þriðjudagur, 15. júlí 2014

Stiglitz: Niðurskurður og áherslur

Það er furðulegt hve föst þessi hugmynd um niðurskurð hjá ríkinu er í hugum nýfrjálshyggjufólks.  
Hvernig sem litið er á efnahags- og atvinnu ástand þá er alltaf þessi draumsýn til staðar.  

Joseph Stiglitz nóbelsverðlaunahafi í hagfræði fjallar um þennan útflutning á bandarískum hugmyndum og áherslum til annarra landa í nýrri grein.  

Það er svo margt sem skiptir máli að hans áliti heldur en sparnaður: 

What matters more for long-term growth are investments in the future – including crucial public investments in education, technology, and infrastructure. Such investments ensure that all citizens, no matter how poor their parents, can live up to their potential.
There is something deeply ironic about Abbott’s reverence for the American model in defending many of his government’s proposed “reforms.” After all, America’s economic model has not been working for most Americans. Median income in the US is lower today than it was a quarter-century ago – not because productivity has been stagnating, but because wages have.
Fjárfesting í menntun, tækni og grunnþjónustu,til að gera öllum kleift að njóta sín, segir Siglitz, sem skilar meiru en sparnaður og skattalækkanir.  Hérna er ársgamalt viðtal úr Independent, enska dagblaðinu, við Stiglitz um efnahagslega þróun eftir Hrunið.  Það er fróðlegt að sjá áherslurnar hjá einum helsta hugsuði hagfræðanna seinustu áratugina. Það er kominn tími til að breyta áherslum frá Hrunverjum til fólksins sjálfs.  Kerfi sem lækkar  meðaltekjur venjulegs fólks meðan eina prósent auðmanna fær nær allan arð sem skapast. 
  


mánudagur, 14. júlí 2014

Gaza: Hjartahlýjandi baráttufundur

Það er erfitt að gleðjast og vera fullur harms og trega um leið. Heimurinn og mannskepnan eru flókin fyrirbæri.  Við horfum á knattspyrnu vikuna út meðan Ísraelsríki murkar niður varnarlausa Gazabúa.  En samt er það þannig að við getum ekki bara lifað við áhyggjurnar og tregann.  Helstu
valdamenn heimsins láta sig ekki vanta á úrslitaleikina þótt þeir ættu heldur að vera að beita áhrifum sínum og vinna að því að stöðva endalausa stríðsleiki valdamanna.  

Nú er það Gaza, íbúarnir þar eru líklega þeir sem hafa þurft að þola mestu hörmungar nokkurs fólks frá stríðslokum seinni.  Þar áður voru það Úkraínubúar, þar sem þjóðernishyggjan hleður upp líkum.  Sýrland kemst varla í fréttirnar núna, þar sem búið er að rústa stóru ríki í tætlur.  Svo eru það önnur átakasvæði sem fá ekki mikla fjölmiðlaumfjöllun. 

Ég fór á mótmælafund niður á Lækjartorgi núna síðdegis.  Það var gaman og hjartahlýjandi hversu margt fólk mætti þarna.  Fólk á ýmsum aldri, margir kunningjar manns frá liðnum baráttuárum, líka mikið af ungu fólki sem hefur fengið nóg af aumingjaskap leiðtoga heimsins.  Sem hafa lagt Sameinuðu þjóðirnar í svaðið þar sem aldrei er hægt að ná samstöðu um eitt eða neitt.   Þetta var stuttur og áhrifamikill fundur, það er upplyftandi að sjá hversu þessi litlu samtök Palestínuvina hafa fengið áorkað undir  stjórn heimilislæknis míns, Sveins Rúnars Haukssonar.  

Við höldum áfram að lifa í þessum heimi þjáninga en um leið eigum við stundir gleði og ánægju með vinum, ættingjum, fótbolti gleður margar, söngur, listir og bókmenntir aðra.  Við reynum að gera okkar besta að rísa upp gegn ofbeldi og skepnuskap.  Því miður gengur það oft seint.  En heimurinn væri verri ef við gerðum ekkert.   

