Í seinustu viku heyrði ég frétt í RÚV um niðurskurð í heilsugæslu á Reykjavíkursvæðinu. Enn á að skera niður grunnþjónustu, fækka hjúkrunarfræðingum og síðdegisvöktum, ekki á að ráða í stöður sem losna. Þeir sem hafa notað þessa þjónustu vita að það eru hjúkrunarfræðingarnir sem geta veit símaþjónustu og sparað oft með því heimsóknir til læknis. Og þeir sem hafa notað síðdegisþjónustuna vita að þar er alltaf
Það er kaldhæðnislegt að ég bjó 15 ár úti á landi, þar var langtum betri þjónusta en í Reykjavík svona frá degis til dags. En gallinn var þegar maður þurfti að leita til sérfræðinga eða leggjast inn á stofnanir. Þá gat kostnaðurinn orðið ansi mikill. Mér skilst að það sé ennþá verra í dag.
Ég hélt að allt myndi loga í mótmælum, en það heyrðist ekki múkk, þangað til nú, Ögmundur Jónasson skrifar ágætan pistil hjá sér í morgun og vitnar í Opið bréf til heilbrigðisráðherra frá ungum lækni, Má Egilssyni í visir.is. Þar sem varað er við þessari þróun.
Ég hef heyrt upp á síðkastið í kringum mig hversu þjónusta er að verða verri og verri. Endalausir biðlistar í aðgerðir og jafnvel listar að komast í hjartaaðgerðir upp á hundruð. Ég hef beðið í fimm mánuði eftir að komast í hnjáliðaaðgerð og ég virðist ekki eiga að komast fyrr en í haust, þá er komið næstum ár. Þrátt fyrir að geta varla hreyft mig nú orðið. Vinkona okkar þurfti að bíða í 9 mánuði þangað til hún komst í móðurlífsaðgerð þar sem hætta var á myndun krabbameins, allan tímann þurfti hún að sitja uppi með kvíðann og angistina hvað væri á ferðinni.
Það er spurning hvenær yfirvöld ætla að hætta þessari stöðvun, nú hafa heyrst fréttir af nokkurra milljarða gróða af bönkum sem ríkið fær, það væri kannski hægt að láta renna nokkur hundruð milljón í viðbót í heilsukerfið. Ríkisstjórninni veitir ekki af smá vinsældum um þessar mundir.
En eflaust eru einhver betri gæluverkefni að þeirra mati. Og kannski ætlast þeir bara til þess að sjúklingar leiti til kuklara sem selja fólki í lífshættu og lífsangist huldulyf þar skammturinn kosta nokkur hundruð þúsund krónur. Ætli það heiti ekki hinn frjálsi heilbrigðismarkaður?
Þetta var fréttin á RÚV.
Fækka á hjúkrunarfræðingum um sjö og hálft stöðugildi og fækka á síðdegisvöktum á heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins til að mæta kröfum um niðurskurð.
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er gert að skera niður um hundrað milljónir á fjárlögum í ár. Á síðasta ári jókst kostnaður vegna rannsókna um fimmtíu milljónir og þarf því samtals að skera niður um hundrað og fimmtíu milljónir.
Framkvæmdastjórn heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið hvernig skorið verður niður og var læknum heilsugæslunnar kynntar þær hugmyndir í gær. Samkvæmt minnisblaði frá framkvæmdastjórninni verður ráðningum frestað, ekki ráðið í lausar stöður og riturum fækkað um þrjá.
Þórarinn Ingólfsson, formaður félags heimilslækna, segir að það eigi að fækka hjúkrunarfræðingum um sjö og hálfa stöðu. „Það á að sameina síðdegisvaktir sem kemur niður á aðgengi sjúklinga og sameina yfirstjórn sem gerir auðvitað stjórnunina fjarlægari.“