mánudagur, 29. febrúar 2016

Landbúnaður: Opið kerfi, minni spilling

Landbúnaðarráðherrann stendur sig vel.  Lætur lítið á sér bera.  Skipar nefnd til að fjalla um framtíð landbúnaðar og lætur hana aldrei koma saman.  Fjárútlát til greinarinnar eru afgreidd í rólegheitum í ríkisstjórn (ef hún þá samþykkti þetta)  og eiga að læðast inn í fjárlög næstu árin.  Allt þetta gerir Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra i góðu samstarfii við  efnahags- og fjármálaráðherra, flokkarnir í ríkisstjórn eru samannjörvaðir.

Aðrir flokkar virðast hafa lítið um þetta að segja.  Ekki orð fyrr en búið er að afgreiða málin. 


Líklega þorir enginn að taka á þessu.  Samfylkingarmenn ræða þetta núna.  Aldrei spurði Árni Páll hvort nefndin ætti að koma saman ekki heldur Ögmundur fyrir Vinstri græna en þeir voru skipaðir af sínum flokkum. Umræða í Kastljósi skilaði ekki miklu, þingmaður frá Bjartri framtíð vissi ekki nógu mikið.  Hún hafði ekkert að gera í atvinnuumræðubónda og þingmann. 



Samningar ríkisins og bænda eru um margt merkilegir. Þeir skiptast í 4 hluta:
  • Rammasamningur
  • Búvörusamningur um sauðfé
  • Búvörusamningur um nautgriparækt
  • Búvörusamningur um garðyrkju
  •  
  • Rammasamningurinn setur ramma utan um allar greinarnar:   
  •  
  • Inngangur og markmið 1.1 Meginmarkmið samnings þessa er að efla íslenskan landbúnað og skapa greininni sem fjölbreyttust sóknarfæri. Samningnum er ætlað að skapa landbúnaðinum ramma til að auka verðmætasköpun og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls. Sú uppbygging þarf að fara fram á grundvelli sérstöðu, sjálfbærni og fjölbreytni. Í því skyni eru í samningnum ný verkefni sem ætlað er að treysta stoðir landbúnaðarins og ýta undir framþróun og nýsköpun. 
  •  
  • 1.2 Markmið:
    Að almenn starfsskilyrði í framleiðslu og vinnslu búvara ásamt stuðningi ríkisins stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og fjölbreyttu framboði gæðaafurða á sanngjörnu verði.
    Að tryggja að bændum standi til boða leiðbeiningaþjónusta og skýrsluhaldshugbúnaður til að styðja við framgang markmiða samningsins.
    Að við búvöruframleiðsluna sé gætt sjónarmiða um velferð dýra, heilnæmi afurða, umhverfisvernd og sjálfbæra landnýtingu.
    Að auka vægi lífrænnar framleiðslu.
    Að stuðningur ríkisins stuðli að áframhaldandi þróun í greininni og bættri afkomu bænda.
    Að auðvelda nýliðun, þannig að nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi framleiðenda og tryggja að stuðningur ríkisins nýtist sem best starfandi bændum. (Úr Rammasamningi)

Útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar níu hundruð milljónir árið 2017 en fara stiglækkandi út samningstímann og verða heldur lægri á síðasta ári samningsins en þau verða í ár.

Ástæður aukningarinnar eru þær helstar að tímabundið framlag vegna innleiðingar á nýjum reglugerðum um velferð dýra hafa mikinn kostnað í för með sér, stuðningur við átak í tengslum við innflutning á nýju erfðaefni af holdanautastofni til að efla framleiðslu og bæta gæði á nautakjöti, aukinn stuðningur við lífræna ræktun og framlög til að skjóta stoðum undir aukna fjölbreytni í landbúnaði. (fréttatilkynning ráðuneytis)
 
Allt hljómar þetta vel,  velferð dýra, bæta gæði á nautakjöti, lífræn ræktun og fjölbreytni.  En ......  ekkert gert í samvinnu við minnihluta á Alþingi, neytendasamtök, neytendur í landinu, samkeppni í verki fær lítinn hljómgrunn.  Öll vinnubrögð af þessu tæi bjóða upp á áframhaldandi nagg og tuð, fáir vilja drepa niður allan landbúnað í landinu.  Við eigum góðar vörur á mörgum sviðum ekki öllum, því er kominn tími á meiri samkeppni bæði innanlands og með innflutningi frá öðrum löndum, einangrun býður upp á spillingu, ákveðnir flokkar eiga vissar atvinnugreinar.  Við þolum samkeppni við aðra.   Þess vegna eru þetta fáránleg vinnubrögð, það þarf að styrkja landbúnað, aðrar þjóðir gera það.  En við þurfum ekki að læðupokast með það.  Það er okkur öllum í hag að vinna saman.  Hafa allt á borðinu. Landbúnaður vel skipulagður og stundaður er fín atvinnugrein,  Þetta er grein sem þarf að hlúa vel að, við þurfum að dreifa henni um allt land,  Hafa góða lagaumgjörð,  hætta að stunda stríð og sífelldar deilur.  

Maður verður að rækta garð sinn, vel. 


Myndir:  Greinarhöfundur, að vestan.


fimmtudagur, 25. febrúar 2016

Stjórnarskrá: Falleinkunnarnefndin

Lítið kemur frá stjórnarskrárnefnd Alþingis. Þarn svífur sami andi yfir vötnum og helriðið hefur Alþingi í þessum málaflokki seinustu áratugina.  Ekkert á að gera engu að breyta besta er að lifa undir Stjórnarskrá frá því á dögum konunga á 19. öld.  

Hress andblær varðandi þetta mál kemur frá yngri lögfræðingum sem ræddu þetta mál á fundi í Háskólanum nú í vikunni.  Það virðist hafa orðið breyting á þeim blæ sem áratuga útungun úr Lagadeild HÍ hafði för með sér.  

Þingmenn virðast hafa ýmislegt annað að gera en að mæta á fundum um mál sem þeir ættu að hafa efst á lista hjá sér.  Einn mætir á þennan fund.  Einn.  Flokkarnir sem hafa mótað okkar þjóðfélag mest seinustu hálfa öldina hafa komið sér upp skráp að handan við hafið búi fólk sem


við eigum helst ekkert samband að hafa.  Framsóknarflokkurinn með því að skríða aftur inn í híði landbúnaðar og bændarómantíkur, Sjálfstæðismenn með því að stýra öllu því sem hægt er í gegnum peningavald og takmarkalausa hlýðni við Útgerðarauðvaldið.  Því er eitthvað sem heitir framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu eitur í þeirra beinum. 


Því hlýtur það að vera fyrsta hlutverk nýrrar ríkisstjórnar að gera gagngera breytingu á stjórnarskránni hvað sem gert verður með þetta kukl sem kemur frá nefndinni ákvarðanhræddu. 
Það er gaman að sjá hverja nefndin kallaði fyrir sig það segir meira en allt annað. Mikill meirihluti lögfræðingasérfræðingahópurinn sem á þennan geira.  Aldrei dettur neinum í hug að erlendur sérfræðingur/ar hafi neitt að segja okkur.  Hvað þá aðrir sérfræðingahópar. Eða nokkur sem kom nálægt Stjórnlagaráði.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar
lögðust gegn tillögu um framsal
valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu

Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, segir stjórnarskrárnefndinni hafa mistek­ist að „standa und­ir þeirri ábyrgð að viðhalda ís­lenskri stjórn­skip­un og leysa úr þeim göll­um sem á henni eru“. Aðeins einn þingmaður mætti á fund háskólans um stjórnarskrármál.



