miðvikudagur, 25. júní 2014

HM: Ruddaskapur,snilld og 3 bit

Mikið er knattspyrna orðin ruddaleg íþrótt.  Það sér maður vel í Brasilíu um þessar mundir.  Stöðugt eru leyfðar meiri og meiri hrindingar.  Flestir eru með handleggina í andlitum andstæðinganna.  Sem var stranglega bannað fyrir nokkrum áratugum.  Þá var stranglega bannað að hrinda frekjulega, maður varð að gera það með höndina niðri með síðunni þegar maður ýtti á andstæðinginn.  Nú er öldin önnur.  Löppinni skellt fyrir þann fljótari í hverjum einasta leik, hrint á bakið á andstæðingunum. Hausarnir skella saman og mynda dásamlega tónlist meðan blóðið skvettist í allar áttir.  Og hámarkinu í ógeðinu er þessi Uruguay maður sem bítur andstæðingana og setur á svið Óskarsleik fyrir framan heiminn.  

Svo er hitt hversu margt er undurfagurt, i leik, skipulagi og einstaklingsframtaki það hlýjar manni um hjartarætur. Það nægir ekki að æfa til að verða snillingur.  Þetta er líka eitthvað meðfætt,  fótboltagenið er langtum göfugra en framsóknargenið!!!!!!   Svo koma alltaf nýir furðufuglar fram á sjónarsviðið sem dans inn í Evrópuknattspyrnuna í evru og dollararegni.     

Já, svo megum við ekki gleyma þessu, verkfall leikmanna á HM!!!! 

Leikmenn Gana hættu við að æfa í gærkvöldi þar sem bónusgreiðslur frá knattspyrnusambandinu höfðu ekki borist. 

Þetta staðfesti James Appiah, landsliðsþjálfari Gana, á blaðamannafundi í dag, en framundan er leikur gegn Portúgal á morgun í G-riðli Heimsmeistaramótsins. 

Enn fremur staðfesti Appiah að ríkisstjórn Gana hefði gripið inn í málið og eru þrjár milljónir dollara um borð í flugvél sem nú er á leið til Brasilíu til að leysa málið. 

Landsliðsmennirnir höfðu krafist þess að fá greiddann fyrirfram samdan bónus fyrir leikinn gegn Portúgal og nú er ljóst að því verður. 

Hér er þrenna meistara Suarez !!!!!   (utube)


  

mánudagur, 23. júní 2014

Hollendingar eru skemmtilegir og aðrar fótboltahugleiðingar......

Já, mér finnst Hollendingar ansi skemmtilegir.  Með neista og gleði í leik sínum.  Sem gefur knattspyrnunni þetta extra.  Hollendingarnir hafa það í dag, Sílemenn hafa verið góðir en þá vantar einn Robben á 38 kílómetra hraða.  Það var gott að Hollendingar og Brasilíumenn skyldu ekki lenda saman í 16 liða úrslitunum.  
Heimsmeistaramótið núna sýnir meiri breidd en áður hefur verið, nokkur fín lið í Suður og Mið Ameríku. 2-3 í Afríku það er helst Asía sem er útundan.  Evrópa hefur Holland, Frakkland, Ítalir gætu bæst við. Er ég að gleyma einhverju?  

Já, svona knattspyrna er mannbætandi það er ekki hægt að segja það sama um forystuna í FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu.  Skömm þeirra er mikil.  Svo er annað sem ég hef tekið eftir.  Maður hefur ekkert heyrt um mótmæli eða óeirðir í Brasilíu eftir að mótið byrjaði.  Ætli allir hafi snúið sér að boltanum eða eru fjölmiðlarnir í fréttabindindi um slíkt.  Kannski veit einhver um þetta þarna úti!!!!!! 
Maó formaður sagði Látum þúsund blóm blómstra það á við í knattspyrnunni í dag eða hvað?  Maó þótti samt skemmtilegra að synda.   Samanborið fræg afrek hans á því sviði.    

Dómstólar: Útgerðaralræðið búið að fá nóg.

