum. Svo ég átti greiða leið á menningarviðburði á þeim bæ, enda var ég sérvitringur þá eins og nú og listanörd, kynningar í Íþöku, myndlistarsýningar í Casa Nova, kvikmyndasýningar í skólastofu. Þessi tími sem snerist um skóla, vini, kennara, vandræði í samskiptum við hitt kynið. Vandamálið að finna sig í tilverunni. Það eru skemmtilegar frásagnir af kennurum, námsefni (sem oft var furðulegt og gangrýnivert), menningarstarfsemi, fólki út í bæ. Eins og heimsókn til Halldórs Laxness, Herranótt, listinni að læra að reykja og drekka. Aldrei er langt í húmorinn samt með bullandi alvöru.
Svo eru alltaf skemmtilegir útúrdúrar og hugleiðingar Sigurðar, um Reykjavík, skipulag borga, um stjórnmál og ræðumennsku. Um köllunina að vera skáld og taka fyrstu skrefin í þá átt. Þið sjáið lesendur góðir að ég naut þessarar bókar. Það er gott að lesa hana upphátt fyrir aðra í heimahúsum og spítölum. Höfundurinn takur það alvarlega að segja frá ungu fólki, það er engir kjánar, í geggjuninni og lífsgleðinni er lífsspeki. Það er erfitt að verða fullorðinn og horfa fram á veginn. Við annan lestur ber þessi alvara fastar að dyrum hjá manni. Skyldulesning fyrir hugsandi fólk á öllum aldri.
Villikettir koma við sögu í bókinni en geislavirkir
kettir gætu eins átt heima þar ........ Sandy Skoglund 1980
sunnudagur, 18. janúar 2015
Hannes Hólmsteinn litinn hornauga
Það er merkilegt að hugsa til Hrunsins, þið vitið hins svokallaða Hruns, eins og sumir segja. Fundurinn í Háskólanum í vikunni sýnir það. Þar flutti Guðni Th. sagnfræðingur erindi á sinn vandaða hátt og á eftir honum kom "verndari" Davíðs Oddssonar, Hannes nokkur Hólmsteinn sem kemst alltaf að öðrum niðurstöðum ef His Masters Voice á í hlut. Ég er nú hissa á því að Davíð skuli ekki vera búinn að banna honum að minnast á sig.
Guðni tók fram að hann sæi ekki neitt sem styddi við svonefnda „umsáturskenningu“, en samkvæmt henni hefðu erlend ríki tekið höndum saman um að knésetja Íslendinga.
Hannes H. kom svo á eftir og á sinn einstaka fræðimannlega hátt var ýmsilegt sem var á annan hátt:
Hannes velti meðal annars fyrir sér ástæðum þess að sumar erlendar þjóðir virtust sýna Íslendingum hreinan fjandskap á þessum dögum. Nefndi hann meðal annars óánægju með þá samkeppni sem Íslendingar hefðu veitt erlendis. Þá nefndi Hannes einnig sem möguleika að sjálfstæðismál Skota hefði getað verið þáttur, þar sem Verkamannaflokkurinn hefði viljað sýna þeim hvað sjálfstæði gæti kostað þá.
Ja, þetta er ný og góð kenning! Að blanda sjálfstæði Skota inn í þetta mál. Og Royal Bank of Scotland, honum var bjargað af því að á bak við hann stóð Bank of England, Seðlabanki Bretlands sem var þess umkominn að koma til hjálpar. Svo bætti hann um betur í RÚV að ráðast á samstarfsmenn sína í Háskóla Íslands, þeir hefðu tekið málstað Breta þessa höfuðóvinar okkar. Já, ráðherraskipaði prófessorinn sem var dæmdur hefur allt á hreinu í sínum óhreinu höndum.
Já, fólk er fljótt að gleyma, ég birti hér að neðan svona til upprifjunar frásögn Rannsóknarnefndarinnar um fall Landsbankans, það er kjarnyrt og spennandi frásögn sem sýnir írafárið sem ríkti þessa dagana. Þar sem maðurinn sem er búinn að skrifa bók og hreinsa sig í útlöndum er aðalskúrkurinn sjálfur, Höfuðpaurinn Björgólfur Thor, sem virðist hafa verið tekinn í guðatölu. Lesið og njótið.
20.4 Fall Landsbanka Íslands hf.
20.4.1 Almennt
Hinn 1. október 2008 var sagt frá því í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. hefði keypt fyrirtæki Landsbanka Íslands hf. á sviði fjárfestingarþjónustu og verðbréfamiðlunar í Evrópu. Um var að ræða fjögur fyrirtæki, þ.e. Landsbankinn Kepler, Kepler Services í Sviss, Landsbankinn Securities og Merrion Landsbanki. Í bókun, sem gerð var á fundi bankaráðs Landsbankans seint að kvöldi 30. september 2008 þar sem salan var samþykkt, er lýst því ástandi sem komið var upp hjá bankanum og viðskiptavinum hans í framhaldi af aðgerðum ríkisins gagnvart Glitni. Í framhaldi af henni er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra, um söluna: "Vegna þessa er ljóst að nokkuð mun ganga á eigið fé Landsbankans. Hægt væri að hækka hlutafé en slíkt er tímafrekt og vandasamt í núverandi umhverfi á fjármálamarkaði.Að mati Landsbankans er nauðsynlegt að selja dótturfélög til að losa um eigið fé sem og viðskiptavild af bókum bankans. Bókfært virði þriggja félaga er 380 m. en 250 milljarða viðskiptavild losnar við sölu félaganna og styrkir eigið fé. Þessi sala mun því gagnast Landsbankanum ákaflega vel og hafa svipuð áhrif og hlutafjárhækkun. Kaupverðið verður greitt að hluta með láni til Straums en að hluta með lánasafni sem Straumur mun framselja Landsbankanum. Jafnframt er gert ráð fyrir að hluti af viðskiptunum verði að Landsbankinn láni Straumi skuldabréf sem þeir geta notað til endurhverfra viðskipta við Seðlabankann."Í kafla 18 er fjallað um Icesave innlánsreikninga Landsbankans. Þar er einnig fjallað um atburði tengda Landsbankanum sem áttu sér stað í lok september og byrjun október 2008. Þar er sérstaklega rakið að Seðlabanki Evrópu setti fram veðkall sem nam 400 milljónum evra gagnvart Landsbankanum föstudaginn 3. október.
Í minnisblaði bankastjórnar Landsbankans til ríkisstjórnar Íslands, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, dags. laugardaginn 4. október 2008, kemur m.a. fram að lausafjárstaða Landsbankans hafi breyst til hins verra að undanförnu og að "ef fram [haldi] sem horfi [sé] ljóst að lausafjárþurrð [geti] myndast hjá Landsbankanum á næstu vikum". Fram kemur að lausafjárstaða bankans í íslenskum krónum sé mjög sterk en vegna "gjaldeyrisskorts á gjaldeyrisskiptasamningamarkaði og nú nýlega gjaldeyrismarkaðnum sjálfum [sé] ekki möguleiki að nýta lausafé Landsbankans í ISK til að framkvæma greiðslur í erlendum myntum". Einnig segir að bankinn eigi um 500 milljónir evra í framvirkum samningum hjá íslenskum lífeyrissjóðum sem komnir séu á gjalddaga. Um þetta segir síðan: "Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir starfsmanna Landsbankans hafa lífeyrissjóðir ekki fengist til að gera upp þá samninga." Landsbankinn nefnir loks þrjú atriði sem hugsanlega gætu "aðstoðað bankann í núverandi þrengingum". Í fyrsta lagi er rætt um möguleika á sameiningu Landsbankans og Glitnis banka hf. með aðkomu ríkisins. Um þetta segir í minnisblaðinu að hlutafjáraukning þyrfti að taka tillit til þarfa sameinaðs banka. Í öðru lagi er rætt um að ríkið geti hætt við hlutafjáraukningu í Glitni "en set[t] félagið þess í stað í skiptameðferð". Síðan verði stærstu eignir Glitnis færðar niður og seldar Landsbankanum og Kaupþingi banka hf. Um þessa leið segir í minnisblaðinu að verði hún farin telji Landsbankinn "vel mögulegt að stærstu hluthafar bankans gætu lagt fram nýtt eigið fé" að verðmæti 600 milljónir evra. Loks er í minnisblaðinu rætt um að "sameiningar fjármálafyrirtækja yrðu kannaðar að því gefnu að slíkar aðgerðir yrðu taldar lífvænlegar og til þess fallnar að styrkja fjármálakerfið". Síðan segir: "Að mati Landsbankans er ljóst að ef ekkert verður að gert til að auka lausafé og mæta rýrnun eigin fjár blasir aðeins við opinber skiptameðferð á Landsbankanum."
Samkvæmt handskrifuðu minnisblaði Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, funduðu fulltrúar Landsbankans með ráðherrum í Ráðherrabústaðnum kl. 10:30 að morgni sunnudagsins 5. október 2008. Samkvæmt minnisblaðinu var rætt um lausafjárvanda Landsbankans, Icesave innlán og horfur á næstu dögum. Haft er eftir Yngva Erni Kristinssyni, framkvæmdastjóra verðbréfasviðs Landsbankans, að bankinn geti að óbreyttu ekki opnað næsta dag.
Um hádegi sama dag fundaði bankastjórn Seðlabankans með fulltrúum Landsbankans.Af drögum Seðlabankans að fundargerð má ráða að farið hafi verið yfir stöðu bankans og fjármögnunarþörf næstu daga. Fram kemur að föstudaginn 3. október hafi breska fjármálaeftirlitið (FSA) lagt fram auknar kröfur um "cash" og að tilkynnt hafi verið um lækkun fyrirgreiðslu frá Seðlabanka Evrópu. Hvort tveggja þurfi að reiða fram fyrir mánudaginn 6. sama mánaðar. Fram kemur að Sigurjón Þ. Árnason hafi lagt til að sett verði lög sem setji innlán framar skuldabréfum í forgangsröð og geri ríkinu kleift að taka eignir út á móti til þess að standa undir skuldbindingum.