Stjórnarskrárnefndin sem skipuð var eftir síðustu þingkosningar hætti við að leggja fram tillögu um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu. Um er að ræða eitt af þeim fjórum málefnum sem ákveðið var að setja í forgang í upphafi nefndarstarfsins árið 2013. Að lokum lögðust hins vegar fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í nefndinni gegn því að tillaga að slíku ákvæði yrði lögð fram. 
Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, fór hörðum orðum um vinnubrögð stjórnarskrárnefndar á fundi sem Lagastofnun hélt í hátíðarsal skólans í gær. Fullyrti hann að skortur á stjórnarskrárákvæði um framsal valdheimilda gerði Íslandi erfitt fyrir í alþjóðasamstarfi, sérstaklega í tengslum við EES-samninginn. Með því að falla frá tillögu um slíkt framsal hefði stjórnarskrárnefndinni mistek­ist að „standa und­ir þeirri ábyrgð að viðhalda ís­lenskri stjórn­skip­un og leysa úr þeim göll­um sem á henni eru“ og að þessu leyti fengi „vinna nefnd­ar­inn­ar fall­ein­kunn“.



Eftirtaldir sérfræðingar á sviði lögfræði, hagfræði og stjórnmálafræði hafa aðstoðað stjórnarskrárnefnd á ýmsum stigum vinnunnar: Aagot Vigdís Óskarsdóttir, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Arnaldur Hjartarson, Björg Thorarensen, Daði Már Kristófersson, Dóra Guðmundsdóttir, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Gunnar Páll Baldvinsson, Hafsteinn Þór Hauksson, Karl Axelsson, Kristín Haraldsdóttir, Kristján Andri Stefánsson, Ólafur Þ. Harðarson, RagnhildurHelgadóttir, Skúli Magnússon.
 



miðvikudagur, 24. febrúar 2016

Sigmundur Davíð í Undralandi

Við lifum ískyggilega tíma, hvað eftir annað sýnir æðisti valdamaður þjóðarinnar einræðistilburði sem við höfum ekki upplifað hér á landi frá því á dögum Jónasar frá Hriflu og telji nú einhver fjölda áranna. 
Slík vinnubrögð hafa litið dagsins ljós í vissum löndum Mið og Austur Evrópu.  Eiginlega óraði
mann ekki fyrir að það myndi ske hjá okkur.  Forsætisráðherrann reynir að klína á okkur skipulagi stofnana án samráðs við nokkurn mann, skipar embættismönnum að koma þessu í gegn, sá sem talar gegn honum má vara sig. 

_______________

Öllum þótti hugmynd Sigmundar slæm

Frumvarp um sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar veitir forsætisráðherra aukin völd til friðlýsinga húsa og mannvirkja. Allir sem sátu fund Félags fornleifafræðinga voru andvígir hugmyndinni. Starfsmenn Minjastofnunar fengu ekki að gera athugasemdir við frumvarpið og segja fullyrðingar ráðuneytisins rangar. 

________________

Hann ræðst með hamslausu stjórnleysi að stjórn Háskóla Íslands þar sem hann lætur hótanir og dónaskap ríða á fólki eins og svipuhöggum, þrátt fyrir að háskólinn hafi allan lagalegan rétt í Laugarvatnsmálinu.  Samflokkur hans í ríkisstjórn virðist vera heillum horfnir, horfa á þetta lamaðir og vilja helst fá einhver nýfrjálshyggjulög í staðinn til að brjóta niður heilbrigðis, mennta  og velferðarkerfið. 

 Svo Sigmundur Davíð fær að böðlast áfram með frekju og ruddaskap, hann skellir hurðum, þýtur út úr Alþingi niður í bæjarins bestu. Notar hina 8 aðstoðarmenn sína til að loka sig inn í drauma- og ímyndarheimi sjálfs sín. Engin skoðanaskipti eiga að vera til staðar, hann hefur gleymt því sem stendur á vef Forsætisráðuneytis: 

Samráð

Forsætisráðuneytið óskar jafnan eftir þátttöku hagsmunaaðila og almennings við undirbúning að lagafrumvörpum, reglugerðum, stefnum og tillögum til þingsályktana. Á vef ráðuneytisins eru því birtar upplýsingar um fyrirhugaða vinnu af þessu tagi, drög að slíkum skjölum og helstu gögn sem til grundvallar liggja. Þetta á þó ekki við ef opið samráð myndi ekki koma að gagni eða væri óheppilegt með hliðsjón af efni máls.
Frestur til umsagna, ábendinga og athugasemda er þrjár vikur, nema annað sé tekið fram, og framlag þátttakenda er birt undir nafni. Jafnframt gerir ráðuneytið grein fyrir tilhögun samráðs, úrvinnslu og niðurstöðu í viðkomandi máli.

Við lifum sorglega tíma, það hefði þótt saga til næsta bæjar að við sem höfum yfirleitt talið okkur til eins af velferðarríkjum Norðurlanda með lýðræðisstjórn í samræmi við það, séum komin í hóp ríkja þar sem allt færir okkur á leið til Pútíns,  Orban, Beata Szydlo og Erdogan. 

Tilvitnun í miðju úr: Stundinni

þriðjudagur, 23. febrúar 2016

Skrápurinn á Pírötum og skemmtileg nálgun

Eitthvað hitnar undir skrápnum hjá Pírötum,  þar eru til egó eins og annars staðar.  Það er erfitt að vera með kröfur þjóðarinnar um samtök sem eiga að bjarga þjóðinni úr klóm spillingar og fjórflokka
 (sem er auðvitað ekkert fjórflokkakerfi ).  Margt getur gerst fram að næstu kosningum.  Birgitta er svolítið á tauginni, konan sem ætlaði að hætta eftir 2 tímabil.  Píratarnir hafa verið
heppnir með þingmenn sína.  Það er ekki víst að allir sem komast inn á þing fyrir á verði jafngóðir. 

Það er skemmtilegt að skoða stefnumál Pírata á vefsíðum þeirra, það er öðru vísi blær yfir hugmyndum þeirra og nálgun. Þeir hafa byrjað í upphafi eins og þeir sem ekkert vita og nálgast hlutina þá á annan hátt en hefðbundin félög:  
 Það á ýmislegt eftir að koma upp þegar nær kosningum kemur.  Sumt er skrítið í lögunum eins og þetta:  Félagar mega vera skráðir með dulnefni í félagatali. Sé þetta ekki virka, get ég lætt mér þarna inn og stundað skæruliðastarfsemi? Ekki hef ég ákveðið hvern ég kýs þó ég viti hverjir það verða ekki.  Enn er margt of óljóst hjá Sjóræningjunum, það má segja að þeir séu ennþá að sigla út úr hafnarmynninu, framundan er ólgusjór. Enn er verið að sauma Seglin.  Niðurrifsöflin eru ekki bara í öðrum flokkum.  Ó nei.  Það vita allir sem hafa tekið þátt í stjórnmálabaráttu.  

 
  Ummæli Birgittu


Í fyrsta lagi þá hef ég aldrei sagt við blaðamenn að ég sé kapteinn eða formaður. Ég hef ekki tíma til að eltast við blaðamenn til að leiðrétta rangfærslur sem eru mjög miklar og ítrekað og hef fyrir löngu gefist upp á að reyna það. Sú óvild og niðurrif sem ég hef orðið ítrekað fyrir frá þinni hendi er ómaklegt og virkilega særandi.

Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að hafa þykkan skráp að þá er þetta eilífa niðurrif að byrja að hafa djúpstæð áhrif.

sunnudagur, 21. febrúar 2016

Ófærðin er ómótstæðileg!

Jæja, þá er Ófærðin á enda og einmana hetjan gengur niður þorpsgötuna, maður vonar að hann detti ekki og roti sig (ég gerði það í janúar). Mikið er gaman að upplifa það að íslenskir kvikmyndagerðarmenn, geta gert mynd af þessum gæðaflokki, þar sem allt verk, handverk, handrit, umhverfi, leikur og tónlist  eru af gæðaflokki sem gleðja skilningarvit okkar. 