Nú er ráðist á dómstólana, dómskerfið.  Það er ekki nógu hlýðið, dómarar eiga að dansa eftir pípu útgerðaralræðisins.  Að dómarar skuli taka mark á æðsta þrepi bankakerfisins íslenska!!  Þvílík firra þvílík flónska!!  Að taka mark á rökstuðningi Seðalbanka Íslands. Er það ólögmætur úrskurður ef um grun getur verið að ræða, um ólöglegt athæfi? Það eru nú ansi mörg dæmi um slíkt í okkar samfélagi.  Ætli það séu allt fljúgandi englar í  LÍÚ?  Þeir sem finnst sjálfsagt að stunda viðskipti í ESB þótt aðrir fái það ekki. Sem finnst sjálfsagt að stunda rányrkju við Afríkustrendur. Á ekki að fara í mál við Seðlabankann líka.  Minnsta kosti að skipta um Seðlabankastjóra, koma Trotskýistanum úr landi, skipta um áhöfn á Seðlabankaskútunni.  Já, lesandi góður, Útgerðaralræðið er búið að fá nóg.Kominn tími til að sýna tennurnar.   Því hver er það sem á Ísland? Ekki þú, lesandi minn góður.  
   

„Að mati kær­anda hef­ur hinn kærði héraðsdóm­ari með ætlaði refsi­verðri hátt­semi sinni brugðist mik­il­væg­um skyld­um sín­um og valdið ómæld­um skaða fyr­ir kær­anda sem og aðra aðila sem aðgerðir Seðlabank­ans beind­ust að. Um er að ræða mjög al­var­legt brot sem höfðu það í för með sér að kær­anda var gert að ósekjuað sæta þving­un­ar­ráðstöf­un­um á grund­velli ólög­mæts úr­sk­urðar,“ seg­ir m.a. í kær­unni. Þá áskil­ur kær­andi sér rétt til að koma fram með bóta­kröfu á síðari stig­um máls­ins.



sunnudagur, 22. júní 2014

Vinstri hægri: Ekki enn búin að vera.

Vinstri Hægri alltaf kemur upp umræða öðru hverju um hvað þetta séu úrelt fyrirbrigði 
En samt virðast þessi hugmyndahugtök eiga sér sterk ítök hjá
fólki.   En svo er spurningin hvað er átt við.  Alltaf verð ég hissa þegar maður heyrir valinkunna stjórnmálamenn nota orðmyndina kommúnisti árið 2014 yfir andstæðinga á vinstri vængnum. Einn smáflokkur gæti flokkast að einhverju leiti undir slíkt með þjóðnýtingarhugmyndir.  Svo líklega er nú betra að nota hnitmiðaðri orð í umræðu um stjórnmál eins og  Umhverfismál Alþjóðamál Jöfnuður nýtt orð hefur skotið upp kollinum Verndarhyggja í umræðunni um afstöðu til útlendinga og nýbúa.  

Athygli vekur samhljómur VG og Bjartrar framtíðar, ótrúleg íhaldssemi Framsóknar og rangtúlkun kjósenda xD á flokknum sínum. Þessi könnun virðist enn ekki höndla Pírata enda hafa þeir líklega mesta sérstöðu út frá afstöðu í einstökum málum ekki heildarhyggju.  

Svo þessi gömlu hugtök eru ekki úr sögunni..... eða hvað???    

Nýj­ustu niður­stöður úr viðamik­illi ís­lenskri kosn­ing­a­rann­sókn, sem staðið hef­ur frá ár­inu 1983, voru kynnt­ar fyr­ir flokkráðsfundi Vinstri grænna af Huldu Þóris­dótt­ur, lektor í stjórn­mála­fræði, í dag.
Eitt af því sem spurt var að við gerð rann­sókn­ar­inn­ar var hvar þát­tak­andi staðsetti sig á pó­lí­tísk­um ás frá vinstri til hægri. „Það að af­ger­andi meiri­hluti þát­tak­anda get­ur staðsett sig á ásn­um sýn­ir að hann hef­ur enn ein­hverja merk­ingu,“ sagði Hulda.
Formaður Vinstri Grænna, Katrín Jak­obs­dótt­ir, sem tók til máls á fund­in­um, sagði að sú orðræða sem væri orðin lenska í ís­lenskri pó­lí­tík að hægri og vinstri væru „dauð“ hug­tök hagnaðist fyrst og fremst hægri öfl­un­um. „Hver kann­ast ekki við hinn ópó­lí­tíska sjálf­stæðismann?“ spurði Katrín.

