þriðjudagur, 21. nóvember 2017

Íslenska kerfið : sýkn eða sekur?

Hvað er að ske á Íslandi? Það er eins og Ákæruvald  og Dómsvald séu í því hlutverki að sjá um að sem minnstu fjármunir komi í hlut samneyslunnar í landinu. Hver fréttin á fætur annarri lekur í gegnum heilabúin á okkur landsmönnum, maður er varla hættur að gapa af undrun þegar næsta furðufrétt birtist. Stundum milljarðar, stundum milljónir.

Meistarafrétt var í mbl.is í dag. Athafnamaður á Selfossi með tvö fyrirtæki er sýknaður af 19 milljóna  kröfu vegna skorts á sönnunargögnum :. Sýknu­dóm­ur­inn grund­vall­ast af skorti á gögn­um. Í hon­um kem­ur meðal ann­ars fram að héraðssak­sókn­ari gekk ekki á eft­ir því að maður­inn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð til að gefa skýrslu. Eng­in vitni hafi verið kölluð til og því skorti gögn. 

Að lesa dóminn er eins og að lesa furðufrétt, sá ákærði hefur ekki greitt virðisaukaskatt eða staðgreiðslu opinberra gjalda meira og minna  á tímabilinu 2013- 2016. Allt framferði yfirvalda við málsmeðferð er hið undarlegasta, vitni ekki kölluð fyrir, ekki tekið mark á játningu, ekki könnuð til fullnustu aðkoma annarra. 

Það er því ekki nema von að peninga vanti í innviði samfélagsins. Hefur ekki verið gert ráð fyrir 90 milljarðar innheimtist ekki í opinber gjöld á ári? Þetta dæmi sýnir að það eru margir úti að aka í vinnunni. Eða er þetta bara venjuleg vina og kunningja spilling?





Sýknaður af ákæru því hann mætti ekki


D Ó M S O R Р:
Frávísunarkröfu ákærðu er hafnað.
Ákærðu, A, B og C skulu vera sýkn af öllum kröfum ákæruvalds í málinu.
Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Jóns Bjarna Kristjánssonar hdl., kr. 1.159.400, að meðtöldum virðisaukaskatti, auk ferðakostnaðar verjandans kr. 33.800.

sunnudagur, 19. nóvember 2017

Flóttamenn. Borga skuldina eða farvel

Alltaf er maður stoltur að vera Íslendingur. 5 lögreglumenn fylgja honum úr landi. Offsóttum Írana vegna kynhneigðar. Karl sem hefur náð að aðlagast. Gifst Íslendingi í óþökk yfirvalda hér, giftast á Ítalíu,  til Íslands fær hann ekki að koma. Er hann hættulegur, ofbeldisfullur. Stundin ræktar hlutverk sitt sem ábyrgur fjölmiðill. Birtir fréttit af þessu. Hann á að borga skuldir sínar Allir Íslendingar gera það. Líka Sigríður Andersen. Líka Bjarni Benediktsson.
Við ættum kannski að hafa það svona, borgið eða far vel. Hvað gerist þegar þau borga ekki skuldir Þá verður þögn og síðan skuldin niður færð hægt og rólega, ekki láta fjölmiðla vita, þeir skemma allt. 

Útlendingur sem færður er úr landi samkvæmt lögum þessum skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að hann fer ekki úr landi af sjálfsdáðum. Krafan er aðfararhæf og hún getur auk þess verið grundvöllur frávísunar við síðari komu til landsins. Lögreglunni er heimilt að leggja hald á farseðla sem finnast í fórum útlendingsins til notkunar við brottför. Sama gildir um fjármuni til greiðslu á kröfu vegna kostnaðar við brottför og gæslu samkvæmt ákvæði þessu.“ 









föstudagur, 17. nóvember 2017

Ríkisstjórn: Og þau brosa blítt

Sorgleg lýsing á einni viku í sögu íslenska lýðveldisins á meðan VG, D og B kurla saman ríkisstjórn sem á ekki eftir að taka á þeim màlum sem hér er fjallað um. Guð verndi Ísland en líklega er það honum um megn. 

Nokkrir dagar á Íslandi


https://kjarninn.is/skodun/2017-11-16-nokkrir-dagar-islandi/

mánudagur, 30. október 2017

Inga í Spillingararminum

Það er ýmislegt sem gerist á tæpum sólarhring, ég sem ætlaði að gefa Ingu Sæland tækifæri. Hún hefði getað verið góð með VSPB vegna jákvæðrar afstöðu  og heilinda í málum sem vinstri mönnum er annt um, sem snúa að samneyslu. En sjá,  síðdegis  í dag er hún  ekki bara orðin aftursætisbílstjóri SDG heldur líka komin í málefna bandalag með honum að sögn framsætisbílstjórans.  Og sjá nú lýsir hún yfir í RUV stuðningi við spillingararm íslenskra stjórnmála stjórnmála, það eru Bjarni og Sigmundur sem eiga fyrstir að mynda stjórn. Íhaldið og Afturhaldið hljóta að gleðjast, fá nýja bandamenn sem vilja ekki borga skatta en auka samt heilsugæslu, vilja halda landinu genetískt hreinu en eru ekki þjóðfasistar. Allt eins og svipaðir flokkar út í Evrópu

Svo við eigum eftir að sjá harðari afstöðu til Flóttamanna, sem taka frá Íslenskum fátæklingum og öryrkjum og gamalmennum að hennar sögn. Inga verður enginn postuli í stjórnmála hjörðinni. Hún fellur á fyrstu prófum.  Flokkur fólksins á ekki að tengja sig fólki sem ástundar  það að komast hjá því að greiða í samneysluna. 






sunnudagur, 29. október 2017

Spillingarholan

Það fór sem margan grunaði að ekkert væri til sem héti Spilling og Óheiðarleiki á Íslandi hjá kjósendum. Það eru margir sem eru miður sín yfir fíflsku samlanda sinna. Ég er einn þeirra .