Við hljótum að óska höfundum, leikstjórum, leikurum og öllu starfsfólki til hamingju. Leikarar, sérstaklega Ólafur Darri, Ilmur, Kristján Franklín, hann var unaðslegur sem alvöru skúrkur í kvöld, týpískur fjármálaskúrkur sem mun una sér vel á Kvíabryggju með banka sakleysingjunum. 

Við óskum Balthasi Kormáki til hamingju með þetta einstaka afrek, vonandi fáum við betri og gæfuríkari Útrás núna í lista heiminum, en fyrir 10 árum, ég þarf ekki að segja hvar. Og Ólafur Darri hefur sýnt það að hann er sönn hetjuímynd með allar áhyggjur heimsins á herðum sér. Megi hann vel farnast í ófærðinni og vetrardrunganum hjá okkur. 
 ,


laugardagur, 20. febrúar 2016

Minningarorð: Að kveðja gönguvinina góðu

Það er öll okkar vegferð, að takast á við hinn eina sanna. hver sem hann nú er, sem tekur á móti okkur að lokum.
Góðir vinir okkar og samherjar hverfa á brott.  Þeir sem við höfum deilt ákveðnum tíma í skóla, vinnu eða áhugamálum. Svo hverfum við líka. 

Hérna sjáum við mynd af tveimur ljúflingum, sem gengu með okkur um fjöll og firnindi á Hornströndum.  Það var ekki alltaf auðvelt, þokudrungi hvíldi stundum yfir, regn og stormur.
Bragi og Guðmundur á  góðri stund

Aðra daga var  lífið dásamlegt, miðnætursólin blasti við,  allt í einu var maður í 25 stiga hita þarna norðurfrá þar sem átti alltaf að vera kuldi og kröm. 

En ....... þeir hverfa á brott, fyrir 2 árum var það Guðmundur Jóhann Hallvarðsson, fyrir mánuði  var það hann Bragi Óskarsson, það er svolítið sérstakt að ganga með fólki um fjöll.  Það er misjafnt hvernig það gengur.  Það var gott að ganga með honum Braga.  Hann var 12 árum eldri en ég, göngutaktur hans var samt eins og yngri manns.  Hann hafði jasstakt og fíling í fótunum uppi á fjöllum, líka þegar maður sá hann á jasstónleikum á Jómfrúnni að sumarlagi.  Hann naut þess að hlusta að spuna, þá var líf í hans limum. 

Það var gaman að skemmta sér með honum eftir erfiðan göngudag,  á Hesteyrum, í Hlöðuvík, á Horni eða í  Látravík.  Ölið glóði í glasi, bjarmi var yfir andliti,  ég tala nú ekki um það þegar þegar gítarinn var tekinn upp og söngur Hornstrandafara hljómaði yfir sólbjartar víkur, Þórsmerkurljóð, Spáðu í mig, Delila ég tala nú ekki um ef Guðmundur tók nokkur bönnuðu laganna. Þið vitið ekki hver þau eru.  Þá var lífið unaðslegt.

Bráðum förum við yfir móðuna miklu og finnum okkur góðar gönguslóðir, þá höldum við áfram að liða um fjallshlíðar og sjá skýin dansa fyrir neðan okkur.   Lífið getur verið svo dásamlegt. Hvar sem er.

Hin eina sanna fegurð

fimmtudagur, 18. febrúar 2016

Embættismenn og Einar Sveinsson

Það eru skrítnar fréttirnar um störf íslenskra embættismanna, sem virðast aldrei tala sín á milli, hvað þá að þeir geti sent póst til lögfræðinga flóttamanna ef þeim sýnist eitthvað vera að, sbr. að ein nefnd sem hefur nýlega tekið til starfa fái ekki pappíra.  Það dugir ekki lengur að tala um álag og annir. Þetta eru bara vinnubrögð til skammar. Flóttamenn fá dvalarleyfi
og atvinnuleyfi og svo á að senda þá úr landi löngu áður en þessi leyfi eru útrunnin.  Verklagið er út í hött. 

Svo hafa allir verið að mæra það að 3 Afríkubúarnir fá að vera lengur en enginn talar um Íranann, hver var munurinn á honum???

Annað dæmi, frændi fjármálaráðherra segist ekki hafa talað við hann um hin alræmdu kaup á hlutabréfumí Borgun.  Gott og vel, en að maður sem gerir ekkert annað en að hugsa um peninga, fjármagn og bréf skuli ekki hafa dottið í hug að einhverjir settu spurningu við þessum kaupum . Einar segir að hann hafi ekki haft áhyggjur af því að skyldleiki hans við Bjarna yrði til þess að málið yrði gert tortryggilegt. Nei engar áhyggjur.

Kerfi sem er tiltölulega einfalt 

Fjármálaráðherra 

Bankasýsla ríkisins 

Bankastofnanir og eignarhlutir  í eigu ríkisins

eða eins og segir á vefsíðu Bankasýslu ríkisins:  

Um Bankasýsluna

Bankasýsla ríkisins er ríkisstofnun með sjálfstæða stjórn sem heyrir undir fjármálaráðherra. Hún var stofnuð með lögum nr. 88/2009 sem tóku gildi í ágúst 2009. Stjórn Bankasýslunnar var skipuð í september 2009, en stofnunin tók til starfa í janúar 2010.

Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma, og leggur þeim til fé fyrir hönd ríkisins á grundvelli heimilda í fjárlögum.

Bankasýsla ríkisins er í starfsemi sinni ætlað að leggja áherslu á endurreisn og uppbyggingu öflugs innlends fjármálamarkaðar og stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði, tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings.
Bankasýslan skal hafa lokið störfum eigi síðar en 5 árum eftir að hún er sett á fót.

Þetta hefur ekki vafist fyrir Einari Sveinssyni ó nei það hvarflaði ekki að honum, og enginn starfsmaður Landsbankans hefur bent honum á það, varla.  Það er ýmislegt sem maður á að trúa um íslenskt embættismanna og bankakerfi.  :  


Í Fréttablaðinu segir að skyldleiki Einars við Bjarna hafi vakið tortryggni. Einar segir í blaðinu í dag að hann hafi ekki látið frænda sinn vita af því að hann hygðist taka þátt í þessum viðskiptum. Raunar hafi hann aldrei rætt málið við Bjarna. Einar segir að hann hafi ekki haft áhyggjur af því að skyldleiki hans við Bjarna yrði til þess að málið yrði gert tortryggilegt og að hann hafi fyrst fengið upplýsingar um viðskiptin í nóvember 2014, eða í sama mánuði og gengið var frá þeim.



þriðjudagur, 16. febrúar 2016

Sýrland: Gráa grín vikunnar: Vopnahlé

Vopnarhléið sem er ekkert vopnahlé, blaðamannafundur með stórmennum valdamönnum, sem segjast ætla að draga úr átökum þetta er á föstudegi en hvað gerist á mánudegi, meiri og andstyggileg átök.