Fjór­ir mál­efna­flokk­ar

Í könn­un­inni voru mál­efni sem höfðu áhrif á af­stöðu kjós­enda í gróf­um drátt­um flokkuð í fernt: Alþjóðamál, þar sem afstaða til ESB réði miklu, um­hverf­is­mál, þar sem afstaða til orku­frekr­ar stóriðju var meðal þess sem tekið var fyr­ir, efna­hags­leg­an jöfnuð, þar sem afstaða til hlut­verks rík­is­ins í að auka tekju­jöfnuð var tekið fyr­ir og það sem Hulda kallaði „vernd­ar­hyggju“, en þar var meðal ann­ars afstaða til inn­flytj­enda og vaxt­ar og viðgangs höfuðborg­ar­inn­ar í mik­il­væg­um sessi.
Meðal þess sem niður­stöðurn­ar sýndu var að mál­efni í flokki efna­hags­legs jöfnuðar voru mik­il­væg­ust kjós­end­um VG, en um­hverf­is­mál réðu mestu um af­stöðu kjós­enda bæði VG og Bjartr­ar framtíðar. 
Í flokki alþjóðahyggju voru það kjós­end­ur Sam­fylk­ing­ar og Bjartr­ar framtíðar sem tóku sterk­asta af­stöðu sem fylgj­andi, en áhrifa­mesti þátt­ur­inn fyr­ir kjós­end­ur Fram­sókn­ar var andstaða við mál­efn­in í þess­um flokki.
Að vera fylgj­andi mál­efn­um svo­kallaðrar „vernd­ar­hyggju“ var einnig áber­andi hjá kjós­end­um Fram­sókn­ar en andstaða við þann mál­efna­flokk var áber­andi hjá Sam­fylk­ing­unni.
Þá sýndu niður­stöðurn­ar líka að kjós­end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins væru þeir kjós­end­ur sem höfðu hvað ólík­asta sýn á eig­in staðsetn­ingu á pó­lí­tísk­um ás og staðsetn­ingu flokks­ins. Þannig standa al­mennt mun fleiri kjós­end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins en annarra flokka í þeirri trú að afstaða flokks þeirra sé fjær pó­lí­tískri miðju en þeirra eig­in sann­fær­ing.  (mbl.is)




fimmtudagur, 19. júní 2014

Fótbolti: Samba í rigningu.... allir með......

Ein skemmtilegasta riðlakeppni allra tíma heldur áfram að koma manni á óvart. 
Ástralíu tókst næstum því að kafsigla Holland.  En Hollendingarnir tóku þetta á reynslu og
útsjónarsemi. 
Svo var það spútniklið keppninnar Chile sem tóka heimsmeistarana í nefið, maður vorkenndi þeim oft.  
ið.  Gæti verið liðið sem nær alla leið.  Svo var það Króatía sem lék sér að Kamerún, var þetta ekki liðið sem kom í veg fyrir að við værum að leika í Brasilíu?   

Markasúpa þrátt fyrir góðar varnir, góð markvarsla,  ótrúlegar skyttur.  Við höldum áfram að fylgjast með þegar við fáum svona dásemdir dag eftir dag.  Svo rignir úti.  

Ég held áfram að dansa Sömbu fyrir framan sjónvarpið.  Hvað sem Egill gerir.  Ég er langtum flottari Sambadansari.  Árshátíðir Kúbuvinafélagsins skiluðuð ýmsu. 

þriðjudagur, 17. júní 2014

Ríkisstjórn: Þyrnirósasvefn þráhyggju og heimsku

Einangrun og vinir vekja athygli.  Ég ræddi fyrir nokkrum dögum um vandamál ríkisstjórnar að íhuga stöðu sína meðal annarra þjóða.  Nú hafa Bandaríkjamenn sent okkur skilaboð.  ESB gerði
það líka með niðurfellingu styrkja.  Það er tekið eftir yfirlýsingum valdsmanna okkar.  Enn vitum við ekki hvað forsætisráðherra sagði í frægri ferð til Evrópu.  

Það er fylgst með yfirlýsingum okkar og samskiptum.  Daðri við einræðisþjóðir, þótt utanríkisráðherra hafi reynt að kveða það niður með yfirlýsingum um Úkraínu og Krím.  Forsetinn heldur áfram nánu sambandi við harðstjórana í Kína. Hvalveiðar og sala eru einstök í okkar heimshluta.   Framsóknarflokkurinn er annar af tveim  stjórnarflokkum í Vestur Evrópu sem daðrar við útlendingahatur og kynþáttahyggju. 