Að kjósa SDG og BB. Að það sé allt í lagi að hafa forystumenn í stjórnmálum sem hafa verið að brjóta lög landsins. Til að auðgast og komast hjá því að borga skatta og skyldur eins og þeim ber. 

Enn er það fáránlegra að þessir sömu karlar skuli að vera að krefjast þess að fá að mynda ríkisstjórn. Og enginn getur stöðvað þá.  Annar er holdgervingur íslenskra íhaldsafla, allt er gert til að koma í veg fyrir að blettur falli á Engeyjarættina. Hinn er eitthvað sem ég kann ekki skil á en heiðarleika þekkir hann ekki.  Það er sorglegt að hluti þjóðarinnar  velji þetta yfir sig. Og allur heimurinn fylgist með þessu og undrist. 

Nú stöndum við frammi fyrir orðnum hlut. Vonandi tekst flokkum sem hafa hreint mjöl í pokanum að koma sér saman um starfhæfa stjórn sem tekur á málum fólksins í landinu og leysir þau.  En kannski erum við komin til að vera í þessari Spillingarholu. 



laugardagur, 28. október 2017

Kosningar: skrípaleikur auðmanna.

Skrítið að horfa á leiðtogaumræður. Þar sem þáttastjórnendur hafa of mikil áhrif. Og það er eins og leiðtogar séu hræddir um að tipla á hvers annars tám. Spillingargossarnir fá engar athugasemdir eða beitta gagnrýni, meira að segja í frjálsum spurningum kemur ekkert. Af hverju þessi hræðsla? Hafa Bjarni  eða Sigmundur eitthvað guðdómleg yfir sér. Þessir dónar?

Líklegt er að tár geti haft áhrif í þetta skipti þótt Sædal verði nú aldrei nema vafasamur Trumpari í mínum  augum. En ... það er ekki enn búið að telja atkvæðin. Þó vitum við að Sorgleg fortíð tilheyrir sögunni svo er Óttari að þakka og hinu undirfurðulega sambandi hans og Benedikts. Björt kom sterkt út í lokakaflanum hún ætti að vera í öðrum flokki.

En lesendur góðir. Alvaran blasir við okkur. Ætlum við að rísa upp úr því að vera spilltasta þjóð  Vesturlanda eða halda áfram að vera aðhlátursefni allra og vekja furðu í fáránlegum skrípaleik auðmanna okkar og fylgismanna þeirra. 


Þessir brosa enn í kampinn. 

Allt níðrá við?



þriðjudagur, 24. október 2017

Biskupinn sýnir flokksskírteinið

Nú er biskupinn kominn í kosningaham.  Hún fræðir okkur um sinnaskipti og siðbót eins og alvöru biskupar hafa gert í gegnum aldirnar. Eitthvað er samt óljóst og þruglkennt hvar sannleikurinn á heima. Enda er viðtalið við hana sem vitnað er í Morgunblaðinu og langt er síðan sannleikur eða siðvitund flýðu þaðan. 


Hún hefur fundið nýja leið til að finna rótina og gildin. Það gerir maður með því að núllstilla hlutina. Þetta er hrein snilld. Það hlýtur að vera aðeins á færi Biskups  að núllstilla græðgina þegar í hlut eiga Auðmenn þjóðarinnar undir forystu Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs sem þriðjungur þjóðarinnar virðist ætla að kjósa. Enda leyfa þeir enga sannleiksleit í sínu ríki.


Nei. Það myndi enginn Snowden eða Manning geta komist upp með neitt nálægt henni.  Assange  hefði bara unnið í Bibleleaks. Er Biskupsstofan deild í Sjálfstæðisflokknum?





Í viðtalinu segist Agnes meðal annars óttast að alþingiskosningarnar um næstu helgi skili okkur ekki einhverju nýju nema menn átti sig á því að það þurfi að taka sinnaskiptum. Þá segir hún að siðbót í íslensku þjóðlífi ætti að felast í endurnýjun á þeim gildum sem við höfum reitt okkur á í aldanna rás og hafa verið siðferðilegur grunnur lífsviðhorfa okkar. „Ein leið til að komast að rót vandans er að greina hann, draga sannleikann fram í hverju máli og núllstilla hlutina,“ segir Agnes, en segir hins vegar ekki allt leyfilegt í sannleiksleitinni og að ekki sé siðferðilega rétt að afhjúpa sannleikann með stolnum gögnum.

sunnudagur, 22. október 2017

Spillingar- Bjarni : Holur hljómur í ósannsögli...

Spilling er orð. Orð sem of oft heyrist á skerinu okkar.  En það er okkar að velja. Viljum við láta þá stjórna okkur sem eru áhættufíklar og hugsa bara eigin hag.
Við getum valið annað, þeir sem fara alltaf að ræða um vinstri stjórnina og gleyma hvað hafði gerst áður, þeir sem láta eins ogþeir viti ekki af misgjörðum og lygum formannsins. Allt fyrir flokkinn.

En kannski er mörgum alveg sama. Allir eru að gera það.

Seldi í Sjóði 9 sama dag
og neyðarlögin voru sett


Bjarni: Lögbann á þessum tímapunkti út í hött


Segir holan hljóm í málflutningi KatrínarSeldi

FRÉTTIR

Forsætisráðherra
sagði
ítrekað ósatt

Umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum, í samstarfi við The Guardian og Reykjavik Media, sýndi fram á að Bjarni Benediktsson setti endurtekið fram rangar staðhæfingar í umræðu um eigin viðskiptagjörninga.