Ég skora á alla að leggja sitt á vogarskálarnar, við styðjum baráttu Palestínuþjóðarinnar fyrir mannsæmandi lífi og lítum með fyrirlitningu á ríki Gyðinga þetta fólk sem ætti að vita meira um þjáningu lítilmagnans.  Nú eru þeir orðnir að kúgurunum.  Með góðri hjálp stórvelda heimsins.  Svei sé þeim.  



sunnudagur, 13. júlí 2014

Náttúruauðlindin Okkar: Án fíflaskapar og græðgi

Það er gott að taka sér frí fra Fésbókinni og Bloggi.  Að hvíla sig á síbyljunni og vinum og kunningjum sem vilja mynda skoðanir manns.  Meira að segja veðrið fær maður ekki að hafa í friði, ég fór austur á Suðurfirði í viku, svo var ég í uppsveitum Árnessýslu í aðra viku. Ef fjölmiðlarnir hefðu fengið að stjórna mér væri þetta afar erfitt sumarfrí hjá mér.  En þrátt fyrir sólarleysi voru margir dagar góðir það skiptir máli hvert fólki er með manni. Ég vil líka óska öllum vinum mínum til hamingju með afmælisdaga í fríinu.  Ég sé líka að ráðandi öfl hafa ekki tekið sig á seinustu vikurnar.  Við sama heygarðshornið. Meira um það seinna!!!!

Ég var uppi á Héraði í þurrki, einning í Þjórsárdal, Geysi, á StóruBorgi í Grímsnesi fórum við í sund í sól þegar rignt hafði töluvert áður svo byrjaði að rigna aftur um leið og við vorum komin upp úr!!!!

Það er merkilegt að koma á höfuðferðastaðina og sjá þennan ferðamannafjölda frá útlöndum og áhuga þeirra og hrifningu yfir landinu okkar. Það er því mikilvægt að eyða þessari auðlind ekki með fíflaskap og grægði.

miðvikudagur, 25. júní 2014

HM: Ruddaskapur,snilld og 3 bit

Mikið er knattspyrna orðin ruddaleg íþrótt.  Það sér maður vel í Brasilíu um þessar mundir.  Stöðugt eru leyfðar meiri og meiri hrindingar.  Flestir eru með handleggina í andlitum andstæðinganna.  Sem var stranglega bannað fyrir nokkrum áratugum.  Þá var stranglega bannað að hrinda frekjulega, maður varð að gera það með höndina niðri með síðunni þegar maður ýtti á andstæðinginn.  Nú er öldin önnur.  Löppinni skellt fyrir þann fljótari í hverjum einasta leik, hrint á bakið á andstæðingunum. Hausarnir skella saman og mynda dásamlega tónlist meðan blóðið skvettist í allar áttir.  Og hámarkinu í ógeðinu er þessi Uruguay maður sem bítur andstæðingana og setur á svið Óskarsleik fyrir framan heiminn.  

Svo er hitt hversu margt er undurfagurt, i leik, skipulagi og einstaklingsframtaki það hlýjar manni um hjartarætur. Það nægir ekki að æfa til að verða snillingur.  Þetta er líka eitthvað meðfætt,  fótboltagenið er langtum göfugra en framsóknargenið!!!!!!   Svo koma alltaf nýir furðufuglar fram á sjónarsviðið sem dans inn í Evrópuknattspyrnuna í evru og dollararegni.     

Já, svo megum við ekki gleyma þessu, verkfall leikmanna á HM!!!! 

Leikmenn Gana hættu við að æfa í gærkvöldi þar sem bónusgreiðslur frá knattspyrnusambandinu höfðu ekki borist. 

Þetta staðfesti James Appiah, landsliðsþjálfari Gana, á blaðamannafundi í dag, en framundan er leikur gegn Portúgal á morgun í G-riðli Heimsmeistaramótsins. 

Enn fremur staðfesti Appiah að ríkisstjórn Gana hefði gripið inn í málið og eru þrjár milljónir dollara um borð í flugvél sem nú er á leið til Brasilíu til að leysa málið. 

Landsliðsmennirnir höfðu krafist þess að fá greiddann fyrirfram samdan bónus fyrir leikinn gegn Portúgal og nú er ljóst að því verður. 

Hér er þrenna meistara Suarez !!!!!   (utube)


  

mánudagur, 23. júní 2014

Hollendingar eru skemmtilegir og aðrar fótboltahugleiðingar......