Er það furða þótt ýmislegt hafi breyst frá því að Össur talaði við John Kerry fyrir rúmu ári.   

„Þegar John Kerry var nýorðinn utanríkisráðherra í fyrra fór hann til Evrópu og hitti utanríkisráðherra margra Evrópuríkja á fundi í Róm. Hann kom sérstaklega til mín og sagði mér að hann vildi halda stóra ráðstefnu um velferð hafsins og orðaði það þannig að hann vildi að Ísland væri með áberandi framlag þar og segði frá sinni reynslu vegna þess að Íslendingum hefði gengið svo vel að varðveita fiskistofna,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, um fundinn með John Kerry í Róm í fyrra. Össur stakk þá upp á tilteknum stjórnmálamanni, líklega Ólafi Ragnari Grímssyni forseta, til að tala fyrir Íslands hönd á ráðstefnunni.
Líkt og komið hefur fram þá var Íslendingum ekki boðið á ráðstefnuna sem John Kerry heldur dagana 16. og 17. júní í Washington. Skoðun Kerrys breyttist því ansi mikið á rúmu ári. „John Kerry var mjög ánægður með tillögu mína og fannst hún frábær. Síðan eru þeir núna, bersýnilega, að herða viðbrögð sín út af hvalveiðunum. Nú eru þeir bara bersýnilega komnir á þá skoðun að þeir ætli að sýna okkur þetta með einhverjum táknrænum hætti. Þetta er rosalega harkalegt viðbragð og sýnir það bara að „they mean business“. Þess vegna hef ég sagt að þetta séu kaflaskil; þetta er löðrungur á alþjóðavettvangi.“ dv.is 17.6. 2014
Það er kominn tími til að vakna af Þyrnirósasvefni þráhyggju og heimsku. 

myndir: EÓ

Brasilíuveislan: Þjóðverjar og Ghanamenn mínir menn

Enn kemur Brasilíuveislan manni á óvart.  Þjóðverjar sýndu þvílíkan leik í dag að Portúgalar urðu agndofa og gerður lítið og smátt.  4-0.  Það á margt eftir að gleðja mann.  Að vinna með 4 mörkum á svona móti er töluvert eins og 5-1 hjá Hollendingum á móti heimsmeisturum.  

Svo var sorglegt í kvöld að horfa á endalausa baráttu Ghanamanna gegn Heimsveldinu.  Svo þegar þeir loksins jöfnuðu, þá héldu þeir áfram að spila sóknarleik.  Og Bandaríkjamenn laumuðu einu í viðbót inn.  Við fengum að sjá Íslending í bandaríska liðinu.  Hann verður að leika betur til þess að einhver taki eftir honum.  En Ghanamenn voru mínir menn í dag.  

Knattspyrna er ekki leiðinleg á degi sem þessum.  Svo heyrði ég að Íranar hefðu náð jafntefli við Nígeríumenn sem eiga marga jaxla.  

Ætli verði rigning á Þjóðhátíð?   Ætli það ekki......En ég hef álika vit á veðri og fótbolta.......




mánudagur, 16. júní 2014

Íþróttaveisla á 37kílómetra hraða.

Íþróttaveisla:  Þá fer af stað klöguliðið sem segist ekki hata íþróttir en vill samt hafa þær svona passlega langt frá sér.   Það er skrítin þessi síbylja þegar maður hugsar um allt framboðið af sjónvarpsefni  sem boðið er upp á.  Höfuðleikir eru sýndir á aðalríkisstöðvum alls staðar á Norðurlöndum og í Þýskalandi á tækinu mínu.  Ef maður vill ekki horfa á bolta þá fer maður bara annað.  Það eru sápuóperur í RÚV á hverjum degi, ég kvarta ekki yfir því.  Spennuþættir sem eru ekki fyrir mig.  Þá fér ég bara annað.  

Auðvitað horfi ég á Heimsmeistara og Evrópukeppnir í fótbolta og handbolta.  Ég æfði þessar greinar sem barn og unglingur.  Svo einstaka landsleiki.  Eins og handboltaleikinn í gær.  Hann var sorglegur.  Einhvern veginn vissi ég um leið og Bosníumaður hirti boltann í fyrstu sókn Íslendinga að þetta yrði raunadagur. Slík varð raunin.  Það var eins og við kæmum í leikinn og værum búin að vinna hann fyrirfram.  Allt of mikið af feilsendingum, miður góðri vörn.  Því fór sem fór.