 í Sjóði 9 sama dag
og neyðarlögin voru sett


föstudagur, 20. október 2017

XD: Einn á móti tímabundnum afnotum

Nefnd lögð af, enn er Sjálfstæðisflokkurinn þjónn útgerðarmanna, allir aðrir flokkar í þessari nefnd vilja gjaldtöku sem miðist við tímabundin afnot. Eitt hefur verið notað gegn VG að þeir vilji ekkert gera í sjávarútvegsmálum. Ekki er það þarna. Allir sammála nema xD. Þetta er skýringin á baráttunni gegn stjórnarskrá!

Aðalatriði stefnu VG í Sjávarútvegi eru:

Sjávarútvegur

Meginmarkmiðið með sterkri sjávarútvegsstefnu er sjálfbær nýting fiskistofnanna, ábyrg umgengni um lífríki hafsins, samhengi í byggðaþróun og síðast en ekki síst að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar. Fylgja þarf ráðgjöf vísindamanna við nýtingu fiskistofna. Eiga skal samstarf við nágrannaþjóðir á sviði rannsókna og nýtingar sjávarauðlinda. Auðlindagjald verði tekið af sjávarútvegsfyrirtækjum í hlutfalli við afkomu greinarinnar. Auka þarf strandveiðar og ráðstöfun heimilda til að verja byggðir landsins. Fiskeldi þarf að byggja upp með ítrustu varúð og í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.
Enn eitt dæmið um að koma  Spillingar xD frá stjórnvelinum í nokkur kjörtímabil. Og Krafa til annarra flokka að mynda sterka og skilvirka stjórn.


Sjálfstæðisflokkur einn á móti því að gjaldtakan miðist við tímabundin afnot

Þorsteinn Pálsson hefur skilað greinargerð um störf nefndar sem átti að finna lausn á gjaldtöku í sjávarútvegi. Starfi nefndarinnar hefur nú verið slitið.

þriðjudagur, 17. október 2017

Bjarni og Sigmundur: Valdafíklar

Íslensk stjórnmál eru farsi.  Eru sjónvarpsþáttur.  Eru bananahýði. Maður grípur andann á lofti, skellihlæjum  og við dettum kylliflöt á hýðinu.  Gosaaugnaráð Bjarna þegar hann er í vondum málum.  Aulagrettur Sigmundar Davíðs í kerfisbreytingunum.  Allt verður undursamlega fáránlegt.  Hvað á að gera við karla, sem eru áhættufíklar og siðblindir?   En vilja vera með í tíkinni þessu einu og sönnu.  PÓLITÍK!

Þeir virðast hafa fleira sameiginlegt en mann óraði fyrir. Losa sig við eitthvað á seinustu stundu.  Peninga, bréf, taka áhættu sem enginn á að gera, ef hann vill vera í stjórnmálum eða verða valdsmaður.  Þeir geta hrifið sakleysingja með sér, í nafni sjarma (sem ég á erfitt með að skilja), auðs, valda, flokks, ættar.  Þeir sjá það ekki sem allir hafa séð fyrir löngu.  Þeirra tími er á enda.  Þeir munu aldrei koma aftur.  

Þetta eru karlar sem hafa aldrei þroskast, aldrei komist undan verndarvæng pabba. Hvenær horfast þeir í augu við sjálfa sig?   Líta í spegilinn og spyrja:  Hver ert þú? Hvað ert þú að gera? 

Hvenær átta þeir sig á eyðileggjandi krafti sjálfs þeirra?  Lífið býður upp á annað en endalausa valdafíkn.  Þeirra tími er liðinn.  


  


sunnudagur, 15. október 2017

Ásmundur: Kölski á fjósbitanum

Enn er Ásmundur í sviðsljósinu. Kölskinn á fjósbitanum. Ekkert stoppar hann, ekki stefna flokksins, ekki samþingmenn hans, ekki tekur formaðurinn hans til máls. Í húsi mínu eru margar vistarverur. Það er gott að hafa bersynduga með. Það er gott að velja Ásmund á listann frekar en besta og heiðarlegasta  þingmann flokksins Unni Brá. Hann er Karl með stórum staf  sem flýði frá Vestmannaeyjum hérna forðum þegar illa gekk, böðlaðist um í sveitarstjórnarmálum í Garði, fékk stuðning fólksins í flokknum, enda margir með svipaðar skoðanir og hann á Reykjanesinu og víða.  Svo sakar ekkert að vera framámaður í Oddfellow. Eins og aðrir sem hafa komist langt sem Frímúrarar. Það virðist ekki hafa neitt í för með sér  þó maður fari með ósannindi á opinberum vettvangi. Réttir fjölmiðlar taka það upp sem sannleika, þeir þekkingarsnauðu hrópa á torgum.

Bjarni Benediktsson þegir þunnu hljóði, flokkurinn er skakkur. Allt er hey í harðindum. Ásmundur og samferðafólk eiga  skjól í Valhöll.Eða hvað?

PS. Bjarni svarar síðdegis,gerir Mikið úr starfi hans fólks ekki allt rétt:  Sumir vilja að lögin verði ávallt túlkuð rúmt. Í því felist mesta mildin. Ég hef verið þeirrar skoðunar að við eigum að beita sambærilegri túlkun og samstarfsþjóðir okkar. 
Þetta er ansi erfitt Þar sem samstarfsþjóðir okkar túlka hlutina ansi ólíkt. Og seint verður Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sökuð um mannúð og mildi.