Samkvæmt handskrifuðu minnisblaði Árna M. Mathiesen funduðu fulltrúar Kaupþings banka hf. og Landsbankans með ráðherrum kl. 17:00 sama dag, þ.e. 5. október 2008. Á fundinum lögðu fulltrúar bankanna tveggja fram sérstakt minnisblað. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, lýsti því við skýrslutöku að hann, Sigurður Einarsson, formaður stjórnar Kaupþings, og Lýður Guðmundsson, forstjóri Exista, hefðu fundað með Björgólfi Thor Björgólfssyni nokkrum dögum áður. Hreiðar segir að Björgólfur Thor hafi þá verið búinn að taka yfir stjórn Landsbankans. Hreiðar segir að fulltrúar Kaupþings hafi ekki fengið réttar upplýsingar um stöðu bankans frá Björgólfi Thor. Um þetta segir Hreiðar: "[...] það var logið að okkur. Og við hringjum í hann [Björgólf Thor Björgólfsson] fyrir fundinn á sunnudeginum, hvort það sé búið að leysa þessi mál, augljóslega því vorum að keyra þessa hugmynd að bjarga bæði Landsbankanum og okkur, og hann staðfesti það við Sigurð og ég hlusta á það símtal: Það er í lagi, við erum búnir að redda þessu. Svo við förum aftur með þessa tillögu til ríkisstjórnarinnar og þá er stærri fundur, þá er kominn Jón Sigurðsson, stjórnarformaður FME, Jón Þór Sturluson er líka mættur, aðstoðarmaður Björgvins, og svo þessir ráðherrar, eins og áður, og Baldur og Bolli."
Við skýrslutöku lýsti Sigurður Einarsson því að að kvöldi 3. eða 4. október 2008 hefði Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs Landsbankans, haft samband og farið fram á fund með Kaupþingsmönnum. Sigurður sagði: "Og við hittum hann kl. eitt um nóttina. Og ég man bara að manni var mjög brugðið, Kjartan greinilega alveg í "sjokki" og spurði hvort við gætum ekki yfirtekið Landsbankann, þetta væri búið. Við vissum tæplega náttúrulega hvað karlinn átti við og formaður Landsbankans var hvergi nærstaddur og hluthafi Landsbankans var hvergi nærstaddur og þetta var bara eitthvert upplausnarástand. Svo náði ég nú í Björgólf Thor, sem greinilega – þótt hann þykist ekki með markaskrána að gera var nú greinilega allt í öllu – og hann sannfærir mig um það að Landsbankinn sé búinn að leysa úr sínum verstu málum. Og ég verð náttúrulega mjög glaður við og við förum um morguninn og hittum ráðherrana og allan þennan flokk þarna í Ráðherrabústaðnum." Fundinum með ráðherrum að morgni sunnudagsins 5. október 2008 lýsti Sigurður Einarsson með eftirfarandi orðum: "Og við förum að útlista þessar hugmyndir um að það væri best að Landsbankinn og Kaupþing geri þetta í sameiningu, þ.e. taka yfir Glitni og bjarga þessu kerfi. Og við sjáum að það kemur furðusvipur á ráðherrana. Og þá er okkur ljóst að Landsbankinn hefur sagt þeim eitthvað annað, þeir höfðu þá sagt okkur ósatt kvöldið áður. Svo koma þeir inn bankastjórarnir og Björgólfur Thor. Og ég fer eitthvað að spjalla við þá í anddyrinu, á ganginum. Og Halldór Jón fer að vera með einhverjar ægilegar vangaveltur um að þetta sé allt búið o.s.frv. Þá kemur Björgólfur Thor og rífur í hann inn í herbergi og vill greinilega ekki að við náum að tala saman.Mér fannst þetta allt mjög undarlegt.Við förum yfir í Tjarnargötu og vorum búnir að leggja undir okkur húsið sem Exista á í næsta húsi við Ráðherrabústaðinn.Vorum fljótir til ef einhverjir skyldu vilja tala við okkur. Þá síðar þann dag, ég held að ég fari rétt með atburðarásina, þá fréttum við af þessum "margin call-um" í til dæmis í evrópska seðlabankanum, sem Landsbankinn hafði aldrei sagt okkur af. Og þá gerum [við] okkur grein fyrir því að Björgólfur Thor hafði verið að segja mér ósatt. Og veit ekkert hvort það hafði áhrif á það sem gerðist á eftir, að við vorum ekkert kallaðir aftur inn í Ráðherrabústaðinn.
En í rauninni leið bara restin af helginni að við héngum þarna og biðum og biðum og biðum, og það næsta sem við vitum er að það er einhver bein sjónvarpssending frá tröppunum á Ráðherrabústaðnum þar sem forsætisráðherra segir að allt sé í stakasta lagi og ekki ástæða til að gera neitt."
Við skýrslutöku fyrir rannsóknarnefnd Alþingis ræddi Árni M. Mathiesen um minnisblöð sín af fundum með bankamönnum þessa helgi: "Þessir hérna punktar hérna hjá mér, þetta eru lýsingar á fundum þar sem að bankamenn voru að ljúga að okkur." Árni segir: "Og verstur var Björgólfur [Thor Björgólfsson] [...] og hann var að ljúga að hinum líka og þeir komu svo bara um kvöldið og sögðu: Það er ekkert að marka það sem þessi maður segir. Þeir voru að reyna að finna leið til að sameina Kaupþing og Landsbankann til þess að þeir gætu staðið þetta og Björgólfur sagði bara:Við reddum þessu og við reddum þessu."
Um kl. 16:00 sunnudaginn 5. október 2008 segist Jón Steinsson, hagfræðingur, hafa mætt í Ráðherrabústaðinn, en hann hafði einnig fundað þar fyrr sama dag. Jón segir að hann hafi ásamt Friðriki Má Baldurssyni, hagfræðingi, beðið eftir því að fundur hæfist með ráðherrum. Sá fundur hafi hafist um kl. 18:00. Í millitíðinni hafi bankamenn komið og farið. Jón segir að á meðan biðinni stóð hafi hann heyrt ýmsar sögur og rakti hann eina sem dæmi: "[...] ein sagan er sú einmitt að Landsbankamennirnir hafi farið inn og lagt eitthvert plan fyrir ríkisstjórnina og að það hafi verið augljóst á látbragði Sigurjóns Árnasonar að hann hafi ekki haft trú á þessu plani og Árni Matt hafi tekið eftir þessu og eftir að fundurinn var að leysast upp hafi Árni Matt komið að máli við Sigurjón og spurt hann eitthvað svona: "Hefurðu trú á þessu?" Og þá hafi Björgólfur Thor tekið utan um Sigurjón og í rauninni hrint honum út úr heherberginu og lokað á nefið á Árna Matt. Þetta var sagan sem ég heyrði."
þriðjudagur, 13. janúar 2015
Hvað er Sigmundur Davíð að segja?
Það er ekki í fyrst sinn sem maður spyr sig: Hvað er blessaður maðurinn að segja........ Hann tekur ranga ákvörðun, hann og 7 ráðgjafarnir. Á maður að segja dvergarnir???? Ákveður að sitja heima og þumbast. Hann þorir ekki að koma í viðtal í Kastljósi, umræðuþætti landsins
sem fólkið horfir á. Og úttalar sig í frjálsum fjölmiðlum. Var það kannski af ásettu ráði að sitja heima?
Svo mætir hann í viðtal þar sem hann fær að tjá sig:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að tjáningarfrelsið eigi undir högg að sækja á Vesturlöndum og að takmörk séu fyrir því hvað megi yfir höfuð ræða. Þetta eigi líka við hér á Íslandi.
Á hann erfitt með að komast í viðtal, er honum bannað að halda fram skoðunum sínum. Er hann með skoðanir sem hann vill koma á framfæri við okkur? Er það eitthvað sem varðar hina hryllilegu atburði í París í seinustu viku?????
Sigmundur Davíð ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann viðurkenndi að betra hefði verið að þiggja boðið, en mestu skipti að afstaða íslenskra stjórnvalda væri ljós. Viðbrögðin hafi komið honum nokkuð á óvart enda væri alla jafna skammast yfir því að ráðherrar séu of mikið á ferðinni.
Er það ekki hans að meta hvað það er sem hann á að gera sem æðsti valdamaður þjóðarinnar, í bili. Hvað er það sem ekki má ræða á Vesturlöndum? Á Vesturlöndum. Var ekki gangan á sunndaginn farin til að berjast fyrir frjálslyndi og tjáningarfrelsi sem við Evrópubúar tengjum oftast saman????
Menn þora ekki að ræða hvað sem er, það sé orðin alltof mikil takmörk á því hvað megi yfir höfuð tala um á Vesturlöndum.
Hefur forsætisráðherra einhverjar aðrar skoðanir á skilgreiningu á frjálslyndi. Er það stefna Framsóknarflokksins ljóst og leynt í málefnum nýbúa og flóttamanna???
Það er margt í okkar samfélagi sem minnir á þessa gagnrýni og þessa mikla umræðu sem nú er uppi um stöðu frjálslyndis á Vesturlöndum. Það er að segja, það er eins og það sé alltaf að þrengjast ramminn um hvað megi ræða og rökræða sé meira að segja bönnuð um ákveðna hluti. Ég er svolítið hræddur um að þessir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem voru að spyrja út í þessa hluti í gær, ég er svolítið hræddur að þeir sjái fyrir sér að ramminn þrengist frekar heldur en opnist. Nema kannski Píratarnir sem hafa verið svolítið duglegir sumir hverjir að minna á mikilvægi tjáningarfrelsisins.
Er það ekki tjáningarfrelsi að segja eða skrifa hug sinn, að vera ekki hræddur að setja fram skoðanir sínar hverjar sem þær eru. Og standa við þær. Það virðist ver það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er hræddur við. Við viljum heyra skoðanir hans, ekki píslarvættisóra, hver hefur betra tækifæri að setja fram skoðanir sínar frammi fyrir alþjóð en forsætisráðherra? Svo við bíðum eftir útspili hans. Og spyrjum auðmjúklega, hvers vegna var Ísland ekki með í göngunni, samkvæmt lista franskra stjórnvalda var þar enginn fulltrúi Íslenskra yfirvalda. Og boðið var bara ansi skýrt. :
sem fólkið horfir á. Og úttalar sig í frjálsum fjölmiðlum. Var það kannski af ásettu ráði að sitja heima?