Friðarvilji forseta Sýrlands kemur vel fram í viðtali um helgina:
Aðspurður um það mikla flóð fólks sem hef­ur flúið Sýr­land síðustu ár sagði Assad að það væri hlut­verk Evr­ópu að hætta að „hlífa hryðju­verka­mönn­um“ svo að Sýr­lend­ing­ar gætu snúið aft­ur heim. Þá hafnaði hann ásök­un­um Sam­einuðu þjóðanna um að stjórn hans hafi framið stríðsglæpi og sagði þær „póli­tísk­ar“ og án sönn­un­ar­gagna.
Með aðstoð loft­árása Rússa hef­ur stjórn­ar­her­inn nán­ast um­kringt Al­eppo, sem er næst­stærsta borg Sýr­lands. Sagði hann helsta mark­mið stjórn­ar­inn­ar að ná völd­um í Sýr­landi að nýju en stór svæði lands­ins eru und­ir stjórn upp­reisn­ar­manna og Ríki íslams.
„Hvort sem við náum því mark­miði eða ekki sækj­umst við eft­ir því án þess að hika. Það er ekk­ert vit í því fyr­ir okk­ur að gef­ast upp á ein­hvern hátt.“
Sagði hann jafn­framt mögu­legt að ljúka stríðinu í Sýr­landi á inn­an við ári ef birgðarleiðir upp­reisn­ar­manna frá Tyrklandi, Jórdan­íu og Íraki eru stöðvaðar. Hann sagði að ann­ars myndi „lausn­in taka lang­an tíma og vera greidd dýru gjaldi.“

Læknirinn   Ahmad Ghandour,  segir að 38 læknar og hjúkrunarfræðingar  hafi verið drepnir seinasta mánuðinn, kerfisbundið er unnið að því að gera ómögulegt að lifa á ákveðnum svæðum, þetta er Idlib héraðið vestarlega í Sýrlandi. Þarna vinna ríkið og Rússar saman. Samtökin sem reyna mest að rannsaka árásaferli og aðferðir Physicians for Human Rights og telja að þetta séu skipulagðar árásir þar sem sjúkrahús séu skotmörk. Þannig árásir jukust mikið eftir að Rússar skárust í leikinn.

Í viðtali við Information segir læknirinn meða annars:
»Alene i den seneste måned kender jeg til 38 læger og sygeplejersker, der er blevet dræbt. Sandheden er, at hvis udviklingen fortsætter, som den er nu, vil der ganske enkelt ikke være nogen hospitaler eller klinikker tilbage i Nordsyrien om et år,« konstaterer han.

»For mig at se er det, som om russerne og regimet prøver at ændre selve demografien med deres bombeangreb, fjerne muligheden for at leve her. Alene i denne by har der været tre store massakrer sidste år, hvor fly blandt andet angreb det offentlige marked to gange med mere end 100 ofre hver gang. De har også prøvet at bombe hospitalet, men heldigvis ramt ved siden af,« siger lægen Ahmad Ghandour.
»De gør det umuligt at leve her.«

Ef ástandið er skoðað til lengri tíma, þá hefur verið gert ómögulegt að stunda heilbrigðisvinnu í Aleppo, 5% eru þar ennþá starfandi aðrir hafi verið drepnir, flúnir úr landi, fangelsaðir. 

Allerede for over et år siden anslog eksperter, at omkring 95 procent af alt uddannet sundhedspersonale enten var emigreret, slået ihjel, fængslet eller på anden måde diskvalificeret fra at udføre deres arbejde i Aleppo. Siden er det ikke blevet bedre, tværtimod synes angrebene at have taget til, ikke bare i omfang, men også i koordination

En lesendur góðir þetta er það sem gerist í hverri styrjöld, Írak, Afghanistan, Vietnam, Kóreu, og þáttakendur hafa oftast verið samstarfsaðilar okkar.  En það breytir því ekki að til að stöðva flóttamannastraum, dráp, langvarandi útrýmingu fólks í heilum heimshluta þarf að stöðva styrjöldina í Sýrlandi, stöðva útbreiðslu ISIS, en kannski er þetta allt of seint.  Er 3. heimsstyrjöldin hafin eins og spurt í var í þýskusjónvarpsstöðinni ZDF.

Den syriske læge Ahmad Ghandour var tidligere i år taget op mod nord til en flygtningelejr nær byen A'zaz, hvor der mandag blev bombet et hospital. Ahmad Ghandour siger, at han selv kender til 38 læger og sygeplejersker, der er blevet dræbt den seneste måned.Privatfoto
 Læknirinn   Ahmad Ghandour




mánudagur, 15. febrúar 2016

Ferðaþjónusta á villigötum: Banaslys í beinni

Ferðaþjónusta á villigötum.  Enginn tekur ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. 
Ferðamenn drepa sig í Reynisfjöru.  Aðrir hætt komnir. Það má ekki fara í sjóinn segja ferðaleiðsögumenn, og ekkert meira. 
Fjöldi ferðamanna leika sér út á ísnum á Jökulsárlóni, þetta gerist stöðugt segir fararstjóri sem
kemur oft með hópa þangað.  Enginn er á staðnum til að koma í veg fyrir þetta.  Sama er umhverfis hveri og stórhættulega staði, hálka á Gullfossi.  Þetta er hættulegt segja ferðaskipuleggjendur og ekkert meira. 

Er ekki eðlilegt að ríkið komi upp landvarðaþjónustu og skattleggi ferðamannaiðnaðinn úr því að hann getur ekki gert þetta að sjá um eftirlit.  Svo segir framkvæmdasjóri  Íslandsstofu að það sé svo mikil landkynning þegar poppgoð sýni fáránlega framkomu.  Enginn auðvitað að fylgjast með slíku sem skapar fordæmi við þúsundir og tugþúsundir.
Það er auðvitað mikil landkynning að sjá fólk farast í beinni í ferðamannaparadísinni Ísland! Við getum verið hreykin yfir því.  

Þá er mörgum eflaust í fersku minni tónlistarmyndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You. Myndbandið er allt tekið upp hér á landi og vakti mikla athygli en söngvarinn baðar sig meðal annars í Jökulsárlóni. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sagði þá í samtali við Vísi að þó að hegðun Bieber væri ekki til fyrirmyndar þá væri myndbandið engu að síður frábær landkynning.   




laugardagur, 13. febrúar 2016

Spilling: Borgun LÍ. Byr Baldur Bjarni Vigdís og við hin

Spilling, spilling spilling, spilling. 
Orð vikunnar er spilling.  Eins og oft áður. 
Hverjum dettur í hug að gera mann sem nýverið hefur lokið þvi að sittja inni eftir að hafa metið meir  hlutabréfin sín en skyldur sínar sem einn æðsti embættismaður á sviði fjármála í
Man einhver eftir þessum, öll hreinleikinn upp málaður.

Borgunarmálið sýnir í hnotskurn spillingardans bankakerfis og valdamanna.  Hvað sem ráðherrar segja þá skal enginn segja mér að þeir komi ekki nálægt svona máli í sínu ráðuneyti. 

Gott að fá Vigdísi til að taka þátt í skripaleiknum.  Allir eru jafnspilltir auðvitað.  Eða verri. 

Við bíðum bara eftir hvað kemur   næst!              





Vigdís segir mörg Borgunarmál hafa komið upp á síðasta kjörtímabili

Borgun

Í nóvember 2014 var 31,2% hlutur Landsbankans í félaginu Borgun hf. seldur til félagsins Borgun slf., en eigendur þessu eru félagið Or­bis Borg­un­ar slf., Stál­skip ehf., P126 ehf. sem er í eigu Ein­ars Sveins­son­ar og son­ar hans Bene­dikts Ein­ars­son­ar, í gegn­um móður­fé­lagið Charam­ino Hold­ings Lim­ited sem skráð er á Lúx­em­borg. Þá á fé­lagið Pét­ur Stef­áns­son ehf. einnig hlut í Borg­un slf., en for­svarsmaður þess er Sig­valdi Stef­áns­son. Söluverðmæti hlutarins var 2.184 milljónir. Gagnrýnt var að félagið hafi ekki farið í opið söluferli. Í janúar 2016 var upplýst um að Borgun auk Valitors myndu hagnast verulega vegna yfirtöku Visa international á Visa Europe. Sagði Morgunblaðið að um væri að ræða samtals á annan milljarð.