Við Íslendingar höfum þegar lagt mikið af mörkum. Framlög okkar til hjálparstarfa hafa stórvaxið. Hluti aðstoðar okkar felst í því að senda fólk á vettvang og sinna borgaralegum verkefnum. Þá höfum við í auknum mæli tekið á móti flóttafólki beint úr flóttamannabúðum. Hér heima fyrir höfum við verið að auka stuðning við íslenskukennslu, húsnæðisleit og aðlögun að samfélaginu. 
Alls kyns áskoranir hafa fylgt þessum breyttu aðstæðum fyrir stjórnkerfi okkar en heilt yfir hefur tekist ágætlega til. Við höfum brugðist hratt við. Málsmeðferðartími hefur styst verulega. Við höfum styrkt stjórnsýsluna fjárhagslega og faglega og sett okkur það markmið að aðstoð við þá sem fá hér hæli verði sambærileg við þá sem flóttamenn hafa fengið.
Mannúð og mildi eru leiðarljós okkar í þessum málaflokki og fjármunum til hans er vel varið.








Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi

Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur

Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur

föstudagur, 13. október 2017

Guðmundur Andri gerist pólitíkus ......

Nú er Guðmundur Andri orðinn pólitíkus, ekki pistlahöfundur sem maður les sér til ánægju á hverjum mánudegi.  Pistlahöfundur sem er siðvitur, hlýr og beinskeyttur.  En .... það er eins og önnur lögmál gildi þegar í stjórnmálin er komið.  Við erum sammála um það að það er mundur

á hægri og vinstri eins og kemur fram í pistli Guðmundar Andra í Fréttablaðinu í gær, við erum líka sammála um að það sé nauðsyn að hvíla eigendur Íslands, Sjálfstæðisflokkinn, helst í nokkur kjörtímabil til að koma í gegn þjóðþrifamálum  sem hafa hrannast upp á nokkurra ára stjórnarsetu xD og xB (sáluga).

Undirritaður gerir nú samt meiri kröfur en þær sem birtast í þessu pistli þegar Guðmundur Andri ræðir um VG (sjá feitletrað  að neðan).  Ég var á landsfundi VG um seinustu helgi var þar vitni að dæmalausri samstöðu í öllum málum.  Þeir voru ekki til þessir menn (konur eða karlar) sem sjá sinn samherja í xD, það væri gaman að heyra frá Guðmundi Andra hver væru þessi sterku öfl.  Þau tóku ekki til máls á Landsfundinum.  Þau voru ekki með tillögur eða ræddu þetta í starfshópum.  Var það ekki Samfylkingin sem seinast tók þátt í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðiflokknum með hörmulegum afleiðingum en ekki VG. 

Er ekki svona rakalaus málflutningur Guðmundar Andra dæmi um það sem gerir samstarf erfitt á vinstri kanti?  Guðmundur Andri fellur hér á einu af fyrstu prófum sínum sem pólitíkus.  Það er leitt. Það er sárt.  Sérstaklega þegar mér þykir vænt um skáldverk Andra og heiðarleg skrif hans sem pistlahöfundar um stöðu Íslands og Íslendinga.  Sem þarf svo  mikið að breyta og bæta. Við þurfum opið og gegnsætt samstarf  til að geta starfað saman í ríkisstjórn.  Það þróast ekki með því að læða að vafsömum fullyrðingum og getgátum. Vonandi verður þetta ekki hinn nýi bragur Rithöfundarins.   


Það er munur á vinstri og hægri. Sjálfstæðisflokkurinn er stór og öflugur flokkur hægri manna, vel skipulagður og vanur því að ráða, með sitt fólk á völdum stöðum í kerfinu. Það getur vel verið að sumum okkar finnist það ágætt að hann stjórni þessu bara – það hafi reynst vel og honum hafi tekist vel upp í undanförnum tilraunum sínum til stjórnarmyndunar. Þá kjósum við hann. En ef við erum ekkert ánægð með völd Sjálfstæðisflokksins og viljum vinstri stjórn sem starfar í almannaþágu þá vandast málið. Dæmin sanna að atkvæði greidd miðflokkabandalaginu leiða til stjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Og dæmin sanna líka að þeim mun veikari sem Samfylkingin er þeim mun ólíklegri er vinstri stjórn. Innan VG eru sterk öfl sem sjá sinn samherja í Sjálfstæðisflokknum en slíku er ekki að heilsa innan Samfylkingarinnar.



miðvikudagur, 11. október 2017

Kosningar: Alþingi fyrir hverja?

Það er ennþá sæmilegur tími fram að kosningum svo ýmislegt getur gert. Skoðanakannanir eru ekki samhljóða, þótt blómatími Sjálfstæðisflokksins sé liðiðnn undir lok.   Áróður verður sífellt meira fáránlegur.  Þeir sem töldu enga peninga vera til fyrir nokkrum mánuðum sjá alls staðar í kringum sig matarkistu, nema hjá þeim sem hafa safnað auði og fé seinustu árin, útgerðir og fyrirtæki. Fullt af peningum í bönkum.   Og nú er byrjuð gamla tuggan um skattaáþján VG þótt formaðurinn hafi sagt aftur og aftur á Landsfundinum um helgina að fé eigi að koma frá þeim sem notið hafa góðærisins ekki almenningi og miðstétt.  Spillingar gemsarnir Sigmundur og Bjarni sjá alls staðar í kringum sig samsæri og illmennsku. Þráðurinn farinn að styttast hjá sumum. 