Svo mætir hann í viðtal þar sem hann fær að tjá sig:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að tjáningarfrelsið eigi undir högg að sækja á Vesturlöndum og að takmörk séu fyrir því hvað megi yfir höfuð ræða. Þetta eigi líka við hér á Íslandi.
Á hann erfitt með að komast í viðtal, er honum bannað að halda fram skoðunum sínum. Er hann með skoðanir sem hann vill koma á framfæri við okkur? Er það eitthvað sem varðar hina hryllilegu atburði í París í seinustu viku?????
Sigmundur Davíð ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann viðurkenndi að betra hefði verið að þiggja boðið, en mestu skipti að afstaða íslenskra stjórnvalda væri ljós. Viðbrögðin hafi komið honum nokkuð á óvart enda væri alla jafna skammast yfir því að ráðherrar séu of mikið á ferðinni.
Er það ekki hans að meta hvað það er sem hann á að gera sem æðsti valdamaður þjóðarinnar, í bili. Hvað er það sem ekki má ræða á Vesturlöndum? Á Vesturlöndum. Var ekki gangan á sunndaginn farin til að berjast fyrir frjálslyndi og tjáningarfrelsi sem við Evrópubúar tengjum oftast saman????
Menn þora ekki að ræða hvað sem er, það sé orðin alltof mikil takmörk á því hvað megi yfir höfuð tala um á Vesturlöndum.
Hefur forsætisráðherra einhverjar aðrar skoðanir á skilgreiningu á frjálslyndi. Er það stefna Framsóknarflokksins ljóst og leynt í málefnum nýbúa og flóttamanna???
Það er margt í okkar samfélagi sem minnir á þessa gagnrýni og þessa mikla umræðu sem nú er uppi um stöðu frjálslyndis á Vesturlöndum. Það er að segja, það er eins og það sé alltaf að þrengjast ramminn um hvað megi ræða og rökræða sé meira að segja bönnuð um ákveðna hluti. Ég er svolítið hræddur um að þessir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem voru að spyrja út í þessa hluti í gær, ég er svolítið hræddur að þeir sjái fyrir sér að ramminn þrengist frekar heldur en opnist. Nema kannski Píratarnir sem hafa verið svolítið duglegir sumir hverjir að minna á mikilvægi tjáningarfrelsisins.
Er það ekki tjáningarfrelsi að segja eða skrifa hug sinn, að vera ekki hræddur að setja fram skoðanir sínar hverjar sem þær eru. Og standa við þær. Það virðist ver það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er hræddur við. Við viljum heyra skoðanir hans, ekki píslarvættisóra, hver hefur betra tækifæri að setja fram skoðanir sínar frammi fyrir alþjóð en forsætisráðherra? Svo við bíðum eftir útspili hans. Og spyrjum auðmjúklega, hvers vegna var Ísland ekki með í göngunni, samkvæmt lista franskra stjórnvalda var þar enginn fulltrúi Íslenskra yfirvalda. Og boðið var bara ansi skýrt. :
mánudagur, 12. janúar 2015
Fjölmiðlafrelsi: Heima eins og barðir rakkar
Írafárið mikla yfir fjarveru ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs í París er táknrænt.
Það segir sína sögu um bullandi óheiðarleika,kannski samviskubit innst inni, fólks sem vinnur að því hörðum höndum að útrýma fjölmiðlafrelsi hér á landi. Þeim fækkar stöðugt virkjum rannsóknarblaðamennsku og opinnar og heiðarlegrar umræðu á eyjunni í norðri. Yfirtaka DV segir sína sögu, það er eðlilegt að þeir mæti ekki til varnar mannréttindum og fjölmiðlum sem þora, þess vegna sitja þeir heima eins og barðir rakkar.:
Þeir starfsmenn sem hafa ýmist sagt upp eða verið reknir eru:
Framkvæmdastjóri
Jón Trausti Reynisson
Ritstjórar
Reynir Traustason og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Blaðamenn
María Lilja Þrastardóttir, Atli Thor Fanndal, Þórir Traustason, Viktoría Hermannsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson, Kristjana Gudbrandsdottir, Birgir Olgeirsson, Ingi Freyr Vilhjalmsson, Jóhann Páll Jóhannsson, Jón Bjarki Magnússon , Hjálmar Friðriksson , Símon Örn Reynisson, Ásgeir Jónsson og Rögnvaldur Már Helgason
Úr öðrum deildum
Heiða B. Heiðars, Jón Ingi Stefánsson, Brynja Dögg Heiðudóttir , Helgi Þorsteinsson og Þórir Traustason
Það segir sína sögu um bullandi óheiðarleika,kannski samviskubit innst inni, fólks sem vinnur að því hörðum höndum að útrýma fjölmiðlafrelsi hér á landi. Þeim fækkar stöðugt virkjum rannsóknarblaðamennsku og opinnar og heiðarlegrar umræðu á eyjunni í norðri. Yfirtaka DV segir sína sögu, það er eðlilegt að þeir mæti ekki til varnar mannréttindum og fjölmiðlum sem þora, þess vegna sitja þeir heima eins og barðir rakkar.:
Related Posts
Share This
DV – Líkbrennsla – Ingi Freyr kveður
Posted by Sandkassinn on Jan 11, 2015
Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður hefur sagt upp starfi sínu á DV.
Ingi Freyr er 21. starfsmaður blaðsins sem hverfur frá störfum í kjölfar
yfirtöku á blaðinu í September síðastliðnum.Ingi Freyr má segja að hafi
verið síðasta hálmstrá nýrra eigenda að halda í en án þessa öfluga
rannsóknarblaðamanns má segja að blaðið sé endanlega búið að vera.Þeir starfsmenn sem hafa ýmist sagt upp eða verið reknir eru:
Framkvæmdastjóri
Jón Trausti Reynisson
Ritstjórar
Reynir Traustason og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Blaðamenn
María Lilja Þrastardóttir, Atli Thor Fanndal, Þórir Traustason, Viktoría Hermannsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson, Kristjana Gudbrandsdottir, Birgir Olgeirsson, Ingi Freyr Vilhjalmsson, Jóhann Páll Jóhannsson, Jón Bjarki Magnússon , Hjálmar Friðriksson , Símon Örn Reynisson, Ásgeir Jónsson og Rögnvaldur Már Helgason
Úr öðrum deildum
Heiða B. Heiðars, Jón Ingi Stefánsson, Brynja Dögg Heiðudóttir , Helgi Þorsteinsson og Þórir Traustason
sunnudagur, 11. janúar 2015
París: Enginn íslenskur ráðamaður mætir
Eigum við ekkert erindi? Kemur þetta okkur ekki við?Var enginn fulltrúi okkar viðstaddur?
Enginn þjóðarleiðtogi frá Íslandi
Er Eyjamennskan alveg að fara með okkur? Enginn valdamaður spurður af fjölmiðlum, hvað er mikilvægara að gera þessa helgi? Einhvern tíma hefði Forsetinn talið sig eiga erindi, til að sýna samstöðu með Evrópu. En kannski er það ekki heimurinn okkar? Flokkast þetta undir sparnað? Er þetta pólitísk yfirlýsing, forsætis og utanríkisráðherra ræddu að vísu við sendiherra Frakklands og sýndu samúð. En þurfum við ekki meiri tengsl við næstu nágrannaþjóðir okkar?
Búist er við að rúmlega ein milljón manna muni safnast saman á götum Parísar nú þegar samstöðufundur vegna voðaverka vikunnar er að hefjast. Mikill viðbúnaður er vegna fundarins og munu tvö þúsund lögreglumenn og á annað þúsund hermanna sjá um öryggisgæslu.Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa boðað komu sínaá fundinn en þeirra á meðal eru Angela Merkel, kanslari Þýskalands, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Alls verða 34 leiðtogar Evrópuríkja viðstaddir fundinn en athygli vekur að forsætisráðherrar allra Norðurlandanna utan Íslands hafa boðað komu sína. Þá verður utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, viðstaddur þrátt fyrir viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússlandi og deilur þeirra í millum. (mbl.is)
föstudagur, 9. janúar 2015
Stóra spurningin: Að lifa saman
Málið sem við tölum um í dag er ekki kjarasamningur lækna eða annarra sem ætla að sýna tennurnar í viðræðum við ríkisstjórn og ríkisvald. Þar sem ekki er lengur til neitt sem heitir
verðbólga né ofurkjör né fátækt.
Nei, það er ódæði fólks sem heldur að það geti breytt veraldarsögunni með morðum. Sem heldur að það sé gleði guðs eða þóknun spámannsins að drepa saklaust fólk og koma heimshluta á annan enda og sprengja sig eða skjóta inn í paradís.
Eflaust verða margir grunnhyglir sem trúa því að allir fái fullnægingu með því að hlusta á Saga Fm og dreyma um Arnþrúði Karlsdóttur, sem halda að það sé málið að banna Mosku og gera erfiðara fyrir Islamtrúaða að iðka trú sína.
Við lifum erfiða tíma, lífið er ekki einfalt. Við horfum á her og lögreglu stilla sér upp og umkringja ódæðismenn og gísla. Það eina sem við vitum að þetta mun allt enda illa. Valdsmenn munu ræða þetta endalaust í fjölmiðlum og því miður verður stutt í næsta ódæði.
Það verða margir bloggsnillingar sem munu verða sér til skammar í netheimi. Spurningin verður samt áfram hvernig við getum lifað í þessum heim án þess að allt fari í bál og brand.
Það er stóra spurningin, það er það sem skiptir máli.
verðbólga né ofurkjör né fátækt.
Nei, það er ódæði fólks sem heldur að það geti breytt veraldarsögunni með morðum. Sem heldur að það sé gleði guðs eða þóknun spámannsins að drepa saklaust fólk og koma heimshluta á annan enda og sprengja sig eða skjóta inn í paradís.
Eflaust verða margir grunnhyglir sem trúa því að allir fái fullnægingu með því að hlusta á Saga Fm og dreyma um Arnþrúði Karlsdóttur, sem halda að það sé málið að banna Mosku og gera erfiðara fyrir Islamtrúaða að iðka trú sína.