Baldur Guðlaugsson metur hæfni skrifstofustjóra í atvinnuvegaráðuneyti

22% hlut­ur í Borg­un fylgdi yf­ir­tök­unni á Byr

22% eignarhlutur í Borgun fylgdi yfirtökunni á Byr. stækka 22% eign­ar­hlut­ur í Borg­un fylgdi yf­ir­tök­unni á Byr. mbl.is/​Júlí­us
Í nóv­em­ber 2011 þegar Íslands­banki yf­ir­tók all­ar eign­ir og skuld­ir Byr hf. greiddi bank­inn 6,6 millj­arða fyr­ir spari­sjóðinn með út­gáfu skulda­bréfs. Á þeim tíma átti Byr eign­ir í ýms­um hlut­deild­ar­fé­lög­um, dótt­ur­fé­lög­um og öðrum fasta­fjár­mun­um. Voru þess­ar eign­ir metn­ar á 6 millj­arða. Meðal ann­ars fylgdi með 22% hlut­ur í fé­lag­inu Borg­un.
Virði hlut­anna í hlut­deild­ar­fé­lög­um var met­inn á 1,1 millj­arð í árs­reikn­ingi Íslands­banka árið 2011, eins og fram hef­ur komið fram í um­fjöll­un Viðskipta­blaðsins. Hlut­ur­inn í Borg­un var meðal flokkaður þar á meðal, en virði hans hef­ur auk­ist um­tals­vert á und­an­förn­um árum.
Lands­bank­inn seldi meðal ann­ars 31,2% hlut sinn í Borg­un á 2,2 millj­arða í árs­lok 2014. Miðað við þá sölu var 22% hlut­ur­inn met­inn á um 1,6 millj­arð og því verðmæt­ari en allt safn hlut­deild­ar­fé­lag­anna í mati Íslands­banka árið 2011. Til viðbót­ar fékk Íslands­banki 176 millj­ón­ir í arð frá Borg­un vegna 22% hlut­ar­ins eft­ir árið 2014.
Eins og Morg­un­blaðið greindi frá í vik­unni er gert ráð fyr­ir að yf­ir­taka Visa In­ternati­onal á Visa Europe muni skila ís­lensku greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­un­um Visa Ísland og Borg­un millj­örðum á kom­andi miss­er­um. Ljóst er því að 22% hlut­ur­inn sem Íslands­banki fékk með yf­ir­töku Byrs er tals­vert verðmæt­ari en bank­inn hafði áætlað í mati sínu á spari­sjóðnum.


Árið 2011 var Baldur dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innherjasvika og brot í opinberu starfi þegar hann seldi hlutabréf sín að andvirði 192 milljóna króna í september árið 2008, rétt fyrir bankahrunið. Dómurinn var staðfestur í Hæstarétti árið 2012.

fimmtudagur, 11. febrúar 2016

Sýrland: Ískyggileg tölfræði styrjaldar og olíusala í Sýrlandi

Óhugnanlegar fréttir berast daglega frá Sýrlandi, tölfræði 5 ára styrjaldar verður æ hrikalegri: 

Tölur fallinn og drepinna í stríðinu eru 470.000, 70.000 óbeinar afleiðingar, á flótta, hungur og fátækt,veikindi, hreint vatn, heilbrigði og húsaskjól,  400.000 beint í stríðinu.  Þetta segir Syrian Centre for Policy Research (SCPR) nær helmingi hærri tala en Sameinuðu þjóðirnar hafa reiknað út.  11. 5% íbúana hafa verið drepnir eða særðir, Tala særðra er 1.9 milljónir.  Lífslíkur hafa fallið frá 70 árum  niður í 55,4 frá 2010 - 2015. Á Íslandi eru tölurnar rúmlega 80 ár, bæði hjá körlum og konum. 

Dánartíðni hefur aukist frá 4,4 af þúsundi í 10,9 frá 2010 -2015. Er ekki komið nóg, Þetta land er orðið efnahagslega Svört hola eins og blaðamaðurinn segir, 13, 8 milljónir manns hafa misst möguleikann á að lífnæra sig.

 Merkilegar upplýsingar koma frá blaðamanni Information í Sýrlandi um olíusölu í Sýrlandi.  Þar eru það tankabílaeigendur sem kaup olíu af ISIS og selja hana síðan Sýrlands ríki eða smyglara ( sem koma henni til Tyrklands eða annað)
eða Frjálsa sýlenska hernum (andstæðingum Assads forseta).
                                Týpískur olíubíll í Sýrlandi, eigandinn á 4 svona
sem hann gerir út.

                                            Olían hækkar um helming frá því  hann kaupir hana frá ISIS til kaupenda sinna.

Hér eru nokkrir þættir úr greininni í Guardian:

Syria’s national wealth, infrastructure and institutions have been “almost obliterated” by the “catastrophic impact” of nearly five years of conflict, a new report has found. Fatalities caused by war, directly and indirectly, amount to 470,000, according to the Syrian Centre for Policy Research (SCPR) – a far higher total than the figure of 250,000 used by the United Nations until it stopped collecting statistics 18 months ago.
In all, 11.5% of the country’s population have been killed or injured since the crisis erupted in March 2011, the report estimates. The number of wounded is put at 1.9 million. Life expectancy has dropped from 70 in 2010 to 55.4 in 2015. Overall economic losses are estimated at $255bn (£175bn).



Of the 470,000 war dead counted by the SCPR, about 400,000 were directly due to violence, while the remaining 70,000 fell victim to lack of adequate health services, medicine, especially for chronic diseases, lack of food, clean water, sanitation and proper housing, especially for those displaced within conflict zones.

“We think that the UN documentation and informal estimation underestimated the casualties due to lack of access to information during the crisis,” he said.

In an atmosphere of “coercion, fear and fanaticism”, blackmail, theft and smuggling have supported the continuation of armed conflict so that the Syrian economy has become “a black hole” absorbing “domestic and external resources”.Oil production continues to be an “important financial resource” for Isis and other armed groups, it says.
Consumer prices rose 53% last year. But suffering is unevenly spread. “Prices in conflict zones and besieged areas are much higher than elsewhere in the country and this boosts profit margins for war traders who monopolise the markets of these regions,” it says. Employment conditions and pay have deteriorated and women work less because of security concerns. About 13.8 million Syrians have lost their source of livelihood.

In statistical terms, Syria’s mortality rate increase from 4.4 per thousand in 2010 to 10.9 per thousand in 2015.

miðvikudagur, 10. febrúar 2016

Bókmenntaverðlaun og bókmenntauppeldi

Nú er tími uppgjörs og verðlaunaafhendinga senn á enda fyrir seinasta ár. 3 fengu Hin íslensku bókmenntaverðlaun í dag, Einar Már Guðmundsson, Gunnar Þór og Gunnar Helgason.  Ég er búinn að glugga í fræðibókinni, fagurbókmenntið er  í hillunni hjá mér, er þegar ég er búinn að lesa Auði Jóns, og
barnabörnin láta vel af Mömmu klikk.  Svo allt eru þetta bækur sem eru lesnar og vel að heiðrinum komnar eða hvað?  