Fyrir okkur sem erum Vinstri menn, þá er mikilvægt að fara ekki á taugum, sýna fram á hræsni Sjálfstæðisflokksins og hinna ótal svokölluðu Miðflokka sem virðast vera til að selja sig fyrir ráðherrastóla.  Það er sorglegt hversu margir eru tilbúnir að hlaupa eftir fagurgala og útúrsnúningum Sigmundar Davíðs, mannsins sem ætlaði að svindla og svindlaði á þjóðinni og heldur að það sé allt í lagi að bakka í faðm Skattayfirvalda, borga einhverjar krónur og þá sé allt gleymt og grafið. 

Gleymum ekki að Alþingi er þjónn fólksins í landinu og á að starfa í þágu þess. 
_________________________________________

Sigmundur telur að um samsæri sé að ræða

Hann bæt­ir við að kosn­ing­arn­ar feli í sér tæki­færi til þess að setja af stað stór­sókn í byggðamál­um sem Miðflokk­ur­inn hafi boðað und­ir heit­inu „Ísland allt“. Með þeirri stefnu mætti tengja landið þannig að það yrði sem ein heild. Þá yrði einnig hægt að standa við þau fyr­ir­heit sem eldri borg­ur­um á Íslandi hafi verið gef­in.
„En við get­um líka ráðist í stór­sókn í innviðum lands­ins, upp­bygg­ingu innviða í heil­brigðis­kerf­inu, sam­göng­um og svo fram­veg­is, því að aðstæður hafa aldrei verið eins góðar og nú til þess að hefja sókn til að bæta lífs­kjör á Íslandi og gera það betra en nokkru sinni áður að búa á þessu góða landi.“

Vill taka fé úr bankakerfi og setja í innviði

Taki Sjálfstæðisflokkurinn þátt í stjórnarmyndunarviðræðum nú að loknum kosningum, segir Bjarni að hann myndi leggja áherslu á að kaupmáttaraukning verði varin, efnahagslegum stöðugleika verði viðhaldið og verðbólgu áfram haldið lítilli. Bjarni segist ekki munu samþykkja auknar álögur á fólk í landinu. Komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda að nýju, sjái hann fyrir sér að innviðir verði styrktir með fé úr bankakerfinu og að tekjuskattur verði lækkaður niður í 35 prósent. Það gæti verið gott innlegg í kjaraviðræður framundan.






föstudagur, 6. október 2017

Bjarni Allt að gerast...

Nú er kátt í höllinni, ég meina Valhöll. Nú þarf ríkisstjórnin aldeilis að leiðrétta í útlöndum, ætli þeir fái ekki ný uppreistan lögfræðing til að sjá um málið?  
 
Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og núverandi forsætisráðherrafundaði með bankastjóra Glitnis tveimur dögum áður en hann byrjaði að selja bréfin.
Helga Vala: Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka viðskipti forsætisráðherra

https://kjarninn.is/frettir/2017-10-06-bjarni-seldi-eignir-i-sjodi-9-og-midladi-upplysingum-til-bankamanna/

Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsamlegi fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“
http://www.visir.is/g/2017171009300/bjarni-vid-the-guardian-hvada-skynsamlegi-fjarfestir-sem-er-hefdi-verid-ad-ihuga-ad-selja-a-thessum-tima-


Líka húmor .........
„Sæl,geturðu bókað mig og tvo félaga til London:
Út 20. feb, seinni vélHeim 24. feb, fyrri vél
Ferðafélagar:Bjarni Benediktson - 260170-5549Hermann Sævar Guðmundsson - 200162-4049(muna að gefa þeim ferðapunkta eins og okkur hinum)
Og Bjarni Jóh kemur líka með, veit ekki hvenær hann vill fljúga út.
Við erum að fara á völlinn eins og svo margir, en höfum reyndar annað erindi líka. Hvar gistir allt liðið? Sennilega ágætt að vera bara á sama stað og þeir, eða hvað BJ? Viltu frekar vera á Sanderson?
Kveðja,Einar Örn“





sunnudagur, 1. október 2017

Frú Andersen í fyrsta sæti

Það er merkilegt að setja Sigríði Andersen í efsta sæti í Reykjavík.  Það er eins og að gefa íbúum kjaftshögg eftir framgöngu hennar gagnvart börnum og flóttafólki.  Enn merkilegra er að hún þiggi það sem hún hefur afneitað, að nokkurs staðar eigi að jafna niður körlum og konum til skiptis, eða að láta konur hafa forgang á meðan að barátta fyrir jafnrétti á sér stað.  Jafnréttismálin eiga erfitt uppdráttar  eins og margt annað.   Og ennþá fáránlegra að það skuli vera Brynjar Níelsson stígi fram og fórni sér, hann af öllum, besti vinur eigenda nektarbúllanna.  Og fái hrós kvenþingmanna fyrir bragðið!     

Allt þetta lýsir ástandinu í þessum blessaða flokki. Spillingin lekur niður veggi Valhallar. Við sem  tilheyrum öðrum flokkum þar sem sjálfsagt þykir að kjósa í prófkjörum jafnt karla og konur, eða raða á lista konum og körlum til skiptis eigum erfitt með að skilja þetta.  Svo er alltaf hægt að víkja út af þessu eins og dæmið með Sigríði sýnir og henni finnst allt í lagi að gera það.  Sem er algjörlega á móti jafnræði kynja á listum!  Bara til að geta sýnt að karlar eru ekki alls staðar í efsta sæti hringinn í kringum landið. Þótt öllum í þessum blessaða flokki  finnist að það  sé Náttúrulögmál.  Karlar eru sterkari. En allt er leyfilegt í atkvæðasmölun.  





fimmtudagur, 28. september 2017

Tímamót: Einkavæðing eða félagshyggja

Sjálfstæðisflokkurinn kemur okkur á óvart og þó ekki. 
Flokkurinn sem löngum tókst að koma því inn hjá stórum hópi fólks að hann væri flokkur fólksins. Nú er meira að segja búið að stela nafninu að fyrri flokksmanni.