Við lifum erfiða tíma, lífið er ekki einfalt. Við horfum á her og lögreglu stilla sér upp og umkringja ódæðismenn og gísla. Það eina sem við vitum að þetta mun allt enda illa. Valdsmenn munu ræða þetta endalaust í fjölmiðlum og því miður verður stutt í næsta ódæði.
Það verða margir bloggsnillingar sem munu verða sér til skammar í netheimi. Spurningin verður samt áfram hvernig við getum lifað í þessum heim án þess að allt fari í bál og brand.
þriðjudagur, 6. janúar 2015
mánudagur, 5. janúar 2015
Arnaldur: Hver á heima í Kamp Knox?
Vinsældir Arnaldar Indriðasona sem sakamálarithöfundar eru ótrúlegar. Hann hefur gefið út 18 bækur og náði með tímanum að vera óumdeildur konungur jólabókaflóðanna ár eftir ár. seinni árin er það eingöngu Yrsa sem hefur getað nartað í hælana á honum. Ég veit ekki hvort hún hafi komist yfir hann seinustu árin, þó held ég það ekki.
Það er ekki auðvelt að gefa út bók á hverju ári sem verður að halda í lesendur sem hafa ákveðna formúlu í huganum en samt þjóna því að rithöfundurinn sjálfur hafi gaman að því sem hann er að gera. Bækur Arnaldar eru Aldarspegill sem lýsa veruleika okkar seinustu áratugi. Hann þarf að leita fanga í söguna og það gerir hann oft á skemmtilegan hátt, bakgrunnur aðalpersónu hans Erlends Sveinssonar kemur smátt og smátt fram. Ákveðnir dramatískir og traumatískir atburðir í bernsku sem hafa mótað hann og gert hann að þessum þunga en um leið maníska manni sem fórnar öllu til að leysa þessar morðgátur sem verða á vegi hans í starfi hans sem rannsóknarlögreglumaður og áður sem lögreglumaður. Hann fórnar öllu, fjölskyldu sinni og vinum fyrir vinnuna. Allir eiga sér uppáhaldsbækur, hann náði snemma hápunkti á ferli sínum með Mýrinni og Grafarþögn. Síðan hefur maður verið mishrifinn en síðan kom viss hápunktur með uppgjöri hans við fortíð sína sem nær meistaratökum í Furðustrandir.
Bækurnar sem komu á eftir henni ná henni ekki, þær eru þunglamalegar og uppbyggingin ekki nógu markviss. En þó hafa þær allar einhverja eiginleika sem gera það að verkum að maður les þær allar. Hin pólitíska saga eftirstríðsáranna kemur þar við sögu og við sem höfum búið í Reykjavík eða alist upp þekkjum okkur ansi vel. Staðir og atburðir úr bernsku okkar eiga sér speglun í bókum Arnaldar.
Svo er með nýju bók hans Kamp Knox. Atburðir úr ævi minni hlykkjast í gegnum söguþráð bókarinnar. Ég fæddist og ólst upp fyrstu 5 ár ævi minnar í bragga inn á Teigum. Faðir minn vann um tíma á Keflavíkurflugvelli, ég fór meira að segja með honum í vinnuna tveisvar sem krakki og kynntist þessum nöturlega stað sem Arnaldur lýsir svo vel í Kamp Knox. Ég varð hernstöðvaandstæðingur sem unglingur og tók þátt í Keflavíkurgöngum og varð sem fullorðinn maður þátttakandi að skipuleggja andstöðu við Herinn og NATO og kynntist vel umræðunni um kjarnorkuvopn og átökin í kaldastríðinu.
Keflavíkurflugvöllur og búseta bandarískar hermanna er annað sjónarsvið bókarinnar, íslenskur maður finnst myrtur á slóðum þess sem varð seinna Bláa lónið og dauði hans er rakinn til atburða á Vellinum. Erlendur og samstarfskona hans Marion Brown vinna að lausn málsins með bandarískri lögreglukonu Caroline. Inn í þetta fléttast samskipti bandarískra yfirvalda og íslenskra, leyndarhyggja stórveldisins á þessum tíma, spurningar um kjarnorkuvopn og flutninga milli landa.
Hinn þráðurinn í sögunni er leit Erlends að örlögum stúlku sem hafði horfið 20 árum fyrir tímatal þessarar bókar sem er 77-78 að því er mér sýnist. Erlendur verður gagntekinn af leyndardómi Dagbjartar stúlkunnar sem hvarf. Þar fléttast saman ýmsir þættir, amerísk menning blandast þar inn í, samskipti við Völlinn, tónlist þeirra tíma, og lausnin minnir okkur á ameríska kvikmynd frá því um 1960. Lesendur sjá það þegar þeir lesa bókina.
Kamp Knox er ekki með bestu bókum Arnaldar, hún er lengi að komast í gang, hún er nær hálfnuð þegar verulegur hraði og spenna koma í sögunni. Enn er Marion óljós sem persóna, og Erlendur bætir ekki miklu við sig. Enn er hann við sama heygarðshornið varðandi lífsreynslu og æskuharm. En hamhleypni hans og ákafi við lausn mála sinna er eins og oft áður ótrúleg. Arnaldur hefur þann kost að nota Sögu okkar til að spinna örlagaþráð sem er í senn almennur og um leið einstaklingsbundinn.
Við sem erum eldri getum speglað líf okkar í örlögum persóna Arnalds, umhverfið er okkur kunnuglegt og atburðir eiga samsvörun í okkar lífi. Yngra fólk fræðist um þessa skrítnu tíma og Arnaldur verður að mata lesendur sína svo að sögur hans verði lifandi og spennandi. Honum tekst það í seinni hluta Kamp Knox. Um leið sýnir hann vel þau átök sem einkennt hefur íslensk stjórnmál þegar fjallað var um dvöl bandarísks hers hér á landi.
Arnaldur Indriðason sýnir enn okkur sjálf í spegli bókmenntanna, enn lesum við hann og dáumst að okkur sjálfum eða ekki!!
Það er ekki auðvelt að gefa út bók á hverju ári sem verður að halda í lesendur sem hafa ákveðna formúlu í huganum en samt þjóna því að rithöfundurinn sjálfur hafi gaman að því sem hann er að gera. Bækur Arnaldar eru Aldarspegill sem lýsa veruleika okkar seinustu áratugi. Hann þarf að leita fanga í söguna og það gerir hann oft á skemmtilegan hátt, bakgrunnur aðalpersónu hans Erlends Sveinssonar kemur smátt og smátt fram. Ákveðnir dramatískir og traumatískir atburðir í bernsku sem hafa mótað hann og gert hann að þessum þunga en um leið maníska manni sem fórnar öllu til að leysa þessar morðgátur sem verða á vegi hans í starfi hans sem rannsóknarlögreglumaður og áður sem lögreglumaður. Hann fórnar öllu, fjölskyldu sinni og vinum fyrir vinnuna. Allir eiga sér uppáhaldsbækur, hann náði snemma hápunkti á ferli sínum með Mýrinni og Grafarþögn. Síðan hefur maður verið mishrifinn en síðan kom viss hápunktur með uppgjöri hans við fortíð sína sem nær meistaratökum í Furðustrandir.
Bækurnar sem komu á eftir henni ná henni ekki, þær eru þunglamalegar og uppbyggingin ekki nógu markviss. En þó hafa þær allar einhverja eiginleika sem gera það að verkum að maður les þær allar. Hin pólitíska saga eftirstríðsáranna kemur þar við sögu og við sem höfum búið í Reykjavík eða alist upp þekkjum okkur ansi vel. Staðir og atburðir úr bernsku okkar eiga sér speglun í bókum Arnaldar.
Svo er með nýju bók hans Kamp Knox. Atburðir úr ævi minni hlykkjast í gegnum söguþráð bókarinnar. Ég fæddist og ólst upp fyrstu 5 ár ævi minnar í bragga inn á Teigum. Faðir minn vann um tíma á Keflavíkurflugvelli, ég fór meira að segja með honum í vinnuna tveisvar sem krakki og kynntist þessum nöturlega stað sem Arnaldur lýsir svo vel í Kamp Knox. Ég varð hernstöðvaandstæðingur sem unglingur og tók þátt í Keflavíkurgöngum og varð sem fullorðinn maður þátttakandi að skipuleggja andstöðu við Herinn og NATO og kynntist vel umræðunni um kjarnorkuvopn og átökin í kaldastríðinu.
Keflavíkurflugvöllur og búseta bandarískar hermanna er annað sjónarsvið bókarinnar, íslenskur maður finnst myrtur á slóðum þess sem varð seinna Bláa lónið og dauði hans er rakinn til atburða á Vellinum. Erlendur og samstarfskona hans Marion Brown vinna að lausn málsins með bandarískri lögreglukonu Caroline. Inn í þetta fléttast samskipti bandarískra yfirvalda og íslenskra, leyndarhyggja stórveldisins á þessum tíma, spurningar um kjarnorkuvopn og flutninga milli landa.
Hinn þráðurinn í sögunni er leit Erlends að örlögum stúlku sem hafði horfið 20 árum fyrir tímatal þessarar bókar sem er 77-78 að því er mér sýnist. Erlendur verður gagntekinn af leyndardómi Dagbjartar stúlkunnar sem hvarf. Þar fléttast saman ýmsir þættir, amerísk menning blandast þar inn í, samskipti við Völlinn, tónlist þeirra tíma, og lausnin minnir okkur á ameríska kvikmynd frá því um 1960. Lesendur sjá það þegar þeir lesa bókina.
Kamp Knox er ekki með bestu bókum Arnaldar, hún er lengi að komast í gang, hún er nær hálfnuð þegar verulegur hraði og spenna koma í sögunni. Enn er Marion óljós sem persóna, og Erlendur bætir ekki miklu við sig. Enn er hann við sama heygarðshornið varðandi lífsreynslu og æskuharm. En hamhleypni hans og ákafi við lausn mála sinna er eins og oft áður ótrúleg. Arnaldur hefur þann kost að nota Sögu okkar til að spinna örlagaþráð sem er í senn almennur og um leið einstaklingsbundinn.