Já, mér finnst Hollendingar ansi skemmtilegir.  Með neista og gleði í leik sínum.  Sem gefur knattspyrnunni þetta extra.  Hollendingarnir hafa það í dag, Sílemenn hafa verið góðir en þá vantar einn Robben á 38 kílómetra hraða.  Það var gott að Hollendingar og Brasilíumenn skyldu ekki lenda saman í 16 liða úrslitunum.  
Heimsmeistaramótið núna sýnir meiri breidd en áður hefur verið, nokkur fín lið í Suður og Mið Ameríku. 2-3 í Afríku það er helst Asía sem er útundan.  Evrópa hefur Holland, Frakkland, Ítalir gætu bæst við. Er ég að gleyma einhverju?  

Já, svona knattspyrna er mannbætandi það er ekki hægt að segja það sama um forystuna í FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu.  Skömm þeirra er mikil.  Svo er annað sem ég hef tekið eftir.  Maður hefur ekkert heyrt um mótmæli eða óeirðir í Brasilíu eftir að mótið byrjaði.  Ætli allir hafi snúið sér að boltanum eða eru fjölmiðlarnir í fréttabindindi um slíkt.  Kannski veit einhver um þetta þarna úti!!!!!! 
Maó formaður sagði Látum þúsund blóm blómstra það á við í knattspyrnunni í dag eða hvað?  Maó þótti samt skemmtilegra að synda.   Samanborið fræg afrek hans á því sviði.    

Dómstólar: Útgerðaralræðið búið að fá nóg.

Nú er ráðist á dómstólana, dómskerfið.  Það er ekki nógu hlýðið, dómarar eiga að dansa eftir pípu útgerðaralræðisins.  Að dómarar skuli taka mark á æðsta þrepi bankakerfisins íslenska!!  Þvílík firra þvílík flónska!!  Að taka mark á rökstuðningi Seðalbanka Íslands. Er það ólögmætur úrskurður ef um grun getur verið að ræða, um ólöglegt athæfi? Það eru nú ansi mörg dæmi um slíkt í okkar samfélagi.  Ætli það séu allt fljúgandi englar í  LÍÚ?  Þeir sem finnst sjálfsagt að stunda viðskipti í ESB þótt aðrir fái það ekki. Sem finnst sjálfsagt að stunda rányrkju við Afríkustrendur. Á ekki að fara í mál við Seðlabankann líka.  Minnsta kosti að skipta um Seðlabankastjóra, koma Trotskýistanum úr landi, skipta um áhöfn á Seðlabankaskútunni.  Já, lesandi góður, Útgerðaralræðið er búið að fá nóg.Kominn tími til að sýna tennurnar.   Því hver er það sem á Ísland? Ekki þú, lesandi minn góður.  
   

„Að mati kær­anda hef­ur hinn kærði héraðsdóm­ari með ætlaði refsi­verðri hátt­semi sinni brugðist mik­il­væg­um skyld­um sín­um og valdið ómæld­um skaða fyr­ir kær­anda sem og aðra aðila sem aðgerðir Seðlabank­ans beind­ust að. Um er að ræða mjög al­var­legt brot sem höfðu það í för með sér að kær­anda var gert að ósekjuað sæta þving­un­ar­ráðstöf­un­um á grund­velli ólög­mæts úr­sk­urðar,“ seg­ir m.a. í kær­unni. Þá áskil­ur kær­andi sér rétt til að koma fram með bóta­kröfu á síðari stig­um máls­ins.



sunnudagur, 22. júní 2014

Vinstri hægri: Ekki enn búin að vera.

Vinstri Hægri alltaf kemur upp umræða öðru hverju um hvað þetta séu úrelt fyrirbrigði 
En samt virðast þessi hugmyndahugtök eiga sér sterk ítök hjá
fólki.   En svo er spurningin hvað er átt við.  Alltaf verð ég hissa þegar maður heyrir valinkunna stjórnmálamenn nota orðmyndina kommúnisti árið 2014 yfir andstæðinga á vinstri vængnum. Einn smáflokkur gæti flokkast að einhverju leiti undir slíkt með þjóðnýtingarhugmyndir.  Svo líklega er nú betra að nota hnitmiðaðri orð í umræðu um stjórnmál eins og  Umhverfismál Alþjóðamál Jöfnuður nýtt orð hefur skotið upp kollinum Verndarhyggja í umræðunni um afstöðu til útlendinga og nýbúa.  