Nú þegar kynslóð nýfrjálshyggjunnar hefur tekið yfir í Sjálfstæðisflokknum, verða áherslurnar æ skýrari til ofstækishægri.  Formaðurinn mætir galvaskur á fundi repúblikana í vestrinu og virðist vera á svipuðu róli í skattamálum og þeim.  Barist er hatrammt gegn því að hátekjufólk borgi eðlilega í sameiginlegan sjóð ríkisins til þess að við getum haft velferðarkerfi, með góðu heilbrigðiskerfi, trygginga og samhjálpar. Hinir nýju ungu þingmenn sjá engar lausnir nema einkavæðingu þar sem hver getur keypt þjónjustu eftir efnum og ríkisdæmi.

  Öll loforð um betra kerfi aldraðra og öryrkja hafa verið svikin, Mannúð og manngæska er ekki í hávegum höfð undir stjórn Sigríðar Andersen en Bjarni virðist fylgja henni í einu og öllu þar sem Flokkurinn sker sig úr á Alþingi í einstrenginslegri stefnu í flóttamann og útlendingamálum.  Utanríkisráðherra dansar einhvern Brexit dans sem ég efast um að hann hafi eitthvað umboð til. Allt er gert til að stöðva framgang nýrrar stjórnarskrár. 

Nú er komið að tímamótum.  Er þetta framtíðin sem við viljum?  Eða viljum við félagshyggjustjórn og þjóðfélag þar sem vinstri menn starfa saman að breyta áherslum?   Valið er okkar.


mánudagur, 25. september 2017

SDG: Hann er upprisinn

Hann er upprisinn, sögðu þau hann er upprisinn.  Karlinn sem enginn hafði ná sambandi við. 
Svo birtist hann loks á skjánum.  Ábúðarfullur,  fullur af sannleika.  Sex sinnum, ég sagði sex sinnum var reynt að leggja hann í hina pólitísku gröf en þar heyrir enginn í manni, moldin hylur vitin, lokið er vandlega skrúfað ofan á kisuna.Enginn heyrir gullkornin sem streyma frá honum.   Það er allt gert til að stöðva hann, snillinginn, hugsuðinn, karl hreinleikans, fjölskyldumanninn, þann sem gerði ekkert af sér, átti enga fjármuni á suðlægum ströndum og eyjum, Hann sem var hrakinn frá völdum á svo óréttlátan hátt.  Hann gerði ekkert rangt!

Fíllinn í glerbúrinu, hann er búinn að fá einn fyrrverandi þingmann með sér, ein þann versta sem komist hefur á þing.   Kannski koma þeir fleiri, ég bíð spenntur eftir Vigdísi Hauks, ungir drengir og stúlkur vilja vera með hinum þungstíga meistara.  Fólk sem heldur að allt sé leyfilegt, hafa týnt siðferðisrammanum eða eru ekki búin að þróa hann upp með sér.  Það vill fara með honum á sæluslóðir, það vill bjarga okkur hinum úr klóm Íhaldsins eða Öfganna.   Undir leiðsögn hins misskilda stórmennis.   

Ekki er við bætandi að fá einn spillingarflokkinn í viðbót, sem vill að við sjáum hversu flóttamenn eru hættulegir fyrir þjóð okkar og menninguSem vill hreinsa ósómann úr vitum okkar.  Lyktina af fólki sem er að flýja styrjaldir og óstjórn þar sem ekki er líft lengur.  Stríð sem við eigum oftan en ekki þátt í með bandamönnum okkar í hernaðarbandalagi.   

Aldrei þessu vant hefur Morgunblaðið verið með upp á síðkastið viðtöl og kynningar á flóttafólki sem sýnir margbreytileika þess og  lífsvilja við ótrúlega erfiðar aðstæður. Sem vill fórna miklu að koma fjölskyldum sínum í skjól fyrir hörumungum heims.   Getum þess sem vel er gert.  Það er þörf á því í skilningleysi og mannsvonsku margra samlanda okkar.      

Svo vonandi verður endurkoma Sigmundar Davíðs ekki til að auka óró og dapurleika þjóðlífs okkar..  Nóg eru vandamálin fyrir.      





þriðjudagur, 19. september 2017

Smáflokkar SMALL IS BEAUTIFUL

Kaldhæðnislegt, að hlusta á Bjarna Benediktsson, kenna öllum nema sjálfum sér um stjórnmálaástandið á Íslandi. Það eru smáflokkarnir sem eru sökudólgarnir. Það er ekkert sem heitir SMALL IS BEAUTIFUL hjá honum. Þeir litlu eru vafasamir. Þeir eiga helst ekki að vera til. 

Það er sorglegt að sjá blaðamenn éta þetta upp eftir þeim sem mest eiga sök á núverandi stjórnarkreppu. En það er Sjálfstæðisflokkurinn. Það var hann sem misbeitti valdi sínu og áhrifum til að hindra upplýsingaflæði að koma í veg fyrir að samflokkar hans í ríkisstjórn fengju að vita þegar óþægilegar fréttir bönkuðu harkalega Þá var allt gert til þess að að koma í veg fyrir aðvið almenningur, stjórnarandstaða eða samflokksaðilar í ríkisstjórn fengju að vita sannleikann. 

En hvers vegna verða Smáflokkar til? Er það af illsku og skepnuskap íslensku þjóðarinnar?  Misskilur hún stjórnvisku, Davíðs, Geirs og  Bjarna? Gæti ekki þessi blessaða þjóð bara fengið nóg. Af spillingu stóru flokkanna, xD , xB, jafnvel Samfylkingin fékk líka stimpilinn undir forystu Jóhönnu og eftirmanna hennar. Það er spillingareitrið sem skapar nýja flokka sem geta seinna orðið stórir. 