Við sem erum eldri getum speglað líf okkar í örlögum persóna Arnalds, umhverfið er okkur kunnuglegt og atburðir eiga samsvörun í okkar lífi. Yngra fólk fræðist um þessa skrítnu tíma og Arnaldur verður að mata lesendur sína svo að sögur hans verði lifandi og spennandi. Honum tekst það í seinni hluta Kamp Knox. Um leið sýnir hann vel þau átök sem einkennt hefur íslensk stjórnmál þegar fjallað var um dvöl bandarísks hers hér á landi.
Arnaldur Indriðason sýnir enn okkur sjálf í spegli bókmenntanna, enn lesum við hann og dáumst að okkur sjálfum eða ekki!!
sunnudagur, 4. janúar 2015
Tylliræður: Sjálfbirgingsháttur í þröngum heimi
Það er merkilegt að lesa sjálfbirgingshátt valdamanna okkar í tylliræðum um áramótin. Það er dapurlegt að virða fyrir sér sjálfsánægju í þessum þrönga heimi þar sem vart er litið út fyrir eyjuna okkar í norðrinu. Þar sem allt er miðað við þann tíma sem þeir hafa setið á
valdastólum. Enn er heiftin svo mikil við fyrrverandi ríkisstjórn sem tók við erfiðasta búi allra tíma að það er ekki hægt að skoða hlutina í samhengi. Eins og að byrjunin á uppgangi okkar frá Hruninu mikla hefst ekki 2013-2014 eins og forsætisráðherrann segir heldur á árunum 2011-2012 þar sem ýmislegt fór til betri vegar. Ég fjallaði um það í seinasta bloggi að einstaklingar hefður safnast upp lánum upp á tugi milljarða sem allt var afskrifað. Svo er heill banki Norræni fjárfestingarbankinn sem fær sitt mesta tap í íslenska hruninu sbr. þessa fyrirsögn í Viðskiptablaðinu nýverið og mat það þannig að ekkert lán kom fyrr en á seinasta ári til Íslands nema með ríkisábyrgð:
Já lesendur góðir, það er ekkert gefið í þessu lífi, við verðum átta okkur á því að það er með
samráði ríkja og heimshluta sem okkur tekst að tryggja líf á plánetu Jörð. Ekki með sjálfsánægju og sjónarhorni naflaskoðarans.
Þau eru gleðihátíð vegna þess að það liðna er búið og gert, af sumu getum við verið stolt, annað hefðum við viljað gera öðruvísi en við áramót fellst gildi hins liðna fyrst og fremst í því hvernig það nýtist okkur í framtíðinni, sem góðar minningar eða lærdómur og reynsla sem nýta má til að gera hlutina betur.
Framtíðin er hins vegar óráðin. Með allri sinni óvissu og áskorunum felur hún í sér fyriheit um nýjar upplifanir og möguleika, hún vekur forvitni og þrár, hún er forsenda framfara og nýrra tækifæra.
Það er ríkur þáttur í menningu okkar, og raunar í mannseðlinu, að vilja gera betur, ná lengra, upplifa fleira. Það er stundum sagt, og ekki að ástæðulausu, að við séum bara jafngömul og okkur finnst við vera.
Við hlúum best að æskunni í sálinni með því að viðhalda forvitni og þrá eftir að upplifa nýja hluti. Það þarf ekki að vera ferð til fjarlægra landa eða keppni á Ólympíuleikum, upplifunin getur líka falist í því að lesa nýja bók, fylgjast með barni þroskast eða sjá æskustöðvarnar í nýju ljósi.
Ég minnist þess að hafa heyrt viðtal við mann sem orðinn var 100 ára gamall. Hann sagðist vakna glaður á hverjum einasta morgni því honum þótti í senn merkilegt og skemmtilegt að fá að upplifa einn dag í viðbót og sjá sólina rísa einu sinni enn.
Þess vegna eru áramót tilefni fögnuðar um víða veröld, líka hjá þeim sem ekki búa við sömu gæði og sama öryggi og við Íslendingar. Um þessi áramót eigum við að leyfa okkur að gleðjast. Tækifærin sem bíða okkar hafa aldrei verið jafnmörg og stór og þau eru nú.
Íslendingar hafa náð nánast einstökum árangri við uppbyggingu samfélags á liðnum áratugum.
Sum ár hafa skilað okkur lengra fram á veginn en önnur en á heildina litið er saga íslenska lýðveldisins einstök framfarasaga.
Það er nánast sama hvaða alþjóðlegu samanburðarlistar eru skoðaðir, þar sem lagt er mat á lönd eftir hlutum á borð við jafnrétti, lífsgæði, öryggi, heilbrigðisþjónustu, læsi eða langlífi, alls staðar er Ísland á meðal þeirra efstu.
Fulltrúar þessarar fámennu þjóðar hafa líka unnið ótrúleg afrek, t.d. á sviði lista, vísinda og fræða. Jafnvel í stærstu keppnisíþróttum heims hafa fulltrúar okkar unnið frækna sigra og glatt íslensk hjörtu.
Við eigum að vera stolt af þessum árangri okkar Íslendinga og gleðjast yfir honum, ekki til að setja okkur á háan hest á kostnað annarra eða státa okkur af því sem við höfum áorkað og ímynda okkur að það sé sjálfsagður hlutur. Nei við eigum að vera stolt af því sem við og fyrri kynslóðir höfum áorkað vegna þess að það minnir okkur á að við getum gert enn betur.
Þannig segir sú staðreynd að á Íslandi sé lægst hlutfall fátæktar í Evrópu okkur ekki að við eigum að sætta okkur við það hlutfall, hún segir okkur að fátækt eigi ekki að þurfa að vera til á Íslandi.
Á heildina litið hefur árið 2014 skilað okkur vel fram veginn. Kaupmáttur launa hefur aukist um meira en 5% á einu ári en fá dæmi eru um slíkt hvort sem litið er til sögu Íslands eða til annarra landa. Verðmætasköpun jókst meira á árinu en í flestum ef ekki öllum öðrum Evrópulöndum.
Sjaldan hefur tekist jafnvel til og nú að koma á efnahagslegum stöðugleika sem endurspeglast meðal annars í lágri verðbólgu en hún hefur nú mælst undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í tæpt ár.
Atvinnuleysi er komið niður í 3 prósent, um 6.000 ný heilsársstörf hafa orðið til á einu og hálfu ári. Fjárfesting hefur aukist töluvert og mörg og fjölbreytileg atvinnuskapandi verkefni eru í burðarliðnum.
Á sama tíma er tugum milljarða skilað til heimilanna í landinu með lækkun skatta og gjalda og beinum framlögum þar sem sérstaklega er hugað að því að bæta stöðu lágtekjufólks og fólks með millitekjur.
Skerðingar á örorku- og lífeyrisbótum sem ráðist var í fyrir fimm árum hafa að fullu verið afnumdar og framlög til félagsmála aukin verulega. Þau hafa raunar aldrei í sögu landsins verið meiri en þau verða á nýja árinu.
Á árinu var líka hrint í framkvæmd einstæðri aðgerð til að rétta hlut íslenskra heimila sem tóku á sig umtalsverðar byrðar í kjölfar fjármálaáfallsins. Þessar aðgerðir og önnur úrræði fyrir þá sem vilja eignast heimili eða leigja munu hafa jákvæð áhrif á allt samfélagið. Þær draga úr greiðslubyrði og auka ráðstöfunartekjur og áhrifin koma ekki aðeins fram á árinu 2015, þeirra mun gæta áratugi fram í tímann.
Árið 2014 bætti stöðu okkar til mikilla muna en nú er rétt að líta fram á veginn og minnast þess að árangur ársins 2014 hefur alla burði til að verða traustur grunnur áframhaldandi framfara á árinu 2015.
Árangur ársins sem við kveðjum í kvöld náðist ekki af sjálfum sér. Margir lögðu mikið á sig til að gera hann að veruleika.
Því betur sem við stöndum saman að því að nýta tækifæri nýja ársins, þeim mun meiri verður afraksturinn.
En forsenda þess að ná árangri í framtíðinni verður hér eftir sem hingað til sú að við höfum trú á okkur sjálfum, trú á landinu okkar og trú á getu íslenskrar þjóðar til að byggja upp og sækja fram.
Á nýju ári mun ríkisstjórnin vinna að framþróun alls þess sem er til þess fallið að gera líf sem flestra betra. -Verkefnum sem bæta samfélagið, stuðla að betri heilsu, meira öryggi, betri kjörum, fallegra og heilnæmara umhverfi og meiri gleði.
Að þessu viljum við vinna með hverjum þeim sem vill leggja hönd á plóg með okkur. Við gerum okkur grein fyrir því að mestur árangur næst með samvinnu. Samfélag er samvinnuverkefni.
Takist að ná samstöðu, meðal annars um að huga sérstaklega að því að bæta kjör fólks með lægri- eða millitekjur má í upphafi hins nýja árs leggja grunn að áframhaldandi verðlagsstöðugleika og kaupmáttaraukningu.
Fátt er okkur meira virði en heilsa okkar og okkar nánustu. Þess vegna hefur verið forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu en á árinu 2015 verður meira fjármagni varið til Landspítalans en nokkurn tímann áður, auk sjöföldunar árlegs framlags til tækjakaupa á spítalanum.
Áfram verður haldið við að bæta heilbrigðiskerfið með það að markmiði að heilbrigðisþjónusta á Íslandi jafnist á við það sem best gerist í heiminum.
Samhliða því verður ráðist í sérstakt lýðheilsuátak.Það að hver og einn hugi að eigin heilsu er árangursríkasta og hagkvæmasta leiðin til að auka lífsgæði og styrkja heilbrigðiskerfið.
Stóraukin framlög til vísinda- og rannsókna munu þegar á árinu 2015 ýta verulega undir það mikla nýsköpunarstarf sem verið hefur að leysast úr læðingi á Íslandi á síðustu misserum.
Á nýju ári verður hafist handa við eitt stærsta framfaramál sem hægt er að ráðast í til að styrkja innviði og byggðir landsins. Hafin verður vinna við átaksverkefni við að ljósleiðaravæða allt landið, hvern einasta bæ, hvern dal og fjörð og tengja þannig landið allt við hraðbraut upplýsinga og samskipta.
