Það er merkilegt stjórnarfar þegar spilling hefur náð undirtökunum. Við sjáum það í svo mörgu núna. Sterkir valdsmenn ná sínu fram, hygla sínum, fara með völdin eins og þeim sýnist.
Lítið dæmi var í Fréttablaðinu í gær. 30 milljónir sem Háskólinn á Akureyri fékk. 20 milljónir eiga :
Tveir þriðju hlutar upphæðarinnar
eru eyrnamerktir kennslu í heimskautarétti við
skólann og gætir óánægju með það meðal starfs-
manna. (bls. 2)
En það er ekkert óeðlilegt við þetta. Heimskautamálin hafa verið sett í umsjá forsetans á Bessastöðum. Hann ræður þeim málaflokki að vild. Svo ..... maður gæti hugsað sér að hann hefði beitt samböndum sínum til að fá 20 milljónir fyrir stuðningsmenn sína fyrir norðan. Þar hafa verið bestu stuðningsmenn hans í Norðurheimskautaumræðunni á meðan lítill áhugi hefur verið hér fyrir sunnan.
Ólafur Ragnar hefur af sinni alkunnu ýtni komið upp sterkum samböndum með
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða, sem hefur haldið 2 ráðstefnur hérna í Hörpu. Og virðist ætla að gera þær að árvissum atburði, það er búið að auglýsa ráðstefnur næstu 3 árin. Ólafur virðist hugsa Hringborð Norðurslóða nokkurs konar
samræðuvettvang fyrir alla þá sem vilja ræða mál sem snerta þetta svæði, pólitískt, efnahagslega, umhverfislega:
According to Grímsson, Arctic Circle was
founded on an idea of inclusiveness, bringing together international
stakeholders with economic, scientific, political and environmental
interest in the region. Many Arctic-centric meetings take place every
year, though they often focus on a single subject, like energy or
resource development. The Arctic Circle, Grímsson said, aims to get all
of those minds thinking on the same topics.
“If we are
going to make this a success,” Grímsson said, "we have to find a new way
to bring all these different constituencies together.”
Þessi stofnun sem var komiðá fót af Ólafi og Alice Ragoff, bandarískri fræmkvæmdakonu sem hefur tekið ástfóstri við Alaska og umhverfismál Norðursins. Ekki er verra að hún á stærstu fjölmiðla Alaska. Það er ýmislegt sem kemur skringilega fyrir sjónir í Arctic Circle, eins og Heiðursráð:
Þar situr valinkunnur hópur fólks: Prins Albert frá Mónakó, Chilingarov sendiboði Pútíns í Norðurheimskautamálum, þekktur vísindamaður og pólitíkus. Kleist fyrrverandi forsætisráðherra Grænlands, Murkowsky þingmaður repúblikana á Alaska sem ætlar núna að auka olíuframkvæmdir í Alaska þegar repúblikanar hafa fengið meirihluta í báðu deildum Bandaríkjaþings, og loks Al Jaber
kunnur athafnamaður frá Abu Dhabu sérfræðingur í sjálfbærri þróun og framkvæmdum.
Svo er ráðgjafaráð þar sem sitja 35 manns þar af 3 Íslendingar, tveir sem hafa tengst Háskólanumá Akureyri og síðan fjárfestirinn Heiðar Már Guðjónsson.
Það verður því gaman að sjá hvernig Arctic Circle mun þróast, það getur verið háð þróun heimsmála næstur árin. Engir opinberir fulltrúar Bandarísku alríkisstjórnarinnar komu á þessa ráðstefnu, en Sigmundur Davíð flutti ræðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og ræddi um
Norðurslóðamálin:
Einnig ræddi ráðherra um mikilvægi samvinnu hins opinbera og
einkageirans um ábyrga og sjálfbæra nýtingu auðlinda á svæðinu, og að
réttindi íbúa á norðurslóðum verði ávallt í heiðri höfð. Sagði
forsætisráðherra Ísland ábyrgan samstarfsaðila í málefnum norðurslóða,
meðal annars á sviði öryggismála, auðlinda- og orkunýtingar og vísinda.
Það verður því fróðlegt að fylgjast með þessum málaflokki, Ólafur Ragnar hefur verið í nánara sambandi við rússnesk stjórnvöld heldur en stefna ríkisstjórnarinnar er. En reynslan hefur kennt okkur að Forsetinn á Bessastöðum gerir það sem honum sýnist í skjóli óljósrar skilgreiningar á valdi hans í stjórnarskrá.
situsitja valinkunnir sitja valkinkunnirsitja valinkunnir ei
Honorary board:
- President Ólafur Ragnar Grímsson
- HSH Prince Albert II
- Artur Chilingarov
- Kuupik Kleist
- Senator Lisa Murkowski
- Dr. Sultan Ahmed Al Jaber