Það hafa verið skemmtilegir leikir á fyrstu stigum keppninnar, Brasilía- Króatía, Holland- Spánn, Ítalía-England.  Sem boðar vel og í dag er Þýskaland og Portúgal.  Óvænt úrslit.  Sigurmark Sviss gegn Ekvador, sigur Costaríka gegn Uruguay.   

Það er blautt úti og regn, svo það er gott að halla sér afturábak í stól og horf á leik.  Og 17. júní á morgun. Við fáum eitthvað spaklegt frá valdamönnum eða þannig.   

Þessi frétt úr mbl.is,  37 kílómetra hraði hjá Robben !!!!!   

Hol­lenski snill­ing­ur­inn Ar­jen Robben var held­ur bet­ur létt­ur á fæti í 5:1 sigri Hol­lend­inga á Spán­verj­um á föstu­dag. Hann skoraði tvö mörk, þar af eitt eft­ir glæsi­leg­an sprett sem inn­siglaði sig­ur­inn.
Sprett­ur­inn sá er raun­ar sá hraðasti sem FIFA, Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bandið, hef­ur nokkru sinni mælt hjá leik­manni. Robben var mæld­ur á 37 kíló­metra hraða þegar hann stakk Sergio Ramos, varn­ar­mann spænska liðsins, af en hann var mæld­ur á 30,6 kíló­metra hraða. Það þýðir að Robben hef­ur verið nokkuð yfir há­marks­hraða í mörg­um íbúa­göt­um hér á landi!
Hol­lend­ing­ar eru efst­ir í B-riðli með þrjú stig líkt og Síle en hafa betri marka­tölu.
Arjen Robben stingur sér fram fyrir Sergio Ramos á sprettinum fræga.
Ar­jen Robben sting­ur sér fram fyr­ir Sergio Ramos á sprett­in­um fræga. AFP

laugardagur, 14. júní 2014

Framsókn: Hatursorðræðusori

Nú er Framsóknarflokkurinn farinn að flytja eigin sora til útlanda.  Vonandi fáum við gjaldeyristekjur ..... en mikið er þetta óviðeigandi.  Við eigum að vorkenna stjórnmálamönnum á villigötum meira en stórum hópi íslamtrúarmanna sem verða stöðugt fyrir árásum fólks á villigötum, svo bætast við atkvæðaveiðarar tækifærissinna xB, svei attan. Ef það er ekki Framsókn í Reykjavík sem hefur kynt undir hatursorðræðu hver hefur þá gert það? ....  :  

Visir.is sagði frá þessum útflutningi: Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra vakti máls á hatursumræðu í íslensku þjóðfélagi, sem meðal annars tengist flokki hennar, á fundi um hatursumræðu gegn konum sem fram fór í Svíþjóð í dag. Fundurinn var hluti af ráðstefnunni Nordisk Forum, á henni er staða kvenna rædd og var fundurinn sem Eygló sat sérstaklega um hatursumræðu gegn konum á netinu og í samfélaginu.

Ummæli Eyglóar komu nokkrum íslenskum gestum á fundinum á óvart. Þeirra á meðal er Hildur Lilliendahl líkt og sjá má í Fésbókarfærslu hennar neðst í þessari frétt.

Eygló var gestur í sal á fundinum og tók til máls þegar framsögumenn tóku við spurningum. Siv Friðleifsdóttir, fyrrum umhverfisráðherra, stýrði fundinum. Framsögumenn fundarins voru sérfræðingar í hatursumræðu og viðbrögðum við henni, að sögn Eyglóar og vildi hún leita ráða hjá þeim vegna umræðunnar á Íslandi.

„Ég var að spyrjast fyrir um hvaða áætlanir eða tæki önnur lönd hafa notað með skipulögðum hætti til að taka á hatursorðræðu meðal annars gegn konum, fötluðum, hinsegin fólki og innflytjendum svo dæmi séu nefnd. Ástæðan fyrir því að ég spurði þá sérfræðinga sem þarna voru, var meðal annars vegna umræðu sem hefur verið á Íslandi, sem tengist meðal annars mínum flokki.“ segir Eygló í samtali við Vísi og bætir við:

„Ég tel það vera mjög mikilvægt að fara yfir hvað það sem hefur verið að virka og hvað ekki í þessum málum erlendis, í  að vinna gegn hatursorðræðu. Sérfræðingarnir gátu því miður ekki bent á ákveðnar áætlanir eða stefnu sem önnur lönd hafa markað sér sem hefur skilað árangri. Þess vegna lögðu þeir áherslu á rannsóknir, auk þess sem þeir töluðu fyrir aukinni fræðslu í skólakerfinu og samtali við frjáls félagasamtök .“

En hvernig tengist Framsóknarflokkurinn hatursumræðu hér á landi? Hvernig upplifir þú umræðuna?