Reynslan sýnir að umhverfi okkar, eins og veðrið, hefur mikil áhrif á lífsgæði, það hvernig okkur líður. Áfram verður allra veðra von á Íslandi en ný lög um verndarsvæði í byggð og önnur mál sem stuðla munu að fegrun borga, bæja og sveita munu færa Ísland í hóp þeirra landa sem mestum árangri hafa náð í fegrun umhverfisins.
Við getum því vonandi litið aftur til áranna 2013 og 2014 sem upphafsára mikils uppbyggingarskeiðs í íslensku samfélagi, sannkallaðs endurreisnartíma.
Þó má ekki gleyma því að enn á eftir að ljúka veigamiklum þætti í uppgjöri fjármálaáfallsins sem Íslendingar upplifðu af fullum þunga, fyrstir þjóða, fyrir rúmum sex árum.
Enn eru í landinu höft á flutningi fjármagns. Stærsta hindrunin í afnámi hafta eru svokölluð slitabú hinna föllnu banka en þau hafa þegar starfað lengur en æskilegt getur talist. Framan af nutu slitabúin skattleysis þrátt fyrir að vera að flestu leyti rekin eins og fyrirtæki. En með skattlagningu búanna er það efnahagslega svigrúm sem er óhjákvæmilegur liður í afnámi hafta nú loks byrjað að myndast.
Það er nauðsynlegt að þessi fyrirtæki leggi sitt af mörkum til samfélagsins.
Víða erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, hafa fjármálafyrirtæki, sem í flestum tilvikum var haldið gangandi með aðgangi að ríkiskassa landanna verið látin greiða himinháar sektir ofan á endurgreiðslu lána til að bæta samfélögunum það tjón sem hlotist hafði af framgöngu þeirra.
Frá því að ný ríkisstjórn tók við hefur farið fram umfangsmikil vinna við að meta eftirstöðvar fjármálaáfallsins og hvernig best sé að vinna úr þeim. Sú vinna hefur skilað því að stjórnvöld eru nú vel í stakk búin til að ráðast í veigamiklar aðgerðir snemma á nýju ári.
Hvaða leið sem verður farin mun ríkisstjórnin aldrei hvika frá því að standa vörð um hagsmuni almennings í landinu. Íslenska þjóðin hefur þegar tekið á sig allan þann kostnað sem hægt er að ætlast til af henni vegna hins alþjóðlega fjármálaáfalls, kostnað sem hefði hæglega getað orðið enn þá meiri og jafnvel óbærilegur ef Íslendingar hefðu ekki staðið á rétti sínum.
Við lausn þessa verkefnis ríður mikið á að við stöndum öll saman Íslendingar, þá verður þetta mikla hagsmunamál þjóðarinnar, eins og önnur, farsællega til lykta leitt.
Kæru landsmenn.
Grunnstoðir íslensks samfélags eru sterkar og á þeim er gott að byggja. Það er afrakstur þrotlausrar vinnu og framsýni kynslóðanna sem á undan gengu. Við áramót er við hæfi að minnast þess, þakka það og virða. Það er líka við hæfi að færa sérstakar þakkir til þeirra tugþúsunda Íslendinga sem leggja á sig ómælt erfiði í sjálfboðvinnu til að bæta líf í þessu landi og auka velferð og öryggi samborgaranna.
Árið 2014 minnti okkur oft á að þótt náttúra landsins sé gjöful og fögur reynist hún oft viðsjárverð. Fórnfýsi og hugrekki íslenskra björgunarsveita reyndist okkur ómetanleg þetta árið eins og svo oft áður og minnti á að björgunarsveitirnar hljóta að teljast eitt mesta stolt þessarar þjóðar.
Á þessum tímamótum er líka viðeigandi að hugsa með hlýhug til þeirra sem eru að takast á við veikindi eða aðra erfiðleika og þeirra sem rétta þeim hjálparhönd.
Nýtt ár nýrra tækifæra er aðganga í garð. Leyfum okkur að gleðjast, með því sýnum við þakklæti fyrir þá gæfu sem okkur hefur hlotnast sem þjóð en með því að gleðjast verðum við líka betur í stakk búin til að gera lífið á Íslandi enn betra, hjálpa þeim betur sem þurfa hjálpar við hér heima og erlendis og halda áfram hinni miklu framfarasögu þessa góða lands.
Berum virðingu fyrir fortíðinni, trúum á framtíðina og fögnum því að nú hefjist nýtt ár nýrra tækifæra.
Ég óska ykkur öllum gleði og farsældar á nýju ári.
„Segja má að Vesturlönd hafi sloppið fyrir horn á áttunda áratugnum þegar konur fóru í auknum mæli inn á vinnumarkaðinn og það leiddi til hagvaxtar og verðmætasköpunar. Núna eru þjóðir Evrópu að eldast og útgjöld hins opinbera eru að aukast. Það verða því sífellt færri í vinnu við að búa til þau verðmæti sem þurfa að standa undir sameiginlegum kostnaði. Við munum ekki ná að leysa þetta vandamál nema tvennt komi til. Við þurfum að auka verðmætasköpun og framleiðni í hagkerfinu og halda aftur af vexti opinbera kerfisins. Þessu tengt verðum við að auka viðskipti okkar við þá heimshluta þar sem vænta má vaxtar. Við getum ekki reitt okkur á Evrópu í þessum efnum.“
Það er algengt í aðdraganda kjarasamninga að launþegahreyfingar og samtök atvinnurekenda reyni að varpa sem mestri ábyrgð yfir á stjórnvöld. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, en hann var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Hann hafnar samráðsleysi og að stjórnvöld hafi slitið samningum við aðila vinnumarkaðarins.
Samtök launþega og atvinnurekenda hafa gagnrýnt núverandi ríkisstjórn að undanförnu, meðal annars vegna skorts á samráði. Til að mynda var haft eftir Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í Fréttablaðinu á föstudaginn að stjórnvöld hefðu rofið sátt við atvinnulífið með því að lækka ekki tryggingagjaldið.
Sigmundur segist skilja áhyggjur atvinnurekenda af tryggingagjaldinu. Það hafi ekki lækkað samhliða minnkandi atvinnuleysi. Hins vegar sé mögulegt, ef vel tekst til í kjarasamningum, að svigrúm skapist í framhaldinu til að lækka tryggingagjaldið. Því sé mjög mikilvægt að launþegahreyfingar, atvinnurekendur og stjórnvöld nái saman um að verja stöðugleikann.
Sigmundur gefur lítið fyrir ásakanir um skort á samráði. Hann bendir á að stjórnvöld séu sífellt í beinu samtali við fulltrúa vinnumarkaðarins og auk þess eigi sér stað samráð við þessa aðila í um 80 nefndum og ráðum.
valdastólum. Enn er heiftin svo mikil við fyrrverandi ríkisstjórn sem tók við erfiðasta búi allra tíma að það er ekki hægt að skoða hlutina í samhengi. Eins og að byrjunin á uppgangi okkar frá Hruninu mikla hefst ekki 2013-2014 eins og forsætisráðherrann segir heldur á árunum 2011-2012 þar sem ýmislegt fór til betri vegar. Ég fjallaði um það í seinasta bloggi að einstaklingar hefður safnast upp lánum upp á tugi milljarða sem allt var afskrifað. Svo er heill banki Norræni fjárfestingarbankinn sem fær sitt mesta tap í íslenska hruninu sbr. þessa fyrirsögn í Viðskiptablaðinu nýverið og mat það þannig að ekkert lán kom fyrr en á seinasta ári til Íslands nema með ríkisábyrgð:
NIB tapaði 12 milljörðum í hruninu
Í góðærisbrjálæðinu fyrir 2007 voru nokkrir tugir einstaklinga að safna skuldum upp a hundruðir milljarða sem þeir voru aldrei borgunarmenn fyrir. Og þeir sem úthlutuðu þessum fjármunum þótti það sjálfsagt og eðilegt. Svo mikið væri það gott ef valdsmenn okkar gætu litið upp úr sínum þrönga polli og séð hlutina af sjónarhorni þar sem við erum ekki einir í heiminum, við lifum erfiða stríðstíma þar sem aldrei er öruggt hvað kemur næst, umhverfismálin verða ef til vill sá Akillesarhæll sem mun valda hruni okkar siðmenningar, stríðsherrar fara víða um völl með grimmd og hatur að leiðarljósi, stórmennskuórar lifa víða.Já lesendur góðir, það er ekkert gefið í þessu lífi, við verðum átta okkur á því að það er með
samráði ríkja og heimshluta sem okkur tekst að tryggja líf á plánetu Jörð. Ekki með sjálfsánægju og sjónarhorni naflaskoðarans.
Hér er áramótaávarp Forsætisráðherra og glefsur úr viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi:
Kæru landsmenn. Gleðilega hátíð.
Við áramót er venjan að fagna, halda hátíð og gleðjast með þeim sem standa manni næst. Inn í gleðina getur blandast söknuður og eftirsjá eftir liðnum tíma eða ástvinum sem fallnir eru frá. En þótt áramót séu í senn tími til að líta yfir farinn veg og horfa fram á við, tími þar sem bæði söknuður og eftirvænting gera vart við sig, eru áramót fyrst og fremst gleðihátíð.Þau eru gleðihátíð vegna þess að það liðna er búið og gert, af sumu getum við verið stolt, annað hefðum við viljað gera öðruvísi en við áramót fellst gildi hins liðna fyrst og fremst í því hvernig það nýtist okkur í framtíðinni, sem góðar minningar eða lærdómur og reynsla sem nýta má til að gera hlutina betur.
Framtíðin er hins vegar óráðin. Með allri sinni óvissu og áskorunum felur hún í sér fyriheit um nýjar upplifanir og möguleika, hún vekur forvitni og þrár, hún er forsenda framfara og nýrra tækifæra.
Það er ríkur þáttur í menningu okkar, og raunar í mannseðlinu, að vilja gera betur, ná lengra, upplifa fleira. Það er stundum sagt, og ekki að ástæðulausu, að við séum bara jafngömul og okkur finnst við vera.
Við hlúum best að æskunni í sálinni með því að viðhalda forvitni og þrá eftir að upplifa nýja hluti. Það þarf ekki að vera ferð til fjarlægra landa eða keppni á Ólympíuleikum, upplifunin getur líka falist í því að lesa nýja bók, fylgjast með barni þroskast eða sjá æskustöðvarnar í nýju ljósi.