Kaldhæðnislegt, sagði ég og meina. Ætli það verði ekki Flokkur fólksins sem verði sá eini sem vill starfa með Bjarna og klíkunni hans,  en líklega nægir það varla. Þótt maður geri allt fyrir völdin. Jafnvel að vinna með fólkinu sem hefur fengið þá ranghugmynd að öll óhamingja þeirra sé til komin vegna flóttafólks sem hefur orðið að flýja heimkynni sín leggja upp í ferð þar sem fjöldi kemst aldrei á leiðarenda. Það er sorglegt. 




sunnudagur, 17. september 2017

Enn einn heimsfrægur forsætisráðherra

Við erum bezt enn sannast það. Forarpyttur! Það erum við. Forareðja.  En ..... munum hið fornkveðna, skilum skömminni þar sem hún á heima, fyrst og fremst hjá xD, svo hjá xB.

Af hverju þeir og ekki hinir? Þeir sköpuðu kerfi og andblæ spillingar. Einkavæðing banka, gjöf ríkisfyrirtækja. Allt var leyfilegt, er leyfilegt, koma fé undan skatti, Tortólaævintýrið varð til, allir aðrir feluleikir. Sigmundur Davíð varð heimsfrægastur allra. Nú tekur Bjarni við.

Kannski hefur þetta alltaf verið svona, þeir ríku, auðugu hafa alltaf litið á að allt væri leyfilegt. Ég á það ég má það. Síðan breiðist þetta yfir á aðra þætti samskipta og mannlífs.  Mér verður hugsað til kvikmyndar  hins nýlátna sænska meistara Hans Alfredsons ; Den enfaldige mördaren, þar sem Hasse lék óðals eigandann og skepnuna sem gerði allt sem honum sýndist í valdi þjóðfélagsstöðu sinnar. Þar til sá veikasti, sá aumasti, tók til sinna ráða. Skilaði skömminni. 

Gleymum ekki fórnarlömbunum þau eru víða, oftast hafa þau engan að halla sér upp að, engan   Trúnaðarmann. Nú er það okkar að segja :Nú er komið nóg.  Ef ekki.....





föstudagur, 15. september 2017

Eða hvað?

Það er margt að gerast erfitt að fylgjast með og enn mörgu ósvarað. Var Brynjar verjandi Hjalta? Kunningsskapur ýmissra furðulegur. Þögn margra ótrúleg. Hroki og hrun sumra fyrirsjáanleg. Spillingin og siðblindan engu lík. Alltaf á að fela óhæfuverk. Svo kjósa Íslendingar þetta lið í næstu kosningum! Eða hvað? Ísland ögrum skorið.




sunnudagur, 10. september 2017

Hlægileg sorgleg ríkisstjórn

Áður fyrr þurfti skemmtikrafta til að gera grín að pólitíkusum; til þess höfðum við Ómar Ragnarsson eða Jóhannes Kristjánsson, oft voru línurnar stuttar á milli hvað var gaman eða alvara, stundum urðu stjórnmálamennirnir að grínistum dæmi Guðni Ágústsson, eða grínistarnir urðu pólitíkusar dæmi Ómar eða ..... Davíð Oddsson.

Nú er öldin önnur, við höfum ríkisstjórn sem veldur hláturgusum, þegar trúðslætin eru sem mest,  þau vita ekki hvað þau eru fyndin, þótt flyssið breytist oft í andvarp eða örvæntingaróp. Þetta eru þrátt fyrir allt okkar æðstu stjórnvöld.

Fjármálaráðherra vor byrjaði samningaviðræður við launþega með því að boða til fjölmiðla fundar í vikunni.  Og segja um hvað ætti að semja! Ég hélt að þetta væru samningaviðræður.Að semja.  Og öllum finnst þetta vera í lagi.  BHM fagnar þessu. Allir eru ánægðir með þetta. Benedikt hlýtur að vera glaður.

Nema Bjarni Ben júníor. Hann vill hafa þetta allt í rólegheitum. Stjórnarflokkarnir eiga ná saman.Ástandið er svo gott alls staðar nóg af gulli.  Svo það er best að flokkarnir þrír nái saman um stefnu xD.  Ekki nota peningana í sjúkrahús, heilsugæslu, ellilíeyrisþega og öryrkja.  Það er ekki þjóðhagslega hagkvæmt, eins og þeir segja.

Frú Andersen dómsmálaráðherra heldur áfram vélbyssuorða skothríð sinni á landsmenn.  Meðan ráðherrabílllinn bíður.  Hún virðist aldrei hafa heyrt um Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna enda eru þau samtök með öllu óþörf samkvæmt lögmálum Nýfrjálshyggjunnar.  Börn eiga að fara til landa sem þau hafa aldri komið til og kunna jafnvel ekki tungumálið.  Fólk virðist ekki vera annað en tölur eða tákn í hennar augum.  Dublinarreglugerðin er heilög.  Og ber að fara eftir. Ég hugsa að Írar yrðu miður sín ef þeir fréttu hvernig nafn höfuðborgar þeirra er misnotað  á skerinu í norðri.  Tveir stjórnarþingmenn eru óánægðir en hvað þýðir það. Gera þeir eitthvað?    

Óttar heldur áfram að vekja ótta í hugum landa sinna og veldur heilsuleysi.  Hann setur nefndir og ætlar að hugleiða ýmislegt meðan einkavæðingin skellur yfir okkur eins og Irma. Og rústar flokki sínum um leið. Og virðist finna það notalegt.