„Ástæðan fyrir þessum fundi er til að fjalla um ofbeldi, áreitni og hatursorðræðu. Það sem ég var að tala um, var mikilvægi þess að við fengjum fram einhverjar hugmyndir og einhverjar tillögur sem ég gæti unnið með sem ráðherra. Það hefur verið umræða á Íslandi, undanfarið en líka þar áður, sem tengist meðal annars þessum hópum sem ég er búin að nefna. Þess vegna legg ég áherslu að við lærum hvað hefur virkað í öðrum löndum og getum bætt þessa orðræðu.“

Eygló bendir til dæmis á að undir hennar stjórn vinnur ráðuneytið að ýmsum áætlunum til að styðja við þá hópa sem hún nefnir, meðal annars framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks og í málefnum innflytjenda auk þess sem unnið er að nýrri jafnréttisáætlun. Þar telur Eygló mikilvægt að huga að baráttu gegn hatursorðræðu og áreitni.

Eygló vildi ekki fara nánar út í það hvernig Framsóknarflokkurinn tengist hatursumræðu.

Hafnar hverskonar mismunun
Eygló var spurð um ummæli Sveinbjörgar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, í moskumálinu svokallaða. Eygló telur að Félag múslima eigi að njóta sömu réttinda og önnur trúfélög og fá lóð úthlutað undir mosku, og er því ekki sammála tillögum Sveinbjargar að draga lóð sem var úthlutað til Félags múslima til baka.

„Það er algjörlega skýrt í mínum huga að ef það á að úthluta einu trúfélagi  ókeypis lóð, þá tel ég rétt að við séum ekki að mismuna trúfélögum í því. Svo geta menn haft skoðanir á því hvort það eigi yfirhöfuð að útlhuta trúfélögum lóðir ókeypis almennt,“ segir hún og bætir við:

„Mín persónulega afstaða, er sú sama og afstaða Framsóknarflokksins og hún er skýr. Við höfnum hverskonar mismunun. Allir eiga að vera jafnir.“

Þú segir að stefna þín og flokksins sé mjög skýr í þessu máli. Mun þá flokksforystan ekki styðja við Framsóknarflokkin í Reykjavík Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna reyna að efna kosningaloforð sín?

„Ég reikna fastlega með því að þeir sem starfa í Framsóknarflokknum fari eftir grundvallarstefnu hans, það er alveg skýrt.“






föstudagur, 13. júní 2014

Valdhafar: að lesa og hugsa göfug er list

Þeir eru skrítnir valdhafar okkar. 
Skrifa áhyggjubréf til EFTA dómstóls um áhrif ef verðrtrygging er ólögleg.  Mikið er það undarlegt í orðum fólksins í landinu ef verðtryggingin sem stjórnmálamenn, avinnu og verkalýðsforkólfar hafa dásamað í áratugi er glæpsamlegt atferli.  Það væri nú meira að hafa áhyggjur af heldur en hitt að þetta komi okkur sjálfum illa. Það eru margir sem hafa bent á varnagla í sambandi við verðtrygginguna í langan tíma. 

Svo eru hvalveiðasinnar þar með talin ríkisstjórn og þingmenn, alveg hissa að aðgerðum fylgi ábyrgð.  Að Bandaríkin vilji sýna það að veiðar okkar eru ekki neitt til að húrra fyrir.  Við erum að gera þetta í trássi við flestar þjóðir.  Það getur haft eitthvað í för með sér.  Eða hvað ........

Stjórnmálaflokkur Forsætisráðherra tekur upp kynþáttahyggur svona af gamni sínu rétt fyrir kosningar.  Til að hala inn atkvæðum.  Og sjálfur Forsætisráðherra segist tala svo skýrt að hann getur ekki einu sinni sagt hvort hann sé sammála Fyrsta borgarfulltrúa sínum í Reykjavík eða ekki.  