Ég minnist þess að hafa heyrt viðtal við mann sem orðinn var 100 ára gamall. Hann sagðist vakna glaður á hverjum einasta morgni því honum þótti í senn merkilegt og skemmtilegt að fá að upplifa einn dag í viðbót og sjá sólina rísa einu sinni enn.
Þess vegna eru áramót tilefni fögnuðar um víða veröld, líka hjá þeim sem ekki búa við sömu gæði og sama öryggi og við Íslendingar. Um þessi áramót eigum við að leyfa okkur að gleðjast. Tækifærin sem bíða okkar hafa aldrei verið jafnmörg og stór og þau eru nú.
Íslendingar hafa náð nánast einstökum árangri við uppbyggingu samfélags á liðnum áratugum.
Sum ár hafa skilað okkur lengra fram á veginn en önnur en á heildina litið er saga íslenska lýðveldisins einstök framfarasaga.
Það er nánast sama hvaða alþjóðlegu samanburðarlistar eru skoðaðir, þar sem lagt er mat á lönd eftir hlutum á borð við jafnrétti, lífsgæði, öryggi, heilbrigðisþjónustu, læsi eða langlífi, alls staðar er Ísland á meðal þeirra efstu.
Fulltrúar þessarar fámennu þjóðar hafa líka unnið ótrúleg afrek, t.d. á sviði lista, vísinda og fræða. Jafnvel í stærstu keppnisíþróttum heims hafa fulltrúar okkar unnið frækna sigra og glatt íslensk hjörtu.
Við eigum að vera stolt af þessum árangri okkar Íslendinga og gleðjast yfir honum, ekki til að setja okkur á háan hest á kostnað annarra eða státa okkur af því sem við höfum áorkað og ímynda okkur að það sé sjálfsagður hlutur. Nei við eigum að vera stolt af því sem við og fyrri kynslóðir höfum áorkað vegna þess að það minnir okkur á að við getum gert enn betur.
Þannig segir sú staðreynd að á Íslandi sé lægst hlutfall fátæktar í Evrópu okkur ekki að við eigum að sætta okkur við það hlutfall, hún segir okkur að fátækt eigi ekki að þurfa að vera til á Íslandi.
Á heildina litið hefur árið 2014 skilað okkur vel fram veginn. Kaupmáttur launa hefur aukist um meira en 5% á einu ári en fá dæmi eru um slíkt hvort sem litið er til sögu Íslands eða til annarra landa. Verðmætasköpun jókst meira á árinu en í flestum ef ekki öllum öðrum Evrópulöndum.
Sjaldan hefur tekist jafnvel til og nú að koma á efnahagslegum stöðugleika sem endurspeglast meðal annars í lágri verðbólgu en hún hefur nú mælst undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í tæpt ár.
Atvinnuleysi er komið niður í 3 prósent, um 6.000 ný heilsársstörf hafa orðið til á einu og hálfu ári. Fjárfesting hefur aukist töluvert og mörg og fjölbreytileg atvinnuskapandi verkefni eru í burðarliðnum.
Á sama tíma er tugum milljarða skilað til heimilanna í landinu með lækkun skatta og gjalda og beinum framlögum þar sem sérstaklega er hugað að því að bæta stöðu lágtekjufólks og fólks með millitekjur.
Skerðingar á örorku- og lífeyrisbótum sem ráðist var í fyrir fimm árum hafa að fullu verið afnumdar og framlög til félagsmála aukin verulega. Þau hafa raunar aldrei í sögu landsins verið meiri en þau verða á nýja árinu.
Á árinu var líka hrint í framkvæmd einstæðri aðgerð til að rétta hlut íslenskra heimila sem tóku á sig umtalsverðar byrðar í kjölfar fjármálaáfallsins. Þessar aðgerðir og önnur úrræði fyrir þá sem vilja eignast heimili eða leigja munu hafa jákvæð áhrif á allt samfélagið. Þær draga úr greiðslubyrði og auka ráðstöfunartekjur og áhrifin koma ekki aðeins fram á árinu 2015, þeirra mun gæta áratugi fram í tímann.
Árið 2014 bætti stöðu okkar til mikilla muna en nú er rétt að líta fram á veginn og minnast þess að árangur ársins 2014 hefur alla burði til að verða traustur grunnur áframhaldandi framfara á árinu 2015.
Árangur ársins sem við kveðjum í kvöld náðist ekki af sjálfum sér. Margir lögðu mikið á sig til að gera hann að veruleika.
Því betur sem við stöndum saman að því að nýta tækifæri nýja ársins, þeim mun meiri verður afraksturinn.
En forsenda þess að ná árangri í framtíðinni verður hér eftir sem hingað til sú að við höfum trú á okkur sjálfum, trú á landinu okkar og trú á getu íslenskrar þjóðar til að byggja upp og sækja fram.
Á nýju ári mun ríkisstjórnin vinna að framþróun alls þess sem er til þess fallið að gera líf sem flestra betra. -Verkefnum sem bæta samfélagið, stuðla að betri heilsu, meira öryggi, betri kjörum, fallegra og heilnæmara umhverfi og meiri gleði.
Að þessu viljum við vinna með hverjum þeim sem vill leggja hönd á plóg með okkur. Við gerum okkur grein fyrir því að mestur árangur næst með samvinnu. Samfélag er samvinnuverkefni.
Takist að ná samstöðu, meðal annars um að huga sérstaklega að því að bæta kjör fólks með lægri- eða millitekjur má í upphafi hins nýja árs leggja grunn að áframhaldandi verðlagsstöðugleika og kaupmáttaraukningu.
Fátt er okkur meira virði en heilsa okkar og okkar nánustu. Þess vegna hefur verið forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu en á árinu 2015 verður meira fjármagni varið til Landspítalans en nokkurn tímann áður, auk sjöföldunar árlegs framlags til tækjakaupa á spítalanum.
Áfram verður haldið við að bæta heilbrigðiskerfið með það að markmiði að heilbrigðisþjónusta á Íslandi jafnist á við það sem best gerist í heiminum.
Samhliða því verður ráðist í sérstakt lýðheilsuátak.Það að hver og einn hugi að eigin heilsu er árangursríkasta og hagkvæmasta leiðin til að auka lífsgæði og styrkja heilbrigðiskerfið.
Stóraukin framlög til vísinda- og rannsókna munu þegar á árinu 2015 ýta verulega undir það mikla nýsköpunarstarf sem verið hefur að leysast úr læðingi á Íslandi á síðustu misserum.
Á nýju ári verður hafist handa við eitt stærsta framfaramál sem hægt er að ráðast í til að styrkja innviði og byggðir landsins. Hafin verður vinna við átaksverkefni við að ljósleiðaravæða allt landið, hvern einasta bæ, hvern dal og fjörð og tengja þannig landið allt við hraðbraut upplýsinga og samskipta.
Reynslan sýnir að umhverfi okkar, eins og veðrið, hefur mikil áhrif á lífsgæði, það hvernig okkur líður. Áfram verður allra veðra von á Íslandi en ný lög um verndarsvæði í byggð og önnur mál sem stuðla munu að fegrun borga, bæja og sveita munu færa Ísland í hóp þeirra landa sem mestum árangri hafa náð í fegrun umhverfisins.
Við getum því vonandi litið aftur til áranna 2013 og 2014 sem upphafsára mikils uppbyggingarskeiðs í íslensku samfélagi, sannkallaðs endurreisnartíma.
Þó má ekki gleyma því að enn á eftir að ljúka veigamiklum þætti í uppgjöri fjármálaáfallsins sem Íslendingar upplifðu af fullum þunga, fyrstir þjóða, fyrir rúmum sex árum.
Enn eru í landinu höft á flutningi fjármagns. Stærsta hindrunin í afnámi hafta eru svokölluð slitabú hinna föllnu banka en þau hafa þegar starfað lengur en æskilegt getur talist. Framan af nutu slitabúin skattleysis þrátt fyrir að vera að flestu leyti rekin eins og fyrirtæki. En með skattlagningu búanna er það efnahagslega svigrúm sem er óhjákvæmilegur liður í afnámi hafta nú loks byrjað að myndast.
Það er nauðsynlegt að þessi fyrirtæki leggi sitt af mörkum til samfélagsins.
Víða erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, hafa fjármálafyrirtæki, sem í flestum tilvikum var haldið gangandi með aðgangi að ríkiskassa landanna verið látin greiða himinháar sektir ofan á endurgreiðslu lána til að bæta samfélögunum það tjón sem hlotist hafði af framgöngu þeirra.
Frá því að ný ríkisstjórn tók við hefur farið fram umfangsmikil vinna við að meta eftirstöðvar fjármálaáfallsins og hvernig best sé að vinna úr þeim. Sú vinna hefur skilað því að stjórnvöld eru nú vel í stakk búin til að ráðast í veigamiklar aðgerðir snemma á nýju ári.
Hvaða leið sem verður farin mun ríkisstjórnin aldrei hvika frá því að standa vörð um hagsmuni almennings í landinu. Íslenska þjóðin hefur þegar tekið á sig allan þann kostnað sem hægt er að ætlast til af henni vegna hins alþjóðlega fjármálaáfalls, kostnað sem hefði hæglega getað orðið enn þá meiri og jafnvel óbærilegur ef Íslendingar hefðu ekki staðið á rétti sínum.
Við lausn þessa verkefnis ríður mikið á að við stöndum öll saman Íslendingar, þá verður þetta mikla hagsmunamál þjóðarinnar, eins og önnur, farsællega til lykta leitt.
Kæru landsmenn.
Grunnstoðir íslensks samfélags eru sterkar og á þeim er gott að byggja. Það er afrakstur þrotlausrar vinnu og framsýni kynslóðanna sem á undan gengu. Við áramót er við hæfi að minnast þess, þakka það og virða. Það er líka við hæfi að færa sérstakar þakkir til þeirra tugþúsunda Íslendinga sem leggja á sig ómælt erfiði í sjálfboðvinnu til að bæta líf í þessu landi og auka velferð og öryggi samborgaranna.