Athygli vekur að engin kona er talin verðug til veðlauna í ár.  Og hlutfallið í flokkunum 3 er skrítið, 4 konur, 11 karlar.  Svo eru ljóðabækur ekki hátt metnar, engin í ár, ég hef lesið 2 fínar ljóðabækur eftir Guðrúnu Hannesdóttur, Humátt,  og Lindu Vilhjálmsdóttur, Frelsi, svo var ansi skemmtileg ljóðabók eftir kunningja minn Einar Ólafsson, Í heiminum heima,  og frænku mína Þórdísi Gísladóttur,Tilfinningarök .  Engar af þeim þóttu verðar og heldur ekki meira en hundrað aðrar ljóðabækur, margar eftir stórljóðaskáld, Sjón, Óskar Árni, Sindri Freysson, Kristín Svava, Kritján Þórður Hrafnsson, Sölvi Sveinn svo bættist Bubbi sjálfur í þennan hóp.  Auk margra ljóðaúrvala einstakra höfunda, eins og Vilborgar Dagbjartsdóttur og Sigurðar Pálssonar og Ingunnar Snædal. Ég held að það sé kominn tími á sérstakan verðlaunaflokk fyrir ljóð. 

Ég fór að hugsa um áhrifavalda í lifi mínu, þeir sem urðu þess valdandi að maður varð bókaormur.  Hjá mér á ég mest að þakka Útibúi Borgarbókasafnsins sem þá var til húsa í Hólmgarði 34 í Bústaðahverfinu.  Þar var opið milli 5 og 7 síðdegis.  Og þar varð uppeldisstöðin til lestrar.  Á haustin var röð fyrir utan á mánudögum ef ég man rétt, því þá komu nýju bækurnar í hús.  Síðan var hlaupið upp stigann upp á aðra hæð til að ná í nýju bækurnar.  Bókaverðirnir sem unnu þarna voru nokkrir en minnisstæðastir voru rithöfundurinn Jón 
Björnsson, sem nú er flestum gleymdur en hann skrifaði heilmikið á sínum tíma, þekktasta saga hans er án vafa Valtýr á grænni treyju.  Hann var hrjúfur á ytra borði, lyktaði oft af brennivíni, en hann var afskaplega hjálplegur þegar maður var búinn að vera fastagestur hjá honum í einhver ár.  Svo var Ólafur Hjartar íslenskufræðingur og handritafræðingur, sem var afskaplega mildur og góður maður og einstaklega vel til fara, krakkar höfðu ekki hátt nálægt honum. Á þessum  stað fetaði maður sig áfram í lestri, fyrst barnabækur, síðan fullorðins spennusögur,  það er liðin sú tíð þegar þjóðin beið á öndinni eftir jólabókinni frá Alistair McLean.  Loks fór maður að kíkja inn í fullorðinsheim bókanna.  Þær eru margar minnistæðar stundirnar úr bókasafninu.  






 Forseti afhenti veðlaunin að vanda og fékk hlý orð frá Einari Má með smá salti enda í síðasta sinn sem hann gerir þetta ef að líkum lætur.  
Svo sá ég vitnað í þýskum fjölmiðli í Dag Sigurðsson landsliðsþjálfar þeirra þýsku sem hann var borinn saman við Arnald okkar Indriðason í rólegheitum og yfirvegun, hjá Arnaldi sé ekki óþarfa læti eða ofbeldi. Fjallað var um Skuggasund og hún kölluð meistaraverk.  
Læt ég svo þessum bókapistli lokið.  

mánudagur, 8. febrúar 2016

Gunnar Bragi fær sér hálfan aðstoðarmann .......

Nýr ungkarl á uppleið,  í hálfu starfi og námi, eina starfskrafan að vera Framsóknarmaður, auðvitað er þetta engin spilling, hverjum dettur það í hug??? Hvað á þessi maður að starfa í ráðuneyti sem snýr að starfi utanríkismála, töskuberi ráðherra? 
Er þetta næsti kosningastjóri Gunnars Braga? Mikið eigum við langt í land að vera í óspilltu samfélagi.  

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ráðið til sín nýjan aðstoðarmann, Gauta Geirsson. Gauti hóf störf í dag en hann verður í hálfu starfi í ráðuneytinu.
Hann er 22 ára gamall og nemur rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Gauti er ritari Sambands ungra framsóknarmanna. Hann var einnig kosningastjóri hjá Framsóknarflokknum á Ísafirði fyrir síðustu kosningar og skipar 15. sætið á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. 
                                    Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tók á móti nýkjörinni                       stjórn SUF í vikunni í ráðuneyti sínu og var myndin tekin við það tilefni.


sunnudagur, 7. febrúar 2016

Þyrnirósarsvefn Heilbrigðisráðherra og Ríkisstjórnar

Þjóðir hlær öll að heilbrigðisráðherranum, sem sefur endalaust sínum þyrnirósasvefni. Ekkert gerist í neinu sem hann kemur nálægt.  Hann gerir sér ekki grein fyrir að Hjúkrunarheimili aldraðra eru komin á seinasta snúning fjárhagslega, og hefur
svo lítið samband að hann veit ekki hvað þar er að gerast.  

60.000 manna undirskriftir fá hann varla til að lyfta augabrún.  Það er fátt sem hann pælir í.  Örfáum dögum áður en forstjóri Grundar lýsir yfir nýjum áherslum fyrirtækis síns, sem byggjast á því að hefja hótel og stúdentagarðaþjónustu á Elliheimilum landsins,  er haldinn fundur á vegum ráðherra og verkefnisstjórnar sem hann hefur skipað.  Hvað gerist þar? 

Í upphafi fundarins flutti heilbrigðisráðherra ávarp og fór yfir helstu áskoranir næstu ára í þessum málaflokki. Lagði hann áherslu á nauðsyn þess að auka fjölbreytni í þjónustu við aldraða, stuðla að heilsueflingu og auka forvarnarstarf til að bæta lífsgæði aldraðra og draga úr þörf fyrir stofnanaþjónustu. Fulltrúi verkefnisstjórnarinnar kynnti ýmsar tölulegar upplýsingar um öldrunarmál og öldrunarþjónustu, samanburð við önnur lönd og aðrar upplýsingar sem safnað hefur verið til að leggja grunn að stefnu til framtíðar.

 

Þetta er allt gott og gilt.  En ........ þjóðin bíður eftir svari.  Á ekkert að gera fyrr en á næsta fjárlagaári eða hjá næstu ríkisstjórn?   Á að hunsa vilja mikils meirihluta þjóðarinnar að heilbrigðismál verði algjörlega í forgrunni í fjármálum þjóðarinnar?  Á að bíða eftir að elliheimili landsins hrynji?  Hver á að vera heilsuefling aldraðra?  Á að senda aldraða heim í faðm fjölskyldunnar?  Eru lífsgæði aldraðra falin í kirkjugörðum landsins?  

Eg held að ansi margir séu búnir að fá upp í kok.   

 

 




laugardagur, 6. febrúar 2016

Sýrland: Við erum peð. Er ekki komið nóg?

Enn dynur stríðsdraugurinn áfram í Sýrlandi.  Nú er  það enn einnu sinni Aleppo.  Nú eru það Rússar, rússneski herinn sem hjálpar sýrlenska her Assams að sprengja og drepa.  Og Sameinuðu þjóðirnar horfa á.  Bandaríkin horfa á.  Evropusambandið horfir á.   Þegar þessi borg sem var stærsta borg Sýrlands, er núna rústir og sprengdir veggir og steinar.   

Ekki bjóst ég við neinu öðru þegar allur heimurinn horfði á rússneska herinn ryðjast þarna inn.  Og efi minn og grunur hefur reynst réttur.  Svo er það sumir vinir mínir sem segja.  Hvað um kannann?  Hvað um um EB.  Er þetta ekki það sama?  Ég segi ég veit það ekki.  Hvað um fólkið sem reynir að komast í burt? Vilja jafnvel komast til Íslands! 