Það er margt sem vekur óhug manns þessa dagana.  
Ég horfði á hina prýðisgóðu mynd Bókaþjófurinn sem gerð er eftir samnefndri mynd í fyrrakvöld.  Þar er sýnt lífið í Þýskalandi rétt fyrir seinni heimsstyrjöld og á fyrstu styrjáldarárunum.  Mikið er ógnvænlegt ef til er fólk víða um lönd sem heldur að þetta sé framtíðin okkar, að stilla upp kynþáttum  og trúarbrögðum gegn hvorum öðrum . Þar sem öllum rökum og vísindum og snúið á hvolf. Þar sem flestir verða ólæsir og hlýðnir þrælar.  Það að lesa ber með sér ábyrgð. Það er svo vel sýnt í Bókaþjófinum.   

Valdhafar elskulegir vaknið upp áður en það er of seint.   

sunnudagur, 8. júní 2014

Hvítasunna: Gamalt ljóð

Hvítasunnuljóð.  Frá trúlausum manni. Fann þetta í dóti hjá mér, líklega samið þegar við hjónin vorum í kennaraorlofi í Lundi í Svíþjóð 1994-1995, þá um vorið eða byrjun sumars 1995.  Þetta var einstaklega gott sumar, við hlupum og stunduðum íþróttir nærri því daglega. 

HVÍTASUNNA

hlauparinn hleypur
af sér hornin haminn
og heiminn

lestin hverfur að baki
fortíðin sagan minnið
allt verður ekkert

hann talar tungum með
fótum höndum vöðvum
lungum allt iðar titrar

malbikið hitnar og bráðnar ´
fuglarnir syngja mozart
picasso teiknar trén í dag
daliíkornar bregða á leik

hann talar tungum sem
vefjast utanum höfuð skrokk
bleikar grófar blaðrandi vitstola

fyrir ofan
hvít sól
sem blindar tryllir æsir

talar tungum
talar við okkur
talar við guð



Ferðaþjónusta: Á réttri braut??

Við fórum saman nokkur í ferð um Snæfellsnes í seinustu viku.  Ég þarf ekki að básúna fegurð nessins það var fallegt þrátt fyrir að skýjafar væri með mesta móti nema seinasta daginn þá var
sól og skúrir. Já, það var margt að sjá og söfnin í Stykkishólmi eru ansi góð á sinn hátt.  Vatnasafnið svo hrífandi í einfaldleika sínum og útsýnið yfir Breiðafjörðinn ógleymanlegt.  Það er ekki á hverju íslensku safni sem maður sér mynd eftir Andy Warhol eins og er á Eldfjallasafninum, það er ótrúlegt hverju hann hefur getað safnað hann Haraldur okkar. 


Það var gaman að sjá það að ferðamennirnir streymdu til gistingar í Stykkishólmi í byrjun júní.  Og veitingahúsin gerðu það gott sýndist mér.  En það er annað sem vakti athygli mína á nesinu á flestum stöðum ekki öllum.  Það er yfirgengilegt hátt verðlag á veitingahúsum og kaffistöðum.  Að borða ekkert sérstaka fiskisúpu á 2300 krónur og bökur á 2500 krónur er ansi hátt, 1300 kall fyrir bjór og vínglas.  Ég hugsa að erlendir túristar hugsi nú ýmislegt þegar þeir borgi þetta. Og vikuferðalag um landið plúss bensín kostar meira en góð sólarlandsferð.   Svo fær maður ekki lengur pylsu með öllu og malt á Vegamótum, nú er þar hótel með öllu við vitum hvað það þýðir.   

Yfirgengileg uppbygging hótela og gistiheimila virkar ógnvekjandi á mig.  Sérstaklega þar sem verið er að byggja upp fyrir lánsfé, eða úr styrktarsjóðum rikisins okkar.  Það er gott að vera fljótur til að bjóða þjónustu en ansi er þetta yfirgengilegt.   Í mínum augum.   


föstudagur, 6. júní 2014

Björt framtíð? Allt er betra en Íhaldið.