Já, það haustar á Íslandi.  Laufin falla til jarðar.  Draumarnir eru dapurlegir.






sunnudagur, 3. september 2017

Kísilverksmiðjur: Erum við rugluð?

Gleði og stórhugur. Alltaf sama mikilmennskubrjálæðið. Hverjum gat dottið í hug að reisa 2 sílikon verksmiðjur og eitt álver örstutt frá fjölmennri byggð? Aldrei hef ég séð fjallað um reynslu annarra þjóða af sílikon verksmiðjum í íslenskum fjölmiðlum. Áttu kannski reglur um heilbrigðisvernd og umhverfis að vera svo lakari hjá okkur? Vonandi verður ekki sama sagan fyrir norðan, á Bakka. Eitt Bakkabræðraævintýrið enn.

Verði stærsta kísilverksmiðja í heimi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók þátt í athöfninni. „Þetta er auðvitað mjög gleðilegur dagur því hér er verið að taka skóflustungu að verksmiðju sem stefnt er að því að verði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þetta er líka fyrsti áfanginn í mjög mikilli uppbyggingu um allt land þannig að þetta er mjög gleðilegur dagur.
Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðarráðherra segir að þetta sé stór dagur fyrir Suðurnesjamenn og Íslendinga alla. „Þetta er fyrsta stórverkefnið af þessu tagi eftir hrun. Við erum vonandi að sjá þetta sem táknmynd þess að hjólin eru farin að snúast aftur í rétta átt.“ 
RÚV 27.8. 2014




laugardagur, 22. júlí 2017

Ólafur H. Torfason nokkur orð



1.   
leiðsla
Inn á milli trjánna dökkra
haustsvartra ljós að baki
útlínur húss dimmblás kvöld
himinn sól undir hafsbrún

inn á milli trjánna myrkra
göngum við með ljós leiðarljós
sem leiða okkur lýsa um lauf-
slóð lífsslóð framundan ferð
á enda
                            leiðarenda
            2.
                        Ég kipptist við þegar ég las dánarfregn Ólafs H. Torfasonar, ekki hafði ég fylgst   með sjúkdómasögu hans, hvað þá að hann hefði barist í mörg ár við marga djöfla.
                        Ég hafði verið málkunnugur honum forðum, vegna áhuga á kvikmyndum og listum.   Við heilsuðumst þegar við hittumst á götu, þetta var viðkunnanlegur drengur.
                        En enginn má sköpum renna.  Hann var farinn að lýjast margir sjúkdómar herjuðu á honum, eins og svo margir kunningjar manns seinasta árið.  Átti erfið ár.

2.       
Ég á skemmtilega sögu.  Þegar ég og Vigfús heitinn Geirdal vinur minn fórum í heimsókn til Sveins Rúnars Haukssonar á níunda áratugnum .  Upp  á lofti hjá honum bjó Ólafur H. Torfason.
Það var eflaust margt spjallað þegar við heimsóttum Svein, sjaldan þögn.  En þegar við erum búnir að sitja og spjalla.  Þá sagði Sveinn:  Jæja, eigum við ekki að taka nokkur lög fyrir Óla og settist við píanóið,
lútherska sálma fyrir Ólaf kaþólikkan, við sungum með tilfinningu, þótt við hefðum ekki hugmynd um hvort hann væri heima, jú við heyrðum eitthvað brölt uppi.  Eflaust var þetta hollt fyrir hann, hvort sem hann heyrði eða ekki.  Kristilegu kærleiksblómin hafa ratað til hans.

3.       
Svo merkilegt var að seinasta mánuðinn hef ég verið að (endur)lesa ævisögur Péturs Gunnarsson þar svífur andi Ólafs víða yfir.  Þeir voru miklir vinir og heimili fjölskyldu Ólafs félagsheimili fyrir vini á skóláárum heima á Íslandi.  Þar er merkileg saga þegar Pétur, sem þá bjó í Frakklandi, sendi handrit að fyrstu ljóðabók sinni til Ólafs í Kaupmannahöfn,   og fékk umsögn til baka upp á næstum 200 síður í nokkrum bútum til baka.  Þetta var menntafólk sem tók sig alvarlega og hátíðlega.  Ég held að flestir vinir hans hafi búist við að Ólafur yrði rithöfundur með stórum staf en kvikmyndirnar áttu hans huga með tímanum.  Hann var einn af okkar bestu gagnrýnendum fyrir venjulegt fólk. 
Svona voru ungir andans menn í þá daga.  Og eru kannski enn. 

4.      Þótt maður sé orðinn sjötugur finnst manni að enn eigi maður mikið eftir.  En lífið  segir okkur annað.  Á seinustu mánuðum hafi margir farið yfir móðuna mikla, fólk sem maður ímyndaði sér að ætti mörg góð ár eftir.
Við stjórnum ekki lífinu með góðum hugsunum, það er erfitt að sjá að baki góðu fólki.  Og ég sendi kveðjur til ættingja og vina Ólafs H. Torfasonar. 



5. 
 

Tíminn
tíminn er naumur naumhyggja mín
tíminn og vatnið og vegurinn og leiðin
regnský kemur utan af vatni
inn á veginn yfir holtið fölt ræfilslegt
slóðinn yfir í næsta bæ grænkar
fyrst eins og oft áður
tíminn ég verð á undan honum naumlega en
sigra aldrei  tíminn er naumur nauðhyggja mín
ég tek sprett en sigra aldrei ekkert valfrelsi
ég er
tímalaus vísarnir horfnir tíminn skammtaður
tímabundinn tímareyrður þetta er mín
                                                          naumhyggja