Tug­ir þúsunda hafa flúið Al­eppo

Eru það ekki 4,6 milljónir sem hafa komið sér í burt?  Til Líbanon, Jórdaníu, Tyrklands, Evrópu, Kanada (fáir sem fá landvistarleyfi í BNA). Svo eru til nágrannaþjóðir sem eru duglegri að senda vopn og herliða eins og SaudiArabía og Íran.  Aðalatriðið er að gera þetta æ

verra, samningaviðræður, nei það gengur ekki,  það er þægilegra að sjá þetta ríki liðast í sundur.  Milljónir sem komast aldrei heim til sín, valda spennu og pirrningi í öðrum löndum, sumir fá ekki að vera með eins og Kúrdar þeir eiga bara að vera stikkfrí.  

Í öflugasta ríkinu eru forsetakosningar framundan það skiptir öllu,  Rússland vill breiða yfir seign vandamál heima fyrir,  Tyrkir spila sína leiki í boði EB sem borgar brúsann.  Ennþá er það fólkið sem líður, þeir saklausu, karlar konur, gamalt fólk, börn.  Þetta er svo sorglegt, við eigum bara að horfa á. Hrylla okkur yfir myndum af sökkvandi skipum og fljótandi líkum. Taka á móti nokkrum tugum flóttamanna.  Fá hjartskerandi myndir af börnum,  borgum enbættismönnum kaup til að ákveða hverjir komast til okkar og hverjir ekki. Horfum á stjórnmálamenn upphefja sjálfa sig yfir gæsku sinni stjórnvisku. 

Allt gengur út á að gera ekkert, láta stórveldin leika sér, enginn tekur mark á SÞ, enginn tekur mark á kröfum okkar um betri heim.  Við erum peð.  Er ekki komið nóg?

 

föstudagur, 5. febrúar 2016

Samhljómur,vér erum fremstir .....


Úbbs vér erum snortin ..... aðrar þjóðir, samhljómur ..... við
þökkum ...... heildstæð nálgun .....ég og Cameron ... Tveir góðir.

fimmtudagur, 4. febrúar 2016

Jón Kalmann: Fiskarnir og Alheimurinn

Var að ljúka við Jón Kalmann; Eitthvað á stærð við alheiminn, nú hefur Keflavík fengið sinn sagnaflokk, þar sem fólkið fær sinn sögusöng, fyrst með Fiskarnir hafa enga fætur svo þessi.  Ég segi söng því alls staðar er á ferðinni, söngvar, ástir, ofbeldi, slagsmál, sorg og dauði.  Oft þarf maður að fletta til baka persónurnar og tengslin; Jón Kalmann kallar þetta ættarsögu.  Saga um fólkið sem stundaði sjóinn, og fluttist í bæina og borgina, vann í fiski og hjá hernum.  Þar
sem sjórin gaf og tók.  Það sem ljóðræna Jóns og heiðríkja himinsins og stjörnur alheimsins dansa saman og mynda magnaða heild, oft féllu mér tár á kinn ég er svo viðkvæmur. Í þessum óði til mennskepnunnar sem er full af greddu, ástum, brennivíni, gleði og sorg.  

Það er tónlistin sem dunar í eyrum manns, vagg og velta eins og það hétt forðum, rokk.  Það er skrítið að fylgjast með fólki sem er gamalt, á mínum aldri, sem hlustar ekki á harmónikutónlist og Ragnar Bjarnason og Erlu Þorsteinsdóttur.  Þar sem Hljómar, Presley og Megas eru guðirnir.  Og allir eiga sín uppáhaldslög, Whiter Shade of Pale, meir að segja REO Speedwagon. Og Bó blandar sér í fjörið.  

Svo eru það bækur og skriftir sem eru draumurinn andstæða stritsins og sjávarins, eitthvað fjölskyldugen sem blandast geðveiki og alkóhóli.   Sumir skrifa eitt ljóð eða dagbók ,  Veiga verður frægur rithöfundur, Ari skrifar 4 bækur og gefst upp.  Þeir sem hafa aldreið skrifað vita ekki hvað það getur verið erfitt. Gunnar Gunnarsson lifnar við og reynir að hafa áhrif á atburðarásins en hefur ekki áhrif, dauðinn er sterkari.

Allir á mínum aldri eiga sér einhverjar sögur sem tengjast Hernum, Keflavík, Reykjanesi, Tónlistinni þarna suðurfrá.   Þegar foreldrar minir fengu loks þak yfir höfuðið, þá leigðu þau hjónum stofuna í 3 ár hjónum sem unnu á Vellinum og komu í bæinn um helgar.  Stína og Tóti hétu þau, ef ég man rétt. Pabbi vann um tíma á Vellinu við viðhald og viðgerðir.  Ég fór tvo daga með honum upp á völl og hékk yfir honum í vinnunni. Þessi heiði var eyðileg og leiðinleg.  Landsleikir í handbolta fóru fram þarna áður en Laugardalshölln var reist.  Ég gekk og skipulagði Keflavíkurgöngur, var í Friðarbúðum í Njarðvík, var fluttur út af Vellinum í lögreglubíl þegar við vorum að dreifa í íbúðarhús áróðri.  Í öllum hverfum í Reykjavík voru einhverjar stúlkur/konur í ástandinu (man ekki eftir að hafa heyrt um karla), orðið Kanamella var þá mikið notað  eins og í þessari bók. Það var gott að þekkja einhvern sem var uppi á Velli, það komu sígarettukarton, bjór, brennivín, matur.  Allt sem var dýrt og fékkst lítið af hjá okkur.  Við vorum fátæk og einöngruð þjóð.  Svo var það tónlistin, Gúnnar Þórðar, Rúnar, Hljómar, Trúbrot, allt sem fylgdi því að vera ungur ....... 

Ég las Skurðir í rigningu fyrir tæpum 20 árum líkleg, síðan allt, með þessum nýja bálki skrifar hann einn þáttinn í sögu okkar, enginn tími verður til eða lifir án sagna.  Eitthvað til að spegla sig í.  Æsku sína og ævi.  Því miður eru margir sem halda að það skipti engu máli hvort bækur séu skrifaðar, rithöfundar þurfi ekki að lífa á einhverju, nóg að þeir skrifi á næturnar eftir kennslu, vinnu í öskunni, á eyrinni, í fjárhúsum eða auglýsingabransa.  Slík þjóð fær ekki mikið  að vita um sjálfa sig, hún verður án meðvitundar um sögu, líf, störf og menningu.  Hún veslast upp og hrekst inn í einhverja stærri þjóð.  Þar sem konurnar vilja vera einhverjar Vigdísar og Sörur, karlarnir einhverjir Trumpar og Ólafar Ólafssynir.  

Sem sagt: Lesið þessar tvær bækur, það tekur stundum á, en þetta er sagan okkar. 

miðvikudagur, 3. febrúar 2016

Eru Sigmundur Davíð og Egill í sama liði?

Athygli vekur hversu fast Egill Helgason heldur utan um Sigmundu Davíð, það má ekki skrifa hnjóðsyrði um hinn ástsæla forsætisráðherra án þess að hann þurfi að koma honum til varnar.  Hvort sem um er að ræða flóttamenn, verðtryggingu eða skipulagsmál.  

Það er lýðum ljóst að Silfur Egils er skrifað i boði útgáfuveldis Framsóknarflokksinsí, eyjan.is, pressan.is. Ég vona að hann fái sæmilega borgað.  Það er engin tilviljun skefjalausar árásir hans á Samfylkinguna oft í hverjum mánuði.  Vinstri grænir eru ekki til á hans svæði.  

Við sem höfum leyft okkur að gagnrýna Framsóknarflokkinn og vinnubrögð hans gerum það vegna málefna:   Kynþáttahyggja, stærsta loforð flokksins um verðtryggingu, flóttamannastefnan, rassvasaúthlutun skattpeninga, algjör samhljómur við xD í umhverfis og stóriðjumálum, aðgjör samstaða með útgerðaríhaldinu, sjúklegt hatur á listum og úthlutun á fé til lista og menningarmála.  