Athygli vekur samhljómur VG og Bjartrar framtíðar, ótrúleg íhaldssemi Framsóknar og rangtúlkun kjósenda xD á flokknum sínum. Þessi könnun virðist enn ekki höndla Pírata enda hafa þeir líklega mesta sérstöðu út frá afstöðu í einstökum málum ekki heildarhyggju.  

Svo þessi gömlu hugtök eru ekki úr sögunni..... eða hvað???    

Nýj­ustu niður­stöður úr viðamik­illi ís­lenskri kosn­ing­a­rann­sókn, sem staðið hef­ur frá ár­inu 1983, voru kynnt­ar fyr­ir flokkráðsfundi Vinstri grænna af Huldu Þóris­dótt­ur, lektor í stjórn­mála­fræði, í dag.
Eitt af því sem spurt var að við gerð rann­sókn­ar­inn­ar var hvar þát­tak­andi staðsetti sig á pó­lí­tísk­um ás frá vinstri til hægri. „Það að af­ger­andi meiri­hluti þát­tak­anda get­ur staðsett sig á ásn­um sýn­ir að hann hef­ur enn ein­hverja merk­ingu,“ sagði Hulda.
Formaður Vinstri Grænna, Katrín Jak­obs­dótt­ir, sem tók til máls á fund­in­um, sagði að sú orðræða sem væri orðin lenska í ís­lenskri pó­lí­tík að hægri og vinstri væru „dauð“ hug­tök hagnaðist fyrst og fremst hægri öfl­un­um. „Hver kann­ast ekki við hinn ópó­lí­tíska sjálf­stæðismann?“ spurði Katrín.

Fjór­ir mál­efna­flokk­ar

Í könn­un­inni voru mál­efni sem höfðu áhrif á af­stöðu kjós­enda í gróf­um drátt­um flokkuð í fernt: Alþjóðamál, þar sem afstaða til ESB réði miklu, um­hverf­is­mál, þar sem afstaða til orku­frekr­ar stóriðju var meðal þess sem tekið var fyr­ir, efna­hags­leg­an jöfnuð, þar sem afstaða til hlut­verks rík­is­ins í að auka tekju­jöfnuð var tekið fyr­ir og það sem Hulda kallaði „vernd­ar­hyggju“, en þar var meðal ann­ars afstaða til inn­flytj­enda og vaxt­ar og viðgangs höfuðborg­ar­inn­ar í mik­il­væg­um sessi.
Meðal þess sem niður­stöðurn­ar sýndu var að mál­efni í flokki efna­hags­legs jöfnuðar voru mik­il­væg­ust kjós­end­um VG, en um­hverf­is­mál réðu mestu um af­stöðu kjós­enda bæði VG og Bjartr­ar framtíðar. 
Í flokki alþjóðahyggju voru það kjós­end­ur Sam­fylk­ing­ar og Bjartr­ar framtíðar sem tóku sterk­asta af­stöðu sem fylgj­andi, en áhrifa­mesti þátt­ur­inn fyr­ir kjós­end­ur Fram­sókn­ar var andstaða við mál­efn­in í þess­um flokki.
Að vera fylgj­andi mál­efn­um svo­kallaðrar „vernd­ar­hyggju“ var einnig áber­andi hjá kjós­end­um Fram­sókn­ar en andstaða við þann mál­efna­flokk var áber­andi hjá Sam­fylk­ing­unni.
Þá sýndu niður­stöðurn­ar líka að kjós­end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins væru þeir kjós­end­ur sem höfðu hvað ólík­asta sýn á eig­in staðsetn­ingu á pó­lí­tísk­um ás og staðsetn­ingu flokks­ins. Þannig standa al­mennt mun fleiri kjós­end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins en annarra flokka í þeirri trú að afstaða flokks þeirra sé fjær pó­lí­tískri miðju en þeirra eig­in sann­fær­ing.  (mbl.is)