Spurningin er :  Er Björt Framtíð björt framtíð?  Ber hún nafnið með rentu?   Og vaxtavöxtum?  Ég veit það ekki, mér þótti svolítið bjart yfir flokknum til að byrja með öðru vísi nálgun á átökum stjórnmálanna. En líklega eru hveitibrauðsdagarnir liðnir.  Svona lýsti ég BF fyrr í vor:  

BF er í stíl og hugsunum ekkert svo frábrugðinn frjálslyndum vinstri mönnum í öðrum flokkum, í mínum augum er hann hentugur auglýsingastofuflokkur, myndarlegt fólk, miðaldra, 30-50 ára, svolítið töff, vilja vera jákvæð, ekki í þrasinu eins og gamla liðið, sem margir af þeim hafa að vísu
starfað með og eru vinir og kunningjar. Þó sýnist mér vera mikið af fólki sem hefur ekki komið nálægt pólitík áður.  En í Reykjavík er BF auðvitað arftaki Besta Flokksins svo þar er kominn þekkingarbanki.  Að ákveðnu leyti eru það Guðmundur Steingrímsson og Jón Gnarr sem hafa mótað stíl og áherslur BF (með góðri hjálp Dags E.!!) 

og fulltrúar flokkanna sem fengu ekki að vera með í Hafnarfirði eru 
sárir:  

Var þjóðstjórn bara „show“?


Þetta er málið, þetta er hættan á fleiri og fleiri flokkum.  Hverjir fá að vera með og hverjir ekki.  Og samkvæmt skilgreiningu BF eru þeir svo sjálfsagt fórnarlamb til aðláta xD spila með sig.  Lítil reynsla nema í Reykjavík.  Orð oddvita þeirra í Hafnarfirði um allir með, voru týpískur nýpólitískur frasi.  OG  xD beið á meðan fyrir utan hurðina.Með glott á vör, sigurglampa í augum.  Því þeir vilja ekki vera með í svona.  Hlutverk þeirra er að ríkja stjórna, útdeila gæðum til hinna útvöldu. Völda þeirra heita Peningar Aurar Hlutabréf Ágóði.   

Svo BF er leiksoppur xD, þeir geta ekki farið með hinum, hinir eru kaós.  Reykjavík var bara undantekning og heppni af því að Jón
Gnarr var á staðnum með marga vini sína sem höfðu starfað saman í listum.  Það verður svolítið skrýtið í næstu alþingiskosningum ef sama munstrið birtist.  xB og BF eru ljúfir fyrir xD að renna niður. Deila og drottna.  Þetta fólk hefur aldrei heyrt orðtakið:  Allt er betra en íhaldið.  Ó nei.  

miðvikudagur, 4. júní 2014

Trúðarnir tveir fara í veiðiferð


Boðið í veisluna, ætla að vera í henni, þó ekki. Skrýtnir boðsgestir a tarna.......  

Alltaf gleðja þeir okkur les deus clownes...........  Jóhanna tekur þá í nefið og þeir koma sem gubb út um munninn á henni.  Veltast um í klósettskálinni þangað til þeim er sturtað niður. Þessir meistarar siðfræðinnar.   Ástmegir orðhengilsháttar.  Grínarar ómarktækni.

Þeim var boðið að veiða en ætla bara að opna sjówið........... taka nokkra kollhnísa og brettur, veiðimönnum og löxum til ómældrar gleði .......

Svo kemur Jón Gnarr 
og gerir narr 




þriðjudagur, 3. júní 2014

Eftir kosningar: Hvað er heim, spurði ég?

Allir eru eitthvað dömm eftir kosningar helgina.  Það er eins og fólk hafi búist við einhverju öðru.  Við erum búin að gleyma því hversu Íslendingar eru íhaldssöm þjóð og púkó upp til hópa. Þegar eitthvað skemmtilegt og ótrúlegt gerist eins og valdatíð Jóns Gnarr sýndi þá höldum við að við lifum nýja tíma. Nei lesendur góðir næstu daga á eftir er allt þetta gamla skriðið upp úr ræsinu.

Davíð prumpar yfir landsmenn
Jón Bjarnason skrifar umESB á miðsíðu Moggans (hvar annars staðar)!?
Ármann bæjarstjóri rekur hníf í bak Birkis, ef það er pláss fyrir fleiri.
Hér á Stykkishólmi er kommbakk Sturlu allir eru glaðir en það eru nú aðallega útlendingar sem maður sér, túrismatíðin er byrjuð. Það skrjáfar í seðlum.
Lásuð þið rasistagreinina eftir norðlensku konuna í Mogganum í dag? Farðu heim sagði hún við íslenska manninn. Hvar er heim, spurði ég.

Já lesendur við erum dömm. Það setur að okkur óhug.  Allt er við það sama. Eða hvað?