Það er líka margir sömu sem hafa hrósað Sigmundi fyrir ýmislegt, hreinskilni hans í skipulagsmálum borgarinnar, en það þýðir ekki að hann eigi að taka yfir skipulagsmál Ríkisins,  flóttamannaferð hans til Miðausturlanda, ekkert slæmt við það, en það þýðir ekki að það megi ekki taka á móti flóttamönnum sem rekast upp á land okkar eftir öðrum leiðum en flóttamannabúðir, hvor tveggja er gott. 

En við sem pælum í pólitík og höfum einhverja menntun í henni, gerum okkur grein fyrir að Forsætisráðherrann er útsmoginn pólitískur refur, hann hefur séð að rasistiska leiðin gagnast ekki á Íslendinga, það eru bara Píratar sem græða á því, og þeir eru bersýnilega vinstri flokkur í litrófinu. Svo nú rær hann á önnur mið, húmaníska kjarnann hjá Íslendingum, kosningabaráttan er hafin hjá honum, jafnvel xD er nú orðinn andstæðingur þótt þeir sitji saman í ríkisstjórn.  



Og eru Sigmundur Davíð og Egill í sama liði???? Það er kannski ósanngjarnt að spyrja svona spurningar, menningarforkólfurinn Egill og tækisfærissinnin Sigmundur Davíð.  En dæmin sýna okkur ýmislegt.  

Myndir :  Úr Þingholtunum Greinarhöfundur 

þriðjudagur, 2. febrúar 2016

Forsætisráðherra: Heildstæð nálgun eða ekki?

Sigmundur Davíð er í Líbanon og skoðar flóttamenn og flóttamannabúðir.  Hann furðaði sig á skrítnum veruleika, fjölda varðliða með byssur.  Honum var sagt að þetta væru Palestínumenn.  Og var hissa.   
Þeir sem hafa kynnt sér þróunina seinustu árin fyrir botni Miðjarðahafs eru ekki hissa.

„Ég hitti svo for­sæt­is­ráðherra Líb­anon og for­seta þings­ins. Þeir lýstu hinni flóknu póli­tísku stöðu sem hér er uppi. Til dæm­is hef­ur ekki enn tek­ist að kjósa for­seta nú átján mánuðum eft­ir að kosn­ing­ar áttu að fara fram.
Þetta var mjög áhuga­verð lýs­ing á þeim enda­lausu álita­efn­um sem menn standa frammi fyr­ir í þessu landi, en hér var auðvitað borg­ara­styrj­öld í fimmtán ár. Svo hafa þeir verið að reyna að byggja sig upp en mæta hverju áfall­inu á fæt­ur öðru, núna síðast þess­um mikla straumi flótta­fólks sem leggst gríðarlega þungt á þetta litla land.“

Einu sinni var Líbanon friðsamasta svæði þessa heimshluta.  En það breyttist, fyrst með flóttamannastraumi Palestínu þegar Ísraelsmenn smöluðu þeim í burtu.  Svo voru innanlandsátök og borgarastyrjöld, svo komu átök Ísraelsmanna og allra þjóðanna umhverfis þá. Og inngrip Sýrlendinga í nafni Arababandalagsins. Ásamt endalausum skærum Ísraels og Palestínumanna.  Svo komu Íraksinnrásirnar, svo upplausn Íraks, loks Sýrlandsátökin sem virðast ætla að verða endalaus og ný samtök sem vilja afgreiða málin á óhugnanlegan hátt, svokölluð ISIS eða Daesh .  Þetta er svo flókið spil að endalaust væri að reyna að skýra það og samt væri enginn sammála.

„Ný upp­lif­un fyr­ir Íslend­ing“

„Þetta er í raun­inni bara hverfi í borg­inni. Þetta eru eng­in tjöld eða slíkt held­ur fjöldi húsa þar sem mjög þröng­ar göt­ur ganga á milli. Hverfið var ætlað þrjú þúsund manns en þeir segja að þar búi nú um tutt­ugu og tvö þúsund. Innviðir eru laskaðir, vatnið óhreint og raf­magn með þeim hætti að tug­ir íbúa hafa lát­ist á und­an­förn­um árum af völd­um raf­losts. Enda sá maður bara raflagn­irn­ar al­veg þvers og kruss yfir göt­urn­ar, hang­andi þar laus­ar.“
Þegar komið var í búðirn­ar skildi líb­anska ör­ygg­is­gæsl­an við hóp­inn, en með Sig­mundi í för voru
„Við tóku vopnaðir Palestínu­menn, sem virðast vera nokk­urs kon­ar lög­gæsla í þess­um búðum. Ein­hverj­um tald­ist svo til að þarna væru að minnsta kosti fjöru­tíu menn vopnaðir hríðskota­byss­um þar sem við geng­um um göt­urn­ar. Það var svo­lítið ný upp­lif­un fyr­ir Íslend­ing,“ seg­ir Sig­mund­ur.
„En þeir vildu auðvitað koma í veg fyr­ir að eitt­hvað færi úr­skeiðis, enda voru með í för leiðtog­ar þessa sam­fé­lags og sendi­herra Palestínu hér í land­inu.“

Það er rétt sem forsætisráðherrann sagði að það væri allt annað að vera innan um þennan veruleika.  Stríð fyrir okkur er ansi fjarlægur veruleiki, svo við eigum að lýsa okkur stikkfría frá þeim veruleika. Mér finnst að maður þurfi ekki einu sinni að segja það.  Palestínumenn hafa haft heil landsvæði í Líbanon í áratugi. Þeir voru hraktir úr sínum heimahögum.  Nú hafa bæst við Írakar, Kúrdar og Sýrlendingar. Við eigum að gera það litla sem við getum gert. Hvort það sé heildstæð nálgun frekar hjá okkur en öðrum.  Allt er svo flókið.  En við þurfum að gera mikið meira en við gerum í dag.  Bæði mað því að taka fólk úr flóttamannabúðum og fólk sem hefur lagt í Pílagrímsgöngu yfir þvera Evrópu, til að komast á svæði þar sem er friður þar sem fólk getur séð fyrir sér, komið börnum sínum til manns og mennta.  Nú eru að hefjast friðarviðræður, auðvitað vonum við það besta, en það eru ótal refir þar á ferð, og margir hugsa meira um sína hagsmuni en um þetta aumingja fólk sem við sjáum daglega í fjölmiðlum.   

„Mér fannst ánægju­legt að skynja að marg­ir eru vel upp­lýst­ir um þátt­töku Íslands í aðgerðum hér og ánægðir með þá heild­stæðu nálg­un sem við á Íslandi höf­um haft að leiðarljósi, að gera fólki kleift að koma beint úr flótta­manna­búðunum til Íslands í stað þess að leggja í hættu­för um Evr­ópu, og á sama tíma að styðja við starfið hér.“
Hann seg­ir marga hafa haft áhyggj­ur af því að lönd nærri Sýr­landi myndu falla í gleymsku á meðan mikið streymi flótta­manna til Evr­ópu ætti all­an hug stjórn­valda.
„En eins og all­ir sem ég hef hitt í dag hafa rétti­lega sagt, eina leiðin til að draga úr straumn­um til Evr­ópu er að gera fólki kleift að búa hér.“

Auðvitað vill fólk helst búa á sínum heimaslóðum þótt goðsagnir um auð blindi marga, en það er ansi langt í land að byggja upp aftur.  Það er ótrúlegt hvernig búið er að fara með þessar slóðir, aðallega í Sýrlandi og Írak.  Og hver á að borga þann brúsa?  Það er langt þangað til heimurinn fer að ræða það.

Viðtalið við Forsætisráðherrann sem vitnað í  er úr mbl.is 1.1.2016.