Árið 2014 minnti okkur oft á að þótt náttúra landsins sé gjöful og fögur reynist hún oft viðsjárverð. Fórnfýsi og hugrekki íslenskra björgunarsveita reyndist okkur ómetanleg þetta árið eins og svo oft áður og minnti á að björgunarsveitirnar hljóta að teljast eitt mesta stolt þessarar þjóðar.
Á þessum tímamótum er líka viðeigandi að hugsa með hlýhug til þeirra sem eru að takast á við veikindi eða aðra erfiðleika og þeirra sem rétta þeim hjálparhönd.
Nýtt ár nýrra tækifæra er aðganga í garð. Leyfum okkur að gleðjast, með því sýnum við þakklæti fyrir þá gæfu sem okkur hefur hlotnast sem þjóð en með því að gleðjast verðum við líka betur í stakk búin til að gera lífið á Íslandi enn betra, hjálpa þeim betur sem þurfa hjálpar við hér heima og erlendis og halda áfram hinni miklu framfarasögu þessa góða lands.
Berum virðingu fyrir fortíðinni, trúum á framtíðina og fögnum því að nú hefjist nýtt ár nýrra tækifæra.
Ég óska ykkur öllum gleði og farsældar á nýju ári.
„Segja má að Vesturlönd hafi sloppið fyrir horn á áttunda áratugnum þegar konur fóru í auknum mæli inn á vinnumarkaðinn og það leiddi til hagvaxtar og verðmætasköpunar. Núna eru þjóðir Evrópu að eldast og útgjöld hins opinbera eru að aukast. Það verða því sífellt færri í vinnu við að búa til þau verðmæti sem þurfa að standa undir sameiginlegum kostnaði. Við munum ekki ná að leysa þetta vandamál nema tvennt komi til. Við þurfum að auka verðmætasköpun og framleiðni í hagkerfinu og halda aftur af vexti opinbera kerfisins. Þessu tengt verðum við að auka viðskipti okkar við þá heimshluta þar sem vænta má vaxtar. Við getum ekki reitt okkur á Evrópu í þessum efnum.“
Það er algengt í aðdraganda kjarasamninga að launþegahreyfingar og samtök atvinnurekenda reyni að varpa sem mestri ábyrgð yfir á stjórnvöld. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, en hann var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Hann hafnar samráðsleysi og að stjórnvöld hafi slitið samningum við aðila vinnumarkaðarins.
Samtök launþega og atvinnurekenda hafa gagnrýnt núverandi ríkisstjórn að undanförnu, meðal annars vegna skorts á samráði. Til að mynda var haft eftir Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í Fréttablaðinu á föstudaginn að stjórnvöld hefðu rofið sátt við atvinnulífið með því að lækka ekki tryggingagjaldið.
Sigmundur segist skilja áhyggjur atvinnurekenda af tryggingagjaldinu. Það hafi ekki lækkað samhliða minnkandi atvinnuleysi. Hins vegar sé mögulegt, ef vel tekst til í kjarasamningum, að svigrúm skapist í framhaldinu til að lækka tryggingagjaldið. Því sé mjög mikilvægt að launþegahreyfingar, atvinnurekendur og stjórnvöld nái saman um að verja stöðugleikann.
Sigmundur gefur lítið fyrir ásakanir um skort á samráði. Hann bendir á að stjórnvöld séu sífellt í beinu samtali við fulltrúa vinnumarkaðarins og auk þess eigi sér stað samráð við þessa aðila í um 80 nefndum og ráðum.
föstudagur, 2. janúar 2015
Forsetinn og við hin: Engin gagnrýni hér........
Nýtt ár, ný sjónarmið, gamlir meistarar og nýir, öfl landseigenda og kvótagreifa .
Engin gagnrýni er boðskapurinn, íhaldsöflin hranna sér saman, guðfaðirinn, skírnarbarnið, presturinn við skírnarfontinn. Nei, maður á bara að vera jákvæður, ég er jákvæður, eins og út í þennan mann, hvaða banki lánar þessum manni fé endalaust? Eru það einhverjir masókista bankastjórar?
Vonandi fær hann Fálkaorðu fyrir gott uppbyggingarstarf í sjávarútvegi. Er það ekki eðlilegt í þessu Vetrarlandslagi hugmynda- og stjórnmálaspillingar.
Því eins og forseti vor segir:
Gagnrýnin umræða er vissulega forsenda þess að lýðræðið virki en vitundin um sameiginlegan árangur er líka kjölfesta sem gerir þjóðum kleift að vinna sigra, halda sínu í hringiðu breytinganna, sækja fram til bættra kjara.Um leið og við þróum áfram þá lýðræðishefð sem á djúpar rætur í íslenskri sögu, gerum aðhald og gagnsæi að grundvelli stjórnkerfis, er nauðsynlegt að gleðjast líka yfir árangrinum sem kynslóðirnar og við sjálf höfum náð.
Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra þurfi af mistökum. Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð.
Við gagnrýnum ekki góða frammistöðu Jakobs Valgeirs, einhvers staðar sá ég að hann tæki þátt í byggingu stórhýsinsins á Skúlagötu sem eyðileggur útsýnið til norðurs niður Frakkastíginn. Við gleðjumst yfir góðu gengi hans. Við fögnum líka að forstjóri Sjóvár er laus allra mála, forstjórinn sem skrifaði undir skjöl án þess að vita hvað hann skrifaði undir. Það er engin gagnrýni hér. Ég skil ekki að mbl.is birti svona grein eins og þessa:
Engin gagnrýni er boðskapurinn, íhaldsöflin hranna sér saman, guðfaðirinn, skírnarbarnið, presturinn við skírnarfontinn. Nei, maður á bara að vera jákvæður, ég er jákvæður, eins og út í þennan mann, hvaða banki lánar þessum manni fé endalaust? Eru það einhverjir masókista bankastjórar?
Vonandi fær hann Fálkaorðu fyrir gott uppbyggingarstarf í sjávarútvegi. Er það ekki eðlilegt í þessu Vetrarlandslagi hugmynda- og stjórnmálaspillingar.
Því eins og forseti vor segir:
Gagnrýnin umræða er vissulega forsenda þess að lýðræðið virki en vitundin um sameiginlegan árangur er líka kjölfesta sem gerir þjóðum kleift að vinna sigra, halda sínu í hringiðu breytinganna, sækja fram til bættra kjara.Um leið og við þróum áfram þá lýðræðishefð sem á djúpar rætur í íslenskri sögu, gerum aðhald og gagnsæi að grundvelli stjórnkerfis, er nauðsynlegt að gleðjast líka yfir árangrinum sem kynslóðirnar og við sjálf höfum náð.
Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra þurfi af mistökum. Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð.
Við gagnrýnum ekki góða frammistöðu Jakobs Valgeirs, einhvers staðar sá ég að hann tæki þátt í byggingu stórhýsinsins á Skúlagötu sem eyðileggur útsýnið til norðurs niður Frakkastíginn. Við gleðjumst yfir góðu gengi hans. Við fögnum líka að forstjóri Sjóvár er laus allra mála, forstjórinn sem skrifaði undir skjöl án þess að vita hvað hann skrifaði undir. Það er engin gagnrýni hér. Ég skil ekki að mbl.is birti svona grein eins og þessa:
21 milljarða gjaldþrot hjá Jakobi
Frá Bolungarvíkurhöfn. Félagið hélt utan um útgerð
Jakobs Valgeirs Flosasonar og Flosa Valgeirs Jakobssonar í
Bolungarvík.
Af vef Bæjarins besta
Rúmum 21 milljarði króna var lýst í þrotabú eignarhaldsfélagsins S44., sem áður hér JV ehf. Félagið hélt utan um útgerð feðganna Jakobs Valgeirs Flosasonar og Flosa Valgeirs Jakobssonar.
Félagið var úrskurðað gjaldþrota í september 2012 en hætti rekstri í janúar 2009 og voru bæði skip og aflaheimildir seldar úr félaginu yfir í annað félag í eigu Jakobs Valgeirs.
Alls fengust greiddar um 97 milljónir króna upp í kröfur við skiptin sem var lokið þann 17. nóvember sl. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag.
Jakob Valgeir var þá meðal annars eigandi og stjórnarformaður félagsins Stím, sem Glitnir lánaði 19,6 milljarða króna til kaupa á hlutabréfum bankans. Sérstakur saksóknari hefur haft málefni félagsins til rannsóknar frá árinu 2009 en í febrúar voru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Glitni, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, ákærðir vegna hlutdeildar sinnar í málinu.
Skiptum á Stím ehf. var lokið í september 2013 og fengust greiddar 15,2 milljónir upp í 24 milljarða kröfur. Þá átti Jakob Valgeir einnig félagið Ofjarl ehf. en skiptum á því var lokið í nóvember á síðasta ári þar sem um 40 milljónir fengust greiddar upp í 2 milljarða króna kröfur. (Leturbreyting mín) mbl. is 29.12.2014
Félagið var úrskurðað gjaldþrota í september 2012 en hætti rekstri í janúar 2009 og voru bæði skip og aflaheimildir seldar úr félaginu yfir í annað félag í eigu Jakobs Valgeirs.
Alls fengust greiddar um 97 milljónir króna upp í kröfur við skiptin sem var lokið þann 17. nóvember sl. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag.
31,8 milljarða skuldbindingar
Jakob Valgeir tengist nokkrum málum sem urðu til í kjölfar bankahrunsins en samkvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis námu áhættuskuldbindingar Jakobs Valgeirs ehf. og tengdra félaga um 31,8 milljarði króna í október 2008.Jakob Valgeir var þá meðal annars eigandi og stjórnarformaður félagsins Stím, sem Glitnir lánaði 19,6 milljarða króna til kaupa á hlutabréfum bankans. Sérstakur saksóknari hefur haft málefni félagsins til rannsóknar frá árinu 2009 en í febrúar voru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Glitni, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, ákærðir vegna hlutdeildar sinnar í málinu.
Skiptum á Stím ehf. var lokið í september 2013 og fengust greiddar 15,2 milljónir upp í 24 milljarða kröfur. Þá átti Jakob Valgeir einnig félagið Ofjarl ehf. en skiptum á því var lokið í nóvember á síðasta ári þar sem um 40 milljónir fengust greiddar upp í 2 milljarða króna kröfur. (Leturbreyting mín) mbl. is 29.12.2014
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)